Heimskringla - 07.07.1894, Blaðsíða 2

Heimskringla - 07.07.1894, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA 7. JÚI.Í 1894. koinr út á LaugardOguiu. Tfte Heimskringla Ptg. & Pnlil. Co. útgofendr.. [Publisliers.] Verö bÍRðsins í Canada og Bandu- ríkjUnum : 12 ruáau'Si $2,50 fyrirframborg. $2,00 0 ---- $1,50 -------- — $,,00 3 ---- $0,80; ------- — $0,60 Kitstjóriou geymir ekki greine.r, sf-ns eigi verða uppteknar, og endrsendir þær eigi nema frímerki fyrir endr- seuding íylgi. Hitstjóriun svurar eng- um brófum ritstjórn viðkomandi, neniu í bls.ðiuu. Nafniausum bröfum er enginn gauxnr gelinn. En ritstj. svar- ar Uöfundi uiidir merki eða bókstöf- um, ef hðf. tiitekr slíkt merki. Uppsögnðgild að lögum, nema kaup- andi s6 alveg skuldlaus við biaWð. Bitsjóri (Editor): EGGERT JÓHANNSSON. Ráðsmaðr (Busin. Manager); J. W. FINNEY kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst. Peningar sendist í P.O. Money Or- der, Kegistered Letter eða Express Money Órder. Banka-ávísanir á aðra banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar með aíl'öllum. 653 Pacific Ave. (McWiiliam Str.) The “first” and the “fourth.” Only tliree days intervene between our Dominion da.y and tlie Independ- ence daj* of our cousins a cross the 49tli parallel. Our national anniversaiy falls on the “first,” theirs on the “fourth” of July. The difference as to space of time is insignificant, but tlie difference as to mode of celebrating this anniversary could not well be greater. We celebrate our anniversar.y, com- memorating the unification of the Brit- ish American provinces, it is true, but we celebrate it chiefly by a sort of disorganized “go as you please” race to everywhere, and nowhere in part- icular. After 26 annual celebrations on this plan of disorganization, the full signification of the day is to a large extent being lost to sight. To the strangers sepking this as his country of adoption, the day as now celebrated has no significance whatever. To a great many Canadians themselves the day, as celebrated, is merely a common holiday, on which it is a pleasurable duty, if circumstanc.es allow, to close the workshop, the office, or the store. The next thougt is, to get away from town as fast as the engines of travel are disposed to go, where, it matters little, as long as we are bound for some rnral retreat. Returning home at night, tired of looking at the “ball games,” or something equaliy enter- taining, we find the streets quiet as of a sunday evening. A few sky-ward bounding rockets or Iioman candles are about the only evidénce, that it is not a sabbath-evening. In the United States the national day is made to show a deeper meaning. Not a hamlet there but spreads it self and provides an “orator of the day,” as well as a staff of speakers to dilate upon the greatness of the United States, its constitution, its history, its educa- tion and its industry and commerce. At night the streets of every City, and even fairsized towns, are illuminated and everybodv who can, is out, help- ing to hring to a fitting close the great- est day of the year. The majoritý of the people, instead ofi> flocking out of, flock into the different cities and towns, to spend the “glorious fourth,” and ret create their erithusiasm by hearing and applauding patriotic speeches. Our s.vstem is decentraiising to the greatest extent practicable, drawing every body away from a common cen- ter, while theirs is the reverse — is centralising to the greatest degree at- tainable, by drawing everyone from whithin a reasonable distance to a com- mon center. Which system is more likely to create and foster national spirit and national unity ? It seems to us that ours is not the one. It seeins to us, moreover, that Canada is not yet overburdened with national spirit and uational unity. We accordingly beg to submit that a small dose of Domin- ion day orations would in no way be produce damaging results. Derby plötu-reyktóbak selát ákaflega vel og sala þess fer sív^xandi. Hvað verður af þeim ? Um undanfarin ár hefir fylki stjórn- in verið ólöt að leggja fram peninga til járribrautabygginga og það þó sú braut hafi ekki fært með sér minnstu von um niðurfærslu á flutningsgjaldi útúr fylk- inu eða inn í það. Þarinig hefir hún gefið nokkrum mönnum yfir $600 000 til þess að byggja Northern Pacific og Manitoba brautina, er þessir menn svo á eftir seldu Northern Pacific fél. fyrir S 2 millíónir meira en brautin og það sem henni tilheyrir kostaði. Það er skj'lda málíagnastjórnarinnar að halda því frain, að sú braut hafi fært niður flutningsgjaldið, enda gera þau það líka og segja þá fara ineð úrelta vitleysu, er gera lítið úr þeirri niðurfærslu. Það er ef tii vill ekki öllum ljóst, hversu mikil sú niðurfærsla er, og er því ekki úr vegi að segja afdráttarlaust hvað hún er og gota monn þá dæmt um ávinning fylkjsins. Flutiiingsgjald fyrir hveiti og korntegundir héðan til Montreal var. 47 cents fyrir 100 pundin áður en Nort- hern Pacific kom til sögunnar, en nú er það 46 cents fyrir 100 pundin ! Fylkisstjórnin hefir gefið C. P. R. fél. $235 102 fyrir framienging tveggja brauta í Suðvestur Manitoba, framleng- ing. sem fél. hefði mátt til með að gera fyrr eða síöa, hvort sem það féhlt nokkra tilgjöf eða enga. Að minnsta kosti hefði það mátt til með að lengja braut- ina áfram til Estevan til þess að tengj- ast þar brautinni frá St. Paul til Moose Jaw. Fyrir rúmlega ári síðan bauð fylk- isstjórnin §1750 á míluna og að auki að ábyrgjast vöxtu af $9000 á hverja rnílu af járnbraut frá Portage La Prairie norðvestur til Lake Dauphin. Sú bríftit- argerð fórst fyrir i fyrrasumar, af því Northern Pacific fél, varð gjaldþrota. Á 40—50 mílna kafla hefði þessi braut lagst samhliða Manitoba og Norðvestur brautinni. Á þeirri leið gat hún þess vegna ekki talist landnámshraut og þvi síður gaf hún von um niðursett flutn- ingsgjald í heild sinni. Ekki heldur færði hún mönnum von um nokkrar nýjar vörutegundir, er fengjust með betri lcjörum en þær fást nú. Þó bauð stjórnin þennan mikilfenglega styrk og alveg ótilkvödd, að öðru en áeggjunum Hon. Robt. Wattsons, Th. A. Bur- rows frá Lake Duphin og ýmsra vildar- manna. Hún sá engin ljón á veginum í það skiftið og náttúrlega engan hörg- ul á trygging fyrir að þetta og hitt yrði gert, af því þar var ekki um neitt að gera nema byggja þessa braut. Hún æskti einskis meira þá fyrir framboðna peninga hins opinbera. Alt þetta er breytt orðið nú. Hún má nú ekki láta einn eyri af hendi rakna til brautarfélags, sem undireins og brautin er bygð færir niður verð á nauðsynjavöru svo nemur 8200 000— 300 000 á ári hverju, jsem færir hingað atvinnustofnanir, sem framfleyta svo svo hundruðum manna skiftir árið um kring, og seip flytur með sér þá vod, að innan eins eða tveggja ára verði flutn- ingsgjald á hveiti og korntegundum héðan til Efravatns Jært niður um 20— 25%. Svona félagi má fylkisstjórnin ekki gefa einn eyri af almenningsfé. Hún býður að ábyrgjast vöxtu af S&0J0 á mfiuna fyrir félag, sem vilji leggja braut til Lake „Dauþhin, braut, sem fylkinu í heild sinni kemur að engum notum. En frábær heimtufrekja og heimska þykir henni, að Suðaustur-fé- lagið skuli biðja um vaxta-ábyrgð á $5,- 000 á miluna tU brautar, sem undireins kemur öllum helming fylkisins að svo miklum notum og innan skamms því hókstaflega öUu að meiri notum, en nokkur braut sem eftir því liggur nú. Þessi skoðanabreyting stjórnarinn- ar kemur sér því ver einmitt nú þegar svo mikil þörf er á atvinnu, en hana hvergi að fá. Hefði stjórnin gert við þetta félag eins og hin brautafólögin á undanförnum árum, þá hefði nú verið hyrjuðvinna við brautargerðina fyrir mörg hundruð manns og sú vinna hefði haldizt fram á næsta vetur. Nú er öll sú vinna bönnuð og engin atvinna fáan- leg fyrri en uppskera byrjar, og sú vinna nær skammt til að mæta kröfum fátæklinga. Öll þessi vandræði vinnu- lýðsins í silmar stafa af aðgerðaleysi Greenway-stjórnarinnar, sem fyrir fram haldandi embættisvon selur samvizku- lausu járnbrautarfélagi sjálfræði sitt. Innan fárra daga byrjar innflutn- ingur íslenzkra vesturfara, manna, sem Greenway með agentum sínum heima á íslandi hefir livatt til hingað flutninga. Hvort sem þeir verða margir eða fáir, sem koma. iná að venju gera ráð fyrir að helmingur þeirra að minnsta kosti verði neyddir til að leyta sér daglauna- vinnu fyrst um sinn. Hvað verður þá af þessum mönnum nú í atvinnuleysinu þegar kunuugir meim og vanirhérlendri vinnu geta ekkort fengið að gera V Því hefir verið haldið fram af Greenway- stjórnar-sinnum, að sambandsstjórnin eigi að apnast um atvinnu handa at- vinnuleitendum, er hennar agentar hafa hvatt til vesturfarar. Það hefir og sú stjórn leitast við að gera og það þótt betur hafi árað en nú. Ef það er rétt að skella þeirri ábyrgð á sambands- stjórn, sem ekki vinnur þó aö innflutn- ingi á nokkurn ákveðin blett, þá er Greenway-stjórnin óneitanlega skyldug til að sjá þeim fyrir atvinnu, sem hún í þessu óári fær til að flytja á btett, sem henni er kunnugt um að enga atvinnu liefir að bjóða. Geri hún það ekki, verð ur alt liennar innflutningsstarf fylkinu til ills en ekki góðs, því þeir sem illt eitt reyna, þegar hingað er komið, segja kunningjum sinum heima frá því. Vill þá svo vírða, að sökin kemur oft niður á þeim sem saklausir eru. I gremjunni bitnar sökin á landinu, en ekki á stjórn þeirri, er hvetur menn til að flytja hing- að á meðan ómunalegt harðæri stendur yfir. Havaí lýðveldið. í stjórnarsetri Havaí (framb. Ha- va-í) eyjanna, í Honolulu, situr nú þing sem kjörið var til að semja og sam- þykkja stjórnarskrá fyrir þetta tilvon- andi lýðveldi. Háskólakennari einn— doktor í lögum—i Iowa í Bandarikjun- um samdi frumvarpið, sem nú er kom- ið í hendur þingsins. Eorsetierað sjálfsögðu ákveðinn, en engin ákvæði eru um kosning vara- forseta. Forsetinn skal kjörinn til 6 ára og má ekki endurkjósa hann, en ekki er bannað að hann sé kosinn í ann- Vestan frá liafi. Ettir Ásgeir J. Lin'dal. Victoria, B. C., 18. Júni 1894. Heiöraði ritatj. Hkr. Það hefir ekki brugðið út af van- anum í þetta sinni, frekar en að undan- förnu, að þvi er það snertir, hversu afar-sjaldan að fregngreinir héðan sjást í ísl. bl., því síðan í Maíífyrra, að ég reit mitt síðasta fregnbréf til Hkií., hafa engar fréttir verið ritnar héðan til nefndra blaða. Það er því óneitanlega meira en koininn tími til þess, að les- endum Hkr. só gefinn kostur á að heyra eitthvað fregnkyns héðan—vest- an frá Kyrrahafinu. Veðráttcfar hér síðastl. vetur var alveg ómuna- lega umhleypingasamt og vont. Það gerði að visu hvergi nærri eins mik- inn snjó eða frost eins og vetur inn næsta á undan, en sá var aftur á móti munurinn, að illviðrakaflinn ’þá stóð ekki yfir nema stuttan tíma, og gerði svo góða tíð str.ix á eftir, þar sem í vetur hefir mátt heita meiri og minni ótíð—eftir því sem hér er vant að vera—síðan í Sept. og alt þangað til seint í síðastl. mánuði. Síðan hefir mátt heita ágætt veður, að því þó und- anteknu, að 2. þ. m. kl. 8 e. m. gerði hór allmikið regn og fylgdu því svo miklar þrumur og eldingar að naumast munu nokkur dæmi til slíks í þessum bæ, enda oru þrumveður ákaflega sjald gæf hér ; þetta þótti því mjög mikil ný ung og óvenjuleg veðurbrigði. Alla nóttina og allan næsta dag (g. þ. m.) rigndi hér svo stórkostlega að fádæmum þótti sæta. Aðfaranótt þess 7. Febr. gerði afar- mikið ofsaveður og varð af því nokkurt tjón hér í bænum. Menn þykjast ekki muna eftir jafnmiklum stormi hór í mörg ár. Mjög Iít : 1 frost lcomu Íhér á vetrin- um og naumast nema að nóttu til. Hér skal i stuttu máli frá skýrt hve margar frost, og hélu .nætur komu í hverjum mánuði yfir allan veturinn. I Okt. komu 2 (18. og 30.), 1 Nóv. 5 (16. 17. 13. 21. og 22.), í Jan. 5 (3. 4. 20, 21. og 22.), i Febr. 8 (5. 18. og 19), og í Marz 2 (2. og 7.). að sinn, svo framarlega sem annar mað ur hefir skipað forsetaembættið í milli- tíð. Ekki á almenningur að kjósa for- seta, heldur löggjafarþingið, báðar deildir, og útheimtist meiri hluti hvorr- ar deildar fjTÍr sig til að ráða úrslitum, þó báðar sitji og vinni saman að kosn- íngunni. Ráðaneyti forsetans skipa 4 menn og að auki aðstoðarráðaneyti, skipað 15 mönnum, Þingdeildir eru 2,. öldunga- deild og fulltrúadeild. Skipa 15 menn hvora deild og skal hvor deild hafa sér- stakan þingsal. Ekki viðurkennir stjórnarskráin að allir lögaldra menn eigi atkvæðisrétt. Allir kjósendur verða fyrst að vinna rík inu þegnskyldueið, sem eðlilegt er, en rétturinn til að mega vinna þegnskyldu eið er mjög takmarkaöur. Það fá menn ekki nema þeir komi úr þeim rikj um, er Havaí-stjórniri úrskurðar að framleiði gjaldgenga menn. I þessu tilliti eru þó þeir undanskildir, er hafa verið á eyjunum um undanfarinn tíma og á einhvern hátt hlúð að máli þeirra, er byltukonungsstjórninni. Auk þessa verða allir þegnarnir að vera læsir og skrifandi og geta talað ensku eða Ha- vai-málið rauprennandi áður en þeir fá kosningarrétt, og eiga minnst $200 virði af eignum á eyjunum. Þó eru kostirnir enn þrengri, að því er snertir kosningar efri deildar þingmanna (Se- nators). Þá fær enginn að kjósa nerr.a hann eigi $4000 virði af eignum eða hafi minnst $600 tekjur á ári. Þessi tak- mörkun er viðhöfð í þeim tilgangi eink- um að útbola Asíu-mönnum (Kínum og Jöpum) frá kjörþingunum. Aðstoðarráðaneytið kýs almenning- ur ekki. Af þeim tilnefnir forsetinn sjálfur 5 menn, efri deildin 5 og neðri deildin 5 menn. Hefir það ráð löggjaf- arvald á þeim tímum, sem þing situr ekki, og leiðbeinir að auki aðalráða- neytinu þegar þörf þykir. Að áliti margra Bandarikjablaða er þetta hagkvæmlega úr garði gerð stjórn arskrá, til þess um allan aldur, eða að minnsta kosti lengi frameftir, að halda jafnt högldum og töglum í höndum þeirra, er byltingunni ollu, og sem þótt- ust gera það í því skyni að auka rétt- indi einstaklingsins. Eins og nú eru horfurnar, virðist þeiin umbæturnar einkum felast í því, að auðvaldið komi í stað konungsvaldsins. “Vér segjum ekki”, segir eitt þeirra, “að þetta sé nauðsynlega ilt stjórnarfyrirkomulag. En vér segjum áríðandi að vita það, að rekan, sem fyrir kurteisissakir er köll- uð eitthvað annað en reka, er reka og ekkert annað.” Fyrsta snjóföl á vetrinum gerði að- faranótt þess 22. Nóv.; en síðast kom hér kafald þ. 14. Aprí. Snjór stóð hér aldrei við nema skamma stund í einu. Til frekari skýringar, gamans og gagns fyrir þá af lesendum Hkr., er láta sig nokkru varta veðráttufar hér vestra, set ég hér dálitla veðurtöfiu, sem nær yfir heilt ár, eða frá byrjun Júnímán. '93 til loka Maímán. ’94. cí S o r° 'c m h 01 M a I s tc cS tc cSr 1 1 CO Ol CO (M 05 -D- co - 'zs HNHS ^ s-< *> Qj cS5 ^ M C3 feO t>CQ<3505*^r'-t'-C5C5H}i»0C0 . hOIhhhhhhh sS tc__-_________ . . cS - -h Oí L'- 00 Ol (N (N C4 rH a| íjS ■ ® g-s U £3 r h ^ w C h. -h Athugagr.—Eg hafði, því miður, ekki tækifæri á að athuga stöðugt hita- mæli á ofannefndu tímabili, og gat óg þvi ekkert gráðutal, á hita eða frosti, gefið í töflunni. Atvinna og veðráttufar í þessum bæ eiga að því leyti sammerkt, að hvorttveggja virðist fara árlega versnaridi. Það hefir verið hörmulega litið um atvinnu hér í bæn- um nú orðið á þriðja ár, og ekkert út- lit fyrir að það hatni bráðlega. Auð- vitað hafa þó ætíð nokkrir rmnn haft meiri og minni vinnu á þessu tirnabili, en það nær ekki til fjöldans, og er því einungis undantekning, sem eklti getur komið til greina þesrar talað er um at- vinnu hér yfir höfuð. 111 þess að gefa mönnvn* dálitla hugmynd um, hvort að útlitið muni ekki hafa orðið verið nokkuð ískyggi- legt hvað atvinnuleysi og fátækt verka- lýðsins snerti, vil ég geta þess, að nokkr ir merkir menn hér í bænum tóku sig saman um að boða til almenns fundar þ. 29. Jan. þ. á., til þess að ræða um bágindin og hvernig fljótast og bozt yrði ráðin einhver bót á þeim. Á fundinum var kosin nefnd manna til að hjálpa fátækustu utvinnule.ysiugjunum, helzt með því að útvega' þaim vinnu ef inögulegt væri. Hjálparnefnd þessi (The Citizens Relief Committee) útveg- aði allt að hundrsið manns vinnu hjá bæjarstjórninni, söguoarmylnufél. og víðar, fyrir einn dollar á dag. Þó að kaupið væri litið í meiralagi ( o: helm- ingi lægra en algengum verkmönnum er venjulega borgað hér á dag), þá fengu langtum færri vinnu en vildu og nauðsynlega þurftu hennar með. Þeim sem lakast voru staddir og enga vinnu gátu fengið, sem var meira en helming- ur af öllum atvinnuleysingjum, útveg- aði nefndin talsverða matbjörg. 10. Febr. hélt nefndin almennan fund til að skýra frá gerðum sínum. Hún kvaðst hafa gert alt er í hennar valdi hefði staðið til þess að bæta úr bágind- unum, og með því að hún bjóst ekki við að geta gert meira að svo stöddu, þá sagði hún af sér öllum fátækra störfum. —Landar þágu enga hjálp jaf þessari nefnd, það mér sé kunnugt um. Það helzta sem gert var hér í bæn- um á síðastl. ári er það, að bygð var undirstaðan undir fylkisstjórnarbygg- inguna, grafið nokl’uö af afveizluskurð- um (Surface Drains) og bygð tvö skóla- hús. Á skurðum þessum var ekki byrj- að fyrr en um miðjan Ágúst (14.), en aftur var unnið að einum þeirra (og nokkuð að öðrum) í allan vetur og þar til seint í vor. I þeim skurði unnu mest megnis landar. Þessi vinna var auðvitað til mikillar hjálpar fyrir nokkra menn, en hennar nutu svo fáir að hennar gætti mjög litið, Þá hefir verið bygður um 18 mílna lancur járnbrautarstúfur hér á eynni, milli Sidney og Victoria. Á brautar- stúf þessum var byrjað 9. Maí f. á., en með því að ekki hefir verið stöðugt unn- ið að byggingn hans, er hann enn ekki alveg fullbúinn, en verður það þó vafa- laust seint í þessum mánuði. Kaup- gjald við þessa brautarbyggingu var æði-mikið lægra en hór venjulegt, eða að eins' $1,50—$1,75 á dag, en fæðið kostaði $5 um vikuna. Við braut þessa unnu örfáir verkmenn úr þessum bæ, heldur mestmegnis flækingar víðsvegar að. Það sem af er þessu sumri hefir alls engin vinna verið hér í bænum, það teljílndi sé, nema við fylkisstjórnar- bygginguna. Á þeirri vinnu var aftur bjrjað 12. Apríl í vor (það var sem sé alls ekkert unnið við bygginguna í all- an vetur). Verki þessu verður nú sjáf- sagt haldið áfram þar til því er lokið, en sem verður fráléitt fj'rr en einh rern- tima á næsta ári. En hvað þessa aðal- vinnu snertir, þá er sá galli á gjöf Njarðar, að fæstir mennirnir, som við bygginguna vinna, eiga heima hér í bænum, heldur eru flestir þeirra sunn- an frá Bandaríkjuira, og ef til vill víðar að. Þetta athæfi “contractarins” staf- ar aðallega af þeim tuddaskap hans, að hann vildi ekki borga það kaup, sem vant er að borga mönnum við hygging- arnar hér í bænum. VerkmannaféSög- in í þessum bæ hafa kvartað yfir þessu ranglæti við fylkisstjórnarformanninn, Hon. Theo. Davie, en þær umkvartanir hafa enn ekki boíið mikinn sýnilegan árangur. Þá vil ég með nokkrum orðum minnast á víggirðingarnar, sem stjórn- ir Bretlands og Cánada ætla sér að byggja í Esquimalt (framb. skvæmolt) hér á eynni, og þegar var að nokkru byrjað á í Aprlll í vor, Það er dágott útlit á því að þetta verk, þó það bæði útheimti mýmarga verkmenn og muni lengi yfir sfcancta, ætli ekki að verða hvítum verkmönnum í þessum hæ að sérlega miklum notum, heldur en sumt annað seiu gert hefir verið hér i bæn- um og grendinni nú í seinni tið, því allar horfur eru nú á því, að þessar heiðruðu stjórnir ætli sér gjörsamlega að útiloka alla hvíta verkmenn frá þess- ari miklu vinnu, en gefa hana eingöngu uppálialdsbörnum sínum—Kínverjum ! Dáindis laglegar landsstjórnir ! Aðþetta, sem nú var sagt, sé cng- inn liugarburður né gálauslegar getsak- ir, heldui' að þvi sé í raun og veru þannig varið, má fyrst og fremst ráða af þvi, hversu afarlágt kaupgjald að borgað er við víggirðingarn.ar—að eins $1,25 á dag, sem er algengt kaup Kín- verja hér í bænum, en sem hvítum veikmönnum hér dettur naumast í hug að líta við, nema að liungursneyd* knýji þá til þess. endamundu t. d. fjölskjddu- menn ekki geta lifað hér af svo litlu kaupi. Þetta hljóta stjórnirnar eða yf- irmenn verksins að vita ofboð vel, og virðist því tilgangurinn auðsjáanlegur. í öðru lagi má auðveldlega ráða það af jhraðskeyti frá Ottawa 8. þ. m., er stóð | í blaðinu Timek her í bænum þ. 11. Þar í segir svo meðal annars : “Fjrir 10 dögum síðan fókk Domi- nion-stjórnin þá orðsending frá brezku- stjórninni (imperial authörities), að hún vildi að haldið yrði áfram með að ráða kínverska verkmenn við víggirðingarn- ar, sem bj-rjað væri á að bj'ggja í Es- quimalt, B. C. Þessi tilkynning var svar upp á bréf, sem ritað hafði verið til Dominion-stjórnarinnar, samkvæmt beiðni Colonel Prior, sambands þing- manns fyrir Victoria-bæ, hvar í að skýrt var frá því að hægt væri að fá meira en nógu marga hvíta verkmenn innan fylkisins....................... ... .Það er af öllum álitið, nema fjarska afturhaldsmönnum á Englandi (ultra Tories), að þetta sé kjaftshögg fyrir Canada”. Er þetta ekki einstök stjórnar-á- kvörðun ?! Og það er engum efa bundið, að með þessu er Canada, en l>ó sérstaklega Bntisii Columbia, slegin stórt högg í andlitið. Og það er nærri því ótrúlegt, en þó jafnframt viðbúið, að hún líði slíkt bótalaust. En ef nokkur dugur og dáð er í Canada, með það að láta ekki aörar þjóðir traðka rétti sinum, þá ættu menn þó sannarlega að mega búast við því, að hún léti ekki brezku stjórnina snoppunga sig oft líkt þessu, fj-rir ekki neitt. Þegar annars á alt er litið, þá sýn- ist mér helzt útlit fyrir, að þessar hátt- virtu stjórnir, Brotlands og Canada, hugsi ekki einungis lítið um hagi og réttindi, vernd og viðhald hvíta verka- lýðsins hér í fylkinu, heldur að þær blátt áfram liafi í hj-ggju að rýma hon- um alveg meö tíð og tíma, burt úr því, en gróðursetja hér aftur gulmórauða Mongola! Og ef dæma skal eftir hin- um afar-mikla og si-vaxandi innflutn- ingsstraumi þeirra (o: Kínverja —Mon- gola) hingað til fylkisins, og jafnframt liversu stórkostlega þeir hafa spillt fyrir atvinnu hvíta verkalýðsins síðan fjrst þeir komu hingað, þá er það nokkurn- veginn víst, að þessu virðulega (!) stjórna-takmarki (?) verður náð, og það á ótrúlega stuttum tíma. Um vinnuhorfur hér í bænum í sum ar er það eitt að segja, að þær eru blátt áfram voðalegar. Það er nú ekki einu- sinni svo mikiö sem ráðgjört að gera nokkurn skapaðan hlut, að því einu undanskildu, að áformað er að grafa eitthvað af saurleiðsluskurðum; en ef að vanda lætur, þá verður ekki byrjað á þeim skurðagrefti fyrr en einhvern tíina seint í sumar, eða kanske ekki fyrr en í haust. Útlitið er því, sem sagt, í meiralagi skuggalegt fyrir hvíta verk- mannaflokkinn. Heilsufar hefír matt heita her heldur gott síðastl. ár og það sem af er þessu. Þó gekk hér um tima í haust er leið all-slæm La Grippe. Margir veiktust af henni meir og minna og nokkrir dóu. Flestir landar munu hafa fengið nokkurn snert af veikinni, en þeim batnaði öllum fremur fljótt aftur. Einn landi (Guð- mundur Einarssou) lá hér lengi veikur i haust er leið, en það var þó annar sjukdómur, en La Grippe, sem að hon- um gekk. Hann er nu fj'rir löngu orð- inn allvel íriskur. Efnahagur landa her í bænum og gremjinni virð- ist yfírleitt engu lakari nú en hann hefir verið, þrátt fyrir alt harðærið, og stafar það beinlínis af því, að flestir þcirra hafa verið mjög heppnir með að fá vinnu, þó lífcið hafi verið um hana. Tveir landar (J. Breiðfjörð og S. P. Scheving) urðu þó fyrir allmiklu fjár- tjóni í vetur. Þeir misstu um $1500 alls, er þeir áttu inni í prívat banka hér í bænum, sem varð gjaldþrota. Reynd- ar er enn ekki alveg vist, hvort þeir tapa þvi öllu, enda þótt mestar líkur séu til þess. Þá urðu bræðurnir Chris- tian og Bent Sivertz, sem rekið höfðu hér groceries”-verzlun um undanfarinn Þr*í»8Ía ára tíma, gjaldþrota síðastl. sumar. Lánardrottnar þeirra lokuðu hjá þeim verzlunarbúðinni 22. Ágúst. Síðan hafa þeir ekki fengist við verzlun f.yrir sjálfa sig. En snemma í síðastl. Sept. mynduðu nokkrir landar hér groceries -verzlunarfélag, og er herra Chr. Sivertz verzlunarstjóri þess ; enda var það m.yndað mest fyrir hans tilhlut- un. Verzlunin er rekin í búð þeirra Sivertz bræðra, og segja hluthafar að hún gangi fj-rirtaks vel (!) Tveir landar (Guðm. Samúelsson og Árni Magnússon) fást hér við mjólkur- sölu, og gengur þeim sú atvinna prýðis- vel. í vor kej-ptu þeir sinn hestinn hvor og bættu einnig við bústofn sinn. Þá keypti einn landi (Ó, Johnson) bæj- ai'lóð hér síðastl. sumar (í viðbót við tvær lóðir með íbúðarhúsi á, er hann átti áður) fyrir $600, og bygði á henni íbúðarhús, er kostaði $2 500. Einnig hehr annar landi nýlega bygt séi' lag- legt íliúðarhús á lóðeign sinni. Herra J. B. Johnson heldur enn áfram “groce- ries ’-verzlun sinni hér, og mun honum ganga hún allvel, þrátt fyrir það, að ekki gengur greiðlega að innheimta skuldir í þessu vonda árferði, enda hafa margir business”-menn hér í ba&uum orðið gjaldþrota siðan í fyrravor. Eélagslíf landa hér i bænum hefir yfirleitt ekki tekið neinum sórlegum framförum síðan í fj'rravor ; en ég gat þá um, í fregnbréfi mínu til Hkr., að það væri “í svo amnkunarlegu ásigkomulagi, að ég vildi sem allra minnst ótilknúður um það tala”. Og svo er enn. Að eins vil óg þó geta þess, að af öllum þeim félög- um, semlandar hafa myndað hér—og þau eru nu orðin nokkuö mörg—, eru að eins tvö með sýnilegu Iífsmarki. Þessi tvö felög eru: hið ofannefnda nýja verzlunarfélag og lestrarfélagið, Sem Iiefir nú orðið nokkuð marga með- limi, og talsvert af íslenzkum bókum og blöðum. Hin félögin virðast öll liafa “sofnað svefninum langa, sem hefir eng an draum”. Og þar sem yfirnáttúrleg kraftaverk eru orðin svo sjaldgæf nú A dögum, þá þarf naumast að búast við því að þau vakni nokkurn tíma aftur—• til þessa lífs. Fyrirlestur (á íslenzku), prýðisvel saminn og skemtilegan, helt hr. Eggert ritstjóri Jóhannsson her í bænum að kveldi 7. Okt. f. á. Efni fjTÍrlestursins var um það, Iiversu æskilegt og þýðingarmik- ið það væri, að kennsla í íslenzkri tungu og íslenzkum bókrnentum gæti koinizt á i hinum æðri skólum Norður- Ameríku. Nokkrar umræður urðu á eftir út af efni fjTÍrlestursins, og voru flestir ræðumenn [j'rirlesaranum sam- dóma í aðalefninu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.