Heimskringla - 23.06.1894, Blaðsíða 2

Heimskringla - 23.06.1894, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 23. JÚNÍ 1894. koEar úi d. LaugardBguro. •The HeimskrÍÐgla Ptg. & PbW. Co. útgefendr. [Publishera.] Ver/i blaðsius i Cauada og Banda- ríkjuuum : 12 ruácu'Si ?2,50 fyrirframborg. $2,00 ö ----- $1,50 ---- — $1,00 3 ----- $ö,(<0; ----- — $0,50 Kitstjúrinn geymir ekki greiuar, sem eigi verða uppteknar, og endrsendir þær eigi nema frímerki fyrir endr- sending fyigi. r.itstjórinn svarar eng- ™ brífum ritstjórn viðkomandi, uema í btaóinu. Nafnlausum bréfum er enginn gaumr geíinn. En ritstj. svar- íw höfundi undir merki eða bókstöf- um, ef höf. tiltekr slíkt merki. Uppsögnógild að lögum, uemakaup- andi sé alveg skuldlaus við blaSið. Ritsjóri (Edítor): EGGERT JÓHANNSSON. Ráðstnaðr (Busin. Manager): J. W. FINNEY kl. 9—12 og kl. 1—0 á skrifst. Peningar sendist í P.O. Money Or- <ler, Registered Letter eða Express Vloney Örder. Panka-ávísanir á aðra banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar með afföllum. 653 Pacific Ave. (McWilIiam Str.) Ura íitflutninga frá Islaadi skrifar eiuhver “Búi” orð- marga grein í Austra, 18. Maí síðastl. Blandar hann þar saman ádeilum á agentana, Vesturheims-blöðin, sérstak- lega Lögb. og Sarn.; meðmælum moð útfiutningsbannslögunum fyrirhuguðu og afsökun uppþotsins í Reykjavik í fyrra. Að endingu lætur hann í ljósi, að hver ætti að vera frjáls að fara, sem fara vill, en óhvattur til þess af umboðs mönnum annara þjóða. Sá hluti grein- arinnar er liinn eini sannttjarni. Vér erum honum alveg samdóma í því, að það væri réttast að enginn umhoðsmað- ur væri sendur heim. Með því móti næði útfarastraumurinn af íslandi nokkru meðalhófi og sniðist þá meir eftir árferði bæði iiér og heima. En það getur ltann ekki þegar umboðsmenn eru sendir heim. Hversu rétt og satt sem þeir setja frá landskostum, ár- ferði það og það árið og efnahag hór, þá kveikja þeir útfararhug og æsingar og ástæðulausar vonir. Það, að þessir menn eru heima í því augnamiði einu, að segja frá landkostum hér og leið- • beina útförum alla leið, það er nægileg ástæða fyrir svo marga til að fara. þó þeir annars hefðu setið kyrrir, að minnsta kosti eitt árið til. En það er hægar sagt en gert, að fá umboðsmenn- ína útbolaða. Öll Ameríka—Suður- ekki síður en Norður-Ameríka—vinnur að innfiutn- ingi Evrópu þjóða, til að byggja og yrkja hiun ónotaða landgeim, og svo gerir Astralía líka og enda Suður-Af- rika. í þessum löndum öllum vinna ýmist stjórnirnar sjálfar eða stórauðug félög að innflutningum og það verður ekki gert nema með umboðsmönnum. Eins og í flestum fámennum ríkjum vinnur Canadastjórn sjálf að þessu, að boði þjóðarinnar sjálfrar, fluttu og sam þykktu á sambandsþinginu. I Banda- ríkjunum aftur á móti, þar sem mest alt nýtilegt land er komið úr höndum þjóðarinnar sjálfrar, þar vinna sérstök félög að iunflutningum—senda umboðs- menn í allar áttir til þess að telja menn á að flytja í þetta eða hitt héraðið og kavpn land þessa eða hins félagsins o. s. frv. Islendingar liafa ekki orð á sér fyrir ríkidæmi heima á gamla landinu og þar af leiðandi er þeim ekki boðið land til kaups. En þeir, sem hingað eru komnir, hafa svo gott orð á sér almennt, að þótt þeir sé-u félitlir, eru þeir taldir með eftirsóknarverðustu innflytjendum í þáu hóruð, sem hafa að geyrna ógrynni af ónotuðu en frjó- sömu landi, og sem fæst ókeypis eða svo gott, fyrir að eins 810 160 ekra hú- jörð. Þegar uú þingið skipar stjórn- inni að vinna að innflutningi og þegar hún veit og viðurkonnir, að Islendingar • eru mjög eftirsóknarveröir, þá er ekk- ert ónáttúrlegt, þó hún sendi umboðs- maun heim, án tiilits til þess, hvort Is- lendingum sjálfum, hvort heldur hér •eða heima, þykir það hej pilegt eða ekki. Alt öðru máli er afti r að gegna með íylkisstjórnina. Island er svo fá- mennt land og lítið. að það er hreinn óþarfi að hafa þar meir en einn um- boðsmann—þann einn, sem ssmbands- stjórnin kostar. Því síður er þörfin á fi lkisstjórnar-agentum, þegar athugað er, að umboðsmaður sambandsstjórn- arinnar vinnur að innflutning í sama fylkið—Manitoba. Þó hann ekki ger; það beinlínis, þá ganga ræöur hans samt óbeinlínis í þá áttina,alt svo lengi að stærstu íslenzku nýlendurnar hér í landi, að undanskilinni þeirri í Dalcota, evu í Manitoba. Þegar þetta er athug- j að, þá verður ekki betur séð, en að fylkis-agentarnir séu til orðnir fyrir löngun fylkisstjórnarinnar, að gefa sér- | stökum vildarmönnum sínum "lysti- túr” til ættlands síns, upp á kostnað hins opinbera. Það styður og þá*til- gátu, að sami maðurinn fer ekki nema eina ferð, að fylkisstjórnin sendir sinn manniun hvort árið. Sambandsstjórn- in aftur á móti hefir til þeirra ferða sama manninn, sinn fasta vinnumann, og sendir hann að auki ekki heim néma annaðhvort ár eða sjaldnar. Við þessu er ekki svo hægt að gera heldur. Þó allur fjöldi Islendinga liór vildi afbiðja þessa fylkisumboðsmenn, mundi Greenway fara sínu íram eftir sem áður, Þeir sem kyimu að hafa von um að verða í flokki hinna “útvöldu” til Islands-ferðar næst mundu hafa nóg ráð til að sýna fram á þörf á jheimsend- ing ötulla flokksmanna—pólitíska þörf, ef ekki aðra. Það er þess vegna miklu líkara en ekki, að Greenway eigi eftir að senda heim að minnsta kosti tvo agenta cnn—sinn hvort árið, C. P. R. þrællinn. Eftir hálfsmánaðar langa umhugs- un um almennti ályktunina um styrk til Suðaustur-brautarinnar, er samþj kt var á fundi 1. Júni, sendir stjórnin bréf til eins forstöðumanns félagsins og tilkynnir honum að hún geti ekki átt við þetta mál. Ber hún það fyr- ir, að tryggingin fyrir peningunum, er stjórnin á að veita, sé ónóg, og að tryggingin fyrir því, að upp komist þær stofnanir og meðfylgjandi niður- færsla á veröi borðviðar, só einnig ó- nóg. Undir þennan úrskurð skrifar svo flórgpaði Greenway’s — dómsmálastjóri fylkisins Clifford Sifton, en ekki Green- way sjálfur, járnbrauta-umboðsmaður fylkisins. Hann hefir sett Sifton í sitt embætti um stund, til þess, ef til vill’ að koma ekki við þetta mál í eigin persónu, og svo skrifar Sifton sig “settur járnbrautaumboðsmaður.” Þegar gangur þessa máls í seinni tíð er athugaður, þá kemur fram ein- kennileg kurteisishugmynd hjá fylkis- stjórninni. Það er öllum kunnugt, að það eru engir amlóðar, engir bjálfar, sem skipa hina sameiginlegu nefnd, er að þessu máli hefir unnið frá upphafi. Þeir eru allir mikilsvirtir menn, sem ekki mundu takast í fang að flytja mál, sem talist gæti grundvallarlaust rugl. Þar við bætist og, að í nefndinni eru fjölmargir öflugir fylgendur Green- way’s — fylgjendur, sem Groenway- blöðunum hefir þótt meira en litið kveða að á undanförnum tíma. Meðal þeirra má nefna Alex. McDonald, fyr- verandi bæjarráðsformann, G. F. Car- ruthers, svila og aldavin McMillans, fjármálastjóra, J. H. Brock, félagsmann Carruthers og viðurkendan gáfu og mælskumann. A laugardaginn var voru liðnar tvær . vikur síðan fylkisstjórnin fékk fundarályktunina, og þá, eftir hálfan mánuð, var ekki komið svo mikið sem vottorð um móttöku brófs- ins. Slíkt þykir ókurteisi á fremsta stigi, og það því fremur, sem hlut- aðeigndur eru alt of merkir menn til þess að ganga fram hjá þegjandi. Nefndinni leizt ekki á þögnina, og sendi þá gagngert mann á fund stjóm- arinnar til þeés að biðja hana að veita neíndinni viðtal. Stjórnin kvaðst þess albúin, en sökum þess, að ekki voru allir ráðherrarnir í bænum, kvaðst hún ekki þá á augnablikinu geta tilsett stund og dag. En það var fj'llilega gefið í skjti , að sá fundur skj-ldi hafður einliveru tíma í vikunni, sem nú er á enda. Svo líður til þriðjudags, en þá kemur bróf frá Sifton til Walters Iloss, eins félagsformannsins, og hon- um þar tilkjnt að stj-rkurinn fáist ekki. Og þetta bréf er dagsett 11. Júní, eða 5 dögum dður en sendúnanninum var lofuð áheyrn fjrrir nefndina. Stjórnin hefir þannig gengið þegjandi fram hjá nefndinni frá byrjun, og er það ókurteisi, sem ekki á sinn jafna í sögu Manitobafylkis. Hvort nefndin leggur árar í bát að svo komnu, eða heldur áfram með málið, er ekki vist orðið j egar þetta er ritað. Hvort heldur sem verður, minnist almenning- ur aðgerða C. P. R. þrælsins í þessu máli. Sanngjörn skoðun. í Fkke Piíess birtist nýlega rit- stjórnargrein, er sýnir fram á, hve miklu betra það hefði .verið fj-rir alla, ef landeigcndur i grend við bæinn hefðu gert sér aö reglu að leigja landið gegn lágu afgjaldi. Um ekkert þvilikt er að gera og því stcndur landið í grend við bæinn ult af aðgerðalaust. Vér getum af eigin rej'nli borið um, hve hóflausa leigu landeigendur heimta. Það eru að eins fáir dagar síðan vérgerðum tiiraun til að fá leigðan landfiáka, sem beiti- land fyrir 20 nautgripi, í grend við bæ- inn, fvrir íslenzkan bónda. Eftir langa leit fannst einn maður, sem var til með að leigja land 4 mílur austur frá C. P. R. brúnni yfir Itauðá fvrir $100 frá þessum tíma til haustsins, A þennan iiátt kostaði bithaginn fj-rir hvern grip $5 fj-rir 5 Jmánaða tima Um þetta landleigumál segir Fkee PitESS á þessa leið: Það er þýðingarmikil. spurning hvernig vér getum fækkað iðjulausum mönnum i Winnipeg og undir eins ó- notuðnm ekrum af landi umhverfis bæ- inn? Eigendur landsins geta bezt leyst úr seinni lið spurningarinnar og leiöir þá úrlausn fj-rri liðsins að miklu leyti af sjálfu sór. Sem aðal-bærinn í Manitoba og Norðvesturlandinu dregur Winnipeg eðlilega að sér þúsundir félausramanna, er vér verðum að sjá um og sú ábj-rgð vor lilýtur að halda áfram og aukast. Það er bæði heimskulegt og ranglátt að brennimerkja nokkurn töluverðan hluta þessa fólks, sem flækinga, eða menn, sem séu iðjulausir af því þeir vilji ekki vinna. Margir þessara manna eiga heima íflokki hinnaiðjusömustumanna. Sönnunin fj-rir því er, að á hverju vori fer fjöldi af þessum mönnum burtu úr bænum til að nema land. Þessir menn eyddu öllu sínu til að flytja fjölskyldu sína hingað sumrinu áður og hlutu svo að innvinna sér peninga til þess að geta byrjað búskap og keypt nauðsjnlegustu húsgögn* Faðirinn vann hjá bændum við uppskeru fram á vetur og við hvað sem hönd á festi á vetrarmánuðunum. Konan gekk út i þvott og hvaða helzt önnur störf, er fáanleg voru. Upp- komnu stúlkubörnin fóru í vist og unnu að minnsta kosti fyrir fæði og fötum. Drengirnir svertu skó og seldu frétta- blöð, á strætum úti, ef þeim gafzt ekki kostur á öðru arðsamara starfi. Á þennan hátt fleytti þetta fólk sér áfram fyrstu mánuðina og dróg saman svo mikla peninga, að það sumarið eftir gat numið land og sezt ad á þvi. Þar liður því síðan svo vel sem við er að búast, þegar efnaleysið er tekið til greina. Það hefði verið stórmikill hagur fyr ir Winnýieg, ef þetta iðjusama fólk hefði átt kost á að búsetja sig á einhverj um arðlausa iandskikanum nálægt bæn um. En eigendur þessa iands eru ekki að hugsa um fólk sem félítið er. Þeir hafa verið að biða eftir ríkismönnnnum að koma og kaupa það og—þeir eru að bíða eftir þeim enn. Þessi grein er rituð í þeim tilgangi, að leiða athygli þessara landeigenda a ð því, að þeir gætu aukið verð landsins og smámsaman fengið kaupendur að því, ef þeir vildu Ijá það góðum og dug legum bændum, sem þurfa að innvinna sér peninga og búsáhöld áður en þeir geta numið land og byrjað búskap. Ef á landinu væri ofurlitið íbúðarhús og skýli fyrir nokkrar kýr, svín og hæns, gæti félitil fjölskylda innan skamms afl- að sér peninga til þess annaðhvert að nema land eða kaupa landskika þann er hún þá hafði að leigu. Á þennan hátt mætti hjáipa margri félausri f jölskyldui til að hafa ofan af fyrir sér og um leið létta liyrði bæjarins. Þvi það eru æfinr lega einhverjir svo illa staddir í bænuna, að þeir nej-ðast til að þiggja bæjarstjrrk að vetrinum. Jafnvel innan bæjartakmarkanna eru margir landflákar ónotaðir, sem arðsamir mættu verða og þeim er not- úðu til uppbj-ggingar, éinungis ef fá- tæklingum gæfist kostur á að rækta þá og uppræt.i illgresið, sem vex þar upp til skaða og skammar. Utan bæjar takmarkanna eru þúsundir ekra af landi, sem reynist eigendunum mörg- um hverjum alt að því óþolandi byrði og sem stendur verðlaus eign. Alt þetta land mætti gera eftirsóknarvert og undir eins arðberandi, ef eigendurn- ir að eins vildu leigja fátæklingum það fyTÍr litla afborgun. Þetta er mikið sanngjörn grein. Það segir sig sjálft, hve miklar fram- farir það væru, þó ekki nema holming- ur ónotaða landsins innan 5—6 mílna frá bænum væri hygt og á einhvern hátt hagnýtt, enda þótt allir sem á því hyggju væru leiguliðar. Það er engum efa undirorpið, að margri íslenzlcri f jöl- skj-ldu, sem nú situr í bænum, liði bet- ur og það stórlega, gæti hún fengið leigða fyrir hóflegt gjald, þó eltki væri nema 10—20 ekra bújörð einhversstaðar nálægt bænum. Atkvæði kvcnna. Á meðan Ikvennfólk hefir ekki al- mennan kosningarétt og ltjörgengi, er ómögulegt að segja hvorir hafa réttara, méðmælendur fullkomins jafnróttis, eða mótmælendur þess. Eitt af því, sem mótmælendur kvennréttar halda fram, er það, að þó kvennfólk hefði kosninga- rétt, mundi það aldrei hagnýta þann rétt nema að mjög litlu leytí. Þeirri sögn andmæla auðvitað meðmælendur kvennréttarins, en hvorir réttara hafa verður ekki greint á meðan kosnmga- róttur kvenna er ekki almennur. I fyrra, þegar alþýða í Ontario féltk leyfi til að fella eða samþykkja uppástunga um algert vinsölubann, voru nöfn 42 492 kvennmsanna á kjör- listanum. Bindindismál er almennt á- hugamál kvenna og mátti því vænta, að allar konur í Ontarioi. sem atkvæði áttu, mundu sýna áhuga sinn með þvi að sækja kjörþingin og greiða atkvæði. En sú varð raunin á, að ekkí nema 18,- 645' greiddu atkv., eða 84%ogafþeim voru með bindindi 12 424, en á móti því 2 221. I stórbæjunum, þar sem þó svo þægilegterað sækja kjörþingia, greiddu ekki nema 8 915 konur atkv. af 12 098, sem voru á kjörskránum. HSutfallið í bæjuniuaa, þar sem svo þægilegt er að neyta réttarins, var þess vegna laégra en í sveitum úti. , Karionannanöfn á kjörskráim fylk- isins voru þá 481 499, og af þeim komu fram 28& 509 við atkvæðagreiðshina, eða 59%. Mismunurinn á framkomu karla og kvenna, við þessa atkvæðagreiðslu er þess vegna stórlega karlmönnum í vil. Annaðr ogekki svo ómarkvert, sem þessi ranasókn leiðir i ljós, er það, að þó sagt sé að meirihluti Ontario-kjós- enda vilji vínsölubann, þá er það' í raun réttri ekki nema rúmur þriðjungur, er sýnt hefir þann vilja. Með vinsoiUbann- inu voru sem sé ekki nema 192 4S7 atkv alls, á móti því 110 757, og 220 7547 at- kvæði komu ekki fram. Með sönnu geta þvi bindindismennirnir í Ontario ekki sagt, að meiri hluti alþýðu vilji al- gerða útilbkun allra áfengisdtykkja. Þeir þurfa fyrst aðgetasýnt vilja. þeirra 220 747 kjósenda, sem enn hafa ekki sagt hvort þeir vilja heldur. Ef skoðað væri ofan í kjölinn, mundi og eitthvað líkt þessu koma upp, aö þvi er snertir vínsölubannsatkvæðagreiðsluna. hér í Manitoba.. Á þessari skoðun, að miklui meir en helmingur kjósendanna í 4 fylkjum í Canada só búinn að heimta viasölubann hj'ggja þó bindindismenn fund sinn hinn miklá, er þeir hafa i Mentreal snemma í Júlí—verður settur 3, Júlí. Eiga þar að mæta fulltrúaa: frá öllum bindindisfélagsdeildum í Cauada, öllum. kyrkjufélögum o. s.' frv.., er á annað borð viúja senda fulltrúa. Nýmóðins járnbvautarfélag. í’ Texas er í fæðing féiag, er ætl- ar sér að byggja járnbraut frá þorp- inu Galveston, við Mexico-fLóann, norð- ur um land, og sem á að kvíslast. í tvær brautir er norður eftir dregur. Á eystri armurinn að liggja norður að stórvötnum, en sá vestri um sléttu- rikin norður í Manitoba. Að þessu leytinu er hugmyndin eins og hver önnur járnbrautarhugmynd, en þegar kemur til fjármálahugmyndárinnar sóst, að fyrirkomulagiö er nýstárlegt. Sex millióna dollara virði af skulda- bréfum, vaxtalausum alveg, á að selja sveitafélögum, þar sem brautirnar liggja um. Tólf milíóna virði, vaxta- laust einnig, á að selja þeim, sem væntanlegir eru að hagnýta brautirnar til fiutninga og forðalaga. Hvor sem kaupir $100 virði af þessum skulda- bréfum fær ávísun á 8110 virði af far- gjöldum cða flutningsgjaldi fj-rir vörur. Skuldabróf, upp á $5000 á míluna verða gefin út og seld hverjum er hafa vill gegn 5% vöxtum, og þau skuldabréf á svo að innleysa með peningum, er vænt er eftir að bæir og ýms héruð gefi til að fá brautina lagða á ákveðn- um stað, verksmiðjur stofnaðar o. s. frv. Auk þess á að gefa út almenn skuldabréf upp á $10,000 á míluna, er á að endurborgast og meira til með sölú vaxtalausra skuldabréfa. Meðal kostnaður brautanna á eicki að verða j-fir 815,000 á míluna. Fargjald með þessum brautum á að verða 2 cents á míluna, og hvorki meira eða minna, og farbrófið á að gilda um allan aldur, og er leyfilegt að láta þau ganga mannsali sem aðra peninga. Okejrpis farbréf á enginn að fá og eigendur brautanna mega aldrei fá hærri ársvexti en 5%. Verði tekj- urnar meiri, gengur afgangurinn i alþýðuskölasjóði. 'Svo fljótt sefn verð- ur, eiga ríkin, sem brautirnar ligggja um, að taka við stjórn þeirra og hag- nýta almenningi til gag-ns, eins og hverja aðra opinbera eign. Vitaskuld er þessi hugmynd æði- lík hinum ýmsu vatnsbólum, er mað- ur sér hvervetna myndast að eins til að springa og hverfa, svo engin vegs- ummerki sjást að stundu liðinni. En þegar litið er á alt umtalið og um- ræður um aö geta járnbrauíir allar að þjóðeign, og enda meira en júrn- brautir, þá er ekki óhugsandi að svona fjrirkomnlag sé gerlegt. Þó ekki upp- fyltist núi nema lítill hluti vona for- mælenda þessa fyrirkomulags, þá er hugsanlegt að sá litli hluli yrði fyrsta sporið til að umhverfa öllum járnbraut- um í þjóðeign. Hugmj-ndin, að láta sveitir og heei á leið brautanna verja svo og svo miklu af sjóði sínum til að kaupa vaxtalaus skuldabréf, upp á það að fá farþegjagjald fært niður um þriðjung og enda um helming, vöru- flutningsgjalft fært niður að sama skapi, °g upp á það, að eiga síðar meir, eftir að brautin er fengin ríkisstjórn- unum í hendur, svo mikið af uppborg- uðum hlutum í brautinni, — þessi hug- mynd er í rauninni ekki langt frá lagi, þó hún i. fljótu bragði kunni að finnast nokkuð glæfraleg. Aftur á móti virðist hugmyndin um að selja vænt- anlegum viðskiftamönnum helmingi meira en sveitunum, af skuldabréfum upp á far- og vöruflutningsvon, nokk- uð fanatisk. Það má gera ráð fyrir að þær fjTÍrhuguðu $12 milj. seljist nokkuð dræmt. Derby plfötu-reyktóbak er hið geðfeldasta og þægi- legasta tóbak fáanlegt. Orða-belgrinn. [Öllum, sem sómasamlega rita, er velkomið að “leggja orð í belg;” en nafn- greina verðr kver höf. sig við ritstj., þótt ekki vilji nafngreina sig í blaðinu. Engin áfellis-ummæli um einstaka menn verða tekin nema með fullu úafni undir.. Ritstj. afsalar sér allri ábjrgð á skoðunr um þeim, semikoma fram í þessum bálkijL Bessa-bréf. (Eftir J. Magnús B.iar.nasox). IV. Bréf. Winnipeg. Febr. 189— Kæri: vinur: íslenzkan, hljóm- fagra máilið—málið skó ldskaparims og sögunnao'—málið “feðranna frægm”— málið, sem rómaði eins og hvellúr ináim ur á vörum hreystimannsins—guðamál ið—og málið, sem þú og ég elskum svo heitt—íslenzkan—hún er.bókstaflega að verða að skripamáli í Ameriku og verð- ur þar allareiöu ekki til. Þér þj’kir, ef til viHl, undarlegt, að málið okkar skuli líða hiér svo fljótt út af, en það er ekk- ert eðlilegra til undir sólunni. íslenzk alþýða er, eiiis og þú veizt, yfir hofuð ógurlega fáfróð í flestum groinum nema trúarbrögðum síntim og riddarasögu- skáldskap. Og vestur yfir hafið flytur svo fólk vort reifað þessari skelfilegu fáfræði; það starir á þjóðlífið hérna eins og tröll á hei ðríkjo, og stælir hér- lent fólk í öllu tilliti.—En því miður kynnist hávaðinn af V'estur-íslending- um að eins lægri stétta fólki þessa lands, sem stendur lítið eða ekkert framar að andlegri atgervi og menning. En hvað um það i Alt, sem þjóðflokk- ur vor sér og heyrir til hérlendra manna—hver skollinn, sem það nú ann- ars er—þá hermir hann það jafnan eftir og stærir sig af því. Og af því nú að íslenzk alþýða í þessu landi (eins og al- Dýða i öllum löndum) er óupplýst og ekki neitt sérlega hátt hugsandi, þá kann hún ekki að meta gildi móður- málsins, þykir það ef til vill ljótt og vill sleppa því eins fljótt og unnt er. Þann- ig kastar hún í sorpið því dýrmætasta, sem hún á til í eigu sinni. Það er alt svo undur eðlilegt. Kg var í haust i samvinnu með ein- um landa okkar, sem nefnir sig Bill Samson, hann er búinn að vera hér í 7 ár, er dugnaðar maður til vinnu og aldvei atvinnulaus, en á þó aldrei cent, því hann hefir lært aðterð til að losast við niánaðarkaupið sitt á tveíniur eða svo kvöldum. Hann kallar það “að spara vasana sína”. Þessi Bill Samson er sérlega ræðinn maður, þegar hann er nýbúinn að fá kaupið sitt, ogtalar dável vestur-islenzku. Ég ætla að herma hans eigin orð, ekki viðhafa enska stafsétning, nema þar sem hrein ensk orð, cða því semnæst, koma fj’rir. Sagan er þannig : “ Well, sir; ég hafði verk í sumar hjá Mr. Green, sem er reglulega decent maður, og bezti bosinn í heila kontri- inu. Hann tók djobb á steiblunni hans Ross og vantaði mig til að vinna fj'rir sig, þangað til búið væri að fixa hana, og lofaði að borga mér tvo og kvart á dag. By gomm! Ég fór til hans og þóttist fjandi lucky að stræka þetta djobb, því ég var búinn að lóffa í tvær vikur og skuldaði fimm dollara fjTÍr borð. Well, ég vann þarna við steibl- una eins og skonkur í mánuð og hálfan, og alt var all riylit, þangað til einn föstudag eftir dinner, áð ég og Dick Blaclc—einn karpenterinn—fórum a spree niður á hóteli, mættum þar í bar- inu bommer, sem Dick þekkti, og fór- um allir að ple v ja upj'i á drinks. V ið pleyjuðum fáeina geima og ég og Dick bitum hann cveryíime. Svo fórum vio að sjeika Dicn og bettuðum fimm dollur- um hver. Ég beit þá báða. Well, óg man ekki hvernig það orsakaðist, að við tókum tripp um kveldið út á land til bróður Dicks, sem lifir þar á farmii nema við drævuðtim í buyyy. Rótin var furstreit, og víð komum út á farm- inn klukkan sjö. Við kikkuðum strax upp dans og höfðum lots af tun. Svo komu þar nokkrir hafbrítar, sem pikk- uðu nnn við okkur og við lentum allir í Ught. Well, ég man ekki hvernig Þa^ gekk til, en ég er sure á þvi, að ég nokk- aði einn niður og kikkaði annan út. Við skippuðum svo einhvernveg- inn út úr húsinn, náðiim í pónann og buggiið, hálfdrápum okkur á móirnum, fundum svo loksins aldrei geitina, og ruddum því niður fensinu. sem var úr tamraks-skantlingum. Svo týndum við nú rótinni á preriunnii, lentum ofan i (BAch tvisvar eða þrisvar, og komum svo til Winnipeg þegar Sí-pí-ar pípaði um morguninn. By gomm ! Ef við vorum þá ekki dandy ; kótið mitt alt í písum, annað augað blatt og bólgið, og afllir skratsaður í framan, Tou bet, að Díck var ekki í betra fiixi—no-sörí-bobb! þvii nefið á honum var splittað í tvennt, og annað ej-rað nærni af. Well, það fyrsta, sem við gerðumy var, að fá okk- ur glas af beer ; svO' fór ég upp á borð- ingshús, tók minn breakpmt og fór svo að finna gamla Green. Hann starði á mig eins og annað Clairn, og spurði mig hvar ég hefði verið á pikknikki í nótt. Ég sagði; að það væri ekkert af hains bisnessi. Svo fóitum við i rakkit, s@m endaði með því; að ég kallaði eftir tímanum mínum, tóft mitt basket og sagði good bye við Mr. Green. Hann ætlaði hreint að verða Crazy á eftir, og ég varð hálf-SöíTy að fara frá honum, en vildi ekki gefa inn. Svo bostaði liann & öllu bissnessinu um haustið og gat ekki svo mikið sem borgað grósjeriið sitt, og hefir alf af harða lukku og orð- ið að standa fyrir koirti aðrahverjaviku. Égfórsvo í harvestiaa, en hafði ekki dem cent upp úr þvi. Timarnir hafa verið svo dull og maður verður að hafa svoddan troubte með að fá eitthvað djob. Well, good bye. Ég ætla út á sexijón næst, ef rótifleistarínn gefur mér passa,- eða ég fer pá út í Cmnv og kötta þar logga eða korðvið. Well, so long. Það’ getur líka skeð; að ég beri brick og. motur fjrrir Smith, eða drævi team fyr- ir kola-kompaniið. En maður :hefir hér aldrei S/uno.. Well, ég held ég lieldi ég megi fara heim á karinu. So good bye, oldfelloio. Þetta er nú ofurlitið sýnisliorn a£ Vestur-íslenzkúnni. En það er fyrir þakkandi, að altir eru ekki eins færir að ma<la þá tungu og Bill Samson, þó hefi ég kj'nast hér mönnum, senii á þessu máli voru mælskari en hann. Og fáir munu þeir vera meðal Vestur-ís- lendinga, sem alveg eru lausir við þessa málýzku. Flestir munufaraíog úr “kóíiinu" sínu, boarða sinn breakfast, sinn dvnner og sinn supper. Flestir þurfa að fá “stampa’’ á bréfin. sem þeir þurfa að “pósta”. Þeir kaupa fiestir flour og “korðvið”, hafa tence fyrir framan hús- in sín og kringum “lotin” sín. Bændur “brjóta” jörðina, “hóa” upp moldina, grafa niður “pósta”, byggja “sjenta” og vinna daglega á “fílnum”; þeir láta harness á hestana, slá heyið með mower, “ripa kroppið”, draga út “logga”, og geyma kornið sitt í “greiniríinu”, og þeir eiga uxsi-tcam, “póna” og Cutter, og lesa “pappírinn” eftir te. Konurnar þuvfa að liafa “bauler” og broom í hús- inu, “lifter” við stóna, “sett” á borð- inu, Wash-stand í horninu og Carpet í “parlorinn”, og þær “skrobba” gólfið og “fixa” til í húsinu. Unga fólkið fer “út fyrir drive”, og fer á “tieininu” til næstu staða. Stúlkurnar horfa á sig í “giasinu” og hafa “topp”; þær bera á sig scent og láta dressmaker búa til kjól- ana sína ; þær sækja um að verða di- ningrocnn-stúlkur, eða komast i “kitsj- enið” og “londriid”; þær verða að haka pie, “píla” kartöflur, “rósta” kjöt, og “klina” upp húsið. Piltarnir taka þær Derby plötu-reyktóbak selst ákuílega vel og sala þess fer sívaxandi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.