Heimskringla - 07.07.1894, Blaðsíða 1

Heimskringla - 07.07.1894, Blaðsíða 1
vm. ár Heimskringla. WINNIPEG, MAN., 7. JÚLÍ 1894. NR. 27. LÍFSÁBYRGÐARFÉLAG. Aðalból - - Winnipeg - - Manitoba. J. H. BROCK FORSTÖDUMAÐUR. TJppborgaður höfuðstóll.... S 140.014.22 Varasjóður................ S 54.720.00 Lífsábyrgð í gildi við lok tyrsta ársins.......... S2.268.000 Lífsábyrgð veitt með hvaða helzt nýmóðins fyrirkomulagi sem vill. Kaupið ábyrgð i The Great West og tryggið yður á þann veg þann hagnað, er háir vextir af peningum fé- lagsins veita. Þetta tÍela!J dregur ekki Jje burt úr fylkinu. K. S. Thordarson - - agent. 457 Main Str., Winnipeg. FRÉTTIR. DAGBÓK. LAUGARDAG, 30. JÚNÍ. Casimir-Perier, hinn nýkjörni for- seti Frakklands, er 47 ára £amall, fædd- ur 1847. Afi hans varð nafnkurmur maður á stjórnbyltingar-árunum, sér- staklega fyrir það, að hann ásamt bróð- ur sínum og föðitr stofnaði banka þann, er nú er víðþekktur hvervetna undir nafninu : “Frakklands banki” (Bank of Franoe). Þó varð afi forsetans núver- andi að hætta við þessa stofnun sína um stund, þvi 1708 var hann dreginn í herþjónustu og var hann við liana í 3 ár, til 1801. Þá losnaði hann og tók aftur til starfa við bankann og græddi brátt of f jár. er gengið hefir í erfðir til afkomanda hans og er því hinnnýkjörni forseti stórríkur maður. • Á þing kom karl og varð þingforseti. Sonur hans sat á þingi, en ekki er þess getið að liann hafi verið nokkur þingskörungur. N ú verandi forseti var fyrst kjörinn á þing 1874 og héfir hann tekið þátt i öUum o))inberum málum á Frakklandi síðan og þyltir mikilmenni, og er talinn einn mrelskasti maður á öllu Frakklandi. í gær var kaþólskum blaðamanni í Montreal dæmdar 8200 skaðahætur fyr- ir að hafa verið kallaður Methodisti! Forseta-morðinginn á Frakklandi mœtti á anarkista-fundi í Chicago í síð- astl. Október, og er því kunnur hérlend- um anarkistum. í gœr var skólakennari einn á Frakk- landi að útskýra fyrir börnunum hvern- ig forsetinn var myrtur og hafði í hend inni beittan stinghníf. Börnin þustu utan að honum og féll einn pilturinn á hnífinn, er þegar gekk í hjartastað og féU drengurinn dauður niður. MÁNUDAG, 2. JÚLÍ. Likfylgd Carnots f orseta í Paris í gær var ein hin f jölmennasta, er þar hefir sézt. Líkið Ivar lagt í líkheUinn mikla, Pantheon, og til bráðabyrgða skipar það sæti á altaris-líki milli þeirra Hugos og Rosseau’s, en síðar verður það sett í sömu hvelfinguna og sam- hliða liki afa hans, Lazare Carnots hers- höfðingja. Á laugardaginn (80. Júní) var í Lundúnum vígð brúin mikla, sem ný- lega var fullgerð yfir Temps og sem séra Mattfas minnist á í Chieago-för sinni, bls. 108. Brú sú kostar 85 millí- ónir og hefir verið i smíðum éíðan árið 1886. AUanUnu skipið “Scandinavian” rakst á ísborg í Atlantshafi í vikunni er leið og laskaðist allmikið. Komst samt allaleið, til Glasgow. Járnbrautaverkstöðvunin útbreið- ist og er nú allur fjöFdi járnbrautanna aðgerðalaus. Forstöðumenn 27 járn- brautafélaga hafa gengið i bandalag tU að berjast gegn þessari nýju tilveru, þessu alisherjar félagi járnbrautaþjóna, er nú telur um 250 000 meðlimi. TU þessa er tjónið af verkstöðvun þessari metið á 8250 000 á dag, og er þó tjónið ekki fullljóst enn. ÞRIÐJUDAG 3. JÚLÍ. Giuseppi Bandi, italskur blaðamað- ur frá Rómaborg, féll í gær fyrir morð- bníf anarkista í þorpinu Leghorn. á ítaliu. Hann var einn af “þúsund Marsala hatjum” gamla Garibaida. Þýzkalandskeisari lagði af stað í gær í Noregs-för á “jakt” sinni hinrú miklu, frá Kiel. Um 500 manns meiddust og fengu sólstingi í troðningnum á götunum í París á sunnudaginn var. C. P. R. vagnlest austur í Maine hljóp af sporinu og niður um smábrú á sunnudaginn. Biðu við það bana 3 eða 6 manns og margir meiddust. Bjálkar miklir höfðu verið lagðir á sporið til að hrinda lestinni. Óeirðir miklar eru byrjaðar í Colorado i sambandi við vinnustöðvun á járn- brautum. Formenn Union Pacific brautarinnar í því ríki heimtuðu, að dómstólarnir bönnuðu verkamönnum að snerta eignir félagsins eða liindra lestagang. Af því fél. er gjaldþrota og þar af leiðandi undir vernd liins opinbera, var bænin veitt og 400 um- boðsmenn sendir til áð fullnægja kröf- unni. Þegar þeir komu á ákveðinn stað, mættu þeim 1000 járnbrautaþjón- ar, er réðust á þá og tóku af þeim öll vopn. Hefir nú kerliðið verið kali- að vit, og á það að taka við þar sem þessir 400 menn uppgáfust. MIÐVIKUDAG 4. JÚLÍ. Kl. 10.25 í gærltveldi var loks gengið til atkvæða um tolllagafrum- varpið í heild sinni, í efrideild Wash- ington-þingsins og var það samþykt með 37 atkv. gegn 34. Þingmennirn- ir vildu ekki hafa það óklárað þjóð- hátíðardaginn (í dag) og unnu þess vegna bæði kappsamlegar og rniklu lengur en venja þoirra er, í gær. D. B. Hill frá New York var sá eini af demókrötum. er sagði nei við frum- varpinu. Tveir populistar sögðu já við því, en einn nei. Undir eins og at- kvæðagreiðslunni var 'lokið, frestuðu senators fundi þangað tíl á hádegi föstudag, 6. Jfilf. Grand Trunk félagið er ögn farið að ná sér aftur. í gær bætíi það 1400 mönnum við vinnumannahóp sinn í vcrksmiðjum sínum í Montreal. Vegna lestagangsbannsins hafa nú hin ýmsu járnbraútafelög rekið úr vinnu alla menn í skrifstofum og verk- smiðjum, sem þau mögulega geta án verið. Á þann hátt missa atvinnu að minnsta kosti 20.000 manns. 4 I gær var lokið rannsókninni er hafin var til að komast að, hvort Prendergast, morðinginn í Chicago, væri brjálaður eða ekki" Tvlftardóm- urinn kvað hatin fullvita, og var hann því dæmdur til aftöku 11. þ. m. (næsta miðvikudag). Um 100 manns drukknuðu í á einni í Austurríki í dag. Ferja á ánni hvolfdist. Kjötekla mikil er í New York og Philadelphia, sem stafar af vinnustöðv- uninni á járnbrautum. Nýlendna-þingið i Ottawa er hald- ið fyrir luktum dyrum og fréttist þess vegna tiltölulega Htið af gerðum þess. FIMTUDAG, 5. JÚLÍ. Bæjarráðsoddvitinn íMorris, Mani- toba, skaut sig óvart á þriðjudaginn, og eins víst að liann bíði bana af. Byssa hans var hlaðin og lá undir rúmi hans. Hann tók í hlaupið og dró hana að sér, en gikkurinn festist við eitthvað og reið skotið af og kom i kvið hans. Gufuketill í skipi á Thomson-ánni í British Columbia, nokkuð fyrir norðan Kamloops, sprakk í gær og sprengði skipið. Drukknuðu þar 5 menn. Á nýlendna-þinginu í Ottawa var í gær samþykkt eftir alllangar utnræður, að áríðandi sé að tafarlaust verði gerð tilraun til að fá Canada og Ástralíu samtengd með hafþræði. Bra^ilíu fregn segir, að þar hafi ný- lega verið náð mannskæð orusta og að uppreistarmenn hafi beðið ósigur. Af þeim féllu 1000 manns. C. P. R. félagið bætti 300 manns við vinnumannahóp sinn í verksmiðjum sinum í Toronto á þriðjudaginn. Bandaríkjastjórn hefir nú tekið að sér að vernda eignir járnljrautarfélag- anna og sjá um að lestir geti gengið. Hermannaflokkar ertt því hvervetna, og þess vegna þykja horfurnar hólfu ófrið- legri nú en áður. Óttast margir að ekki vorði komist hjá blóðsúthellingu. A nýafstaðinni “miðsvetrar-sýning” t San Francisco, California, hlotnaðist Manitoba og Vestur-Canada i Iicild sinni hæstu verðlaun fvrir korntegund- ;r, m’.nnispeningur úr gulli. FÖSTUDAG 6. JÚLÍ. Bólusóttin hefir gert vart við sig í Hamilton, Ontario, en tekið hefir verið í strenginn svo, að hún út- breiðist ekki, Fylkisstjórnin í Ontario ætlar i sumar að veita tilsögn í málmfræði og uppleysing málmtegunda, bæði i Sudbury og Rat Portage. Ófriðlegar haldast horfurnar á Ko- reu-skaganum og ekki að vita nær Kín- ar eða Japanítar segja hinum stríð á hendur. Hvortveggju standa vígbúnir, en báðum ógar við að byrja. Veldur þetta umtali miklu í Evrópu. Flestir bændur í Fraser-dalnum í British Columbia eru nú búnir að sá mikið af ökrum sínum á ný og vonast eftir góðri uppskeru af höfrum og ýins- um ávöNtum, Uppskeru horfur hver- vetna í fylkinu eru sagðar moð lang- bezta móti. í Khafnar-blaði nýkomnu stendur, að kennara embættispróf við háskólann í Khöfn hafi tekið meðal annara B. Jónsson (líklega Bjarni Jónsson, prestur til Skarðsþinga). Sir A. H. Layard, nafnkunnur vísindamaður og stjórnmálamaður, lézt í Lundúnum í gær, 77 ára gamall. Ekkert nýtt að segja af járnbr. vinnustríðinu. Róstur nokkrar í Chi- cago í gær, en ekki stórvægilegar. Flutningut gengur, af nokkuð, greið- ar nú en fyrir fáum dögum síðar og mun það afskiftum Bandaríkjastjórn- ar að þakka. ITumbúaljóð. (Flutt'á skemtisamkomu, er kvennfélag Suðr-Víðinesbygðar hélt 10. Marz ’94). Þér, heiðruðu konur, mér kvatt hafið svo kveð ég þá nýrímað ljóðið [hljóðs, og strengina mína ég stilli svo hátt að streymir til höfuðsins blóðiö. I æðuntgn lífið og fjörið ég íinn til framsóknar huga minn knýja, því bjarma sé ég af bjartari tíð sig breiða’ yfir Island hið nýja. En dauft var lífið, l>aö drottinn veit, og dimm og eyðileg ströndin, er frumbúarnir á fyrst t tíð hér fóru að nema löndin. Þá fanst hér engin framrétt hönd er farmóða lýðnum dygði, en eiðilegt skóga ægi-vald á allslausa hópinn skygði. Og heljar-bylurinn braut yfir skóg, úr bólunni fólkið hrundi ; og hungur, dauði og alskyns ógn á útlendingunum dundi. Við bágindi, drepsótt og blóðugan skort var bygðin þannig hafin, en hörmung sú er nú horfin öll — í hauga fortíðar grafin. í logni skóga og lifsins devfð það landnám hefir nú dafnað um tuttugu ára tímabil, og talsverðum kröftum safnað. Og frumbúinn hefir nú fundið það loks að framsókn er tímans krafa ; hann finnur það líka að lífsrót hans er í landinu um sig að grafa. Hann finnur í landinu liggur það aii, er iífi hans sjálfstæði gefur, ef yrkir hann jörðina’ af alúð og dug liann uppskeru margfalda hefur. Og Hf hans er vakið af ljúfustu von, því landið í verði’ er að stiga. “Ég skelfist ei,” segirhann, “skóganna það skal fyrir öx minni hníga.” [vald, Hann veit það að margt er hér óunnið og að ekki rpá.svo búið vera ; fcnn, með fögnuÖi’ hann sér að með framrós úr flóunum'akra gera. [má Hann veit hér er sundrung og örvita agg sem ofsafuU trúþræta stýrir — hann finnur sem merjandi martröð hún og mannúð og starfsemi rýrir. [er, Hvort heldurðu þá ekki, höldur minn að hætta að jagast um trúna ? [bezt Fyrir mitt leyti álít ég alveg eins þarft að yrkja sér blett fyrir kúna. Með trúmála-erjum þú upp ber ei það, sem eykur þér vegsemd á láði, Og bygð þessi’ á enga þá atgerfismenn, sem andlegum byltingum ráði. Svo hættu við trúþras og hikaðu ei að herja á skóginn og flóann, að höggva og skera og hasla þér vöH, þú hefir víst kraft til þess nógan. Að stríðinu loknu þú akra þér átt, að öndvegisliöld muntu gerður, og frumbúans-gervi þú fleygir af þér, því fylkis þú jafnoki verður. J. RunúLFSSON. Orða-belgrinn. [Öllum, sem sómasamlega rita, er velkomið að “leggja orð í belg;” en nafn- greina verðr hver höf. sig við ritstj., þótt ekki vilji nafngreina sig í blaðinu. Engin áfeUis-ummæli um einstaka menn verða tekin nema með fuUu nafni undir. Ritstj. afsalar sér aUri ábyrgð á skoðun- umþoiin, sem koma fram í þessumbálki]. Burtför séra M. J. Skafta- sonar úr Nýja Islandi. Eftir þVi sem ráða má af síðasta blaði Hkr., þá eru Ný-íslendingar bún- ir að sjá, að séra M. J. Skaftason er ráðinn prestur frjálstrúarsafnaðarins í Winnipeg. Þar missir Ný-ísland þann mann, sem að margra áliti hefir beint mönn- um meira áleiðis til frjálslegrar trúar- skoðunar en nokkur annar Isleiidinp- ur hér vestan hafs. Hann er sá maður, sem helir unnið að því af lifandi sann- færingu fyrir málefninu. eins og “Dags- brún” og fyrirlestrar hans sýna. Það eru að vísu margir enn, sem ekki kunna eða vilja meta verk séra Magn- úsar, og þeir vilja ekki sjá að hið hel- dimma myrkur fáfræðinnar og heimsk- unnar, sem lecið hefir eins og hafís- þoka yfir trúarskoðun íslendinga, er nú farin að grisja til, og náhljóð hel- vítiskenningarinnar kveður viðsr við en margur orþodox trúmaður hyggur. Þeir menn, sem unna frjálslegr; trúarskoðun, kunna að meta verk séra Magnúsar, og mun margur maður vera honum þakklátur í hjarta sínu fyrir stefnu hans og starfa. Enginn með meðalviti getur neitað því, að hreyfingar hans séu til framfara. Það er stórkostleg framför, því alt sem miðar til umbóta, er til heiUa, og ó- mögulegt að neita því„ að trúarbrögð- in þurfi umbóta við eins og hvað ann- að. Það er sama hjá mannkyninu sem barninu, trúarbrögð mannkynsins á fyrstu timum vita menn að voru ó- fullkoinin, og blandin hindurvitnum og hjátrú. Eins er það hjá baruinu, þeg- ar borin er saman trú þess þegar það er orðið hugsandi maður, og meðan það er því nrer óviti. Með því að at- huga þetta, getur maður æfinlega les- ið stigbreytingar þær, sem mannkvn- ið hefir staðið á í trúarefnum og það frá öllum timutn. Séra M. Skaftason leggur meira verk á lierðar sér en nokkur annar prestur íslenzkur hefir gert. Það þurfti þrek og óbilandi sannfæring fyrir mál- efninu til þess að byrja, og það hetír séra M. sýnt hvorttveggja, Hann hafði enga vissu fyrir, hvort nokkur vildi hlýða á skoðun hans og kenningar. Að framfylgja skoðun sinni var hans mark og mið, án þess að hugsa um, hvort stöðu lians var hætta búin eða ekki, slikir menn nú á tímum eru vandfundnir, sem heldur vilja tapa em- bætti og peningum vegna mátefnisins Iivort heldur i trúmálum, stjórnmálum eða öðru. Hvað sem orþódox-trúmenn segja um trúmál Ný-íslendinga, þá er það víst, að frækorn það, sem séra Magnús hefir sáð meðal þeirra, er búið að festa svo djúpar rætur, að ekki mun auð velt að uppræta það. Eins og kunnugt er, var það fyr- irdæmingin. sein séra M. neitaði fyrst þessu lífakkeri orþódoxíunnar. Þeim mönnum er sárt um þetta trúaratriði sitt, þessa voldugu byggingu sina, samt getur sköpunarsaga biblíunnar ekkert um það, hvenær sá staður hefir verið skapaður, sem þeim fyrirdæmdu cr ætlaður, af því liklega að sá staður var þá ekki til og verður ekki til nema hjá ofsatrúarmönnum orþódoxíunnar og fáfræðingum. Það or sorglegt, en satt er það, að kennendur kristninn- ar hafa skoðað og skoða enn, að fá- fræði og þekkingarleysi í trúfræði sé kraftur sá, sem trúarbrögðin styðjast við, annars sé þeim hætta búin. Það er ekkert Sem mamjkynið á til, sem er eins mikilsvert og mentun- arfýsnin. Þar af kemur lærdómur, af lærdómi framför, af framför ánægja og af ánægju rósemi, og þá fyrst er leið- in fundin til að skoða hvert mál með skynseini. Skynsemi, segja orþódox-trúmenn sé frá guði, en þó hata þeir alla skyn- semistrúmenn og vísa þeim til vinstri handar. Guð er alvitur segja þoir, en þó á fáfræðingurinn að eiga vísari vist i himnariki en spekingurinn. Væri ekki sú kenning fegurri og nær þvi Derby er viðurkent besta plötureyktóbakið sem til er d, 10 og 2o cts. plotoi'. rétta, að eftir því sem maðurinn veit meira, eftir því standi liann nær guði ? Það er eitt víst, að sú kenning mundi hrinda mannkyninu meira áfram til mentunar en nokkurt annað atriði, sem trúfræðin hefir haft til meðferð- ar um aUan heims aldur. Það er óyiögulegt að neita því, að sú trúarskoðun sé fullkomnari og í alla staði veglegri, sem bygð er á þekkingu, en sú, sem bygð er á fá- fræði. Stefna séra M. er bygð á þekk- ingu eins og trúarskoðun hans, eins og engum blandast hugur um nú orðið. Sá sem ritar línur þessar, óskar séra Magnúsi til hamingju, og mun ætíð minnast starfs hans hér með þakklæti. Ný-Íslendinour. “Sínum augum lítur hver á silfrið.” í tilefni af ritgerðum Mr. Jóns Ól- afssonar, Brú P. O., er birzt hafa í Lög- bergi, um ágóða bænda af griparækt, sérstaklega nautgriparækt, ætla ég að taka fáein atriði til íhugunar úr skýrslu þeirri, er sjálfsagtmá lieita heldur fá- kænlega samin, þó máske megi nota hana til að depra hugsansjónir ýmsra lesenda hennar. En það eru nú orðnir svo tiltölulega fáir þeir daufingjar að skilning og skynsemi. er ekki sjá og vita hvað ritgerðir þær eru f jarstæðar almennings gagni og sannleika. í fyrri ritgerðinni “Leigur af pen- ingum”, stsndur skýrt og borginrnann- legt verðlag á 3 mán. gömlum kálfi 810 og l*æki (ton) af góðu heyi 82,50, og er hvorttveggja gagnstætt því rétta ; eins að hver grips-eigandi fái 70% gróða ár- lega af gripnum. Þetta er nokkuð það sem varla eru dæmi til, nema ef vera kynni á arð- og atkvæðamestu fyrir- myndarbúum landsins. í seinni ritgerðinni, “Bending til bænda”, segir hr. J. Ólafsson, að kunn- ingi sinn hafi bent sér á, að honum finnist kálfs-verðið, mjólkurhæðin og máske smjör sett á of hátt verð, en aft- ur heyverðið of lágt í skýrslu J. Ó. Eftir þessa bendingukunningja síns sezt hr. J. Ó. niður í ritsmíða-kontórn- um og ritar 5 dálka langt bendingámál til að sýna, að kunningja sinum skjátli, ensérekki. Þar tilfærir hann mj..'u , upphreð úr kúm sínum árin 1885 og '86, en fóðurkostnað þeirra ára flytur hann með framhaldsstraumi tímans til ár- anna 1892 og ’93, því þau árin var hey í því lægsta verði er hefir veriö á heyi síðan íslendingar settust að í nýlend- unni, og þó munu varla nokkurt æki á minna verði en 84—5. Það ímyndar hr. J. Ó. sér, að eng- inn veiti eftirtekt, þó hann hafi ekki tekjur og gjöld tilsett á sama timabih, Sem þó mun vera almenn regla allra skynugra skýi slu-seinjara. Því til- nefndi J. Ó. ekki árin 1889 og ’90? því þá var hey í hæsta verði, t. d. ’90 var æki af meðalgóðu heyi 87 lægst, en liæst 815. Ég var sjónarvottur að því, að tvoggja ára gamall stráruddi var seldur á 82,50 ækið; og það veit ég víst, a.ð J. Ó. hefði þurft meira en S7.50 það ár að fóðra 2000 potta meðal kú ; enda mun það seint verða að meðalkýr í Argyle- bygð geri 76% og hafa ekki uema 87,50 fóður yfir gjafatíma, og jafnsnemma mun meðal kálfs verð (3 mán.) verða 810, því þar eru enn ekki dæmi til. Hvernig ætli hr. J. Ó. gangi að troða þvi inn í skilning á ekki meira en meðal-lieimskum (því síður greindari) manni, að allur fóður og hirðingar kostnaður á 2000 pt. meðal kúm alment verði ekki nema 812 um árið? Því ég veit ýmis dæmi, og þaö eigi all-langt frá hr. J. Ó., að .bændur annaðtveggja hafa þurft að leggja til mann að gæta gripa sinna í 4—5 mánuði um sumar- timann og orðið að gjalda mánaðar- kaup, sem sjaldan cr mjög hátt—frá $G til 10 auk fæðis yflr hvern mánuð—, eða kaupa gæzlu yfir jafnlangan tíma af öðrum og borga 50 cents fyrir hvern grip um mánuðinn. Erþettaekki kostnaður? Eða má ekki telja fram neinn kostnað á gripun- uin nema á meðan læir eru í næöi að éta og jórtra sitt afskamtaða $7,27—7,50 fóður yfir veturinn? En þó hr. .T. Ó. ætti að gera alt sitt “bendingamál” að órækum reynslunn- ar sannleika með þvi, að segjast hafa tekið kú til íóðurs yfir allan gjafatím- ann fyrir að eins $8, og komið niður kú fyrir 88, þá er ég viss um, að það eru flestir menn svo skarpskygnir að skilja, að þetta rýrir aUs ekkert fóður og hirð- ingar kostnað gripsins yfir árið, því hver 2000 pt. meðal kýr hlýtur að mjólka talsvert af ánægju yfir sínu nægilega $7,50 fóðri ! Þess má geta í sambandi við fram- anritað, að kunningi hr. J. Ó., er bent' honum á of hátt verðlag á afnotum gripa og of lágt verð á • fóðurkostnaði, or miklum mun betri Jiúhöldur en herra Jón Ólafsson sjálfur. Cypress R'ver P. O-.-20. Júní 1894. Ólafur Torfason. Saga Ný-Skotans. Bilta út úr vagni og afleið- ing hennar. Mr. Aiiel Wile í Buidgewater skýh- IR FRA HVEUNIG MARGRA MANABA MEINSEMD HANS VAR LÆKNUB OG IIVERNIG ÞAÐ ATVIKADIST. Eftir N. ,S. Enterprise í Bridgewater. í Bridgewater hefir um undanfar- inn tíma mikið verið talað um, hvern- ig Mr. Abel Wile, vel þektur bóndi, sem býr fáar mílur frá bænum hafi ve-tið læknaður af slæmum kvilla með Dr. WilHams Pink Pills. Blaðið “Enterprise” hafði oft skýrt frá ýmsum sjúkdómstilfellum, þar sem læknað hafði verið með Dr. Wílliams Pink Pills, á ýmsum stöðum í land- inu, vildi nú fá vissu um þetta til- felli. sem átti sér stað þar í grendinni, og hvaða áhrif þetta undrameðal hefði liaft þar. Fregnriti blaðsins var þvi sendur af stað til að tala við Mr. Wile. Sá sem skrifar þetta, vissi að Mr. Wile var gamall maður, og hann bjóst við að sjá elHhruman og gráhærð- an mann, en honum til undraverðrar ánægju, átti hann nú tal við heilan og hraustan m&nn, sem ekkert var farinn að hærast, jafnvel þó hann nú væri fullra 75 ára gamall. Mr. Wile hafði ágætt minni, og gat sagt frá mörgu sem skeð hafði, þegar Bridge- water var fyrst að byggjast. Þegar fregnritinn tjáði Mr. Wile, í hvaða erindum hann væri, hrópaði hann upp: “Góði herra, ég mætti segja eins og er, ég trúi því fastlega, að Dr. Wjlfi- ams Pink Pills hafi frelsað líf mitt- í vor hraut ég út úr vagni mínnm, og jafnvel þótt ég beinbrotnaði ekki, þá slasaðist ég þó mikið; það tognaði eitthvað í bakinu á mér hægra meg- in og sem orsakaði máttleysi í hægri síðunni og innvortis. Þrautin og mátt- leysið fór sívaxandi, og þrátt fyrir aH- ar tilraunir með ýms meðul, fóru þraut- irnar sívaxandi, og þjáðist ég ákaflega í meir en tvo mánuði. Það sem ég borðaði, gat maginn qkkL.*nelt,' og á nóttunni gat ég ekki sofið nema Htið; að síðustu var ég fariuu að halda. að það vrevi ekki nemn i.tíma. að gera, þangað til ég yrði. lagöw í gröfina. En sá góði dagui- kom loks, er þrautir mínar enduðu. Við erum öll baptista-trúar og konan mín var að lesa fyrir mig í blaðinu “Messenger and Visitor,” hún las þar um hinn yfir- náttúrlega lækningakraft, sem Dr. WiUiams Pink Pills hefðu. Ég ásetti mér þá strax að reyna þær. Konan mín fór þegar til bæjarins að kaupa þær, og undir eins og ég var farinn að brúka þær, fann ég að þær leituðu að upptökum krankleika míns, og það leið ekki á löngu þangað til ég fékk rólegan og endurnærandi svefn, sem ég ekki hafði getaö notið um undan- farnar 8 vikur. Ég hélt áfram að brúka pillurnar, þar til ég hafði tæmt nokkr- ar öskjur. Þegar ég hélt ég væri orð- inn jafngóður, fór ég að stunda verk mitt sem áður. Ég þakka guði fyrir, að Dr. WiUiams Pink PiUs hafa verið gefnar mannfélaginu, til að eyðileggja sjúkdóma með.” Dr. Williams Pink Pills, hafa alla þá eiginleika, sem þarf til að hreinsa og bæta blóðið, og styrkja taugarnar, þær eru óygg’jandi meðal við gigt, taugaveiklun, mjaðmagigt, riðu. höfuð- verk, niðurfnllssýki, Lagrippe, influenza og kvefi. Þær eru góðar við öllum þeim sjúkdómum, sem koma frá ó- hreinu blóði, svo sem kirtlaveiki, lang- varandi heimakomu o. s. frv. Þær gera alla þá rjóða, sem hafa bleikan og föl- an yfirlit, þær eru einnig óbrigðular við ýmsum kvennlegum sjúkdómum, eins og þær eru ágætt meðal við þeim sjúkdómum, sem orsakast af andlegrf og líkamlegri ofraun, og öllu óhófi ai hvaða tegund sem er. Dr. WiUiams Pink Pills eru að eins seldar í öskjum meö merki félagsins, en aldrei í dúsinavis eða hundraðatali. Ef verzlunarmaður býður yður eitthvað annað í þeirra stað, t. d. aðrar piUur, þá er hann að svíkja yður og þér ætt- uð að forðast hann, Alþýðan er enn fremur vöruð við, að kaupa ekkert af hinum svo kölluðu blóðhreinsandi með- ulum, búnum til í svipuðum myndum, þau eru að eins til að villa yður. Biðjið um Dr. WiUiams Pink Pills for Pale People og neitið að taka nokkuö annað. Dr. Williams Pink Pills fást hjá öllum lyfsölum eða beint frá Dr. Wfljj- ams Medicine Co. fyrir 50 cts. askjan. eða sex öskjur fyrir $2.50. Hið lága verð á pillum þessum gerir lækninga- tilraunir tiltölulega auðveldar í saman- burði við önnur meðul oglæknisdóma. Derby plötu-reyktóbak er bið oeðfeldasta o<r þæo i- legasta tóbak íáaniegr."

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.