Heimskringla - 18.08.1894, Blaðsíða 4

Heimskringla - 18.08.1894, Blaðsíða 4
4 HEIMSKRINGLA 18. AGÚST 1894. Konan i Hamilton. Árangurslaus tilrann og vonbrigði hennar. Henni var ráðlagt að reyna Paines Celery Compound. Nýtt líf, heilsa og hraustleiki Ágætis afleiðing. Margar þúsundir, af canadisku fólki, sem algerlega hafa gefið upp allar vonir um bata á vanheilsu þeirra, hafa fyllst gledi og ánœgiu. Menn og konur sem um mörg ár, hafa þjáðst og sem hafa verið álitin ólæknandi, hafa fengið heilsu sína aftur, með brúkun Paine’s Celery Compound. Hið mikla og gleðilega dæmi, um lækningu eftir langan þjáninga tíma, fengið hjá Mrs. Rebeccu Jackson í Hamilton, Ont. Hún segir : “Næstum þvi, um undanfarin fimtán ár hef ég verið þjáð af taugaveiklan og svefnleysi. Læknirina minn gat ómögulega bætt mér neitt, og eftir að hafði reynt margbreytt meðöl var mer ráðlagt, að brúka Paine’s Celery Compound. Frá þvi ég hafði brúkað upp úr fyrstu flösk- unni, fór mér dag batnandi. þar til ég hafði brúkað upp úr tólf flöskum og þá var ég orðin alnata. Þessvegná ráðlegg ég öllum þeim, sem þjást eins og ég gerði, að brúka Paine’s Celery Com- pound. Paine’s Celery Compound leitar að upptökum veikinnar það hreinsar blóð- ið, styrkir taugarnar. og hressir alla parta líkamans. Sjúklingar reynið það það gerir yður hrausta og heilsugóða. Winnipeg. Guðsþjónusta á venjulegum tíma í Unity Hall. Hr. Sigurður J. Jóhannesson fór suður til Dakota í gær og dvelur þar viku eða hálfan mánuð. 14. þ. m. lezt sonur þeirra hjóna, Sigrjóns Snædals og Sigríðar Björns- dóttir. Kári aðnafni, 9 mánaða gamall. Sunnudaginn 12. þ. m. voru gefin saman f hjónaband hér i bænum af Séra M. J. Skaptason, Bjðrn Hjörleifs- son og Guðrún Einarsdóttir. Hon. T. M. Daly, innanríkisstjóri, kom til bæjarins austan frá Ottawa á þriðjudaginn og hélt áfram til Brand- on. Dvelur hann hér vestra mánaðar- tima og ferðast um Norðvestur-héruð- in og fylkið í erindum stjómarinnar. Mrs. B. L. Baldwinson fór með böru þeirra hjóna í kynnisför vestur í Argyle í vikunni er feið og dvelur þar þriggja vikna tíma. Bæjarmanna-nefndin í Suðaustur- brautarmálinu ætlar að finna stjóm- ina á ný. Ætlar nú að sögn að bjóða braut austur að Efravatni. Sambandsþingm. A. W. Ross kom frá Ottawa á þriðjudaginn. Ekki seg- ist hann neitt vita um fylkisstjóra- embættið, en fregnir að austan segja, að honum muni verða veitt það um 1. Október næstkomandi. Uppskeru áætlun fylkisstjórnar- innar var gefin út á miðvikudaginn. Hveiti uppskeran er áætluð 15,761,868 bush., hafrar 12,197,772, bygg 2,182,520, og aðrar komtegundir alls 855,554 bush, íbúatal fylkisins er sagt 192,000. í tilefni af silfurbrúðkaupi krón- prinsins í Danmörku hefir háskólinn í Kaupm.höfn gefið ýmsum nafnkendum mönnum í ýmsum fræðigreinum dokt- ors-nafnbót í heiðursskyni. Meðal þess- ara er einn íslendingr, Þorvaldr Thor- oddsen kennari, sem er gerðr Doctor philosophiœ. Chicago, 18. Aug. 1894. Jón Ólafsson. Ólafur læknir Stephensen liggur í taugaveiki. á sjúkrahúsi bæjarins. 7 ára gamall fóstursonur Jóns Sig- fússonar á Toronto Str. varð fyrir þvi slysi á sunnudaginn var að detta út ur vagni og lærbrotna. Herra Christian Jacobsen, bókbind- ari, hefir nú flutt sig á Spence Str. (Carrey Str.), No. 350. Mr. R. P. Roblin, sem ásamt konu og börnum hefir ferðast um Evrópu síðan snemma í Júní, kom heim á þriðjudaginn var. Á einum sunnudagaskólanum hér í bænum, ekki all-langt frá prentsmiðju Hkr„ var eftirfylgjandi spurning lögð f jTÍr nemendurna á sunnudaginn var. Svarið eiga börnin að koma með á morgun: “Hvað er það tvent, sem Jesús biður okkur öll að muna eftir að gera ? Annað er innvortis, hitt er útvortis. Hvað er það?” Herra G. Guðmundsson, gullsmið- ur frá Hallock, Minn., kom hingað til bæjarins á sunnudaginn var og fór suður aftur á miðvikudaginn. Lizt honum heldur vel á sig i Hallock og er ánægður með útlitið að þvi er verzl- un hans snertir. Á miðvikudagsmorguninn fór hann á fund séra Jóns Bjarnasonar með ungfrú Áslaugu Indriðadóttir og lét hann færa á sig og meyna þau bönd, er halda æfina út. Að því búnu óku brúðhjónin á Northern Pacific vagn- stöðina og héldu af stað til sins nýa heimilis. Fylgja þeim hamingjuóskir allra vina og kunningja. Með þeim fór suður bróðir brúð- gumans, Runólfur Guðmundsson. HÚSMUNIR TIL SÖLU. Ég ætla að flytja úr bænum og vil selja flesta húsmuni mína. Ég hefi mik- ið af góðum hlutum sem ég sel fyrir lágt verð. Salan byrjar á mánud. kemur 20. þ. m., og ég ætla að verða búinn að selja alt í síðasta lagi á fimtudag i sömu viku. Munirnir verða til sýnis á verkamanna- félagshúsinu á Elgin Ave. P. S. BXrdal. Leiðrétting : í fyrsta erindi kvæð- isins : ‘Ávarp til séra O. V. Gíslasonar,’ er birtist i síðasta blaði, vantar í orð- in: til Amtriku, á eftir orðunum : “yfir Atlantshaf.” Setningin er rétt þannig: “Heill sé þér Oddur að hingað vendir yfir Atlantshaf til Ameriku,” o. s. frv. TAKIÐ EFTIR. Rafrmagns-belti til sölu (Dr. Owens No. 4), hefir að eins verið brúkað 3 mánuði og fæst nú fyrir $20 móti borgun út í hönd. Arm- og hálsbönd fylgja- Lysthafendur snúi sér til Mr. J. W. Finney, ráðsmanns Hkr. Komið sem fyrst. Undirskrifaður hefir til sölu greiða- söluáhöld öll i bezta lagi og með mjög vægu verði; einnig 2 kýr og 40 hænsni. Húsaleigu skilmálar góðir. Þeir, sem sæta vilja kaupum þessum, snúi sér til undirskrifaðs fyrir 15. Sept. næstk. ÞORGEIR SÍMONARSON. 68 Notre Dame Ave. Sparsemi meðan hart er í ári. Það sem víðast hvar er mest hugs- að um, er sparsemi. I verzlunarstöð- um er verzlunin dauf, kaupgjald litið, og til þess að geta lifað bærilega og líta dável út, þarf að gæta allrar hag- sýni. Hin sparsama og hyggna húsmóð- ir getur sparað marga dollara árlega með þvi, að brúka Diamond Dye- Föt sem hafa upplitast, svo sem kjól- ar, hempur, kápur, jakkar, sjöl, treyj- ur, vesti og buxur geta orðið eins og ný útlits ef þau eru htuð í Diamond Dye. Munið eftir að brúka ekki annan lit heima hjá ykkur en Diamond Dye. Hann er búinn til samkvæmt síðustu og beztu uppgötvunum í efnafræði og er hinn eini litur, sem ekki mishepn- ast. Biddu þann sem þú verzlar við að láta þig fá Diamond Dye, og láttu það ekki bregðast. Fyrsti íslendinga-dagur í Nýja íslandi. HVERNIG HANN VARÐ TIL. Samkvæmt auglýsing um, að um- ferðarkennarar í smjör- og ostagerð mundu verða að Hnausum í Breiðuvík 2. Ágúst, komu margir (karlar, konur og börn) þangað snemma þann dag, flestir eða allir í þeim tilgangi að fá til- sögn í smjör- og ostagerð. En svo leið fram að hádegi, að kennararnir komu ekki, og menn urðu úrkula vonar að þeir mundu koma þann dag. Menn rendu huganum til Winnipeg—til Þjóð- hátíðar-haldsins, sem landar þeirra þar voru að skemta sér við. Og af þvi nú að svo margir voru komnir saman að Hnausum, var stungið upp á þvi, að hafa'skenítáhir það som eftir væri dags- ins—að halda brot af Islendingadegin- um. Svo var hin fyrsta íslendingadags nefnd í Nýja íslandikosin; f henni voru þessir : Sigurður Nordal, Andrés Skag- feld, Oddur G. Akraness, Jón Sigurðs- son og J. Magnús Bjarnason. Nefndin kaus fyrir forseta skemtunarinnar hra. Stefán Sigurðsson (sveitar-oddvita) og síðan samdi hún i flýti prógramm fyrir daginn. Hér um bil kl. 2. e. m. byrjaði sam- koman með þvi, að allir, sem þá voru viðstaddir, gengu í prósessiu í kring um samkomustaðinn, sem var fyrir framan húsið á Hnausum. Svo var sungið: “Hvað er svo glatt”. Síðan hélt forseti (Stefán Sigurðsson) ræðu ; talaði sérstak lega um framfarahorfur Islendinga í Ameriku og sýndi fram á, að íslending- ar stæðu liér með þeim fremstu af útlendum þjóðflokkum. Hann minnt- ist og íslands með mjög heppilegum orðum. Þar næst byrjuðu kapphlaup, og voru þessir, sem unnu : Drengir yngri en 18 ára : Harald- ur Vídal. Drengir frá Í3 til 16 ára : Svan- bergur Sigfússon. Stúlkur 5—9 ára : Anna Erlinds- dóttir. Stúlkur 10—15 ára : Þórey Sigfús- dóttir. Ógiftir menn: Sveinn Þorvaldsson. Giftir menn, yngri en 50 ára : Ein- ar Markússon. Giftir menn, eldrí en 50 ára : Sig- urður Nordal. Þá hélt Andrés J. Skagfeld ræðu. Lýsti náttúrufegurð íslands prýðilega. Ræðan öll bar sterkan vott um innilega ættjarðarást ræðumanns. Þar næst var sungið : “Ég elska yður, þér íslands fjöU”. Síðan reyndu menn ýms stökk, og unnu þessir : Hástökk : Einar Markússon. Langstökk jafnfætis : Jón Sigurðs- son. Hopp-stig-stökk : Jón Sigurðsson. (Þar eð undirbúnings-tíminn var svo stuttur var ekki hægt að gefa verð- laun). Næst flutti Oddur G. Akraness sér- lega lipra ræðu. Mælti hann fram með því, að Ný-íslendingar héldu Islend- ingadag framvegis, og að kappkostað jtöí að undirbúa þær samkomur sem beít, að þeir efndu jafnan sjálfir til á- líkra skemtana, en létu ekki aðra út í frá óbeinlínis stuðla að því (eins og nú átti sér stað). Ræðumaður sýndi og fram á þann hagnað, sem Islendinga- dagurinn gæti haft á félagslif Ný-ís- lendinga. Þar næst var aflraun á kaðli—15 manns hvorumegin. Svo voru ýmsir leikir viðhafðir, og margir tóku þátt í dansi. Að siðustu var forseta falið á hend- ur að kalla til fundar að vori, til að ræða um undirbúning samskonar skemtana að sumri. Fréttaritari Heimskringlu. Geysir, Man., 8. Ágúst 1894. TINDASTÓLL, ALTA., 28. JÚLÍ ’9á. Heimurinn, Húnford og ég. Og heimurinn var búin að fá óþol- andi verk i höfuðin—heimurinn hefir mörg höfuð, eins og menn segja, að sumir menn hafi margar tungur—og verkurinn stafaði af umhugsun, og var bara í þeim höfðum, sem mikið hugsa ; sum þeirra hugsa aldrei neit;. Hugs- andi höfuðin höfðu kófsvitnað um enn- ið og velt vöngum hátt á þriðja mánuð við heilabrotin yfir því, hvort herra Jónas Húnforð, sem ritaði um íslend- ingadag i Hkr. nú fytir ári síðan og forsöngvarinn okkar Alberta-manna þann dag, væri ein og sama vera. Og hr. Húnforð þagði eins |og fiskur allan þennan tíma, og sagði heiminum ekkert til. “Látum bölvaðann græningjann hugsa fyrir mér”. hugsaði Húnforð.“Ég fer ekki að eyða orðum við hann, hann getur fundið þetta út sjálfur. G. d. s. o. a. b.” En syo er herra .Húnforð ekki síður brjóstgóður, en “setninga”-fastur; og þegar fór að liða á þriðja mánuðinn, þoldi hann ekki að sjá upp á þetta leng- ur, og blés með "Orðabelgnum” í 28. nr. Hkr. burtu alla þessa vanþekkingar- þokur og hennar afleiðingar, heilabrot og hausverk, eins og fisið, sem blásið var burtu af skruddu málfræðingsins forðum, sem hann hafði haldið að væri “komma”. Og ég kvað hafa ollað öllu þessu kvalræði með innskotssetningu í Hkr. eða svo segir Húnforð. Hann var ekki forsöngvari á samkomunni 5. Ágúst f. á., segir hann, og hann hefir ekki sagt um sönginn þann dag. að honum hafi verið “mjög úbótavant"; þaðer Jóh. Björnsson, sem er að skrökva þessu i þig, heimur minn. Má ég nú tala, for- seti góður, fyrst þú ert búinn, og viltu heyra mig um hálft orð, heims-tetur, ef þú ert ekki vandara viðkominn. Að okkar íslenzka “setti”, Jónas Húnforð, hafi stýrt söngnum Islendinga daginn, skal ég láta ósagt; hitt játa ég að mér sýndist hann vera forsöngvari, og sé það ekki rétt, hefi ég villst á því, að ég heyrði kann byrja upphaf á einu eða tveimur lögunum, sem sungin voru, og svo hitt, að maðurinn sjálfur er æfin lega svo tignarlegur, að maður á bágt með að láta sér sýnast hann annarsstað- ar en fremstan i hverju sem er. En hafi mér missýnst og hann ekki verið söng- ari með “for” fyrir framan, er ég fús til að sættast á, að hann hafi bara verið réttur og sléttur Jónas söngvari. Og svo sagði hann ekki heldur, að söngnum hefði verið “mjög ábótavant”. Nei, nei, en hann kannast við að vilja ekki neita því, að söngurinn hefði þurft að vera betri og fullkomnari. Það er kanske hugsunarvilla hjá mér, ómentuðum manni, að það sé hægt að framsetja ger- samlega sömu skoðun með ólikum orð- tökum og sverja sig svo um, að þetta hafi maður ekki sagt; t. d., væri ég spurður, hver þýðing sé í orðinu "á- bótavant”, myndi ég svara : það þýðir eitthvað sem þarf að vera “betra og fullkomnara”, og eins, ef spurt væri hinn veginn. Eðs sýnist þér ekki sama, lesari góður. Sannleikur málsins er : Jóuas Hún- forð söng á íslendingadaginn. Fólk fann að söngnum litillega. Honum mislíkaði það, eins og okkur öllum, sem ekki finnst verk okkar virt að makleg- leikum. Hann rauk í blöðin með at- hugasemd, ekki við söng þennan, held- ur við menn þá, sem ekki voru ánægðir meðhann, en hefir alt af síðan viljað $200 verdlaun. Undirritaður lofar að borga ofan- nefnda upphæð hverium þeim, sem leggur fram ábyrgðarbréf (policy) út- gefið af Mutual Reserve Fund Life Association, í hverju félagið ábyrgist, að ábyrgðarbréfið skuli halda sér við sjálft eða borgast, út, er tilgreind ársgjöld þess hafa goldin verið í 15 (fimtán) ár. Hin sömu verðlaun verða greidd hverjum þeim, sem leggur fram skrif- að skjal undirritað af þeim embætt- ismönnum félagsins; er til þess hafa myndugleika, og sýni skjal það, að hin sömu kjör fáist hjá félaginu með þvi. að borgar ábyrgðargjöld til þess í 15 ár; enn verða hin sömu verð- laun goldin þeim. sem leggja fram álika skjal, í hverju félagið lofar, að takmarka tölu borgunar ára á- b.vrgðargjaldsins —, eða lofar því, að við upprunalega ábyrgðargjald, þegar ábyrgðin var tekin. verði aldrei hækk- að. J. H. Brock, Aðalforstöðumaður Great West lífsábyrgðarfélagsins. 457 MAIN STR. WINNIPEG. K. S. Thordarson, agent. X ÍO XJ 8. (ROMANSON & MUMBERG.) Gleymið þeim ekki, þeir eru ætíð reiðubúnir að taka á móti yður. Ole Simonssori mælír með sínu nýja Scandinavian Hotel, 710 Main Str. Fæði 81.00 & dag. gera sem minnst úr þeim hlut, sem hann sjálfur tók í söngpum, eins og menn vanalega vilja um það, sem mis- heppnast. Heilræði slíks manns, í enda grein- arinnar, met ég mikils, þó ég kanske beri ekki gæfu til að fylgja þeim eins vel og vera ætti. Væri hr. Húnforð ekki eins íslenzkur, innskotssetninga- laus og fullkominn fréttaritari eins og hann er, ætti ég von á að hann tæki vægðarsamlega á ritgerða-breiskleik yngri mannanna, þegar hann kemur næst eftir sex mánuði, til að hegna mér og ráðleggja í blöðunum, sem sjálfsagt verður, enda verð ég þá búinn að gleyma, að við höfum nokkru sinni “skrifast á”, og geng nú í þessu máli í síðasta sinni af hólminum með kærri kveðju til þeirra, sem við hafa verið staddir, og einkanlega Húnforðs sjálfs. JÓHANN BjöRNSSON. Landar í Selkirk. Ef þið þurfið málaflutningsmanns við, þá reynið John O’Reilly, B. A., Barrister, Attorney Etc. Skrifstofa í Dagg-Block, SELKIRK, MAN. íslendingar ! Þér fáið hvergi betri hárskurð og rakstr en hjá Sam. Montgommery, Rakstur 10 cents. Hárskurður 15 cents. .... 671 Main Str. Eftirmaður S. J. Schevings. Sa 128,800,000 ‘ ^ af eldspítum E. B. EDDY’S ^ er búið til daglega Fær ^ ^ þú þinn skerf ? ^ Þú gerir enga óvissu tilraun er þú kaupir ^ 1 E. B. EDDY’S eldspitur. f 670 Jaiet í föður-leit. hreint, þó þennan ytri-vott vantaði, en hann er partur af trúarjátning vorri og við megum ekki velja, en annað tveggja hafna öllu eða eagu." “Furðu góð röksemdaleiðsla þetta, hjá þessari litlu kvekara-frú,” sagði Mr. Maeterton. “En nú vil ég spyrja yður, Jafet, að einni gpurningu enn. Eruð þér mjög ástfanginn í þessari ungu stúlku?” “Ég get ekkl borið á móti því. Ég elska hana einlæglega.” “Er þá elska yðar svo sterk að þér henn- ar vegna viljið halda áfram að vera kvekari, til þess a* fá að njóta hennar?” •‘Þannig hef ég spurt sjálfan mig að minnsta kosti hundrað sinnum á síðastliðnum sólarhring,” svaraði ég, “og ég get ekki svar- að henni. Ef hún vildi klæða sig eins og aðrir gera, og leyfa mér hið sama, vildi ég giftast henni á morgun. En hvert ég get nokkurn tíma fengið mig til að halda áfram í félaginu og lifa og deyja kvekari hennar vegna, það er annað mál. Ég er hræddur um það gangi illa, því ég er svo veraldlega sinnaður. Sann- leikurinn er, að kringumstæður mínar, að því, er hana snertir, eru mjög óþægilegar. Ég hef aldrei sagt lienni frá tilfinningum mínum, né beðið hana um endurgjald, en hún veit að ég elska haná og ég veit að hún elskar mig.” Jafet i föður-leit. 675 “Ef það er sá Mr. Harcourt, sem ég eitt sinn kynntist, þekki ég hann víst,” svaraði ág- “Trúið mér, ég er maðurinn sami,” sagði þá Mr. Harcourt* gekk fram um leið og rétti mér hönd sína, er ég tók með ánægju. “Það er langt síðan við höfum fundist,” sagði þá Cecelia, til þess að segja eitthvað, en vildi þó ekki fara að tala neitt um okkar sérstöku mál í viðurvist Harcourts. “Það er langt nokkuð Miss de Clare,” sagði ég, því ég var ekki ánægður með mót- tökuna, en ég hef verið heppinn mjög síðan hafði þá ánægju að sjá yður síðast.” Cecelia og móðir hennar litu til mín spyrj- andi, en vildu þó ekki framsetja spurninguna í orðum. “Það er hér enginn viðstaddur,” sagði ég sem ekki er kunnugur æfisögu minni, alt til þess tíma er ég skildi við yður siðsst, og ég hefi enga löngun til að húa til leyndardóma. Ég liefi um síöir fundið föður minn.” “Ég vona við megum þá óska yður til hamingju, Mr. Newland,” sagði lafði de Clare. ‘•Að þvi er snertir menning og ættir,” svaraði ég, hef ég enga ástæðu til að skamm- ast mín. Fnðir minn er yflrforingi í hernum og á jarl fyrir bróðir. En nafn hans nefni ég ekki fyrr enn ég hef séð hann og hann hefir formlega viðurkennt mig. Ég er og heppinn að því leyti, að ég er eínbyrni og 674 Jafet í föður-leit. (Fletn) og ásta-atriðin, sem Masterton spurðl mig um. Morguninn eftir skrifaði ég Timótensi og Cophagus og sagði þeim stuttlega frá öllu, er gerst halði. Jafnframt lét ég i ljósi — og ég gerði það í fullri alvöru — þá ósk. að ég hefði aldrei verið kallaður burt frá þeim. Eftlr að hafa klárað bréfin fór ég sf stað til að leita uppi Lafði de Clare og Ceceliu, í Park stræti. Það var heldur snemma, en þjónninn þekti mig og leyfði mér inngöngu, upp á sína ábyrgð. Það voru nú liðnir átján mánuðir siðan ég kvaddi þær mæðgur í Rich- mond og fýsti mig mjög að sjá Hvernig mér yrði tekið nú. Ég fylgdi honum eftir upp á loft og gekk inn í salinn viðstöðulaust, er hann opnaði dyrnar, um leið og hann kallaði upp nafn mitt. Lafði de Clare stóð skyndilega á fætur, svo gerði og Cecelia og — þriðja persónan lika, en sem ég bjóst ekki við að liitta þar — Harcourt, “Mr. Newland,” sagði lafði de Clare, “þetta er sannarlega óvæntur fundur.” Cecelia kom líka á móti mér, stokkrjóð út að eyrum. Harcourt stóð kyr eins og biði hann eftir að ég byrjaði. Ég hafði aldrei verið eins illilega utan við mig eins og þarna og ég ímynda mér að allir viðstaddir hafi haft alveg sömu tilfinn- ingu. Mér var svo augsýnilega ofaukið. “Þekkiö þér Mr. Harcourt?” spurði lafði de Clare mig um síðir. Jafet í föður-lelt. 671 “Eins og stoltum mönnum er gjarnt ger- ið þér yður líklega altof góðar vonir.” “Það skuluð þér fá að dæma,” sagði ég, og sagði lionum svo frá eintali okkar Sú- sönnu þegar ég var að kveðja, og frá því, er ég snéri aftur og kom að henni grátandi. “Alt þetta stvður söju yðar, en segið mér, Jafet livert hún muni elska yður svo, að hún vilji kasta sínum búningi, bara fyriryður?" “Nei, það gerir hún aldrei. Hún er of stefnuföst og karakter-mikil til þess. Hversu mikið sem það tæki á haua mundi hún aldrei víkja frá því( gem hún álítur rétt.” “Þá hlýtur hún að vera mikil kona, Jafet, en þa verðið þér í vandræðum. Mér sýnist, sannast að segja, að vandræði yðar séu ein- mitt nú að byrja, í stað þess að enda, og að þér liefðuð verið ánægðari þar sem þér voruð, ánægðari en þér verðið í tizkuheiminum. Horfurnar eru livergi nærri ákjósanlegar. Þér hafið óþregan föður að eiga við; yður verður haldið í skorðum, að ég held, og er hrœddur um, þrátt fyrir að þér aftur verðið velkomiun í félagi tízkumannanna, að þér rekið yður á, að alt er hégómi.” “Ég býzt við þér hafið rétt fyrir yður,” sagði ég. “En undir öllum kringumstæðum er það þó nokkur vinningur, að verða viður- kenndur fyrir heiminum af föður komnnm af stórri rett, hvað annað sem ég karm að biða. Til þessa hefi ég verið leikhnöttur forlaganna

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.