Heimskringla - 21.07.1894, Side 1

Heimskringla - 21.07.1894, Side 1
VIII. AR NR. 29 Heimskringla. WINNIPEGr, MAN., 21. JÚLl 1894. Til Ki'. Stefánssonar. (Úr bréfi). >Iér ferðin hefir gengið greitt Til gömlu Jötunheima, Nú gengur bara að mér eitt — Ég á þar hvergi heima. Pó ekki slikt mitt angrar geð Svo um sé vert að skrafa. Hér opnum vinar-örmum með Mér áilir tekið hafa. < Og bót í máli einnig er, Þó ég sé farand-gestur, Menn ávarpa mig “yður’’ og “þér,” Eins og væri’ ég prestur. Hér' breitt er margt til batnaðar ' Og bætt úr ýmsum göllum, Þó'hélst við enn, til hindrunar, Hópur af vananströUum. ’Ef væri ég orðinn Ása-Þór, Með uridramætti snjöllum, Groiddi’ ég höggin geisistór Þeim gömlu vananströUum. ’En þeirra’ er orðinn þykkur bjór, ’Ei þar um fleira spjöUum, Því áldrei verð ég Ása-Þór, 'Og. áMrei vinn á tröUum. Ég állra heiUa árna þér, 'Og ðllum sönnum vinum. En’bágt mun ganga breiskum mér Að biðja fyrir hinum. S. J. JÓHANNF.SSON. Púllman-stríðið. ’hélflur áfram enn. í Chicago er nú alt tiltölulega kyrt síðan hervörður var settur.'en róstusamt er viða út um land ið, tilrauriir gerðar að bylta lestum af ■sporinu,’brenna eða sprengja brýr og rifa upp’brautarsporin. Verkmennirnir ’háfa að vissu! leyti unnið sitt mál, því Bandarlkjastjórn hefir tekizt á hendur að ihéfja rannsókn, er á að leiða aUa þessa þrætu í’ljós frá byrjun. Á þriðju •daginn var :J)ebs tekinn fastur aftur og meðráðameunihans 8. Er þeim nú bor- in á'brýn óhlýðni við "réttinn i þvi, að þeir virði áð vettugi boð dómstólanna, útgefið 2. Júli, er bannaði þeim að hintlra ipóstflutning um Bandaríkin. Ðöbs og'hansilögmenn héldu því fram, að .engin ástæða væri til þessa og neit- uðu aðileggija fram ábyrgðarfé og fóru því í fangélsi. iBébs heMur því fram, að uppietandið nú sé járnbrautarmönn- um að kenna, en ekki A. R. U. félag- imu, enda er það ekki að ástæðulausu, því um hélgina var bauð hann sættir, eftir að Banflaríkjartjórn hafði lofað rannsókn, svo framarlega sem járn- brautafélögin tækju sína fyrverandi menn aíla i þjónustu aftur, sem ekki hefðu tekið þátt í neinum ólögmætum athöfuuim. [þessu hoði neituðu járn- brautafélögiin, því þeirra ætlun er, að eyðileggja A. R. XJ- fólagið. Þetta svar náttúrlega ®panaði A. B.. U. menn upp og ásettu þeir sér að hailda áfram stríð- inu þangað til tímailengdin sýndi, hvor flokkurinn imætti sér rueira. FRÉTTIR. DAGBÓK. LAUGARDAG, 14. JÚLÍ- Ekki skifti IUsnois Governorinn sér neitt af morðingjanum og var Eugene E- Prendergast þees vegna leiddur ut í gálgann i gser, eins og til stóð. l’aimig hefir um Isiðir tekizt að hefna fyrir Carter Harrison. Kólera er mannskæð mjög í Péturs borr á Rússlandi. Frettablað 1 Paris segir, að innan- skamms verði gerð tilraun til að sprengja upp 4 stórbyggingar stjórnar- innar í Paris : forsetasetrid, þinghúsin bæði og dómhúsið. Erastus Wiman var í gter látinn laus gegn »80 000 ábyrgð. í aukafjárlögunum, er samþykkt voru á Dominion-þingi í gœr> er Mani- toba-fýlki alls veitt $28 850, Norðvestur- héruðunum »88 358, British Columbia »63 000. MÁNUDAG, 16. JÚLÍ. Jarðhristingur enn á Balkan-skaga. Fellibylur olli stórmiklu tjóni í Bæjern á Þýzkalandi á laugardaginn. Dci'by er viðurkent besta plötureyktóbakið sem til er 5, 10 og 20 cts. plötur. ÞRIÐJUDAG, 17. JÚLÍ. Yngsti ríkiserfingi Breta (sonarson prinzins af Wales) var í gær skírður Edward Albert George Andrew Patriok David Christian. Byskup í Methodista byskupa-kyrkju- deildinni, Walter Hawkins að nafni, lézt i Chatham, Ontario, í gær, 86 ára gamall. Hann var af svertingjaætt og fæddur þræll í Georgetown, Maryland, í Bandarikjum. Fargjald austur yfir haf heflr nú al- mennt verið lækkað ; er nú »15 á 3. plássi frá hafnstöðvum eystra til hvaða staðar sem er við England. MIÐVIKUDAG, 18. JÚLÍ. Dominion-sljórnin ákveður að gefa Man. & Northwestern félaginu »320 000 með því skilyrði, að það á ákveðnum tíma fullgeri brautina til Prince Albert. I gær staðfesti Cleveland forseti lögin, er veita Utah rikisréttindi. fjárlög Breta voru í gær samþykkt með 283 gegn 263 atkv. Gregoir prinz Gallitzin frá Rúss- landi kom til Halifax, Canada, í gær og ætlar að ferðast um Canada í sumar. Þingkosningar fóru fram i Suður- Wales í Ástralíu í gær og var fyrver- andi stjórn bylt. Kosningu náðu 58 frjálsverzlunarmenn, 39 verndartolla- menn og 28 menn af verkmanna flokki. FIMTUDAG, 19. JÚLÍ. Gufuháturinn “Colville”, fyrrum eign Hudson Bay félagsins, brann nið- ur að vatnsborði norður við Grand Rapids við Winnipeg-vatn á sunnudag- inn var. Samoaeyjar-menn biðja um innlim- un í keisaraveldið þýzka. Samuel B. Dole er forseti Havai- lýðveldisins nýmyndaða. FÖSTUDAG, 20. JÚLÍ. Dominion-þingi í Ottawa verður slitið á morgun (laugardag) 21. Júlí. »500 000 virði af húseignum brann í Minneapolis, Minn.. í nótt er leið. Vancouvereyjar-brautina verður inn- an skamms byrjað að lengja norður frá Nanaimo. Er það sögð byrjunin á meg- inlandsbrautinni fyrirhuguðu austan um Edmonton £ Alberta. FRÁ LÖNDUM. Victoria, B. C., 12. Júlí 1894. Heiðraði ritstjóri Hkr. Eg ætla nú í þetta sinn að brjóta hina gömlu ritdráttarreglu, sem vér landar hér í bænum höfum þegjandi samið og samþykt og fylgt sro dæma^ laust vel í mörg ár, þegar um ritun blaðaritgerða er að ræða, með þvi að rita þér nú fáeinar línur þó ekki sé liðnar nema rúmar þrjár vikur siðan ,g gjörði það síðast. é Þegar ég um daginn mintist á slys það er lir. Steingrímur Norman hafði orðið fyrir, gat ég um, að læknarnir teldu mjög vafasamt hvort hann gæti haldið brotna fætinum. Sá grunur læknanna reyndist sorglega réttur, þvi 21. f. m. urðu þeir að taka af honum fótinn (vinstri) rétt fyrir ofan hnéð. Hr. Norman liggur hér á sjúkrahúsi bæjarins og hefir legið þar síðan hann slasaðist. Hann er nú sagður á all- góðum batavegi. Ungfrú Guðrún Emilia Aðalbjarn- ardóttir, sem ég gat um í fregnbréfi wínu til Hkr. í Maí í fyrravor, að sofið hefði hér um bil í dtta dægur samfleytt, og síðan hefir nokkrum sinn- um sofið eða legið í dái svo dægrum hefir skift { einu, var skerin upp (Operated) á sjúkrahúsi bæjarins 3. þ. m. Læknarnir hafa enn ekki leyft neinum, er komið hefir á sjúkrahúsið til að vitja um hana, inn til hennar, en þeir hafa sagt, að henni liði hér um bil eins vel og hægt væri að von- ast eftir. Að kveldi hins 4. þ. m. var fyrst búið að gera svo við skemdir þær. er flóð og skriður gerðu á Kyrrahafs- brautinni canadisku hér í fylkinu í sumar, að lestir gátu farið að ganga reglulega og hindrunarlaust. Síðan 17. f. m., að umferð byrjaði aftur með Þeirri braut, eftir tveggja vikna stöð- u£t uppihald, og þar til 5. þ. m. hefir orðið að selflytja fólk og skepnur og farangur allan. Að öllum þessum sel- flutningi er nú hætt og alt komið í röð og reglu aftur, kemur sér nú mæta vel bæði fyrjr c. P. R. félagið og fleiri, því um þessar mundir kemur hingað svo hundruðum skiftir af fólki og fjarskinn allur af póstfiutningi og öðrum farangri frá San Francisco til þess að fara austur um laud með C. P. R., þar það kemst ekki austur það- an sökum verkfallsins mikla í Banda- ríkjunum. Mikið af póstflutningi þess- um og sömuleiðis fjöldi af ferðafólk- inu hefir komið afla leið frá Ástralíu, en gat ekki sökum ofannefndra ástæðna farið hina venjulegu leið austur frá San Francisco. Það mega annars heita heldur skrykkjóttar samgöngur þetta. Fyrir fáum vikum síðan var öll umferð með C. P. R. hér' í fylkinu alveg ómöguleg svo að alt ferðafólk og allur póstflutn- ingur héðan, er austur þurfti að fara, fór til San Francisco og þaðan aust- ur. Nú er aftur á móti ómögulegt fyrir ferðafólk eða farangur að komast austur frá San Fráncisco, og kemur það þvf alt hingað til þess að fara austur með C. P. R- Laugardaginn 7. þ. m. fóru hér fram kosningar til fylkisþingsins í 17 kjördæmum fylkisins. Kosningum i 7 kjördæmum var þá frestað. í tveim- ur af þeim kjördæmum fór kosning fram þann 9.; í þremur í gærdag; í einu á hún að fara fram þ. 17., og i þvi siðasta þann 18. þ. m. Öll þingmannaefni stjórnarinnar hér á eyjunni náðu kosningu ; aftur náðu þingmannaefni mótstöðuflokksins kosningu í flestöllum kjördæmum á meginlandinu, sem enn hefir frétst af. Öll þingmannaefni mótstöðuflokksins hér í bænum urðu fyrir svo hrapar- legum ósigri í kosninga-orustunni að þau töpuðu öll geymslufé* sínu (deposit) $200 hvert þeirra, — og er slíkt mjög illa farið ; einkum er það rajög tilfinn- anlegt fyrir verkamenn hér í bænum, sem þurfa að borga þá »200 er þing- mannsefni þeirra tapaði. Eitt af þess- um þingmannaefnum, Mr. Robert Beaven, hefir um nokkur undanfarin ár verið leiðtogi fr.iálslynda flokksins hér á þinginu. Hann hefir verið fylk- isþingmaður síðan að meginland þessa fylkis og Vancouver-eyjan voru sam- einuð í eitt fylki og undir eina stjórn en sem gjört var 20. Júlí 1871. Ef mótstöðuflokksmenn hefðu haldið vel hópinn og látið ekki blekkj- ast af flaðri og fagurgala, meiningar- litlum loforðum, heimskulegri hreppa- pólitík, og, ef'til vill, mútum stjórnar- sinna, og sömuleiðis ef sjálf þingmanna efni mótstöðuflokksins hefðu séð um að meira hefði verið unnið en gert var, til að tryggja kosningu þeirra, þá hefðu þeir síðarnefndu verið nokkurnveginn vissir með að bera sigurinn úr býtum. Til verðugs lofs fyrir landa hér vil ég geta þess, að eftir því sem ég veit bezt, munu þeir flest-allir hafa greitt atkv. með þingmannaefnum mótstöðu- flokksins, og þar af leiðandi gert það sem í þeirra valdi stóð, til þess að hrinda af herðum alþýðunnar hér í fylkinu einokun, kúgun og auðvaldi. Talsverður Point Roberts-hugur er í ýmsum löndum hér. 27. f. m. fóru 8 þangað yfir snöggva ferð til að skoða sig þar um. Þeir komu til baka 30. s. m. Þeim leizt allvel á sig þar, og því ekki ólíklegt að þeir flytji sig þangaö áður en langt um hður. Hr. B. G. Si- vertz fór þangað 27. f. m. til þess að setjast þar að á landi. Þegar ég í Hkr. um daginn gat um efnahag landa hér í bænum, láðist mér að geta þess, að hr. Þorkell Jónsson bygði á síðastl. ári mjög laglegt íbúðar- hús á lóðeign sinni. Þegar húsið er að öllu leyti fullbúið—en sem það er ekki alveg enn—mun það kosta um »2000. Einn vinsölumaður hér í bænum, George Fairbrother að nafni, endaði líf sitt einhverntíma í fyrrinótt með því að skera sig á háls. Um orsakir til sjálfsmorðsins vita menn ekki, en hald- ið er að það hafi að einhverju leyti staf- að af hræðslu fyrir yfirvofandi gjald- þrotum. Hann kom til þessa fylkis frá Englandi 1862, og var því einn af frum- byggjum þess. Seinnihluta f. m. var hér nokkuð votviðrasamt, en síðan með byrjun þessa mánaðar hefir verið sólskin og liiti á hverjum degi. Atvinnule.vsið er hið sama og verið hefir að undanförnu, og ómögulegt að *) Þetta heimskulega og rangláta fjártap, sem hver þingmennsku um- sækjandi í Canada verður fyrir, ef hann er ekki svo heppinn að fá helming atkv. við þann lægsta af mótstöðumönnum sinum, er kosningu nær í sama kjör- dæmi held ég að langróttast væri að kalla 8eklafé, því í framkvæmdinni er þingmennskuumsækjandinn ’blátt á- fram sektaður um $200 fyrir það—sem hann þé auðvitað alls ekki getur að- gert—, að kjósendurnir gáfu honum ekki nógu mörg atkv. • Á. J. L. segja hvenær það kunni að taka breyt- ingum til batnaðar. Þess má annars geta, að atvinnuleysi er ekki og hefir ekki verið um undanfarinn tíma neitt meira hér í bænum en hvar annarsstað- ar hér á ströndinni, þvi sannleikurinn er sá, að ákaflegt atvinnuleysi er og hefir verið í háa tíð "á allri Kyrrahafs- ströndinni sunnan úr California og norður á Alaska-skaga. Ásgeir J. Líndal. Leiðréttingar á prentvill.um i fregn- bréfi mínu i 27. nr. Hkr. þ. á.: Frostnætur í Nóv. 5 (16.. 17., 13.,21.,22). Þar á að vera : (16., 17., 18., 21., 22.) I veðurtöflunni er sagt að 2 snjódagar hafi verið í Des., en það átti að vera 1. í 1. dálki, 2Ö. 1. n. stendur : orðið verið fyrir rserið orðið. í 2. dálki 35. 1. o. vantar í orðið er. í 2. d. 47 1. o. vantar t í orðið ‘sjálfsagt. í 3. d. 51.1. n. stendur “bústofn” fyrir kiui8tofn. I 5. d. 10. 1. n. vantar orðið við. í 6. d. 7. l.n. er í fyrir ý i orðinu spýtur. A. J. Lindal. Gardar, N. D., 10. Júlí 1894. Herra ritstjóri! Hér hefir verið mjög þurkasamt í sumar svo að akrar þeir er hæst liggja voru farnir að brenna, og bænd- ur voru orðnir vonlitlir um nokkurn jarðargróða, þar til þann 23. júni að hér kom steypiregn, og aftur að kveldi þess 27. kom stór rigning yfir alla nýlenduna, sem hélzt meiripart nætur. Síðan hafa akrar náð sér mikið og eru nú allvíða i góðu með- allagi, og komi ekki of langvarandi þurkar hér eftir, má eflaust búast við góðri meðal-uppskeru hér í haust. Hagl hefir ekki gert hér neinn skaða að þessu. Vinna er hér mjög litil og kaup lágt, 10—15 dollars um mánuðinn. Mr. Þorsteinn Hallgrímsson sem um allmörg ár hefir búið á landi sinu hér við Gardar, er nú búinn að selja það Mr. Jóhannesi Melsted, og ætlar að flytja sig alfarinn héðan vestur í Mouse River dalinn. Það er mikill skaði að brottför Mr. Þ. H. Því hann hefir reynzt hinn bezti drengur í öllum félagsskap sem hann hefir tekið þátt í. Þann 4. þ. m., var mikið um dýrðir eins og vant er hér í nýlend- unni. Islendingar héldu mikla sam- komu á Sandhæðunum; var þar mann- margt og skemtanir hinar beztu. Að kvöldi þess 4. var að tilhlut- an Mr. S. M. Breiðfjörðs höfð stór- kostleg danssamkoma i skólahúsinu hér á Gardar, var þar fjöldi fólks samankominn af allri stærð, og hring- snérist hvað innan um annað af mikilli list, en þó að mannfjöldinn væri mikiU, þá kom sú staka eining og reglusemi, sem vanalega einkennir svo mjög samkomur Gardarbúa, mjög áþreifanlega í ljós i þetta sinn. Seldir voru drykkir af ýmsu tagi, til hressingar fyrir fólkið. v H. Stfinmann. Tindastóll, Alta., 6. Júlí 1894. Herra ritstjóri Hkr. Hin stórkostlegasta veðurbreyting sem komið hefir síðan landar settust hér að fyrir sex árum: hefir verið síðastl. júní mánuð; fyrri partinn af- bragðs grasveður, þægilegir hitar, en stórfeldar rigningar, -þótt mest kvæði að því um miðjan mánuðinn, enda leit um þær mundir út fyrir eitt hið besta, grassprettu og uppskeru ár, af öllum tegundum, sem reynt var að sá, en það fór heldur en ekki að skifta um veðrið í loftinu, einkum þann 22. og 23. Báða þá morgna var þykk frost héla á jörð, með 4 stiga frosti sem eyðilagði hnéhátt kartöflu gras, og fleiri sortir af rót- ávöxtum, og sölnuðu hafrar og barley, meira og minna þærnætur, hér með- fram Red Deer ánni og það sama er sagt að só alt suður um Calgary, ftð undanteknum hólum og liæðum, hér og hvar, sem frostið suæddi alveg hjá og gerði engan skaða. En korn- stöngin á hveitinu, höfrum og barley, er ekki enn sprungin út, og' getur borið eins góðan ávöxt þó fjöðrin gulni ofan, enda er mikill vöxtur á stráinu, og lítur vel út enn sem kom- ið er. Ilúgur virðist vera með því bezta af korntegundum, hér hjá okkur Derby plötu-reyktóbak selst ákaflega vel og sala þess Lr sívaxandi. löndum, sem þolir frostin og hina á- kaflegu hita sem vanalega fylgja fróst- unum, og sem nú fyrirfarandi daga hafa oft verið frá 80—90 stig i skugg- anum, og siðastl. 3 daga hita vindar en ekki komið dropi úr lofti á aðra viku, alt þetta þolir rúgurinn og er axið á kojrnstönginni sprungið út fyrir löngu. Eftir að þetta er ritað, 6 júh, kom þéttur þrumuskúr sem kælir loftið og hreinsar hitamóðuna sem komin var. Smjör- og osta-gerðarfélagið sem ég hef áður getið um í Hkr. og sem sett var hér á stokkana síðastl. vetur er nú í blóma lífsins um há- sumartímann. Fyrir íslenzku deildina er hr. Jón Benidiktsson vélastjóri og aðskilur rjómann úr mjólkinni og gengur það vel, og sem viðvaningur fær hann mesta hrós hjá umsjónar- manninufta, en heldur finst bændum ráðsmaður félagsins vanrækja skildu störf sín með að reyna mjólkina og eru hræddir um að sýnishorn (sample) verði of gamalt áður eu það er reynt, en engin hefur af okkur löndum þekking á hvað lengi hún geymist óskemd. Þætti okkur því væntum ef Heimskringla eða Lögberg gæfu okkur upplýsingar um það efni. Sagt er, að við landar höfum mesta mjólk fyrir utan höfuðbólið sjálft. Dags daglega er flutt á mjólkurhús okkar töluvert á þriðja þúsund pund af mjólk, og um og yfir eitt þúsund pund eru flutt þaðan af rjóma annan hvern dag á aðal verkstæðið til smjör- gerðar, þar sem það er pakkað niður og geymt í ishúsi, þvi enn er ekki hægt að senda það til markaðar á Kyrrahafsströndina vegna skemda á brautinni vestan Klettafjalla og í þeim, en nú eru bændur farnir að kvarta yfir því að geta ekki fengið neitt sem heitir út á smjörið sitt. Stjórnarnefndin aftur kvartar undan verzlunardéifðinni á peningamarkaðin- um og ekki gott að fá lán, en lofar og sýnist hafa viðleitni við að gera alt hið bezta sem hún getur fyrir hönd félagsins heilbrigði manna hér um pláss, heldur góð, eining og friður meðal landa. Talað er um að halda íslendinga- daginn hátíðlegan annan ágúst næst- komandi. Jóh. Björnsson. Líf á járnbraut. Reynsla manns, sem vann á Grand Trunk járnbrautinni. Varð hættulega veikur, talinn ólæknandi abyrgðarfélagið borg- aði að fullu heilsuábyrgðar- gjaldið var* á batavegi, hann segir sögu sína. Tekið eftir Deseronto Tribune. í bænum Deseronto Junction, liefir um undanfarnar nokkrai vikur, mikið verið talað um hina undraverðu heilsu- bótar, Mr. William Ileury Wager hefir fengið, veikindi hans voru álitin ó- læknandi. Fregnriti þessa blaðs, var sendur aí staö, ti) að tala við Mr. Wager, og fá allar mögulegar upp- lýsingar, viðvíkjandi áreiðanlegleik um pessa yfirnáttúrlegu bót á meinsemd hans. Fregnritlnn fór beina leið til járnbrautarstöövanna Deseronto junction, og hitti par Mr. Ravin, sem var for- maður járnbrautarstuðrauna, og sagði honum erindi sitt, Mr. Ravin, sem var mjög kurteis maður, sagöi honum, að lionum mundL þykja mikilsvert um þetta tilfelli, og eftir það benti hann honum, á skemsta veg sem lægi heim að heimili Mr. Wagers. Ættbálkur Wagers er einn af hinum elztu í Vikur bygð.irlagi og Wager og fólk hans er alpekkt um það hérað. Þegar fregn- ritiun kom að húsinu, drap hann á dyrnar, og var hurðinni lokið upp af Mr. Wager sjálfum, þess skal getið, að Mr. Wager er á þrítugasta og fimta aldurs ári, og liafði fyrrum verið i þjónustu Grand Trunk járnbrautar- félagsins, verksvæði hatis hafði legið bœði austur og vestur frá Deserotito Junction; hann var góður verkmaður og trúr þjóun félagsins. Hinn 28. apríl 1893 hlaut hanu að hætta verkiui.. sðkurn heilsulasleika. Læknirin sagði, að það sem að lionuin gengi væri hjartveiki,i og sáralæknir járnbrautar- félagsins stundaði * hann af aliíð, og brúkað öll þan meööl, sem hugsanlega veitt honum bót, en jafnframt því sagði hann lionum afdráttarlaust, að hann gæti ekki gefið honuin þau meðöl, er gæti gefið honum raranlegan bata. Mr. Wager var meðlintur, Grand Trunk járnbrauta lífstibyrgðar og styrkt ar félagsins. Það veitti liouuu:, hinu vanalega peningastyrk, vikulega, sam- kvæmt reglurn félagsins, ennfremur borgaði það ferðakostnoð hans til Montrea!, svo hasn gæti reynt frægan læknir þar, sem sérstaklega lagði sig eftir að lækna hjarta.sjúkdóma. Einnig þessi læknir sagði honum, að það væri engin von um að liann yrði læknaður- Hryggur i huga, hvarf hann nú heim aftur, og ábyrgðarfélagið, borgði honum að fullu, alt það sem meðlimir félags- ins fá, sem algjörlega tapa heilsunni. Síðan hefir Mr. Wager búið á heimili sínu á Gravel Road, ófær til vinnu, og mjög sjaldan að hann fari frá heimili sínu, nema stökusinnum að hann fór til Deseronto og Nupinee. Fyrir hérumbil þremur mánuðum síðan ráð- lagði Mr. Jolin Kitchen, sem er section formaður á Grand Trunk járnbraut- inni, maður að góðu kunnur, og sem býr í Deseronto Junction, Mr. Wager að reyna hinar ágætu Dr. Williams Pink Pills. Mr. Wager fékk töluvert af þessum góðu pillum, og ásetti sér að reyna þær til hlítar. Nú, tökum eftir afleiðingunni. Fljótt fann hann áhrif þessa mikla meðals. Hann fékk góða matarlyst, ónota tilfinningin kring- um hjartaö fór minnkandi. Hann hélt áfram með að brúka pillurnar, og heilsan fór stööugt batnandi, Þessi breyting varð auðsjáanleg bæði vinum og nábúum, og að síðusu almenningi. Hann varð holdugri. Hann sagði, að síðastliðið sumar þá hefði hann verið lítið annað en bein og sinar, en mí, eins og fregnritinn gæti séð, þá væri hann regluleg fyrirmynd annara. Mr. Wager sagði fregnritanum, að áður en hann hefði byrjað aö brúka Dr. Will- iams Pink Pills, þá hefði hjartað í sér slegið fljótt og það hefði barist um í sér óttalega ef hann hefði boritS við að höggva eiua eldiviðar spitu, enn nú gæti hatin höggvið allan þann eldivi-S, sem þyrfti að brúka fyrir húsið án þess oð fá nokkra óþægilega tilfinningu. Hann segíst vera alt annar maður, og nábúar hans allir óska hon. um til lukku, með þá miklu breyt- ingu, sem sé auðsjáanleg á heilsu hans. Hann býst við, að undireins og vatns- vegir opnast, að byrja aítur að vinna_ Mrs. Wager var viðstödd, á meðan maður hennar og fregnritinn töluðuet við, og styrkti hún sögu manns sins Þau álíta þaö skyldu að auglýsa þann kraft, sem þessar ágætu pillur hafa. sem hefir orðiö hægð og von i húsi þeirra. Mr. Wager sagði einnig frá leiðaudi bónda, þar í nágrenninu, sem lengi hafði þjáðst af höfuðverk, sem að hans ráðleggingu hefði farið og brúkað Dr. Wiiliams Pink Pills og hafði fengið bót meina slnna eftir mjög stuttan tíma. Ýms fleiri tilfelli hafa átt sér stað í Deseronto, og þar í grend, að blaðið Tribune veit um. sem Dr. WiUiams Pink Pills hafa bætt’ Þesiar pillur höfa alla þá eiginleg- leika. seijj þurfa, til að hreinsa og bæta blóðið, og styrkja taugarnar, þ eru óyggjandi meðal við gigt og allrf taugaveiklun, við mjaðmagigt, riðu1 höfuðverk. brjósttitringi sem oft er af! leiðing af la grippe. Þær eru góðar við öllum þeim sjúkdómum, sem koma af óhreinu blóði, svo sem kirtlaveiki og langvarandi heimakomu o. s. frv. Pink Pills gera menn rjóða og liraustlega í yfirbragði, þær eru einnig óbrigðular við ýmsa kvennlega veik- leika, eins og þær eru ágætt meðal við öllum þeim veikindum sem orsakast af hverskonar óliófi sem er, eður allri andlegri og likamlegri ofreynslu. Dr. Williams Pink Pilla, fást hjá öllum lyfsölum, eða með pósti frá Dr. Williams Medicine Co. Brockville Ont. eða Schenectady N. Y. fyrir 50 cents öskjuna, eða 6 af þeim fyrir $2.50. Gætið þess vandlega, að merki félags- ins séu á umbúðunum á öskjunnm, sem yður eru boðnar, og neitið öllum öðrum pillum, sem yður eru boðnar í þeirra stað, þó þær séu sagðar alt eins góðar. Gleymið ekki, að ekkert annað meðal, hefir verið uppfundið enn þá, er hafi liaft jafnmikla og góða verkun, sem Dr. Wiiliams Pink Pills. VEITT HÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNNl BAItlNO P0WMR IÐ BEZT TILBÚNA. * Oblönduð vinberja Cream of Tartan- Powder. Ekkert álún, aminonia eða. önnur óholi efni. 40 ára reynziu.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.