Heimskringla - 21.07.1894, Blaðsíða 2

Heimskringla - 21.07.1894, Blaðsíða 2
9 HEIMSKRINGLA 21. JÚLÍ 1894. komr út á Laugardögum. Tíie Heimskringla Ttg. & Publ.Co. útgofendr. [Publishers.] Verð b'.aðsins í Canada og Banda- rikjunum : 12 mánuKi $2,50 fyrirframborg. $2,00 6 ----- $1,50 -------- — $1,00 3 ----- $0,80; ------- — $0,50 Ritstjórinu ge/mir ekki greinar, sem eigi verða uppteknar, og endrsendir þær eigi nema frímerki fyrir endr- sending fylgi. Ritstjóriun svnrar eng- um brófuin ritstjórn viðkomandi, nema _ í biaðinu. Natnlausum bréfum er enginn gaumr gefiun. En ritstj, svar- ar höfundi undir inerki eða bókstöh- um, ef höf. tiltekr slíkt merki. IJppsögnógiid að lögam, nema kaup- andi só nlveg skuldlaus við bla-fiið. Ritsjóri (Editor) : EGGERT JÓHANN8SON. Ráðsmaðr (Busin. Manager): J. W. FINNEY kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst. Peningar sendist í P.O. Money Or- der, Registered Letter eða Express .Víoney Órder. Banka-ávísanir á aðra banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar með afiöllum. 653 Paciíic Ave. (McWilliam Str.) Smjör-gerð. Eins og Ný-íslendingum er kunn- ugt, eru hér vestra í sumar tveir flokk- ar af umferðakennurum, í smjör og ostagerð. Ráðsmönnum Hkr. virtist hvorttveggja, þörf á slíkri tilsögn í Nýja fslandi, og ekki nema sanngj rnt að stjórnin sendi annanhvorn kennara- flokkinn þangað. Um þetta mál rit- uðum vér svo prófessor Rohertson, Dairy Commissioner í Ottawa. Sem svar upp á þessa heiðni vora ritar prófessorinn oss, dags. 14. þ. m., og segir, að sá kennaraflokkurinn, sem veiti tilsögn í þessu á sýningunni hér í Winnipeg, skuli jafnt oss fá tilkynn- ingu um að fara til Nýja íslands og veita þar tilsögn á þeim stöðum og á þeim dögum er oss þykir hent- ast. Þessi tilsögn verður veitt aó Gimli ognd Hnavsum. Vór tilnefnum hér að eins tvo iastdkeeflna staði, en ef nauð- synlegt er útvegum vér einnig tilsögn að hlendingofljóti, En því getum vér ekki lofað fyrr en vér höfum talað við forstöðumann' flokksins. Hvaða daga, það getum vér ekki sagt nú, ekki fyr en vér höfum haft bréfaskifti við forstöðu- mann þessa kennaraflokks, en dagarn- ir verða samt auglýstir í tæka tíð. Tilsögn er veitt tvo daga á hvor- um stað og til þess hún geti átt sér stað útheimtist : Að morgni fyrri dagsins minnst '20 gallons af nýmjólk, er sjá verður um að sé gallalaus og í ilátum, er ekki sýra hana í flutningnum á stað- inn. Enn fremur minnst 2 gallons af súrlausum rjóma, tilbúnum til að strokka. Að morgni seinni dagsins er ætl- ast til að allir þeir bændur, er geta komið j)ví við, hafi með sér sýnishorn af mjólk, bæði nýmjólk, undanrenn- ing og áum, til þess kennararnir geti reynt hana og sýnt kósti hennar. Ekki þarf meira en kaffibolla af hvorri mjólkurtegund fyrir sig. Atik þessa útheimtist og að á hvor- um staðnum fyrir sig sé nú skipuð nefnd manna til að standa fyrir þessu, veita kennurunum sæmilega móttöku, sjá þeim fyrir gististað og greiða, auglýsa samkomuna og hvetja menn til að fjölmenna og leggja sig til, að læra smjörgerðina samkvæmt nýustu og beztu reglum. Vér trúura þvi og treystum, að Ný-íslendingar aflir meti þessar til- raunir vorar svo, að þeir kappkosti að fjölmenna svo á kennslustaðina, að Nýja ísland í því efni þurfi ekki að teljast eftirbátur annara, hórlendra bygðarlaga. Hvervetna þar sem til- sögnin hefir verið veitt, hafa bændur komið á staðina með alt sitt fúlk, því kvenfólki er ekki síður nauðsynlegt en karlmönnum, að sjá aðferðina, og margir hafa setið þar báða dagana. Hafa álitið þessar samkomur nokkurs konar nýmóðins miðsumar-hátíð. Þann- ig vonum vér að Ný-íslendingar líti á þetta og taki nú þegar til að búa sig undir þessa kennsludaga. Sem sagt er að svo stöddu ekki hægt að ákveða dagana, en að líkum koma kennararnir til nýlendunnar ann- aðhvort strax að aílokinni sýningunni hér, eða viku eða svo síðar, í fyrstu eða annari viku Agúst. Bryggju-peningarnir. Þá er nú komið á daginn, að Hkr. sagði satt frá í vor, er hún gat þess, að Dominion-stjórnin ætlaði að veita fé til bryggjugerðar við strendur Nýja íslands. Að visu sá stjórnin sér ekki fært á þessu þingi að veita í einu alt féð, sem um var beðið, og sem hafnmælingamaður hennar sagði nauð- synlegt, þ. e. $10,000. Þegar til kom gat hún ekki veitt ineira en $2.500, eða fjórða hluta umbeðinnar npphæð- ar, og veldur því útlit fyrir tekjuhalla við lok þessa nýbyrjaða fjárhagsárs, því verzlunardeyfðin og harðærið kem- ur við stjórnina ekki síður en einstakl- inginn, auk þess sem tolltekjuvonin í meðal-verzlunárári er rýrð svo nemur 81.\ rnillíón rneð niðurfærslu tollsins á aðfluttum vörum. Alt þetta hafði þá verkun, að stjórnin varð að dreifa fjár- veitingum sínum yfir fleiri en eitt fjár- hagsár. Að því er bryggjur þessar snertir, gerir þetta líka lítið, ef nokkuð, til. Á verkinu er ekki hægt að byrja fyrr en veti^r er kominn, hvorki að taka út efn- ið eða reka niður stólpana. Þegar þess vegna að þessir $2 500 eru uppgengin er öll von til að annað þing verði sett og önnur upphæð, til framhalds smíðinu, vei tt. Bvrjunin er fengin og það er aðal- atriðið, og yfir því hafa Ný-íslendingar ástæðu til að hrósa happi. Hvort sem menn vilja ætla einni stjorn illt eða eklci, þá er það eitt æfinlega víst, að engin stjórn kastar þúsundum dollara í eitthvert fyrirtæki og hættir svo við. Úr því hún einusinni byrjar á verkinu, raá hún til að íullgera það, fyrr eða síð- ar, og ’þetta verk, hryggjusmíði, er þannig, að það verður að gerast nokk- urnveginn uppihaldslaust. Þess vegna, þó ckki sé meira fengið enn, en fjórði partur af áætlaða bryggjuverðinu, mega Ný-íslendingar óhætt treysta þvi, að hinn hlutinn kemur í tæka tíð. Bréfkafla frá Ameríku flytur “Þjóðólfur” dags, 18. Maí síðastl. Einn þeirra sendir ónafngreindur mað- ur í Þingeyjarsýslu blaðinu og er ritað ur af ónafngreindum manni í ónefndum stað hér vestra, en að líkindum, ef hann annars er ritaður hér i landi, frá ein- hverjum í Dakota. Annar kafiinn er ur bréfi sonar í Winniiæg tíl föðurs í Revkjavfk, og þriðji kafiinn er tekinn eftir Hkr., frá Gunnlaugi Heigasyni, bænda-skörungnum (!) í Nýja íslandi. Að því er snertir skoðun þessara bréfritara á agents-störfunum, höfum vér ekkert út á bréfkaflana að setja, því einmitt það er vor skoðun, að ó- gagnlegt sé að hvetja íslendinga til ut- anfarar. Tjegar litið er á efnahag þeirra almcnnt, koma þeir nægilega ört ótilkvaddir. Þá einu athugusemd vilj- um vér gera við hréf sonarins til föðurs ins í Rvík, að ætli hann Isér að “reka stampinn” á agentana svo hrífi, þarf hann að gefa reikningsfræðinni meiri gaum en hann befir gert að undanförnu ef dæmt er eftir því, að hann gerir 42 teningsfet úr einu (líklega tenings) yarð Samkvæmt almennum reikningsreglum hefir engum manni enn tekizt að fá meira en 27 téningsfet "úr teningi, sem er 3 fet á hvern veg—tenings yard, fyrr en honum nú. Það, sem einkum er athugavert við bréfkafla riafnleysingjans í Dakota(?), er þessí setning: "•En yfir höfuð hafa tslendingar minns áXit í Canada af öllum þjóðflokkum, sem }>ar eru saman komnir. Canadamenn virðast hafa Indíána smekk og þar í finnst mér liggja mismunur þeirra og Bandaríkjamanna”. Hér er um tvennt að tefla einungis. Annaðhvort er ritar- inn of ókunnugur til að segja nokkuð um þetta málsatriði og jafnframt alt annað en góðgjarn maður, eða hann fer vísvitandi (með ósannindi. Alt fram á þevman dag má með sanni segja að álit Canadamenna á íslendingum er rétt öf- ugt við það, er þessi nafnleysingi segir. Það álit hefir svo oft komið fram i ræðum merkra manna, í opinherum hér lendum blöðum, og nú nýlega í ræðum í fylkisþinginu í Manitoba, að það er rétt óhugsandi að nokkrum Islendingi hér í iandi sé ókunnugt, hvernig al- menna álitið er. Sannleikurinn í þessu atriði er líka ritstjóra “Þjóðólfs” svo vel kunnur, að það er yfirgengilegt að sjá hann taka staðlausan þvætting eins og þetta sem góða og gilda vöru og á yfirborðinu að viðurkenna sannindi um- mælanna með því, að prenta þau með skáletri, sem sérstaklega atliugaverðan sannleika. Oss kemur ekki í hug að * setja út á harsmíð “Þjóðólfs” gegn út- flutningi, því það er skylda hvers blaðs á íslandi. sem nckkra verulega trú hef- ir á framtíð lands og lýðs á Islandi. En sem heiðvirt hlað á það ekki að brúka ó- ærleg meðul. Hæfulaus ósannindi um land og lýð hér koma heldur ekki að til- ætluðum notum. Þau ummæli öll í heild aptra ekki einum manni af tíu frá vesturflutningi, ef hann á'annað horð ætlar sér að fara. Ef “Þjóðólfur” legði sig eins eftir að fá framkvæmdar nauðsynlegar um- Iiætur á íslandi, eins óg hann leggur sig eftir að lasta Ameríku, sérstaklega Ca- nada og enda Canadamenn, þá er eng- inn efi, að árangurinn af stríði hans yrði meiri. Því það er naumast nokkr- um manni á íslandi orðið ókunnugt nú, að yfirburðir Canada yfir Island eru svo miklir, að enginn jöfnuður er ú. Þar með er ekki sagt, að ísland sé óbyggi- legt land. Það er efiaust að þar getur mörgum manni liðið eins vel og hér og, að þar getur margur maður grætt pen- inga eins og hór. Eigi að síður verður útflutningur ekki stöðvaður og útflutn- ingslöngunin ekki takmörkuð, nema litur sé sýndur á að þoka íslandi áfram með því, að hagnýta aflið sem það hefir i sér fólgið og undir eins þau náttúru- öfi. sem útheimurinn hvervetna hag- nýtir til að flýta ferðum manna og auka framleiðsluafl einstaklingsinsm. m. Fyrsti kvenn-agent fyrir lífsábyrgðarfélag á íslandi er ung- frú Ólafía Jóhannsdóttir. í blaðinu “Yarden” í Skien í Nor- egi, dags. 5. Júní síðastl. stendur eftir- fylgjandi grein : "íslenzk prestsdóttir, Olafia Jó- hannsdóttir, sem um þessar mundir heldur til í Kristjania og sem þar með fyrirlestri um háskólastofnun á Islandi kom af stað samskotatilraun undir stjórn stúdentafélagsins, til stuðnings því fyrirtæki, hefir nú verið skipuð að- al-agent á íslandi fyrir eitt lifsáltyrgðar- félagið norska". “Ungfrú Ólafia fer nú bráðlega til íslands til að stofnsetja félagið þar. Þegar haustar, ætlar hún til Englands í þvi skyni, að fullkomna sig í enskri tungu. Eftir því sem “Nylænde [merkt mánaðar-rit kvenna í Noregi] segir, hefir hún um langan tíma gengið á gagnfræðaskóla og búnaðarskóla í Dan- mörku. Hefir hún þar sérstaklega lagt fyrir sig að nema smjör og ostagerð í þeim tilgangi, að koma til leiðar endur- bót á þeirri atvinnugrein á Islandi, og, ef mögulegt er, að koma á fót verkleg- um skóla fyrir ísienzkt kvennfólk. “Ó. J. er djörf og atorkusöm”, seg- ir “Nylænde”, og vér efumst ekki um að hún komi sínu fiam, ef hún getur fengið ráð á nauðsynlegu peningamagni Hún gengur út frá því, að maður þurfi að leggja sig allan til við þá námsgrein, sem maður ætlar að verða fullnuma í. Þess vegna hefir hún, meðan hún var í Danmörku, alt af lagt rækt við smjör- og ostagerðarnám sitt. Hún hefir ekki einungis í þessu efni gefið íslenzkum stúlkum, sem vilja mennta sig, en sem vantar kjark til að koma sér fram, gott eftirdæmi, heldur einnig voru menntaða kvennfólki”. Orða-belgrinn. [Öllum, sem sómasamlega rita, er velkomið að “leggja orð í belg;” en nafn- greina verðr hver höf. sig við ritstj., þótt ekki vilji nafngreina sig í blaðinu. Engin áfellis-ummæli um einstaka menn verða tekin nema með fullu nafni undir. Ritstj. afsalar sér allri áhyrgð á skoðun- umþeim, sem koma fram í þessum bálki]. Hvað kaþólska kyrkjan kennir. Eftir R. G. Ingersoll Á guðspjöllunum fjórum hvíla kenningar hinnar orþódoxa k.vrkju. og úr þeim mynduðu þær sínar kreddur og sú fyrsta kyrkja, sem ég veit af, er myndaði kreddur, var hin kaþólska kyrkja. Það var sú fyrsta kyrkja, er hafði vald. Það er sú kyrkja, er fyr- ir oss geymdi öll kraftaverkin. Sú kyrkja er sú eina, er heldur uppi stöðugum samgöngum við himnaríki með aðstoð óteljandi helgra manna. Sú kyrkja hefir agent guðs á jörðu, það er þann, er stendur i stað guð- dómsins, og sú kyrkja, samkvæmt þeirra kreddum, er óskeikul. Sú kyrkja hefir ofsótt eins og hún hefir haft vald til, og mun altaf ofsækja, því hún álítur það sina helga skyldu. Á Spáni stendur hún upprétt, en í Banda- ríkjunum skríður hún, en samt er á- form hennar í báðum löndunum hið sama : að eyðileggja skoðunarfrelsi. Sú kyrkja kennir oss, að vér getum þóknast guði með því, að pína oss sjálfa. Sú kyrkja kennir, að nunnan sé helgari í augum guðs en elskandi móðirin með barnið á örmum sér. Sú kyrkja kennir, að klerkurinn sé betri en faðir og að einlífi sé hetra en hin hoitasta ást, sem hefir mynd- að alla fegurð þessa lífs. Sú kyrkja segir við stúlku, 16 til 18 ára að aldri, hverrar augu eru líkt og dögg og sól- skyn, og með heilbrigðisroðann í hin- um hvítu og fögru kynnum : “Settu upp glör, ofið af nótt og dauða, krjúptu á stein og þú munt hlýðnast guði.” Eg segi, að engri stúlku ætti að leyf- ast að lögum að gefa upp fegurð lífs- ins, að minsta kosti þar til hún er 25 ára. eða þar til hún veit hvað httn vill. Ég hefi eigi trú á að halda hér fangelsi fyrir guð ; enginn efij að þeir eru ráðvandir í áformi sínu,, það er ekki spursmálið. Þessi kyrkja, eftir nokkurra alda umhugsun, myndaði kreddu, og sú kredda er undirstaða hinnar orþódoxu trúar. Hún er þessi: “Hver sem vill verða hólþinn, honum er það nauðsynlegt fyrst af öllu að fallast á hina kaþólsku trú, hverja trú hann verður að halda aila og ó- hreytta án efasemda, ellegar sæta ei- lífum kvölum, og hin kaþólska trú er þessi, að vér tilbiðjum einn guð í þri- eining og þrenninguna í eining.” Þér náttúrlega skiljið, hvernig að því er farið,það er ekki þörf að ég útskýri það: “Þú mátt hvorki blanda sáman per- sónum né sundurskilja eðli þeirra.” Þér er ljóst í hvaða voðalegt ástand þú settir guðdóminn, ef þú skyldir sundurskylja eðli þeirra, “því ein er persónan af föðurnum, ein af synin- um og ein af heilögum anda, en guð- dómur föðursins, sonarins og heilags anda, er alt einn, dýrðin hin sama og hátignin jafn eilif, eins og faðirinn er, svo er og lika sonurinn og einnig heilagur andi. Faðirinn er óskapaður, sonurinn er óskapaður og heilagur andi er óskapaður. Faðirinn er óskilj- anlegur, sonurinn er óskiljanlegur, og heilagur andi er óskiijanlegur.” Og það er nú ástæðan fyrir því, að vér vitum svo mikið um þá þar. “Fað- irinn er eilifur, sonurinn er eilífur og heilagur andi er eilífur, en samt eru ekki þrír eilífir heldur eínn eilífur, og eins eru það ekki þrír óskapaðir eða þrír óskiljanlegir, heldur einn óskap- aður og einn óskiljanlegur. Á sama hátt er faðirinn almáttugur, sonurinn almáttugur og heilagur andi almátt- ugur, en ekki þrír almáttugir, heldur einn almáttugur. Og eins er faðirinn guð, sonurinn guð og heilagur andi guð, en ekki þrír heldur einn guð. Á sama hátt er faðirinn drottinn,- sonurinn drottinn og heilagur andi drottinn, en ekki þrir heldur einn drottinn. Og eins og vér erum nauð- heigðir til, af kristnum sannleika, að viðurkenna hvern þessara í sjálfu sér guð og drottinn, eins er oss fyrirhoðið af hinni kaþólsku trú að það séu þrír guðir eða þrir drotnar. Faðirinn er af fngum getinn eða skapaður, sonurinn er af föðurnum einum ekki skapaður heldur getinn, heilagur andi er af föð- urnum og syninum akki skapaður eða getinn, heldur afkominn, og svo eru það ekki þrir feður heldur einn faðir.” Því skyldu það vera þrír feður þegar það er hara einn sonur. “Og einn sonur, ekki þrír synir, og einn heilag- ur andi, ekki þrír heilagir andar. Og i þeSsari þrenning er ekkert áður eða eftir, ekkert meira eða minna, heldur eru hinar þrjár persónur hver annari jafnar og jafn-eilífar. Og svo í öllum tilfeilum á sameiningin að tilbiðjast i þríeining og þríeiningin í sameining.” Eg veit þú skilur það nú. “Sá sem því vill verða hólpinn, verður á þenn- an hátt að hugsa sér þrenninguna. Það er enn fremur nauðsynlegt þeim, er hólpinn vill verða, að trúa á hold- tekju drottins vors Jesú Krists. Og enn fremur er það hin rétta trú, að vér trúum og viðurkennum að drott- inn vor Jesús Kristur sé bæðiguðog maður. Hann er guð af föðurnum orðinn til áður en heimurinn var skap- aður.” En það er nokkru áður en maðurinn varð til. “Og hann er mað- ur, af föðurnum getinn í þennan heim fullkominn guð og fullkominn maður.og þó hann sé bæði guð og maður, þá samt er hann ekki tveir, heldur einn Kristur, en ekki með breytingu guðdómsins í holdinu, heldur með því að íklæðast manndóminum”. Því sést, að það er svo miklu auveldara en á hinn veginn. Því eins og mannleg sál og hold er einn maður, svo er og guð og maður einn Kristur, sem píndist fyrir oss, niður- steig til helvítis, uppreis aftur á þriðja degi frá dauðum, sem upp steig til himna og situr til guðs hægri handar og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Til að öðlast eilift líf er það nauðsynlegt, að vér trúum þessu, hví- lik miskunn, að maður fær inngöngu i himnariki, án þess að skilja það. Með því áformi að þrýsta mannlegum skiln- ingi til að krjúpa á kné fyrir þessari ó- takmörknðu vitleysu hafa þúsundir og millíónir liðið óteijandi kvalir og pint- ingar, margar inilliónir hafa látið lif sitt í varðhaldi og eldi, og ef bein allra þeirra, er kaþólska kyrkjan hefir fyrir- farið, væru komin saman á einn stað, mundi minnisvarði sá hærri en allir Pýramídar, í hverri viðurvist að jafn- vel augu klerka mundu vökna af tár- um. Þessi kyrkja þakti Evrópu með kyrkjum og dýflissum; þessi kyrkja rændi manninn gimsteinum sálarinnar; þessi kyrkja heldur vankunnáttunni á knjám sér, þessi kyrkja gekk í félags- skap með harðstjórn konungavaldsins og á milli þessara tveggja grimmu gamma—altarisins og hásætisins—var mannshjartað sundurrifið. En vita- skuld viðurkenni ég, og það með fögn- uði, að það eru mörg þúsund af góðum kaþólskum mönnum til, en kaþólskan er gagnstæð mannlegu frelsi; "kaþólskan byggir sáluhjálp á trú og kennir mann- inum að troða skynsemina undir fót- um, og fyrir þá skuld er kaþólskan skaðleg og röng. Chicago, 27. Júní 1894. Þýtt hefir M. C. B. Lúterska kyrkjan kennir, að vér fá- um að vita í öðru iífi á hvern hátt að einn verði þrir og þrír verði einn. Hversu mikil huggun fyrir hinn rétt- trúaða, sem hara hugsar um að frelsa sína litlu voluðu sál, að þegar hann kemur í ríki englanna og situr til horðs með hinum lielgu fjölkvænismönnum, Abraham, Isaak og Jakob, að fá þar að heyra samtal þeirra um þrenningar- iærdóminn. Þýð. Nokkui' orð um bankamálið. Svar til lir. Sig. Johansen. Hr. Sig. Johansen, kaupmaður á Seyðisfirði, hefir ritaðlangt erindi um hankamálið í “ Austra” 29. Maí síðastl- Ritgerð hans er kurteislega orðuð; það er hennar eini kostur. Höf. má eiga það, að ihann að minnsta kosti lætur, sem sér sé ant um að vita hið sanna ; því að hann biður menn að gera sér þann Jgreiða, að sýna sér fram á og sannfæra sig um, að hann hafi rangt fyrir sér, þar er honum greinir á við mig og hr. Benedikt Þórarinsson. Við þessari hón hefi ég orðið, að mínu leyti, í eftirfarandi athugasemdum. Enn að færa mönnum heim sanninn og að sann færa þá, er sitt hvað. Hr. S. J. er, því miður, svo ókunn ugur sögu málsins sem hann skrifar um. að svo virðist, sem hann viti ekki, að það eigi einusinni nokkura sögu. En að rita um nokkuð mál án þess, að vita og skilja sögu þess, er að sigla haf í dimmviðri kompáslaus. Hr. S. J, veður en í þeirri villu og svima, að seðlar landssjóðs sé honum (landssjóði). útgefanda þeirra, gulls ígildi þegar hann leysir þá inn frá hand hafa þeirra og tekur við þeim fyrir gull- ið. En með því, að seðlarnir þá eru landssjóði að eins kvittanir og ekkert annað, þá er þessi kenning, sem er dótt ir ísafoldar og stjórnarritara hennar, alveg eins sönn, eins og sú setning væri að gjaldþegn, sem færður er úr skyrt unni til að borga með verði hennar op- inber gjöld sín, fái þá skyrtuna aftur, þegar hann fær kvittunina fyrir gjöld- unum, o : kvittunin sé honum skyrtan hans! Hreinskilnislega verð ég að játa, að ég hefði ekki trúað því, þó einhver hefði sagt mér það, að nokkur kaapmaðr gæti verið svo ófróður um einföldustu atriði finanzfræðinnar eins og hr. S. J, ber bönd að sér, að hann sé. Hr. S. Johansen kveðst ekki skilja í þvi, “að landssjóður tapi við það, þó hann taki seðla upp í gjöld sín”. Ég hélt að ég hefði gengið svo greinilega frá sönnuninni fyrir þessu, að enginn óvilhallur skiluingur gæti verið þar um í nokkrum efa. En kannske mönnum skilist nú betur þetta atriði, ef óg skýri það með dæmi. Allar tekjur íslands falla í tvent. 1. Beinar tekjur, svo sem eru skatt- ar o. fl. 2. Óbeinar tokjur, svo sem eru tollar. Allar tekjur eru ákveðnar með fjárlögunum til þess að borga tilsvar andi gjöld. Nú skulum við gera ráð fyrir því, sem náttúrlega við ber dags daglega, að maður, köilum hann M, .'greiði lands- sjóði 100 kr. í seðlum upp íiausafjár s k a 11. Landssjoður færir sér seðla þessa'til inntektar, og samdægurs, eða hvenær sem vera skai, greiðir hann þau i gjöld sín, t. d. embættismanni í iaun hans. Embættismaður verður að afla sér, fyrir þessa upphæð, nauðsynjar úr hinni útlendu verzlun : en þær nauð- synjar getur hann ekki borgað með seðlum. Fer hann því með þessa ’sömu seðla á pósthúsið, kaupir sér þar af rík- issjóði póstávísun sem hann (ríkissjóðr) leysir irin frá handhafa (M) fyrir pen- inga, 100 kr., í Höfn, en gerir sig skað- lausan með því, að taka til sín úr pen- ingadeild, þ. e. af tollfó landssjóðs, til- svarandi upphæð—100 kr. Hér er nú ómögulegt á því að vill- ast, að 100 kr. í seðlum, sem M galt landssjóði svo sem lausafjárska tts tekjur, voru að eins ávísanir*á pon- inga, á tollfé landssjóðs í Höfn. Þessar lausafjár-skatts tekjur (100 kr.) gat * Landssjóður verður að greiða öll sín gjöld i peningum, af því, að olt sem hann elur og annast, menn og stofnanir þiggur eldi og viðrliald, að langmestu leyti, úr hinni útlendu verzlun landsins. En utanlands gengur enginn íslenzkur seðill í verzlun öðruvísi, en svo sem á- v í s un á peninga landssjóðs. landssjóður ómögulega notað til gjalda- greiðslu á annan hátt en hér er sýnt, þ. e., hann gat alls ekki notað þær til að greiða með þeim nein gjöld sín, En tekjur, sem ekki verða notaðár í gjöld, eru nátturlegaenga r tekjur. Það ætti þo hver maður að geta séð, að. þegar, eins og hér er tilfellið, landssjóð- ur fær svo ónýtar tekjur í einni tekju- grein, að þær verða ekki notaðar tii gjaldagreiðslu, heldur verður önnur tekjugrein, sem g j al d-gilda r tekjur hefir þegar fengið, að hlaupa undir hagga og greiða þá gjalda-upphæð, sem hinar ónýtu tekjur ekki gátu fullnægt, þá tapar landssjóður eins miklum tekj- um eins og svarar upphæð þessara hans ónýtu tekja. Þessar ónýtu tekjur eru nú, eins og ofansýnt dags-daglegt dæmi vottar, allar tekjur, sem landssjóði eru greiddar í seðlum. Her er nú sýnt og sannað það, sem stöðugt á sér stað (hið faktiska) í þessu efni. Nu skal ég sýna, að eftir órjúf- anlegum reglum viðskiftafræðinnar hlýtur niðurstaðan ávalt og undan- tekningarlaust að vera sú, sem hér er sýnt að hún “faktiskt” sé. Seðlarnir sem M galt landssjóði voru skuldabref sjóðsins, þ. e. bréf, sem sjóð- urinn viðurkendi með, að liann veeri í hundrað krona skuld við þann er hafði þau í höndum og gæti sýnt þau. Nú voru þau j höndum M, og átti bann því hjá landssjóði 100 kr. í þeningum. Þeg ar M þvi kemur til landssjóðs með bréf þessi, þá kemur hann með kröfu upp á 100 kr. skuld hjá sjóðnum. Sjálfur skuldar M landssjóði, svo sem gjald- þegn, 100 kr. Þessar tvær skuldir ganga hvor upp á móti annari, þegar M færir landssjóði bréfin og landssjóður þiggur þau svo sem tekjuborgun. Með þessari greiðsluathöfn liefir þá lands- sjóður fengið tekjur, að upphæð null, e k k i n e i 11. Og þar er nú beinum viðskiftum M og landssjóðs lokið. En þau draga eftir sig 'dilk. Landssjóður fær tekjur til þess, að inna af hendi til- svarandi gjöld með þeim. Verði hann fyrir tekjutjóni verður hann að fylla upp skarðið á einhvern hátt. En það verður ekki fyit í ,þessu, fremur en nokkru öðru ,'tilfelli, nema landssjóður horgi sér sjálfur úr sínum eigin sjóði þær tekjur. sem M aldrei borgaði hon- um. Hann gerir þetta með því, að setja sig ínýjalQO kr. skuld á þann hátt, að hann gefur þessa seðla út aftur á sjálfan sig þeim t.djembættis- manni), sem hann á að greiða svo sem gjöld þær tekjur, er hann aldrei fékk frá M. Seðlana (sliuldabréf landssjóðs) fer svo embættismaður meðá pósthúsið, selur þá þar ríkissjóði fyrir póstávisun, sem ríkissjóður svo greiðir honum pen- inga út á í Höfn. en tekur aftur til sín jafngildi þessara Ipeninga úr peninga- deild, þ. e. úr tollfé fsiands í Höfn. Hefir þá landssjóður sjálfur borgað sér úr tollfó sínu (óbeinum tekjum) þá tekjupphæð er lausafjár skattur (hein- ar tekjur) skyidi hafa greitt honum, en greiddi honum aldrei. Hór er það nú tvísannað þeirri sönnun, sem ómögulegt er að rengja, að landssjóður tapaði 100% á því “að taka seðla upp í gjöld sín”, og er ég viss um, að hr. Johansen er of mikið að manni til þess. að gera rér upp það, skilningsleysi í svona einföldu og svona ljóslega sönnuðu máli, að segja, að hann hotni ekki í því. Stendur það enn fast og stendur fast til tímans enda, að landsstóður tapar 100%’ á hverri tekjugreiðslu, er honum berst í seðlum. Hr. S. J. játar, að hann só mér samþykkur um það, “að bankafyrir- komulagið eins og það nú er, síðan seðlarnir u r ð u innleysanlegir, er ó- h ep p i 1 e g t, og án efa mjög svo ólíkt fyrirkomulagi hanka erlendis”. Seðl- arnir urðu innleysanlegir í landssjóð með bréfi landshöfðingja 28. Maí 1886, hafa því verið innleysanlegir síðan bank inn fyrst byrjaði. Svo Pyrirkomulag bankans hefir þá verið “óheppilegt” frá hans fyrstu byrjun. Finanz-fyrirkomu lag, sem er óheppilegt, getur aldrei ver- ið annað en s k a ðlegt. Hr. S. J. heldur, að þegar bankinn hættir og landssjóður situr inni með alla seðlana, þá verði þeir þó með engu móti verðlausir, heldur gildi fyrir “að áætlun” 12—1500 000 kr. Það er kom- ið mál til, að menn fari að átta sig á þvi, hvers virði seðlarnir verða lands- sjóði, þegar bankinn hættir. Eftir 32. grein bankalaganna á landssjóður þá að leysa þá inn fyrir fult ákvæðisverð þeirra í gulli. Gerum að innleysa verði ein fjögur hundruð og fimtíu þúsund kr. í seðlum ; til ])ess vorður landssjóð- ur að að leggja út í gulli 450 000 kr. Nú eru seðlarnir lionum að eins kvittanir hand- hafa fyrir móttöku gulls- ins, allsendis verðlaus blöð, sem hann einhvern góðan veðurdag hrennir upp til ösku, svo aðverð þeirra er landssjóði = 000 000 tapar hann því, á inn- lausn þeirra, í gulli '450 000 kr. En þá eru nú veðin eftir og það eru seðlarnir, sem eiga nú að gilda fyrir þau ! ! Fyrst og fremst hafa þau nú aldrei verið sett gegn seðlum, keldur gegn þeim peningum landssjóðs sem seðlarnir, er bankinn liefir verið að lána út, hafa verið ávisanir á, pen- ingum, sem landssjpður hefir verið að borga með skuldir prívatmanna erlend- is, peningum, sem ég hefi m.irgsannað, að hann tapar liér um bil algjörlega ;

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.