Heimskringla - 04.08.1894, Blaðsíða 1

Heimskringla - 04.08.1894, Blaðsíða 1
NR. 31. Heimskríngia. WINNIPEG, MAN., 4. ÁGtJST 1894. Minni. Snngin a Islendingadaginn 2. Agust 1894. / Island. Þú hafi girta hnjúkaland, Þú Heklu’ og Geysis móðir, Með eldhraunsflóð og ísaband Og ösku’ og jötun-hlóðir, Og kolsvört hella geysi-gin í gljúfra feikna rönnum, Sem aldrei hafa átt að vin Nema’ ögn af mosa’ og hvönnum — Og jökulfold, úr jökulkyrð Af jeljafingrum klipin, Þú ert vor móðir, ströng og stirð Og stórhreinleg á svipinn. Og þú ljær stormum þrumuróm Og þungann mararkvæðum, Og þú átt söngsins sólarblóm Og sól á Bragahæðum. Nú skin þig sumarsólin á Og sveipar fjöllin blossum, Og Ægir vill sig vin þinn tjá Með votum, söltum kossum, Og dalir hjúpast blíðum blæ, Þær bernsku vorrar slóðir, Og hýrt er yfir bóndabæ, Sem blessar nafn þitt, móðir ! Hve fegin varstu, feðra storð, Er féllu járn af höndum. En hvað skal hálfmælt hjálparorð ? Þitt hjarta’ er enn í böndum. Hvert mæðutár á móður-kinn Og myrkvi’ á svipiium bjarta, Og harmasköp og skaði þinn, Það sker oss inn að hjarta. Ef hyggin ert og hugsanber, Þinn horfna dýrgrip færðu; Og rendu augum yfir ver Til Ameríku og lærðu. Við vitum nú þú veizt oss af, , Þó við ei árlangt flnnumst, Og við hér fyrir handan haf Þín hjartanlega minnumst ! Kuistixn Stetansson. Canada. - A. - * Þú, mikla fold, með fjöllin há, Er fjölium öðrum gnæfa hærri, Og breiðast flestum fjöllum stærri, Þér tign er skrifuð enni á. Þú, mikla fold, er laugað lætur I lagaröldum þína fætur Við þriggja sæva samstemmt lag. Nú syngjum vér þér gleðibrag. Þú. ljúfa fold, með frið og ró, Með fiskivötnin stærri og smærri, Með himin öllu hreinni, og tærri, Og sléttu-breiðu bjartan sjó, Sem úthaf, kysst af logni’ og ijóma, En líka þakinn dýrstum blóma — Heill þér, vor nýja fósturfold, Með frjóa, dðkka gróðrarmold. Þú, fold, með æsku’ og frelsi’ á kinn, Svo full af heimsins dýrstu vonum, Gef þínum dætrum, þínum sonum Svo tæran hug sem himin þinn. Þinn frelsisbikar fram oss réttu. Ger frjótt vort starf, sem þína sléttu, Og eflt, sem heimsins undra-tröll, Þín ógnum þrungnu Klettafjöll! Einaií Hjörleifsson- Vestur-Islendingar. Vér nú í nýju landi Oss numið höfum byggð. Með hlýju bróðurbandi Sú byggðin skyldi tryggð, Með rækt þess rótta og sanna Og rækt við fóstur-mold, Með 4st til allra manna Og ást við þessa fold. Þvi alt hið göfga og góða, Sem gróðursett ég veit Við yndi æsku ljóða í okkar hjartareit. Skyldi’ aldrei liða’ úr lundu, En laga allan hug Og hefja á liverri stundu Enn hærra vængjaflug. En sundrung öll hin illa Á oss ei vinni svig, Né hjáræn heimsku-villa, Sem heldur vizku sig. í sundrung fræ er falið, Sem fljótum þroska nær, Og heimskan að eins alið Sér umskiftinga fær. Og þá er lán í landi Og lifsins byr á skeið, Er frjáls og framgjarn andi Hver fylgist sömu leið. Og þá mun þjóðlíf dafna Hjá þessum unga lýð, Og andans arði safna Mun okkar nýja tíð. Gestur Palsson. í slendinga-dagurinn. Veðrið var hið ákjósanlegasta. Heldur svalt allan daginn. Skúradrög í lofti fram að hádegi, en eftir það heiðrikt loft, þéttingskaldi á norðan fram undir kl. 6, en eftir það logn. Afls munu hafa verið í garðinum 1500 til 2000 manns, og yfir höfuð munu flestir hafa farið heim ánægðir yfir skemtun dagsins. Af hjólreiðinni gat því miður ekki orðið í þetta skifti. Þegar til kom vildu engir taka þátt i henni nema A. F. Iieykdal einn. Vonandi betur gangi næst. Frá löndum. Frá N. Dak. er oss ritað 30. Júlí: •‘Á útnefningafundi óháða flokksins (The Independents) í Pembina Co., er haldinn var í Hamilton 24. þ. m., voru 3 íslendingar kvaddir til sóknar : Steph- án Eyjólfsson, Garðar, sem þingmanns efni, F. F. Björnsson, Mountain, sem County Commissioner, Páil Jóhannsson, Carlisle, sem County-dómari (Justioe). MINNEOTA, MINN., 18.JÚNÍ. (Frá fréttaritara vorum). Tíðarfar er fremur þurt og foeitt, hiti núj sumar licfir eigú allsjaldin kom- izt yfir 100 stig i skugga. . Akrar og engi muinu hér yfirleitt vera með lakara mótiá hálendi eru þeir víða brunnir, tóbur út fyrir að hey afli manna muni verða með iniima móti i haust. Manndauði: I síðastl. mánuði andaðist úr taugaveiki Guðnún Sigfinns dóttir, dóttir Sigfimns bónda Pétursson- ar frá Hí.konarstöðum á Jökuldal í Norður-Múlasýslu og Sigwfibjargar Sig- urðardöttir frá Refsstöðum í Vopna- firði. Prestamál: Flestir hér fagna prestaskiftunum tilvonandi, enn flestir munu kenna í ferjóst. iw -séra Níels S. Þoriáksson, ef hann fær ekki atvinnu, en menn búast við að ha®n muni fá at- vinnu l»Lrna í prestsnauðarbj'gðunum uyrðra. FéJagsmál: 8. þ. m. var kvennfé- lagsfundur í Norðuflbygð og á þeim fundi var kvennfélag nefndrar bj'gðar uppleyst. Skaði varð aðfaranótt hins 11. þ. ma., brann nautafjós og kornbindari hjá Arngrimi G. Vestdal. 'Tjjón $3—400. 4. Júií var að tilhlutun Norður- bygðar kvennfélapps gleðisamkoma að Hákonarstödum hjá JGunölaugi bónda Péburssyiii. Orða-belgrinn. [ðdlum, sem sómasamilega rita, er velkomið að “leggja orðí hélg;” en nafn- greina verðr hver höf. sig við ritstj., þótt ekki vilji nafngreina sig i blaðinu. Engin áfellis-ummæli um einstaka menn verða tekin nema með fullu nafni undir. Ritstj. afsalar sér aflri ábyrgð á skoðun- um þeim, sem koma fratn í þessum bálki]. FRF.TT FRÁ AKRA, N. BAKOTA. (I.ítið er lítið, en eigi ekkert). Ný endurbót er enn þá erðin í trú- brögdum hins íslenzka lúterska kyrkju- félags. Séra Jónas A. Sigurðeson er hættur að hræða “íslenzku skjátuimar” i söfnuðum sínum með þtí lielvíti i trú- arjátning vorri, sem Jesús “steig niður til” hérna um árið. Presturinn hefir aðdáanlega kanm- ast við það, að vort gamla helvíti er nú orðið mjög svo máð og hrjáð af sífcldri brukun vorrar heilögu kyrkju og enda orðið oftroðið lika, en menntun og nátt- úrlegt buvit hefir sagthonum, að gríska helvitið “Hades” hefir legið ónotað um margar aldir og er nú eins og nýtt í samanburði við hitt hylkið. Hann skar því niður þenna bragðvonda há- karl úr trúarjátningunni og lét “Hades, á öngulinn aftur. Þessi lærði maður, sem þekkir jafnt “Fenrisúlfinn” ogalla guðfræði, álítur það miklum mun betra fyrir börnin, er hann “ondurfæðir með vatni og anda”, að vera og verða heldur tilheyrandi þessum nýupptekna kvalastað, ef til Þess kæmi fyrir þau. Það er líka svo ástatt, að í “Hadei” er “afkráningur”, sem heitir “EJysium”, fyrir hina út- völdu, rétt í sama herberginu, sem ó- neitanlega er miklu skemtileira, svo hvorirtveggja geta talast við og kynnst hver öðrum, enda virðist og líklegt, að I “faðir Abraham” hefði gefið ríka qiann- 5 inum einn dropa af vatni til að kæla með tungu sína, ef hann hefði haft svona þægilega afstöðu, þótt æfinlega hefði hann viðrað fram af sér sendiför- ina til að frelsa fimm bræður hins ást- ríka og skyldurækna bróðurs frá kvöl- unum. Það er sannarlega bæði fagurt og þakklætisvert, þegar ungur prestur,ný- kominn til embættis, gerir þvílika bún- aðarbætur í guðsríki, en mikill skaði er það, éf málið um þessa endurbót hefir ekki verið borið upp á kyrkjuþinginu. Páfar og kardinálar ! “Eftir er yð- ar hluti! ” Stutt svar til ritstjóra Heimskringlu. Kæri herra! Útafþví, sem ég sagði i fregnbréfi minu í 27. tr. Hku. þ. á. um brezku stjórnina í sambandi við vígcirðingarn- ar hér á eynni, hefir þú ritað dálitla grein í 28. nr. Hkr., með fyrirsögninni: “Kínverja-þrætan”. Með því ég get ekki að öllu leyti fallist á skoðun þína í nefndri grein, þá finn ég ástæðu til að svara henni með nokkrum orðum. Þú segist “ekki” vera mér “sam- dóma í því, að það sé stórvægilegt “kjaftshögg fyrir Canada”, að stjórn Breta vill að haldið sé áfram að ráða Kínverja til vinnu Jvið víggirðingarnar á Vancouver-eynni”. Það er svo! En hvað er það þá, þetta athæfi stjórnar- innar, ef það er “ekki” kjaftshögg fyrir hvita T-erkmannojUikkinn * í Cauada, en þó sérstaklega í B. C,, eins og ég komst að orði í fregnbréfinu ? Þess er jafn- framt vert að geta, að það eru fleiri en ég einn, sem þú ert ekki “samdóma” í þessu efni, þvi í hraðskeytinu, sem ég tók upp í fregnbréfið, stendur þetta meðal annars : *Þaö er af öllum dlítið, nema fjamka afturluiIdsmörtnum d Eng- landi, að þetta sekjaftehögg fyrir Canada". Eftir þessu hraðskeyti að dæma, ert þú þvi alls engum “sauidóma” í máli þessu nema fjarska afturfealdsmönnum á Eng- landi. Mér og mörgum öðrum vinum þínum og blaðs þíns, mundi þykja mjög leiðinlegt, ef þú færir nokkuð til muna að aðhyllast og útfereiða römmustu aft- urhaldsskoðanir afturhaldsflokksins á Englandi. eða hvers annars afturhalds- flokks sem væri, en ég vona að naumast þurfi að óttast það til muna, þó að þú í þetta sinni virðist hafa villst inn á viflu- stigu þeirra. Fyrir þessu. undarlega afturhaldsá- liti 'þínu færir þú þá ástæðu, að ekki hafi nema “einú” af 8 samþingsmönn- um frá B. C. “minnst á málið”—þ. e.: að Kinverjar yrðu ekki ráðnir til vinnu við víggirðingarnar, og að hægt væri að fá meira en nógu marga hvita verk- menn innan fydkisins”—, og því “naum- att að búast við öðrum undirtektum” hjá stjórninni en þeim, sem mál þetta fékk”. “Þaðvantar «vo mikið á”, seg- ir þú enn freanur, að áttundi hluti sé meiri hluti, a§ stjórnin hlautað virða það að engu, en hugsa heldur um þann vilja meiri hlutans, -sem æfinlega er vís, aö fá öll opinber verk unnin fyrir svo lágt verð sem fengist getur”. Af þessu má meðal annars ráða það að þér sé talsvert betur kunnugt um hvað brezka stjórnin “hlýtur” að gera og láta ógjört, höldur en sambandsþings manni þessa ibæjar, Col. Edward Gaw- ler Prior. Þvá ef honum hefði verið jafnkunnugt um þetta og | ér virðist1 vera, þá hefði 'honum að öllum likind-1 um aldrei dottjð í hug að hreyfa þessu máli, á þann feátt sem hann gjörði það, þar sem hann hefði þá fyrirfram vitaði það fyrir vist, “að stjórnin hlyti að virða það að etigu”—að minnsta kosti, ef hann fengi ekki aifla samb.þingmenn héðan úr fylkinu, og fleiri eða færri af meðlimum Canadastjórnar, til þess að fallast á skoðun íána. Það hefðiauðvitaðverið mikið betra og æskilegra, að aMir sambandsþing- mennirnir úr þessu fylki hefðu lagzt á eitt með að hrinda þessu þýðingarmikla málefni áfram, þó það hefði aldrei orðið til annars en þess, að ekki hefði verið Iiægt að afsaka stjórnina með því, að að eins “einn” þeirra hafi “tniíinst á mál- íð”. En þó að þeir hefðu nú aflir gjört það, þá er samt sem áður enginn vissa fyrir því að brezka stjórnin hefði svarað öðruvísi en hún gjörði, úr því hún tók alls ekkert tillit til þess þó Col. E. G. Prior vekti athvgli hennar á málinu, en sem margir álita að átt hefði að vera næg bending fyrir hverja mannúðlega og siðaða stjórn til að fara eftir, í svona serstöku tilfelli að minnsta kosti. Og þó að aliir (8) samb.þingmenn héðan, ásamt fleiri eða færri meðlimum Canadastjórn- ar, hefðu unnið að þessu máli með Col. Prior, . en brezka stjórnin þó svarað eins og hún gjörði, þá mundir þú ekki hafa kallað það neitt “stórvægilegt”, eða yfir höfuð fundið ástæðu til að vera sérlega óánægður með svarið, því þú segir í ofannefndri grein þinni, viðvíkj- andi því ef |svo ihefði farið : “þá vár •) Allar leturbreytingar í þessari grein eru eftir mig. 'A, J, L. heldur ástæða til að kalla þetta svar frá Englandi “kjaftshögg”. Það skinút úr lessari setningu, að þér þykir það "held ur” vafasamt, hvort það svar stjórnar- innar hefði réttilega getað heitið kjafts- högg fyrir Canada ! En hvaða nafn mundir þú þá hafa viljað gefa því ? Hrað það nú snertir, að það sé “vilji meiri hlutans”, að fá öll opinber verk unnin fyrir svo lágt verð, sem fengist getur, þá er það, eins og allir vita, venjulegast svo, enda þótt að út af þvi geti ef til vill brugðið í vissum til- fellum. En hvað um það. Eruð þið, þú, brezka stjórnin og þessi blessaður “meiri lfiuti”, viss um það, að víggirð- ingarnar kosti minna með þvi, að láta Kínverja vinna við þær, heldur en ef hveitir verkmenn hefðu eingöngu feng- ið vinnnna ? • Mér þykir ekki ólíklegt að það yrði talsverðum örðugleikum bundið fyrir ykkurjað sanna það. Eg býzt nú við að þú munir ef til vill glæp- ast á mismun kaupsins, eins og sv« margir aðrir, og segja því að lítill vandi sé að sanna þetta, þar sem að Kínverj- ar hafi fast að því helmingi lægra kaup en almennir hvítir verkmenn hafi hér í fylkinu, en ég vil £á stynga því að þér, að það eitt sannar alls ekkert. Til þess að sanna að víggirðingarnar kosti minna með því að hafa Kínverja, þá verður þú að sýna og sanna, að hvitir menn vinni ekki eins vel fyrir sínu hærra kaupi eins og Kínverjar fyrir sínu lægra kaupi. Og ef svo skyldi tiltakast, eftir að þú hefir ýtarlega rannsakað þetta, að þú komist að þeirri mjög svo líklegu niður- stöðu, að hviti verkmaðurinn hafi full- komlega unnið fyrír $2 á dag, þar sem Kinverjinn hafi laklega unnið fyrir 81,- 25 á dag, þá færi óneitanlega að verða í meiralagi lítið úr öllu sparnaðartali þínu úm það, “að stjórnin” hafi “hlot- ið að virða að engu” tiflögu þessa “eina’ manns, Col. Prior’s, “en hugsa heldur um þann vilja meiri lilutans, að fá öll opinber verk unnin fyrir svo lágt verð sem fengist getur”. En setjum nú svo, að brezka stjórn- in hefði vitað það fyrir vist, að víggirð- ingarnar mundu kosta nokkrum dollars meira, ef hún eingöngu hefði hvíta verk- menn. Hvað þá ? Átti hún þá endi- lega að láta Kínverja fá alla vinnuna? Mátti hún ekkií þessu einstaka tilfeifli, breyta út af reglunni, með “að fá öll op- inber verk unnin fyrir svo lágt verð sem fengist getur ? Ég segi jú! Ég á- lít að hún hafi ekki einungis mdtt það, heldur að það hafi verið siðferðisleg, ef ekki lagaleg skylda hennar að gjöra það, þar sem svo sérstaklega stóð á. Því hér var og er spurningin blátt áfram um það, hverjir verðugri sé að fá mavgra ára stöðuga stjórnarvinnu, hvítir verkmenn, brezkir þegnar, sem árlega borga allar þær skyldir og skatta til stjórnarinnar hér, sem þeim eru á herðar lagðar, og þeir eru færir um að borga, sem einnig kaupa hér allár sínar lífsnauðsynjar og á þann hátt styðja að fjörugu viðsktftalifi í landinn, |sem í einu orði að segja eiga meiri og minni þátt í öllum nytsömustu og beztu fyrir- tækjum og framförum rikisins, — eða Kínverjar, sá lang-óþarfasti, leiðinleg- asti og skaðlegasti mannflokkur, sem nokkru sinni hefir stigið fótum á strend ur þessarar heimsálfu, mannskepnur, sem senda alla þá peninga er þeir græða hér yfir til Kína, ýmist fyrir nauðsynj- ar sínar; því þessar skepnur kaupa all- ar sinar nauðsynjar í Kína þó þeir dvelji hér, til að leggja þá inn á banka þar, eða þá til þess að hjálpa öðrum engisprettum i mannsmynd til að kom- ast liingað, til að lijálpa sýr til að eyði- leggja, eftir megni, alla lífsbjargar út- vegi hvíta verkalýðsins, sem telja má víst að þær e.yðileggi alveg á endanum, ef ekkert er gjört til að stöðva innflutn- iag þeirra og yfirgang, heldur alt látið reka á reiðanum, eða öflu heldur hlynnt að hvorttveggja (sbr. vinnunni við víg- girðingarnar). því þeim fjölgar hér nærri því eins stórkostlega og bakterium í hæfilega miklum hita ! TJm þetta er spurningin, og í raun og veru um ekkert annað; því alt tal um það, að verkið hefði orðið miklu dýr ara með því að láta eingöngu hvita verkmenn fá vinnuna, er algjörlega ó- sannað, og því að engu leyti til greina takandi. Hverjir eru svo verðugri fyrir vinn- una? Hvórn þessara mannflokka var þá liklegra að Breta (og Canada) stjórn styrkti til efnalegs sjálfstæðis, styrkti til að ná fótfestu í landinu, með þessari miklu víggirðinga-vinnu ? Sýnist þér nú virkilega, þegar þú íhugar málið betur, að það hefði átt að þuija að knýja brezku stjórnina áfram á réttlæt- isveginn (þó það hefði verið liægt), með stjórnar- og sambandsþings-ákvörðun- umfráOttawa? Og að endingu þetta : Heldur þú i alvöru, að Bretastjórn hafi látið sér detta sú f jarstæða í hug, að það yrði á móti “vilja meiri hluta” sinna hvítu þegna, ef hún léti þá sjálfa eingöngu njóta vinnunnar við þessar oft nefndu víggirðingar, þó aldrei nema verkið kynni þá að kosta dálítið meira ?” Noi, svona hraparlega lieimska og illgjarna ínátt þú naumast ímynda þér brezku stjórnina,því síður “meiri hluta” af þegnum hennar. Ég vona að þessar fáu skýringar minar geti nokkurn veginn sannfært þig um það, að ég hefi ekki litið mjög skakkt áþetta mál í fregnbréfi mínu, og að þú hatir því ekki haft neina verulega ástæðu til þess að vera mér “ekki sam- dóma” um það. Victoria, B. C., 24. Júlí 1891. Þinn Ásgeir J. Líndal. Misskilningur. er það hjá vini vorum, Ásgeir J. Lín- dal, að ímynda sér að vér ætlujn að fara að “aðhyllasi og útbreiða römm- ustu afturhaldsskoðanir afturhalds- flokksins á Englandi” etc., að því er snertir Kínverja vinnuþrætu í British Columbia. Allur seinni liðurinn í grein þeirri í Hkr., er herra Á. J. L. hefir orðið að svo grófum ásteytingarsteini, er órækur vottur um skoðun vora á Kinverjum. Öll málalengingin um það hvaða álit vér höfum á kostnaðarmis- muninum, ef hvítir menn ynnu verkið, en ekki Kínverjar, er ástæðulaus. Vér höfðum aldrei neitt um það sagt, en getum nú tekið fram, að samkvæmt almennum mælikvarða hér.vinnur með- almaður hvítur á móti tveimur meðal Kínverjum. Vort álit er því, að kostn- aðurinn sé og verði engu minni þó Kín- verjar vinni meginhlut verksins. Eigi að síður er afsakandi þó stjórnarráðs- menn Breta (sem enganveginn eru tald- ir afturhaldsmenn) kunni að “glæpast á mismun kaupsins, og undir kringum- stæðunum ber að skoða þetta mál frá þess, en ekki voru sjónarmiði. Það eru kringumstæðurnar og sam- bandið, sem þarf að skoða, en ekki ein- stöku atriði. Það vita allir og viður- kenna, að réttlæti og manirúð <etli að ráða gerðum hverrar stjórnar sem er, en það vita líka allir, að ekkert slíkt á sér stað, nema ef vera kynni í einu dæmi af n^flíón. Þess vegna er alveg óhætt að segja, að það þarf “að knýja brezku stjórnina áfram á réttlætisveg- inn”, öldungis eins og hverja aðra stjórn. Án þeirrar svipu, sem knúð getur eina eða aðra stjórn áfram, geng- ur ekkert eða rekur með að fá nauðsyn legar réttarbætur fyrir einn eða annan flokk manna. Og sú eina svipa, er til þess útheimtist er órækur vottur um vilja fjöldans. Þann vott vantaði alveg hér, þar sem einn maður einungis lét til sín heyra, en átta voru til. Frá póli- tísku sjónarmiði gat stjórn Breta þess vegna ekki greint nema vilja áttunda- hlutans í héraðinu og enda hann efasam an, þvíaldrei eru allir í kjördæminu á- nægðir með gerðir fufltrúa sins. Frá þessu sama pólitíska sjónarmiði gat þá stjórnin ekki heldur gert annað réttara en ganga framhjá beiðni hans og halda áfram með Kínverjana, sem hún að sjálfsögðu liugsar að vinni verkið ódýr- ar en hvítir menn mundu gera, af því þeir heimta hrerra kaup. Alt þetta hefði Col. Prior átt að sjá og vita fyrir- fram og hegða sér samkvæmt því. Af framkomu hans í þessu máli má ætla hann pólitískt þöngulhöfuð, sem ekkert erindi hefir á þing eða i stjórnmálaþref, þar sem pólitík ræður öllu, en réttlæti og mannúð litlu eða engu. Hvað snertir ummælin um álit allra á fregninni í Victoria-blaðinu, þá eru þau bókstaflega einskis virði. Þau sýna ekkert eða sanna nema orð þess, er rit- aði hraðskeytið. Því það er öflum kunnugt, að allar sérlegar fregnir eru sniðnar samkvæmt vilja þess blaðs er kaupir. Blaðið veit hvað lesendunum lætur bezt i eyrum, og svo skipar það fregnrita sínum í fjarlægum stað, að sniða fregnina samkvæmt þeirri þörf. Þetta er leyndardómur, sem öllum mönnum um þvera og endilanga Ame- ríku er opinber. Meira að segja, fjöld- inn af svo nefndum hraðskeytum eru mestmegnis rituð á skrifstofu blaðsins, er flytur þau. Blöðin fá beinagrindina af fréttinni, en sjálf klæða þau hana og færa þá náttúrlega í þá mynd, er þeim þykir hentast. Ristj. Hkr. Frá vanheilsu til heilbrigðis. REYNSLA GÓÐKUNNS BÓNDA í BRUCE COUNTY. Hann segir sögu af veiki þeirri, er hann þjáðist af, og hvernig hann fékk heilsuna aftur, til þess að þeir, sem þjást af líkum sjúkdómi, geti einnig fengið bót meina sinna Tekið eftir Tees Water “News”. Það eru liklega fáir sjúkdómar, er heimsækja mannlegan flkama, sem eru þjáningameiri og verra að útrýma, en sjúkdómur sá, sem kallaður er Sciatica. Það eru engin orð til, sem geti lýst þeim þjáningum, eins og þær eru, ef þær annars eru á háu stigi, og það eru naumast þeir sjúkdómar tii, sem ervið- ara er að lækna, en einmitt þessi veiki. Þegar fregnin um afturbata Mr. William Baptist barst út, fór fregnriti blaðsins “News” af stað til að hitta að máli Mr. W. Baptist, sem er heiðvirður bóndi í Culrose Township, til að fá frá honum sjálfum áreiðanlega vissu fyrir fregn þessari. Mr, W. Baptist er mað- ur skynsamur og vel efnaður bóndi, er hann alkunnur í því bygðarlagi og al- menn álitinn mjög vandaður og áreið- anlegur maður í afla staði. Hann er á bezta aldri, og hans núverandi ásig- komulag virðist ekki bera neinn vott um að hanu hafi nokkurntíma þjáðzt af lungum sjúkdómi. MrjW. Baptist tók vingjarnlega móti fregnrita blaðsins, og með mestu ánægju og lipurð sagði hann honum frá, hvernig hann hefði fengið heilsuna aftur, og hann bætti því við, að hann skoðaði það skyldu sína að gera það, svo að þeir sem þjáðust eins og hann hefði þjászt, gætu einnig feng- ið bót meina sinna. Þangað til haustið 1892, sagðist Mr. Baptist hafa verið hraustur og heilsu- góður maður, en einmitt þá hefði hann veikst af þessum slæma kvilla Sciatica, rétt um uppskerutimann ; tiðin var þá votviðrasöm og köld. Einungis þeir, sem reynt hafa slíkar þjáningar, geta bezt borið um, hversu mikið hann varð að líða. Hann sagði að kvalirnar hefðu verið rétt óþoiandi. Þrautirnar voru svo miklar með köflum, að svitinn streymdi af honum, og marga nótt kom honum ekki dúr á auga ; dagarnir voru angurs og þjáninga dagar og næturnar veittu honum enga hvíld. Ýmsra ágætra lækna var leitað og mismunandi meðul reynd, en alt kom fyrir það sama, og honum fór síversn- andi. Sá hluti líkamans, sem veikin var í, fór að visna, og holdið eins og að losna frá beinunum ; mátturinn fór smá þverrandi, og að siðustu eins og dauði komin í alt. Tíminn leið og vonin um bata hvarf með öllu, þrautirnar héldust við allan veturinn. enumvorið fór hann að reyna Dr. Williams Pink Pifls. Þeg- ar hann hafði brúkað nokkuð af pillun- um, fann liann að þær bættu honum; vonin um bata vaknaði h?á honum, og þegar hann hafði brúkað upp úr þrenn- um öskjum, voru þrautirnar horfnar, iíf fór að færast i hinn aflvana part Hk- amans og hann að ná aftur sínu heil- brigðisástandi. Hann hélt áfram að brúka pillurnar. þar til hann hafði tek- ið upp úr tólf öskium, eftir það var hann orðinn svo frískur, að hann gat gengiðað vinnu, og nú, þann idag í dag, er hann orðin heifl heilsu sinnar. Síðan hefir Mr. Baptist ráðlagt öðrum að brúka Dr. William’s Pink Pills, og á- rangurinn hefir orðið affarasæfl. Efnafræðislegar rannsóknir sýna, að Dr. William’s Pink Pifls hafa alla þá eiginlegleika inni að halda, sem út- heimtast til að styrkja taugakerfið og hreinsa blóðið. Þær eru óbrygðular við öllum þeim kvillum, sem orsakast af spilltu blóði eða veikluðu taugakerfi, lystarleysi, þreyttri hugsun, vöðva-ó- styrk, svima,minnisleysi, liðagigt, mátt leysi, mjaðmagigt, riðu, Lagrippa og þær eru einnig óyggjandi við kirtla- veiki og heimakomu o. s. frv., og svo eru þær sérstaklega góðar við öflum kvennsjúkdómum, gjöra þá rjóða sem fölir eru; enn fremur eru þær ágætar við alla þá kvilla, sem orsakast af of mikilli áreynslu, hvort heldur andlegri eða líkamlðgri ásamt öllu óhófi af hvaða tegund sem er. Dr. William’s Pink Pills eru búnar til af Dr. William’s meðala-félaginu í Brockville, Ont. og Scheuectadz, N. Y. og eru seldar einungis í öskjnm með merki félagsins á umbúðunum, á 50 cts. askjan, eða G af þeim fyrir 82,50; þær fást ihjá öllum lyfsölum eða með pósti frá Dr. William Medicine Co. Varið yður á aflri eftirstælingn. Sumar, vetur, haust og heiðskírt vor ef hamingjunnar viltu rekja spor, og helgar vit þitt húsi þínu’ og bæ, , þá hafðu ætíð frægan “Diamond Dye,” Vor góðfræga drotning umgrundog sæ, það gott er að hafa í minni, oss sagt er að hrósi mjög Diamond hjá dáðríku þjóðinni siuni. [Dye

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.