Heimskringla - 18.08.1894, Blaðsíða 1

Heimskringla - 18.08.1894, Blaðsíða 1
VIII. AR. NR. 33. neimsKringía. WINNIPEG, MAN., 18. ÁGÚST 1894. FRETTIR. Estrup frávikinn. Snemma i yfir- standandi mánuði tók Kristján kon- ungur loksins gilda uppsögn Estrups og gaf honum burtfararleyfi, eftir að hafa hugsað sig um það siðan 2. Apríl síðastl. í hans stað hefir konungur kjörið Baron Beedz Thott sem xáða- neytis formann. Nelleman heldur sínu gamla embœtti, sem dómsmálastjóri og íslandsráðgjafi, og Ravn sínu, sjó- málaráðherra. Ingerslev verður fram- vegis ráðherra opinberra starfa og Hörring innanrikisstjóri. Bahnson her- málastjóri vikur, en í hans stað kem- ur Thomsen. Luttichan tekur við fjár- málastjórninni (embættinu er Estrup hafði) og Bardenfleth tekur við kyrkju- og kenslumálastjórninni í stað Goos, er víkur frá. Merkir menn látnir. Prófessor Gísli Johnson, kennari við Kristianiu há- skólann, er nýlátinn i Tönsberg í Nor- egi, 72 ára gamall. Árið 1849 var hon- um veitt lektorsembætti í guðfræði við Kristianiu háskólann og þvíemb ætti gegndi kann í 11 ár, þar til honum var veitt prófessors nafnbót. Arið 1879 sæmdi Khafnar háskólastjórn hann heiðurskennaranafnbót i guðfræði. Pró- fessorinn var af íslenzkum ættum. Afi hans, Gísli Jónsson, var sonur Jóns Jakobssonar sýslumanns að Espihóli í Eyjafirði (dáinn 1808) og Sigríðar Step- hansdóttur. Þessi afi prófessorsins varð eftir í Khöfn að loknu guðfræðis- námi, gerðist prestur i Noregi og bjó þar siðan. [Eftir Norden.] í Rússlandi er nýlátinn Nicolai M. Yadrintzfe, nafnfrægur rithöfundur, fræðimaður og ættjarðarvinur. 1882 stofnaði hann og var um mðrg ár eig- andi og ritstjóri hins merka vikubiaðs “The Eastern Review.” Hann varð 52 ára gamail, fæddur í Síberíu 1812. Við ættland sitt (Síberiu) hélt hann ástfóstri alla æfi og gerði sitt ítrasta til að bæta hag þess mikia landshluta, enda var hann þegar á unga aldri kæröur fyrir tilraunir að aðskilja Sí- læríu frá veldi Rússa og sfcofna þar frjálsa, óháða stjórn. Fyrir þessa grun- semi var hann ásamt fleirum fluttur norðvestur til Gandvíkurbotna og geymdur þar sem fangi um nokkur ár. Hann var sagður betur að sér i sögu og fornfræðum Síberiu, en nokk- ur annar samtíðamaður hans. DAGBÓK. LAUGARBAG, 11. ÁGÚST. 20 000 Japaníta hermenn eru á her göngu til Seoul, höfuðstaðarins á Kó- rea. í Canada eru nú 699 pósthúss-spari- bankar, rétt helmingi fleiri en fyrir 10 árum. Svo segja nýkomnar stjórnar- skýrslur. Bradstreetsverzlunar-eftirlits-félagið i New York segir, að sólstöður amerík- anskrar verzlunar hafi átt sér stað snemma í Jidí síðastl., að síðan sé dag- urinn greinilega að lengjast og birta. Með öðrum orðum, að snemma í Júlí liafi verzlunar-deyfðin orðið mest, en að siðan megi viku eftir viku merkja fram- för, þó hægfara sé. Liberals í Brandon, Manitoba, end- urkjósa Charles Adams til þingmennsku sóknar. Conservatívar fengu ekki W. A. McDonald til að sœkja aftur og senda þvi engan út á móti Adams. MÁNUDAG, 18. ÁGÚST. Þingmaður Breta, Edward Blake, er að ferðast um austur-Canada. Fyrrverandi vinnumenn Pullmans liða hungur og allsleysi og eiga að auki VKlTT HÆSTU VBKÐLAUN A HEIMS8ÝNINGUNNI 0H BÁiINfi P0WKR IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vinberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynzlu. von á mönnum á hverjum degi til að bera þá út úr húsunum (eign Pullmans). Feiknastórt rifla- og kúlnaverkstæði í Kína, eign stjórnarinnar, brann ný- lega til rústa. Var það óhappa-slys mikið á styrjaldar tíma. Sagt er að mörg hundruð manns hafi farizt í kolanámum á Póllandi á laugardaginn. ÞRIÐJUDAG, 14. ÁGÚST. Tollmála-þrætan mikla á Washing- ton-þingi endaði kl. 6J í kvöld. Var þá samþykkt tolllagafrumvarpið eins og efri deild gerði það úr garði. Lögin voru samþykkt með 181 gegn 105 atkv. Eftir er nú að vita hvað Cleveland forseti gerir við lög þessi, sem honum er eins illavið eins ogmest máverða.Bú- azt menn samt almennt við því, að heldur en þingið komi engri tollbreyt- ingu á, eftir allan þingtímann, muni hann lofa lögunum að liggja óáhrærð- um þangað til tímalengdin gefur þeim sitt gildi, en það gildi öðlast lögin að 10 dögum liðnum frá því þau voru sam- þykkt, ef forsetinn ekki í milli tíð nem- ur þau úr gildi. Að hann nemi- þau úr gildi, trúa menn ekki af því, sem sagt, að hann vilji heldur hálfa köku en ekk- ert, en hins vegar býst enginn við að hann staðfesti lögin. Jafnframt og neðri deildin sam- þykkti þetta frumvarp óbreytt, sam- þykkti hún og annað, er fer fram á, að sykur, kol, óhreinsað járn og girð- ingavír sé tollfrítt. Það frumvarp á því eftir að ganga gegnum lireinsunar- eldinn í efri deild, og er búizt við að þar strandi það fyrst um sinn. Viðskiftasamningur Bandaríkja og Kfnastjórnar er nú í gildi genginn. Forsetinn staðfesti hann í gær. Ákveð- ið er að hann verði í gildí í 10 ár. Skozkur ferðamaöur er nýkominn til Montreal úr langri ferð um norðvest- ur óbygðirna rí Quebec.sem enginn hefir áður kannað. Fann hann þar mikið af stórskógi og flæmi mikið af góðu akur- yrkjulandi. Til þessa hefir álitið verið, að þar væru öræfi ein. Spánarstjórn hefir boðið Canada- stjórn sömu kjör og Svíum og Norð- mönnum, nefnilega þau, að nema toll af aðfluttum fiski iiéðan til allra spænskra nýlendna, ef Canadastjórn vill lækka tolla á ákveðnum spönskum varningi að sama skapi. Hún hefir enn ekki til- greint hvers hún helzt óskar. MIÐVIKUDAG, 15. ÁGÚST. Haft er fyrir satt, að Asíu-kólera hafi gert vart við sig í Minnesota. Bóndi, að nafni Eiríkur Eiríksson (sænskur eða norskur), hafði veikst hast arlega og látizt innan 15 kl.stunda við mestu harmkvæli, og var þá hörundið orðið blátt og svart á litinn. Japanítar unnu sigur á Kinverjum í sjóorustu 11. þ. m. C. P. R. skipið “Empress of China” strandaði nýlega á sandrifi við ármynni eitt í Kína. í gær náðist skipið af rif- inu óskemt. Eldsumbrot eru sögðu mikil i Etnu og útlit fyrir að hún gjósi innan skams. —Eignatjónið á Sikiley af völdum jarð- hristinga, er þar hafa gengið, nernur millión. FIMTUDAG, 16. ÁGÚST. Vinnustríðs-rannsóknin, i tilefni af Pullman-stríðinu, var liafin í gær í Chi- cago. Nefndina skipa 8 menn: E. Worthington, dómari frá Peoria, Illi- nois, J. D. Kernan, frá New York, og Canol D. Wright, atvinnumála umboðs- maður Bandarikjastjórnar. Verk nefnd- arinnar er, að finna orsakir til nýaf- staðins stríðs, og komast eftir hvaða meðul verða hentust til að fyrirbyggja annað eins strið i framtiðinni. Nefnd- in á að skýra Cleveland forseta frá störf um sinum ogmálalokum, og svo sendir hann þau skjöl til þingsins. Þetta er í fyrsta skifti, að slik nefnd hefir verið kjörinn, þó lögin. er heimila aðferðina, hafi verið í gildi síðan 1888. Santo Caserio, forseta morðinginn á Frakklandi, var hálshöggvinn kl. 5 í morgun. Samkvæmt venju voru hans síðustu orð: “Lifi stjórnleysi.” Kólera er komin til austur-Þýzka- lands. FÖSTUDAG 17. ÁGÚST. Siams konungur er sagður dauður. Charles Cliffe, ritstj. blaðsins“Mail” í Brandon, sækir gegn Adams í Brand- on, í því skyni að líkum að hann verði ekki kjörinn mótmælalaust. Kínverjar leggja stórfé til höfuðs Japanítum, er handsamaðir verða og $3099 fyrir livert þeirra herskip. íslands-fréttir. Eftir Fjallkonunni. / Reykjavík, 11, Júlí. Landlaeknir Schierbcck liefir fengið 15 mánaða orlof frá embætti sínu, eða til 1. Okt. 1895, og fór hann nú héðan með fóík sitt með “Laura” til Khafnar. Er dr. med. J. Jónassen settur land- læknir og læknaskólaforstöðumaður í fjarveru hans, en cand. med. & chir. Guðmundur Björnsson á að gegna kennarastörfum lians I vetur við lækna skólann. Grdnufelagið. Eftir síðustu skýrslu þess, sem er fyrir áriö 1892 og prentuð 1894 eru eignir félagsins liér um bil 569 000 kr. Þar af er talið í verzlunar- skipum (3 skip) 24£ þús., í verzlunarhús- um 95 þús., í útistandandi skuldum 180 þús., í vöruleifum útlendum 184 þús., í vöruleifum innlendum 52 þús.; i óseld- um vörum i Khöfn 8J þús., í fískiskip- um UJþús., i húseignum og jarðeignum 16 þús. Af fé, sem ýmsir menn áttu inni hjá félaginu, er talið : innieign í verzlunum 20 þús., sparisjóður ýmsra manna 3 þús., verzlunarstjórar áttu til góða 5 þús., hlutamenn óborgaðar rent- ur 2 þús. og stórkaupmaður Holme og menn á íslandi 257 þús. Félagið verzl- aði þetta ár (1892) með 15 skipsfarma fyrir 402 þús. krónur. — Eftir skýrsl- unni ætti félagið að eiga 81 þús. kr. af- gangs skuldum, eða 81 þús. fram yfir hlutabréfaupphæðina, sem er 100 000 krónur. 17. Júli. Póstskip (Bothania) kom í gær og með því allmargir farþegar ; þar á með- al 10 Þjóðverjar, sem fara til Geysis o. s. frv. Embat tisprbf i lögfræði við háskól- ann hefir tekið Steingrimur Jónsson frá Gautlöndum með 1. eink. Fyrirlcstur um flutning á nýjum fiski i is héðan frá landi hélt kapt. Dre- chseligærkveldi, sem siðar verður frá skýrt. Kaþólskur prestur (íslenzkur) Jón Sveinsson, kom með þessu póstskipi og dvelur hér um tima, Guðmundur læknir Hannesson hefir sezt að í Skagafjarðarsýslu til að gegna þar læknisstörfum, en ckki farið austur í Múlasýslu; gegnir því Jón læknir Jónsson frá Hjarðarholti læknisum- dæminu í N.-Múlasýslu sem fyr. Til Guðmundar Hannessonar orti Þor- steinn Erlingsson, áður en hann fór frá Kaupmannahöfn, kvfieði þetta: Þeim fylgja jafnan Islands vættir allar, og eins og vonarbjarmi af nýrri tíð, sem gamla Frón úr flokki vorum kallar meðfrægum sigri eftir Hafnar stríð, og það var alt af okkar mesta gaman að eiga með þeim glaðan loka-dag, og enn í kvöld við sitjum liérna samin og syngjum okkar gamla veizlulag. Við fögnum því þú fer nú, vinur góður, meðfremd ogdug áburt af vorri strönd, við vitum út í ægi blíða móður, sem ænn er þörf á mjúkri sonarhönd. Þau mein sem íslands eymdardögum þau eru djúp og hafa lengi blætt, [valda og meiðslið eftir fjötur fjövra alda á fáum árum verður ekki grætt. Eins lilægir oss að hjúkrun mörgum vinnur og hjálp f nauðum þín hin fagra ment. og að þín mannúð eins þá vesöld finnur, sem ekki getur hest og borgun sent; hún veit að söm er þraut 1 þeirra mein- og þörfin jöfn á líkn og vinar-yl, [um. sem tárast inst i eymdar sinnar leynum, enn eiga hvorki gull né silfur til. Já, gamli vinur. farðu þá í friði og framtiö íslands sé þín koma góð ; sá hefir oftast orðið þar að liði sem öndvert hér í flokki vorum stóð. Við látum þig nú ljúfar kveðjur flytja og leggia gamla móðurskautið á frá þeim sem lieim til hennar seinna vitja og hinum sem hún aldrei fær að sjé. Reykjavik, 11. Júli. Eftir Ísapold. IIi'6 íslenzlca nátlúrufrœðisfelag átti með sér ársfund hinn 2. þ. m., og var kosin hin sama stjórn og endurskoðun- armenn. Formaðurinn skýrði frá því, sem gert hafði verið náttúrusafninu til eflingar, bæði smíðum og náttúrugrip- um, þar á meða uppsetningu fugla. Fé- hirðir lagði fram reikning félagsins end- urskoðaðann, og skýrði frá að margir hefðu sagt sig úr félaginu, þegar þeir voru krafðir um tillagið, sagzt aldrei hafa gengið í það, eða þá enga ástæðu gefið. í skýrslunni, sem væntanleg er seinna hluta sumarsins, mun nákvæm- ar verða skýrt frá ástandi saínsins. 18. Júh'. Minni Páls Melsteðs á 60 ára stúdentsafmæli hans 1894. Þér ungu menn, sem oft hið gamla smá- og úrelt kallið flest, sem gamalt er,— [ið á níræðisaldri öldung merkan sjáið ; hver elliglöp á honum sjáið þér ? Þótt móða lífs á andans umgjörð falli, er innra skyggt og spegilfagurt stál. Eins ljómar sól, er sigur hún að fjalh; það sjáið þér, ef lítið þér á Pál. Þér gömlu menn, er oft hið unga smáið og æskuleikjum fornum hafið glevmt, hér einn hinn bezta’ úr yðarflokki sjáið; hann æskufjör og lipurð hefir geymt. Hann fylgirmeð, hannskilur æ þá ungu og elskar hverja frjílsa og djarfa sál, því kastið elli-fjötrafargi þungu, til fyrirmyndar takið gamla Pál. En vér, sem enn þá erum þar á milli, vér ömumst stundum hvorumtveggja við en hjólið rennur,—höfutn oss í stilli, og heiðrum bæði’ hinn forna og nýja sið. Vér ungir vorum, gamlir orðið getum, því glaðir drekkum hvorratveggja skál, og æskufjör og ellireynslu metum, vér elskum bæði’ hinn gamla’ og nýja Pál. Vai.dikaií Bribm. 21. Júh. Embceltisprót. Bjarni Sæmundsson, sem getið er um í síðasta blaði að tekið hafi embættispróf i vor í náttúrufræði við Khafnarháskóla, fékk 1. eink. Mun hann vera hinn fyrsti íslendingur, er leyst hefir af hendi embættispróf í þeirri vísindagrein, skólakennarapróf (höfuð- grein dýrafræði. íslands-ferð. Sigurðar J. Jóhannessonar. Heiðruðu landar. — Þar sem ég er nú nýkominn aftur úr hinni löngu skemtiför minni heim til gamla Fróns, er ég hóf næstliðinn vetur, 28. Febr. eftir 21 árs dvöl í þessu landi, þá mun yður ekki að eins þykja liklegt helflur jafnvel sjálfsagt, að ég láti yður fá ; blöðunum dálítið ágrip ferðasögu minn- ar, og einnig hvernig land og lands- hættir komu mér fyrir sjónir nú, eft- ir svo langa burtuveru, og hvers kon- ar viðtökum ég mætti hjá löndum vor- um þar heima á gamla landinu. En þó mér farist þetta ekki sem fimleg- ast úr hendi, verðið þér að fyrirgefa og taka viljann fyrir verkið, því mér er ekki list sú lagin að semja sögur. Af þvf áður hefir komið út í Lög- bergi dálítið um ferð mína austur að hafinu hirði ég ekki að endurtaka það hér. Ég byrja að eins þar, sem ég að morgni hins 4. Marz lagði af stað frá Halifax á gufuskipi AUanlínunnar “Numidian.” Ég var aleinn af lönd- um en fann þó ekki til leiðinda, enda fór ágætlega um mig og svo komst ég brátt í kunningsskap við ýmsa góða og skemtilega drengi, er virtust skoða mig sem samlanda sinn. Feröin gekk ágætlega j’fir hafið. Vér fengum alla leið veður gott og hagstætt, þvi þó vér hreptum allmikinn storm í þrjá daga, þá var það að eins til að flýta ferðinni, því vindurinn var svo að kalla á eftir oss. Þann 12. Marz komum við til Mobile á írlandi, en höfðum þar litla viðdvöl Daginn eftir komum við til Liverpool á Englandi. Þar íór ég af skipi og dvaldi þar tvær nætur. Þar hitti ég þá herra Sigtrvgg Jónasson og Svein Brynjólfsson og Mrs. Paulson, en Mr. Paulson var fyrir skömmu farinn heim til íslands. Þann 14. fór ég þaðan aftur með járnbraut til Glasgow og beið þar i 10 daga eða þar til póst- skipið Thyra kom til Granton og steig ég um borð á hana þann 24. Slóust þá i förina þau Mrs. Paulson og Mr. Sv. Brynjólfsson. Enn fremur komu með skipinu frá Kaupmannahöfn ýms- ir landar, þar á meðal þeir kaupmenn- irnir hr. \ aldimar Daviðsson af Vopna- firði og hr. Kristján Popp af Sauðár- krók og verzlunarmaður Friðrik Egg- ertsson úr Stykkishólmi. Skorti mig ekki úr því skemtilega samfylgd, þv; þeir reyndust mér hinir alúðlegustu og beztu förunautar. Á Þórshöfn i Færeyjum komum við þann 26. og héldum þaðan eftir nokkurra stunda dvöl á leið til íslands. Færeyar hefi ég ekki fyr séð. Þær mintu mig á is- lenzku fjöllin, þvi þó að fjöllin þar á eyjunum séu máske ekki eins há, og á Islandi, þá sýnast þau geysihá sök- um þess hvað þau eru afar sæbrött og undirlendislaus. Ekki þótti mér þar fagurt um að litast. Alla leið yfir íslandshafið fengum við ágætis- veður, enda gekk ferðin þrýðisvel. Kl. 10 að morgrii þess 29. komum við inn á Eskifjörð, og var það tveim dögum á undan ferðaárotlun skipsins. Vér urðum því að bíða þar til þess 31., sem var burtfarardagur þess það- an. Ekki get ég neitað því, að mér virtust Austfjarðafjöflin ærið stórskor- in og hrikaleg útlits, en engu síður tilkomumikil og tignarleg, þó blásin séu og ber. Hvervetna þar mátti heita alþakið snjó í sjó fram, að eins kom- inn upp hagi fyrir fénað á hávöðum, enda var þá nýkominn hagstæður bati sem ekki var vanþörf á, því veturinn hafði verið afar snjóþungur og harður víða á Austurlandi. Af Eskifirði héld- um við tíltekinn dag og röktum siðan hafnir þær sem ferðaáætlun skipsins til tekur, þar til við komum til Reykja- vikur 11. Apríl. Þar dvaldi ég með- an skipið beið, 11 daga, i hinum mesta fagnaði. Siðan hélt ég til baka með því norður á Sauðárkrók og fór þar alfarinn á land og ferðaðist síðan tals- vert um Húnavatns og Skagafjarðar- sýslur, meðal kunningja og vina, er allir tóku mér tveim höndum. Eg finn að mig brestur orð og andu til að lýsa þeim ágætis viðtökum, sem ég mætti hjá alþýðu manna heima á ís- landi, jafnt kunnugum sem ókunnug- um, því þó ég byggist við að gestrisni og mannúð sætu þar enn í sínu gamla göfuga sæti, gat ég varla vænst þess, að mér yrði allur sá sómi sýndur, er raun varð á, sízt af mér allsendis ókunn ugum mönnum, og ef ég ætti að nafn- greina alla þá, er viku vel að mér, þá yrði það nóg til að fylla marga blaða- dálka. Þó get ég ekki látið vera að nefna fáeina, sem ég kynntist ogheim- sótti og sem tóku mér sem fornum vin, enda þó ég hefði aldrei séð þá fyrr. Á Eskifirði kom ég fyrst á land og heim- sótti þá kaupmennina, herra C. D. Tul- linius og Fr. Mufler, er sýndu mér hina mestu gestrisni. Sömuleiðis á Seyðis- firði herra ritstjóra Skapta Jósefsson ; á Vopnafirði borgara Vigfús Sigfússon, Jakob Helgason og Árna læknir ; á Ak- ureyri, séra Matthias Jochumson, Ólaf Jónsson vert og Guðmund Guðmunds- son prentara. Þessum öflum var ég áður kunnugur, enda fögnuðu þeir mér sem fornum vin. Enn fremur þessir heiðursmenn, er ég hafði ekki áður þekkt: Sýslumaður Clemens Jónsson, umboðsmaður St. Stefánsson, bókbind- ari Friðbj. Steinsson og borgari Jakob Gíslason ; á ísafirði, herra Skúli Thor- oddsen, Þorvaldur Jónsson læknir o. fl. Á Önundarfirði, Jónas Hall og norskur hvalveiðamaður, Ellefson að nafni, sem þar hefir bækistöðu sína i mjög stórum stíl, og hefi hann gufuvélar til að skera hvalina, bræða spikið og til að mala bein og allan úrgang í duft, er hann siðan sendir i tilslegnum tunnum til út- landa, sem þar brúkast til áburðar. 6 gufubáta hefir hann til veiða og stórt gufuskip í förum, auk ýmsra annara byrðinga. 120 manna kvaðst hann hafa í vinnu í landi. 8 stórhvali var komið með inn þann dag, sem vér lá- um á höfninni. Hann sýndi okkur verkstöð sína og bauð oss siðan heim til sín og veitti hið stórmannlegasta. Mér fanst allmikið um framkvæmdir þessar, en þó hefði það meira verið ef alt þetta hefði verið eign og verk landsmanna sjálfra, og var því ekk; laust við að mér fyndist það kasta talsverðum skugga á stórvirki þetta, að það var alt útlendings eign, svo arðurinn, sem raunar er stórmikill, hlýtur þannig allur að ganga út úr landinu. Til Reykjavikur kom ég öll- um ókunnur, en þar mætti ég þó ekki hvað sízt hinum mestu alúðarviðtök- um sem verða má. Þessa herra vil ég sérlega tilgreina sem velvildarmenn mína þar : bóksala Sigfús Eymunds- son, prestaskólakennara séra Þórhall Bjarnason, landritara Hannes Hafstein. skáldið Steingrim Thorsteinsson, ritstj, Fjallkonunnar Valdimar Ásmundsson, ritstj. Isaf. Bjðrn Jónsson, bankastjóra Tryggra Gunnarsson og bankagjaldkera Halldór Jónsson. Allir þessir heiðurs- menn og margir fleiri vildu með öllu móti gera mér lifið svo ánægjulegt, sem framast mátti verða, þann tima sem ég dvaldi meðal þeirra og verð ég að játa, að mér fanst timi sá alt of stuttur. Auk heimboða þeirra sem ég var i heima í prívathúsum, var mér boðið í stúdentafélagsgildi, ogjer það eitt hið skemtilegasta samsæti sem ég hefi ver- ið í. Eitt sinn var ég á söngsamkomu, sem fór snildariega fram undir forustu herra Steingríms Johnsens, og var það hin bezta skemtan. Séra Þórhallur Bjarnason léði mér góðhest og reið sjálfur með mér inn i Laugar og inn að Ártúnum. Þannig vildu menn gera mér alt til ánægju. Tíma þann sem ég dvaldi þar hélt ég til á “Hótel Reykjavik” og féll þar ágætlega. Lika kyntist ég mörgum ágætis drengjum á ferðum mínum umhverfis landið, svo sem séra Ólafi Petersen presti að Svalbarði í Þistilfirði, Páli Einarss.vni sýslumanni Barðstrendinga, Sigurði Briem, settum sýslumanni Snæfellinga, og Eyólfi kaupmanni úr Flatey og mörgum fieirum. Meðan ég dvaldi á Sauðárkrók, hélt ég til hjá herra Birni Símonar- syni gullsmið og hefi ég fylstu ástæðu til að vera honum, ásamt hans lieiðr- uðu konu, hjartanlega þakklátur fyrir þeirra gæða nieðferð á mér. Eins og hvervetna annarstaðar, mætti ég hinni mestu velvild þar hjá öllum, og kynt- ist þar mörgum merkum lieiðursmönn- um, svo sem sýslumanni Jóhannesi' Ólafssyni, kaupmönnunum St. Jónssyni og Kr. Popp, verzlunarmönnunum Er- lendi Pálssyni, Guðm. Einarssyni, Kr. Blöndal, ^Junnari Þorbjarnarsyni, Kr.. borgara Gíslasyni og mági hans St. Eirikssyni. Guðm. Hannessyni læknir, Vigfúsi "söðlasmið Guðmundssyni og þeim Blöndals sonum Sigvalda og Magn- úsi. Einnig hitti ég þar suma forn- kunningja mina, svo sem alþm. Fr. Stefánsson, Jón Jónsson á Hjaltastöð- um og ýmsa aðra. Mest ferðaðist ég um Húnavatns- sýsluna, enda átti ég þar kunnugast fyrir. Það mátti líka segja að hver keptist þar við annan að gera mér allan þann greiða sem hugsast gat, bæði að. hýsa mig, fylgja mér og ljá mér þá beztu hesta sem völ var ár og kom ég þar mörgum liprum og góð- um klár á bak, sem bar mig vel, endav þótt vegir væru víða ekki upp á það- bezta. Og þó það yrði of langt mál,. að telja alla velgerðamenn mina þar, get ég ekki stilt mig um að nefna nokkra- þá, er mest og bezt greiddu götu minar og eru það þessir heiðursmenn: Sig- urður á Skeggjastöðum, Guðmundur á Boflastöðum, Eirikur i Blöndudalshól- um, Jóhann i Mjóadal, Brynjólfur i Þverárdal, Guðmundur á Æsustöðum, Jósafat á Holtastöðum, Jakob á Ár- bakka, Árni á Þverá, Indriði á Ytrieyr Lárus á Neðrimírum, Sveinn bróðir minn á Sneis, Árni bóndi á Geitaskarði, sem léði mér ágætan reiðhest í marga daga án þess að þiggja nokkra borg- un fyrir, og var ég honum þó afl- sendis ókunnugur áður. Enn fremur Jónas á I'indum, Ingibjörg tengda- systir mín í Tungunesi og tengdason hennar Hallgrím á Kagaðarhóli, um- boðsm. Bened. Blöndal í Hvammi í Vatnsdal, Jósep á Hjaflalandi, Jónas á Eyjólfsstöðum, Jón á Sveinstöðum, Jón Ásgeirsson á Þingeyrum, og frænd- ur mínir þar Pétur og Eyþór, Guð- mundur og Sigurlaug á Torfalæk, prófastur séra Hjörleifur á Undirfefli, Séra Stefán á Auðkúlu og ekkjufrú Kristin Blöndal á Kornsá ásamt son- um hennar, og enn fremur þessir í Skagafirði auk þeirra áður töldu : Benedikt á Fjalli i Sæmundarhlíð, Gísl; á Frostastöðum og Sigurður á Reyni- stað. Marga mætti fleiri nefna ef tími og rúm leyfði. Við þrjár fjölmcnnar jarðarfarir var ég staddur, nefnil. Lárusar sálr Blöndals, sýslumanns að Kornsá, Jóns’ prófasts Hallssonar að Sauðárkrók og konu Björns bónda Kristóferssonar að Holti á Ásum. Allar fóru þær fram vel og heiðarlega. Á kjörfundi var ég staddur á Blönduós, ekki var hann fjölsóttur og ekki virtist mér þar kenna þess pólitiska hita sem hér á sér jafnast stað við slik tækifæri, enda. voru engir utan þeirra gömlu þing- menn í boði, og voru þeir því endur- kosnir mótmælalitið. Af þessu sem ég hefi þegar sagt,. geta menn ráðið, að ég hefi ekki kerit þess kalda anda, sem stundum virðist, hafa gengið í gegn um sum blöðin.. heima, til vor Vestur-íslendinga, held- ur þvert á móti, að ég hafi mætt hin- um hlýja kærleiks og þjóðræknis anda er jafnan liefir einkent þjóð vora, og jafnvel þótt mörgum, sem hafa þann fasta ásetning, að láta fyrirberast heima hvað sem á dynur, sé lítið gefið um. útflutninga, sem eðlilogt er, þá er síð- ur en svo, að þeir beri iflan hug till vor sem þegar erum farnir, eða svo. virtist mér það að minnsta kosti um þorra manna. Aflmikla umkvörtun. heyrði ég út af vinnufólkseklu, sem. gerir bændum mjög erfitt fyrir i bú— skapnum, þvi eins og menn vita út- heimta margar jarðir þar allmikið fólkshald, sem við er að búast, þar sem ekki verða við hafðar neinar vinnu- vélar. Aftur hefir talsvert skánað hag- ur vinnufólks, að því er kauphækkun. snertir. En landbúnaður á íslandi mun yfir höfuð tæpast vera svo arð- samur, að hann geti borið mjög hátt; kaupgjald. En að mínu áliti er miklu , minna en margur hyggur útflutning-- unum að kenna um vinnufólksfæðiaa, til sveita á íslandi. Þó margt hafiv flutzt vestur af einhleypu og duglegu fólki, þá hygg ég að tiltölulega hafi flutzt eins margt af fjölskyldufólki og vandræðafólki. Orsökin er þvi fremur sú, að siðan strandferðirnar fóru að tíðkast, hefir komist miklu meira lds- á vinnulýðinn ; hann á nú langt. um hægra með að leita sér að bráð, þarr sem hann getur flogið í kring um land alt, svo að segja á svipstundu i sam- anburði við þaö sem áður var, þegar hver einn sat kreptur inni í sinni vanakró. Síldarveiðarnar og fiskiút- haldið á Austfjörðum og viðar og yfir • höfuð fjölgun þilskipa, eiga eflausti mikinn þátt i vinnufólkseklu sveita- bóndans, sem og kauphækkun hjúa. Löngu áður en útflutningar hófust, þegar ég var að alast upp heima. var ekki tnlið neitt fleira fóik í landinu en nú er, og heyrðist þó aldrei talað um neinn vinnulólksskort, og eru þó jarðir nú hvorki erviðari nó stærri, . en þá voru þær [NiöurL nrost.j

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.