Heimskringla - 23.06.1894, Blaðsíða 1

Heimskringla - 23.06.1894, Blaðsíða 1
VIII. AR. NR. 25. WINNIPEGr, MAN., 23. JÚNÍ 1894. LÍFSÁBYRGÐARFF.LAG. * Aðalból - - AVinnipeg - - Manitoba. J. H. BROGK FORSTÖBUMAÐUK. Uppborgaður höfuðstóll.... $ 140.014.22 Varasjóður........'....... S 54.720.00 Lífsábyrgð i gildi við lok tyrsta ársins........... S2.268.000 Lifsábyrgð veitt með hvaða helzt nýmóðins fyrirkomulagi sem vill. Kaupið ábyrgð í Tiie Great West og tryggið yður á þann Veg þann hagnað, er háir vextir af peningum fé- lagsins veita. Þetta fjelay drcgur ckki ýje burt úr tylkinu. K. S. Thordárson - - agent. 457 Main Str., Winnipeg. FRÉTTIR. DAGBÚK. LAUGARDAG, 16. JÚNÍ. Stórkostlegt námaslys vildi til í gær í Silesíu i Austurríki og biðu við það bana um eða yfir 200 manns. í gær var tekjuhalli Bandaríkja- stjórnar, á fjárhagsárinu, orðinn 873,- 092,616. Fjárhagsárið endar með Júní °g er búist við að tekjuhallinn verði þá orðinn S74J milj. Kámamanna-verkfallið í Bandaríkj- unum er á enda. Forstöðumenn alls- herjarfélagsins gáfust upp í gær vegna fjárþröngar. Óánægjan með úrslitin er almenn og ýmsar deildir félagsins haida verkfallinu áfram enn. Þykir leitt að hætta nú eftir að hafa hald- ið út svo lengi, og hafa ekkert fyrir ómakið. Eru sumir á því, að fólags- formennirnir hafi iátið kaupa sig til að gefast upp. Erastus Wiman er fundinn sekur i falsritun, hafði skrifað annars manns nafn á liakið á bankaávísun og voru peningarnir goldnir. Maðurinn var í félagi því er Wiman stýrði og pening- arnir runnu í sjóð félagsins. Hegn- ingin fyrir brotið, á því stigi sem tylftardómurinn setti það, er fangolsi minst, einn dagur og mest 10 ár.—Var dæmdur í 51 árs fangelsi. Nýlendnafundurinn í Ottawa, er ákveðið var að setja 20. þ. m. verð- ur ekki settur fyr en 26. þ. m., af þvi Astralíu-sendimennirnir gátu ekki nað til Ottawa í tíma. Flóðin í fjöll- unum vestra gerðu iirautarfélaginu ómögulegt að koma þeim austur í tíma. í \ ancouer, Brit. Col., hefir ver- ið hafið sakamál á hendur fregnrita eins, er þaðan hefir sent stórkostleg- ar lygafréttir um flóðin og skaða af þeim. Skaðvænust af þeim sögum hans þykir sú, er hann sendi út um alt landið, að farist hefði í fjöllunum vagnlest með iiokk af skemtiferöaföj]{i frá Boston og New York, um 40 alls. MANUDAG, 18. JÚNÍ. William Walter Phelps, nafnfrægur fögfræðingur og stjórnmálainaður í Bandaríkjunum, lézt að heimili sínu, Engleword, New Jersey, í gær, sunnu- dag, 55 ára gamall. Anchorlínuskip rakst á isborg á miðju Atlantshafi [í þoku og skemdist allmikið, fyrir viku síðan, en náði þó til Glasgow á Skotiandi med skipshöfn alla. Kom þangað í gær. Tilraun var gerð að ráða Crispi gamla, ítalíu stjórnskörunginn, af dög- um á laugardaginn. Maður skaut á hann þar sem hann keyrði um stræti. Crispi lét sér ekki bilt við verða, en hljóp úr vagninum, greip manninn og hélt honum þangað til lögregluþjónn kom og tók við honum. ÞRIÐJUDAG, 19. JÚNÍ. Eitt Wasliington-blaðið segir frá samsæri um að sprengja í loft upp Þing- húsið, forsetasstrið og fjárhirzluna og enda fleiri stjórnarbyggingar. Einn af Coxey-sinnum, Honore Jaclcson, er tal- inn formaður samsærisins. Jackson þessi er kynblendingur og var fyrrum æðsti embættismaður Louis, Riels, í uppreistinni norðvestra 1885. Á Dominion-þingi hefir verið sam- þykkt frumvarp til laga, er ákveður að stórkviði þurfi ekki að skipa nema 7 menn ; hafa áður verið 12. Verk stór- kviðanna er að segja, hvort sök sé nóg til að halda áfram sakamáli, og þykir mörgum það þýðingarlaus stofnun. Frá því í haust er leið hefir staðið yfir morðkærumál í Quebec gegn mikil- ilhæfum manni J. R. Hooper að nafni. Var kærðuv fyrir aðhafa orsakað dauða lconu sinnar. Sannað þótti að hann gerði tilraun til að drekkja henni, og í gær var hann dæmdur í 25 ára betrun- hússvist. MIÐVIKUDAG, 20. JÚNÍ. Fiskiskip rakst á ísborg i gær á sundinu milli Nýfundnalands og Labra- dor og sökk. 12 manns drukknuðu. en 48 komust upp á ísborgina, sem var stór um sig en lág og varðþeim bjargað þaðan. Fellibylur samfara stórregni gerði stórskaða í lowa í gær. Efrideild Washington-þingsins hefir lagt 20% toll á reykt ogkryddað svína- kjöt—Bacon og Flam—. Var uppruna- lega sett á frískrána. Harökol ein eru tollfrí og linkol í lest á iBandaríkjaskip- um, en ekki má' taka þau úr lestinni. Bændur í Frazer-dal :um eru nú í annað sinn að þlægja land sitt og sá. Fljótið er nú 8—9 fetum lægra en þegar hæst stóð. Sögur um ægileg grimdarverk ber- ist frá Coreu. Stjórnarherinn er að sögn yfirbugaður og evðilagður og 3 hlutar alþýðu eru andvígir konungi og stjórn hans. Nokkrir embættismenn stjórnarinnar liafa verið brendir lifandi. FIMTUDAG, 21. JÚNÍ. Lengsti dagurinn á árinu. Flokkurinn á Englandi, sem vinnur að afnámi lávarðadeildarinnar, hefir allslierjarþing þessa dagana í Leeds á Englandi. Mæta þar um 2000 fundar- menn. I gær var samþykkt í efri deild Washingtons þingsins, að hafa borðvið allan tollfrían. Út er komið bréf frá páfanum til fólksins, sem að sögn er eða á að vera hið síðasta, er hann gefur út. Biður hann alla menn að styðja að trúarein- ingu og skorar á prótestanta að snúa við blaðinu og ganga inn aftur i hina einu sönnu og réttu kyrkju. Ráðherra Breta í Þýzkalandi, Sir Edward Malet, liefir að sögn sagt af sér, og hefir að ástapðu, að Vilhjálmur keisari hafi ekki neina trú á stjórn Breta sökum ýinsra aðgerða ráðaneyt- isins brezka. FÖSTUDAG, 22. JÚNÍ. Christian prinz, elzti sonur Krón- prinz Dana, er sagðnr trúlofaður Maud prinsessu, yngstu dóttur prinzins af Wales. Tekjuskatturinn var umtalsefmð í efri deild Washington-J ingsins í gær. Senator Hill frá New York flutti 3 stunda langa ræðu gegn honum. Ekk- ert varð afgert. Fylgismenn Gladstones í Midlothi- an-kjördæminu á Skotlandi hafa kjörið Sir Thomas Gilison Cormichael til að sækja um þingmennsku þar f stað gamla öhlungsins. Feilibylur olli tjóni miklu i Ne- hraska í gær og varð einum manni að bana. Til að afstýra vandræðum hefir stjórn Breta slept hendinni af land- spildu í Mið-Afríku, er Þjóðverjar vildu þráð eltir spildu þessari og það nægir Bretum. íslands-fréttir. SEYÐISFIRÐI, 18. MAÍ 1894. Eftir Arstra. Nýja sveitaverzlun hefir herra kaupmaður Þorsteinn Jónsson frá Nesi í Norðfirði nú byrjað á Bakka í Borgar- firði. Hefir hann bygt þar verzlunar- °g vörutökuhús og fengið vörur þangað bæði fr4 útlöndum og verzlunum hér á beyðisfjrði. I^að mun og vera fyrirætlun herra Þorsteins Jónssonar að hafa töluvert Derby ei- viðurkent besta plötureyktóbakið sem til er 5, 10 og 20 cts. plötnr. 1 fiskiúthald í Borgarfirði eins og hann hefir um nokkur ár rekið með miklum dugnaði á Nesi í Norðfirði. Oskum vér og vonum að eftirdæmi annars eins dugnaðar og framkvæmdarmanns sem Þorsteinn er, megi hafa góð áhrif á Borgfirðinga og Vikurmenn, hverra sveitir liggja flestum hetur fyrir sjó- sókn og afla, sem þar er oft á sumrum uppgrip af hærri landsteinum. Fyrir tæpum mannsaldri—þá er á- gætismftðurinn 'séra Sigurður Gunnars- son (síðast á Hallormsstað) var presyir að Desjarmýri — var Borgarfjörður talinn með einhverjum efnaðri sveitum hér austanlanðs, sem eflaust var mikið að þakka því ágæta eftirdæmi, er sára Sigurður gaf sveitarmönnum í búskap og framförum. Vér kunnum eígi hetur að óska hr. Þorsteini Jónssyni og Borgfirðingum, en að hann megi vn'ða þcim sami fröin- uður og forgöngumaður alls verklegs dngnaðar og fyrirhyggju, sem séra Sig- urður Gunnarsson var þeim í sinni tíð. ÞA mun Borgarf jörður blómgast á ný og komast bráðum aftur í tölu ein- hverra hinna auðsælustu sveita hér austanlands. Þessi verzlun á Borgarfirði gæti og orðið til riiikils hagnaöar fyrir Út- hérað, ef eigi kemst sigling á í Lagar- fljótsós. Verzlunarstjóri við verzlun herra ÞorsTbins Jónssonar í Borgarfirði er hr. Eiríkur Sigfússon. Veðrd'ta var fremur köld um Hvíta sunnuleytið og nokkur snjókoma í sum- um sveitum, svo töluvert heflr dregið úr hinum ágæta gróðrx er kominn var á undan hvítasunnuhretinu. En nú er aftur hlýrra, svo jörð tokur vonlega bráðum við sér aftur. Þann 14. þ. m, kom gufuskipið “Eg ill”, slcipstjóri Tönnes Wathne hingað. Hafði það komið fyrst á Suðurfirðina með allmavga farþegja, þar á meðal kaupmann Fr. Wathne með fi-ú og 3 börnum, konsúl Tulinius og fleiri. Hingað kom með “Agli” skipseig- andinn herra Otto Wathno með frú sinni, kaupmaður Carl Wathne, kon- súl Hansen, bakari Axel Scliiöth, ung- frúrnar Aðalheiður Gestsdóttir og Guð- riður Björnsdóttir, af Reyðarfirðf lierra Guðmundur Jónsson o. fl. Með skipinu var og kaupmaðúr Chr. Johnson, erfermeðþví alla leið til Akureyrar. Þaðan fer "EgiU” á Sauðárkvók og kemur svo aftur hingað? og fer héðan til Færeyja eftir Fæieying nm. Síðan fer skipiðljklega til Reykja- víkur eftir Sunnlendingum. “Egill” kom nú með töluvert af vörum til Wathnes verzlunar og annara kaupmanna hér, og svo til Akureyrnr og Sauðái'króks. Herra kaupmaður Otto Wathne hefir keypt-síldarveiðahúsin Þórshamar á Búðarevri. Gufuskijiið “Chevy Chase”, skiji- stjóri Haraldsen, kom hingað 16. þ. m. Er það leigt af hvalveiðamanni M. Bull frá Tönsberg, sem ætlar að setjast að hér á Austfjörðum til þess að stunda hvaiveiðar, og fiytur skip þetta föng og áhöld öll sem þar til heyra. Gæði reyktóbaksins “Ðer- by P1uí>" ’ eru alment viður- kend. 5, 10 og 20 cts. plötar FRÁ LÖNDUM. Ur bréfi frá Nýja íslaiuli, dags. 18. Júli. “Þuvkar hafa verið hér stöðugt síð^n um hvitasunnu, svo jörð var viða orðin svo þurr á harðvelli, að kippti úr jarðargróða. En aðfaranótt hins 13 þ. m. var hér þrumuveður mikið og stórregn, og var það fyrsta regnið að marki, þó lítill skúr kæmi þann 10., var hann ekki teljandi. Hiti er mikill á degi hverjum, um og yfir 80 stig (á Farh.) í skugga. Komi nú hentug tíð, voua ég að undangengniv þurkar hafi ekki valdið miklu tjóni.— Afli er nú freinur rýr hér í Árnesbygð. ICELANDIC RIVER, MAN., 7. Júni 1894. Það helir dregist fyrir mér að senda Hkr. línur að norðan. Það er bæði, að lítið er um stórspretti bygð- ar þessarar til framfara, enda ganga héðan fáar og smáar fregnir. Þó ber ætíð eitthvað við og sumt markvert, svo lengi sem íólk lieldur áfram að yera til. Fyrst má geta um samkomur sem haldnar hafa verið hér í seinni tíð, 28. Apríl stofnaði Miss Thorkelsson til yndælLir samkomu að Víðivöllum hjá lir. J. Guttormssyni. Þar var dans að- alskemtun, svo var að auki sungið og talað og hafði fólk skemt sér mjög vel þann dag. Þann 15. Marz í vetur var ég staddur á samkomu út í mikley sem kvennfélagið þar hélt. Mér finst vert að geta hennar þótt langt sé síðan. Það er ekki alceg þýðingarlaust að sækja samkomur ýmsra bygðarlaga, það er auðvelt að sjá á þeim menn- ingarstig fólksins. Sú samkoma var mikið eðlileg og- skemtileg. Þar var leikinn kafli úr “Piltur og stúlka,” og var ótrúlega vel leikið af sumum. Bárður á Búrfelli og Gróa á Leyti voru ágætlega leikin, þar næst Gvönd- ur, hitt svona upp Og niður í rneöal- lagi. Margar stúlkur eru venjulega leiknar lakast, einkanlega ef þær þurfa að hafa tilíinningu. Það sést ætíö hvar sem leikið er, að ungu stúlkurn- ar standa sig verst. Yfir höfuð ásta- partar eru oftast illa leiknir. Skal mega draga þá ályktun af því, að ís- lendingar séu svo kaldir og tilfinn- ingasljógir? Kg held varla. Ég held þeim geri aðallega fcimni og vanadeyfð að þcir eru svo lélegir að leika. Ég held að sál þeirra brenni sæ.nilega heitt, en þeir komi sér ekki að því að láta liera á þvi, “nema fullir eða fjúkandi reiðir.” íslendingar geta leik- ið _dável, ef þeir mega láta kjánalega. Gvónd á Búrfelli og Gvönd smala geta þeir leikið dável. Á samkomu þessari voru einnig haldnar tölur og flutt kvæði. Var sumt af því sem sagt var þar prýðis skynsamlegt. Hr. Jó- hann Straumfjörð talaði um kvenn- réttindi, hr. Gunnsteinn Eyjólfsson um kvennfélög. Þeir töluðu og sveitar- oddvitijin og Gestur Oddleifsson, hinn síðartaldi á ensku. Kona ein talaði þar stutta tölu og gagnorða um kvenn- félagsskap, og lét hún í ljósi, að óá- nægja tetti sér stað í félaginu út af stefnu þess. Hún sagði að hinar frjáls- lyndari konur vildu viuna að menn- ing ungra kvenna, en hætta við kyrkj- una. Slíka breyting skyldu öll kvenn- félög taka, því' gamla stefnan, að styrkja kyrkjurnar með ómcrkilegum samkomum og sífeldu hetli, væri hreint og beint hneyksli. Þar var gestrisni hin mesta og frfar veitingar. Þessi samkoma bar uiikið af samkomum þeiira karlmanna við íslendingafljót. Síðan var enn haldin samkoma við fljótið á annan í hvítasunnu. Það var gleðigrátur yfir Miss Thorkelsson. Þar voru haldúar ræður og sungin kvæði, þá ortu þeir er aldrei fyr höíðu ort og fluttu ræður aldnir og ungir. og þá var skólakennaranum gefin bibiía. Hr. Gesti Oddleifssyni gengur vel sögunin, er búinn að saga um 200,000 fet. Það hefir vcrið ógurlegt flóð í hinni efri bygð, og flæðir á bak við neðri bygö og kemur fram fyrir norð- an, nálægt Snorra. Brúin við fljótið *er ef til vill í voða því sögunarbjálk- ar Gests liggja á henni. Það er al- menn heilbrigði, góð tíð og rífandi áfli. Þann 18. Marz var haldinn safn- aðarfundur að Lundi, þar máttu allir koma nema S. B. Benedictsson. Þó var hann ekki rekinn út er Iiann var inn kominn. Þar var Oddsmálið tekið til meðferðar og var borin upp ujipástunga um að taka séra Odd, greiddu þá 17 manns atkvæði af um 100 manns sem eru í söinuði atkvæðisbærir. Á mótj greiddu 9 en 8 með. Þetta þótti lcyrkju- stólpunmn undarlegt hve atk. féllu, og báru tillöguna fram aftur, græddu þeir þá eitt atkv. Var svo nöldrað til og frá og vildu sumir fyrir hvern mun fá prestinn, en aðrir vildu fyrst vera færir um að halda í honum liftórunni og svo sjálfum sér, urðu þvi peninga- loforð engin fram yfir það, er séra Friðrik hræddi út úr þeim í haust, er haun var hér á ferð. Síðan smá- dofnaði yfir fundinum, hændur smá- tíndust ut, þar til ekki var eftir nema fáeinar konur og 3 eða fjórar guðshetj- ur, sem hörmuðu hver framan í ann- an yfir þessu skelfilega áhugaleysi safn- aöarlimanna. En safnaðarlimirnir sáu lengra fram í veginn ; bændurnir vissu best sjálfir live örðugt þeim gekk á liðnu ári að borga sína óhæfilega háu skatta og kaupstaðarskuldirnar sínar. Það sýnist líka að bændur megi neita sér um nógu margt, þó þeir hafi ekki prest til að gjalda. Og það er von- andi að bæði þessi og aðrir söfnuðir láti ekki bugast fyrir ofbeldi kyrkju- félagsins og lát-a það neyða upp á sig rifrildisprestum, sein eru þungir á fóðr- um og gera lítið gott í borgaralegum félagsskap. Ég sá svo enga verulega ákvörðun gerða i þessu ináli, áhuga- leysiö og vantrúin skein alstaðar út, og vist er um það, aö enginn prestur yrði övundsverður af að setjast þar að. I>að er óvíst að 17 manns groiði atkvæði þar á næsta safnaðarfundi. ef liann verður nokkurn tlina haldinn, mér sýnist verulegur dauðasvipur yfir söfnuði þes'sum. Pöntunarfélagið hérna er i hörmulegu ástandi. Kristnir menn geta ekki gengið í það af því S. Bi Benediktsson er i því. Kristnir geta ekki étið hveitisekk sem hefir orðið samferða hveitisekk, sem vantrúar- maður kaupir. Ég verð að bæta því við, að hér við Fljótið var haldin heliur 24. Maí. Kom allmargt fólk saman að heimili Jóns Guttarmssonar. Aðal-skemtanir voru ræður, söngur,.dans og kapphlaup Þessir töluðu : Stefán B. Johuson. um drottninguna; var það löng ræða og góð. Magnús Jónasson (Grænmörk) las sögu dável. Þá var sungið af St. B. Johnson og S B. Benediktsson kvæðið : “Ég uni A flughröðu fleyi” (eftir Hannes Hafstein) undir nýju lagi eftir Gunnst. Eyjólfsson. Þá talaði Mrs. M. J. Beni- diktson, um kveunréttindi—var það öflugur fyrirlestu rfrum'saminn af henni. Aö honum Var gerður hinn allra bezti rómur, enda var hann vel • fluttur. Þá talaði Björn prestur Björnsson um þjóðar-karakter íslendinga, heldur lipra tölu. Hann er líka freniur liðlcgur maður og viðmótsgóður. Hann kom fram sem óháður prívat maður. Ég get þess af þvi, af því ég átti öðru að venjast af öðrum prestum kyrkjufélags- ins. Þeir eru vanir að nota sér lík tækifæri og þetta til að prédika sína dýrðlegd trú, eða sína háfleygu skóla- hugmynd. En séra Björn er ofstækis- laus. Þá flutti S. B. Benediktsson kvæði um Canada. Það kvæði þótti ekki við alþýðuskap og fylltust kerling- arnar trúaræsingi. cn kvæðið var jióli- tiskt. Forseti afsakaði það í hjartans auðmýkt við fólkið, að hann hefði ekki vaðið ofan í höfundinn, til að vita fyrir fram, hvers'efnis hann mælti. Hann stóð þar eins og Pílatus.vildi ekki kross festa S. B., kvað hann naumast dauða sekan, en kevlingarnar hrópuðu . “guð- last, trúníð !” Fregnriti. Orða-belgurinn. Ný gullðld lútersku kyrkj- unnar. Á “guílöld islenzku kj-rkjunnar” som sé 17. öldinni, var fclkið á einum góðuih bóndabæ á Islandi einu sinni að tala um sælu himnaríkis, og hafði upp úr Gerhardi-sálmunum : “Eilíft lífið er æskilegt, ekki neinn giftist þá”—þess ar hjartnæmu hendingar : “Utvöldum guðs svo gleðjist geð, gestaboö er til reitt, Kláravín, feiti, mergur með, mun þar til rétta veitt. Svoddan veizlu vér sitjum að, sælir um eilít ár, og lofsyngj- andi þökkum það, þá verður gleðin klár”. Allir voru grát-glaðir yfir matar- skamtiuurn og enguni kom til hug'ar að efast um, að Gerhaid heffi verið “inn- blásinn”, og því væri saga hans jafn- heilagur sannleiki og hann hefði verið þar sjálfnr og etið nll ir kræsingarnar. En þá reis upp út í norni æruverð göm- ul kona, og kvað sér fátt uin finnast, að verða að sitja við að éta kláravín um alla eilífð í himnariki, sem—hérna okkr um að tala—er ekkert annuð en hrossa- soð. Ég býzt við að ég liafi ekki mikið batnað með aldrinum ; en þegar ,ég var barn, Atti einu sinni að svíkja ofan í mig soðið af honum Grána. Það kom ekki inn fyrir mínar varir, og svo býzt ég við að muni fara, hvar sem til kem- ur”. Ekki síður en kláravínið gömlu konunni, er nú fyrirdænúngar-vínið kjTkjunnar og blóðfórnar helgi Jehóva orðið lystugt mörgum siðgóðum og hugsandi mönnum. Það varð því al- mennt meiri íögnuður, þegar menn lásu um, að séra Friðrik Jónsson Berg- maun bætti ráð sitt A Hallson-fundin- um, en yfir 99 réttlátum, sem ekki þuifa yfirbótar ttd”. Menn héldu nefnilega, að hann 'ætl- aði að verða hinn yngsti endurlausnari mannkynsins frá kvala-kenningunni og siðferðiskenuingum Gyðinga-guðsins Jehóva. Reyndar dró lítinn skýflóka fyrir þessa björtu endurbótasól, þegar hann fór að hræra upp í sánum og leit- aðist við að ýta sannleikanum ofan á botninn frá augum almennings og aðal- páfans. En sökum þesS, að ætið má gera ráð fyrir honum sem hreinskilnum sannleiksvini fyrir guði, mönnum og hans eigin samvizku, þá halda menn að hann hljóti að slaga sig aftur að um- bótaverkinu, af því lika að hann sé snortinn af liknar tilfinningu yfir því, hvað þjnir “andlega voluðu” og bláfá- tæku sauðir kyrkjufélagsins verða nú að borga marga dollara að jafnaði fyrir sina sáluhjálp, og muni því stíga á sein- asta neistann af hinum gömlu svo köll- uðu “eilífu glóðum” kyrkju sinnar og kristindóms á næsta kyrkjuþingí, með því að fjölga endurbótunum á þiugi og bera sjálfur upp fyrsta frumvarpið um ef Jrfylgjandi lrgabætur : 1. Að héðan af skuli þaö vet a viðtekið í kyrkjufélaginu, að til sé sannur guð, sem er svo góður, að liann v&ji að alUr menn verði sáluhólpnir, og svo almátt- ugur að cnginn þeirra g-'ti glatast. 2. Að Jehóva Gyðinganna sé ekki sá sanni guð fremur en Þór eða Óðinn, og að hverjir sem lialdi því fram til streitu að enginn annar eða betri guð en liann sé til, séu hinir ciginlegu “guðlastarar”. 3. Að séra Magnús J. Skaptason liafi aldrei “frá ujiphafi til enda” “guðlast,- að”—en þvert á móti, að “Dagsbrún” hans, fyrirlestrar og ritgerðir um ritn- inguna, sé alt óliagvanlegur, ómótmæl- anlegur sannleikur, eins og prestar kyrlijufélagsins hafa þegar viðurkennt með þögn sinni, 4. Að öll ómannúðleg ‘ummæli blað- anna um séra Magnús J. Skaptason sem “guðlastara”, “villukennara” og “vantrúarmann”, sltuli því vera aftur- kölluð og steindauð. 5. Að Jesús liafi aldrei sagt: “Ég er ekki kominn til að senda frið, heldur sverð. Því ég er liominn til að ýfa manninn á móti föður sínum, og dótt- urina í gegn móður sinni og sonarkon- ana í gegn móður manns síns”. (Matth. 10,34—35). 6. Að hann hafi aldrei sagt •. “hinum út í frá verður alt að kenna í dæmisög- um, svo að þeir sjáandi sjái, en skynji þó ekki, og heyrandi heyri, en skilji þó ekki. svo að þeir snúi sér ekki og fái fyrirgeíning synda sinn”. Mark. 4. 11—12. 7. Að hann hafi aldrei sagt: “Ef sá er nokkur, sem til mín kemur og hatar ekki föður sinn og móður, konu, börn, bræður og systur og jafnvel sitt eigið líf, hann getur ekki verið minn læri- sveinn”. Lúk. 14,26. 8. Að glötunarkenning kyrkjunnar og allar þessar og lingtum fleh'i greinar i guðsjijöllunum sé falsaðar inn undir nafni hins mikla mannvinar, af lygnum hei nskum og grimmum drottnunar- mönnum á fyrstu öldum kristninnar. 9. Að klirkar hafa ekkert lyklavald nema að “kúfortum” sínum og ferða- töskum og öðrum smá-munum. 10. Aðnvermaður geti elskað annan. og alt sem er gott og fagurt i himnaríki og á jörðu, án presta og án trúarsvar- daga. 11. Að hver einasti maðnr geti átt við sjálfan sig um skilning á guði og að jirestar viti ekki vitund meira um hann en aðrir. 12. Að hver maður geti fengið náð og fyrirgefning hjá þessum sanna guði af sjálfsdáðum, prestlaust, jieningalausl og kúgunarlaust. 18. Að Dr. Pétr Pétursson liafi aldrei haft við sig neitt líkt því, sem réttilega geti kallast “viðurstygð eyðileggingar- innar á háum stað”. 14. Að óþarft sé að senda “fullan farm’’ af “miskunnarlausri dynjandi kritík með þrumum og eldingum yfir allan andlegan vesaldóm íslands”—allra sízt með hverju póstskipi. 15. Að “skyldur vorar við Island” séu, mannúð, bróðerni og hjálpsemi, en hvorki niðrandi skammir né naprar snýkjur. 16. Að ekkei't “meinlegt, éfni” sé það tilá Islandi, sem neyði oss frá störfum vorum hér vestra, til “hólmgöngu við það þar heima”. 17. Að engin fanta-“reið” “..ndleysis og synnuleysis” “með stóð af hneyksl- unum og afglöpum á eftir sér”. megi upp frá þessum tíma fara fram, af há- um eða lágum—inuan k vrkju né utan. 18. *Að ofsalsgir—eigingirnis—“ein- teymingai ”, eða tvíteymingar skuli hér eftir aldrei vera lagðir við mennina, en í þess stað, að skilyrðislaus “guðs eigin leiptrandi sannleiki” stjórni geistlegum mönnum í öllu, ekki síður en verzleg- um. 19. Að “ofurmagn heimskunnar” hafi aldrei verið og geti aldrei orðið “dýrð- legasta einkenni” nokkurs lands, nokk- urs manns, eða nokkurrar skepnu. 20. Að “tvísöngur milli lieimskunnar og varmennskunnar” sé með öllu af- numin úr lögum tilverunnar—ásamt með helvíti—og að aldrei sé borið við að syngja eða lesa eina hendingu undir því lagi, allra síztí “guðs húsinu”. 21. Að hætt sé við að gera “guðs hús að ræningjabæli”, með því að flytja snýkjuílát milli fólksins í kyrkjunni, og brúka til þess öldungaua, sem vanalega hafa lengstu andlitin, af lotningunni við guð og viðbjóði á “Mammoni”. 22. Að ákvæði Sam. 7. ár, síðu 132 : “Friðar-kyrkjaer dauðans-kyrkja”, geti ekki verið nærri nokkru lagi, en að nú sé kominn tími til að stofna 1000 ára friðarríki í kyrkjunni með því, að fella 400 áua trúarjátning opinberlega úr völdum; ‘því að nú sé það orðið til verra eins, að liamast á þeim, sem ekki finnast að vera steyptir í Ágsborgar- mótinu, og komi ekki brátt siðabót i trrúar- og kyrkjumálmn. þá rætist orö hinna miklu spámar.na : “endalaust sígur á ógæfu hlið, og undir i djújiinu logar”. O'.' “ilbir er leikur viö yrml- inga þá, sem eldgðmlu stoðirnar naga", Og "kyrkjau—kyrkjan hún brennui ". Fjalldbúi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.