Heimskringla - 29.09.1894, Blaðsíða 1
Heimskriogía.
YHI. ÁR. WINNIPEG, MAN., 29. SEPTEMBER 1894.
YFIRHAFNIR!
WALSH’S mikla fatasölubúð. . .
Ef til vill dregur þú að kaupa þér vetrar-yfirhöfn (iua eða tvœr vikur
enn.J [En [er það viturlegt? Nei, vér iram sannfœrðir um að það er ekki.
Á þessum tima eru birgðir vcrar hinar fullkomnustu. Allirhugsan-
hgar tegundir af yfírhðfnum eru nú á boðstc'l un hjá oss og af öllum
stærðum. Ef þú dregur að kaupa, mittu búast við, að aðrir verða búnir
að velja úr birgðunum áður en þú ert búinn að hugsa þig um. Vér höf-
um um nokkurn undanfarinn tíma ekki haft hinar alkunnu ótiðjafnanlegu
^10 og $12 Meltons-yfirhafnir, en 1 ú höfum vér íengið nýjar 1 irgðir af
þeim af öllum stærðum. Aldrei hala birgðir vorar verið eins miklar, vand-
aðar og ódýrar, eins og nú. Þú mátt fara um Norð-Vestuilandið þvert og
endilangt án þess að finna nokkurstaðar siíkt úrval. Mest af yfirböfnum
vorum er Meltons, Kerseys, Venetians, Cassimeres, Vorsteds og Beavers.—
ú íirhafnabirgðir vorar eru, eins og áðr var fram tekið, óviðjafnanlegar að
gæðum og sniði og saumaskapur er hinn allra bezti. Ejómandi j'firhafnir
fyrir $10 til $15.
Af Chinchillas, Mortagnacs og Elysians yfirhöfnum höfum vér einnig
ljómandi birgðir á $8, $10 og $12. '
Það er ekkert of snemt nú kð kaupa klæðis-yfirhafnir, en heldur
snemt enn að vera í skinnkápum. Þér getið nú fengið einmitt það sem
yður vantar, fyrir eins litið verð og nokkurn tíma endrarnær,
Mehssa & Rigby regnkápur mikiar birgdir.
Vér gefum skiptavinum vorum hin beztu kjörkáup á vetrar-nærfötum
og sokkum. Og yfir höfuð-á iillu - cr til karl-klæðnaðar heyrir.
Ljómandi hálsbindi fyrir 25, 35 og 40 cts. Lítið snöggvast inn til
vor í kveld, og sjáið hinar geysimiklu hattabirgðir vorar. Ilvað sem þér
þarínizt á höfuðið fyrir sjálfan yður, drenginn yðar eða stúlkuna — allt
með kjörkaupa-verði.
Buxna=deildin.
Nú er tækifærið! Vér höfum ofmikið af þeim, og til þess að grynna
svolítið á, seljum vér þær langt íj’rir neðan vana-verð. Vér ráðum yður
tH e^ki siður sjálfs yðar vegna en vor, að sleppa ekki þessu tækifæri.
Ef þér kaupið af oss nú, þá erum vór sannfærðir um, að þér munið
skipta meir við oss framvegis.
W/cLSH'S
míkla fatasölubud,
WMesale aii Betai!, 515 & 517 lain Str., ppt City Haíl.
FRÉTTIIl.
DAGBÓK.
LAIIGARDAG, 22. SEPT.
Heilmikil siðabóta-alda er sem stend-
ur að veltast um Chicago og er ætlast
til að með henni skolist burt margur
daun-illur óþverri. Borgarstjóranum
virðist full alvara með að útbola öllum
spilamönnum, loka öllum knæpum kl.
12 á miðnætti o. s. frv. Félag mikið,
er nefnist “Civic IFederation” (borgar-
einingin) stendur fyrir málinu og knýr
bæjarstjórninaáfram. Segir félag þetta
að í Chicago séu um 120 opinber spila-
hús, að þangað sæki að meðaltali 25 til
30,000 manns á hverjum degi, og að þar
af séu aldrei færri en 7000 manns í einu
bæði nóit og dag.
ÞingnefnS Bandaríkja, er skipuð
var til að athuga hvort heppilegt væri
fyrir stjórnina [þjóðina) að eiga járn-
brautirnar í landinu, hefir núlokiðat-
hugunum sínum og segir þjóðeign járn-
brauta óheppilega.
MÁNUDAG, 24. SEPT.
Fyrrverandi drottning Hawai-eyj-
anna heimtar $200 000 skaðabætur að
Bandarikjunum. Segir að það sé þeirri
stjórn að kenna, að uppreistarmennirn-
ir gátu svipt sig völdum.
Fréttir frá Japan segja, að Japan-
itar ætli sér að vera búnir að yfirbuga
Kínverja áður en vetur gengur í garð,
og að þeirra fyrirœtlan só nú að safna
öllu liði sínu og halda áleiðis til stjórnar
seturs Kínverja, Peking, svo að Kín-
verjar kalli lið sitt heim af Kóreu-skag-
anum.
Verzlun Canada við útlönd hefir
fallið svo nemur 41 milj. á fyrstu tveiin-
ur mánuðum fjárhagsársins nýbyrjaða.
Verzlunardeyfðin almenna hlýtur ein-
hversstaðar að koma fram,
Hraðfrétt var send frá Victoria,
British Columbia, til Lundúna, á laug-
ardaginn var á 11 ínínútu. Vegalengd-
in er yfi- 6,’"ó0 Í.Tilur.
General Booth, foringi “Sálulijálp-
arhersins” kom til Halifax í gær. Ætl-
ar að ferðast um meginhluta Noaður-
Ameríku. Er væntanlegur til Winni-
peg, þá vestan fr'á Kyrrahafi, um miðj-
an Janúar næstk.
YEITT
HÆSTU YERÐLAUN A IIEIMSSÝNINGUNNX
IÐ BEZT TILBÚNA.
Oblönduð vínberja Cream of Tartar
Powder. Ekkert alún, ammonia eða
önnur óhoU efni.
40 ára reynzlu.
ÞRIÐJUDAG 25. SEPT.
“Kínar halda uppi stríðinu við
Japaníta í 80 ár heldur en sleppa
Kóreu,” segir ráðherra Kínverja á
Þýzkalandi. Og “Japanítar eru ófáan-
legir til að leggja niður vopnin, þess-
vegna pýðingarlaust að tala um frið-
ars:> mning,” segir ráðherra Japanítar
á Þýzkalandi.
Aukaþing hefir verið kallað saman
í Japan, 15. okt. næstk., til að ræða
um styrjöld þessa eingöngu.
Fellibylur og fióð í Japan hafa
nýlega orðið 300 'manns að bana og
lagt í rústir 15,000 hús.
Frakkar eiga í hreðum við Ma-
dagaskar-búa, að ástæðulausu. Eru
að safna saman herskipum sínum við
eyna og byggja vígi á ýmsum hafn-
stöðum.
Eftir alvarlegar tilraunir hefir
formönnum Panama-félagssins nýja
tekist að selja 80,000 hluti félagsins
á 100 franka ($20.00) hvern. Þeir
ætluðu sér að selja 300,000 hluti að
minnsta kosti.
MIÐVIKUDAG 26. SEPT.
Canadiski skipaskurðurinn yfir St.
Marie’s-grandann milli Huron og Sup-
erior vatna, er nú svo langt kominn
að vatni var hleypt í hann í gær
og stóðst liann straumþunga þann
ágætlega. Er nú ekki annað eftir en
koma flóðlokunum fyrir og samtengja
þær vélunum, sem eiga að hreyfa þær.
Að viku liðinni er búizt við að skurð-
urinn verði formlega vígður og að
skip fari um hann eftir það.
Sagt er að Massey-Harris félagið
hafi í hug að fiytja eitt verkstæði
sitt burt tir Ontario og yfir í Banda-
ríkin.
Brasilíu-stjórn hefir rofið verzlun-
arsamning sinn við Bandaríkin.
Enskt auðmannafélag ráðgerir aö
koma upp stórkostlegu pappírsgerðar
og “pulp”-verkstæði ■ í Port Artliur,
Ont, og búa þar til samskonar vörur
og Edd,v-(iilagið býr til í Hull, Quebec.
FIMTUDAG, 27. SEPT.
Senator David l B. Hill var í gær
kjörinn tll að sækja um Governors-em-
bættið í New Yorlc undlr merkjum de-
mókrata. Nöfn þriggja atinara voru
fyrir fundinum, en tveir þeirra neituðu,
oglá þá fyrir fundinum og kjósa þann
eina. sem eftir var á skránni. En fund-
urinn gckk fram hjá því nafni og nefndi
Hill. Hann var fundarstjóri og sagði
aðferðina ólöglega, og fór svo tvisvar.
Neyddist þá fundurinn til að taka til
seðlakosningar og fór sem fyrr, að Hill
fékk öll atkvæðin. Hann hefir enn ekki
lofað að sækja.
Hraðskeyti frá Japan segir að 30
þús. valdra hermanna hafi á þriöiudag-
inn lagt af stað frá Japan, en livort
heldur ferð þeirra var heitið til Kóreu
óða Kína, það fekk enginn að vita.
Sama skeyti segir og, að önnur stóror-
usta sé nálæg á Kórea-skaga.—Fregn-
ritar Norðurálfu- og Ameríku-blaðahafa
nú fcngið ley fi Japanstjórnar til að
fylgja hermönnunum á leiðangri þeirra
og má því að likum húast við greini-
legri fregnum framvegis en hingað til
hefir verið kostur á.
Blaðfélag eitt í Lundúnum býður
, $5000 verðlaun fysir bezt ritaða ritgerð
um mögnlegleikann til að koma á toll-
eining í veldi Breta öllu.
Bókldöðubygging Northwestern há-
skólans í Chicago var vígð í fyrradag
með mikilli viðhöfn. Sagnaritaiinn og
bókavörður við Harward háskólann,
Justin Winsor, flutti aðal-ræðuna.
FÖSTUDAG 28. SEPT.
Honore Mercier, fyrverandi stjórn-
arformaður íQuebec, liggur viðandlátið.
Fjölkvænismönnum Mormóna kyrkj-
unnar í Bandaríkjum voru í gær gefn-
ar upp allar sakir. veitt alger fýrirgefn-
ing, svo framarlega sem þeir syndga
ekki framar. Cleveland forseti gerði
þetta með langri auglýsingu áhrærandi
málið.
The stories of Thorvald the ýarfarer
and of buhop Isieif, translated from the
icelandio by the author of ,,The Chor-
ister brothers11. London 1894. (Sög-
urnar af Þorleifi víðförla [og ísleifi
biskupi). Þýðandi sagna þessara er
skozk kona, Mrs. Leith að nafni.
Hún las þýðing Dascnts á Njálu og
þótti svo mikið til koma, að hún fór
að læra íslenzku til þess að geta lesið
hana á frummálinu. Hún var heima
á íslandi í sumar, og er það til
merkis um hve mikla alúð lxún hefur
lagt við tungu vora, að hún gat gert
sig skiljanléga á íslenzku, erda þótt
hún hafi aldrei lesið annað en forn-
sögurnar og aldrei reynt að tala fyr.
Ekki skal ég neinn dóm á það leggja
hvernig þýðingin sé af hendi leyst;
ég get þessa að eins hér af því að
mér þykir fróðlegt fyrir íslendínga
að vita hverjir leggi stund á íslenzka
fræði af útlendingum. H. P.
Fiskiveiöar Frakka við fsland. Eins
og kunnugt er, stunda I’rakkar mjög
fiskiveiðar við ísland og leggja sltipin
af stað frá Frakklandi í febrúar og
marz. Þá er allra veðra von og illt
í sjóiim og verður Frökkum opt hált
á því, því skip þeirra farast lirönnum
saman, en opt verður mannbjörg og
láta færri h'fið en lætur að likindum.
Mál þetta bar á góma í vísindafé-
lagi F’rakka 9. apríl og skýrði Guyon
ttotaforingi frá ýmsu, sem aö því lýt-
ur. Jean Richard, skáld, skoraði á
menn að hlutast til að fiskislripin
legðu ekki í haf fyr en í apríl. Þá
væri farið að lægja stormhryðjurnar i
norðurhluta Atlantshafsins, og mundu
færri Frakkar týnast við Island, ef
þessa væri gætt, en nú ætti sér stað.
Gityon andæpti Richard, Hann sagöi
að síðan 1564 hefðu farist 856 Frakk-
ar við Island, 65 í febrúar, 10S í marz,
129 í apríl, 38 í maí og 24 í septem-
ber. Aptur stakk hann upp á því að
þess væri betur gætt en hingað til
hefði tíðkast, að óhaffær skip væru
ekki send í þessar svaðilfarir og að
skipstjórarnir væru nægilega vel að
sér í sjómannafræði. Ó. D.
Ffílksfœkkun og skúglcysi á fslandi. í
,,C. R. des Séances de la Soc. de Geo-
graphie" Paris 1893, bls. 155—57, er
greinarkorn eptir Picard nokkurn,
um fólksfækkun og skógleysi á ís-
landi. Hann segir að Island geti fætt
250,000 íbúa, en fólkið fækki jafnt og
þétt. Nú sé það mjög áríðandi fyrir
Frakka, að Islendingar fækki ekki að
mun, því ef svo færi mundu frakk-
neskir fiskimenn ekki geta stundað
fiskiveiðar kringum landið. Við það
töpuðu Frakkar hér um bil 18 miljón-
um franka á ári hverju, og auk þess
mundi þaim fara mjög aptur í sjó-
mennsku. Picard segir, að skógleys-
ið á Islandi sé aðaJástæðan til fólks
fækkunarinnar, og þurfi því að bæta
úr því, og auka skógrækt á Tslandi.
Ef það væri gert mundi loptslagið
batna og kuldinn minnka, því reyns !
an sanni, að skógrækt hafi h:n mestx
áhrif á veðurlagið, t. d. í Algier. Nú
stingur Pichard upp á því, að Frakk-
ar fari tafarlaust að sjá um að skóg.
ur sé græddur upp á íslandi, og segir
að lokum, að þar sé að eins eitt tré
eyniviður, 8 metra hár (m = li alin).
Hann á hér efiaust við reyniviðinn
við Havsteinshús á Akureyri, því
mynd er af honum í mörgum útlend-
um ferðabókum.
Ætli það séu annars ekki fremur
Vesturheimsfarirnar en skógleysi, sem
stuðla að því. að fólks'cala á ísiandi
fer fremur minnkandi en vaxandi?
Ó. D.
(Eftir “Sunnanfara.”)
FRÁ LÖNDUM.
ICELANDIC RIVER, MAN.,
19. SEPT. 1S94.
Herra ritstjóri.
Fólkið hér í bygðinni er hálf-geng-
ið af göflunum yíir sýki einhverri, sem
er komin hér upp. Byrjaði hún í síð-
ustu viku þannig, að Björn bóndi Jóns-
sou að Fagranesi hér við fljótið veikt-
mjög hastarlega. Kona hans, Bjöiy,
hafði um nokkurn undanfarin tíma leg-
ið ailþungt, en var þá heldur i aftur-
bata. Veiktist Björn snögglega að
kvöldi dags, og þegar sonur hans, Sig-
fús, sem var fjarverandi, kom heim
til sín um kvöldið lá faðir hans með-
vitundarlaus á gólfinu. Var honum
komið ofan i rúm og setti þá að honum
óstöðvandi uppsölu, sem aðgerðist þar
til hann dó kl. 11 um nóttina. Kvöldið
oftir veiktist Sigfús sonur hans og lá
in?ð uppköstum alla nóttina. Varö þá
’:nmið ofan í hann eivfhverju af meðul-
t. iVi, og fór honum heldur að li'tta eftir
sólarhring, enda er ltann ungur og
hraustmenni ínesta ; er haun nú orðinn
svto frískur að hann er álitinn úr allri
liættu.
Björn sálugi'kom hingað fyrir fáum
áruin og kej-pti bújörð sííia af Frið-
steini Sigurðssyni, sem skömmu síðar
flutti til Argyle. Hann var góðmenni
og greiðvikinn við alla, og er mér óhætt
að fullj’rða, að enginn, sem við hann
kjmntist, hefir haft annað en gott uin
hann að segja,
Það er svo frekar að segja af veik-
inni, að einum eða tveim dögum siðar
voiktist Gestur Oddleifsson í sömu veik-
inni, að því som mér er sagt. Hafði
hann orðið svo fárveíkur með kvölum,
að tveir menn urðu að halda honum
niðri í rúminu. Fór honum þó heldur
að vægja eftir að sólarhringur vnr lið-
inn, og er hann nú óðum aö frískast.
Siðastliðið sunnudagskvöld fór Kat-
rín Jónsdóttir, kona Mr. Þorláks
Schram, sem býr í næsta húsi við
Fagranes, heiman að frá sór, og kvaðst
ætla að vera í Fagranesi nm nóttina.
ekkjunni tíl afþreyingar. Á mánudag-
morguninn veiktist hún, og versnaði
þar til hún dó kl. 12 saina dag. Hafði
þó verið náð meðulum handa henni, en
þau ekki dugað. Hún eftirlætur eigin-
mann sinn með fimm'ungum börnum.
Sama daginn, sem hún dó, kom inn
íhúsið ung stúlka, að nafni Jórunn,
dóttir Björns bónda Jónssonar, sem býr
í næsta húsi. Greip veikin hana innan
lítillar stundar, og var þá ráðsemi fólks
okki meiri en það, að það flutti hana
burt úr jiestarhúsinu og heim til sín;
versnaði henni svo, þar til kringum
miðnætti, aðfarauótt þriðjudagsins, að
hún andaðist.
Mér er sagt, "ð iám klukkustund-
um eftir dauðann hafi likin verið orcin
svartblá ofan að mitt’.
I gærdag leit svo út sem menn
væru farnir að fá hugmynd um að hér
væri hætta á ferðum ; var þi settur
vörður um Fagraneshúsið, og má þó
vera að sé um seinan, úr því sýkin er
komin íönnurhús. Veiktist þá enn
Gunnar nokkur, sem býr á Nesi, hafði
hann verið fárveikur í gærkveldi, en í
daghefi ég ekki frétt af lionum,
Ekki hefi ég frétt að neinn hafi
sýkst í dag, og má það gleðilegt þykja,
ef heill dagur líður svo að enginn veik-
ist.
Hvað svTo sem annars er um veiki
þessa að segja, þá er enginn efi á þvi,
að loftiö i húsi þvi, sem veikin kom upp
í, er orðið baneitrað. Hefði að líkind-
um verið réttast að brenna það, en eng-
in hefir framkvæmdatvald til neins í
þessháttar sökum. í staöinn fyrir að
reyna að stemma stigu fyrir sýkinni,
þá tóku þeir, sem álíta sjálfa sig leið-
andi menn hér, það til bragðs, að senda
séra Odd til Selkirk “til viðtals við
lækna”.. Flafði “Ida” farið með hann
gagngert og á að líkindum að kon a
með lækni aftur ; og er inælt að sveitin
muni eiga að borga þann kostnað.
Tveir læknar frá Winnipcg eru hér
fáar mílur í burtu ; en “leiðandi mönn-
um" þóknaðist ekki að leita til þeirra.
Þeir mundu þó hafa getað sagt hvaða
veiki þetta væri, þó þeir máske hafi
kki meðalabj’rgoir hjá sér.
Nú þegar ég cr að enda við þctta,
er mér sagt, að maður, sem býr lengra
upp með fljótinu, Björn að nafni, liafi
sýlcst, og er það sögð sama vcikin sem
að lionum gengur.
Má ekki vera að rita vður meira,
því pósturinn er nú að fara. Beri nokk
uð frekar til tíðinda, læt ég yður vita
það í næstu vjku—fjTrri getur það ekki
orðið.
Virðingarfyllst, yðar,
G. Eyjólfsson.
744 Jafet í föður-leit.
Glettnissvipurinn á andliti Harcourts sagði
mer alt, sem innifvrir var.
"Jæja, ég vona líka að ræðan reynist yður
hughreystingar meðal”, sagði Mr. Masterton,
“en burt með yður nú. svo við komumst upp í
vagninn”.
“Klukkan tvö á morgun. De Benj’on”, sagði
Harcourt, og skotraði augunum enn einu sinni
til Súsönnu.
“Já, á minutunni tvö”, svaraði ég og í því
fór vagninn af stað.
“Jæja, barn mitt gott”, sagði Mr. Masterton
við Súsönnu á heimleiðinni, “segið mér nú álit
yðar, hvert vonir yðar brugðust, eða hvort þér
eruð mér samdóma. Þér voruð við guðsþjón-
ustu Vinanna í morgun og nú hafið þér í fyrsta
skipti verið við guðsþjónustu í ríkiskyrkjunni.
Hvort guðsþjónustuformið fellur yður nú betur í
geð ?” __
“Ég vil ekki bera á móti þvi”, svaraði Sú-
sanna, “að mér finnst Vinaflokkurinn hafi verið
óheppinn i valinu, er hann breytti um guðsþjón-
ustuform. Ég þyrði ekki að taka þannig til
orða, ef ég vissi ekki að þér eruð viðbúninn að
styðja þann úrskurð minn”.
“Þér hafið svarað eins og skynsamri, góðri
stúlku sæmir og sannið með þessum orðum, að
þér eruð hugsandi”. sagði þá Masterton. “En
athugið, barn mitt, að það er í eitt skipti einung-
is, sem ég hefi mælst til að þér kæmuð í ríkis-
kj-rkjuna. Það er nú fyrir yður sjálfa að bera
Jafet í föður-leit. 745
saman guðsþjónustuformin tvö og úrskurða svo
með sjálfri yður, hvort þér aðhyllist fremur”.
“Eg vildi að einhver, sem færari er til þess,
vildi úrskurða fyrir mig”, svaraði Súsanna al-
vörugefin.
“Maðurinn þinn, Súsanna”, hvislaði ég að
henni, “hlýtur að taka þá ábj-rgð upp á sig, eða
er hann ekki rétt kjörinn til þess?”
Súsanna svaraði engu, en þrýsti ofurlitið að
hægri hönd minni, er var mér nægilega skýrt
svar. Eftir að hafa fiutt Súsönnu heim, bauðst
Masterton til að flytja mig heim og þáði ég það.
“Jæja, Jafet”, sagði Masterton, er við vor-
um orðnir tveir einir. “Ég þori að segja, að yð-
ur langar til að vita um hvað ég var að tala við
hershöfðingjann í morgun”.
“Auðvitað langar mig til þess, ef það snerti
mig nokkuð”, svaraði ég.
“Það snerti yður áreiðanlega, þvf nafn yðar
kom á dagskrá áður en samtalið varð tveggja
mínútna langt. Hann talaði um yður með tárin
í augunum, um það hvað góður þér hefðuð verið,
hve mikla gleði þér hefðuð veitt sér og að hann
gæti ekki séð af yður svo lengi sem hálfa klukku-
stund. Á því bragðinu tók ég hann og gaf hon-
um í skyn, að hann mætti ekki búast við að þér
hélduð kyrru fyrir þannig til lengdar. Ekki
heldur mætti hann á fella yður, þó að. þegar
hann væri búinn að koma sér fyrir i sfnu eigin
húsi, þér yrðuð nokkuð lausir við heimilið, vegna
sífeldra heimboða í samkvæmi, því tlikum lieim-
748 Jafet f föður-leit.
“Ég skal ekki verða lieima. Ég ætla mér
að fara með Harcourt heim til þeirra de Clare
mæðgna og ætla ég að biðja föður minn um
vagninn.”
“Hann ljær yður hann ummælalaust, því
hann er áfram um að hafa yður fjarverandi
þegar ég kem. Þá erum við hingað komnir,
Guð blessi yður, drengur minn.”
Jafet í föður-leit. 741
miklu meir en áður. Móðir hennar féll þetta
alt meira en lítið illa. Þér voruð ekki fyr
komnir út, en þær sendu mig af stað til að
sækja yður. Cecelia hafði enn ekki svarað mér
og bað ég hana um það, áður en ég færi á
eftir yður. En, f þeim tilgangi máské, að ég
flýtti mér þeim mun meir, sagði hún að ég
fengi ekkert svar fyrr en ég kæmi með yður
inn til þeirra. Síðan eru nú liðnar þrjár
vikur og ég hefi ekki þorað að láta þær sjá
mig allan þann tíma. Ég hefi haft alla út-
vegi með að ná fundi yðar, en að undantekn-
um okkar kuldalega fundi á Piazza-hótelinu,
hefir mér ekki tekist það fjTrr en ég fékk Mr.
Masterton mér til aðstoðar og þakka ég nú
guði fyrir að sú tilraun hafði sigursælar af-
leiðingar.”
“Jæja, Harcourt, ef yður svo sýnist, skul-
uð þér áreiðanlega fá að sjá CeceRu strax á
rnorgun,” sagði óg.
“Mikið er það sem ég skulda yður, Jafet.
Ef það væri ekki fj-rir yðar aðgerðir liefði
aldrei kynnst Ceceliu og ef það væri ekki
fjrir yðar aðgerðir aftur yrði hún mér lík-
lega að eilífu glötuð.”
“Nei, Harcourt, það var jTðar veglj-ndi,
sem knúði j’ður til að leita að mér, að þakka,
að þér kj-nntust Ceceliu og ég óska jöur til
hamingju af heilum luig, Það er annars und-
arlegur hoimur þetta. Hver mundi hafa trúað
því, að ég heföi bjargað litlu Fietu til þe<=«