Heimskringla - 01.09.1894, Side 2
2 HELMSKRINGLA 1. SEPTEMBeR 1894.
komr út á Laugardögum.
Tiio ileiiaskrÍDgla Pt«. & Fubl.Co.
útgefendr. [Publishers.]
Verð blaðsins 1 Canada og Banda-
ríkjunum :
12 inánufSi $2,50 fyrirframborg. $2,00
6 ----- $1,50 ---- — $1,00
3 ----- $0,80; ------- — $0,50
Ritstjórinn geymir ekki greinar, sem
eigi verða uppteknar, og endrsendir
þær eigi nema frímerki fyrir endr-
sending fylgi. Ritstjórinn svarar eng-
um brófum ritstjórn viðkomandi, nema
í blaðinu. Nafnlausum bréfum er
enginu gaumr gefinn. En ritstj. svar-
ar böfuudi undir merki eða bókstöf-
um, ef höf. tiltek. slík* merki.
Uppsögn ógild að lögam,nemakaup-
andi sé alveg skuldlaus við blatsið.
Ritsjóri (Editor):
EGGERT JÓHANNSSON.
Ráðsmaðr (Busin. Manager):
J. W. FINNEY
kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst.
Peningar sendist í P.O. Money Or-
der, Registered Letter eða Express
Money Örder. Banka-ávísanir á aðra
banka, en í Winnipeg, eru að eins
teknar með afföllum.
653 Pacific Ave.
(McWilliam Str.)
Merkur Islendingur látinn.
22. Júlí síðastl. lézt aðjheimili sínu
i Parísarborg, eftir þjáningarfulla
þriggja mánaða legu, hinn mikilsvirti
franski blaðamaður, Islendingurinn
Ólafur Bjarni Gunnlögsson, dr. phil.,
sonur Stephans landfógeta Gunnlaugs
sonar þrests Þórðarsonar að Hallorms-
stað í Suðurmúlasýslu. Hann var bróð
ir austurlanda málfrseðingsins próf.
Albert Högna Gunnlögsonar, sem nú er
æðriskólakennari í Tacoma í Washing-
ton-ríkinu vestra.
Dr. Gunnlogsson var fæddur í
Reykjavík og ólzt þar upp. Gekk
hann þar fyrst á skóla og útskrifaðist
af latínuskólanum. Þaðan fór hann til
Jíaupmannahafnar og gekk þar á há-
skólann. Þaðan fór hann svo til Bel-
giu og hélt áfram háskólanámi, og þar
fékk hann nafnbótina : “doktor í vís-
indum”. í meir en 30 ár var hann leið-
andi stjórnarritari hins merka Parísar-
blaðs “Le Nord” og um síðastl. nokkur
ár var hann aðal-ritstjóri þess. Auk
þess ritaði hann og margt oí mikið fyr-
ir önnur blöð og tímarit á Frakklandi.
í blaðaheimi Frakka átti hann fáa
maka sem fjölfræðingur, og hvað snerti
þekkingu á stjórnmálum ailra Norður-
álfulanda var hann höfði hærri en allir
samtíðar blaðabræður hans á Frakk-
landi.
Blaðamannafélagið í Parísarborg
ýUniou des Journalistes francais), er
hann var einn af frumkvöðlum að er
það var stofnað, stóð fyrir útför hans
27. Júlí, er var hin veglegasta. Var
hann graíinn í grafreitnum Bagneux,
nálægt ; Parísarborg. Meðal merkra
Norðurlanda-manna, er viðstaddir voru
jaröarförina, voru þeir Jonas Lie,
norski skáldsagnahöfundurinn, og próf.
N. C. Fredricksen, danski hagfræðing-
urinn, sem Skaudinövum í Ameríku er
kunnugur fyrir veru hans hér, ekki sið-
ur en landsmönnum hans í Danmörku.
Um dr. Gunnlögson ritar Jón rit-
stjóri Ólafsson í Chicago fróðlegagrein í
“Norden”, dagp. 25. Ágúst. Getur
hann þess þar meðal annars, að þegar
hann (J. Ó.) var 9 ára sá hann Gunn-
lögson í fyrsta og síðasta skipti. Kom
hann þá til íslands, upp á Fáskrúðs-
fjörð, með tveimur kaþólskum prestum,
er áttu að staðnæmast á íslandi, læra
málið og gróðursetja þar kaþólska trú.
Annar þeirra var hinn góðkunni kaþ-
ólski prestur Baudoin, er fyrir skömmu
Jézt i Reykjavik.
AðgerðLr Greenway’s
í Suðausturbrautarmálinu vill Lögberg
verja, sem vonlegt er. En það geng-
ur ekki vel, enda illmögulegt að verja
það að gagni. Snúningar og vöflur
koma ekki að liði í svona máli og því
göngum vér fram hjá flestu i síðustu
grein Lögbergs um þetta efni. En
athugasemdalaust er ekki rétt að sleppa
henni allri. Um Dauphinbrautar-fjár-
veitinguna segir það : “En ekki get-
uim vér neitað því, að oss finst alt
öðru máli að gegna um þær tvær
brautir. Dauphinbrautin átti að leggj-
ast um svæði, þar sem mjög mikil
bygð er þegar komin.....Hún átti
að hjálpa sveit sem er brautarlaus.
Suðausturbrautin aftur á móti á að
leggjast um óbygðir, og eftir sameig-
inlegri skoðun nær því allra fylkisbúa,
að undanteknum nokkrum Winnipeg-
mönnum, mundi hún lítið hjálpa öðr-
um hlutum fylkisins en Winnipeg.”
Þetta er hálfur sannleikur en ekki
meira. Það er rétt, að Dauphin-braut-
in átti að leggjast um svæði þar sem
bygðin er þétt orðin á 35—10 mílna
svæði vestur fyrir Portage La Prairie,
en um þetta þ&ttbygða nvieði liggur Mani-
tóba og Norðvestur járnbrautin og til henn-
ar þarf enginn á því svæði að sækja
lengra en 10—12 mílur og fáir svo
langt. Á þessu svæðinu er því engin
Virýn þörf á annari járnbraut, að minsta
kosti ekki svo brýn, að fylkisstjórnin
sé sjálfsögð að verja $10,000 á hverja
mílu til að fá hana bygða og það á með-
an fylkið er ráðalaust að fá það fé end-
urgoldið, sem það fyrrum lánaði Mani
toba norðvesturbrautinni, ráðaleysi, er
stafar af efna- en ekki viljaleysi félags-
ins. Á leið Dauphin-brautarinnar fyTÍr
norðvestan þetta þéttbygða svæði eru
líklega ekki yfir 2000—8000 manns alt
talið. Það er rótt og sjálfsagt, að þeir
menn fái sinn tiltölulega styrk af opin-
beru fé, en $1 125 000 sýnist meir en
tiltölulegur skerfur.
"Suðausturbrautin aftur á móti á
að leggjast um óbygðir”, segir Lögb. og
er hér einnig sagður hálfur sannleikur,
en ekki meira. Brautin mundi leggjast
um óbygðir á 60 milna kafla, en á 40
mílna smeði austur frá Rauðá leggst hún
eftir þéttbygðu héraði, eins þéttbygðu
eins og samsvarandi héruð upp og ofan
eru nokkursstaðar vestan Rauðár.
Þetta svæði er enn þá alveg brautar-
laust. Ofan á afdráttarlausa neitun um
styrk til brautar um þetta svæði bætir
svo stjórnin og hennar málgögn því við,
að nefna þetta blómlega hérað “óbygð”.
Það skyldi þó aldrei vera, að það sé
pólitísk “óbygð”, sem áttervið? Víst
er um það, að helmingur íbúa þessa
héraðs eða meir aðhyllist kaþólska trú
og þess vegna lítil von um atkvæði fyrir
Greenwáying, og það þó vel væri
skamtað viðbitið dagana fyrir kosning-
arnar.
Að Suðausturbrautin komi fylkinu
í heild sinni að litlu gagni, er nokkuð
fljótfærnisleg ljugsun. Íþvíboði, sem
síðast var framlagt, var lofað niður-
færslu á flutningi kornmatar til Sup-
erior-vatns, að fenginni samvinnubraut
austur þangað, og sem greinileg von er
um að 1 til 2 árum liðnum, er svarar 3
til 4 cents á hvert bush. í haust verða
send austur að minnsta kosti 20 millíón-
ir bush. og að 2 árum liönum þá að lík-
um 25 milliónir. Setji maður svo, að
niðurfærslan sé að eins 3 cents á bush.,
gerir sú niðurfærsla á 25 millíónum
bush. samtals $750 000 á ári. Hveiti-
bændurnir, með öðrum orðum, fengju
þá $75 0 000 meira en þeir fá nú fyrir
hveiti sitt. Bóndi, sem hefðilOOO bush.
il að selja, fengi þá $30 meira fyrir
hveitið, heldur en hann fær nú. Hvað
langt mundi verða að bíða þess, að
Dauphin-brautin áynni slíkt hið sama?
Ekki getum vér gert að því, að
oss virðist það nokkuð “skringileg”
röksemdaleiðsla hjá voru heiðraða sam,
tíðarblaði, að af því Commercial hafi
alt til þessa verið lilynt Greenway-
stjórninni sé svo kátlegt að sjá aðfinn-
«
jngar þess, að allir hlægi nema Hkh.
En þetta álit vort er að líkum sprottið
af vanafestu, því þessi röksemdaleiðsla
Lögb. er sjálfsagt svo markverð upp-
götvun í pólitískum visindum, að hún
ætti skilið að skipa sama flokk og upp-
götvun Þorsteins Gíslasonar um fram-
tíð mannkynsins. Til þessa hafa menn
að jafnaði haft þá skoðun, að ekki sé
ástæðulaus umkvörtun andstæðinganna
þegar vinirnir sjálfir snúast á móti ríkj-
andi stjórnarfiokknum og fylla flokk
andstæðinganna. En nú sýnir þessi upp-
götvun Lögbergs, að alt slíkt er lok-
leysa, en að það er bara til athlægis,
þegar vinirnir snúast á móti. Undir
þeim kringumstæðum væri því vitleysa
ein að geta þess til, að þessi hláturs-
kviða stjórnarinnar stafi af þvi, að hún
só að þokast á annan harnsaldurinn,
eins og kemur fyrir að hendir einstakl-
inga, þegar æfin er orðin löng og líður
að kvöldi.
Neyðin í Pullman.
Um neyðina í “fyrirmyndar”-bæn-
um Pullman hefir farið mörgum sög-
um að undanförnu. Fyrra mánud.
heimsótti Illinois góvernorinn, John P.
Altgeld, þorpíð, fyrir bænastað verka-
mannanefndar. Fór hann af handa
hófi hús úr húsi í ýmsum hlutum
þorpsins, talaði við kúsráðendur og leit
inn í hvert herbergi. Alstaðar var
sama sagan fram borin, ekkert að
borða nema það, sem góðviljaðir menn
gáfu og enginn hafði fengið fullkomna
máltíð um langa tíð. Útlit fólksins,
klæðnaður þess og fátækt að því er
húsmuni snerti, alt þetta var og þegj-
andi vottur um að fólkið sagði satt.
Húsin eða hólfin, sem ætluð voru einni
fjölskyldu, voru lítil, 3 og 4 lii.il her-
bergi, en leigan fyrir þessi herbergi
var $12—$13 fyrir fjögur herbergi, en
$8—$10 fyrir þrjú herbergi. Að rann-
sókninni lokinni komst governorinn
að þeirri niðurstöðu, að í Pullman og
Kensington (þorp áfast við PuUman)
væru að minsta kosti 1000 fjölskyld-
ur, sem þjáðust bæði af hungri og
nekt og sem útheimtist að tafarlaust
væri veittur styrkur, ef þær ættu
ekki að verða hungurmorða. Skrifaði
hann þá Pullman sjálfum og lét í ljósi,
að hans skylda væri að gera eítthvað
til að draga úr neyðinni. Því bréfi
svaraði Pullman strax á þá leið, að
hans félag vfldi helzt vera sjálfrátt
gerða sinna og gæti ekki tekið tU greina
aðsendar ráðleggingar. í því bréfi lét
hann og í ljósi, að neyðin væri upp-
gerð ög sagði ekki langt síðan einn
af þeim, er nú þættist nauðstaddur,
hefði tekið úr banka sínum $1300 til
að kaupa fasteign fyrir. En þá sögu
segja aUir að PuUman sjálfur hafi sam-
ið. Þá lét hann og í ljósi þykkju sína
yfir því, að þegar governorinn kom
til Pullman voru á vagnstöðinni tveir
formenn Pullmanfélagsins, er buðu að
gerast leiðsögumenn hans. Því boði
neitaði governorinn stuttlega, en fór
með þar til kjörnum atvinnulausum
mönnum, er ekki þurfti að óttast að
gerðu honum sjónhverfingar. Að sjón-
hverfingar hafi verið ákvarðaðar sann-
ar og það, að Pullman skyldi reiðast.
Þessu bréfi Pullmans svaraði gover-
norinn á þá leið, að ekki væri þa um
annað að gera, en skora á alþýðu að
bjarga þessu fólki og það gerði hann
líka tafarlaust. Gekk það vel og hefir
síðan rignt niður samskotafé úr öUum
áttum.
Þessi undirtekt Pullmans styður
ekki mál hans fyrir almanna dómnum.
Það gera heldur ekki uppgötvanir þær,
sem smátt og smátt eru gerðar fyrir
rannsóknarróttinum, er situr i Chicago
til að skoða þetta mál alt niður í kjöl-
inn. Er þvi nokkur Von til að eitthvert
gagn komi af málarekstri þeim. Ef
ekki verður annað gagnið, verður þaö
þó að vændum það, að útheimurinn
hættir að dást að PuUman-þorpinu, sem
fyrirmynd aUs hins fagra og góða, og
hættir þá um leið að vcgsama höfund-
inn, George M. PuUman, sem endur-
lausnara verkalýðsins svo langt sem
hann nær.
Indíánarnir í Canada.
Sú skoðun er almenn hór eins og
annarstaðar, að frumbyggjar Ameríku,
Indiánarnir, sóu óðum að deyja út, að
hverfa fyrir morðvopnum Evrópu-
manna, vopnum sem ekki eru nauð-
synlega eggjárn eða byssur. Að þvi
er Canada snertir, þá er þessi skoð-
un ekki rétt.
Samkvæmt síðustu fólkstöluskýrsl-
um rikisins (AprU 1891) eru í Canada
um 110 000 Indíánar, eða um 6000 fleiri
en árið 1881.
Eigi að síður er það rétt, að ýmsir
flokkar þeirra höfðu orðið fyrir mann-
fækkun á áratugnum síðusta, sérstak-
lega “Blood” flokkurinn í grend við
Fort McLeod í Alberta. Sá flokkur er
mjög skammt á veg kominn að því er
siðfágun snertir, en eru nú óðum að
læra hvítra manna háttu. Mönnum, er
þetta hafa athugað, þykir með þessu
fengin ein sönnunin enn fyrir róttlæti
þess álits þeirra, að Indíánar þoli sízt
breytingar-tímabilið, tímabilið, á með-
an þeir eru að .breytast frá villumanna
á menntaðra manna stig. En að eftir
að þeir hafa náð stigbreytingunni þrif-
ist þeir eins vel og hver annar þjóðflokk
ur í landinu.
Þrátt fyrir fólksfækkun í þessum
flokki og smávægilega í nokkrum öðr-
um, hafa Indíánar í Manitoba og Norð-
vesturhéruðunum i heild sinni fjölgað
svo nemur 4000 á áratugnum. 1881
voru þeir samtals 37 000 í þessum lands-
hluta, en 1891 voru þeir orðnir fuU 41-
000.
í British Columbia standa þeir sem
næst í stað, að þvi er fjölgun snertir.
Þó eru þeir heldur að fjölga en fækka.
Yoru tæp 35 000 árið 1891, en heldur vfir
35 000 1891. ‘
í sjófylkjunum eyítra, Nova Scotia
og New Brunswick, eru þeir heldur að
fjölga; voru þar alls innan 4 000 1891.
En sú litla fjölgun vegur ekki meir en
á móti fækkun þeirra í Quebec fylkinu.
Þar voru þeir nokiiuö á 13.000 1881, en
1891 voru þar 12 000 eða því sem næst.
í þessum þremur fylkjum standa þeir
því í stað.
í Ontario hafa þeir aftur á móti
fjölgað svo nemur 1600 á áratugnum.
Voru 15,900 1881, en voru orðnir 17,500
1891.
Fólkstöluskýrslurnar sýna ekki
hvaða flokki þessi eða hinn Indíáninn
tilheyrir, enda eru flokkarnir ótölulega
margir. En flesta þessa flokka má
samt sameina í 4 aðal-ættbálka, sem
upprunalega voru feður þessara mörgu
smáflokka.
Fyrstan ber að nefna Iroquis-ætt-
stofninn sögurika og hinar ýmsu kvísl-
ar hans, svo sem Mohawk, Oneida og
Ohandaga-flokkana o. fl., aUir sögurík-
ir og almenningi ef til vill kunnugastir
fyrir Skinnsokkasögurnar (The Leather
stocking Tales) eftir James Fenimore
Cooper. ÖUum þessum miklu flokkum
lýsir Cooper mæta vel, þó einum væri í
þetta skifti hallmælt af þvi söguhetjan
hans útheimti það. Þessi ættbálkur
allur heldur sér mikið til á sínum gömlu
stöðvum í Ontario, Quebec og austur-
fylkjunum öðrum.
Annar ættbálkurinn heitir Algon-
quin og er útbreiddari miklu en Iroquis
ættin, þó ekki sé hann eins frægur í
sögunni. Þeim ættbálki tilheyra Mik-
mak-Indíánarnir í Nova Scotia, Objib-
way-flokkarnir í grend við Sarnia, Ont.,
og á hálendinu norður og vestur af
Efravatni. Þessum ættbálkí tilbeyra
og Cree Indiánarnir í Assiniboia og víð-
ar á sléttlendinu vestra, Blackfeet-
flokkurinn í Alberta o. fl. o.fl.
Þriðji ættbálkurinn heitir Atha-
basca og er hann minnst þekktur og
kvíslar hans, en honum tilheyra aUir
Chippeweyan-flokkarnir og töluverður
hluti British Columbia Indíánanna,
þeirra, erbúa austur um fjöllin, upp frá
hafinu.
Fjórði ættbálkurinn heitir Sioux og
er stundum nefndur Dacotah. Var það
fyrrum óefað herskáasti Indíánaflokk-
urinn í öUum norðurhluta Norður-Ame-
ríku, og á hann rót sína að .rekja til
Bandaríkja. Þessi ættbálkur er fyrir
löngu sundurliðaður í ótal smáflokka og
er hann mannmargur mjög í Manitoba
og hvervetna á sléttlendinu.
Uppruna ætt Indíánanna, er búa
strandlengis í British Columbia, þekkja
menn lítið. í heild sinni erú þeir nefnd
ir Siwashes, þó margir séu flokkarnir.
í sjón eru þeir allólíkir bræðrum sínum
austan Klettaf jalla, þó hörundsliturinn
sé einn og hinn sami.
í fólkstöluskýrslunum eru 25 000
Indiánar taldir protestantar, 40 000
kaþólskrar trúar, en 45 000 ýmist heiðn-
ir, eða ekki hægt að komast eftir hverr-
ar trúar þeir eru.
Bismark Kínverja.
Það þóttu merkisfregnir um daginn
þegar sagt var að keisari Kínaveldis
hefði svipt sinn mesta mann heiðurs-
einkenninu æðsta í Kína—“gulu káp-
unni”. Þessi maður er Li Hung Chang
hersliöfðingi og stjórnmálamaður mest-
ur í Kína, sem nú er kominn yfir sjöt-
ugt. Hvað hann hafði til saka unnið
er ekki greinilegt, nema ef vera skyldi
það, að keisarinn óttist vinfengi hans
við ýms Norðurálfu stórmenni á ófrið-
artíma. Því það hefir öllum, er mann-
inum hafa kynnst, verið ljóst nú í mörg
undanfarin ár, að hann hefir verið allra
manna fúsastur á að taka sér snið af
N orðurálfu þjóðum og hefir verið þeirra
einlægur vinur, að svo miklu leyti, sem
hann hefir við ráðið. Það er líka óneit-
anlega honum að þakka, að friðsamleg-
ar endalyktir hafa orðið á þrætum Kín-
verja við ýmsar Evrópu þjóðir og enda
við Japaníta. Honum einum er það
að þakka, að Kínverjar eiga nokkurt
nýtilegt herskip, nokkuð af nútíðar
vopnum og að kínverskir hermenn haía
notið tilsagnar Evrópu herforingja. Það
er og honum að þakka og honum ein-
um, að nokkrir fréttaþræðir liggja um
Kínaveldi og að nokkrar tilraunir hafa
verið gerðar að leggja jámbrautir. I
stuttu máli er það honum að þakka, að
nokkur tilraun hefir verið gerð að fylgja
tímanum í Kínlandi.
Þó hann sé sviptur “gulu kápunni”,
heldur hann enn sínum mörgu og miklu
embættum. Hvað mörg þau eru er ó-
víst.en þau helztueru þessi :Hann erund
irkonungur í héraðinu Pechile, er telur
25 millíónir íbúa og þar í er keisarasetr-
ið Peking. Hann er forseti ráðaneytis-
ins, stórkanslari, bermálastjóri og sjó-
flotastjóri m. m. o. fl. Svo ættstór er
hann og mikilsverður i veldinu, að vel
hefði hann getað stofnað nýjan konung-
dóm, gerzt konungur sjálfur og klofið
hið kynmarga Kínaveldi, enda hefir
hann um dagana fengið margar bend-
ingar um að það skyldi hann gera. En
alt sUkt hefir hann látið eins og vind
um eyrun þjóta og staðið stöðugur í
þjónustu keisaranna, eins fram af öðr-
um. Fyrir alt þetta smánar nú strák-
hnokkinn, sem skipar keisarastólinn,
Kwangsu keisari, þennan mikilsvirða
öldung og framfaramann.
Li Hung Chang er fæddur 16. Febr.
1823 og er óblandaður Kinverji í báðar
ættir. Snemma var hann settur til
mennta, að nema kínversk fræði, og út-
skrifaðist eftir óvanalega stuttan náms-
tíma. 1847 var honum veitt doktors-
nafnbót í kínverskum vísindum. 1851
var hann skipaður ritstjóri keisarans,
en það þýðir, að honum bar að búa til
prentunar allar stjórnarskipanir, lesa
prófarkir og sjá um að engir gallar
væru á Iritinu. Jafnframt bar honum
að annast um ritun sögu keisaraveldis-
ins. Taiping-uppreistin .batt enda á
þessa friðsömu stöðu hans, því hann
var sendur til að draga saman her og
kenna vopnaburð. Hækkaði hann fljótt
í þeirri stöðu og varð innan skamms
hægrihönd undirkonungsins í PechUi,
Tseng Kwo Fan, en sá maður var fað-
ir stjórnfræðingsins nafnkunna, sem
lengi var sendiherra Kína í Lundúnum
og Paris, Tseng greifa, sem nú er lát-
inn. í þessari stöðu kynntist hann
mörgum Evrópu hershöfðingjum og
þar á meðal George Gordon, sem kallað-
ur hefir verið Kína-Gordon, og sem um
árið lét lífið í Soudan. Reyndist Gor-
don honum ótrauður liðsmaður, enda
lionum mikið að þakka, að Chang um
síðir gat bælt niður uppreist þá hina
miklu, er kostaði meir en millíón Kín-
verja líf- Þó fór sú vinátta út um þúf-
ur í endalok styrjaldarinnar. Gordon
hafði fangað hóp mikinn af uppreistar-
mönnum og heimtaði Chang, sem þá
var orðinn Governor og bjó í Shanghai,
þá framselda, en Gordon neitaði, nema
ef Chang lofaði að gefa þeim upp sakir.
Því lofaði Chang, en lét drepa alla und-
ir eins og hann fékk tangarhald á þeim.
Reiddist þá Gordon og leitaði að Cbang
í þeim tilgangi að taka líf hans, en hann
lá í leyni meðan Gordon var í grend-
inni. Skildi svo með þeim. Að upp-
reistinni lokinni tók Chang á mála
flokk mikinn af hermönnum, er verið
höfðu undir stjórn Gordons. Um það
leyti náði liann til þjónustu Sir Halli-
day Macartey, er mestan þátt hefir átt í
að Evrópísera her Kínverja og vopna-
búning allan. Þennan herforingja setti
Chang til að kenna þessum flokk sínum,
er nefndur var "svarti fáni”. Er sú
herdeild nú úrvalalið Kínverja og eru í
henni 40 000 til 50 000 hermenn. Er nú
herdeild þessi almennt kölluð Li Hung
Chang herinn. í þakklætisskyni fyrir
alla þessa frammistöðu var Chang skip-
aður undirkonungur í héraðinu Two
Thiang árið 1865 og sat hann þá í borg-
inni Nankin. Tveim árum síðar var
honum veitt sama embætti í Hon
Kwang og var þá stjórnarsetur hans í
Hankow. Frá þeim tíma féUu heiðurS-
nafnbætur og stór embætti þétt og fast
í skaut hans. 1870 var hann skipaður
undirkonungur i héraðinu PechiUi, eft-
irsóknarverðasta embættið ,í ríkinu,
næst keisarastólnum, og gerðist hann
þannig eftirmaður Tseng Kwo Fan, er
hann 20 árum áður var sendur tU að
hjálpa, er uppreistin hófst. Þó höfuð-
staður veldisins, Peking, sé sem næst í
miðju héraðinu og þó karl þurfi að heita
má daglega að sitja á fundi með keisar-
anum og ráðgjöfum hans, býr hann
samt ekki í Peking. Stjórnarseturhans
er sjóstaðurinn Tsen-Tsin, um 90 mílur
frá höfuðborginni, og er karl þar um’
kringdur af sínu úrvalaliði á landi, en
sjófloti hans ýmist liggur við bryggj-
urnar eða sveima um Gula floann með
fram ströndunum.
Sólsagnirnar og guðspjöllin.
Eftir Fjalliconunni.
Fyrir skemstu hélt Norðmaðurinn
Kristofer Janson, skáld og únítaraprest-
ur, fyrirlestra í Khöfn um kristnu trú-
brögðin og andatrúna (spiritismus), sem
hann aðhyllist nú. Segist hann hafa
verið fráhverfur henni ifyrstu, en sann-
færzt um það í Ameriku, að kún hefði
við eitthvað að styðjast. Úr fyrirlestri
hans um kristindóminn er hér tekinn
eftirfarandi kafli um áhrif sólsagnanna
á frásagnirnar um Krist.
Hjá öUum hinum elztu þjóðum hafa
verið til sólsagnir, og eru þær aUar
hver annari líkar í aðalatriðunum. Sól-
in er skoðuð eins og frelsarisá, er fæðist
25. Des., þá er stjörnumerki jungfrúar-
innar sést yfir sióndeildarhringnum í
austri.—Stjarna ein boðar fæðingu sól-
arinnar, sem fæðist í heUi og hefir 12
fylgisveina (dýrahringinn). Hún upp-
vekur dauða, en bíður voveiflegan bana
fyrir myrkrinu. Á indverskum pening-
um er sólguðinn myndaður krossfestur
með útrétta handleggi. Enn hann ris
aftur upp frá dauðum, og upprisudagur
hans er 25, Marz.
Þessum sögnum um sólguðinn hafa
nú allar hinar elztu þjóðir snúið upp á
trúbragðahöfunda sína. Hindúar snúa
þeim t. d. upp á Krischna. Hann fæð-
ist f helU og er dýrkaður af konungum,
en annar iUur konungur hótar honum
dauða og flýr hann undan morðráðum
hans og eftirsókn. Á unglingsaldri sín-
um gerir hann kennifeðurna forviða á
lærdómi sínum. Hann safnar að sér
lærisveínum og gerir kraftaverk þau
sem nokkrum hundruðum ára síðar eru
heimfærð upp á Krist. Hann ummynd
ast, er að síðustu krossfestur og lagður
spjóti i síðuna, og sól og tungl myrkv-
ast við dauða hans. En á þriðja degi
ris hann upp frá dauðum. Krischna er
önnur persóna í trúarþrenningu Hin-
dúa. Hann er kallaður “upprisan og
lífið”, “hinn góði hirðir” o, s, frv.
Hér má sjá, að viðburðirnar í sögu
Krichna samsvara alveg viðburðunum i
sögu Krists. Einstaka orþódoxir guð-
fræðingar hafa reynt að sýna, að Hin-
dúar hafa tekið þessa viðburði eftir ævi
sögu Krists og heimfært þá upp á
Krischna. En það tekur engu tali, því
hin fornu indversku musteri eru miklu
eldri en kristindómurinn enn í þeim eru
myndir, sem lýsa viðburðunum úr lífi
Krischna.
Það er því í augum uppi, að hin
elzta kyrkja hefir tekið allan þennan
sagnflokk, sem upphaflega hneig að sól-
guðinum, ogheimfært hann upp á Krist
alveg eins og Indverjar. Egyptar og
Persar heimfærðu sagnirnar upp á sína
trúbragðastofnendur. Og hvers vegna
gerði kyrkjan þetta ? Af því að henni
hefði annars verið ófært að keppa við
hin önnur trúbrögð. Heimurinn mundi
aldrei hafa viðurkent Krist sem guð,
hefði líf hans ekki verið skreytt hinum
sömu undra viðburðum, sem skreyttu
líf hinna trúbragða stofnendanna. En
hin elzta kristilega kyrkja var sér þess
ofur vel meðvitandi, að þetta voru ekki
sannir sögulegir viðburðir. Þetta má
ineftal annars marka af því, að Gnóst-
ikarnir, einhver elzti flokkurinn í hinni
kristilegu kyrkju, töldu alla þessa við-
burði sem munnmælasögur og skoðaði
þá er tóku þá í bókstaflegum skilningi
eins og bókstafa-þræla og “idióta”. En
bókstafs þrældómurinn vann sigur, og
alt það sem upphaflega var skilið sem
munnmæla skáldskapur, það var nú
skoðað eins og sögulegur veruleiki, og
ekki nóg með það, heldur þar á ofan
gert að sáluhjálpar skilyrðum.
Það er því ekki auðiðnú, að sundur
greina munnmælin og líkingaskrúðið
frá hinni sönnu sögu, og það því fremur
sem vér höfum ekki aðrar frásagnir um
Krist að styðjast viðen þær sem standa
í guðspjöllunum, sem hafa tekið upp all-
an þennan áðurnefnda sagnflokk. Sam-
tíða sagnirnar hjá Gyðingum og heið-
ingjum segjía ekkert frá honum.—Sú
þögn hefði ekki getað átt sér stað. ef
allir þessir undra viðburðir hefðu í raun
og veru verið tengdir við líf hans.
Sumum kynni svo að virðast. að
með þessum hætti yrði lítið eftir af h'fi
Krists. En það er misskilningur. Því
það sem gerði hann mikinn í vorum
augum, það voru ekki kraftaverkin, —
það var hugprýðihans, hið sjálffórnanda
líferni hans, orð hans í fjallræðunni, hin
ar djúpnæmu samlíkingar hans og bar-
átta hans fyrir frelsinu gegn liinni lög-
gildu kenningu prestanna.
Orða-belgrinn.
Ósannsögli B.
Herra ritstj.
í Hku. nr. 30 p. á. birtist lyga-
þvælu-grein eftir Mr. B. Arason í Kjal-
vik, og af því að ýmsum atriðum í
þeirri grein er beinlínis dróttað að mór,
og greinin samin í þeim tilgangi, að
reyna að svívirða og smána einstakann