Heimskringla - 04.08.1894, Blaðsíða 2

Heimskringla - 04.08.1894, Blaðsíða 2
o HEIMSKRINGLA 4. ÁGÚST 1894. komr út á Laugardögum. TtieHeiraskringla Ptg.&Publ.Co. útgefendr. [Publishers.] Vetð blaðsins i Canada og Banda- ríkjunum : 12 mánufli $2,50 fyrirframborg. $2,00 t> ---- $1,50 ---- — $1,00 3 ----- $0,80; ------ — $0,50 Rltstjórinn geymir ekki greinar, sem ei^i verða uppteknar, og endrsendir- þær eigi neina frímerki fyrir endr- seudiug fylgi. Hitstjórinn svarar eng- um brdfuin ritstjórn viðkomandi, nema í blaðiuu. Kafnlausum bréfum er enginn gaumr gefmn. En ritstj. svar- ar höfundi undir merki eða bókstöf- uin, ef höf. tiltekr slikt merki. Uppsögnógild að lögjm,nema kaup- andi sé alveg skuldlaus við blaíiið. Ritsjóri (Editor): EGGERT JÓHANNSSON. Rádsmaðr (Busin. Manager): J. W. FINNEY kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst. Peningar sendist í P.O. Money Or- der, Registered Letter eða Express Money Order. Panka-avísanir á aðra banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar með afföllum. 653 Pacific Ave. (McWilliam Str.) / Islendingadags-ræður. ÍSLAND. Eftir W. H. Paulson. Island, landið sem við erum flest- ir komnir frá. landið, sem við allir köllum okkar föðurland, landið, sem við yfirgáfum til þess að bæta kjör okkar. landið, sem við treystum olck- ur ekki til að lifa í eða vildum ekki lifa í, laudið lcalda og hrjóstuga, land- ið. sem hið efra cr þakið brunahraun- um og ægilegum jökulbungum, og hið neðra svo oft umgirt snjóhvitri hafís- breiðunni, þetta land er þó, þrátt fyr- ir alt, það land, sem við íslendingar elskum mest allra landa. Eina land- ið undir sólunni, sem við elskum. í>að er endurminningin um þetta land, sem hefir safnað okkur saman hér í dag. Það er endurminningin um það, sem komið hefir á þessari íslenzku þjóðhátíð, sem við nú höldum í fimta sinni. Og þó að við taekifæri eins og það í dag, sé .nargs að minnast, þá er þó aðalatriðið, sem fyllir hugi okk- ar, endurminningin um ísland. Það er því vandi að minnast íslands svo vel og heppilega að samboðið sé tæki- færinu, og samhljóða við hugi tilheyr- endanna. Það er engin uppgerð, eða mein- ingarlaust ytra látæði þetta, sem kall- að er ættjarðarást hjá því broti af íslenzku þjóðinni, sem hingað er kom- ið, heldur er það innileg og fölskva- laus velferð til lands og þjóðar. Og það er þess vegna, sem íslendingar hér láta lítið yfir því sjálfir, hvað sín föðurlandsást sé mikil. Þeir reyna aldrei að sýnast fyrir öðrum mönnum eða öðrum þjóðum í því efni. En þeirra ættjarðarást kemur mest og skýrast fram í því, sem þeim er ósjálf- rátt. í því, sem persónuleg tilfinning hvers einstaklings knýr hann til. Að engin afturför á sér stað, að þvi er snertir ræktarsemi þeirra og til- finningar gagnvart íslandi, þó að ár- unum fjölgi, sem þeir eru hér, og vistaböndin við nýtt land og nýja þjóð Styrkjist, lýsir sér glögt í því, að þess- ar tilfiuningar eru alveg þær sömu lijá íslendingunum sem komu hingað fyrir 20 árum, eins og hinum, sein komu hingað fyrir 10 árum eða einu ári. En ir.erkilegast er það, að þær virðast líka vera þær sömu hjá ungum og gömlum. Jafnvel þeir sem fæðst hafa hér í landinu hafa tekið þessa tilfinn- ing í arf eftir sína íslenzku foreldra. Ekki verður þó sagt, að íslendingar hér séu stoltir af sinni þjóð. Þeir eru að sönnu dálítið laundrjúgir yfir henni sín á milli, en þeir herast hins vegar ekki mikið á út af henni, né því ís- lenzka þjóðerni, út á meðal annara manna. Þeir eru lítið fyrir það, að halda uppi nafni eða minningu íslands meö hátiðlegum skrúðgöngum, flögg- um og fánum. Þetta er eðlileg afleið- ing af því, að þegar hingað er komið þá finna þeir svo átakanlega til þess, hvaða þjóðarkríli það er, sem þeir tilheyra ; hvað hún er fátæk og þó eink- um hvað hún er fámenn. En einmitt þetta, sem þeim finst hana skorta til samanhitrðar við aðrar þjóðir, hefir orð- ið og mun lengi verða til eflingar því, að þeím taki ynnilega sárt til hennar, mikið sárara en ef hún væri í þeirra augum ein af stórþjóðum heimsins. En svo verður þetta líka til þess, að þeir eru minna hugfangnir af því íslenzka þjóðerni, þjóðháttum og þjóð- búningnum. Það alt gengur þeim und- ur létt að leggja niður. Þegar ég Var á íslandi, heyrði ég marga konu segja, að hún færi vist ekki að leggja nið- ur íslenzka húninginn þó hún færi til Ameríku. En hveraig hafa þær stað- ið við það? Svoleiðis, að þær hafa oítast verið i lánsfötum af vinstúlk- um sínum meðan verið var að koma upp enskum húningum lianda þeim. Kannske annars að allir þessir fjaðra- hattar séu heiman af íslandi ? En hvað er þá orðið um skotthúfuna, silfurhólkinn og silkiskúfinn ? Líklega er það alt geymt á einhverjum góðum stað, Og færi einhver að tala um það, að konurnar á Islandi brúkuðu afkára- lega Ijótar skotthúfur, mundi systrum þeirra hér þykja það liin mesta ósvinna og mundu fljótt minna á það, að heima þótti skotthúfan mjög tignarlegt fat en að hafa hana sjálfar á höfðinu einn einasta dag, mundu þær ekki taka i mál, nlma þá með því að loka gig inni. Nei, þessi velvild til íslands kemur eklti í Ijós í fastheldniþeirra við íslenzka þjóðsiði, heldur miklu fremur í því, hve umhugað þeir láta sér vera um alt, sem að íslandi lýtur og hverja hluttekning þeir sýna í kjörum þjóðarinnar. Það er nú, eins og kunnugt er, hart hér í ári, og því hefir verið haldið fram, og aiment trúað, að ekki sé æskilegt að margir að heiman bætist þetta árið við þá íslendinga. sem hér eru fyrir. En ég hefi ekki tekið eftir, að eftirspurn in um það, hvenær þeir komi, þessir fáu, sem von er á, sé neitt minni en að undanförnu, né að þeim só miður fagn- að en áður. Þegar hér um daginn var von á einum 35, þá biðu; að minnsta kosti, 350 íslondingar, eða 10 á móti hverjum einum, á járnbrautarstöðvun- um til að fagna þeim og taka á móti l>eim. í þessu og því líku eiga Islend- ingar ekki neina sína líka. Að minnsta kosti sjást ehgir þjóðflokkar í þessum bæ safnast eins saman, til þess að taka á móti innflytjendum af sinni þjóð. Englendinnar eru fulldrjúgir út af því, að vera Englendingar, en það her ekki á, að þeir þyrpist I nundruðum Jað járn- brautinni, þó það fréttist einhvern dag- inn að von sé á hóp af löndum þeirra. Hið sama má segja um alla aðra þjóð- flokka, sem í þessum hæ búa og hvar annars staðar, sem ég til þekki. Þeir eru, þessir þjóðfiokkar flestir, heilmikið upp með sér, hver af sínu landi og sinni þjóð, en lengra nær það ekki, að öðru en því, að írarnir í þessu landi hafa gjört sér annt um frelsisbaráttu sinnar þjóðar og stutt hana með peningum. Við ísieddingar erum minna drjúgir af okkar þjóð, en við elskum hana ekki minna, að því skapi, né tekur minna sárt til hennar.Okkur tekur svo einkennilega sárt fil okkar þjóðar af þvi, að við vit- um að hún hefir fyrir ýms ómild örlög orðið að dragast aftur úr öðrum þjóð- um. Hefir orðið nokkurs koaar heims- ins olnbogabörn. En fyrir það elskum við hana því heitar, og svo fyrir hitt.að við vitum að eftir hana liggur að fornu og nýju margt, sem vekur aðdáun okk- ar- Við elskum þjóðina fyrir það, að við lifum, í andlegum skilningi, enn þann dag í dag, á þvi sem hún sjálf hef- ir fram leitt. Við sitjum við hennar eigið borð,hvað bókmentirnar snertir.þó hingað sé komið. Þeir sem alast hér upp og mentast í þessu landi, eiga auðvitað kost á að njóta til fulls hins mikla ágætis enskra bókmenta,en þann kost eiga ekki hinir, sem hingaðhafa komið eldri, og þeim eru þær fclenzku bókmentir dýrmætir fjársjóðir, og við vonum og óskum að þeim, sem mentun þessa lands fá, verði þær það líka. Við vonum og óskum að íslendingar í þessu landi. missi aldrei sjónar á þeim, fargi aldrei sinni föðurleyfð, og ég ber engan kvíðboga fyrir að það verði. Ég þekki nokkuð livað fólk hér les og eftir hverju það sækist, ég þekki hvernig það rífur út hverja nýja ís- lenzka bók, sé í henni nokkur veigur, hvernig hvert einasta nýtt kvæði er lært utan að ; hvemig fólkið kann ís- lenzkar ljóðabækur svo að segja utan að, spjaldanna á milli. Að minsta kosti þori ég að fullyrða, að varla mun hér staddur neinn fullorðinn íslendingur, sem ekki getur, hvar sem er, haft upp utanbókar fleiri og færri hinna feg- urstu íslenzku kvæða, en þó einkum kvæðin um ættjörðina. F.g er hræddur um að það yrðu fáir aftur á móti, sem gætu. þulið upp úr sér utan bók- ar mikið úr Shakespeare, Burns, Bj-ron og Tennyson, eða þá þeim, sem standa okkur enn nær, svo sem Lowell, Bryant Longfellow og Whittier. En þetta er ekki af því, að ekki séu margir okkar á meðal, sem kunna að meta gildi þessara og annara enskra höfunda, heldur af hinu, að það íslenzka hefir algerð yfirráð yfir hugum okkar og tilfinningum. Langt mun verða þess að bíða, að við getum sungið enska sálma með eins mik- illi tilfinningu og sálmana eftir ís- lendinginn, sem nú liefir legið í gröf- inni 1 fullar tvær aldir, og sem annað íslenzkt skáld hefir svo heppilega kallað “Davíð konung þessa jökul- lands” ellegar þa eftir nútíðar sálma- skáldið, hinn réttnefnda Islands Gerok. Til hvers væri að skipa okkur, þó við séum hingað komnir, að gleyma Bjarna og Jönasi, Matthíasi og Stein- grími ? Til hvers væri að skipa okkur að leggja niður áhuga fyrir íslenzkum bókmentum og virðingu fyrir þeim? Það hefði að minnsta kosti ekki meiri árangur, en þó okkur væri hannað að ganga a fótunum, e í í þess stað skípað að ganga á höfð- inu. Við elskum því islenzku þjóðina fyrir hennar ágætu hókmentir, sem við viljum ekki fyrir nokkurn mun lgeyma Við vitum líka, að hún þolir saman hurð við aðrar þjóðir 1 því efni. Lítum hérna í kringuin okkur og virðum fyrir okkur hvað liggur eftir 35 þúsundirnnr íþessum hœ, og herum saman við íslenzku þjóðina, sem er að eins helmingi mannfleiri. En þsð er að eins helmingi mannfleiri. En f>að þarf ekki til. Við getum farið hvert á land sem er, hvert í heim sem er, og finnum livergi jafn-mörg góð skáld að tiltölu við fólksfjölda. ísland hef- ur á þesseri öld átt allmörg skáld, sem hefði þótt sómi sinnar þjóðar hvar í heimi sem verið hefði. Nokk- ur, sem liefði orðið heimsfræg, ef f>au ekki hefði lifað í varðhaldi fátæktar og fámennis. Ef J>au hefði ekki ver- ið „Fuglar í búri.“ Ef ekki liefði mátt rjettilega heimfæra upp á þau vísuna: „Ilreyfið ei vængina, hímið þið, hæðið þá ei með að ílögra; lokaða búrið ei gefur grið, °g gjæfi það smugu þá tækju við hindranir húsveggja fjögra. Þeim, sem fært er að fljúga, í fangelsi’ er dapurt að búa.“ Eða hvað mundi mega segja um Kristján Jónsson? t>að er ekki lík- legt að við höfum nokkurn tímafeng- ið að þekkja til hálfs hvert skáld hann var, eða hefði getað orðið ef hann ekki hefði orðið að ala mestan aldur sinn'við að standa yfir sauðum, binda votaband og rista torf. Fyrir þetta og margt annað elsk- um við íslenzku þjóðina, og við elsk- um hana líka fyrir það, að við vitum að hún, þjóðin heima, ber alveg sama hlýja hugarþelið til okkar, sem hing- að erum komnir. Auðvitað er okkar ekki mynnst sem ldylegast af einu íslenzka blaðinu um þessar mnndir, og jeg veit þið hafið tekið eptir þvf, að það blað er sjer úti um sem allra flestar og sem allra Ijótastar óhróðurs-sögur, sem mögulegt er að tína saman um okkur, og gerir sjer mikið far um að útbreiða þær. Jeg veit að það hefur ekki far- ið fram hjá ykkur, að af þremur bók- um, sem ú„ hafa komið fráokkur hjeð- an síðan í fyrra, hefur blað þetta get- ið að eins einnar, og sú bók gekk, eins og vitanlegt er, út á það, að s/na dekkri hliðina á mannlegu sið- ferði. Og þetta blað flytir sjer svo að leggja þann dóm á, að þar sje nú sú ekta 1/sing á lifnaði okkar Vestur- íslendinga. Að það sje svo skínandi góð mynd af ykkur, herrar mínir og dömur. En vitíð fyrir víst, að á bak við þetta stendur ekki hugur þjóðar- innar í okkar garð, þó þetta sje elsta landsins blað; ekki einu sinni ritstjór- ans sjálfs, því að jeg veit að haDn ber til oktcar hlyjan hug. t>að gæti jeg sannað með hans eigin orðum, ef jeg hirti utn að lengja mál mitt með því. En ritstjórinn hefur tekið þessa stefnu upp gagnvart okkur, sem þá heppi- legustu, sem hann hefur haft vit á til þess að vinna á móti útflutningi, og verður hann nú, síðan hanu komst f þetta n/ja ástand, að ávarpa okkur allt öðruvísi en áður. I>að mynnir mig á alkunnu þjóð- söguna af djáknanum á Mirká. Hann átti vingott við konu, sem Guðrún hjet. En svo drukknaði hann í Hörgá og verð að draug. Hann vildi halda áfram afskiptum sfnum við Guðrúnu eptir sem áður, og var vfst alveg eins vel við hana. En nú var hann orðinn að draug, og í því ástandi gat hann ekki nefnt hana Guðrúnu, því draug- ar geta ekki nefnt guð, og varð haon því, þegar hann talaði við hana, að segja: Garún, Garún.— t>annig er því varið með ritstjórann, sem jeg mynnt- ist á. í sfnu nýja ástandi getur hann ekki nefnt okkur þeim rjettu nöfnum, en jeg þori að fullyrða að honum er alveg eins hlýtt til okkar nú eins og áður. Og við elskum ísland sjálft sjálf- sagt eingöngu fyrir það, að við erum þar uppaldir, en ekki svo mjög fyrir hina einkennilegu náttúrufegurð þess, því landið er ekki alls staðar jafn- fagurt, en mennirnir hjer, af öllum pörtum landsins, elska það jafnt. Jafnt þeir sem komnir eru frá þess ömurlegustu hörgum og illviðra út- kjálkum, eins og hinir, sem komið hafa úr hinum veðursælustu sveitum þess. Og jafnt hvort menn háfa alist þar upp f hjörtum sölum, eða moldar- kofum með skjágluggum. Alls stað- ar þekkist hin kalda og gróðursnauð náttúra landsins, svo allir getum við, þegar við borfum til baka, tekið und- ir með skáldinu sem kvað: „t>á fundust mjer hólar og holtin ber °g hlyju dagarnir fáir.“ En þar sem við erum staddir nú, getum við líka haldið áfram með sama skáldinu og sagt: „Svo er það og vfst. En þar eru þau blóm, sem andi minn heitast þráir.“ Landuám íslendinga f þessu landi ber opt glögganu vott þess, að þeir elska íslenzkt landslag og ís- lenzka náttúru, og það, hvernig þeir haía hyllst til að reisa bæina sfna á þeira stöðvum, sem að einhverju leyti hafa mynnt á íslenzka hólinn, lækinn eða lautina, og hvað þá heldur fjallið, hafi þess verið kostur. Hvað íslend- ingnum, hvar sem hann er staddur, verður ósjálfrátt hlýtt til alls, sem ber á sjer einhverja líkingu af íslaudi, kemur fagurlega fram hjá skáldinu Ilannesi Hafstein, þar sem hann er að yrkja smákvæði eitt um Klakksvík í Færeyjun). Maður skilur fyrst valla í, því hann er að yrkja uin þessa vík, en það kemur upp f seinustu vísu kvæðisins; sem byrjar svona: „Fjallgirða fagra vík, fósturlands stöðvumlfk“. Maður sjer þá undir eins að hann hefur orðið ástfanginn af víkinni, af því hún var „fósturlands stöðvum líkt“. Og svo heldur hann áfram: „Vorsólin veki þig, vorblómin þeki þig“. Þessar sínar blessunar óskir læggur hann yfir víkina, bara af því hún er lík íslenzkum „stöðvum“. Hvers góðs mundi hann ekki vilja árna landinu sjálfu? Fámennt eins og ísland er og fá- tækt, afskekkt og einmana, þá er þó frá þvf það afl, sem bindur okkur saman í dreifingunni hjer, sem sjer- stakann þjóðflokk. I>að er þetta afl, sem verður yfirsterkara öllum öðrum öflum, sem.þessa hafareynt að hindra, og það hefur megnað svona mikið vegna þess, að það er þjóðlegt kær- leiks afl, sem bindur okkur við landið og þjóðina heima. I>að eru þær ís- lenzku landfestar, sem aldrei bila. Og strengirnir, sem frá þessum Jandfest- um liggja, inn á hvert einasta fslenzkt heimili f þessu landi, inn í hveit einasta íslenzkt hjarta f þessu landir eru sterkir, en þó einkuro viðkvæmir* af því þeir eru ofnir saman við okkar eigin hjartastrengi, knýttir utan um okkar viðkvæmustu og hugljúfustu tilíinningar. Ætli einhver að slíta sundur þessa strengi, þá kennum við svo sárt til, eða með öðrum orðum: okkur rennur svo fíjótt blóðið til skyldunnar með allt, sem ísland snertir, af því við elskum ísland. íslending-ar í Vesturheimi. Ræða eftir B. L. Bai.ovvix.son. Eitt af þvi fyrsta sem mér d'ett- ur í hug í samanburði við þessa þjóð- hátíð, þennan afmælis eða aldurdag Islendinga í Vestnrheimi, er það, að þessi hátíð, sem vér teljuin hina 5. þjóðhátíð vora, hún er í raun réttri, og ætti að teljast, hin 21. í röðinni, því að i þessum mánuði erum vér húnir að hafa tilveru í þessu landi sem sérstakur þjóðflokkur í rétt 21 ár. Hér í landi er myndugleika-tak- mark einstaklingsins bundið við 21 árs aldur, og eftir þeirri reglu, getum vér skoðað þessa vora þjóðhátíð sem hátíð- lega minning þess tímabils, þegar vér tókum á oss þjóðernislegan myndug- leika hér í landi. Þessi þjóðhátíð er þá eftir minni meiningu myndugleika- aldurdagur íslendinga í Vesturheimi og þess vegna álít ég vel til fallið, að vér lítum nú yfir afkastað erviði ung- dómsáranna, eða yfir vorn hérlenda æfiferil fram að þessum tíma, að vór höidum reikningsskap við sjálfa oss, til að athuga, hvar vér nú stöndum gagnvart sjálfum oss, gagnvart frænd- um vorum á fósturlandinu og gagn- vart hinum öðrum þjóðflokkum er hyggja þetta land. TJndir útkomu slíks reikningsskapar er það komið, hverja von vér höfum ástæðu til að gera oss um framtíð vora og afkom- enda vorra hér i landi. Það hefir verið tekið fram á ýms- um samkomum hjá oss Vestur-íslend- ingum, að það sem fyrst vakti þjóð- flokk vorn til útflutninga til Vestur- heims, var hin meðfædda sjálfsbjarg- ar-þrá fólksins, sem það ekki átti kost á að fullnægja á meðan það dvaldi á Islandi. Meðvitundin um þeirra eigin innri kraft til að bjargast betur und- ir hagfeldari kringumstæðum, sem þeim þá var kunnugt um að voru hér tii staðar, heldur en þeir áttu kost á að njóta á fósturlandinu. Það var sú öfl- uga driffjöður, sem knúði hina fyrstu ísl. vesturfara til að leita hingað vest- ur um haf. Frumherjar þessarar hreyfingar eða þcir sem fluttu vestur á hinum fyrstu útflutningsárum, frá 1873 til 1880, voru án efa meðal hinna hraust- ustu og kjarkmestu á meðal þjóðar vorrar. Þeir líktust liinum norsku forfeðrum að þvi, að þeir þoldu ekki eða vildu ekki þola, að búa undir þá- verandi óhagfeldu stjórnarfyrkomulagi. Þeir sáu hina vaxandi fátækt þjóðar- innar, hina vaxandi ómegð landsins og þeir fundu engar röksemdir til að hyggja á neinar framtíðarvonir fyrir sig á fósturlandinu, og svo skildi þá hinn fyrsti verulegi hópur ísl. vestur- fara við ísland þann 4. Agúst 1873. og um 25. sama mán. settu fót á þetta fyrirheitna land, land, frelsisins sjálf- stæðisins og framtíðarinnar. Þa? sem hverjum af oss er leift að leita sér lífshjargar á þann hagfeldas.a hátt. Þessir frumherjar lituðust um og leituðu landnáms í hinum neðri fylkj- um Nova Scotia og Ontario. En þeir voru vandir að fleiru en virðingu sinni, þeir voru engu siðir vandir að vali á bújörðum og þess vegna hóldu þeir áfram leitinni, þar til þeir lentu og staðnæmdust á hinu mikla og frjó- sama sléttulandi vestan stórvatnaldas- ans mikla, sem liggur í miðju þessu landi. Frá þessu frækorni, sem fluttist frá íslandi í Ágúst 1873, hefir nú vaxið íslenzkur þjóðflokkur hér á þessu meginlandi, sem nomur um 12—15 þúsundum manna, eða fullur 0. partur allrar hinnar íslenzku þjóðar. Þessi þjóðbálkur, sem vér nefnum Vestur-íslendinga, er að mörgu leiti óh'kur Austur-íslendingum. Vestur- Islendingar eru íjörugri, framtakssam- ari, sjálfstæðari en Austur-íslendingar. En þar með er alls ekki sagt, að þeir séu að sama skapi hygnari en frænd- ur þeirra eystra. Vér þurfum ekki annað en líta yfir þau verk, sem Is- lendingar hafa unnið í þau 20 ár, sem þeir eru húnir að vera hér í álfu. Enginn, sem nokkuð þekkir tíl þoirra, mun með rökum geta lirakið það, að Vestur-ísleudingar geti nú að mörgu leyti mæit sig við stofnþjóðina eystra. Bygðirnar og búin" landsmanna vorra í hinum ýmsu nýlendum vestanhafs, sem fyrir 20 árum voru enn ómæld, og á þeim tíma ómælileg eyðimörk, eru nú að allflestra dæini, þeirra er vit hafa á, blómlegri, fegurri og frjó- samari,. heldur en föðurlandsbygðirnar og búin, þótt þau séu þúsund árum eldri en vor hú eru. Þetta er að þakka atorku og framtakssemi þeirra, er flutt hafa vestur, og þá sérstaklega þeirra, er fyrstir fluttur og síðan leiddu aðra á eftir sér. Nútíðarhagur vor og fram- tiðarvonir vorar eru bjartari en mér gðtur hugsast þær væru, ef vér vær- um enn þá á íslandi. Þegar vér berum oss saman við aðra þjóðflokka aðkomna í þessu landi,. þá virðist mór að við standa vel að vígi að öllu léyti. Líkamlega erum vér að jafnaði eins gervilegir eins og aðrir þjóðflokkar sem hingað koma. Eg veit ekki hvort þér eða hve marg- ir af yður hafa tekið eftir því. En mér sýnist ekki betur en að Vestur- íslendingar séu að stækka ; mér sýn- ist vort unga kvenfólk vera upp og ofan stærra en mæður þeirra, sem kemur sjálfsagt til af því, að þær hafa hér betri aðbúð, lieldur en mæð- ur þeirra höfðu á Islandi. Só þetta svo, þá megum vér vænta þess, að okkar afkomendur, sem lialda íslenzka þjóðhátíð hér vestan hafs að 50 árum liðnum, verði risar í samanhurði við oss, sem hér erum í dag. Ég segi að við séum l’íkamlega eins gervilégir og aðrir þjóðflokkar, sem til þessa lands flytja, og sama er að segja um oss að því er við kemur sálarliæfileikum þjóðflokksins. Að þessu leiti megum vér að vísu ekki gerast dómarar í sjálfra vor sök. En ef vér megum meta að nokkru dóma margra hinna merkustu manna í þessu landi, eins og þeirra útilendinga, sem ferðast hér um til að sjá það sem fyrir augun ber, þá megum vér með réttu vera hróðugir yfir því, að vera meðal hinna beztu þjóðflokka sem koma hértiilands. Oss er hælt fyrir hraust- leik, og dugnað, siðprýði, löghlýðni reglusemi, sparsemi fyrir innhyrðis samheldni og mig minnir að oss hafi einhverntíma verið hælt jafnvel fyrir skilsemi í viðskiftum. Yfir höfuð að tala hefir oss verið hælt meira og oftar en nokkrum öðrum þjóðflokki sem til þessa lands kemur, og það er vissulega sannfæring þeirra, er þann- ig hæla oss, að vér eigum hólið skil- ið, og oss þykir vænt um þetta. Það lætur jafnan vel í eyrum, að heyra fremur gott en ilt um sig talað, og það hlýtur að vera öllum þeim þóknanlegt, sem hera nokkra virðing fyrir sjálfum sér, að frétta það utan að, aö þeir séu vel þokkaðir hjá meðbræðrum sín- um. Sjálfir getum vér dæmt oss af ýmsum merkjum. Heimkynni vor í þessu landi eru eins góð, að ég ekki segi betri, en heimkynni annara manna af hinum ýmsu þjóðflokkum ; hörn vor tiltölulega eftir /ólksfjölda eins mörg á skólum eins og hörn annara þjóðflokka ; börn sem eru námfúsari en börn annara þjóð- flokka. Þetta sýnum vér meðal annars með því, að í öllum ísl. bygðarlögum hér vestra halda landsmenn vorir uppi sínum eigin skólum og það sem mest er í varið og það sem enginn annar út- lendur þjóðflokkur í þessu landi getur stært sig af(að því sem mér er kunnugt) að við höfum kennara af vorum eigin þjóðflokki á öllum vorum skólum, Að því er snertir æðri menntun, hljótum vér hreinskilnislega að játa, að vér er- um litið á leið komnir hér í landi enn þá. En þó máske eins langt eins og með sanngirni verður af oss lieimtað fyrir þann tima, sem vér liöfum verið i landi þessu, og vissulega eins langt eins og nokkur annar útlendur þjóðflokkur hér í landi. í hlaðamennsku stöndum vór án alls efa með höfuð og axlir yfir aðra útlendinga í Canada, og liöfuð og axlir yfir frændur vora á íslandi. í verklegri (mechaniskri) þekkingu erum vér að eins skamt á leið lcomnir, sem og í vísindum jog fögrum listum. Enda verður eingin fullkomnun af oss heimt- uð í þessum greinum enn þá. Frum- býlingar í framandi landi iiafa vanalega annað að gera á liinum fyrstu áratug- um æfi sirmar, heldur en að gefa sig við fögrum listum eða vísindum. Það verð ur fyrst fyrir oss útlendingunum að starfa að því að lialda lífinu í oss og börnum vorum með hverri þeirri heið- arlegri vinnu er vér eigum kost á að njóta og reynsla vor í þessu landi er sú, að vór séum að engu eftirbátar annara í kapphlaupinu fyrir daglegu brauði, þar sem vér stöndum jafnt að vigi og aðrir menn í þessu landi. Ég skal nefna eitt dæmi : Vér erum fiestir vanir sjó- eða vatnaveiðum af íslandi og fiskveið- ar láta fslendingum nýkomnum til þessa lands betur en flest eða öll önnur vinna; hór stöndum vér þá jafntað vigi við hina innfæddu Canadamenn, sem búa í kringum okkur og heimsins frjó- sömustu fiskivötn, að meðtöldu okkar eigin Winnipegvatni. Við fiskveiða-at- vinnuna i Winnipegvatni hafa nú ís- lendingar í miklum meiri hiuta hina vandasömustu stöðu, við þá atvinnu- grein. í sambandi við þessa atvinnu- grein og aðra flutninge ganga nú 12—14 gufubátar á Winnipegvatni og meiri hluta af þessum skipum er stýrt af ís- lendingum, sem sjálifir eiga 2 þeirra. Þetta sýnir meðal annars það, að lausa- menn vorir eru færir um að ltalda sinu í samkeppni við alla aðra, þar sem um þær atvinnugreinar er að ræða, sem þeim eru tamar. í pólítík þessa lands höfum vér einnig tekið talsverðan þátt á síðari ár- um, svo að engir útlendir þjóðflokkar hafa jafnast við oss að því leyti og lík- indi eru fyrir því, að innan fárra ára verðum við færir um áðíláta til olýVar taka i landsmálum ú nokkuð annan irntt og betur, að ég ekki segi lieiðarlegar, en vér höfum enn þá gert. í siðferði og trúmálum höfum vér sannfæringu fyrir, að vér séum að engu eftirbátar annara þjóðflokka [né heldur eftirbátar innlendra manna eða vorra eigin fræmla á íslandi, og ef mað- ur má nokkuð dæma af verkum, þá held ég að vér Vestur-íslendingar séum feti framar en sjáliir Austur-íslending- ar í þessu hvorutveggja. Ég sagði áðan, að vér Vestur-ís- leddingar værum næsta ólíkir Austur- íslendingum, að því sérstaklega, að vér erum fjörugri, framtakssamari og sjálfstæðari, Undirgefnisandinn hefir ekki það hásæti hjá oss hór, sem hann hefir hjá frændum vorum eystra. Mér finnst oss vera gjarnt að vilja ráða oss sjálfir, liugsunum og athöfnum, án ut- an að áhrifa, miklu meira en á sér stað á Islandi, að þetta sé svo, sést hezt á þvi, að þeir menn, sem hafa verið mikið leiðandi menn á íslendi, hafa eft' ir að hingað var komið og það þótt þeir þekki vel hérlent mál og þjóðháttu, hreint ekki getað leitt .Vestur-íslend- inga né náð þeirri viðurkenningu hér, sem þeir náðu á íslandi. Þetta kemur án efa tií af því, að hin uppvaxandi kynslóð sem vér að visu köllum íslend- inga, af þvi að þeir eru fæddir af íslenzk um foreldrum, en sem eru fæddir hér í landi og iiafa alizt upp undir Vínlands áhrifum og náð menntun á innlendum skólum. Þoir eru þegar farnir að ráða með og sumstaðar fyrir foreldrunum. Þeim finnst eitthvað óviðfeldið að láta leiðast af mönnum utan af íslandi, eða yfir höfuð að tala af þeim mönnum, hvaðan som þeir koma, sem sjálfir eru útlendingar í landinu. Um skyldur vorar við sjálfa oss, við þá þjóð, sem vér erum að blandast við, og við landsrnenn vora á íslandi, hefir áður verið talað á samkomum vor- um og þjóðhátíðum. Skyldurnar við sjálfa oss eru mjög einfaldar, en eigi að siður þýðingarmiklar fyrir þjóðflokk vorn í þessu landi. Þær eru fyrst af öllu þær.að vór skoðum það ekki skyldu- verk eins sérstaks flokks rnanna á með- al vor, að leggja rækt við skilning fólks ins, lieldur að vér skoðum það vera fyrstu og helgustu skyldu, að liver einn af oss leggi alla mögulega rækt við sinn eigin skilning, að vér gerum oss sem allra hæfasta til að taka vorn fulla og áhrifamesta þátt í öllum þeim málum, er mega aukavelsæld ogvirðingu sjálfia

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.