Heimskringla - 18.08.1894, Blaðsíða 2

Heimskringla - 18.08.1894, Blaðsíða 2
o HEIMSKRINGLA 18. ÁGÚST 1894. komr út á Laugardögum. Tiift Heimskrin g h I’tg. & PoM. Co. útgefendr. [Publishers.] Verð blaðslns i Canada og Banda- ríkjuuum : 12 mácu'Si $2,50 fyrirframborg. $2,00 6 ----- $1,50 —— $1,00 3 ----- $0,80; ---- — $0,50 Ritstjórinn geymir ekki gr sinar, sem eigi verða uppteknar, og endrsendir þær eigi nema frímerki fyrir endr- sendlng fylgi. Ritstjórfnn svarar eng- um brófuin ritstjórn viðkomandi, nema í blaðinu. Na'.nlausum bréfum er enginn gaumr geíinn. En ritstj. svar- ar höfundi nndir irierki eða bókstöf- um, ef höf. tiltekr slíkt ined<i. Uppsögnógild að lögjm, nemakaup- andi sö alveg skuldiaus við blaltið.- Ritsjóri (Editor): EGGERT JÓHANNSSON. Rádsmaðr (Busin. Manager): J. W. FINNEY kl. 9—12 og kl.*l—6 á skrifst. Peningar sendist í P.O. Money Or- der, Registered Letter eða Express Money Órder. Banka-ávísanir á aðra banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar með afföllum. 653 Paciíic Ave. (McWilliam Str.) Suðaustur-brautin. Eins og getið var um með fáum -orðum í blaðinu fyrir skömmu, hefir Greenway þverneitað að veita Suðaust- urbrautinni styrk. Neitun sú var orð- fleiri en nokkur önnur neitun, er Greenway hefir enn gefið út, orðfleiri en þurfti til að koma formönnum fé- lagsins í skilning um, að stjórnin segði nei. Neitun þessi inniheldur alls um 4000 orð og var bréfið, er flutti þau, 01 bls. Einkennilegt er og bréf þetta ekki síður en orðmargt. Við gaum- gæfilegan lestur þess kemur í ljós, að það er miklu fremur vörn en svar. Stjórnin er aö afsaka sig og um leið að útskýia málið svo, að meðmælis- menn sínir geti numið og flutt aG sökunina hver og hvenær sem þarf. Orðmergðin og allar hugsanlegar út- skýringar bera þess vott, að með sjálfri . sér viðurkennir stjórnin þörf á afsök- un, viðurkennir, að hún hafi gert rangt, •og þess vegna nauðsynlegt að búa út varnarskjal svo ísmeygilegt, að fjöldinn glæpist á þvi. Það eru ekki ýkja margir mánuðir siðan stjórninni féll illa, efí int var í þá átt, að fjárhagur fylkisins væri ekki sem álitlegastur. Svo viðkvæmt var það kaun, að við hvert tækifæri þutu málgögn hennar upp með fáryrði, ef einhver dj-rfðist að láta sér slíkt um munn fara. En í þessu makalausa varnarskjali sínu færir stjórnin sjálf allar þær sönnur, er hún getur, á, að fjárhagur fylkisins standi svo illa, að um þennan styrk sé ekki að tala, og málgögnin öll með einum rómi vegsama »nú stjórnina fyrir að segja það, sem á annara manna tungu var álitið land- ráðum næst, fyrir fáum vikumsíðan. Greenway sýnir framá, að tekjur fylk- isins séu mjög svo takmarkaðar, að fantákreðin gjöld (þ. e. vaxtagreiðsla af skuldabagganum, er Greenway hefir bundið á bak fylkis-búa) *é« orðinjmny og að sífelt aukist gjaldkvöðin til op- inberra starfa og ýmsra umbóta svo, að vandræðaverk sé orðið að framfleyta stjórninni á þeim tekjum, sem tilfalla. Þeir menn eru auðvit.:ð til, sem álita það bæði lieppilegt og stjórnfræðilegt að fietta þannig ofan af kaunum sin- um frammi fyrir mönnum úr öðru fylki, mönnum, sem fjárhagur þessa fylkis kemur ekkert við og sem þeir að likum hafa enga löngun til að fræð- ast um, því þeirra eina löngun var að fá annaðhvort já eða nei upp á bæn sina. En óhætt er að segja það að allur fjöldi manna álítur það bögguls- legt og skaðlegt að fletta þannig ofan af sinni veiku hlið, alveg að þarflausu. í sambandi við þetta atriði er vert að athuga það, að það eru enn ekki liðin 2 ár síðan Greenwaystjórnin lét fylkisþingið veita $1,125,000 til Dauphin brautarinnar, frá Portage La Prairie til Lake Dauphin. Kringumstæðanna vegna hefir enn ekki verið tekið til þess fjár, en það gerir ekki minnsta tnun; sama er gerð stjórnarinnar. Hún veitti þessa upphæð þá og það er vott- ur þess, að hún þá hafi treyst sér eða öllu heldur fylkinu, til að bera byrðina / I Það má vera meira en lítil hnignun, nokkuð sem stjórnin á eftir að segja almenningi hvernig er varið, ef ástæð- urnar hafa breyzt svo á hálfu öðru ári, að ógerlegt er að lofa styrk sem á 25 ára tíma getur í mesta lagi orð- ið $536,500, eða talsvert minna en lielm- ingur þeirrar upphæðar, sem hún bauð fram fyrir hálfu öðru ári, til Dauphin brautarinnar. Þá bendir Greenway enn einu sinni á, að uppbæðin sem um er beðin sé nokkuð gifurleg þegar litið er á milna- fjöldann. Ef það er gifurlegt að biðja pm í allra mesta lagi rúmlega hálfa miljón dollars fyrir 100 mílur, hvaða nafn sæmir þá athöfn stjórnarinnar sjálfrar, er hún bauð eina miljón eitt hundrað tuttugu og fimm þúsund doll- ars sem styrk til brautar, sem ekki gat orðið lengri en 125 mílur, þó sæmi- lega vel hefði verið sneitt fyrir skemstu leið ? Og þó færði sú fyrirhugaða braut ekki með sér fjarlægustu von um niðursett flutningsgjald, eða verð- lækkun nokkurrac almennrar vöruteg- undar. Útásetningar á boð félagsins eru margar og allar enda þær með því, að engin trygging só fyrir þessu eða hinu. Engin trygging fyrir að braut verði bvgð að austan til að mætá þess- ari (þetta þrátt fyrir að sú braut er meir en hálfgerð og fær jafnharðan $3000 frá Ontario-stjórninni fyrir hverja mílu sem fram er lengd), engin trygg- ing fyrir að brautimar komist að sam- vinnusamningum, ef sú að austan yrði bygð, engin trygging fyrir, að áætlað flutningsgjald borgaði viðhalds og vinnu- kostnað og að síðustu engin trygging fyrir þvi, að þeir menn, sem kynnu að takast í fang ábyrgð á að full- nægja samningum, lifðu að eilífu til að annast um skuldbindingar sínar ! Allar slíkar viðbárur bera vott um þröng á efni í afsakanir. Það er vita- skuld rétt, að fyrir fram er engum manni mögulegt að gefa trygging fyrir að þetta eða hitt geti ekki komið fyr- ir á ókomnum árum, og vitanlega getur enginn maður ábyrgst, að lifa ákveðinn árafjölda. En hvenær hefir þessi stjórn látið sér detta í hug, að heimta trygging fyrir öllu mögulegu og ómögulegu áður, við sams konar tækifæri ? Sannarlega ekki þegar hún veitti Northern Pacific sex hundruð þúsundin, ekki heldur þegar hún gaf C- P. R. tvö hundruð þrjátíu og fimm þúsundin fyrir braut, sem félagið þurfti að byggja hvort sem var, og sem að auki þáði venjulegan sambandsstjóm- arstyrk fyrir sömu mílurnar. Því síð- ur heimtaði hún slikar tryggingar, þegar hún bauð eina og áttung úr miljón fyrir Dauphin brautina. Þessi óendanlega tryggingaþörf er alveg ný uppáfinding og verður fróðlegt að sjá, hvort sú þörf verður eins brýn í fram- tíðinni, þegar aðrir biðja um styrk til járnbrauta á öðrum stöðum í fylkinu. Númer er gert úr bæði borðviðar verðlækkuninni, sem lofað var, og eldiviðarflutningi. Eins og kunnugt er bauð félagið að lækka borðviðar verðið um $4. á hverjum þúsund fetum og var þá miðað við gangverð viðarins í Winnipeg, í vor er leið. Síðan toll- urinn var tekinn af borðvið hefir hann fallið í verði svo nemur $2. á þúsund fetunum. Þetta sá stjórnin og þótti því lítið til boðsins koma, sérstaklega af því skeð gæti að verð- lækkuninn yrði enn meiri síðar og sagði í þvi sambandi að engin trygg- ing væri fyrir að nokkur vörutegund seldist fyrir ákveðið verð, nokkurn ákveðinn tíma. En nú var boðið þannig útbúið síðast, eftir að niður- færslan var ákveðin, að væri borð- viðarverðið í Rat Portage t. d. $14, skvldi það vera $12 í Wpg., ef $12 í Rat Portage $10 í Wpg. og svo á- fram eða aftur á bak, eftir því sem viðurinn stígi eða félli. Hvað eldi- viðinn snertir þótti stjórninni engin líkindi til að 30,000 Cords yrðu höggvin meðfram þeirri braut og flutt til bæjarins á ári hverju. í þessu efni sem öðrum mun hér flestum sýnast annan veg. Á síðastl. ári flutti C. P. R. til bæjarins 40,000 cords og mikið af þeim við þurfti að draga 6, 8, 10 og enda 12 mílur að braut- arsporinu og svo setur það félag 60% hærra gjald fyrir flutninginn, en Suð- austur-félagið bauð. Auk þess flutti Northern Pacific 15,000 cords af eldi- við til bæjarins á síðastl. ári, ýmist sunnan úr Bandarikjum eða vestan af Pembina-fjöllum innan fylkisins, um og yfir 100 mílur. Þegar þess er gætt að skógurinn Uggur fast að fyrirhugaða Suðausturbrautar-spori á báðar höndur, á 60 milna kafla, þá er hverjum heilvita manni auðsætt að þangað mundu flestir kappkosta að sækja eldivið, þegar um sömu við- artegundir er að gera. Að gera ráð fyrir 30,000 að meðaltali á ári, er þesSvegna hvergi nærri há áætlun. Spursmálið er míklu fremur hvert hún er ekki óþarflega lág. Þá kom og stjórnin með þá vizku að líklegt væri, að svo eða svo mikið af landeign félagsins væri í raun réttri eign fylkisins. Lélegri fótfestu hefir að likindum engin stjórn áður haft. Það er þó sannast að segja ekki ó- sanngjarnt að heimta svo mikla þetk- ingu af þeim, sem Greenway-stjórn- ina'skipa, að þeir viti það sem allir vita, það nefnilega, að hafi sambands- stjórnin óafvitandi gefið einhverju féJ lagi land sem samkvæmt samningi reynist eign fylkisins, þá má fylkis- stjórnin kjósa sér sama ekrufjölda af ónumclu stjórnarlandi einhversstaðar í öðrum hluta fylkisins. Og eftir áiiti stjórnarinnar að dæma á landkostum á þessu svæði, er óliklegt hún liikaði að hafa land-kaup, ef til kæmi. Alt þetta bendir ljóslega á að þetta mikla bréf sé fyrst og fremst varnarrit, þó það jafnframt giidi sem neitun um styrk. En fj-rir hverju er stjórnin að verja sig, ef ekki því á- liti almennings, að hún sé í böndum ? Og hver geta þau bönd verið, ef ekk> þau, sem almanna-rómur — C. P. R. f jötrar ? í þessu sambandi má geta þess, að verzlunarblaðið “Comercial” sem engum pólitískum flokki fylgir og sem fer allra blaða hægast í að mæla með fjárveiting til eins eða annars fyrirtæk- is, segir á þessa leið í síðasta blaði (13. ágúst): “Fyrirtækið er í höndum góðra manna, sem hafa stórmikil verzlunar viðskifti í landinu. Þetta er alls ekki ‘•boom”-fyrirtæki, en full ástæða til að ætla að fyrirliðamir mundu efna öll sín loforð. Ætlan þeirra er að hagnýta brautiua og gera úr henni verðmikla eign. Þeirra hagur er, að brautin sé altaf starfandi og það væri þeim tjón, en ekki hagna,ður að selja hana”...... “Það virðist föst ákvörðun stjórn- arinnar að veita þessari braut engan stjnrk, hvorki þá upphæð, sem um er beðið, eða aðra minni..Það er eitt livað í því sambandi, sem örðugt er að skilja. Ef stjórnin ætlar sér alveg að hætta að veita járnbrautarfélögum stjrrk þá væri skaðlaúst að segja það afdráttarlaust. Ef hún aftur á mót veitir stjTk framvegis, þarf hún að halda á öflugra riti, en því, sem hún nú sendj út, til að sanna að hún hafi verið réttlát þegar hún neitaði að styðja þetta fj-rirtæki, járnbraut, sem er svo miklu gagnlegri fyrir fylkið, en nokkur önnur smá-braut, sem enn hefir boðist.....Félagið bauð að af- henda stjórninni eignarbréf fjTÍr allri landeign sinni, sem trygging fyrir vaxta-ábyrgðarfénu, 6,400 ekrur fjrir hverja mílu. Virði maður hverja ekru á 60 cents, mætir það útgjöldunum, er stjórnin tsöki að sér. Allar tekjur fj-rir landið gengju til stjórnarinnar... Um nokkur ár þjrrfti stjórnin að greiða vextina, en innan fárra ára mundu tekjumar af landinu borga stjóminni að fullu. .....“Fyrirlestur stjórnarinnar í bréfinu um það, hvað sé hyggileg og affarasæl viðskiftaregla, er einkar hress andi. En mörgum er óljóst hvar hinir miklu viðskiftahæfileikar stjórnarinnar eru fólgnir. Rej-nslan hefir sýnt, að lfigmönnunum í ráðaneytinu hefir ekki enn farizt neitt sérlega vel að útbúa hagkvæma bindandi samninga fyrir fylkið. Þeir i ráðaneytinu, sem við verzlun hafa fengist, hafa ekki "gert þá lukku”, að þeim farist að segja þeim verzlun&rmönnum öllum til, sem í nefndinni voru og sem hafa óbifandi trú á málefninu......Þessi tilraun stjórn- arinnar að mæla viðskifta-hæfileika sínavið nefndina, er fiutti málið síð- ast og heimtaði stjrkinn, verður i aug- um allra, er meðal viðskifta-þekking hafa, á borð við tilraun frosksins, að verða eins stór og nautið. En auðvit- að var bréfið ekki ritað verzlunar- og viðskiftamönnum, heldur var það á- varp til kjósendanna. Máske hinn mikli fjöldi viðskiftamanna og annara, sem fjrirtækinu eru hlynti,geti líka samein- að sig um að ávarpa kjósendurna, þegar kosningar næst farafram. Það væri ekki nema réttlát hefnd, ef þeir gerðu það, og gerðu þeir það, j-rði frosk- og nauts-sagan sýnd að fullnaði, að minsta kosti að þvi lej-ti, er snertir af- drif frosksins. Islands gagn. Það smálíður að því, sem Hkr. hef- ir fyrir löngu spáð, að ísland hafi á sínum tíma hag af íslénzkum vestur- urflutningum. Þeir eru að smá-fjölga, sem heim fara og flestir þeirra færa með sér einhverja nýja hugmynd og ein- hverja verklega kunnáttu, sem að gagni getur orðið heima—ef menn bara vilja. Stærra spor, en þessi áminnstu, er þó um það bil að vera stigið nú. Þeir herrar, Tryggvi \Gunnarsson, banka- stjóri, og Sigfús Eymundsson, bóksali, í Reykjavík, hafa nú ráðið mann héðan til heimferðar í því skyni, að koma upp f Reykjávík frysti-húsi (Freezer) og 'standa fjrir því. Maðurinn, sem þeir hafa ráðið til þessa, er herra Jóhannes Nordal í AVest Selkirk, er hefir flestum Islendingum fremur þekkingu á slíkum bj-ggingum. Býzt hann við að leggja af stað til Reykjavíkur um næstu mán- aðamót. Jafnframt og vér óskum þessum framtakssömu Rej-kvikingum til ham- ingju með fyrirtæki sitt og með það hve vel þeim tókst að velja forstöðumann, vonum vér að þetta sé að eins byrjunin til annars meira, að fleiri og fleiri verk- fróðir Vestur-íslendingar verði fengnir til að standa fj-rir stofnunum á gamla landinu, sem tíl framfara horfa. Ar. IIRIPAÐAR LÍNUR íIIJA VERKUM eftir Stephan G. Stephasson. I. Kviksettur: Þið hafið stundum neytt mig til að kveða við ykkur vísu, börnin góð; ef þið haldið ég hafi gert það til að geðjast ykkur, skal ég nú segja það eins og er. —Ég kveð einatt til að hejra ekki til ykkar, svo argið i ykkur geri mig ekki vitlausann. Þið hafið löngum verið ó- ánægð við mig, af þvi vísurnar minar voru kveðnar um ský eða skóg, og ann- að þess háttar óskiljanlegt óæti, og af þvi ég hefi aldrei nent að kveða sálm- vers, né gælur um j-kkur sjálf, né lof um hann Títus Tólgarskjöld, sem þið hafið svo mikið uppihald á, af þvi hann þj-kist vera ríks manns sonur. Ykkur hefir þótt lítið gaman að ljóðsögunum mínum, af því enginn hefir verið heila- klofin, né lagður gegnum hjartað í þeim, því hafi einhver af söguhetjum mínum fundið ögn til, og þó það hafi verið af mannavöldum, var það samt æfinlega það, sem þið kallið tilfallandi, en gerðist ekki með spjótum og byssu-kúium, og heilinn og hjartaðíykkur sjálfumer enn þá svo lítið, að það "finnur ekki minna yran í mat nnum”, eins og þið komist að orði. En ég vona að það vaxi, vaxi mikid, seinnu—og þá..... Nei, ég skal okki gizkaá neitt! En nú ætla ég að fara að verða skemtilegur og yrkja eins og ykkurætti að líka bezt. Ég skal kveða um það, sem þið öll trú- ið, að þessi mannheimur sé ekkert ann- að en stórt súpu-trog, sem við sitjum öll við, og að sá sé sælastur, sem kræk- ir í flesta og feitasta bitana, og þeim til kughreystingar, sem annaðhvort fá ekkert eða sitja með lapþunna súpuna, skal ég ríma um það eins hjartnæmt og ég get, að uppi j-fir okkur hangi enn þá stærra súputrog, þar sem allir fái ein- hverntíma svo meir’ og meira en nóg, og enginn verði útundan—. Framveg- is ætla ég að setja aðgreinis-tölu á skýin svo þið vitið um hvert þeirra ég er að kveða í það og það skiftið, og þá verða kvæðin min hórumbil svona, fyrirsögn og efni: Vísa um svarta skýið No. 2, sem situr d brúninui d Skollu-koll. Eg atla að úr því rigni Svo ofþur jörðin digni, Sig Rauðka og Rósa grttði Svo rjóminnúr þeimflœði. Reyndar er kannske ekki hægt að syngja þessa vísu, og þó er hún ferfætt, en ég vona að ég lagist, svo mér takist loks að kveða undir áttfættu sálmalög- unum, sem þið lærið á sunnudaga-skól- anum, bömin góð. En það liggur svo á mér í dag, að ég hefi ekki skap til að kveða, Ég er eins og langspils-strengur, tekinn úr raka—ég hefi misst hljóminn. Þess vegna ætla ég að segja ykkur sögu, en hún er ekki um mig, heldur er það : Sag- an af manninum, sem var kviksettur. Ég vona þið skiljið hana, einkanlega þið, sem kviðið því mest af öllu, að þið verð ið á endanum: grafin lifandi. ..... Aistaðar, úti á strætum og stig um í borgum ogbaðstofum, mættihann þeim,þessum kyrpingslegu mann-dverg- um, með hnýttu hðndurnar og bogna bakið, með undirleita svipinn og þoku- augun. Hann kendi í brjósti um þá, og spurði hver hefði meitt þá og kyppt úr þeim vexti. Allir sögðu þeir sömu söguna, og allir sögðu þeir hana eins. Þeir kölluðu hann á einmæli, þangað sem þeir héldu að engin heyrði þá né sæi, teygðu sig upp að eyranu á honum héldu við orðin með hendinni, svo þau rynnu beint inn í hlustina, en hvískruð- ust ekki út í almenning, úr því munn- vikinu, sem frá honum snéri og svo livísluðu þeir að honum. Það eru orðnar hnýttar á okkur hendurnar af átökunum við alla strit- vinnuna, sem til þess þurfti, núna sið- ustuárin,aðhafa stundumsjálfir eitthv. að borða, og vinna fyrir lífeyri handa honum Fésjóð, gjaldþrota kaupmann- inum jokkar, og fjölskj-ldu lians, sem varð á tíu árum svo vellauðugur, að hann þarf aldrei framar að vinna, þó hann sé tæpt fertugur ; og það hefir bognað á okkur bakið, við að ganga undir toll-böggunum, sem ríkið leggur á okkur, til að ala gfeðinga, til skomt- ana og útreiða, en hefir okkur til að á- burðar-klárast, og við höfum orðið svona undirleitir af því hann séra Steinn og kjrkjan okkar, hefir hótað að gera okkur að heiðingjum og illmenn- um, ef við létumst ekki í auðmýkt trúa því, að krakkarnir okkar, sem ríkið hefndi sín á með, að hengja tiéma fyrir eitthvað, sem það kallar stór-glæpi, séu enn þá kvaldir i helvíti liinumegin við gálgann og dysið. En, við höfum aldrei getað trúað því, um okkar eigin börn, þó okkur finnist það líklegt um Únít- ara-börnin. Guð hjálpi okkur! við höf- um orðið að búa yfir þessu, en aldrei þorað að segja það ypp hátt, því við viljum hafa presta og kyrkjur, en ekki verða að heimskingjum og bófum, held- ur fá að vera kristnir menn eins og við erum, En þokuslæðan yfir augunum í okkur, er komin af að einblína. Frá því við munUm fyrst til, máttum við aldrei líta af þessu þrennu: trúnni, lögunum, venjunum. Þeir, sem völdin áttu, settu í myrkvastofu alla, sem af því hrugðu, tóku þá stundum af dögum en héldu okkur hegningar-hátið til upp- örfunar, sem vorum hlýðnir og lijálpuð- um til. Svo komst hann fyrir hvort þeim þættu þessi kjör góð, og hvort þeir þráðu breyting á nokkru þeirra. “Já, í guðs nafni, í guðs nafni” æptu þeir, sem engdust saman af sultar tegjum. “í nafni sanngirninnar”, tóku aðrir fram í, og neru saman hnýttu höndunum. “í nafni mannkærleiks og bróðernis”, tautuðu ýmsir, og hengdu bænræknislega höfuðin. “í nafni mann- vits og framfara” flýttu nokkrir sér að bæta inn í, og néru augun, “í nafni frelsisins”, hrópuðu allir einum munni. “Þeim manni skulum við vel launa, sem útvegar okkur frelsi”. A Mánudaginn ritaði hann í blað sitt BersöGLI, grein um, Ilvernig laum- að væri burt eigum allslavsra. Hann reyndi að sýna fram á, að undir núver- andi viðskiftalagi hinna svo kölluðu sið- uðu manna, borguðu öreigar hæsta tolla; að skilvísir menn yrðu gjarnast að borga skuldir hinna óráðvöndu ó- beinlínis; að sá sem ekkert ætti, en dragi fram lífið á erfiði sínu einu saman greiddi öðrum skatt af öllum lífs-nauð- synjum sínum, i þvi landi, þar sem öll vara væri tolluð, því hann gæti ekkert veitt sér sjálfur, að sökum prettanna í kaupi og sölu, hefði hagkænskan löngu byrgt sig upp við þeim, með því að á- ætla tíu til tuttugu og fimm hluta af verði margrar stórsölu vöru, glatað fé, í höndur heimskra og óráðvandra lán- kaupenda, og sömu reglu fylgdu aftur smá-verzlarar. Þeir hækkuðu þess vegna verðið við þd sem borguðu um tíu eða tuttugu og fimm til að komast hjá tjóni; og þar af leiðandi væri tíu til tuttugu og fimin sinnum örðugra fjrir inn skilvísa, að vinna fyrir sjálfum sér, en þyrfti að vera. Hann benti á Fé- sjóð, gjaldþrota kaupmanninn, sem allir vissu, að bjrjaði verzlun allslaus, seni allir vissu, að varð gjaldþrota með stórskuldir, sem hann borgaði aldrei, og allir vissu að nú var iðjulaus ríkis- maður; slikir menn, sagði hann, að reyndar væru verri en rummungs-þjóf- ar. Daginn eftir að hann Fésjóður las greinina um sig, varð hann hæstur á samskota-listanum með $100 gjöf í hungraðra.sjóðinn, sem safnað var, svo hinir allra svengstu fengju einn ókeyp- is málsverð á dag, meðan brjóstgæða uppþot rikismannanna var heitast, og veður-vonzka forsjónarinnar köldust. Svo þegar þetta barst út, og skarinn með hnýttu höndurnar og þoku-augun, mætti uppgjafa-kaupmanninum á göt- unni, hliðraði hann fyrir honum og hneigði sig þakklátlega, eins og fyrir bjárgvætti hinna .dauðvona. Þeir, sem sjálfir höfðu æfinlega svikist um að vinna, þegar verkstjórinn sá ekki til, fundu, að það var dæmalaust þakkar- verð samvizkusemi, sem ótilneydd borg- aði mannfélaginu, endur og sinnum, einn milliónasta i vöxtu af ránfengn- um höfuðstól. Á þriðjudag, hafði blað hans með- ferðis grein um, Stigamenn á stjórnnr- tnautum. Þar leitaðist hann við að rekja, að hvergi í nokkru landi væri helming skatta þeirra, sem alþýða greiddi, varið í almanna þarfir. Hrepps- ómagar væru kallaðir “niðursetningar” og þætti minkunarorð; ríkisómagar væru dubbaðir “embættismenn”, því menn hefðu komið sér saman um, að það væri heiðurs-titill, þetta gerði oft allan manna-muninn. Svo tók hann dæmi af heimastjórninni, hvernig fjár- málum ríkjanna væri ráðið, og nafn- greindi nokkra i rikisómegðinni, svo sem Lýting Töskubak, sem sendur var um allar jarðir með tóma stjórnartösku til varðveizlu, eínungis til að draga em- bættis-yfirskin j’fir $3000 launin hans um árið. Hann endaði á því, að frjáls- lynda stjórnin þeirra, svo kallaða, væri rej'iidar ránsmenn og kúgarar. Næsta dag bar Lýtingur Töskubak- ur bænarskrá í kring, til undirskrifta, að stjornin hætti að leggja fé til vega- bóta og vatnsræslu um mýrarnar í af- skekktu utkjálka-bygðinni, Heiða-þingi þvi skattar væru almenningi óbærir, sökum alls þess kostnaðar. Þeir með bogna bakið og undirleita svipinn, vildu allir koma nafninu sínu þar að, og á- kafastir vöru þeir, sem ekki kunnu að skrifa það sjálfir, en urðu að fá aðra til aðgeraþað; sjálfir bjuggu þeir í borg með steinrendum strœtum, hvern skrattann varðaði þá svo um, þó landar þeii’ra í Heiða-þingi lægju í fenjunum þar, þeim var ofætlun að borga til að draga þá upp, þeir gátu gert það sjálfír. Um kveldið bættu þeir nýjum endur- lausnara við i trú sina, honum Lýtingi; hann var þó eini framfara-maðurinn, sem nokkuð vildi gera almenningi til hagsbóta. Hvernig áttu þeir að lá lion- um þó hann tæki við því, sem að hon- um var rett af stjórnar-bitlingum, né af bæði það, sem þeir vissu að hann vann ekki til—þeir, sem sjálfir voru aldrei á- nægðir msð lífið, af þvi þeir komust svo sjaldan að því, að fá eitthvað fyrir ekk- ert, einungis af þvi, þeir höfðu orðið utundan hjá forsjoninni, í að fá sinn hluta af bragðvísi. eða, að mennirnir höfðu í æsku þeirra sett þá hjá skóla- göngu. A miðvikudaginn kom út seinasta ritgerðin hans, um Andlegar fébrellur, Hann sagði að kyrkja og skólar væru samtaka í þvi, að byrgja og fela hvern andlegan neista hjá almenningi, sem þau óttuðust, að kvikna kynni upp og verða að ljósi; þau reyndu að bæla hann niður í ösku útbrendra kredda, undir grjótþunga rembiláts lærdóms og fyrirlitningar-orða. Meðan það tækist, yrði lítið um ljós og yl, og því væri jörðin kvik af allskonar andlegum krypplingum, sem einlægni, hugsunar- þróttur og drengskapur væri niddur úr. Hann leiddi likur að því, að margir kennendur, til dæmis eins og hann séra Steinn Lftiræta , kendu eins og þeir gerðu einungis vegna þess, að kyrkjan, sem þeir þjónuðu, væri sterkari en sannfæring þeirra sjálfra; þeir þyrðu engu að breyta, því það væri, að rífa niður húsið yfir sjálfs sín höfði. Hnnn lauk svo við það, að þesskonar menn sætu á bekk með pafum />g hræsnurum. Um kveldið var safnaðarfundur í kapellunni hans séra Steins. Þangað kom, sér til dægrastyttu, hópurinn með hnýttu höndurnar og bogna bakið, með undirleita svipinn ogþoku augun ; hann vildi öllu framar kallast kristnir menn. Þar var því lýst fj'rir honum, hvernig hann framvegis mætti halda því nafni átölulaust, þó hann tryði ekki ýmsu, sem honum væri kent, ef hann einungis hefði ekki hátt um það : á sinn hátt eins °g hinum fyrstu kristnu forfeðrum þeirra leyfðist, að bera út sín eigin bðm, ef Þeir gættu, að það kæmist ekki upp. Honum var gefin kyrkjuleg uppörfun til að æfa það, að fela meiníng sína, Þeir með hnýttu höndurnar og þoku- augun, tóku þessari breyting feginsam- lega, hún átti svo vel við skap þeirra. Fullkomnari guðsmann, en hann séra Stein gátu þeir ekki ímyndað isér, nó göfugra frjálslyndi: þeim fannst það ekkert tiltökumál, þó hann jmni það til fyrir róleg lífskjör og heiðarlega stöðu, að lej'fa mönnum í kj'rþey að efast um sannindi þess, sem hann sjálfur kendi, né væri það von að hann kendi einmitt þuö, sem hann sjálfur tryði. Þeir könnuðust við það með sjálfum sér, að það var hita munur, en ekki fjár, á ó- ráðvendni hans og þeirra, sem voru all- ir keyptir síðastliðinn kjördag, fyrir lít- ilfjörlega þóknun, til að greiða því þingmannsefninu atkvæði, sem þá grunaði að væri verra. .....Hann kom til þeirra á fimtudag- inn, þar sem þeir héngu við vinnu sína, ánægðari og hreyknari en vant var, yfir því, að nú hefðu "hinirstóru” látið und an. “Ég kem nú áð trej'sta á dreng- skap ykkar, bræður góðir”, sagði hann, “mér finnst, ég eiga þar athvarf. Ég hefi fylgt máli ykkar eftir mætti, þó lít- ið hafi áunnist; það verður, ef til vill, meira seinna, ef við höldum saman. En fyrir það; vann ég mér hatur þeirra, sem völdin hafa, og hér í landi er það samkvæmt lögum, að kvikselja þá sem fyrir því verða, séu þeír fátœkir og bjargist af handafla sínum. Yfir ríka menn ná þau lög ekki. Ég þarf nokk- urt fé til að forða mér. Þið eruð marg- ir, kjara-bræður mínir; ég hefi talað máli okkar allra. Getið þið bjargað mér ?” “Hjálpað þér um peninga, leggja þér til fó. Nei, aldrei. Við eigum nóg með ómegðina okkar, þó þú bætist ekki við. Talað máli okkar ! Jú, við höld- um það. Hafir þú gert eitthvað í þá átt, er það fyrir sjálfan þig, til að ná í óvildarmenn þína, og skamma þá, en við hlutumst ekki til, þó þið eigist illt við. Við illyrðum engan mann opin- bert, og þú gerir það á eigin ábyrgð. Þú hefir kallað rausnar-mann rumm- ungs-þjóf; alþýðu-vin kúgara og frjáls- lyndan prest hræsnara. Nei, slíku er ekki viðhjálpandi. Svo þurfum við ekki þinna orða framar við, það er nú að lagfærast, sem okkur þótti helzt að. Svo höfum við enga peninga. Hann beit saman tönnunum meðan þeir röluðu, helt að ser andanum og hverri taug í andlitinu grafkjrri, eins og þegar menn herða sig upp til að gera eitthvað sem þeir hafa viðbjóð á, til

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.