Heimskringla - 29.09.1894, Blaðsíða 4

Heimskringla - 29.09.1894, Blaðsíða 4
4 HEIMSKRINGLA 29. ?EPTEMF,ER 1894. Winnipeg. Stelnffrímur Guðvarðsson, Arnes, Man., heilsaði upp á oss núna í vik- unni. í vikunni er leið misstu þau hjónin Mr. og Mrs. Jónas Middal son sinn Daníel á 2. ári úr mislingaveiki, allra efnilegasta barn. Söngskóli (Conservatory of Music) hefir verið stofnaður hér í bænum og er hinn nafntogaði söngfræðingur frá Boston, herra Paul Henneberg, for- stöðumaður hans. Ég leyfi mér hér með að minna landa mína hér í bæ á það, að ég hefi tekíð við mínu gamla starfi, umsjón á útförum, sem ég fól Armbirni S. Bar- dal að eins fyrir þann tíma, sem ég var {jarverandi í íslandsferð niinni. S. J. JÓHANNESSON. Kristján Pálsson og Jón Guðna- son frá Gimli komu snögga ferð til bæjarins fyrripart vikunnar. Sögðu þeir að drepsótt sú við Islendinga- fljót, sem svo mikið hefir verið gert úr, mundi stafa af vondu neyzlu vatni og mundi ekki vera annað en ill- kynjuð magaveiki. Arnljótur B. Olson kom til bæj- arins frá Mountain, N. Dak. í vik- unni og segir frá að tvær þreskivél- ar íslendinga hafi nýlega brunnið, önnur nálægt Hallson fyrir nokkru síðan og önnur nálægt Gardar fyrir viku síðan, eign Einars Melsted, er sjálfur hafði skemmst nokkuð í eld- inum. í íslendingabyggðinni er álitið að hveiti uppskeran verði frá 12 til 16 bush. af ekrunni að meðaltalr Sumir hafa fengið 20 til 30, en aðrir aftur ekki nema 6 til 7 bush. af ekrunni. Úr bréfi úr Nýjaíslandi, 19. Sept.: Herra Sveinn Thomasson, sem hingað kom nýlega og sem nú hefir tekið sér land í Árnesbygðinni norðarlega, varð fyrir tilfinnanlegv tjóni nú nýlega. Futningur \ hans var á bát þeirra bræðra, verzlunarmanna að Hnausum, þar á höfninni, en sunnanrok gerði, er kastaði bátnum á aðra hhðina. Týnd- ist þá sumt áf flutningnum, en sumt skemmdist. Tapaði Sveinn þar vand- aðri saumavél nýrri og smíðatólum sín- um öllum (hann er söðlasmiður, eða “harness maker”) o. fl. Alls metur hann eignatjón sitt á $200. Sunnanfari (september-blaðið) flyt- ur mynd og æfisögu Jóns ritstj. Ólafs- sonar, eftir Þorst. Gíslason. Endar hann grein sína með þessum orðum : “Það er skaði að Jón hefir orðið að leyta atvinnu sinnar út fyrir Island. Því veitir ekki af þeim kröftum sem til eru að vinna fyrir það. Og Island á nú ekki í tölu sona sinna meiri hæfilcikamann eða fjölmenntaðri mann en Jón Ólafsson. Því væri óskandi að hann ætti enn eftir að koma heim og taka þátt í því starfi sem hann hefir áður unnið þar að.” — f blaðinu er og flokkur af sex kvæðum eftir Friðrik Friðriksson, kvæði : “Atli húnakonungur,” eftir SigfúsB. Blöndal, ritgerð um “Guðleysið,” eftir Matth. Jochumsson, svar gegn greininni “um ritdóma og ný kvæði,” og svo svar aftur gegn þessari grein Matthíasar, eftir Þorst. Gíslason. Eftir þvi sem séð verður er nú Mr. Fridviksion kominn á bataveginn, þó hægt fari enn. Á miðvikudaginn var sendi C. P. R. fél. út úr fylkinu 364 vagnhlöss af hveiti. í hverjum vagni eru að meðal- tali 650 bush., svo alls fóru út þennan eina dag 236,000 bush. Landmælingamennirnir, sem hafa verið að mæla Alaskalandamærin fyrir farandi snmur, komu til bæjarins á heimleiö núna í vikunni. Formaðurinn álitur að verkinu verði lokið næsta sum- ar. Magnús prentari Pétursson liggur í taugaveiki. |Fékk aðkenning veik- innar á mánudag og hefir smáversnað síðan. Á fimtudagskvöldið var hann fluttur á St. Boniface-spítalann. Á fimtudag f. m. var blóðhitinn 104 stig, ofsahiti,“ sem er óvanalegur svo snemmma dags.—Taugaveiki hefir um langan tíma ekki verið eins gróf í bæn- umjeins og hún er nú, að sögn lækna er liún mestvið Ross Ave. Allir þeir sem léku í “Skuggasvein” vorið 1893 og í “Æfintýri á gönguför” síðastliðinn vetur eru beðnir að koma á fund á þriðjudagskveldið kemur, 2. Okt. kl. 8, í húsi Verkama i 11 sl i ;•( n il þess að samþykkja lög fyrir flokkinn og gera ráðstafanir til undirbúnings undir leiki í haust og vetur. Leiðrétting. í útdrætti úr fyrirl. Jóns ritstj. Ólafssonar í síðasta biaði stendur, kð Jón byskup Arason hafi verfð hálshöggvinn ’ásamt þrem sonum sínum’, á að vera tveimur. Landstjóri og frú Aberdeen komu til bæjarins kl. 8J á m.ðvikudagskvöld- ið var, með sérstakri lest frá Rat Port- age. Var honum fagnað mcð mann- Söfnuði svo miklum með fram endilöngu Aðalstrætinu, að aldrei hefir þar verið fleira fólk samankomið. Blysfarar-pró- sessían var nálægt f úr mílu á lengd, skipt í 3 deildir með hornléikaraflokk fyrir hverri.—A fimtudaginn var hon- um fært ávarp framundan bæjarráðs- höflinni og á eftir, inni í salnum, var hverjum sem vildi gefið tækifæri til að heilsa þeim hjónunum, frá kl. 12 til 11 e. m. og seint samdægurs var aftur öðr- um gefið sama tækifærið til að heilsa þeim heima í fylkisstjórahúsinu.— í gær (föstudag) gengu 5000 skólabörn í prósessíu ; eftir ýmsum strætum og færðu honum að lyktum ávarp í Fort Garry Park. — í dag fara fram ýms- ar skemtanir honum til heiðurs í Fort Garry Park, er lykta i kvöid með concert í St. Andrews Hall á Logan Ave. Aðgangur 25 cents. Aðgangur að garðinnm einnig 25 cts. Á mánu- dagskvöldið kemur verður honum til heiðurs höfð concert í Hotel Manitoba, undir forstöðu söngskóla formannanna. Aðgangur 75 cents. A þriðjudagínn taka meðlimir fylkistjórnarinnar við stjórninniTog fylgja honum til ýmsra staða í fylkinu. Gleymið ekk i að koma nöfnum ykk ar á kjörlistann. Stephan Sveinsson, 715 Ross Ave. hjálpar ykkur til þess. Concert & Social. Eftir því að dæma, hvað mikið gengur á hér í .bænum þessa dagana til undirbúnings . fyrir skemlisamkomu þá er á að haldast á föstudagskveldið í næstu viku |af* Foresters- stúkunni “ísafold”,3 ðnþ muni“sú samkoma verða ein sú aflra- bezta, sem Islend- ingar” hafainokkurn tíma átt kost á. Ræður eiga að verða haldnar af séra Hafsteini Péturssyni, Baldvin Bald- vinssj’ni, Magnúsi Pálssyni og Einari Hjörleifssyni. Einnig fer fram marg- breyttur söngur og hljóðfærasláttur. Enn fremur verða allir samkomugest- irnir trakteraðir með kaffi, sukkulaði og kryddbrauði án nokkurs endur- gjalds. Samkoman á að haldast 4. Október í “Unitarian .Hall” og byrja kl. 8. Inngangur 25 cents fyrir full- orðna og 15 cents fyrir börn innan 12 ára. — Komið snemma og náið í sætin. ÁSTÆÐAN ER ÞESSI! Að ég fylli ekki upp með nýjum vörum strax- Um 15. næsta mán- aðar ætla ég að vera búinn að fá saman nóga þeninga til að fara með og kaupa aflar mínar haust og vetr- ar vörur fyrir peninga út í hönd. Það er vegurinn til að geta gefið góð kaup í framtíðinni. Þá fáið þið lika hreinar og ólognar vörur, og á það verð sem peningar geta keypt þær lægst. Verið þolinmóðir, geymið einn doflar handa mér og sjáið hvað hann getur keypt. Yðar með vinsemd T. Thorvaldson. Akra, N. D. Sept. 20.1894. Saga hótelshaldara. EIGANDI GRAND UNION VEIT- INGAHÚSSINS í TORONTO SEGIR FRÁ EFTIRTEKTAVERÐUM ATBURÐI. Þjáðist óbærilega af gigt sex læknar og allskonar lækninga til- raunir komu að engu haldi. — Hvernig lianu kom til heilsu ásamt konu sinni. — Ráðlegging fyrir aðra. Eftir “Toronto World.” Einn af hinum alþekktustu for- mönnum Masonic Grand Lodge of Canada sem voru viðstaddir á hinum nýafstaðna fundi þeirra, var Rev. L. A. Betts frá Brockville yfir kapílán fyrir 1893—94. Á leiðinni til fundar- ins stóð Rev. Betts við í Toronto, og meðal annars við á skrifstofu blaðs- ins Toronto World. Það er eins og það sé komið í vana að minnast á Dr. Williams Pink Pills við alla sem koma frá Brockville þaðan sem þetta heimsfræga meðal kemur. Það fór einnig á sömu leið í það skifti, og sagði þá Mr. Betts frá því að hann hefði liitt þar gamlan kunningja sinn, sem hefði sagt sér merkilega sögu af sér og iæknatilraunum sínum. Þessi kunn- ingi hans var Mr. John Soby sem í mörg ár var eigandi eins af beztu VP’tingalnísunum í Napanee, en sem nú býr í Toronto, og er eigandi eins skrautlegasta og bezta veitingaliússins í borginni. Grand Union Hotel gegnt Union-brautarstöðvunum. Blaðinu þótti saga Mr- Betts merkileg og var því afráðið að leita frekari upplýsinga lijá Mr. Soby sjálfum svo hægt væri að birta söguna frá fyrstu hendi. Mr. Soby segir greinilega söguna um það hvernig honum batnnði af Dr. Will- iams Pink Pills. “Fyrir nokkrum árum varð hann veikur af gigt, og fylgdu henni heil legion af öðrum kvillum eins og vant er svo að hann neyddist til að hætta við veitinga" liúsið. Mr. Soby sagði “í marga mán- uði þjáðist ég óbærilega og batnaði hvorki við iækna aðstoð né meðala. Ég var ætíð lakastur á haustin og vorin, og árið sem leið var ég alveg frá af kvölum; það var eins og ég væri pikkaður með nálum frá öxlum til knjá, og útlimirnir á mer voru allir uudirlagðir i einu. Sex læknar reyndu hver eftir annan, að lækna mig, en alt kom fyrir ekkert, og gigtin virdst vera að versna. Þegar ég var búin að reyna nærfelt öll meðöl sem lækninum kom til hugar^ datt mér í hug að fara dálitla stund eftir mínu eigin höfði, svo ég keypti mér eina öskju af Pink Pills. Hinar góðu afleiðingar þoirra komu fljótt í ljós, svo ég útvegaSi mér meíra af þeim, og áður en ég var búinn með það var ég orðinn lieill af þessum sjúkdóm _sem sex læknar gátu ekki lækuað. Ég var búinn að fá svo góða matarlyst aö ég hefl aldrei á æfi minni haft betri lyst, og ég þakka Dr. Williams Pills það alt. Kouan mín heldur alveg eins mikið upp á þessar pillur eins og ég. Hún heflr verið veik í mörg ár, og viðurkennir fyllilega ágæti þessa meðals og bata þann sem hún iiefir af þeim hlotið.’ “Hvað gekk að konunni yðar,” spurði fregnritinn. “Ja ég get nú naumast sagt þér það,” sagði Mr. Soby. “Ég veit það ekki, og ég held að hún hafi ekki vitað það sjálf, það \ar með hana eins og helminginn af öllu kvennfólki. Þær eru veikar og máttfarnar, niðurdrvgnar aumingjalegar; það er engin verulegur sjúkdómnr, en samt gengur eitthvað að. Þannig var einmitt með konuna mína. Hún þjáðist af meltingarleysi, var aldrei almennilega heilbrigð, og þegar hún sá hvaða áhrif pillurnar höfðu á mig fór hún einnig aö brúka þær. Bat- inn var eins merkilega fljótur eg góð- ur á henni eins og mér, og hún seg- ist vera alt önnur en áður, og melt- ingarleysið og höfuðverkurinn er horf- inn. Hún er eins og ung í annað sinn, og ég hika ekki við að segja að þetta meðal er ein hin þýðingar- mesta uppfinding sem gerð hefir ver- ið á þessari öld. Látið pá sem efast um það koma og sjá mig og þeir munu sunnfærast tyn það. Þessar pillur eru óyggjandi við við öllum sjúkdómum sem ssm koma af spiltu blóði og veikluðu tauga- kerfi. Þær eru seldar hjá öllum lyf- sölum, og sendar með pósti frá Dr. Williams Medicine Co. Brockville Ont- og Sohenectady N. Y. og kosta 50 cts_ askjan, sex öskjur fyrir $2.50. Það eru td ýmsar stælingar af þeim sem almenningur ætti að vara sig á. R. C. Howden, M. D. Ctnkrifaður af McOill liáskólanum. Skrifstofa 562 Main Str... .... Heimili 209 Donald Str. Skrifstofutími frá kl. 9 árd. til kl. 6 síðd. — Gefur sig einkum við kvennsjúkdómum. Ferðavagninn og járnbrautin. “Ég er nauðbeygður til að fara til bæjarins, sem er þrjátíu mílur í burtu frá beimili mínu, og velja um tvö far gögn, annað gamaldags flutningsvagn með öllum sínum óþægindum, og hitt hrað-kreið gufulest. Eg sá að með því að t.aka dagverð á leiðinni kostar ferða- vagninn mig eins mikið, og far með járnbrautinni og þar að auki verð ég heilau dag á leiðinni. Ef ég tek lestina kemst ég alla leið á einum klukkutíma. Þaðer ómiigulegt að ég þurfi að liugsa mig um lengi um livort fargagnið ég á að brúka. Það er og eins þegar ég á að kanpa lit til lieimabrúks, ég kaupi þann litinn sem litar fljótast og bezt og það verður _ undantekningarlaust Diamond litur. Ég hefi séð svo marga óekta liti að ég er nú farin að hafavit a að lofa öðrum sem ekki þekkj ”Dia- mond lit að kanpa þá í minn stað. * BLÁ-STJÖRNUf $ VERZLUNIN \ $ hefir keypt þennan dálk. Von á kjörkaupum í Blue Store. # $ \ t \ HAFIÐ AUGA Á ÞESSUM DÁLKI u í NÆSTU VIKU # \ # * 434 Main St. i — MERKI: — \ BLA STJARNA. } Landar í Selkirk. Ef þið þurfið málaflutningsmanns við, þá reynið íslendingar ! Þér fáið hvergi betri hárskurð og rakstr en hjá John OTteilly, 13. A., Barrister, Attorney Etc. Skrifstofa í Dagg-Block, SELKIRK, MAN. Sam. Montgommery, Rakstur 10 cents. Hárskurður 15 cents. . . . . 671 Main Str. Eftirmaðnr S. J. Schevings. $210 verdlaun. Undirritaður lofar að borga ofan- nefnda upphæð hverjum þeim. sem leggur fram ábyrgðarbréf (policy) út- gefið af Mutual Reserve Fund Life Ássociation, í hverju félagið ábyrgist, að ábyrgðarbi-éfið skuli halda sér við sjálft eða borgast, út, er tilgreind ársgjöld þess liafa goldin verið í 15 (fimtán) ár. Hin sömu verðlaun verða greidd hverjum þeim, sem leggur fram skrif- að skjal undirritað af þeim embætt- ismönnum félagsins; er til þess hafa myndugleika, og sýni skjal það, að hin söinu kjör fáist hjá félaginu með því, að borgar áhyrgðargjöld til þess í 15 ár; enn verða hin sömu verð- laun goldin þeim, sein leggja fram álfka skjal, í hverju félagið lofar, að takmarka tölu borgunar Ara ó- byrgðargjaldsins —, eða lofar því, að við upprunalega ábyrgðargiald, þegar ábyrgðin var tekin. verði aldrei hækk- að. J. H. Brock, Aðalforstöðumaður Great West lífsábyrgðarfélagsins. 457 IVíAIN STR. WINNIPEG. K. S. Thordarson, agent. 734 Jafet i föður-leit. að De Benyon segði aldrei ósatt, er ég hræddur nm að ég hafi í þetta skipti flutt honum einar fimm eða sex ósannar sögur. En ég huggaði mig við þá hugsun, að samkvæmt heiðurslögum heldri manna er maður skyldugur, ef nauðsyn krefur, að segja ósatt, þar sem kona á hlut að máli. Ég sagði honum því, meðal annars, að ég hefði verið að líta eftir búsi og hefði í tveini- ur stöðum tafið við að skoða þau liátt og lágt. Þessu trúði karl og gerði sig ánægðan með það. Svo heppilega vildi nefnilega til, að hestarnir> sem ég var með, voru leigðir. Hefði hann átt þá, hefði ég ekki sloppið svo þægilega, því hest- ar eru einu skepnurnar í búinu, sem heldri menn hugsa nokkuð um, en sem kvennflókið auðsýnir enga miskunn. Daginn eftir liafði ég lofaðað borða miðdags- verð með Mr. Masterton. Faðir minn hafð ýmigust á þessuni gamla heiðursmauni frá upp- hafl, þangað til ég hafði sagt honum æflsögu mina og hann þar sá hvernig hann kom fram v:ð mig. Þá snéri hann við blaðinu og fór að þykja vænt um hann. Um morgnninn gat ég þess, að ég liefði lof«ð að borða ir.iðdagsverð mað manni einum í dag. “Með hverjum, Jafet”, spurði karl. “Ef satt er sagt, þá ætla ég að borða með gamla þjófnum í lögmauns-kápunni, honum Mr. Masterton”, svaraði ég. “Það gengur alveg yfir mig, að lieyra þig brúka slík ord um mann, sem hefir reynzt lér Jafet í föður-leit. 739 stöðum, en fékk þær einar upplýsingar að maður með tösku hefði staðnæmst við eitt þeirra, en innan stundar farið burt með bagg ann á herðum. Viku síðar kom ég til Ricli mond aftur og sagði frá minni áranguriausn leit og fell Ceceliu sú fregn svo illa að hún grét. Ég varð hissa á þessu og spurði lafði de Clare hvernig stæði á þessari innilegu hluttekning hennar í yðar kjörum. Cecelia svaraði spurningunni sjálf. “Hver ætti að hafa meiri Áhuga á hans málum en ég, veslings Fleta hans,” sagði liún. “Er það mögulegt Miss de Clare,” sagði ég þá, “að þér séuð Fleta litla, sem hann hreif úr gifta-klónum og sem hann talaði svo oft um við mig ?” ‘Vissuð þér það ekki ?” spurði þá lafði de Clare og sagði ég henni þa frá öllu, er ekkar hafði farið fi milli. Sögðu þær mér þá altur frá ferðum yðar og raunum í Irlandsferðinni, Af þessu öllu leiddi náinn kunningsskap og hefi ég stöðugt síðan verið velkominn gestur í liúsi þeirra. Um nokkra mánuði hélt ég áfram með leitina, en hættí þó um síðir, er enginn hafði orðið var við yður. Hafði ég og með köfium nóg að gera að hugga Ceceiiu, er barst illa af. Ég ætla að fara fljótt yfir sögu og geta þess einungis, að ég gat ekki annað en lengið ást á þessari tingu stúlku, sem sýndi svona makalaust stöðngiyndi og sem þar að auki var flestuœ jafnöldrum fegri. En hún var ttórauðug, en ég 738 Jafet í föðnr-leit. töluðum við lengi tveir einir, eftir að ég hafði kynnt hann íöður mínum. “Ég þarf að segja yður frá mörgu og miklu, Da Benyon”, sagði Ilarcourt. “Fyrft af öllu vil ég geta þess, að undir eins og ég reis úr rekkju eftir leguna, fór ég að leita yðar og frétti þá að þér voruð horfinn. Tímóteus, sem leit mig efa- blöndnum augam, vildi ekkert segja mér annað en það, að þér hefðuð sézt síðast i heimili lafði de Clares að Richmond. Afþví þetta var eina slóðin, som ég átti völ á að rekja, fór ég til Rich- mond, gerði mig kunnugann þeim mæðgum og, eins og þær munu kannast við, viðurkendi að mér liefði farist iila við yður. Ég bað þær svo um upplýsingar yður áhrærandi, því ég hefði á boðstólum góða stöðu handa yð»r, stöðu sæm- andi liverjum heldra manni, þó lannin væra ekki liá”. “Yður fórst vel, Harcourt.” “Ssgið þið ekki, Jafet. Þannig atvikaðist kunningsskapur minn og þeirra mæðgna. Ég hafði liynst sögu dótturiunar, Fletu, hjá yður en ekki datt mér í liug að dóttir lafði de Clares og litla stúlkan, er þér björguðuð væri ein og hin sama. Því þér funduð ekki ætt hennar íyrr en eftir að ég liaíði slitið tryggð við yður. Ég var þessvegna hissa á því hve innilega þær tóku þátt í yðar málum. Þær þökkuðu mér og þær livöttu mig til að leita yðar og ég reyndi líka til þess. Ég fór til Brentford og spurði um yður á öllum gisti- Jafet í föður-Ielt. 735 svo eðallycdur vinur”, sagði þá faðir minn. “Þú gerir mér þægt verk með því að láta mig aldrei iramar heyra slík orð”. “Ég bið fyrirgefningar, kæri faðir, en ég hélt einmitt uð ég vreri að þægjast þér með þessum orðsm”. “Þægjastmér! Hverskonar hugmynd hefir þú þá nm mig? Þægjast mér, lierra minn, með því sýna svona mikið óþakklæti I Ég skamm- ast mín fyrir pig !” “En, faðir minn góðnr, ég lánaði þessa setn- ingu hjá þér. .Þú kallaðir hann gamlann þjóf í lögmanns-kápu frammi fyrir honum, og hann klagnöi jrfir því við mig áður en mcr veittist sú ánægjs að sjá þig. Hvað mig snertir, þá elska ég liann og virði og skal ætíð vera lionurn þakk- látur í hæsta máta. Má ég fara?” “Já, Jafet”, svaraði faöir minn og var nú mjög alvarlegur, “og vertu svo góður að biðja Mr. Masterton að fyrirgefa mér þessi orð, sem kemur af mínum óheppilega geðofsa. Ég skammast mín fyrir þau”. “Það þarf enginn að skammast sín, kæri faðir minn”, svaraði ég, “sem fús er til að gera heiðarlegar afsakanir. Það er enginn svo, að ekki snúist í honum stundum”. “Þú hefir reynzt mér góður vinur ekki síður en góður sonur, Jafet”, s igði kail. “En gleymdu ekki að biðja Mr. Masterton fyrirgefningar. Ég erð ekki rólegur f'yrr eu það er gert”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.