Heimskringla - 23.06.1894, Blaðsíða 4

Heimskringla - 23.06.1894, Blaðsíða 4
« HEIMSKKINGLA 23. JÚNI 1894. VORIÐ 1894. Blue Store merki: Bla stjarna. 434 Main Str. Winnipeg. Nýkomið inn, síðan í vikunni sem leið, hið stærsta upplag af tilbúnum fatnaði fyrir karlmenn, unglinga 0g drengi, sem nokkurn tíma heflr sést í Winnipeg. Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu billeg þau eru. Þið getið ekki trúað því nema því að eins að þið sjáið það sjálfir. Komið og skoðið okkar: Karlmanna alfatnað, Karlmanna buxur Unglinga alfatnað, Drengja alfatnað og Drengja stuttbuxur. LÍtið ekki hjá líða að heimsækja okkur og sannfærast. Munið eftir staðnum The Blue Store Winnipeg. Séra B. B. Johnson kom aftur úr Nýja íslands ferð sinni á mánudag- inn var. Fermdi hann þar 16 ungmenni. Séra M. J. Skaftason fer heim til sín strax eftir næstu helgi og kemur alfluttur hingað snemma í næsta mán. Séra M. J. Skaftason flytur guðs- þjónustu á Unity Hall á morgun kl. 7 e. h. — Kom til bæjarins á laugar- daginn var. Auglýsingar verða að koma til vor í seinasta lagi kl. 4 e. h. á fimtudag, ef þær eiga að koma út næsta laugardag. Nokkrir Ný-íslendingar voru á ferð hér í bænum um síðustu helgi. Með- al þeirra urðum vér varir við Jón Stefánsson á Gimli og Sigurgeir Ein- arsson, bónda í Breiðuvík. Dómhúsið nýja, áfast við það gamia, sem enn stendur, var fullgert á mið- vikudagskveldið var. Að utan að sjá er þeð rétt eftirmynd dómshússins í Tacoma, Wash. Utanáskrift til Jóns ritstjóra Olafs- tonar er nú : "Norden” Office, 415 Milwaukee Ave. Chicago, 111. Hér í hænum eru nú 16 alþýðu- skólahús og að lóðunum meðtöldum eru þau $325,000 virði. Áhöld skól- anna eru 820,000 virði. Óinnheimtar tekjur skólanefndarinnar eru 883,000. Eignir alls 8428,000. Skuldir $285.000. Kennararnir eru 78. Mrs. J. E. Peterson flutti skörug- lega ræðu í Unity Hall á sunnudag- inn var fyrir fjölda manns. Tveir menn hérlendir voru viðstaddir og sögðu á eftir, að það væri nýnæmi, að heyra jafn hreirta kenningu flutta í kyrkju. — Mrs. Peterson hefir nú selt húseign sína hér hr. Kr. Ólafssyni, og fer alfarin héðan í byrjun næsta mán. Prentvillur : í síðasta bl. Aldarinn- ar í kvæðinu “Ástavísur til íslands”, í seinasta erindinu stendur: héðan þó veitt t'eti neina, á að vera : héðan þó rétt geti o, s. frv. í siðasta bl. Hkr. í vísunum “Skóg- urinn, í 3. er. stendur: reifðum vindi á 8umarheiði, á að vera: reifðum vindi’, í sumar heiði. Rev. T. B. Forbush., einn af yflr- mönnum Únitarafélagsins : American Unitarian Association, kom til bæjar- ins á miðkudaginn var. Á firhtudags- kveldið var hann á safnaðarfundi Unitara hér í bænum og var þar á- kveðið að ráða séra M. J. Skaftason til prestþjónustu í söfnuðinum fram- vegis. Séra Magnús vár viðstaddur og gekk að samningum. Vor góðfræga drotning um grund og sæ, það gott er að hafa í minni, oss sagt er að hrósi mjög Diamond hjá dáðríku þjóðinni sinni. [Dye Ef þessi visa og þessi grein er send til Wells & Richardson Co. f Montreal, ásamt 25 cts. í peningum eða frímerkjum, þá fær sá sem sendir hið ágæta mánaðarlega familiu-blað “Our Home” sent til sín í heilt ár; sömuleiðis bók með myndum sem heit. ir “How to make Mats and Rugs,” og einn pakka af blek-efni, sem nægir til að búa til 16 únsur af besta bleki. Segið í hvaða hlaði þer tdud þetta. Resrn allmikið féll víða um fylkið á miðvikudagskveldið var. Erkibiskup Tache, f St. Boniface, liggur hættulega sjúkur — var óperer- aður fjTÍr fáum dögum. Er eins vist búist við andláti hans á hverri stundu. Héilsuumsjónarnefnd fylkisins hef- ir sent skólanefndunum öllum í fylkinu prentaðar reilur áhrærandi meðferð skólanna utan og innan o. s. frv. Drengir allir af alþýðuskólum bæj- arins eiga að sýna leikfimi sína og vinna fyrir verðlaunum, í Fort Garry Park, á fimtudaginn kemur (28. þ. m.) Aðgangur ókeypis — fyrir alla. Thomas Bennett, hinn góðkunni innflytjenda umsjónarmaður hér i bæn- um, hefir fengið tilkynning um það frá Ottawa, að hans staða sé ekki lengur nauðsynleg stjórninni. — Stjórnin eftir- launaði hann fyrir 2—3 árum. Frá því í dag til októberloka í haust gengur aukalest héðan til Rat Portage á hverjum laugardegi. Fer héðan kl. 2 e. h. og kemur austur kl. 6,30. Að austan fer lest þessi aftur á mánudög- um kl. 8 f. m. og kemur hingað kl. 12,30. Hr. Ari Jónsson, sem um undan- farinn tíma hefir unnið fyrir Mr. John Arbuthnot, eftirmann Western Lumber Co., hér í bænum, var 16. þ. m. sagt upp vinnunni án fyrirvara eða orsaka. Mr. Ari Jónsson hefir þvi höfðað mál gegn Mr. Arbuthnot fyrir mánaðar kaupi og skaðabótum, og hefir fengið félagana Hagel & Howden til að sækja málið. Málið kemur fyrir innan skams í County Court. Hérlendur maður. Peck að nafni, gerði nýlega tilraun til að nauðga is- lenzkri konu, giftri skozkum manni, í austur Selkirk; elti hann hana frá ferjunni yfir ána npp í skóginn. Hann þjakaði henni 'svo mjög að hún hefir verið veik síðan. Peck náðist í Port Arthur og er líklegt að hann fái mak- leg málagjöld, sérstaklega þar þetta mun ekki eina samskonar tilraun hans. íbúar norðarhluta bæjarins eru að safna nöfnum á bænarskrá, er fer fram á að fá sporvagna á sunnudögum, ef ekkiallan daginn, þá samt stund úr deginum og þó ekki væri nema um suð- urenda bæjarins frá Aðalstrætisbrúnni suður í Elm Park. Satt sagterekki vanþörf á slíkri réttarbót, því sunnu- dagurinn, er margur maður hefir til að koma út fyrir hæinn. Er því vonandi að þetta hafi framgang og væri skað- laust þó fleiri en norðurbyggjar færu fram á þetta. Sparisjóðurinn verður opnaður í fyrsta sinni mánudags kveldið 2. Júlí frá kl. 7,30 til 8,2o að 660 Young Str. (Corner of Notre Dame Ave.). — Innleggi, 10 cents minnst, verður veitt móttaka, Ekkert Derby plötu-reik- tóbak er ekta, nema á því standi húfumyndað merki. Félags uppleysing. Á fundi, sem hið íslenzka kvennfé- lag í Winnipeg hélt 14. þ. m., var sam- þykkt, að uppleysa félagið og skifta fé- lagssjóðnum þannig: Til sjúkrahússs bæjarins (General Hospital) $50. Til 2. ísl. lút. safnaðarins í AVinni- peg 850 (sá söfnuður er i myndun í suð- vesturhluta bæjarins). Til Únítara-safnaðarins $25. Ef nokkuð verður afgangs eftir að félagið hefir innheimt útistandandi skuldir og borgað skuldir, sem á því hvíla, verður því skipt milli ekknanna Helgu Jónasdóttir og Ingigerðar Jóns- dóttir, þar þær hafa báðar sótt um styrk frá félaginu. Ofannefndar fjárupphæðir eiga að vera borgaðar til móttakenda fyrir 30. Sept. þ. á. Winnipeg, 18. Júlí 1891. Rebekka Guðmundsdóttir forseti. Petrína Vígfúsdóttir ritari. ÍSLENZKR LÆKNIR DR. M. HÁLLDORSSON, Park River — N. Dak. Ole Simonson mælir með sínu nýja Scandinavian Hotel, 710 Main Str. Fæði §1.00 á dag. FEIUtUSON & co. 403 Main Str. Bækráenskuog íslenzku; íslenzkar sálmabækr. Ritáhöld ódýrustu í borginni Fatasnið af öllum stærðum. Til þess að rýma ögn til í búð minni, ætla ég um örfda daga einung- is að selja fyrir 5 cts. sirz það, er að undan- förnvt hefir kostað 5, 5J, 6, 6£, 7, 7J, 8, 8J og 9 cents yrd., og fyrir ÍO cts. sirz, sem kostar 10,10J, 11, lli, 12, 12£, 13, 131, 14, cents yrd. Öll sirz, sem áður kostuðu ýfir 14 c. kost nú 121c. í dag að eins er 20% afsláttur af öll- um drengjafötum. Guðm. Johnson. Suðvestur horn Ross Ave. og Isabell St. CIIÁS. BÁGSHÁWE, Real estate loan & INSORACE AGENT. 375 Main Str. Telephone 303. Building- Loans a speeiality. Gleymið þeim ekki, þeir eru ætíð reiðubúnir að taka á mótí yður. Innlent Raudavín. . Canadiskt Portvín. California Portvín. . Ég er nýbúin að fá mikið af ofan- nefndum vintegundum, og einnig áfeng vin og vindla sem ég sel með mjög lágu verði. Mér þætti vænt um að fá tæki- færi til að segja yðr verðið á þeim. Bréflegar pantanir fljótt og greiðlega afgreiddar. II. C. Chabot Telephone 241. 513 MAIN STli Gegnt City Hall. MERKI: BLÁ STJARNA. A 434 MAIN STREET. Chevrier. SMJÖR-KOLLUR Fáið ykkur Eddy’s. ■ # E. B. Eddy ’s SMJ ÖR-KOLLUR Skriflð eftir prísum Eddy’s. fáið sýnishorn hjá annaðhvort “indnrated” eða tré- SMJÖR-KOLLUR Eddy’s. TEES& PEBSSE smérkollur. — Hinar SMJÖR-KOLLUR Winnipeg, ödýrustu og beztu á Eddy’s. Man. markaðinum. SMJÖR-KOLLUR • Eddy’s. KAUPIÐ ÆFINLEGA ÞAR SEM ÞIÐ FÁIÐ BEZTAR OG .... ÓDÝRASTAR VÖRUR........ Hveiti. Bran. Fóðr-hveiti. Oil Cake. Flax Seed. Shorts. Hafrar. Hey. Linseed Meal. . . . Allskonar malað fóðr. . . . Hjá W. BLACKADAR, IRON WAREHOUSE. ... 131 Higgin Str.- Hvar fæst best kjöt með lægsta verði? Þessari spurningu verður svarað best með því að fara í kjötbúð John Anderson & Co. Við höfum ákaflega mik- ið af nýju kjöti sem við seljum við mjög lágu verði, lægra verði en hægt er að kaupa það fyrir annarstaðar í þess- um bæ. Steik og bestu tegund af súpukjöti seljum við fyrir 4—5 cents pundið, roast I fyrir 6—7 cents eftir gæðum. Æfinlega nægar birgð- ir og lægsta verð. Sökum þess að kjötbirgðir vorar eru mjög miklar og hitarnir svo miklir, þí höfum við ákveðið að selja það svona ákaflega ódýrt um nokkra daga, til þess að minka kjötbirgðir vorar. Komið sem fyrst til að ná í þessi kjörkaup. 279 PORTAGE AYE. - - - - TELEPIIONE 1G9. JOHN ANDERSON & 00. ÍO XJ 8. (ROMANSON & MUMBERG.) 606 Jafet í föður-leit. um torgin í Lundúnum með Carbonnell major, var ég Lautenant Talbot í — “Dragon” varð- flokknum.” Ég var steinhissa og gerði ekki annað en stara a manninn. “Já,” hélt hann áfram og rak upp hlátur, “Þetta er nú satt. Þú liefir hugsað, máske, að þú værir eini tízku-maðurinn, sem um- hverfður væri í kvekara, en nú sérðu annan og getur því ekki lengur talið þig Phönix flokksins. “Ég vissulega kannast við nafnið,” sagði ég, “en þó nú auðsæjar séu ástæðurnar til þess, nð ég gekk í þetta félag, því ég þykist vita’að þú sért sögu minni kunnngpr, þá skil ég ekki hvaða ástæður þú hefir haft til þess.” ‘•Það get ég ekki skýrt án málalengingar Newland,” svaraði liann. “Ég kenni ogæfunni um það, en ekki eigin hvöt. Ekki svo að skilja, að ég sé óánægður. Þvert á móti við- urkenni ég, að ég er nú í minni réttu stöðu. Ég hefði átt að eiga kvekara fyrir foreldra, því að upplaginu til var ég fæddur kvekari. En ég skal koma snemma á morgun og segja þ€-r sögu mína, ef þú vilt senda mann þinn til einhverrar úti vinnu. Ég trúi þér til að þegja um leymlarmál mín.” Morguninn eftir kom bann og bóf frá- sögn sína sem fylgir, uudireins og verzlunar- þjónn minn var burtu úr búðinni. Jafet í föður-leit. 611 “Þeir bárn mig svo upp undir virkið og höglin og kúlurnar voru eins og skæðadrífa uxnhverfis mig. Barðist ég þá svo mikið um, að mennirnir, tveir, sem báru mig; neyddust til að sleppa mér og var þá minn lyddulegi líkami laus, en það var sorgleg óheppni. Þú sér sjálfur hve frábært frægðarverk það hefði verið, að lata hera sig sáran upp á virkis- veggina, mitt í kúlnadrífunni. En örlögin höfðu tírskurðað alt annað. Ef ég liefði legið kyr þegar þeir slepptu mér, hefði orðstír minn verið hinn bezti. En fjandakornið ég réði við fæturnar. Undir eins og ég kom þeim fyrir mig tók ég á rás og náðist í hálfrar mílu fjarlægð við virkið og alveg ósár, því sárið á lærinu var uppgerð ein. Þetta var einlilýtt og mér var getið i skyn, að þess fyrr sem ég héldi heim, þess heppilegra væri það fyrir mig. Þegar til Lundúna kom var mér, ættar minnar vegna, leyft að selja hergögn mín, og geKk ég þá um borgina sem prívat gentlemaður, en enginn vildi hafa neitt með mig. Ég átti tal við nokkra um kriugumstæð- urnar, en þeir vildu ekki viðurkenna mína skoðun, sögðu þýðingarlaust að segja ég væri hugrakkur, úr því ég hefði flúið.” "Þeir voru engir heimspekingar, Talbot.” “Nei, það voru þeir ekki. Það komst ekki inn í þeirra höfuð, að líkami og sál gætu unnið, sem aðskildar tilverur, hver á móti annari. 4 Þeir héldu því einu fram, að 610 Jafet í föður-leit. fyrir djórfum huga, að ég skyldi kjósa mér þessá hættulegu stöðu?” “Það virðist auðvitað undarlegt, að þxi skyldir leggja út í slíka fór og flýja svo undireins.” “Einmitt það, sem ég er að reyna að gera skiljanlegt. Ég hefi Talbots-sál, en líknminn er ekki þeirrar ættar, og auk þess er hann sálinni ofvaxinn.” “Svo sýnist það vera. En haltu áfram.” ‘ Að því er mig snertir var það nú að halda burtu, eu ekki áfram. Ég gerði aðra tilraun sama daginn að ganga í vígskörðin, og eftir að skothríðinni var lokið tókst mér það líka. Athygli mínn var veitt eftirtekt, en tækifæri var mér gefið til an endurreisa mannorð mitt.” # “Hvernig ?” “Daginn eftir átti að gera áhlaup á virki og ég bað um leyfi að mega leiða mína sveit í því áhlaupi. Ekki var það vottur um skort á hugrekki. Ég fékk leyfið. Við fengum Idý- legar viðtökur. það svo, að ég varð var við að fætur mínir ueituðu að ganga nær. H\að gerði ég þá? Ég batt beltinu mfnu um ann- að lærið og sagði mönnum mínum að ég væri særðnr. Bað ég þá því að bera mig að virkis- veggnum, í brjósti fylkingar. Sannarlega var þetta hugrekki?” •‘Enginu efi. Það var líkt söinnum Tal- bot!” Jafet í föður-leit. 607 “Ég man það vel, Newland, þegar þú varst í fremstu röð tízku-mannanna í Lund- únum. Ég var þá sem sagt, í — “Dragon" varðflokknum og þó við gætum ekki heitið neinir kunningjar, þá heiðraðiröu mig samt með því að viðurkenna mig á mannamótum. Ég get ómögulega annað en hlegið, það veit hamingjan, þegar ég lít á okkur báða nú, — en hvað um það. Ég var, auðvitað, annsð tveggja með hermönnunum eða á klúbbnum. Faðir minn var háttstandaudi, sem þér máske var ókunnugt, og öll sú ætt var uppalin og æfð í hernaðar íþrótt. Um stöðu sem atvinnu var því aldrei hugs; ð — því allir Talbots- niðjar liafa hneigst að liermennsku eins eðli- lega eins og andarungi hneigist að vatni til að synda í. Jæja, ég gekk í herinn, var stoltur af einkennisbúningnum og stúlkunum leizt vel á mig og búninginn. Áður en ég komst í lautenants-stöðuna í liernum dó faðir minn og eftirlét mér yngri-bróður skerf af arfinum og ininn hlutur varð 400 pund sterl- tekjur á ári. En eins og faðir ir.inn sagði, var það nægilegur sjóður lianda Talbot, sem náttúrlega, eins og allir undangengnir Talbots, mundi ryöja sér veg til fremstu raðarinnar í fvlkingunni. Það leið samt ekki langur tími þangað til ég rak mig á það, að tekjur mínar voru ónógar til að mæta kröfum mín- um sem liðstjóri í varðmannaliðinu. Föður- bróðir minn mælti þá með að ég breytti um

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.