Heimskringla - 17.11.1894, Blaðsíða 4

Heimskringla - 17.11.1894, Blaðsíða 4
4 HFTWPKRTTxGf.A 17. NOVEMBRR 1fW4. % Æfintýri á gönguför. Eftir C. IIostrup. veröur leikið Lauoardaoisn 17. Nóv. og Fimtudaoinn 22. Nóv. — í — Unity (hor. á Pacific Ave. og Nena Str.) Inngöngumiðar. sem kosta 35 cent fyrir fullorðna og 20 cent fyrir börn (innan 12 ára) eru til sölu í “SCANDINAVIAN BAKERY.’í- (G. P. Thorðarsonar á Ross Ave.). Sömuleiðis eru þar til sölu söngv amir úr leiknum fyrir 15 cts. Leikurinn byrjar hvert kvöldið kl. 8. e. h. Aðgöngumiðar fást fyrir bæði kvöld- Agætur hljóðfæraleikendaflokkur skemtir milli þátta. Winnipeg. í síðastl. Okt. voru nemendur alþýðuskólum bæjarins flestir 4,695. Hr. Stephan Oliver frá West Sel kirk er eini íslendingurinn í dómnefnd yfirréttarins í haust. Herra Gunnsteinn Eyjólfsson frá íslendingafljóti hefir dvalið í bænum nokkra undanfarna daga. Kom til bæjarins til að ganga undir stjórnar- þjónustu próf. Herra A. M. Frímann, bóndi í Shoal Lake nýlendu heilsaði upp á oss í gærmorgun, kom ásamt mörgum fleir- um kaupferð til bæjarins, en þykir illt fyrir þá sök, að ill-mögulegt. sé að fá nokkurt verð fyrir framboðna vöru. Okkur vinnumönnum Hkr. veitt- ist það gleði efni á þriðjudaginn var, að sjá herra M. Pétursson ganga upp að “kassa” sínum og taka til að handleika prentletrið “secundum art- em,” þó ekki sé hann enn fullfrískur orðinn, sem naumast er von. Sameiginlega kvöldskemtun veita íélögin “Hekla” og “Skuld” mönnum á mánudagskvöldið kemur í North- ■west Hall. Góð skemtun ræður, söng- ur og hlóðfærasláttur. Aðgangur vei'ður ekki seldur, en leitað verðureftir sam- skotum. Eldbað mikið fékk bærinn á föstu- dagsnóttina. Kl. 2 kom upp eldur í Western Canada-byggingunni á horn- inu á Main Str. og Portage Ave. Inn- viðirnir brunnu mest-allir, en veggirnir standa. Eignatjón um $100,000.— Nokkru seinna kom upp eldur í Grand Union hótelinu á horninu á Princess Str. og Ross Ave. Brann það til rústa og eitthvað af öðrum húsum umhverfis, og að auki stórkaupabúð fyrir handan Princess Str., er kviknaði í fyrir neista- flug frá hótelinu. Eignatjón á því sviði samtals nálægt $150,000. íbúðar- hús suður í bæ brann og sömu nóttina, en um eignatjónið hefir ekki heyrzt, er blaðið fer í pressu.—Grunur leikur á að visvitandi hafi verið kveikt í Grand Union hótelinu. “Æfintýri á gönguför” var leikið á þriöjudagskvöldið var, eins og til- stóð, en fyrir miklu færri áhorfend- um en leikurinn og leikendurnir áttu skihð. Fullorðnir áhorfendur hafa líklega ekki verið nema lítið yfir 100 talsins og er það litið þegar litið er á fjölmenni ísk í bænum. Það er sannast að þeir sem fyrir leiknum standa gera ekki ráð fyrir að græða á þeim verkuin sínum, en þeir nátt- úrlega búazt við að almenningur meti svo viðleitni þeirra að skemta og fræða, að þeir fái kostnaðinn endur- goldinn, en til»þess [útheimtist að betur verði sóttur leikurinn þau tvö kvöld sem eftirj&er að leika hann. Það er líka óhætt að sækja hann upp á það, að leikurinn og enda allur að- búnaður þolir samanburð við marga leiki sem margir svo kallaðir "pro- fessional” umferðaleikendur sýna og sem kostar ‘.50 cents til $1 að sjá. Þeir sem leika eru : Persónur í ritinu. Leikendur. Hans (strokumaður) Jön A. Blundal. Pétur (féhirðir þjófa) Guðjón Hjaltalín. Ejbæk Oli Thorgeirsson Herlöv G. P. Thordarson. Kranz Kammeráð Kinar Iljörleifsson. Kammeráðs-frúin Mrs. A Jensen. Vermundur Albert Jónsson. Assessorinn Jón Guðmundsson. Lára Anna Jónsdóttir Jóhanna Málmf. Jónsdóttir. Leikurinn fer fram á Sjálandi, fyrsti þátturinn úti í skógi, en hinir ýmist inni i eða úti fyrir íbúðarhúsi Assessorsins, er býr að Strandbergi. Aðal-persónurnar í leiknum eru Hans (Skrifta-Hans) og Kammerráðið. Hans og annar maður til, en sem ekki kemur fram í leiknum, hafa strokið úr fangelsi og fjrrir brellur Hans eru stúdentarnir teknir fyrir þjófana stroknu. Síðarmeir, fjrrir viðtal við Ejbæk, snýst Hans hugur, svo að hann ásetur sér að verða ráðvandur maður, skilar aftur því sem hann stal og sem kom stúdentunum í klipu, og greiðir svo úr misskilningnum að end- irinn verður ákjósanlegur. Sjálfur sleppur Hans úr greipum Kammer- ráðsins, sem ekki er aflögufær að því er skilning og skynsemi snertir, kemst um borð á skip fetðbúið til Ameríku og sleppur þannig burt. Yfir höfuð tókzt leikendunum vel að sýna hinar ýmsu persónur, en langt skarar Einar Hjörleifsson fram úr hin- um. Hann leikur Kammerráðið svo snildarlega, að vér höfum si'ð “profess- onal actors” leika samskonar “rullur” miklu ver. Næsthonum ganga að voru áliti Guðm P. Thordarson.Mrs A. Jen- son, að því er látbragð snertir, fremur en framburð. og J. A, Blöndal. Til þess að ganga næst E. H. í þessum leik, þarf Mr. Blöndal ekki annað en gæta sin betur, að vera jaýnari á kostunum. Hann gerði ágæta spretti á þriðjudags- kvöldið, en með köflum var að sjá eins og hann missti hald á karakter Hansar. Ásta-“rullan” íritiþessu er ekki að- kvæðamikil, enda kemur það sér vel, því ekkert lætur Islendingum jafn-illa, af hverju sem það kemur. Það er nærri því undantekningarlaust, að skilningur þeirra (og þor ?) hleypur í strand í hvert skifti, sem þeir þurfa að framsetja ásta mál á leiksviði. I þessu riti gætir þessa auðvitað Ktið, af því, sem sagt, að um svo óvenju lítið verkefni er að gera. Eigi að síður væri vel, ef leik- endurnir gerðu sér far um að láta hreyf- ingar og látbragð vera í sem mestu sam ræmi við orðin, sem þeir talaeða syngja —Leiktjöldin og allur búningur á leik- sviðinu er sérlega góður, þegar tekið er tillit til þess, hve rúmlítið leiksviðið er. Málarinn, Mr. Fred. Swanson, á heiður skilið fyrir það, hve vel honum hefir tekizt að mála tjöldin, er sýna skóginn og útsýnið, sundið og strendur þess frá húsi assessorsins. — Hljóðfærasláttur milli þátta er ágætur, eflaust betri en nokkru sinni áður hefir verið á boðstól- um við samsskonar skemtun. Yfir höfuð að tala á leikflokkurinn heiður skilið fyrir frammistöðu sína og er þess vegna vonandi og óskandi að húsfyflir verði í ktöld og aftur á fimtu- dagskvöldið í næstu viku. Sumum kann að þykja inngangsverðið of mikið, en sannleikurinn er, að kvöldskemmtun þessi er vel 50 cents virði, og miklu meira, ef almennar 25 centa samkomur eru teknar til samanburðar. Munið eftir að leikurinn byrjar kl 8 í kvöld (laugardag) og á sama tíma i fimtudagskvöldið 22. þ. m. Eftir Islands-blöðura. Frímann B. Anderson er nú kom- inn til Reykjavíkur og flutti þar fyr irlestur um Ameríku 12 Okt. síðastl og dróg hann þar fram greinilega myud af harðærinu sem gengið hefir yfir Ameríku nú í tvö ár. Er að hejrra á “ísafold” að hann sé alkom- ínn heim og muni “bera meira fyrir brjósti” (heldur en flutning fyrirlesturs um Ameríku), “svo sem til framfara nýmæla.” Heimfara-hópur íslendinga héðan náði til Reykjavíkur 7. Okt., 17 alls. Meðal þeirra voru frysti-húsasmiðirnir og segir í blöðunum að ísak Jónsson haldi áfiam til Austfjarða í því skjmi að koma þar upp frystihúsi en að J G. Nordal setjist að í Reykjavík. “Amtmannsembættið norðan og austan, er 12. f. m. (Sept.) veitt Páli Briem, sýslumanni Rangvellinga,” seg- ir “Fjallkonan.” — “Þjóðviljinn Ungi” dags 9. Okt. segir blíðutíð en votviðra- sama á Vestfjörðum, aflabrögð góð en megnið af aflanum ísa og smá- fiskur. — I því blaði er og þess getið að ritstj, Skúli Thoroddson hafi hafið 3 ný meiðyrða mál á hendur ritstj. “ísafoldar,” og áfrýjaði til yfirdóms- ins þeim 4 málum sem í sumar féllu “Isafoldar” Birni í vil. “Þjóðólfur,” dags. 12. Okt. segir að veðrátta hafi verið rosasöm um undanfarínn tíma, sífeldar stórrigningar og hrakviðri, en þá kominn þurkur og góðviðri er blaðið kom út. ‘Jveir menn segir blaðið hafi drukknað 4. Okt. á leið frá Akranesi til Reykjavíkurv Sigurður Sigurðsson hafnsögumaður og Jón Jónsson frá Hlíðarhúsum. í bréfi frá Seyð’isfirði í “Þjóðólfi” er þess getið að í haust muni flutt um 15,000 lif- andi sauðfjár til Englands frá Aust- fjörðum. FRÁ LÖNDUM. GARÐAR P. O., 12. Nóv. Sunnudaginn 4. þ. m. voru gefin saman í hjónaband í Park River af séra Fr. J. Bergman, Mr. Snorri Kristjánsson og Miss Elin S. Laxdal og Mr. Sigmundur S. Laxdal og Miss Sigríður Jónatansdóttir, öll nú til heimilis hér að Garðar. Mr. S. K. hefir um næstliðið ár verið forstöðumaður greiðasöluhúss í Park Iiiver, og hvervetna áunnið sér hylli bæði landa og innlendra er hon- um hafa kynst að einhverju leyti. Einnig þann 10. þ. m. gaf séra Fr. .7. B. sainan 1 hjónaband, að heimili C. H. Gíslasonar nálægt Garð- ar, Mr. Stefán S. Einarsson og Miss Elisabet Geirhjartardóttir. Var þar fjöldi boðsgesta og skemtu allir sér hið besta við skörulegar veitingar, söng, dans og skálaglam. Frá Akra, JV. I>., er oss ritað, dags. 10. Nóv.: “Þau urðu kosninga- úrslitin hér, að Stefán Eyjolfsson komst að sem þingmaður. Tveir aðrir land- ar náðu kosning, Thomas Halldórsson sem County commissioner, og Páll Jóhansson sem friðdómari Countysins. Svo fór unr Blindrastofnunina að Bath- gate hrepti hana með 700 atkv. mun. Öflug tilraun var gerð að færa county- stjórnarsetrið frá Pembina til Cavaher en þó Cavalier fengi mörg atkvæði, vantaði nokkuð á að § hlutir atkv. fengjust, en sem nauðsynlegt var. Er nú talað um að dómstólarnir muni fá að skera úr hvar county-stjórnarsetr- ið skuli vera. ICELANDIC RIVER, 6. NÓV. 1894. Hr. ritstj. Það er gömul venja að taka það fram áður en maður fer að segja fréttirnar, að “ekkkert sé að frétta,” en þótt sú venja sé nokkuð fráleit í vanalegum tilfellum, sem regla. þá finnst mér einmitt að hún eiga mjög vel við í þetta sinni, því að þótt margt mætti skrifa héðan um veðrið og fólkið, störf þess og heilsufar, sem hvaðan að annarstaðar, þá er þó sannleikurinn sá að héðan er nú sem stendur mjög fátt að frétta. Það helzta sem til tíðinda hefir borið hér er það. að síðastliðinn laug- ardag andaðist að heimili sínu Þor- steinn organisti Þorsteinsson á Ósi hér við fljótið. Jarðarför hans fór fram í dag (Þriðjudag). Þorsteinn sál var ættaður úr Árnessýslu á íslandi, hafði fluttst hingað vestur um haf fyrir 7 árum, hann var 67 ára að aldri. Honum fylgja hlýjar tilflnning- ar eftirlifandi vina og kunningja inn í ókunna landið. Heilsufar manna almennt heldur gott. og veðrið nærri því upp á það ákjósanlegasta : væg frost og góð- viðri oftast nær, með smá krapa og kafaldéljum annað slagið. Fljótið rendi hér í fyrrinótt í fyrsta sinni á þessu hausti, enn þó má það heita autt enn, með því að þar sem vind ur hefir komist að hefir ísinn brotið upp aftur. I pólitíkinni er hér eins og vana- legast, ró og spekt. Sagt er að “ev- angelisk lúterskir” — meðal annara hér við fljótið — hafi í hyggju að koma hr. Jóh. Magnússyni að sem oddvita sveitarinnar við næstu kosningar; hinsvegar tel ég víst að hinir “frjáls- lútersku” o. fl. sjái ekki ástæðu til annars en að endurkjósa núverand: oddvita hr. St. Sigurðsson þegar þeir sjá sérstaklega árangur starfs hans yfir liðið ár. Verzlunarhorfur eru hér með lak- asta móti að því er verð á útfiuttum vörum snertir (sem lítur út fyrir að verði mjög lágt í ár). Svo eru uú kaupmenn farnir^ (þó ofseint sé) að takmarka mjög útlán, og svo þykja þeir selja vörur sínar óþarflega dýrt o. s. frv. Fregnriti. ISAK JÓNSSON 744 Ross Ave. Tekur að sór allskonar smíðar, svo sem húsmuni', húsabyggingar, viðgerðir o. fl. Til hægðarauka fyrir fólk sem býr í vesturhluta bæj- arins höfum vér byrjHð að verzla með allskonar skófatnað, sokka, vetlinga o. fl. Og leitumst vér við að hafa á boðstólum svo vandaða og ódýra vöru að allir þeir, sem við oss skifta megi verða ánægðir. C. Christianson & Co. 660 Young Str. Bústaðar-skifti. Hér með læt ég landa mína vita, að ég er fluttur frá Cavalier til Hensel, og er reiðubúinn tilað selja ykkur greiða þegar þið komið hingað, móti borgun út í hönd. Ég er eins vel undirbúinn að mæta ykkur nú eins og ég hefi verið nokkurn tíma áður. Með virðingu. RUNÓLFUR SIGURÐSSON. TILBUINN FATNADUR / — I — The Blue Store Nr. 434 Main Street. Merki: Blá Stjarna. Þarcð vér höfum nýlega fengið miklar byrgðir af til- búnum fötum, úr bezta efni, og með nýjasta sniðí, sem verður að seljast tafarlaust án tillits til verðs_ þá bjóðum vér öllum að koma og velja hvað þeim sýnist. Gáið að BUXUM SEM ERU MERKTAR $1,50 VIÐ BÚÐARDYRNAR. Gáið að VERÐINU Á KLÆÐNAÐINUM I BÚÐARGLUGGUNUM. Vér beiðumst þess að eins að þér komið og sannfærið yður um það sem vér segjum. MUNIÐ EPTIR Blue Stor Merki: Bla stjarna. A ©jhev^ier. C. E. Nelson, eigandi. Verzlar með fatnaði, álnavöru, gólfteppi, skó, og stígvél, hatta húfur, og alt sem karla, og kvenna fatnaði tilheyrir. Mikil matvörusala. Bændavara keypt hæsta vcrði. C. E. NELSON eigandi. Park River N. D. Auglysing’. Biðjið og mun yður gefast. Gefast tækifæri að kaupa betri vörur af öllum fóðurtegundum heldur en annarstaðar er mögulegt að fá í þessum bæ. Reynið hvað satt er í línum þessum. Engin sögusögn, áð eins reynsla. BLACKADAR, 131 STlt. ------- KOMIÐ í BÚÐ iSLAKSOÍ & PETEBSOi EDINBURGH, H. DAK. Þeir hafa til sölu vörur þ:er sem seldar voru úr búð S. Carincross í Grafton, og selja þær með mjög vægu verði. Aslakson & Peterson, EDINBURG-H, IV. I)AK. % 42 Valdimar munkur. hjartað, sem hefir framleitt hana, og fyr!r fram- tíðina æski ég einskis annars en sannrar elsku eiginmannsins”. “Guðblessi þig, mín elskulega”, svaraði Rú- rik og tók liana í faðm sinn og lét Rósalind þá höfuðsitt um stnnd hvíla á brjósti mannsins, er hún ann svo heitt. Rúrik hafði í huga margar spnrningar á- hrærandi væntanlegar torfærur á vegi þeirra, ien hann framsetti enga slíka spurningu. Augna- bliks-sælan var of háleit til þess að hrinda henni úr öndvegj með efa og ótta. Um síðir kom þar að Rúrik mátti til að kveðja. Hneppti hann þá meyna í örmum sínum aftur og lét í ljósi þá aon að húa leyfði ekki hertoganum að selja hönd henuar í ánauð. “Nei,Rúrik, aldrei”, svaraði hún. “Ef hann biður þig um hönd þina til að gefa einliverjum vinum sínum, þá skaltu segja hon- um— “Að hjarta mítt sé ekki lengur mín eigin eign”, tók Rósaiind fram í, “og að án þe-s gefi ég engum manni hönd mína”. “Guð hle-si þig, Rósalind, og varðveiti frá allri bættu”. Iíann þrýsti heitum kossi á varir bennar og pekk svo út, steig í sleðann og lét ökumanninn fara með fleygingsfeið til herramannasetursins í Khitagorod. Hann gerði buð fyrir lautenant Alarik Orsa, er kom fram í forstofuna að vörmu spori og heilsaði Rúrik viusamlega. Hann var Valdimar munkur. 47 nú f rauninni ekki mikið til hvað munkurinn heldur um það, þó ég hinsvegar vilji heldur að hann viti rétt, en hyggi rangt, úr því hann veit nokkuð um þetta mál, þvi mér er illa við allan misskilning, “Hann skilur það nú alt saman, og ég vona að þú misvirðir ekki að ég var svona opinskár við hann”, “Nei, Paul, það er langt frá þvf”. Féll svo niður talið og unnu þeir nú báðir af kappi og þegjandi. Klukkan var rúmlega þrjú þegar móðir Rúriks gekk inn í smiðjuna og sagði að maður væri í framstofunui, sem vildi finna hann. "Er það Stephan Urzen ?” spurði Rúrik, og sagði móðir hans að svo væri. Bað Rúrik hana þá að senda hann til sín út í smiðjuna, og gekk hún þá burt i þeim erindum. Að vörmu spori gekk Urzen í smiðjuna. “Rúrik Nevel”, sagði hann kuldalega og hneigði sig lítið eitt. “Eg er hér með boðskap frá Konráð greifa Damanoff”. ‘ÍRétt er það”, sagði Rúrik kæruleysislega. “Ég er þá hér og tilbúinn að hlýða á mál yðar”. Urzen fór þá niður í vasa sinn og dró upp úr honum innsiglað bréf, sem hann rétti Rúrik, er þegar tók við því, braut það upp og las. Var það sem fylgir: “Slnrik \evel : Hin stórvægilega ó- virðing, er þér hafið sýnt mér, hefir um stundar 16 Valdimar munkur. sleða, þegar greifinn tslaði um að fara hingað, og heyrði hnnn sumt sem þeir sögðu”. “Og spurði hann þá nokkuð itarlega um það sem gerðist?” “Já, það gerði hann víst”. “Hvernig svaraðir þú ?” “Ég sagðihonum alla söguna frá upphafi til enda, því ég komst að því, að hann vissi eitt- hvað um erindið af samtali þeirra greifans og Urzens. Til þess því [að hann fengi ekki ranga hugmj-nd um erindið, sagði ég honum alla sög- una”. “Sagðirðu líka frá boðunum frá hertogan- um ?” “Já, herra minn ! Ég sagði honum frá öilu, sem gerðist frá því hann kom inn og þangað til hann rauk út í brœði sinni”. “Hvað sagði svo munkurinn um þetta alt saman ?” spurði Rúrik alvörugefinn. “Bara það, aö hann þekkti greifann, að hann væri dramblátur maður og kærulaus og ó- sköp lítilsvirði fyrir mannfélacið. Það var alt og sumt. Mér sýndist honum finnast ofboð lítið til um það. Um aðferð greifans sagði hann það eitt, að hann mundi sjálfur liafa breýtt alveg einá og þú, og að allir dómstólar í ríkinu hlytu að sýkna þig. Að hann spurði svo mikið um það, kom að mér virtist fremur af forvitni en á- huga fyrir málinu, en hins vegar veit ég af tali hans, að hann er með þér, en móti greifanum”. "Einmitt það”, sagði þá Rúrik. “Það gerir Valdimar munkur. 43 ungur maðnr, 25 ára að aldri, og var að mann- virðingum einn í fremstu röð í varðliðinu. “Ég býzt eins vel við, að mega mæta Kon- ráð grcifa Damanoff”, sagði Rúrik, eftir að hafa heilsað Alarík. “Hann hefir sótt eftir illhriftjm smánað mig hroðalega og reynt að berja mig, en ég sló liann um koll. Þú getur ofboð vel gizkað á hveijar afleiðingarnar verðu”. “Hann auðvitað sendir þér hólmgöngu-áskor un”, svaraði Alarik. “Það er það, sem ég býzt við”,svaraði Rúrik, “og þá er spurningin: viltu vera hólmgöngu- vottur minn og umboðsmeður, ef til kemur ?” “Með ánægju”. “Svo ég má vísa sendimanni hans til þín ?” “Auðvitað. En hvað á ég að segja ? Hvað befir þú hupsaðþér?” ‘,Slá hann fiatan altur, ef á þarf að halda”. “Einmitt það. Þú með öðrum orðum aftur- kallarekkert”. “Nei, langt frá. En hlustaðu nú. Fyrst ég bið þig um liðveizlu, er rétt að ég segi þér alla söguna”. Og svo sagði Rúrik honum frá heím- sókninni og öllu er gerzt hafði í smiðjunni. “Ágætt!” sagði Alarik, er Rúrik hafði lokið sögunni. “Hann hlýtnr að senda þér áskorun og þú ert sjálfsagður að hegna honum. Hann er montinn og af því hann getur ráðið við suma tituprjónana, sem eru í hans félagsskap, hugsar hann ef til vill að eins auðvelt verði að yfirbuga

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.