Heimskringla


Heimskringla - 16.06.1894, Qupperneq 2

Heimskringla - 16.06.1894, Qupperneq 2
9 HEIMSKRINGLA 16. JÚNÍ 1894. komr út á Laugardögum. The Heimskringla Ptg. & Publ. Co. útgefendr. [Publishers.] Verð blaösins í Canada og Banda- ríkjunum : 12 máuu'Si $2,50 fyrirframborg. $2,00 6 ----- $1,50 ----- — $1,00 3 ----- $0,80; — — $0,50 ’ Kitstjórinn geymir ekki greinar, sem eigi verða uppteknar, og endrsendir þser eigi nema frímerki fyrir eudr- sending fylgi. Ritstjórinn svarar eng- um bréfuin ritstjórn viðkomandi, nema í blaðinu. Nafnlausum bréfum er enginn gaurnr geíinn. En ritstj. svar- ar höfundi undir merki eða bókstof- um, ef höf. tiltekr slíkt merki. Uppsögnógild að lögum, nemakaup- audi sé alveg skuldlaus við blatiið. Ritsjóri (Editor): EGGERT JÓHANNSSON. Káðsmaðr (Busin. Manager): J. W. FINNEY kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst. Peningar sendist í P.O. Money Or- der, Registered Letter eða Express Money Order. Banka-ávísanir á aðra banka, en í Wiunipeg, eru að eins teknar með afföllum. 653 Paciíic Ave. (McWilliam Str.) Markverður fundur verður settur í Ottawa á miðvikudag- inn kemur. 20. Júní, Þanu dag byrj- ar 58 ríkisár Victoríu drotningar á Englandi,' og er líkast að þessi fund- ardagur hafl verið tiltekinn í því skj-ni meðfram, að minnast krýning- arhátíðar gömlu konunnar fyrir 57 árum síðan. Á þessum fundi verða fulltrúar Canada-stjórnar, Ástraiíu- stjórnar og fulltrúar bresku nýlendn. anna i Suður-Afríku. Eundur þessi er árangurinn af ferð tollmálastjóra Canadastjórnar, Mackenzie Bowell’s, til Astraliu í fyrra. Hann var sendur til að komast eftir, hvert nánari verzl- unarviðskifti væru möguleg, og hvaða vörutegundir helztar Ástraliu-menn vildu kaupa hér, og hvaða vöruteg- undir^selja.‘ 'Tækju stjórnarformenn- irnir og leiðandi verzlunarmenn vel í málið, átti hann að bjóða þeim að senda fulltrúa á fund tii að ræða um verzlunarmál og önnur fleiri sem ný- lendur Breta snerta sérstaklega, eða í heild sinni, lem part af hinu breska veldi. Síðar var svo ákveðið, að bjóða einnig Afríku-nýlendunum að senda fulltrúa, og það boð var þegið. Einn fulltrúa senda Bretar sjálfir á fundinn, en ekki þýkir hann heppilega valinn. Sem sagt var upprunalega hug- mymdin að tala um verzlunarmál ein- ungis, athuga hvort gerlegt er, og að hve miklu leyti, að koma á tolleining. Þar af leiðandi verður það fyrsta mál- ið á dagskránni. En síðan fundurinn var ráðgerður, hafa ýms önnur mál verið færð á dagskrána, eða svo gott, þar eð ákveðið hefir verið að ræða þau. Aðal-málin) sem ákveðið er að, rædd verði, eru : Nýlendu-verzlunarviðskifti. Hafþráður yfir Kyrrahaf, frá Van- couver til Ástraliu. Samoa-eyjarnar «g innflmun þeirra í Nýja Sjálandsríkið. Hraðfara gufuskipalina á Atlants- hafi milli Englands og Canada, með auknum flota á'Kyrrahafi milli Canada og Ástraiíu. Hluttaka nýlendanna, ef nokkur, í hernaði til varnar veldi Breta. Þessi fimm mál eru hin ákvörðuðu aðal-mál, sem fyrir fundinum liggja, og er hvorl” um sig þýðingarmikið mál. Árangurinn af umræðunum um sum þessi mál verður^að likindum fremur lítill, en vísir getur liann orðið til annars meira, eins og alls ekki er ólíklegt að þessi fyrsti nýlendufundur leiði til annara slíkra’meiri og mark- verðari. Það er jafnvel ekki óhugs- andi, svo framarlega sem nýlendurn- ar halda áfram að vera í sambandi við Breta, að þessi fundur leiði til eínhvers sambands á líkan hátt og formælendur veldiseiningar Breta (Im- perial Federation) hafa haldið fram. Þau málin, sem fundinum að lík- um verður ofvaxið að eiga við, eru málin um Samoa-eyjarnar og um hlut- töku nýlendnanna í vörn veldisins. Samoa-málið undir öllum kringum- stæðum er fundinum ofvaxið, þar sem bæði Bandaríkjamenn og Þjóðverjar eiga eins mikinn rétt á eyjunum eins og Englendingar. Það eru lítil likindi til og minni sannanir fyrir, að þær þjóðir taki tillit til vilja fundarins. Hvað snertir málið um vörn veldisins, þá verður það sama ofan á, ómögu- legleiki að ákveða nokkuð, enda þót.t fulltrúarnir kynnu að komast að ein- hverri niðurstöðu, sem mjög er óvist. Nýlendurnar náttúrlega neita að taka nokkmn þátt í þrætum Breta við aðr- ar þjóðir og þar af leiðandi kostnaði, nema þær fái þ ið fyllilega endurgold- ið á einhvern hátt. Til þess útheimt- ist samþykki Englendinga. Hin málin þrjú getur fundurinn afgreitt, eða undirbúið þau svo, að þau verði afgreidd af hlutaðeigandi stjórn- um. Verzlunarmálið kemur nýlendun- um einum við, og hin tvö koma þeim meira við en Englendingum. SKiftir því mestu hvað þær vilja við þau gera. Hafþráðarmálið vitaskuld snert- ir Englendinga ekki síður en Canada og Ástralíu, en heimti þær stjórnir þráðinn og bjóði fé því félagi til styrkt- ar, eru Englendingar neyddir til að taka það til greina og opna þá einnig sinn sjóð. Vilji þær aftur á móti ekki kosta neinu til, eða ekki nema litlu, verður að öllum líkum ekki meira af því en orðið er. Hafþráðurinn, sem talað er um, yrði um 7200 mílur á lengd og legðist þannig. Frá Vancouver, Brit. Col., til Ilonolulu, 2500 milur ; Honolulu til Fanning-eyja, 1000 mílur; Fanning- eyja til Samoa-eyjanna 1200 milur ; Sarnoa til Sidriey í Ástralíu 2500 mílur. Hugmyndin er og síðarmeir að leggja annan hafþráð frá Honolulu vestur yfir hafið til Yohohama (3410 milur) og svo þaðan suðyestur með ströndum Kína til Hong Kong, um 1500 milur, en ekki meira en í mesta lagi helm- ingur af þeirri leið þyrfti að vera haf- þráður, heldur venjulegur landþráður suður um strandir Kínlands, frá Shanghai, eða öðrum stað enn nær Japan. í heild sinni innibindur því hafþráðarhugmyndin lagning úm eða yfír 11,000 mílna af hafþræði í Kyrra- hafi. Þó það sé óskylt mál, er líklegt að fundur þessi finni ástæðu til að flytja lofræður og heillaóskir til Breta yfir nýaukinni landeign þeirra í Afríku. Að minsta kosti munu Afríku-fulltrú- arnir álita það þýðingarmikið atriði. Það eru sem sé ekki nema fáir dagar liðnir síðan Bretar náðu haldi á land- fláka miklum í Mið-Afríku— Ugunda- ríkinu, svo kaliaða. Það svæði er 500 ferhyrningsmílur að stærð, í grend við Tanganyika-vatnið, og var það Belgíu- konungur, sem aðal-ráðsmaður Congo fríríkisins, sem seldi Bretum land þetta til umsjónar, með því skilyrði, að “konungur” *á, er að nafninu stýrir ríki þessu, haldi áfram að stjórna því með tilsögn og aðstoð Breta. Á þenn- an hátt og fyrirhafnarlaust hafa nú Bretar náð valdi yfir spildu yfir endi- langa Afríku, frá Miðjarðarhafi til Góðrarvonarhöfða. Er nú Afríku land- eign þeirra samtals um 1.400.000 fer- hyrnings mílur að flatarmáli, og ibúar þess svæðis um 30 miljónir. Englend- ingar, með öðrum orðum, eiga nú ráð á § hlutum þess hluta Afríku, sem byggilegur er fyrir Norðurlandaþjóðir. Sykur-tollurinn í Bandaríkjunum, eins og efri deildin hefir ákveðið hann (þ. e. 40% á öllum) •sykurtegundum, hreinsuðum og óhreins uðum og J úr centi á pundi hverju af hreinsuðu sykri, eftir að hann nær gæðastiginu nr. 16 Dutch standard), þykir hvimleiður og alvarlega ósam- kvæmnr stefnu demókrata. Repúblika blöðunum þykir, sem vonlegt er, að þarna hafi hnífur sinn ltomið í feitt. Demókrata-blöðin eru óð og ær og ausa efri deildina með því, sem íslendingar mundu kalla skammir. Blaðið Gr.ont: í St. Paul, öflugasta málgagn Demókrata í norðvestur- Bandaríkjutmm, segir um þetta meðal annars : “Það, að stuldurinn er eklti nema helmingur á móts við það er re- públika-lögin (frá 1890) leyfðu, er for- dæming, en ekki afsökun. Repúblíkar framfylgdu þeirri stefnu, er tilvera þeirra heimtar, héldu fast við grund- vallaratriði flokksins, að vernda iðnað- arstofnanir upp á kostnað almennings. En þessír menn (demókratar) sviku flokk sinn, tróðu grundvailaratriði hans undir fótum og rufu öll sín háleitu heit. Þeir þurfa þess vegna ekki að kveinka þegar slík breytni framleiðir sagnir um mútur. Almenningur er fljótur á að ímynda sér slíkt, þó engin ástæða só til þess. Þegar þá stórkost.legt auðvald á hlut að máli, þegar löggjöfin á að veita sérstakri stofnun tekjur, eða svipta hana þeim, sem skiftir mörgum millí- ónum dollars og þegar fulltrúarnir íót- tróðu . allar skipanir flokks sins og vinna þvert á mótiþeim, þá er afsakan- legt þó menn, sem ætíð eru tilbúnir með slíkar tilgátur, ætli að hér sé fisk- ur undir steini”. Svo sýnir blaðið fram á, tilsönnun- ar því, að sykurgerðar-félögin þurfi enga tollvernd, að einn formaður syk- ur-sambandsins hafi borið það fyrir þingnefnd í "Washington, að þau (syk- urgerðarfélögin) gætu hreinsað sykur kostnaðarminna en Englendingar gætu gert það heima hjá sér. Því til sönn- unar getur og blaðíð þess, að hreinsun hverra 100 punda af sykri kosti: á Þýzkalandi 43 cents, á Frakklandi 38, áEnglandi34, á eyjunni Cuba 22 og í Bandaríkjunum 14 cents. Af þessu dregur bláðið þá ályktun, að það só engin þörf á 40% verndartolli á sykri— einni brýnustu nauðsynjavöru landsins. Sínu máli til sönnunar getur blaðið þess og, að verð sykurhreinsunarhús- anna allra í Band'aríkjunum og tilheyr- andi vinnuvéla sé í raun réttri S9 piilli- ónir. þar sem nafnverð þessara eigna er $75 millíónir. Af þessum höfuðstól geldur svo félagið vöxtu, er nema frá 6—12% á ári. Sé áætlún blaðsins um hið rétta verð eignanna nærri la.ei sýn- ir hún að ieigendurnir fá nú orðið frá 48—96 cents á ári sem afgjald af hverj- um dollar, er þeir hafa lagt í stofnun- ina. Eina von demókrata er nú, að ann- aðtveggja neðri deildin eða forsetinn ó- nýti þessar gerðir efri deildarinnar. Geri neðri deildin það ekki,. vænta þeir að Cleveland geri það og verndi þannig flokk sinn frá algerðri eyðilegging við næstu kosningar. Um þessar aðgerðir efri deildar seg- ir blaðið Evenjng Post í: New York meðal annars : “Aðgerðir efri deildar-/ innar fá þær undirtektir ijjá almenn- ingi hvervetna, er gefa manni ástæðu til að vona, að neðri deildin nemi þessi ákvæði úr gildi, jafnvel þó það verði bani toll-lagafrumvarpsins i úeild sinni. Stjórnin óneitanlega þarfnast tekju- greina, er spretta af sykurtelli, en ekki um mörg ókomin ár; en að kasta þann ig, hvorfr lieldur er 6 eða 34 millíónum dollars, til sykurgerðarfélaganna, það er algerlega óþolandi. Það athæfi los- aði menn með réttu úr ölhim flökks- böndum og gæfi öllum góðum demólcröt um ástæðu til að standa aðgerðalausir, þángað til flokkurinn snýr á rétta leið. .....Þeir eru allir sannfærðir um, að sykurtolls-ákvæðin eru fæddií smán.... En ekki kemur oss íhug, að allir demó- krata Senators sé innan hringsins..... Ef þessi svívirðing fær að öðlast laga- gildi, verður demókrata-flokkurinn greinilega eyðilagður við næstu kosn- ingar. Aftur á móti getur neðri deild- in varið hann fyrir slíkum afdrifum og svo skelt skuldinni á efri deildina, ef útstrykun þessara ákvæða verður bani frumvarpsins alls”. Grecnway-lofoiAin. Oss er sönn ánægja, að birta bréf herra Jóns Ólafssonar að Brú, sem leiðréttir ummæli vor um lloforð Green- way’s, áhrærandi franjskurð flóans fyr- ir norðan Argyle-nýlenduna. Þó Hkij. sé ekki vinveitt Greenway og stjórn- flokki hans, þá villihún ekki hafa hann fyrir rangri sök, í. smáu eða stóru. Þess vegna tökum vér þessa leiðrétting með þökkum. Jafnframt getum vér ekki annað en litið svo á, að ummæli vor standi óhögguð enn, að því er snert ir framskurð ílóans vestur í Souris Ri- ver. Fyrir tveimur árum var sá skurð- ur álitinn sá eini nauðsynlegi, sá eini öruggi, til þessað binda enda á vatns- aga á lágsléttunni eystra, og á þá strengina var 1 ka slegið og það að gagni á meðan kosninga-rimman stóð vfir. Sá skurður var agnið þá og ekk- ert annað, og þá kom hvorki stjórninni né öðrum til hugar að kostnaðurinn væri o.f gífurlegur. Var þó þá, að sögn, | búið að skoða landið, enda kostnaðar-á- 1 ætlunin á þeirri rannsókn bygð. En hvað sem nú því líður, þá skul- um vér fúslega viðurkenna, að liann hafi ent loforð sín óbeinlínis, með því að láta grafa skurð norðaustur úr fló- anum, ef sá skurður kemur að sömu notum og hinn fyrirætlaði skurður vest- ur. Það er til nóg af óuppfyltum lof- orðum samt, þó þetta hverfl úr sög- unni og það vill svo vel til, að í skarð þetta geturn vér sett. óuppfylt lof- orð við íslendinga, en sem vér slepptum f grein þeirrií Hkii., sem hér er um að ræða. Greenway-gæðingarnir, er þöndu sig um Islendingabygðina fyrir austan Manitobavatn, til að fá atkvæöi íslend- inga og annara fyrir Mr. Burrows frá Lake Dauphin, beittu því einkum sem agni, að Burrows skyldi útvega fjár- veiting til að skera fram Grunnavatn (Shoal Lake). Landið hafði verið kann- að frá báðum endum þess, austur úr suðurenda þess í Nettly-læki og norð- vestur úr norðurenda þess í Álftalæk (Swan Creek). Sú rannsókn sýndi að miklu kostnaðarminna var að skera það fram norðvestur í Álftalæk og það- an í Manitobavatn. Á þeirri leið (m» 14 mílur alls) eru margar tjarnir, sem létta undir með skurðagröftinn, svo að víða er ekki nema mjó höpt til að skera sundur. Þetta var Burrows og hans umboðsmönnum kunnugt. Þeim var engu siður kunnugt, að fietta var brýn- asta nauðsynjaverk fyrir fiesta, ef ekki alla, búendur i grend við Grunnavatn. Á þá strengi léku þeir líka og sú spila- mennska kom að fullum notum. Síðan eru nú liðin 2 ár og hefir enn ekki orðið vart við það opinberlega, að Borrows hafi gert minnstu tilraun til að útvega þessa fjárveiting. Til þessa tíma er það loforð óuppfylt í aila staði. Þar sem kjöræfí ftans er nú hálfnuð, getur auðvitað verið að hann fari nú að hugsa til þess og verði útbúinn með bón um fé til þessara umbóta um það er næsta þing kemur saman. En geri hann það, er ástæða til að ætla, að það sé fremur endurkosningar longun en réttlætis til- finning, sem knýr hailn. Ummæli vor um-loforð Greenwaystjórn arinnar, að því er Islendinga snertir, í greininni er ií't kom 26. f. m., eru þess vegna óhögguð enn. Hlutdrægn- islaust getur enginn maður neitað því að loforð Greenway-in”a, gerð 1892, hafa reynzt Isíendingum að minnsta kosti eins óáreiðanleg, eins og sam- bandsstjórnarloferðin um bryggjusmíð við strendur Nýja Islands, gerð á sama tíma. Og það van alt, sem sú grein fór fram á. Um vei'knaA og uin eyðslu ritar landi vorr Frímann B. Anderson, sköruglega grein í vikublaðinu “Twen- tieth Century” (Túttugasta öldin) í New York, dags. 81. Maí þ. á. Þykir út- gefundunum greinin svo markverð, að þeir auglýsa í sama blaðinu, að hún verði sérprentuð tíl útbýtingar ókeypis á þeim stöðvm, þar sem líkast þykir að hún geri gagn. Greinin fer fram á að sýna áhrif auðvaldsins í höndum fárra manna og samkepnisstríðsins í öllum greinum, eri sé, að gera sem minnstan ávinning þeirra. er stöðugt vinna og framleiða.. Er iðnaðarfyrirkomulag nútíðarinnar ekki hið fullkomnasta, eða mundi það i augum framtíðarmanna virðast eins eyðslufullt og barbariskt, eins og her- leiðingar og rán fyrritíðarmanna eru í vorum augum?” Er ein spurningin. er hann framsetur, Svo sýnir hann fram á breytni, jáfnvel þeirrn þjóðanna, er mestri siðfágun kafa tekið. Þær kapp- kosti að auka. vald sitt, í hvaða tilíiti, sem er, moðþví að undiroka og jafnvel eyðileggja, samkeppendur sína. “Hvern- ig er þvíívarið”, spyr liann, “að fjaðra- lausir tvííætiingar, rangnefndir menn, hafa samviiku til aðhauga saman pen- ingum, jafnvel hundrnðum millíóna dollars á naeðan húsvilt fólk ráfar aftur og fram f.vrir dyrum þeirra og börn jafnveldteyja úr hungri, a i' því þetta fólk getur ekki fengið neitt a< ge-ra ?” Meinabotin álitur 3i n að sé, fyrst og fremst menntun,fullko'nin gagnfræð- isleg menntun; og að þjAðin sjálf eður stjorn hennar annist um að fólkið hafi atvinnu. Hann, með öðrum orðum, viU, að allar iðnaðarstofnanir séu gerð- ar að þjóðeign. Ena fremur vill hanm að alþjóða-nefnd (Intei i itional Com- mission) sé skipuð til ð hafa á hendi atvinnu-útvegun, svo að jöfnuður kom- ist á, en að menn flani - <i í stór-hóp- um í eitthvert land, af ] hlaupafregn- ir segja þar svo og svo , ikla atvinnu og eyðileggi þannig atvii u þeirra sem f.yrir eru. Ekkert Derby plötu-reik- tóbak er ektá, nema á því standi húfinnyndað merki. Jón Olafsson befir skrifað hingað að hann sé búinn að ná stöðu sem meðritstjóri Norð- rnanna blaðsins Nouden í Chicago, sem óneitanlega er eitt merkasta blað Norðmanna í Ameríku. Jafnfraint og Hkii. óskar honum til hamingju í þessari nýfengnu stöðu — stöðu, sem honum spursmálslaust er kærari en nokkur önnur, óskar liún einnig og vonar, að lmn reynist honum ending- armeiri og honum þægilegri >n sams- konar staða við vor íslenzku Vestur- heims-blöð reyndist honum. Slíks hins sama muna og allir vinir hans og kunningjar óska. "Rövl”. “Lögberg” flytur nærri tvo dálka af þeórískri samsteypu til að sanna hvað rangt só af Hkr. að mæla með, að allar sæinilega ritaðar greinir, frá íhverjum sem detti í hug að segja eitt- hvað, séu teknar i opinbert blað. Þetta er nokkuð, sem Hkk. hefir aldrei sagt, nó komið í hug að segja. Vandræðin í þessu efni stafa auð- sælega af því, að Hkji. hefir enn ó- bneytta sína npphaflegu skoðun á hæfi- kikum og þekking Jóns Ólafssonar og neitar þess vegna að1 setja hann á sama beklt og þá, sem senda meinlausar en marklausar greinar til blaðsins í þeirri von að fá þær prentaðar. Af þeirri á- stæðu er það, að IIkh, flytur meiðyrða- lausar greinir frá Jóni .Ólafssyni, enda þótt þær sé andvígar skoðun ritstjór- ans á því eða því máfl. Hvað snertir stefnu Fiiee Phess að því er snertir flutning trúmála-rit- gerða, þá er það þesau máli alveg óvið- komandi. Þar við bætist og að Fkee PltEas er ekki neitt fyrirmyndarblað. Það er blátt áfram oins og blöð gerast flest, og ekkert meira. Orða-belgrinn. [Öllum, sem sómasamlega rita, er veslíomið að “leggja orð í belg;” en nafn- groina verðr hver höf. sig við ritstj., þótt ekki vilji nafngreina sig i blaðinu. Engin áfellis-ummreli um einstaka menn verða telcin nema með fullu nafni undir. Ritstj. afsalar sér allri ábyrgð á skoðun- um þeim, sem koma fram í þessum bálki]. BRÚ P. O.. 1. JÚNÍ 1894. Herra ritstjóri Heimskeinolu ! I yðar lieiðraða bláði 26. f. m. eru dregnar fram sannanir fyrir svikalof- orðum Greonway-stjórnarinnar, meðal annara sú, að nú sé liðin nærri 2 ár síðari Greenway sjálfur lofaði að fram skyldi verða skorin flóinn fyTÍr norðan Argyle-nýléndu, með skurði miklum vestur í Souris River, með kostnaðar á- ætlun frá $7000 til' $9000. Þetta er sönnu næst, en liitt er ekki rétt hermt, að hann hafi enn “akki sýnt minnstu merki til að vilja efna loforð sitt”. Það er ekki mín meining að róta hið allra minsta við kappsmáli yðar í pólitík- inni, það má ganga sinn vanalega krabbagang í gegn um blaðið Hkr. fyr- ir mér, on tilhæfulhusar staðhæfíngan blaðanna, um máléfni bygðanna ber Iiverjuni' kunnugum manni skylda til að leiðrétta, og af því þér gefið i skyn,. að úr miklU só aði moða á skrifstofu blaðsins, af samkynja sönnunum, þá mætti virðast að þér hafið í ógáti gripið til þessarar, og verðið fús til þess að gefa þessum Ibiðréitingum ;mínum rúm í næsta blaði. Saga og gangur málsins er þessi: Flóa-bléyturnar orsakast af flæði úr lækjunum Cypress River og Oak Creek, og koin engum til hugar í fþrrstu að við því yrði gjört á annan Iiátiti, en þann er þér skýxið frá, með skurði alla leið vestur í Souris River, en eftir að verkfræðingur stjórnarinnar hafði mælt þann fyrirhugaða farveg og gjört áætl- un um kostaaðinn, fannst bæði hlutað- eigandi bændum og stjórninni hann svo gífurlegur, að hik komst á allstr aðrar framkvæmdiir í því efni sumarið 1892, enda þá og komið fram að dýrmætasta 'tíma landbúnaðarins, beyskap og upp- skeru og ervitt að fá þann mikla vinnu- kraft, sem til þess þurfti. Svo kom vorið 1893 og bændur urðu fyrir mjög miklu t.jöni fyrir vatnsflóðii yfir flóann, einkum úr Cypress Ríver, baiði að því leyti að töluvert af hveitiökrum urðu ósáandi fyrir vatni og beitiland og slægjur þakið undir sömu ábreiðunni á afarmiklu flæmi. Kom mönnum þá til hugar annað plan til þess að útrýma vatninu og þurka íloann, sem virtist hálfu kostnaðarminna en að veita því vestur í Souris River. Og planið var, að skera Cypress River úr austurenda flóans norður í sinn eigin forna farveg austan við bæinn Cypress River, en giafa annan skurð fyrir Oak Creek, þaðan sem sá krkur fyrst flæðir út úr farveg sinum i leysingum á vorin og norður í farveg Cypress River, þar sem sá farvegur skerst lengst í vestur með fvam ilúajaövinum að norðan. Gerði svo stjórnin ráðstöfun til þess að landið var skoðað og halli mæld- ur, og virtist verkfræðingi hennar að vissasti og lang-kostnaðarminnsti veg- urinn til uppþurkunar flóans væri að grafa lækjunum þessa umtöluðu far- vegi. Var svo verkið strax eftir mæl- inguna gefið út á niðurboðsþingi í stærri og minni pörtum, og skurðurinn fyrir aðalmagn vatnsins úr Cypress River fullgerður sumarið 1893, en nú í sumar verður Oak Creek skorinn fram. Þannig hefir stjórnin fullnægt lof- orði síriu við Argyle búa á þann hátt, sem heppil’egast var til að þurka flóann og svo kostnaðarKtið fyrir fylkið sem kostur var á. Skurðurinn fyrir Cypress River hefir á þessu vori orðið að mjög miklu liappi fyrir bændur, sem við flóann búa varið sáðlönd þeirra og afarmikið flæmi af engjum og bithaga fyrir vatns á- gangi og gert vegina til markaðar í Cypress River færa fyrir þann fjölda manna vestan flóans, sem viðskifti hafa við þann bæ. Oak Creek "hefir miklU minna vatns magn, hefir og ekki valdið líkt því eins víðtækum hnekki á bjargræðisvegum j manna ; en á þessu sumri lætur stjórn- in gjöra farveg fyrir þann læk, svo fló- ínn verði allur svo þur sem hann þarf að vera bæði til yfírferðar og til' þeirra afnota sem jarðvegurinn leyflr. Jón Ólafsson. Bessa-bréf. (Eftir J. Magnús Bjarnason).. III. Bréf. Winnipeg. Jan. 189— Kæri vinur: Því lengur, sem ég lifl; því betur og betur sé ég, að lífið er að eins stríð og barátta. Ég hefi æfin- lega orðið að hafa ósköpin öll fyrir því, nö geta lifað og hefi þó aldrei baft fyrir neinum að sjá nema mínum eigin skrokk. Reyndar hefi ég stundum ver- ið nógu vitlaus til að sækjast eftir að mega sjá fyrir öðrum, nefnilega,. að reyna að komast í blessað' hjónabandið, en atvikin hafa einhvern- veginn hagað því svo, að ég er enn einn míns liðs. Þú manst víst, að ég átti oft ervitt uppdráttar Eeima, Ifg var alinn upp af fátæku fólki, sem sveittist blóðinu til þess að ég styppi ekki strax út úr þessari sælu veröld. Ég fann fljótt, að jafnvel sjálft bernsku lífið getur verið nógu leiðinlegt, og ég óskaði að ég yrði sem skjótast fúlltiða.. Ó, Wvað ég þráði að verða stór maður, vinna. mór inn peninga, verða ríkur og eiga gott! Og svo varí> ég fulltíða maður fyrr en mig varði, og á hvað rak ég mig þá ? Ekki annað en það, að ég varð að strita og sveitast blóðinu till þess að deyja ekki.úr sulti. Svo tók ég það tál bragðs, eins og fleiri aðrir ervið- ismenn, að flytja til Ameríku. Ég liafð aldrei búizt við að lifa þaríialsælu, en svei mér, ef ég hélt ekki að ég gæti lifað' þar állyggjuminna lífi en á íslandi. En hvað hefir komiðá daginn ? Ekki nema sömu áhyggjurnar og sama baráttan, fyrir lífinu—sömu 3ÍfeldU áhyggjurnar fyrir því, að fá eirihverja. stritvinnuna, svo maður geti tórt dálítið lengur til að bera áhyggjur og—strita! Nú, jæja ! Ég hefi alb af liaft eitt- hvað að starfa síðan ég skrifaði þér í haust, og ég hefi nú fáeina dollara í vas- 'anum til að horga meðfæðið mitt fram eftir vetrinum, og svo for ég að skullla i—því það mun vera siður meðal verlta- lýðsins í þessu landi unaösemdarina, aö vinna duglega á haustin, borga fæði sitt framyfir nýárið, difa sér svo ofan í> volga skuldásúpuna og liggja þar, eins. og silungur undir sfeini, til' næsta sum- ars, eða öll'u heldur til næsta hausts. Og það kalla þeir hér i Ameríku : taka það eaay. _Reyndar niundi nú margur kjósa að vinna árið um kring, ef hann hefði tækifærii til þess, en hér í borginni, er að sögn, iítið um atvimm fyrir almenning (verkafólkið), neroa seinni part. sumars og fram eftir baust- inu. Meinið eit, að alt of margir af réttum og sléttmmi! rinnumönnum setj- ast að í þessari borg. Borgin ber ekki allan þann verkalýð, sem hér er saman komin. Sve er ég þá kominn úr minni fyrstu krossferð (eða haustvinnu), og hefi fengið veturvist í einu gestgjafahúsinu hérna í Winniþeg. Menn kalla þess konar hús “borðingsliús” á Vestur-is- lenzku ; þar “borðar” maður sig aldrei sjálfur, heldur aðrir. Flestir íslenzkir greiðasölnmenn í Ameríku selja fæði mjög “billega”— jafnvel svo billbga, að margir þeirra hafa fyrr eða síöar orðið öreigar, því þeir selja oft eins gott fæði fyrir þrjá doílara um vikuna, sem hérlendir menn fyrir fimm. Viö veturvistarmennirnir hérna höf um það ofboð náðugt. Förum á fætur kl. 8—10 á morgnana, snæðum okkar morgunverð, klæðum okkur svo í loð- kápur eða aðrar skjólgóðar yfii hafnir, setjumáokkur loðhúfur og skiiinbnnzka —í stuttu máli; við búum okkur svo vel, að ekki sézt nema í augun á okluir, því kuldinn er nístandi—og svo gðng- um við út á götunu, og æíi lega er ferðinni heitið að Aðalstrætinu. Fram og aftur um Aðalstrætið gengur maður og liorfir inn um annan og þriðja hvern búðarglugga, þar til hádegi ér komið, þá er farið hcim til snæðings. Út fer maður aftur, gengur söwu götuna að

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.