Heimskringla - 06.10.1894, Síða 2

Heimskringla - 06.10.1894, Síða 2
HEIMSKRINGLA 6. OKTÓBER 1894. Iíeiffiskringla komr út á Laugardögum. Túe Heimskriugla Ptg. & Publ.Co. útgefondr. [Publishers.] Ritstjóxbi!! geymir ekki greinar, sem eigi verða uppteknar, og endrsendir þær eigi nema frímerki fyrir eudr- sending fylgi. Ritstjórinn svarar eng- um brófum ritstjórn viðkomandi, nema í blaðinu. Nafnlausum bréfum er enginn gaumr gefinn. En ritstj. svar- ar böfundi undir merki eða bókstöf- um, ef höf. tiltek. slík* merki. Uppsögnógild að lögam,nemakaup- andi s6 alveg skuldlaus við bialiið. Ritsjóri (Eflitor): EGGERT JÓHANNSSON. Ráðsmaðr (Busin. Munager): J. W. FINNEY 653 Pacific Ave. (McWilliam Str.) Um Þjóðfélag. Islendingar hér í bænum eiga all- mörg félög, svo mörg, að ef til vill er þar ekki ábætandi, á meðan efua- hagur manna og samvinnulöngun al- mennt er á því stigi sem hún nú er. Eigi að síður virðist oss brýn þörf á einu félaginu enn. Þessi þörf var -sýnileg um daginu. þegar verið var að taka á móti landstjóra vorum, Aberdeen lávarði. Að því er séð verður komu allir helztu þjóðflokkarn- ir fram, að undanteknuin íslending- ura og Þjóðvorjum. Sum þessara þjóðfélaga færðu lávarðinum jafnvel sérstakt ávarp. Að forstöðumenn mót- tökunnar hafi búizt við liluttöku ís- lendinga er euðsætt af því, að þeir mörkuðu þeim ákveðið stöðusvið í fylkingunni. En að því er íslendinga, sem sérstakt þjóðfélag snertir, var það sæti alveg autt. Það kann nú sumum að virðast. að lítið sé rnisst þó íslendingar trön- uðu sér ekk.i fram í þetta skipti, að þeir hafi Aberdeen lávarði ekkert sér- stakt að þakka, bvorki sem meðborg- ara eða svo kölluðum æðsta valds- manni ríkisins, og að hans dýrð hafi verið nóg á meðan hann dvoldi her, þó vér sem þjóðflokkur legðum ekk- ert korn í þann mæli, Allt þetta má til sanns vegar færa, ef ekki er litið á annað en þörfina að sýna einhverj- nm einum manni heiður. En því verður ekki neitað, að þó löngun til að taka þátt í verkefninu sé látin heita aðal-ástsuðan fyrir starfsemi flokksins, þá er sú starfsemi í raun og veru ekkert annað en hinn sýni- legi vottur um löngunina, um þörf- ina að auglýsa sig og fá sig viður- kennt afl í þjóðfélags heildinni. Undan- takningar vitaskuld eiga sér .stað, en all-optast er l>etta hvötin, sem knýr hina sérstöku þjoðilokka til fram- göngu. Að þessu leytinu getum vór Is- lendingar lieimfært upp á oss, það sem Sir William C. Van Horne sagði fyrir skíimmu um Canada, að nkið hefði til þessa rekið verzlun sína við bakstíg og væri tími til kominn að það reisti búð sina við aðal-farveg þjóðantia. Sem þjóðflokkur höfum vér íslendingar til l>essa óneitanlega rekið vora litlu verzlun við bakslíg, hér í Winnipeg. Virðist oss þvi sú spurning liggja fyrir, hvort ekki só heppilegt að vér færum oss fram að aðal-strætinu, með öörum orðum, að vér förum að heimta að til vor sé litið þegar þörfin heimtar sameigin- l,.ga vinnu eða sameiginlegan úrskurð hinna ýmsu þjóðílokka í bænm.J Til þess að fá því framgengt út- heimtist að til só eitthvert félag, þó ekki væri það fólag nema nafnið tómt, sem hafi vald til að mæta sem fulltrúar íslendiuga og með öðrum rÆða og ráða til lykta þeim málum, sem í það og það skiptið krefjast samtaka allra flokka í bænum. Sem stendur höfum vér ár eptir ár standandi nefnd árið út til þess að standa fyrir “ísleudingadeginum”. Er ógerlegt að auka svo vald hennar að þeir menn, sem hana skipa geti, einn eða allir, eptir samkomulagi, mætt sem fulltrúar íslendinga á slíkum almennum fundum Að því er lagaákvæði snertir er þessi nefnd ó- bundin og hefir henni þó verið trúað fyrir formennsku hátíðahaldsins og verndun sjóðsins og aunara eigna, eigna sem “allir og enginn” eiga. Þrátt fyrir að hún hefir þannig leik- ið laus i loptinu, hefir hún leyst störf sín svo óaðfinnanlega af hendi, að tU þessa hefir enginn fundið ástæðu til að klaga. Vér erum ekki að mæla með slíku laga eða bandaleysi sem fyrirmynd, sízt ef til er sjóður nokkur og eignir, þvi þegar um það atriði út af fyrir sig er að ræða, er ósóð hve lengi “Irlendingadags-nefnd- in” getur haldið áfram með núver- andi fyrirkomulagi. En oss dettur í hug, að jafnvel þó ekki væru meiri bönd, eða virkilegri félagsskapurinn, í byrjun, mætti svo velja menn í nefnd til að svara fyrir þjóðflokkinn og láta hans vilja í ljósi, að Islendingar biðu hvorki vanheiður af eða tjón, heldur þvert á móti. Hafskipaleiðin nýja. Frumkvöölum fyrirtækisins að dýpka svo Lawrence-fljótið og skurð- ina með fram því, að iiafskip geti geng- ið eftir Ixeirn hiklaust og vestur um öll stórvötnin, kom sízt í hug það sem fram kom á fundinum um dáginn í To- ronto til að ræða um þaðmál. For- sprakkarnir fiestir, ef ekki allir, eru Toronto-menn, er ætla sér að gera borg- ina að hafnstöð iiafskipa og um leið að ininnsta kosti jafnsnjalla Montreal. Jafnframt var og hugmyndin að auka verzluiiai'gengLCanada stórkostlega með því að láta farveg hafskipa liggja eftir og með fram fullri þriðjungsíenyd ríkis ins, inn í miðbik landsins. Norðurríkja- menn í Bandaríkjunum hafa einlæglega látið í Ijósí oft og mörgum sinnum, að Lawrence-fijótið og ílóinn sé stytzta og undir eins ódýrasta skipaleiðin til Evx- ópu og þess vegna ákjósanlegust vöru- ílutningsleið fyrir allan vesturhluta Iandsins. Það gerðu og merkir menn frá Chicago og öðrum stöðum í Banda- ííkjum, er sátu á þessum fundi. Þess vegna koin forsprökkunum ekki annað í hug, en að allur fundurinn væri ein- dreginn með því að heimta aðallur skipafiotinn, er hagnýtti hina tilvonandi dýpkuðu vatnsfarvegi, færi um ailan aldur um Montreal og þaðan sem leið liggur eftir fljótinu til sjávar. Þeirn brá því lieldur en ekki i brún, þegar Banda ríkjamenn á fundinum stóðu upp, einn eftir annan. og heimtuðu að beygt væri út af leið 35 knílur fyrir vestan Montreal og skurður grafinn þaðan austur og suður um land, er færði skip- in suður á Hudson River og niður eftlr henni til New York. Þetta var kaldabað fyrir forsprakk- ana, er í þessari hugmynd þóttust lrsa löngun Bandaríkjamanna til að ná sam- vinnu Canadamanna við að útvega New York eina nýja og mikilfenglega verzl- unar-æð. I fljótu bragði virðist þetta vera hugmyndin. Það sýnist óhugs- andi að mennirnir vildu snúa þannig út a f leið og mæla með fjárframlagi til að gera skipaskurð mikinn gegn um há- lemli og stórhæðótt land, en yfirgefa fljótið fáum mílum fyrir ofan hafskipa- stöðina, sem nú er, ef hugmyndin væri ekki sú að svifta Canada meginhluta arðsins af verkinu og verzlaninni. Um þetta sérstaka atriði var lítið talað á fundinum, því enginn uf Canadamönn- um þóttist undir það búinn, þar eð eng- uin hafði komið slíkt í hug, enda óheppi legt vegna máLsins í heild sinni, að hefja þrætu, er gæti kyrkt fyrirtækið í fæð- ingunni. l’ess vegna var þessu atriði að mestu sleppt, en haldiðáfram að tala um hagiiaðinn af verkinu fyrir alt ve3t- urlandið, um kostnaðinn, sem það hefði í för með sér o. s. frv. Síðan fundinum lauk hefir blöðum eystra orðið all-tíðrætt um þetta og er álit margra þeirra, og það enda sumra í Montreal (er þó ekki hafa neina sérlega löngun til þess að hafskipastöðin færist lengra vestur), að hér só ekkert að ótt- ast. Alíta, að þar sem Canadamenn liafi liaft augun á útlendri verzlun ein- göngu, hafi Bandaríkjamenn að auki haft auga á hinum þóttbygðu Ný-Eng- landsrikjum og viljað fá ódýran vatns- veg að mörkuðum þeirrajrá vesturríkj- unum, vatnsveg, er að sjálfsögðu hlyti að tengjast iNew York, svo skipin tækju þar farm sinn af hafskipunum til vosturbyggja. Af þessari ágizkun er svo ráðið, að því hafi Bandaríkjamenn gengið fram hjá 35 mílna kaflanum, frá St. Francis-vatni niður til Montreal, að þeim sé sama um útlendu verzlunina, en hugsi eingöngu um nýjan, greiðan og ódýran farveg að heimamarkaðinum eystra, og að þeir þess vegna séu til- búnir að mæla með að Bandaríkjastjórn leggi fram fé til umbótanna alt austur að Francis-vatni, en heldur ekki lengra. Þannig lita sum blöðin á þetta og sýnist það langt frá ósennilegt álit. Aftur ætla önnur blöð, að þessi ágizkun só gildra, sem ætluð sé -'að veíða Canada- menn í. Hvað kostnaðinn viðþessar umbæt- ur snertir, þá kemur mönnum illa sam- an um upphæðina. Bandaríkjamenn héldu fram að hann yrði alls um 8100 milj. Torontomenn sögðu hann yrði yfir S65 milj., en sambandsstjórnará- ætlunin, er fram kom á síðasta Domi- nion-þingi sýndi kostnaðinn að minnsta kosti $130 milj. Taki maður meðalá- ætlun af þessum þremur, kemur í ljós, að Bandaríkja-áætlunin er sem næst meðalverðs-takmarkinu, En svo er at- hugandi, að sú áætlun innibindur 850 milj. áætlun fyrir skurðinn til að sam- tengja Lawrencefljótið, Champlain-vatn og Hudson River. í þeirri áætlun var oggertráð fyrir 823 milj. skurði um- hverfis Niagara-foss Bandaríkjamegin, er á að koma i stað meíri kostnaðar upp á Welland-skurðinn. Eftir verða þá að eins 827 milj. fyrir skurðina með fram Lawence-fljótinu, sem er svo lítil upp- hæð, að hún tekur ekki tali. Þeir skurð- ir hafa til þessa kostað um 850 milj. og nú er talað um að dýpka þá alla frá þriðjungi til helmings, verk, sem út- heimtir t.iltölnlega meiri kostnað en að grafa skurðinn í fyrstu. Það or hætt við að langur tími líði til þess svona miklar umbætur komast á, sérstaklega þegar litið er á, að Chlca- go-menn á fundinum vildu heimta minnst 26 fcta vatnsdýpi í skurðunum öllum. Þeir sögðust heldur vilja bíða heilan mannsaldur enn, en leggja hönd á verkið. ef minna dýpi væri ráðgert. Manitoba-hveiti í Noregi. Eins og kunnugt er hefir Canada- stjórn gengið tregt að fá nokkurn töluverðan innfiutning Norðmanna og Svía og er það að kenna aðgorðum umboðsmanna járnbrauta og landfé- laga í Bandaríkjum, sem sendir eru tll útflutningshvata til Noregs og Sví- þjóða. Auðvitað hefir og Norðmanna- fjöldinn og þeirra stórstofnanir i Bandaríkjum meir en lítið aðdráttar- afl. Svo þegar níðsögur járnbrauta og landagentanna um Canada bætast þar við. þá er ekki við góðu að bú- azt. Nú fyrir nokkru setti C. P. R. félagið fastan agent f Kristjaniu (N. D. Ennis, 9 Nygaden), er jafnt vinn- ur að útflutningi til Canada og far- bréfasölu, o. s. frv. fyrir félagið. I fyrra gaf hann stórbónda einum í Guðbrandsdalnum, upp frá Kristjanía, sína ögnina af hverju Red Fyfe hveiti, byggi og höfrum frá Manitoba, til út- sæðis. Arangurinn af þessu varð sá, að allir bændur öfunduðu eigandann af sinum litla hveitiakri, og hefir nú Ennis í sumar útbýtt 2500 pundum af Manitoba bveiti meðai 150 bænda í Noregi og Svíaríki, flestra í Guð- brandsdalnum, í grend við Mjóa sjó (Mjösen vatnið). Af þessu hefir og leitt það, að verzlunarmenn í Krist- jania vilja' nú endilega ná í Mani- toba-hveiti óblandað, malað eða ómal- að, til að verzla með og eru nú í útvegum með að fá það flutt beina leið frá Canada til Noregs. Af þessu ræður nú fólagið og að virðist ekki aö ástæðulausu, að hveitið frá Mani- toba, sem þeir nú í fyrsta skiptið kynnast og sem þeim þykir svo mik- ið varið í, kenni þeim framvegis að líta til Manitoba, eða einhvers hluta, af Canada, ekki síður en Bandaríkja> þegar þeim dettur í hug að fiytja vestur um haf. Það er heldúr ekki nema sennilegt að svona útbúin aug- lýsing um landkosti hér hafi áhrif þessu landi til góðs ekki síður en lof- ræður og rit. Og hvað Noreg snertir þá er hún því ríki gagnlegri en svo, að nokkur vesturfara-fjandi, ef þeir annars eru til í Noregi, geti sagt hana skaðlega. Járnbrauta og siglingamálið. Um afdrif þessa máls á alþingi far- ast þeim “ísafold” og “Þjóðólfi” þannig orð : Eftir Ísafold. .....Miklu meiri háttar málin liggja í valnum eða í dái frá þinginu. Er þar tyrst til að nefna og fremst hið mikla og misjafnt rómaða nýmæli um löggilding járnbrauta- og siglinga- félags. Só engu niður slökkt eða hafn- að fyrir dráttinn til næsta þings, getur hann orðið tii góðs í aðra röndina. En hitt getur líka vel orðið uppi á teningn- um, að vér þurfum lengi að bíða viðráð- anlegs tækifæris til mjög verulegrar við reisnartilraunar úr afturkreystings- kreppu Jieirri, sem þjóðin er og hefir verið í svo ævalengi. Andvígismenn járnbrauta- og sigl- ingafélagsfrumvarpsins kenna því mest um, hve litlu varð ágengt um önnur mál á þinginu, og nefna það í hefndar- skyni aldrei annað en “járnbrautarslys- ið”. En með lagi og fyrirhyggju—hag- anlegri verkaskipting—var þeim engin vorkunn að láta timann vinnast til meiri háttar mála annara. Og að minnsta kosti er eigi hægt að segja, að efri deild hafi tafizt mikið við það mál. Hitt er og fremur þingmönnum til lofs, en eigi, að þeir leggja svo mikinn hug við stórmál, hið mikilfenglegasta fram- kvæmdarmál, er þingið hefir nokkurn tíma haft til meðferðar. Eftir Þjódólfi. .....Það var í rauninni ekki við því að búast, að þingið í sumar afrekaði meir en það gerði, því að fyrst og fremst sleit landshöfðingi þvi fyr, en hann var beinlínis skyldur til, og deyddi þannig nokkur mikilsverð mál, er lengst voru áleiðis komin, og svo eyddist afar- mikill tími í neðri deild til að íhuga og ræða hið stórkostloga járnbrauta- og siglingafrumvarp, sem nú er allfrægt orðið. Það getur verið inikið álitamál, hvort þessum tíma hefir verið vel varið eða ekki. Hérna á árunum var stjórn- arskrármálinu fundið það til foráttu, að það eyddi tíma og kröftuin þíngsins “í einskisvert þref og gjálfur”, svo að ekk- ert yrði úr verki, og önnur þýðingar- meiri mál sætu á hakanum. En hversu miklu fremur og með meira rétti mætti scgja þetta urn járnbrautafrumvarpið á þessu þingi. Mál þetta stóð langa hríð svo rækilega í dyrunum fyrir öðrum málum í neðri deild, að þau gátu alls ekki komizt að og döguðu þvi uppi. Vér viljum t. d. nefna útflutningsfrumvarp- ið, er neðri deild að eins lauk við, en hefði hæglega getað orðið að lögum, ef en ginn Þrándur í Götu hefði hindrað ferð þess. Reyndar teljum vér ekki aö þvi, þótt mikilsverð nýmæli séu ítar- lega rædd á þingi. Það er nauðsynlegt, en eins og járnbrautafrumvarpið var úr garði gert frá upphafi, verður erfitt að sjá, hvers vegna þingmenn voru að teygja og toga það á millum sín jafn- lengi, sem þeir gerðu. Auðvitað vildum vér gjarnan Já járnbrautir,—og vér höf- um þá von, að þær komi hér með tímai.- um,—og vér vildum einnig gjarnan fá tíðari gufuskipaferðir en nú eru, en frumvarp það, er hér ræðir um, virtist oss ekki svo glæsilegt til að koma þessu í kríng, eins og sumum formælendum þess sýndist. Verði mál þetta tekið upp aftur á nœsta þingi, er vonandi, að það verði dálítið betur undirbúið en nú. ÍSLANDS-FRÉTTIR. Alþingi VIV 31. Ágúst. Sljórnarskrdrmálið var samþykkt við 3. umr. í efri deild 25. þ. m. með öllum atkv. hinna þjóðkjömu gegn 2 (Jóni A. Hjaltalín og L. E. Sveinbjörnsson), er stóðu upp á móti því, en hinir 3 liinna konungkjörnu (Hallgr. Sveinsson, Ivr. Jónsson og Þork. Bjarnason) sátu. Jámbravta o</ giglingamálið. Nefnd in, sem í það var skipuð í efri deild, kom með álit sitt jafnharðan og féllst samhuga á frumvarp neðri deildar, með að eins einni verulegri iireytingu, að hún fæ'rði skuldbindingartakmarkið fyr ir gufuskipaferðunum úr 20 árum niður í 15 ár. Þá er málið kom aftur til fram halds 1. umr. í deildinni 27. þ. m., tal- aði J. A. Hjaltalín og séra Þorkell Bjarnason gegn því og lýstu því yfir, að þeir mundu ekki greiða atkv. meQ því. Einnig greiddu þeir L. E. Svein- björnsson, Sigurður Stefánsson og Gutt- ormur Vigfússon atkv. gegn því, að málið gengi til 2. umr., en allir 5 nefnd- armennirnir með því og binn 6. Jón í Bakkagerði, er þannig bjargaði málinn frá falli. Það rættist þvi. er gert var ráð fyrir í þingbyrjun, að málið dagaði uppi á þessu þingi, enda munu margir þingmenn, er greiddu því atkv. hafa þess helzt óskað, eftir því sem málið var i garðinn búið. Ste nhússbygging. Nefndin, sem val- in var til þess að athuga, hvað gera skyldi í minningu 50 ára afmælis al- þingis að sumri, klofnaði í tvennt. LagðJ meiri Klutinn það til að byggja skyldi í Reykjavík steinhús veglegt fyr- ir söfúin o. fl.. en minnihlutinn (Þór- hallur Bjarnarson einn) vildi það ekki, þótti í of mikið ráðizt með því og taldi annað liggja nær. Urðu snarpar um- ræður um þetta milli hans og Benedikts Sveinssonar og lauk svo.að tillaga meiri hlutans var feld. Kyrkjvgjaldnfrumvavpið komst ekki fram á þessu þingi og ekki heldur Fjárforrœdi ómyndugra, er efri deild svæ/ði með því að hún leyfði eigi afbrigði frá þingsköpunum, þá er sfð- asta umræða þess átti að vera þingloka- daginn. Á sama hátt svæfði hún einn- ig Sóttrarnarfrumvarpið, en mælt or, að flutningsmenn hafi fengið vilyrði landshöfðingja um, að stjórnin legði flTÍr alþingi næst frumvarp í lika fiefnu um breytíngu á sóttvarnarlöggjöfinni, enda væri ekki vanþörf á þvi. Nfjung. Út af ummælum, er þeir Guðjón Guðlaugsson þingmaður Stranda manna og Jón Jónsson í Múla 1. þing- maður Eyfirðinga höfðu um kjörstjór- ann í Mýrasýslu á fundi í sameinuðu þingi 4. þ- m., fór hlutaðeigandi kjör- stjóri —sýslumaðurinn í Mýra- og Borg arfjarðarsýslu—þess á leit við neðri deild alþingis, að húnleyfði honum að hefja málsókn gegn þeim—en sam- kvæmt 32. gr. stjórnarskrárinnar verð- ur enginn þingmaður krafinn til reikn- ingsskapar utau þings fyrir það, sem hann hefir talað á þinginu, nema þing- deildin sem í hlut á leyfi. Flutti Guð- laugur Guðmundsson beiðni þessa iun á þingið og talaði fyrir því, að hún yrði tekin til greina og að deildin leyfði að láta lögsækja þessa tvo samþingismenn hans, en Benedikt Sveinsson mælti á móti og kvaðst skoða hin átöldu um- mæli lítt saknæm, enda færu þá að tíðkast liin breiðu spjótin, ef gjafsóknar farganið næði einnig til þess, er talað væri á þingi, og mundi þá verða svo þrengt að málfrelsi fulitrúanna, að hann fyrir sitt leyti kvaðst ekki gefa mikið fyrir það eftirleiðis. Einar pró- fastur Jónsson talaði og allskorinort gegn þessu atferli, og benti róttilegá á það, að dómur eða sekt í meiðyrðamáii hefði enga þýðingu til að þvo sig hrein- an í almenningsálitinu. Úrslitin urðu einnig þau, að deildin tók ekki þessa fögsóknarbeiðni til greina, heldur feldi hana með öllum þorra atkvæða gegn einurn þremur (Guðl. Guömundssyni, Jóni Þórarinssyni og Jóni Jonssyni). Sumir greiddu hvorki atkv. með nó móti. Mun þetta vera annaö dæmi þess í þingsögunni, að lögsóknar hafi verið farið á leit út af orðum, er þingmenn hafa talað á þingi, enda mun mörgum hafa þótt þessi aðferð sýslumanns harla kynleg og óviðkunnanleg, og að skyn- samlegra hefði verið að hleypa þessu ekki svo í hámæli, enda mátti svo sem ganga að þvívísu, að þingdeildin mundi ekki leyfa þetta, þá erekki var um stærri sakir að ræða af hálfu þessara tveggja þingmanna, en hérátti sér stað. Það lítur því svo út, sem þessi lögsókn- arbeiðni hafi verið að eins til mála- mynda gerð af sýslumanni, en ekki í alvöru. Atþiaji var slitið 28. þ. m. kl. 3£ e. m. Hafði það þá átt setu réttar 4 vik- ur. LSg afgreidd frá alþingi auk þeirra, er áður hefir verið getið. 12. Stjórnarskrármálið (samhljóða frv. frá síðasta þingi). 13. Lög um ráðgjafaábyrgð. 14. Lög um afnám embætta. 15. Lög um laun landsstjórnar þeirr- ar, er skipa skal, þá er hin endurskoð- aða stjórnarskrá er staðfest. 16. Lög um kosningar til alþingis (allmikill bálkur í 50 gr.). Þessi siðast- nefndu 4 lög eru stjórnarskrárdilkar. 17. Lög um búsetu fastakaupmanna á íslandi. 1. gr. Enginn má framvegis stofna né reka fasta verzlun hér á lanui, nema hann sé hér búsettur, haldi hér dúk og disk. 2. gr. Kaupmenn þeir, sem nú eiga fastar verzlanir Iiér á landi, en eru bú- settir erlendis, skulu þó meðan þeir eiga þær.Jmega reka slíkar verzlanir á þann hátt, sem lög hingað tilliafa leyft, 3. gr. Sá semgerir sig sekan í broti eða yfirhylmingu gegn lögum þessum, skal sæta 200—5000 kr. sektum, er renna í landssjóð. Skulu verzlunarliús hans, skip, verzlunaráhöld og vörur, er yfirhylmingin nær yfir og finnast hér á landi, gerðar upptækar og andvirði þeirra renna í landssjóð. 4. gr. Með mál út af brotum gegn lögum þessum, skal farið sem opinber lögreglumál. 5. gr. Ákvarðanir þær í opnu bréfi 1. Júní 1892 og öðrum lagaboðum, sein koma í bága við lög þessi, eru úr gildi feldar. ' 18. Lög til að gera samþykktir um hindxun sandfoks og um sandgræðslu, (að sýslunefndum veitist vald til að gera samþykktir þessar, með þar að lút- andi ákvæðum um samning þeirra). Eru þá alls 18 lög samþykkt af þessu þingi og 10 þingsályktunartillög- ur og hefir 5 þeirra áður getið verið, en hinar eru: 6. Um stofnun almenns ábyrgðar- sjóðs fyrir fiskiveiðaþilskip á íslandi. Efri og neðri deild alþingis ályktar að skora á stjórnina að leggja fyrir al- þingi 1895 frumvarp til laga um stofnun almenns ábyrgðarfélags fyrir fiskiveiða þilskip á íslandi, þannig að landssjóður leggi hæfilegan styrk til stofnunar fó- lagsins og viðhalds þess fyrst um sinn, en að öðru leyti sé félagið byggt á inn- byrðis ábyrgð. 7. Um strandferðir. Neðri deild al- þingis ályktar, að veita stjórninni heim ild til að semja um strandferðir 1895, og nota til þess fjárupphæð Já, sem iil er greind í fjárlögum fyrir 1895 í 12. gr, C. a. 2., þótt skilyrðum þeim, sem sett eru með ferðaáætlun alþingis 1893, sé i eigi að öllu fullnægt, að því er snertir stærð skipsins og farþegjarúm, og sömu leiðis þótt sleppt só úr áætluninni, ef ó- hjákvæmilegt þykir, viðkomustöðunum Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Vík, annað- hvort Hornafirði eða Papós, Reyðar- firði, Norðfirði, Ögri, Arngerðareyri og Búðum, og enn fremur þótt fækkað só v.ðkomum áKeflavík og Vestmai na \yj- um. 8. Urn stofnun brunabótasjóðs. Alþingi ályktar, að skora á landsstjórnina, að leggja fyrir alþingi 1895 frumvarp til 1 iga um stofnun brunabótafélags fyr y kaupstaði og helztu verzlunarstaði landsins, að fengnu áliti hlutaðeigandi bæjarstjórna og hreppanefnda. 9. Um fjárlög 1894 og 95, 13 gr. C. 7. Neðri deild alþingis ályktar, að skora á stjórnina, að borga út phil. Jóni Þor- kelssyni í Kaupmannahöfn út þær 800 kr., sem veittar eru í Fjárlögunum 1894 og 1895 13. gr. C. 7. hvort árið, “til að vinna að textaútgáfu af islenzku forn- bréfasafni”, svo framarlega «em hann sýnir, að hann hefir tilbúið handrit, er nemur 50 örkum prentuðum af texta, cg skuldbindur sig til að semja reaistur, þegar þar að kemur, og lesa prófarkir án serstakrar |)óknunar. 10. Um amtmannaembættin. Neði i deild alþingis ályktar að skora á ráð- g.iafann fyrir ísland, að lilutast til um að am(mannsembættið norðan og aust- an veröi fyrstum sinn látið standa ó- veitt. 11. Um alþingishúsgarðinn. Sam- einað þing samþykkti : 1. Að þjóðhátíðarsjóðnum só öllum var- ið til að greiða áfallinn kostnað við þinghúsgarðinn. 2. Að alþingi feli forsetum sínum að á- visa með öðrum alþingiskostnaði þessa árs, 1200 kr. til að ijúka áfölln- um kostnaöi við þinghússgarðinn cg til að fullgera hann fyrir næsta þing og skulu forsetarnir annaðhvort sjálfir eða með því að fela það einhverjum í sinn stað, sjá um framkvæmd verks- ins og hafa alla umsjón með garðinum til þess tíma. 3. Að þinghússgarðurinn sé opinn fyrir almenning nokkrar stundir á helgum dögum, einkum að sumrum, vilji bæjarstjórn Réykjavikur setja þá gæzlu á garðinum við þau tækifæri, sem forsetarnir taka gilda og jafn- framt bera kostnaðinn við þá gæzlu. Svjórm rikrárbarátta vor og þófið við dönsku stjórnina um þaðmál hefir þeg- ar fyrir löngu vakið eftirtekt hins menntaða heims, og svo er að sjá, s9m sú skoðun sé meir og meir að ryðja sér til rums, að vór stöndum á lögmætum grundvelli með lögmætar réttarkröfur í því máli gagnvart Dönum. Meðal ann- ars skrifar merkur rithöfundur í Lund- unum “Þjóðólfi” 18. f. m. á þessa leið . “Nú sem stendur vekur það afarmikla eftirtekt í þessu landi (o: Englandi), hvernig sambandinu milii íslands og Danmerkur er háttað, og hver verða muni kjör hins “göfuga” eylands á ó- komnum tíma” o. s. frv. Iláskólasjó Isjundur. Nefndin, sem valin var í fyrra til að gangast fyrir samskotum til háskólasjóðsins hélt fund í alþingishúsinu 29. f. m. Gjald- keri sjóðsins, Tryggvi bankastjóri Gunnarsson og 7 nefndarmenn voru á fundi. Jón Vídalín kaupstjóri liafði til kynnt forföll, og kom því ekki á fund- inn og heldur ekki dr. med. J. Jónassen er virðist vera kominn úr nefndinnþþar eð hann hefir ekki enn sem komið er, þrátt fyrir ítrekaöar áskoranir gjald- kera viljað greiða þær 25 kr., erlain lofaöi að gefa sjóðnum í fyrra. Kom það til umræðu á fundinuin og voru all- ireinhugaum, að gjaldkeri skyldi enn gera frekari tilraunir til að ná þessu. Gjaldkeri lagði fram reikning yfir sam- skot til sjóðsins og var reikningurinn endurskoðaður og samþykktur. Sam- kvæmt honum voru samskotin alls orð- in 2313 kr. 79 aurar, þar af var innkom- ið 1768 kr. 79 a., en útgjöld sjóðsins hafa verið 62 kr. 65 a. fyrir prentkostn- að o. fl- Því næst skýrðu nefndarmenn frá þvi, hvað þeir hefðu starfað i þarfir sjóðsins næstliðið ár. Þar á meðal skýrci Benedikt Sveinsson frá því, að liann hefði fengið loforð fyrir nær 800 kr. í Norðlendingafjórðungi, og auk þess hefði hann safnað 663 kr. í samskotum á Austurlandi, en sumt af þvi er ekki enn inn komið. Gjaldkeri skýrði frá, að í Reykjavík hefði myndast féiag meðal kvenna, til þess að efla héskóla- sjóðinn og styðja háskólamálið, og hefði félag þetta þegar safnað fó til sjóðsins. Loks var gjaldkera falið að innbeimta ógreidd samskot. Eftir “Þjóðólfi”. 29. ágúst Barðastr.sýslu vestanv. 3. ágúst. Síðan ég skrifaði síðast 2. júní (ekki 2. apríl) hefir yfir höfuð verið hin bezta grassprettuveðrátta, optasthæg-

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.