Heimskringla - 21.07.1894, Blaðsíða 4

Heimskringla - 21.07.1894, Blaðsíða 4
4 HEIMSKRIN3LA 21. JÚLÍ 1894. Idfyrstai Ganada. Fólk segir það sé hið bezta. Paine’s Celei-y Compound fullnægir allra þörfum. í öllum borgum og bæjum i Canada er það vðistöðulaust fullvrt af öllum hinum beztu lyfsölum, að Paine’s Celery Compound seljist meira en nokkurt ann- að lyf. Og smákaupmenn úti á lands- bygðinni gefa því hinn sama vitnisburð. Og af hverju kemur þetta ? Auðvitað af þvi, að Paine’s Celery Compound er i flestum tilfellum óbrigðult læknislyf, og þeir sem kaupa það hafa aldrei ástæðu til þeirrar óánægju, sem svo þráfaldlega á sér stað með ýms önnur lyf sem menn eru narraðir til að kaupa. Paine’s Celery Compound er viður- kent með hinum frægustu uppgötvunum í læknisfræðinni. Það læknar gigtveiki, kirtlaveiki, hægðaveiki, lifrar og nýrna- veiki, taugaveiklun, höfuðverk o. fl. bet- ur og fljótara en nokkurt annað lyf; ein flaska nægir í mörgum tilfellum. Þetta er vissulega lyf, sem hver ein- asti sjúklingur ætti að nota. Varist að svíkja inn á yður einhverju öðru lyfi, er þér nafið beðið um Paine’s Celery Com- pound. Ef lyfsali yðar hefir það ekki við hendina, þá látið hann panta það fyrir yður. Winnipeg. Úr Þingvallanýlendu er oss ritað, að uppskeruhorfur séu með iang-bezta móti. Einn heitasti dagurinn, sem hér hefir lengi komið, var á mánudaginn var, um |10G st. hiti í skugga. Hr. Jóhann Th. Oddson, bóndi i Álftavatnsnýlendu, fór heimleiðis á þriðjudaginn, eftir mánaðardvöl í bæn- um. Á þriðjudagskvöldið var ákveðið að hafa íslendingadaginn i sýningagarðin- um, þar sem hálíðarhaldið fór fram í fyrra. Mrs. Helga Ólafsson, kona Jóns ritstjóra Ólafssonar, lagði af stað héðan til Chicago á þriðjudaginn var. Fylgja henni heillaóskir allra er henni kynnt- ust hér. I síðasta blaði, þar sem getið er um hverjir séu í íslendingadagsnefndinni, gleymdist að færa í letur nafn 9. nefnd- armannsins, hr. Benedikts Frimanns- sonar, forseta Verkmannafélagsins. Nafnið var skrifað, en var óvart hlaup- ið yfir það í setningunni. Piltur á 4. ári, Kristján Jónsson, til heimilis á horninu á Nena Stræti og Pacific Ave., datt og handleggsbrotnaði á mánudagskvöldið. Vinstri handlegg- urinn brotnaði, bæði beinin, nálægt únlið. Vor góðfræga drotning umgrundog sæ, það gott er að hafa í minni, oss sagt er að hrósi mjög Diamond hjá dáðriku þjóðinni sinni. [Dye Ef þessi vísa og þessi grein er send til Wells & Richardson Co. í Montreal, ásamt 25 cts. i peningum eða frímerkjum, þá fær sá sem sendir hið ágæta mánaðarlega familíu-blað “Our Home” sent til sín í heilt ár; sömuleiðis bók með myndum sem heit- ir "How to make Mats and Rugs,” og einn pakka af blek-efni, sem nægir til að búa til 16 únsur af besta bleki. Segið % hvaða blaði þer tdud þetta. H. Lindal, Fasteigna umboðssali, eldsábyrgðar - umboðsmaður, útvegar peningalán ogf innkallar skuldir. o Office 343 Main Str. Hjá Mr. Wm. Frank. Mr. E. A. Ferte, mikilsvirður skrif- stofuþjónn hjá bæjarstjórnlnni, hefir verið tekinn fastur, kærður um að hafa stolið af bæjarfé yfir $6000 á siðastl. 7 árum. Islendingadagurinn. Þeir, se.n óska að fá keyptan rétt til að selja veitingar eða annað í sýningargarðinum á íslend- ingadaginn, eru beðnir að snúa sér til herra Á. Friðrikssonar, RossAve., er gefur nánari upplýsingar. Vér viljum vekja athygli á aug- lýsing frá Mr. T. J. Tili.ett, skósölu- manni, á öðrum stað hér i blaðinu. Hann hefir vandaðar og ódýrar vörur. Getið um auglýsingu þessa, er þér kaup- ið eitthvað hjá honum. Friðrik Theodór, 10 ára að aldri, sonur hjónanna Gísla Gislasonar og Sigþrúðar Einarsdóttir hér í bænum, andaðist 14. þ. m. úr tæringarveiki. Hafði verið veikur um langan tíma und anfarinn. Þetta er 7. barnið, sem þau hjón hafa mist hér, og er því missirinn sár og tilfinnanlegur. íslenzkur maður, Sigurgeir (?) Sig- urðsson, drukknaði í Rauðárósum fyrra föstudagskvöld. Hafði verið á smábát og ætlaði að komazt upp á barða, er gufubáturinn “Ida” hafði í togi, en náði ekki haldi á barðanum. Jafnfram t slóst dragreipið á bátinn og kastaði hon- um frá, svo maðurinn steyptist út og i ána. Mrs. Einarsson, kona Jóns Einars. sonar úr Strandasýslu, á Notre Dame Ave. hér í bænum, er búin að liggja hættulega veik nær 6 vikum, en er nú komin á bataveg og er að smástyrkjast. Aðalmein hennar var gallsteinn, er ekki varð náð nema með operation. I þvi skyni skar Dr. Chown hana upp á bæjarsjúkrahúsinu fyrir rúmum mán- uði, og heppnaðist uppskurðurinn næsta vel. íslenzkir vesturfarar komu hingað á þriðjudagsmorguninn var, 61 talsins, en 69 komu þeir til landsins. Ein fjöl- skylda, 6 manns, varð eftir í sóttverði að Grosse Isle í Quebec, af þvíeitt barn- ið var veikt. Einn farþegi fór til Chi- cago og einn varð eftir i Halifax. Fólk þetta var lengi á leiðinni, fór af stað frá íslandi 14. Júní og kom með Allan-línu skipi. í Stykkishólmi stigu á skip um 20 manns, á Borðey'ri um 20, en hitt er af suðurlandi flest. Leiðsögumaður þessa hóps var séra Oddur V. Gíslason. Á móti hópnum fóru til Fort William, fyrir sambandsstjórnina B. L. Baldvin- son, fyrir fylkisstjórnina Jos Polson. SPURNING : Segist nokkuð á þvi hér í Ameriku, að klippa gamalt frí- merki af bréfi og líma það á annað nýtt, sem maður sendir frá sér ? Dakota. SVAR : Já, það segist áreiðanlega á )vi og það svo, að þeim, sem sekur er fundinn, verður það minnisstætt. Derby plötu-reyktóbak er hið geðfeldasta og þægi- legasta tóbak fáanlegt. Lesið auglýsing Jóns Eggertssonar í öðrum dálki blaðsins. Guðsþ.'ónusta fer !ram í Unity Hall á venjulegum tíma annaðkveld. Hr. Stefán Hafliöason er nýkominn norðan úr Nýja íslandi, þar sem hann hefir dvalið 3—4 mánuði. Athugið auglýsing Mr. Hanby’s á öðrum stað í blaðinu. Hann býður sauðaket ódýrar en almennt gerist. 17% borgar Commercial bankinn þessa dagana til að byrja með. Ávísan- irnar verða að vændum sendar eigend- um í dag. Einn rafmagnsvagnstjórinn fell út af langri lest í gær og meiddist mjög. Hjólin fóru yfir annan handlegg hans og hefir hann verið tekinn af. í “Committee”-salnum í City Hall er bók, sem hver maður i bænum, er vill og sem er atvinnulaus, má rita nafn sitt í. Hugmyndin er að komast eftir, hvað margir eru atvinnulausir. Annar hópur íslenzkra vesturfara kom til bæjarins á fimtudagsmorguninn, 35 manns, allir úr Múlasýslunum. Fóru að heiman 24. Júní og hafa því haft hraða ferð. Þeir komu yfir Atlantshaf með Dominion-línu skipinu Vancouver —Mislingaveikir voru 4 menn alls í þess um hóp, en álls ekki hættulega. Suðausturbrautin. Á miðvikudag- inn fór nefndin á ný til Greenways ag þaufaði lengi við hann um styrktarmál- ið og var hann að þvi tali loknu einna linastur og lofaði alvarlegri athugun málsins og afgerandi svari innan fárra fárra daga. Það er svo um hnútana búið nú, að skammlaust getur engin stjórn sagt nei, og þess vegna lítt hugs anlegt annað en fyrirtækið hafi fram- gang um síðir. Meðal annars er félagið býður, er samningur, undirritaður af megnandi mönnum, þar sem þeir á- byrgjast að flytja 30 millíónir feta af bjálkum, koma upp mylnum og saga innan 5 milna frá pósthúsinu í Winni- peg, að brautin skuli bygð af mönnum, er takast það á hendur eftir niðurboð um verkið,ef stjórnin svo vill, og að sá, sem lægst býður, hreppi verkið,, ef hann gefur viðunanlega tryggingu; stjórnin má vera í ráði með félaginu um að athuga boðin. Verði brautin bygð fyrir minna en S13 000 mílan, þá skal minnka fyrstu veðskuldabréfin sem þeim mismun svarar. Þegar samvinnu braut fæst austur að stórvötnunum, lofar félagið að gera sig ánægt með til- svarandi hlut af flutningsverðinu, sem ekki skal vera meira en 15 cents f.yrir 100 pundin frá Brandon eða stöðum austar í fylkinu til Port Arthur. Ráða- neytið á og að hafa hönd í bagga með að ákveða flutningsverðið austur, eftir því sem kringumstæður krefjast. Þetta virðast nefndinni aðgengilegri kostir, en stjórninni nefir nokkru sinni áður boðizt. ÚR BRÉFI ÚRNÝJA-ÍSL. DAGS. 11. JÚLÍ. “Héðan er mjög fátt að frétta. Tiðin þurviðrasöm og þar af leiðandi h’til grasspretta. Winnipegvatn stendur hátt í meira lagi nú, og hærra en það hefir staðið í 14 ár. Það hefir flætt alceg upp að skógi og meira sumstaáar, t. d. upp að þjóðveginum tvær milur fyrir sunnan Gimli. Þess vegna lítur nú illa út fyrir okkur sem ekki höfum nema flæðiengjar. Sumir eru þegar komnir vestur í land og farn- ir að heyja þar og er þó ekki gott, því flóarnir eru graslitlir og þrátt fyrir all- an þurkakaflann ærið blautir enn.” 0DYRT KJ0T. Hvað borgið þér fyrir sauðakjöt? í dag byrjum vér að sclja bestu tegund af sauðakjöti sem nokkum tíma hefir verið á boðstdlum í þessum bæ með eftirfylgjandi gjafyerði : heilt krof sem vigtar frá 25 pund til 60 fyrir 6 cents hálft — — — — 15 — 25 _ 7 _ aftur partur — — — — 8 — — 15 _ 8 _ fram partur — — — — 5__io — 6 — Komið og sjáið kjötið hjá - - - Jas. Hanby, 288 P0RTAGE AVE. TELEPH0NE 26. Gerið svo vel og skiljið efitir pantanir deginum áður en þér ætlist til að fá kjötið, vér tökum á móti pöntunum þangað til kl. 8 á hverjum eftir miðdegi. N.B. Vér seljum kjötið iun á öll beztu hotel bæjarins, Fáið ykkur E. B. Eddy ’s annaðhvort “indurated” eða tré- smérkollur. — Hinar ödýrustu og beztu á markaðinum. SM J ÖR-KOLLUR Eddy’s. SMJÖR-KOLLUR Eddy’s. SMJÖR-KOLLUR Eddy’s. SMJÖR-KOLLUR Eddy’s. SMJÖR-KOLLUR Eddy’s. Skrifið eftir prísum fáið sýnishorn hjá TEES & PERSSE Winnipeg, Man. KAUPIÐ ÆFINLEGA ÞAR SEM ÞIÐ FÁIÐ BEZTAR OG . . . . ÓDÝRASTAR VÖRUR. Hveiti. Bran. Fóðr-hveiti. Oil Cake. Flax Seed. Shorts. Hafrar. Hey. Linseed Meal. . . . Allskonar malað fóðr. • • • U/Vxx9 IRON WAREHOUSE. 131 Higgin Str. Landar í Selkirk. BJÖRN PÁLSSON, gullsmiður, er fluttur frá 628 Ross Ave. til 617 Elgin Ave. (Jemima Str.). Til Islendinga. Þar eð ég hefi keypt út kjötverzl- un þá, sem Mr. Th. Breckman hefir rekið að undanförnu, þá læt ég landa mína hér með vita, að eftirleiðis sel ég allskonar kjöttegundir EINUNGIS fyrir peninga út í hönd. Ég mun ætíð hafa á reiðum höndum nægar byrgðir af hinu besta kjöti, og mun selja við eins lágu verði og hægt er að kaupa sams konar vörur nokkurs staðar annarstaðar í borginni. Munið eftir staðnum 614 Ross Ave. Jón Eggertsson. $200 verdlaun. Undirritaður lofar að borga ofan- nefnda upphæð hverjum þeim, sem leggur fram ábyrgðarbréf (policy) út- gefið af Mutuaf Reserve Fund Life Association, í hverju félagið ábyrgist, að ábyrgðarbréfið skuli halda sér við sjálft eða borgast, út, er tilgreind ársgjöld þess hafa goldin verið i lö (fimtán) ár. Hin sömu verðlaun verða greidd hverjum þeim, sem leggur fram skrif- að skjal undirritað af þeim embætt- ismönnum félagsins; er til þess hafa myndugleika, og sýni skjal það, að hin sömu kjör fáist hjá félaginu með þvi, að borgar ábyrgðargjöld til þess í 15 ár; enn verða hin sömu verð- laun goldin þeim, sem leggja fram álíka skjal, í hverju félagið lbfar, að takmarka tölu borgunar ára á- byrgðargjaldsins —, eða lofar þvi, að hið upprunalega ábyrgðargjald, þegar ábyrgðin var tekin, verði aldrei hækk- að. J. H. Brock, Aðalforstöðumaður Great West lífsábyrgðarfélagsins. 457 MAIN STR. WINNIPEG. K. S. Thordarson, agent. WINNIPEG INDUSTRIAL SÝNINGIN * fer fram í sumar frá 23. til 28. July. Verðlaun framboðin alls — $ 15,000 — Sýnismunum verður veitt móttaka til 12. Júlí. Verðlaunaskrá fær hver ókeypis, sem æskir þess. Upplýsingar sýninguna áhrærandi gefur J. K. STRACHAN, forstöðumaður og gjaldkeri. X ÍO XJ 8. (ROMANSON & MUMBERG.) Gleymið þeim ekki, þeir eru ætíð reiðubúnir að taka á móti yður. Ole Simonson mælir með sínu nýja Scandinavian Hotel, 710 Main Str. Fæði $1.00 á dag. I íslendingar ! Þér fáið hvergi betri hárskurð og rakstr en hjá Sam Montgommery, . . . . 671 Main Str. Eftirmaður S. J. Schevings. Ef þið þurfið málaflutningsmanns við. þá reynið John O’Reilly, B. A., Barrister, Attorney Etc. Skrifstofa í Dagg-Block, SELKIRK, MAN. Þeir reykja ekkert annað, svo lengi sem þeir geta fengið Old Chum, þó aldrei nema þeir séu neyddir til að snýkja það eða lána, því það er ekkert tóbak sem framleiðir jafn kaldan og smekk- góðan reyk. — D. Ritchte & Co., Manufacturers, Montreal. Se 638 Jafet í föður-lelt. burtu. Þegar hann komst að því, kom hann þangað á hverjum morgni eins víst og sólin rann upp. Á einu þessu stræti voru flestir menn hljóðfærásalar og söngmenn — ítalskir allir, og eins og þér þekkið halda þeir æfin- ega hóp. Alli r þessir hölðu óviðjafnanlega andstvgð á þessari lagleysu, sem, eins og mál- tækið segir, banaði gömlu kusu, og hrutu því peningarnir til hornblásandans úr öllum átt- um á strsetinu, til að losast við hann. Á þessu sama stræti var klúbbur nokkurra ungra manna, kátra og gáskafullra. Þegar Iþeir sáu ítali gefa honum peninga til að fara, gáfu þeir honum peninga til að vera kyr og þeyta horn sitt fyrir dyrum klúbbsins. ítalir buðn betur, og betur aftur þeir á klúbbnum og á þennán veg græddi karl meira en allir aðrir loddarar og beiningamenn í þeim bluta borg- arinnar til samans. Nú, ef þér eruð rómmik- ill, þá get ég komið fyrir yður fótunum.” Ég spurði liann hvort, bann hefði ofan af fyrir sér á þennan hátt og játaði hann því‘ “og má ég segja yð.ur. að af öllum atvinnu- greinum er hún ágóðamest,” hélt hann afram. “Skal ég segja yður það, knnningi, að ég hefi dvalið á herskips þiljum, þó aldrei hafi ég sjómaður verið. Ég var ekki tekinn sem sjó- maður, heldur til að vinna landmanna vinnu niðri í lestinni og standa vörð aftur á skipinu. Var það livorttveggja, að sjómenusku þekking útheimtist ekki í minni stöðu, enda lagði ég Jafet I föður-leit. 643 En hvað Súsönnu sjálfa snerti, þá gat ég ekki greint að ég væri henni kærkomnari nú, en eftir tvo fyrstu mánuðina, er við vorum sam- an. Hún var mér ætíð þægileg og liafði aug- sýnilegan áhuga fyrir mínum velferðarmálum, ætíð viðbúin að aftra mér, eí ég var léttúð- ugur í tali, vingjarnleg og sagði meiningu sína hispurslaust, en, að mér stundum fannst, mildari í dómum um alla aðra en mig. En ekki gat ég séð að ég þokaðist nokkuð nær takmarkinu, enda var það sannast að ég þorði aldrei að tala við hana eins og ég hefði gert við aðra stúlku, sem óí'ullkomnari hefði verið í mínum augum. Stundum fannst mér þó, að hún brosa hýrlegar en við önnur tækifæri ogþegarég kom einhversstaðar að, ekki gat ég greint að hún nokkurn tíma þreyttist á návist minni. Ef ég stundum minntist á gifting annara, eða á atlot, er að líkum mundu leiða til hjónabands, tók hún því vel og án þess að roðna og talaði um það eins og hvert almennt málefni. Ég var ráðþrota. Þarna liafði ég nú verið henni samtíða hálft annað missiri á annad ár og enn hafði ég ekki feng- ið einurð til að segja henni að ég elskaði hana. En eitt sinn þegar við vorum tveir saman braut Mr. Cophagus upp á tali um þetta. Byrjaði hann með að segja mér hvað hjónaband sitt liefði verið áuægjulegt, að liann væri búinn að sleppa allri von um að eignast erfingja, en að sig langaði t:l að sjá Súsönnu 642 Jafet í föður-leit. LXIX. KAPÍTULI. [Ovæntar fréttir gera mig óráðinn og mig langar aftur inn í lieim tízk- unnar.] Ég vissi að Timm var að herma eftir mér í svari sínu, en gaf mig ekki að því, og vænt þótti mér að hann féllst á tillögu mína. Ég lét hann svo hjálpa mér og undir tilsögn minni blanda meðulunum. Ég skýrði fyrir honum efni og náttúru hvers meðals og lét hann lesa margar bækur um eðlisfræði og sáralækningar. Eftir tvo þrjá mánuði, var hann orðinn svo vel að sér, að ég gat sleppt verkinu við hann og komið hvergi nærri. Þar sem ég einnig hafði vikadreng tók ég mér ró eftir liádegið, en lét. Timm gegna búðarverkum. Verzlunin gekk vel og ég var stöðugt að safna peningum. Á frí stundum mínum sat ég hjá Cophagus-íólkinu, eins og óþarft er að segja frá, og með degi hvoruin óx ást mín til Súsönnu Temple. Satt sagt álitu þau Mr. og Mrs. Cophagus bæði, að trúlofun okkar væri sjálfsögð og spouguðu oft um það við mig þegrtr kún var ekki við. Jafet í föður-leit. 639 enga stund á að kynna mér sjómannastörf, þó ég væri um Qögur ár a skipsfjöl. Alt, sem ég lærði, voru málýzkur og máltæki sjóaranna og það verðið þér að reyna að læra af mér. Að síðustu strauk ég til Lundúna, en fljótt hefði ég fundist og verið seudur til baka, hefði ég ekki látið gera mér tréfótinn, sem ég nú ber í hendinni. Ég kunni mikið af sjómannasöngvum og byrjaði tafarlaust á þessari iðn minni, sem er langt frá því að vera aíleit, skal ég segja yður. Trúið þér því, að stundum, eftir sigursöngva, hef ég fengið í ab um tvö pund á dag, og það dag eftir dag. I heild sinni jafnast tekjur mínar upp í 15 shillings til eins punds á dag. Þar sem þér lijálpuðuð mér úr klóm land-ká- karlsins, er innan skamms hefði komist að því, að ég geng á tveimur íótum og sent mig í fangelsi sem annan falsara, þá skal ég nú launa yður með því að keuna yður iðn mína. Þér skuluð vinna í félagi með mér þangað til þér eruð fullnuma, og xir því er nægilegt landrými fyrir okkur sinn í hvoru lagi, á Englandi En athugið, að enginn má vita um tekjur yðar á dag, því annars fer liver ein- asti betlari í landinu S sjómannabúning, og þá er alt liti." Þetta var svo gott boð að ég gat ekki neitað því, en þáði það með þökk- um. Fyrst um sinn vann ég með lionum á þann liátt, að sýnast einkentur, bitt haud- leggínn við síöuna og Jét ermina d’mgla tóina.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.