Heimskringla - 08.09.1894, Page 1
rieimskringía.
VIII. ÁR.
WINNIPEGr, MAN., 8. SEPTEMBER 1894.
NR. 3G.
FRÉTTIR.
DAGBÓK.
LAUGARDAG, 1. SEPTEMBER.
VODA-ELDUB.
Skógareldur hefir oft valdið mikil-
fenglegu tjóni i Ameríku, en líklega ald-
rei eins hræðilega og því, er hann hefir
valdið nú í Minnesota og Wisconsin.
Ægilegur eldur hafði um fleiri daga ætt
um skógana i austurhlutaMinnesotarík-
is á milli St. Paul og Duluth og austur
um allan norðurhluta Wisconsin-rikis
og austur í versturhyrnuna af Michigan
er gengur vestur fyrir Lake Michigan.
A laugardaginn gekk i ofsaveður, er
bar með sér bálstrauminn á hvað sem
fyrir varð. Brunnu þá búgarðar, heil
þorp, menn og fénaður og veit enginn
enn og líklega helzt aldrei hvað margt
manna hefir farizt í þeirri ógna-glóð.
Víst er orðið að um eða yfir 400 manns
hafa farizt, en að margra kunnugra
manna áliti nemur manntjónið að
minnsta kosti 1000. í grafreitnum i
þorpinu Hinckley (mitt á milli St. Paul
og Duluth, þar sem Great Northern
þversker St. Paul og Duluth járnbraut-
ina) voru um miðjan dag á mánudaginn
um 200 brunnir manns likamir i tveim-
ur miklum köstum. í öðru þorpi liggja
16 lik og í enn öðru 57. Þessu lík er
sagan, sem berzt frá hverju smá-kaup-
túni er var á þessu svæði, kauptún, sem
nú eru svartar rústir. Það af fólkinu,
sem komst burt með lifi, er allslau*t og
margt skaðbrent. Hefir það verið fiutt
til nágranna þorpa og bæja og er þar
bjargað með samskotafé og fjárveiting
ríkjanna. Eignatjónið er enn ekki hægt
að meta, en gizkað er á að það í 8 fyrr-
greindum rikjum muni nema alt að 5
millíónum dollars. Hvað mörg bænda-
býli, skógarhöggsmanna skálar o. þvl.,
hafa eyðilagzt, veit engin enn, en alls
hafa brunnið, sum til kaldra kola, svo
að eliki er húsgrind eftir, 26 þorp og
kauptún á ýmsri stærð, þó ekkert af
þeim gætu heitið fólksmargir bæir. Af
þeim eru 7 í Minnesota, 17 í Wisconsin
og 2 í Michigan.—Geysar nú eldurinn
sem óðast austur um Michigan og ern
þar mörg þorp í hættu stödd. Umferð
um þetta svæði með járnbrautum er ill-
möguleg vegna reyks og dimmu, enda
kaflar þar, sem öll umferð er gersam-
lega bönnuð, brýr brunnar og telegrapk
þræðir slitnir niður og stangirnar eyði-
lagðar. Er svo sagt 10—12 dagar líði
áður en umferð jafnmikil og áður verði
möguleg. Jafnvel skipaferð fram með
ströndum Suyerior-vatns að sunnan og
Michigan-vatns að norðvestan, er hindr
uð mjög og stundum saman ómöguleg
vegna reykjarsvælu. í skóglandi því,
er eyddist, var kvikfjárrækt aðalat-
vinnuvegur bænda og þaðan fengu Du-
luth og Superior-búar mjólk sína mesta.
Kvikfénaðurinn ýmist stráféll í bálinu
eða flúði út í skógana og er ófundinn
enn, og leiðir af því mjólkureklu mikla í
Duluth og nágrannabæjunum. Kem-
ur það sér illa, því þangað hafa verið
flutt mörg hundruð af liinu nauðstadda
fólki.
Skógareldar æða og um fjallhéruðin
í Pecnsylvania og hafa þegar unnið
stórskaða, að því er eignir snertir.
Óvanalega mikil vatösflóð í Texas
hafa valdið stórtjóni. Kvikfénaður hef
farizt svo þúsundum skiftir.
Sex svertingjar voru hengdir án
dóms og laga í Tennessee á föstudags-
kveldið. Voru grunaðir um að hafa
brennt mörg hús og kornhlöður m. m.
I’veimur dögum síðar komst það upp
að þeir voru saklausir.
MANUDAG, 8. SEPT.
Vilhjálmur Þýzkalands keisari er
sem stendur í Svíaríki; kom til Lans-
krona á sunnudaginn, þar sem hann
ætlar að vera viðstaddur heræfingar.
Er það í fyrsta skipti síðan 1815 að kon-
ungur eða keisari liefir komið til Lans-
krona og var því mikið um dýrðir er
þessir gestir komu.
Um 150 herforingjar og vfirmenn í
her Grikkja reiddust svo einu blaðinu,1
“Acropolis”, í Athenuborg, fyrir fram-
haldandi aðfinningar, að þeirbrutu upp
prentsmiðjuna og söxuðu prentvélar og
ðll áliöld með öxum og bareflum, svo að
alt varð ónýtt. Bækur og biöð fóru og
sömu förina. Að því búnu fóru þcir til
íbúðarhúss ritstjórans, brutu það upp
og eyddu húsbúnaði hans á sama bátt.
í Canada og i norðurrikjum Banda-
ríkjanna var síðastl. Agúst hinn þurr-
viðrasamasti, er menn muna eftir um
langa tið. Það gat ekki laeitið að deig-
ur dropi félli úr lofti á öllum mánuðin-
um.
New York Central-járnbrautarfé-
lagið vill fá 8275.000 frá bæjarstjórninni
í Toronto fyrir að leggja braut sína
þangað frá N iagarafossi.
ÞRIÐJUDAG, 4. SEPT.
Heimshveitisáætlununum ber ekki
vel saman. í vikunni erleið flutti Hkr.
áætlun, sem tekin var eftir Times 1
Lundúnum. Var þar áætlað að upp-
skeran í ár yrði 47 miij. bush. minni en
í fjTra. En nú kemur ráðherra akur-
yrkjumálanna í Austurríki fram á svið-
ið með sína áætlun yfir hveitiuppskeru
heimsins i ár og segir að hún verði 197
milj. bush. mciri-en uppskeran í fyrra.
Hann bætir því og við, að óseld liggi
síðan í fyrra um 80 milj. bush. af hveiti.
Hverjum á maður að trúa'?
Tekjur Bandaríkjastjórnar í síðastl.
Ágúst voru samtais fullar 840 milj. Er
það 6 milj. meira en tekjurnar í Júlí og
hafa þær nú í siðastl. 2 ár ekki komist
nærri þessu marki í Agúst. Orsökin er
að verzlunarmenn tóku ekki aðfluttar
vörur út úr tollbúðunum fyrr enn eftir
að toll-lögin nýju gengu í gildi.
Aðstoðarmaður fjármálastjóra Banda
ríkja kom í dag til Vancouver i British
Coiumbia úr njósnarferð norður um
Alaska.
Verzlunarskýrtílur Canada-stjórnar
fyrir síðastL Júli sýna að sögn, að hærri
tollur hefir i þeim mánuði verið goldinn
af ullar- og bómuJlartaui, heldur en í
fyrra, þó meiningin væri að sá tollur
skyldi lækka. Slikt er sannur klaufa-
skapur.
Sundrung og óánægja er sögð i
flokki Roseberry lávarðar, stjórnarfor-
nuons Breta, af því hann segir ekki
aeitt afgert um stefnu sína áhrærandi
lávarðadeild þingsims.
Engar merkar fregnir af Kína og
Japan striðinu. Smá-orustur eru háð-
ar öðru hvoru og livorttveggju máls-
partar telja sér sigurinn, en enginn veit
hvað rétt er.
MIÐVIKUDAG, 5. SEPT.
Iðnaðarsýningin stóra (hin 16.) var
hafin i gær í Toranto, Ontario, með
mikilli viðhöfn. Sambandsstjórnarfor-
maður Sir John Thompson setti vélarn-
ar allar í hreyfingu og flutti ræðu fyrir
mannfjölda miklum við það tækifæri.
í Colorado töluðust menn við með
Ijósgeislakasti í gær i 66 mílna f jar-
lægð. Annar maðurinn var uppi á
fjallstindi, en hinn uppi á hæstu bygg-
ingunni i borginni Denver.
Að öllu sjálfráðu fara fram almenn-
ar þingkosningar á Englandi innan 6
mánaða. Svo segir Edward Blake, sem
nú er staddur í Toronto, Ont.
Gyðingar mæta hræðilegum ofsókn-
um í Tangier-ríkinu i Afriku. Karlar
eru drepnir í hrönnum, konur seldar í
ánauð á uppboðsþingi og eignir þeirra
allar eyðilagðar.
Fundur mikill var settur i gær í
Denver, Colorado, til að ræða um notk-
un hálendisins þurra með vatnsveiting-
um.
Ríkisþingskosningar fóru fram i
Arkansas í gær og unnu demókratar.
Populistar náðu einu mikilvægu em-
bætti, governors-embættinu.
Ofsaveður með regni miklu var i
gær á norður og norðvesturströnd Sup-
erior-vatns. Slokknaði þá skógareldur-
inn að miklu leyti á þeim stððvum og
er reyknum létt svo að skip geta farið
ferða sinna.
FIMTUDAG, 6. SEPT.
Havai lýðvcldið hefir hlaupið til og
helgað sér oyna Necker Island í grexd
við Havai-eyjarnar, er ætlast var til að
Bretar tækju og hefðu fyrir lendingar-
stað hafþráðarins fyrirhugaða til Astra-
líu. Sagt er að Bretar muni nú semja
við Havai-stjórnina um sölu eyjarinnar
Norðvesturhéraða-þingið í Regina
hefir samþykkt, að senda áskorun til
Dominion-stjórnarinnar um að styrkja
Hudson Bay brautarfélagið svo að sú
braut verði bygð.
6 manns misstu lífið nú nýlega í
skógareldi í Rainy River dalnum aust-
arlega. Eldurinn er sagður mjög mik-
ill í öllum dalnum og er búinn að eyði-
leggja stórmikið af timbri.
Stórritari Vinnuriddaranna, J. W.
Hayes, hefir um undanfarinu tíma ver-
ið í Montreal í félagserindum. Hann
segir aðinnan skamms verði haflð al-
mennt verkfall f Bandarikjunum svo
um búið, að bókstaflega allir verkmenn,
í hvaða stétt eða stöðu sem er, leggi
niður verkið á sömu kl. stundu. Cana-
da segir hann að ekki muni undan þeg-
ið.
Sléttueldar valda stórtjóni í Touch-
wood-hæðunum í norðvesturlandinu,
norðaustur frá Regina.
Cooks norðurfaraskipið “Miranda”
strandaði úti fyrir höfninni að Sukker
Toppen á Grænlandi 7. Ágúst. Menn
allir komust af.
FÖSTUDAG, 7. SEPT.
Quebec-fylkisstjórnin hefir lagt 15
centa aukagjald á hvert “cord” af
spruce, sem höggvið «r af fylkisstjórn
arlandi, svo framarlega sem viðinn á
að flytja til Bandaríkja. Ef til vill
stafa vandræði af þessu fyrirtæki.
Auðmannafélag í Baltimore hefir að
sögn keypt Eiffel-turninn mikla í Paris
fyrir Si milj. Ætla þeir að taka stál-
grind þessa hina miklu sundur, flytja
vestur til Baltimore og hafa turninn
þar uppsettan fyrir 100 ára hátíðina,
sem þar á að halda 1897.
Engar merkar fréttir frá Kína-
Japan striðinu. Vatnavextir á Kóreu-
skaga sökum langvarandi rigninga hafa
bannað hergöngur og orustur, en báð-
ar þjóðir halda áfram að búa sig helma
fyrir.
Skógareldur mikill æðir um New
Brunswick e.vstra og hefir þegar vald-
ið miklu tjóni. Fjöldi af húsum hefir
brunnið, en ekki er getið um mann-
tjón eða gripa.
Orða-belgrinn.
Opið bréf
til herra Jóhannesar Gunnlögssonar,
oddvita í Svalbarðshreppi á íslandi.
Hreppsskuld þá, sem þér færið eng
in rök fyrir og mér er óafvitandi, skal
ég óhneppilega borga þegar ég kem á
hrepp yðar.
Með tilhlýðilegri virðingu.
Björn Sigurdsscn
frá Svalbarði.
Nýja íslandi, 29. Agúst 1894.
$40 000 lognir út úr alþýðu.
Bágt er að eiga við heimskuna, og
víst væri þörf á því að lögin tækju fram
i, þegar inenn hegða sér jafn heimsku-
lega og við þetta tækifæri og glæpur
ætti það að teljast, að ljúga svona fé út
úr fólki og nota sér einfeldni þess, alt
að einu og engu siður, þó að sá, er glæp-
inn fremdi væri skrýddur rvkkilíni og
hökli.
Christian Alliance, hákristið félag í
Bandaríkjunum, hafði mót með sér 12.
Agúst og flutti Dr. séra A. B. Simpson
þá ræðu mikla og hafði 840 000 út úr
6000 manns. Hann talaði um kristni-
boðið, og sagði meðal annars, að lieims-
endir væri nálægur, og nú væri Kristur
á leiðinni í annað sinn að stofna riki á
jörðu þessari og mundi það stórum flýta
fyrir komu hans, að herða nú duglega
á kristniboðinu. Menn skyldu hætta
að byggja kirkjur, því þeirra þyrfti
bráðum ekki við. Ög mörgum fór hann
um þetta hjartn£émum orðum. Þegar
farið var að leita samskotanna, byrjaöi
einn með $10 000 og vildi séra Simpson
ekki segja nafn hans ; annar gaf 85000,
kvennfélag eitt gaf 81000, kona ein gaf
eign eina að virði $1000, kvaðst hún
eigi hafa viljað selja hana fyrir 1000
dollara, en drottni væri hún ekki of góð.
ef hann þyrfti hjálpar við. 14 manns
gáfu 8500, 30 gáfu 250 dollars, 80 gáfu
8100, 21 gafu $50, 45 gáfu 825, 41 gáfu
810, 60 gáfu 85 hver, svo hinir minna.
Þegar betlibollarnir gengu um,
voru á þeim hrúgur af hringum og
gulldjásni og gimsteinum. — Margur
kann nú að æskja sér að annar eins
dýrðardagur renni bráðlega upp yfir
hinni há'lútersku kyrkju vorri, svo að
guðs andinn eflist, þjónarnir fitni og
ærnar og lömbin jarmi hósianna og hal-
leluja í fögnuði hjartna sinna. En væri
það nokkur ósvinna að stinga upp á
því, að bíða dálitið, þangað til Kristur
er sjálfur kominn og sjá til þess um
leið, að borga skuldir sínar og bjarga
sér og nauðstöddum frá hungurdauða
yfir veturinn, en geyma kyrkjubygg-
ingarnar og ’.láta guðsbollana eiga sig í
bráð?
verður—og er það að mörgu leyti—, að
rita svona undantekningarlaust um heil
bygðarlög. En máske Lögberskur penni
hafi umskapað orðin og herra Þorleifur
ekki litið svo lágt, að gæta að þvi?
Árnesbúi.
VEITT
UÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNNI
Spyrjandi.
“Aldrei er gott of launað
nema illt komi á móti. ”
Okkur Árnesbúum þykir herra
Þorleifur Jónsson hafa átt erindi á skrif
stofu Lögbergs, fimtudaginn 9. Ágúst-
Það er hvorttveggja að hann er frétta-
fróður maður, enda vill hann að menn
hafi mikið við sig. En þegar hann er
svo tölugur og virðingagjarn. væri
betra fyrir hann að gæta að hvað hann
segir. Og þar er hann lýsir rétt Nýja
Islandi að mörgu leyti, þá hefði hann
átt að hafa þá sannleiksást í brjósti sinu
að hann einnig gæti flutt rétta sögu um
saklausann náunga. Herra Þorleifur
hefir svo lóngi “vafrað” hér um Arnes-
bygð i vetur og vor, og allstaðar verið
tekið eins og vin eða bróðir, gð það var
ekki of ætlan fyrir hann að geta sagt
rétt frá tilhögun og lífskjörum manna í
bygðarlaginu. En hann er ekki rétt-
sýnn þar sem hann hyggur að konur
eigi þar erviðari daga enn í flestum öðr-
um nýlendum Islendinga; þær vinni
þar að allri utanbæjarvinnu, gangí 2
mílur og meira til heyskapar og standi
þar allan daginn.oft i kálfa.djúpu vatni,
ryði skóg með bændunujn og geri að
hér um bil öllum fiski sem heima veið-
ist”. Svo löng eru þessi orð, sem herra
Þorleifur helgar með sinum sannleika !!
Það litur svo út, að herra Þorleifur sé
hundkunnugur öllum nýlendum íslend-
inga. þegar hann hefir þær allar til fyr-
ermyndar og dæmir meðferð á konum
hér eftir þvi. Ekki er öldungurinn ó-
fróður. Að konan vinni með manni
sinum þau verk, sem henni eru ekki of-
vaxin, er ekki tiltökumál, þar sem ekki
eru nema hjónin til að gera alt, sem bú
og lífstaða þarfnast, og flestar konur í
Árnesbygð eru svo veglyndar, útsjónar-
BA1IN6
PtWiMR
IÐ BEZT TILBÚNA.
Oblönduð vinberja Cream of Tartar
Powder. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára reynzlu.
CWEAM
R. C. Howden, M. D.
Útskrifaður af McOill háskólanum.
Skrifstofa 562 Main Str.........
.... Heimili 209 Donald Str.
Skrifstofutími frá kl. 9 árd. til kl. 6
siðd. — Gefur sig einkum við
kvennsjúkdómum.
Paines Celery
— — Compound.
Ef söguatriði þess væru
skráð, þá irðu það marg-
samar og nærgætnar, að þær vita að
þessa þarf með og að einn maður kemst
ekki yfir að gera alt sem þörfin útkref-
ur; þær vita að betur mega tveir en
einn, og svo fer heimilinu bezt fram, að
hjónin séu samhuga að bjarga sér, og
þetta boðorð kunna hinar þrekmiklu
konur í Árnesbygð og víðar. Það eru
14 bœir fyrir norðan Huldará i Árnes-
bygð og sækir engin þeirra heyskap
fulla mílu, og þó heyjar hvort heimili
frá 10—18 kýrfóður; sama er að segja
um flest heimili í suðurparti Árnesbygð-
ar. Þó er enn þá einstaka bær, er sækir
eitthvað af heyskap á aðra mílu, en þeir
eru fáir. En að konur standi i kálfa-
djúpu vatni við heyskap, er hæfulaust
slúður, það hvorki heyjar né þurkar
nokkur maður á þvi engi svo vér vitum.
Fáar konur munu það vera, sem gera
eingöngu að fiski, nema að bóndi sé þá í
þvi meiri önnum. Ekki heldur ryðja
konur skóg, en það er ekki dæmalaust
hér um mestu kvennskörunga, að þær
hjálpi til að hreinsa land, þar sem búið
er að höggva skóg og bera saman stór-
tré, og eiga konur virðingu fyrir það og
fá hana líka, fyrir dugnað og manndáð,
sem þær sýna. Það er annars illa gert
af þeim manni, sem þykist vera heiðurs
ar stórar bækur.
Það er langt ftrir ofan
ÖLL ÖNNUR MEÐUL.
Ef saga Paines Celery Compound
væri skrifuð, og öll þau undur og næst-
um því kraftaverk,. sem það meðal
hefir gert, þá mundi það verða marg-
ar og stórar bækur. * Paines Celery
Compound á sögu, þótt ekki sé skráð,
og sem aldrei mun gleymast úr huga
og hjörtum þeirra, sem hafa brúkað
það.
Bæði menn og konur, sem um mörg
ár hafa þjáðst af taugaveiklan, svefn-
leysi, meltingarleysi, gigt, tíuggigt og
höfuðverk, hafa Iæknast að fullu og
iíf þeirra orðið glatt og ánægjulegg
Paines Celery Comppund hefir vera-
vinur þingmanna, Bankahaldara, prestt-
lögmanna, kaupmanna, bænda og daQi
launamanna. Okkar beztu og göfug-
ustu konur hafa brúkað það, konur
bænda og iðnaðarmanna þekkja bezt
heilsubótargildi þess. Ekkert annað lyf
í heiminum, hefir jafngott orð á sér
fyrir áreiðanleik og lækniskraft, sem
þetta meðal. Og þann dag f dag ráð-
leggja okkar beztu læknar það, og
sygja að þeir þekki ekki betra lyf.
Áreiðanlega læknar Paines Celery
Compouna sjúkt fólk.
I
704 Jafet í fööur-leit.
“Ekki að hiýða mér ! Andskotinn sjálfur !”
öskraði faðir minn óður. Svo snéri hann sér
að þjónum sínum og talaði við þá á þeirra
tungu, en þeir gengu fram ftð dyrum, opnuðu
þœr, komu svo aftur og ætluðu ftð taka mig.
Blóðið svall i æðum minum, en ég athugaði,
hve áríðaudi var að hafa vald yfir geöinu. Ég
stóð þá upp, gekk upp að sófanum og sagði:
"Ég þykist sjá, kæri faðir, að þér þurfið
ekki sem stendur að brúka hækjurnar, svo þér
hafið máske ekki á móti að ég taki aðra.
Þessir útlendu skálkar mega ekki gera yður
svívirðing fyrir mig.”
“Rekið hann út !” orgaði karl.
Indverjarnir réðu til atlögu, en ég sveifl-
aði hækjunni og feldi báða flata. Undir eins
og þeir stóðu upp réði ég á þá aftur, svo þeir
flýðu ut úr herberginu. Þá skelti ég hurðinni
aftur og snéri lyklinum.
“Þökk fyrir lánið. kæri herra,” sagði ég
er ég lét hækjuna á sinn stað. “Ég kann
yður mikla þökk fyrir að hafa þannig leyft
mér að hegna þessum ósvifnu skálkum, er ég
þykist vita þér munuð tafarlaust reka úr vist-
inni.” Svo færði ég stólinn nokkru nær karli
og settist.
Reiði hans var nú gersamlega óviðráðan-
leg. Hvit froða spíttist út úr honum i hvert
skipti sem hann reyndi að tala, en sem hann
ekki gat. Einu sinni stóð hann alveg á fætur
i því skyni að taka lagavaldið í sfnar eigin
Jafet í föður-leit. 705
hendur, en við þá áreynslu meiddi hann sig
enn meir i veika fætinum og kastaði sér þá
niður aftur á sófann.
“Ég er dauðhræddur um að löngun yðar,
kæri faðir, til að hjálpa mér, hafi orðiðorsök
í enn meiri meiðslum,” sagði ég þýðlega.
"Sirrah!” sagði hann er hann um síðir
fékk máfið, “ef þér haldið að þetta sé lagið,
þá er það misskilningur. Þér þekkið mig ekki.
Yður tekst að reka út tvær svertingja-lyddur,
en ég skal sýna yður, að þér getið ekki haft
mig að leikfangi. Ég vil ekki sjá yður fram-
ar, ég svipti yður arfinum og ég viðurkenni
yður ekki sem minn son. Þér megið kjósa
hvort þér viljið, fara burt héðan sjálfviljugur
eða bíða eftir að lögreglan taki yður fastan.”
"Lögreglan, kæri herra ! Hvað getur lög-
reglan gert?’ spurði ég rólegur. “Það er ég,
sem hefi ástæðu til að kalia lögregluna og láta
draga þjóna yðar, er veíttu mér árás, fyrir
Bowstrætis-réttinn, en yður er ómögulegt að
kæra mig fyrir árás.”
“En ég geri það samt, andskota kornið
ég geri annað, hvort sem kæran er sönn eða
login,” sagði karl.
“Nei, faðir minn góður, það gerið þér ekki.
Enginn De Benyon vill heita ósannindamaður.
Auk þess — ég vil tala um þetta með hægð,
af því ég kenni þjáningunum i fætinum um
þetta bræði-uppþot yðar. Auk Jiess þá, ef þór
kölluðuð lögregluna og kærðuð mig fyrir árás,
708 Jafet í föður-leit.
var hann farinn að hrjóta sem hraustlegast.
"Ég hefi yfirbugað þig,” hugsaði ég með mér.
“Eöa ef ekki algerlega svo enn þá, þá hætti
ég ekki fyr en þú ert alveg yfirunninn. Það
hefi ég ásett mér." Ég gekk með hægð fratn
að dyrunum, opnaði þær og bað að senda mér
upp kjötseyði i skál og það undir eins, þvi
ég ætlaði að bíða eftir því fyrir utan dyrnar.
Öllu þessu kom ég til leiðar svo hljóðlega, að
faðir minn vaknaði ekki. Skálina setti ég á
fótskörina við arninn, svo að seyðið héldist
volgt, en sjálfur settist ég á sama stólinn og las
í bók. Eftir svo sem klukkustund vaknaöi
karl og leit alt í kring um sig.
“Þarfnist þér nokkurs, kæri faðir ?” spurði
ég-
Hershöfðinginn bar með sér að hann var
óráðinn í því, hvort byrja skyldi á annari
orustu eöa ekki. XJm síðir svaraði hann :
4'ég vil þjóna mína til mín.”
“Aðstoð þjónanna getur aldrei jafnast á
við aðstoð yðar eigin sonar, herra hershöfð-
ingi.” svaraði ég. Svo gekk ég að arninum,
tók seyðið og setti með öðru á bakka og bar
til hans.
"Eg bjóst við að þér þörfnuðust þessa, Syo
að ég útvegaði það,” sagði ég.
„Eg hlýt að kannast við, að það var seyðið,
sem ég æskti eftir,” svarftði karl, tók svo til og.
lauk þvi, sem i skálinni var.
Eg bar svo bakkann burtu, kom með
Jafet í föður-leit. ' 701
LXXIV. KAP.
[Mér og fðður minum hitnar í kappræðu. —
Er neyddur til að sýna sonarást
mínft með þvi að skóla hann of-
urlitið tfl. — Hann tekur þvi vel
um síðir og auðsveipnislega við-
urkennir að hann sé heimskingi.]
Á meðan á þessu stóð, stóð ég í sðmu
sporum á miðju gólfi. Aðkomumennirnir fóru
og Indverjarnir féllu i sínar fj-rri stellingar.
Ég fann til þess með grem j u að ég var lítils-
virtur, en beið samt þegjandi. Eftir að hafa
skoðað mig rækilega með augunum, þegjandi,
sagði minn heiðraði faðir :
“Ef þér, ungi maður, vonist eftir að kom-
ast inn á mig fyrir friðleik yðar, þá er það
misskilningur. Þér eruð alt of líkur móður
yðar til þess, og minning hennar er alt ann-
að en þægileg.”
Blóðið hljóp fram í andlitið á mér við þessi
ruddalegu ummæli, í fyrsta sinn er hann á-
varpaði mig. Ég krosslagði hendurnar á brjóst-
inu, starði á föður minn, en svaraði engu.
Við það æstist hann enn meir.
“Það lítur svo út,” sagði hann, “að ég
hafi fundið sérlaga skyldurækinn son.”