Heimskringla - 07.07.1894, Blaðsíða 4
4
HEIMSKRINGLA 7. JÚLl 1894.
VORIÐ 1894.
Blue Store
merki:
Bla stjarna.
434 Main Str. Winnipeg.
Nýkomið inn, síðan í vikunni sem leið, hið stærsta upplag af
tilbúnum fatnaði fyrir karlmenn, unglinga og drengi, sem nokkurn
tíma hefir sést í Winnipeg.
Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu billeg þau era. Þið
getið ekki trúað því nema því að eíns að þið sjáið það sjálflr.
Komið og skoðið okkar
Karlmanna alfatnað,
Karlmanna buxnr
Unglinga alfatnað,
Drengja alfatnað 0g
Drengja stuttbuxur.
Látið ekki hjá íða að heimsækja okkur og sannfærast.
Munið eftir staðnum
The Blue Store
VERDLAUNIN GETA
ORDID YDAR.
Uppþemba og mátt-
leysi læknast þegar.
Paine’s Celery Compound er
það sem læknar.
Engir sjúkdómar eru almennari hjá
oss, en óhægðir og taugaveiklnn. Þess-
ir voðalegu sjúkdómar gera lífið óhæri-
lect að kalla fyrir þúsundir manna, og
fjölmargir deyja af því árlega sökum
þess, að þeír hafa ekki notað hina réttu
lyf og ekki farið nægilega gætilega með
sig.
Svo hundruðum manna skifti voru
læknaðir á síðastliðnu ári með Paine’s
Celery Compound, þessu undra lyfi, sem
aldrei bregst að lækni vindþembu, melt-
irjgarleysi og taugaveiklun.
Mr. C. H. Porier, kaupmaður í
Befledune, N. B., ritar eftirfylgjandi:
“Það eykur mér hina mestu ánægu
að segja fáein orð til hróss hinu undur-
samlega lyfi, Paines Celery Compound.
Tilgangur minn er, að láta aðra vita
live mikilsvert lyf það er fj-rir þá, sem
þjást af vindþembu og taugaveiklun.
Arum saman þjáðist ég af þessum sjúk-
dómum og tók með köflum út hinar
verstu kvalir,
Ég reyndi að lina þiáningar mínar
með brúkun ýmsra auglýstra lyfja, en
allar slíkar tiíraunír urðu árangurslaus-
ar. Til allrar hamingju reyndi ég fyrir
nokkrum tíma síðan Paines Celery
Coumpound, og fann ég skjótt að ég
hafði um síöir do,ttið ofan á gott og á-
reiðanlegt lyf, Eg fann til bata þegar
í byrjun og er ég hafði brúkað það nokk
urn tíma, var ég alheill.
Ég þekki ekkert lyf, sem ég geti
með jafngóðri samvizku mælt fram með
við alla þá, sem þjást af ofangreindum
sjúkdómum. Só það rétt notað gefur
það nýtt líf og fjör í staðinn fyrir sorg
og sjúkdóm. Ég get ekki hælt því um
of, og vil alvarlega ráða öllum, sem
þurfa, að láta ekki dragast að reyna
það”.
Winnipeg.
Nýlátin er í Álptavatnsnýlendu
konan Margrét Halldórsdóttir.
D ÁI N N
er “Lárus Blöndal sýslumaður, sem
hafði fengið amtmannsembættið norð-
an og austan og átti að taka við því
1. Júlí þ. á. Andaðist úr influenza
fyrir skömmu, samkvæmt bréfi sam-
stundis meðteknu frá Kaupmanna-
höfn.” — Svo ritar oss Jón ritstj Ól-
afsson frá Chicago, dags. 27. f. m.
Kristín María Þorsteinsdóttir frá
Eiðum, Norður-Múlasýslu og Þorstína
Sofía frá Gagnstöð, eru beðnar að láta
undirskrifaðan vita, hvar þær eru nið-
urkomnar.
Sigurður Vilhjálmsson,
P. O. Box 403.
Brandon, Man.
Sumar, vetur, haust og heiðskírt vor
ef hamingjunnar viltu rekja spor,
og helgar vit þitt húsi þínu’ og bæ,
þá hafðu ætíð frægan “Diamond Dye.”
Ef þessi vísa og þessi grein
er send til Wells & Richardson Co.
í Montreal, ásamt 25 cts. í peningum
eða frímerkjum, þá fær sá sem sendir
hið ágæta mánaðarlega famiflu-blað
“Our Home” sent til sín í heilt ár;
sömuleiðis bók með myndum sem heit-
ir “How to make Mats and Rugs,” og
einn pakka af blek-efni, sem nægir til
að búa til 16 únsur af besta bleki.
Segið'í hvaða blaði þer sáud þetta.
Hr. Binar Ólafsson kom hingað
til bæjarins aftur á laugardaginn var,
eftir meira en 6 vikrta dvöl vestur í
Þínsvallanýlendu. I þeirri nýlendu og
á því svæði öllu eru beztu uppskeru-
horfur og er það því að þakka, að þar
hefir faflið tiltölulega mikið regn í vor.
Vér leyfum oss að leiða athygli
landa vorra í Selkirk og Nýja ísl. að
auglýsing Mr. O’Reifly’s, á öðrum stað
í blaðinu. Hann var um tíma í félagi
með hinum nafnkunna málafiutnings-
manni N. F. Hagel, og má af þvi ráða
að hann sé löglesinn maður.
Mrs. J. E. Peterson flutti skiln-
aðarræðu sina i Unity Hall á sunnu-
daginn var fyrir mannfjölda miklum.
Eftir guðsþjónustuna fluttu þeir Wm.
Anderson, E. Gíslason, M. Pétrsson,
Fr. Sveinsson og Kr. Sæmundsson
henni ávarp fyrir hönd safnaðarins og
færðu henni að gjöf : Album, Lljóð-
mæli Whittiers og hið merka skáldverk
Sir Edwin Arnolds, Ljós Austurlanda
(Light of Asia). Við þetta tækifæri
flutti lir. WTm. Anderson einkar-flpra
ræðu, þar sem hann leit yfir starf-
svið og árangur af vinnu Mrs. Peter-
son og manns hennar, Björns sál.
Péturssonar. í því sambandi mælti
hann á.þessa leið : “Vér höfum lært
að sleppa hinum barnalegu hugmynd-
um orþódoxíunnar, en í þess stað lagt
rækt við hina sívaxandi fríhyggjenda-
trú. Hin inikilfenglega mannúðaralda,
er velzt hefir og veltist enn yfir lönd-
in, heflr náð til vor, og von vor nú er,
að hún beri oss áfram lengra og lengra,
þangað til vér tökum land á þeim
ströndum, þar sem verðlaun bíða þeirra
vitru og góðu, er sáð liafa hinu góða
frækorni.”
Ávarpið er á þessa leið :
Mrs. J. E. Peterson.
Kæra frú. — Vér værum óskyldu-
ræknir, ef vér ekki sýndum lit á að
láta í ljósi vora djúp-gróðursettu þakk-
lætistilfinning. Vér þökkum yður fyr-
ir yðar góða, háleita starf, yðar sífeldu
umönnun fyrir velferðarmálum kyrkju
vorrar, yðar mikilsverðu tilsögn er hefir
leyft oss að verða aðnjótandi lítils
hluta af yðar miklu, víðtæku þekk-
ingu. Vér þökkum yður fyrir brjóst-
gæði yðar og hjálpsemi, auðsýnda öll-
um, er veglyndi yðar náði til. Alt
þetta, öfl yðar framkoma og háttsemi,
hefir fylt oss þakklæti og ást.
Það er oss gleði að líta yfir liðna
tímann og minnast hinna mörgu un-
aðsstunda, er vér nutum með yður,
hvert heldur á tómstundum eða mitt
í skyldustörfum vorum. En það er oss
saknaðarefni að flta fram á veginn,
af þvi hinn komandi tími hefir skiln-
aðarstund vora í för með sér, og hana
svo nálæga.
Vér biðjum yður að Þyggja þessar
litlu gjafir sem lítflfjörlegan vott þess,
að vér metum störf yðar. Jafnframt
vonum vér að þessii litlu munir minni
yður á stundum á hinar mörgu un-
aðsstundir, er vér höfum notið saman.
Vér leyfum oss að rita oss
Yðar elskandi vini.
Safnaðarnefnd ísl. Unítara kyrkjunnar.
Leiðréttingar : I greininni: “Opið
bréf til Rev. B. Fay Mills,” í Hkr.'
16. Júní, stendur i 2. dálki: “en fyr-
irlestur hins ofanritaða,” á að vera,
en yfirlestur. I upptalning fræðimanna :
“Hara,” á að vera Marx, “Cheatburn,”
á að vera Cheatham. I 2. dálki neð-
arlega : “mundu þó fyriflíta yðar sjálf-
ræði,” á að vera, yðar guðfrœði.
Picnic ísl. lút. sunnudagaskólans
verður haft í Elm Park á sunnudaginn
16. .Túlí.
Séra M. J. Skaptason er væntan-
legur liingað í dag. Komi hann. flytur
hann ræðu í Unity Hail á venjulegum
tima annað kvöld.
Mrs. Peterson fór alfarin hér úr
bænum á föstudasrinn. Um stund dvel-
ur hún í N. Dak., ensezt innan skamms
að hjá fólki sínu í grend við St. Paul,
Minn.
Járnverksmiðju-fólagið Vulcan Iron
Workshér í bænum er gjaldþrota, en
eftir rannsókn reikninganna er viður-
kent að eignir þess séu S35 000 meiri en
skuldirnar.
Lestagangur á þessum enda Nort-
hern Pacific brautarinnar hefir gengið
mjög skrikkjótt alla vikuna. Aldrei
vist verið hvenær lest hefir komizt af
stað eða komið að. Um daginn bauð
einn vélarstjórinn, er hætt hafði vinnu,
aðfengnum kyndara 8100 til að koma
niður úr vagninum. Hann hélt á pen-
ingunum i hendinni, en það dugði ekki,
Kindarinn sat við sinn keip, og lestin
komst áfram.
A þriðjudaginn kom Jóhannes Sig-
urðsson frá Garðar, N. D., hingað til
bæjarins og er á heimferð til átthaga
sinna, í Laxárdal í Þingeyjarsýslu á
íslandi, eftir 5 ára dvöl á ýmsum
stöðum hér vestan hafs. Hélt hann
áfram ferð sinni austur á föstudags-
kveld til þess að vera viss að ná í
póstskipið, er væntanlega fer frá
Granton 21, þ. m.
Eftir því sem honum er kunnugt,
urðu síðartaldir menn fyrir mestu
tjóni af haglinu, er eyðilagði akra í
grend við Mountain 26. f. m.: Skafti
B. Brynjólfsson, Thomas Halldórsson,
Indriði Sigurðsson, Guðm. Jóhannesson,
Jóhann T^masson og Kristján Sigurðs-
son.
ÝMÍSLEGT.
Ný bók er að koma út í Berlín, sem
6r likleg til að geta vakið umtal kyrkj-
manna og allra yfir höfuð. Höfundur
bókarinnar er séra Moritz Schwalb, og
nafn hunnar er þessi mikils varðandi
spurning : “Er Jesús endurlausnari”?
Blaðið “Berlínar Pósturinn” segir, að
presturinn fari yfir þetta mál með ó-
vanalegri hreinskilni og skörpustu rann
sókn. Þrátt fyrir allar endurlausnar-
kenningar kristindómsins rökstyður
presturinn, að Jesús hafi ekki endur-
leyst manninn. Þvilík nýlunda kennd
af presti mótmælanda kyrkjunnar hlýt-
ur að valda umhugsun hærri sem lægri
manna. “New York Sun”.
Sveitarprestur á einum stað i Ohio
kvaddi söfnuð sinn á þessa leið: “Bræð
ur og systur í drottni! Ég kom hingað
til að segja, verið þið sæl! Ég skil
ekkert í því að guð elski þessa kyrkju,
því enginn ykkar hefir dáið. Ekki get
ég heldur skilið í þvi, að þið elskið hver
annan, því ekkert af yður hefir gift sig.
Þá virðist mér og ólíklegt að þér elskið
mig, svo óheyrilega sárir sem þið hafið
verið á peningum. Gjafir ykkar hafa
oft verið i rotnum ávöxtum og orm-
stungnum eplum. “Af þeirra ávöxtum
skuluð þér þekkja þá”. Bræður og
systur ! Eg er að fara til betri heim-
kynna. Ég var kaflaður til að vera
bænalesari í ríkisfangelsinu. “Þangað
sem ég fer getið þið ekki komist að
sinni”. “Ég fer á undan að tilreiða
ykkur stað”. Guð miskuni sálum ykk-
ar! Verið þið sæl! ”
Mr. Geo. H. Bradbury heilsaði
upp á oss núna í vikunni. Kvaðst
þá nýkominn norðan af Winnipeg-
vatni og hefði komið við í Mikley.
Þeir fáu landar er hann hafði séð
meðan báturinn stóð við hefðu tekið
sér sérlega vel og þakkað fyrir að-
gerðirnar í veiðilaga-málinu.
Fundarboð.
Þann 11. þ. m. (miðvikudag) held-
ur hið íslenzka verzlunarfélag árs-
fjórðungsfund sinn í verkamannafé-
lagshúsinu á Elgin Ave; byrjar kl,
7\ síðdegis. Áríðandi að alflr félags-
menn mæti.
I umboði félagsins
Jún Stefánsson.
Til þess að rýma ögn til í búð
minni, ætla ég um örfáa daga einung-
is að selja
fyrir 5 cts. sirz það, er að undan-
förnu hefir kostað 5, 5£, 6, 6J, 7,
7J, 8, 8J og 9 cents yrd., og
fyrir ÍO cts. sirz, sem kostar 10, 10J,
11, UJ, 12, 12J, 13, 13J, 14,
cents yrd. Öll sirz, sem áður
kostuðu ýfir 14 c. kost nú 12Jc.
I dag að eins er 20% afsláttur af öll-
um drengjafötum.
v Guðm. Johnson.
Suðvestur horn Ross Ave. og Isabell St.
WINNIPEG
INDUSTRIAL
SÝNINGIN
fer fram i sumar frá
23. til 28. July.
Verðlaun framboðin alls
— $ 15,000 —
Sýnismunum verður veitt móttaka
til 12. Júlí. Verðlaunaskrá fær hver
ókej-pis, sem æskir þess. Upplýsingar
sýninguna áhrærandi gefur
,/. K. STRACIIAN,
forstöðumaður og gjaldkeri.
Landar í Selkirk.
Ef þið þurfið málaflutningsmanns við,
þá rej-nið
John O’Reilly, B. A.,
Barrister, Attorney Etc.
Skrifstofa í Dagg-Block,
SELKIRK, MAN.
FERGUSON & CO.
403 Main Str.
Bækr á ensku og íslenzku; íslenzkar
sálmabækr. Ritáhöld ódýrustu í borginni
Fatasnið af öllum stærðum.
X XO XJ 8.
(ROMANS0N & MUMBERG.)
Gleymið þeim ekki, þeir era ætíð
reiðubúnir að taka á móti yður.
Ole Simonson
mælir með sínu nýja
Scandinavian Hotel,
710 Main Str.
Fæði 81.00 á dag.
MERKI: BLÁ STJARNA.
A
434 MAIN STREET.
Chevrier.
Fáið ykkur
E. B. Eddy’s
annaðhvort
“indurated” eða tré-
smérlíollur. — Hinar
ódýrustu og beztu á
markaðinum.
SMJÖR
SMJÖR
SMJÖR
SMJÖR
SMJÖR
-K0LLÚR
Eddy’s.
-KOLLUR
ÉDDV’S-
KOLLUR
Eddy’s.
KOLLUR
Eddy’s.
KOLLUR
Eddy’s.
j Skrifið eftir prísum
! , fáið sýnishorn ly'á
TEES& PERSSE
Winnipeg,
Man.
KAUPIÐ ÆFINLEGA ÞAR SEM ÞIÐ FÁIÐ BEZTAR OG
.... ÓDÝRASTAR VÖRUR.........
Hveiti. Bran. Fóðr-hveiti.
Oil Cake. Flax Seed. Shorts.
Hafrar. Hey. Linseed Meal.
. . . Allskonar malað fóðr. . . .
Hjá W. BLACICAÐAR,
IRON WAREHOUSE. ... ísi Higgin Str. —
622 Jafet 5 föður-lelt.
breytingu, því bann er giftur maður og þj’kist
helzt til bundinn hjá mér”.
“Eg hefi talsverða peninga”, sagði þá Tímó-
teus, og tók óhreica dulu úr vasa sínumog voru
í henni 20 pund. “Þeir sjáið að ég er ekki
efnalaus”.
•‘Þér eruð það hreint ekki”, svaraði ég
“Ja, það er ekki svo afleitt að vera einfætt-
ur sjómaður og syngja sjómanna söngva. Trúið
þér því, Jafet, að ég hefi stundum haft saman
mcira en pund á dag í því gervi”.
“En það var tæpast ráðvandleg aðferð”, svar-
aði ég.
“Ef til vill var það ekki, Jafet, en það er
satt, þó það sé undarlegt, að þegar ég var ráð-
vandur fiafði ég ekkert í aðra hönd, en þegar ég
fór að draga fólk á tálar, þá græddi ég peninga”.
Jafet í föður-leit. 627
fyrir þann sem stöðugt væri á ferð og ekki
svo óskemtileg heldnr. Fór ég þá aftur til
Lundúna, keypti mangara-leyfi fyrir 'i pund,
fór svo í búð, er verzlaði með slíkt, og keypti
allskonar glingur og fór svo af stað í annað
skiftið, út á land. í þetta skifti fór ég hrant
norður frá borginni og gekk allvel verzlunin;
seldi hálfpennings virði liér og hálfpennings
virði í hinum staðnum. Ég komst samt «kjótt
að þvi, að ég var ekki fullkominn mangari
nema ég liefði fréttablað — fréttablað er flytti
ótvíræða umbóta kenning; Þess ofsafyllra sem
það væri, þess betur kæmi ég mer. Sé mang-
arinn læs og hafi þannig blað, borgar hann
með því lielming ferðakostnaðarins, með því
að lesa úr því fyrir ólæsum tilheyrendum.
Þegar slíkan gest ber að garði sveitagisti-
manna, er honum fagnað sem þjóðskörungi
og hann settur í fallegasta stólinn, sem til er.
Að auki fær hann ókeypis rúm og fæði, og
borgar svo ekki nema fyrir öl og aðra drykki.
í enn meiri hávegum er hann þó hafður, ef
hann getur bæði lesið greinarnar í blaðinu og
útskýrt efni peirra svo, að allir megi skilja
það til alýtar. Auðvitað gerðist ég þegar
garpur mikill í pólitískum málum og meir en
lítið byltingagjarn, samkvæmt skoðunum þessa
óæðri stétta fólks. Ég lifði ríkmannlega, balði
rósama daga og seldi vörur mínar fljótt og
vel. Tekiurnar að vísn voru ekki meiri en
3 sliílhngs á dag, en al þeim var þriðji hvor
626 Jafet í föður-leit.
hann. Þó held ég nú að ég hefði náð báðum,
ef ekki hefði gömul kona komið út úr húsi
í því augnebliki með kastarliolu fulla af heitu
vatni til að hella í strætisrennuna. Hún
vafðist fyrir mér, ég bylti henni um, óviljandi,
en valt svo sjálfur um og steyptist niður í
opinn, stigttlausan kjallara. Þannig lauk þá
ferðinni. Þegar loks ég komst upp aftur var
maðurinn, hundurinn, vagninn, hundaketið og
kattaketið — alt horfið og lief ég ekkert af
þessu séð síðan. Þorparinn komst burt með
alt saman, en ég sat eftir gjaldþrota. Þannig
lauk minni fyrstu verzlunar tilraun.”
“Þér haf.ð gleymt »ð kaupa góð-árnan
seljandans um leið og þér keyptuð vörurnar,
Tímótens.”
“Svo lítur það út, Jafet. En hvað um það.
Eftir að hafa meötekið minn skerf fullan af
skömmum frá gömlu konunni og að auki
þlástur yfir alt andlitið af heitum jarðeplum,
sem hún kastaði á mig — því hún vildi heldur
fara kvöldverðarlaus til sængur, en að liefna
sín ekki — gekk ég til gistihússins og tók mér
sæti í veitingasalnum. Þar voru fyrir. tveir
umferðar mangarar og tók ég þá tali. Annar
seldi léreft og þesskyhs v»rning; hinn alls-
konar glingur, liárgreiður o. þ. h. Eins og fyrri
staupaði ég þessa kumpána og urðu þeir þá
brátt málliðugir. Þeir sögðu mér um ávinning
sinn og hvernig þeim gengi að selia. Hugði
ég þi að þetta væri hreint ekki afleit verzlun
Jafet í föður-leit. 623
LXVII. KAPÍTULI.
[Tímóteus byrjar að segja frá leit
sinni eftir Jsfet].
Þegar Tímóteus sagði þannig, gat ég ekki
annað en hugsað til þess, aö einmitt hið sama
hafði komið fram við mig fyrrum. En ég hafði
fyrir löngu fengið þá skoðun, að óráðvendni væri
ekki afsakandi, og að liún að lyktum leiddi til
opinberrar smánar. Ég fór lieim venju fremur
snemma um kveldið og hafði Tímóteus með mér,
sem Copliagus fagnaði mikið alúðlega og féllst
undir eins á að hann ætti að verða aðstoðarmað-
ur minn í búðinni. Tímóteus lieilsaði þeiin
kominum og fór svo með Ephraiin út úr stof-
unni, er tók hann til gæzlu. Innan í'árra daga
var Tímóteus orðinn okkur öllum eins liand-
genginn eins og hann hefði buið bjá okkur
marga máuuöi. í fyrstu útti ég nokkuö örðugt
með hann ; hann var svo fjörmikill og keskinn.
En mér tókzt bratt að breyta honuin cg komst
ég innan skamms að því, live mikið ég liafði
grætt við komu lians, auk þess er hann var svo
yndislegur í viðbúð. Fvrstu dagana sagði ég
honum írl öllu, er fram við mig hafði komið og