Heimskringla - 12.01.1895, Blaðsíða 4

Heimskringla - 12.01.1895, Blaðsíða 4
4 TTF.TMSK RIXOÍ.A 12 JAXÚAK 1V95 / Winnipeg. Ágæt slcemti.samkoma í "Tjaldbúð- inni” A mánudaRskv.—Sjá augl. Séra Magnús J. Skaptason fór norður til Selkirk á miðvikudagskvöld- ið, og kemur aftur i dag. J Lesið auglýsinguna um samkom- una i Nortwest Hall, í öðrum dálki blaðsins. Miss Peterson frá Minneota, sem um tíma hefir verið í kynnisför í Rat- Potrage og nokkra daga hér í bænum, fór heimleiðis í gærdag. en staðnæmist um stund hjá tengdabróður sínum hra. Boga Eyford í Pembina. Sagt er að íslenzkur “Sáluhjálpar- hermaður”, “lautenant” Thorsteinn(?) Davíðsson, fari af stað til Islands í næstu viku sem sendimaður herstjórn- arinnar í því skyni að dubba þar upp flokk af sálulijálpar-hermönnum. Nokkrir andvígismenn Gilroy’s bæjarráðsforseta liafa krafizt þess, að héraðsdómarinn rannsaki kosningaað- ferðina. Halda þeir því fram, aðmarg- ir hafi kosið hann oftar en einu sinni, þannig, að þeir, sem atkvæði eiga í fleiri en einni kjördeild bæjarins, hafi greitt atkv. með honum á báðum eða ölluai stöðunum. Sáluhjálpar-hertoginn viðfrægi, General Booth, kemur hingað til bæjar- ins í næstu viku, á miðvikudag, og dvelur til laugardags. Verður hann gestur fylkisstjórans meðan hann dvel- ur hór. Almennur fundur, til að heilsa þessum aldurhnigna höfðingja oghlýða á ræðu hans, verður hafður í Grace- kyrkjunni á miðvikudagskvöldið. Eftir nærri 7 mánaða útivist í ó- bygðunum vestur frá Hudsonflóa kom jarðfræðiskönnunarmaður dominion- stjórnarinnar, J. B. Tyrrell, hingað til bæjarins á þriðjudagskvöldið var á- samt förunautum sínum. Þeir foru fótgangandi frá Churchill 30. Nóv. og kamu til Norway House við norður- enda Winnipeg-vatns á aðfangadags- kvöld jóla. Vestan úr óbygðunum komu þeir að Hudsonflóa 300 mílur fyr- ir norðan Churchill. Seinast í f. m. meðtók ég bréf frá einhverjum ísl. í Canada með pöntun á mánaðarritinu T ledige Ttmer og inn- lagðri borgun í tveim smáseðlum ca- nadiskum. Ég að eins opnaði bréfid, því við vorum að flytja skrifstofu blaðsins þann dag, og i flutningnum hefir það slæðst burt svo ég finn það ekki f svip. Vill sá, er sendi, gera mér aðvart um nafn sitt og heimili og eintakatal ? Ég skal þá undir eins senda ritið og kvittun. 7. Jan. ’95. JÓN ÓlafSSON. 284 Grand Ave., Chicago, Kvef í höfðinu. — Nasal Balm linar það undireins; læknar á stuttum tíma. Bgeei.ruzldt a (1 » JSTotið tækifærið. Um nokkra eftirfarandi daga verð- ur allskonar klæðnaður og klæðaefni selt með 10—50 cents afslátt af hverju dollars virði hjá G. JOHNSON. Cor. Ross & Isabel, C. P. R. félagíð hefir ákveðið að fækka lestumum þriðjung og moir á öll umaukabrautum sínum liér vestra, til þess er voraimir byrja. Skugga-Svrinn, hinn nýji, sem að mörgu leyti er sagður alveg ólíkur gamla ritinu, verður leikinn í Unity Hall á laugardagskveldið 19. þ. m.— Nákvæmari auglýsing í næsta blaði. Skemtisamkoma — í — TJALDBÚÐINNI. Kvennfélag Tjaldbúðarsafnaðar heldur skemtisamkomu í Tjaldbúðar-kyrkju á horninu á Sergeant og Eurby Str, Mánudaginn kemur, 14. þ. m. klukkan 8 e. h. N PROGRAMM. 1. Söngflokkurinn syngur. 2. Séra H. Pótursson flytur ræðu. 3. Þrjár stúlkur syngja. 4. Upplestur. 5. H. Lindal: solo. 6. B. L. Baldwinson : Ræða. 7. H. Hjálmarson : . Solo. 8. B. M. Long: Ræða. 9. Söngur. 10. Upplestur. 11. J. Johnson : comic song. 12. Mr. &Mrs.II.Hjálmarson: Duet. 13. Söngflokkurinn syngur. 14. Þrjú ungmenni syngja: The broken ring. 15. Söngflokkurinn syngur. Inngangur 25 cts. fyrir fullorðna. 15 cts. fyrir börn. Agóðanum verður varið í safnaðar- ins þarfir. Skemtisamkoma. Skemtisamkoma verður haldin i Northwest Hall á horninu á Ross og Isabel Str., þriðjudaginn 15. þ. m. Á samkomunni verða sýndar í töfralukt (Magic Lantern) um eöa yfir 100 ágætar myndir, svo sem : “The wreck of the Hesperus,” eldfjalhð Hekla, lífið í New York, margar myndir af Chicago-sýn- ingunni, og fleira og fleira. PROGRAMMIÐ er sem fylgir. 1. Söngur: Mrs. J. Bjarnason með með nokkur börn. 2. Kvæði: W. H. Paulson. 3. Tala : Sóra Jón Bjarnason. 4. Duet: Miss L. Oliver og Mr. S. Anderson. 5. Tala : Mr. B. L. Baldwinson. 6. Quartette: Dr. Ó. Stephensen og fleiri. 7. The wreck of the Hesperus : Mr. Frank Morris. 8. Myndir sýndar : Mr. Hallson. 9. Söngur : Sölvi Anderson. 10. Kafli úr ræðu : Mr. S. Jónasson. 11. Kvæði: Mr. S. J. Jóhannesson. 12. Upplestur : Mr. E. Hjörleifsson. 13. Enskt kvæði : Mr. B. T. Björnson. 14. Söngur : Mrs. J. Bjarnason með nokkur börn. Samkoman byrjar kl. 8. e. m. Ingangur fyrir fullorðna 25 cts. fyrir börn 15 cts. Saga póstraeistarans. SLÆMT AÐSVIF OG AFLEIÐING- AR ÞESS. Mr. Robert Sharpe frá Starkville segir frá þjáningum sinum. Varðhand- lama á báðum liöndum, og mátt- laus í fótunum, svo hann varð að hætta við starfa sinn. Ráðlegg- ingar vinar hans komu þvi til leið- ar, að hann náði góðri heilsu. Tekið eftir Bowmanville News. Mr. Robert Sharpe er alþek'tur íbúi þorpsins Starkville, í Durham County, og hefir búið í Canada í þrettán ár. Hann er járnsmiður að iðn, og settist að í Hallamoud i héraðinu Northumber. land þegar hann kom fyrst til þessa lands. Nokkru síðar keypti hann hús og verkstæði í Starkvifle, og rak iðn sína þar rækilega. Vegna liinnar viðfeldu framkomu sinnar komst hann í álit, og varð settur póstmeistari í Starkville. Hann var vanalegast mjög lieilsuhraustur og að undantekinni lítihliáttar hæsi, sem hann fékk einstöku sinnum kvartaði hann aldrei um lasleika. I Marzmán. 1892 var hann við uppboðssölu þar í grendinni, og kom heim um kveldið al- frískur að sjá. En um nóttina fékk hann köldukast með beinverkjum, sem smáversnaði þangað til hann misti ræn- una. Læknir var fenginn til að taka honum blóð, og virtist honum skána við það um tíma, og gaf læknirinn honum j skyn, að hann mandi bráðlega verða al- bata. Það reyndist samt öðru nær, því þó liann gæti verið á ferli, hrakaði hon- um alt af. Einn læknir sagði að hann hefði mjaðmagikt, annar að hann hefði mænugikt og að honum mundi aldrei batna til fulls. Hann reyndi ýms með- ul, en það kom fyrir ekkert og að lokum varð hann svo magnlaus að hann gat ekki hreyft sig án hjálpar. Sárindin versnuðu dag frá degi og bæði hendur og fætur visnuðu svo hann hafði þeirra engin not. Um þetta leyti skrifaði Mrs. Sharpe fyrir hann til kunningja hans sem hann hafði einu sinni verið í vinnu hjá, og hann sendi honum tvær öskjur at Dr. Williams Pink Pills, og ráðlagði honum að brúka þær dyggilega. Áður en seinni askjan var búin, var honum sýnilega farið að batna, og keypti hann sór því nokkuð meira af pillunum. Mr. Sharpe brúkaði alls 14 öskjur og var þá orðinn alheill, og nú er hannviðeins góða heilsu eins og hann hefir nokkru sinni haft, og hefir enda algerlega lækn- ast af hæsinni, sem hann hafði stundum áður. Hann getur nii unnið hvað sem fyrir kemur, og lofar mjög Dr. Williams aðdáanlegu Pink Pills. Þegar fregnritinn var að fara, hitti hann Mr. Stark, bónda þar úr grendinni og staðfesti hann sögu Mr. Sharpes, og vísaði fregnritanum til annara nágrana sinna sem væru kunnugir málavöxtum. Sá sem sæi Mr. Sharpe nú, mundí ekki hugsa að hann hefði nýlega átt í jafn slæmum sjúkdóm og hann hefir átt, því nú er hann eins hraustlegur eins og ef aldrei hefði neitt gengið að honum, og Mrs. Sharpe segir að hann eigi pillunum bata sinn að þakka. Dr. Williams Pink Pills uppræta sjúkdóma alveg og reka sjúkdómsefnin burt úr líkamanum, og koma sjúklingn- um til heilsu. Þær eru betri en nokk- urt annað meðal við limafallssýki, mænusjúkdómum, riðu, mjaðmagigt, gigt, útbrotum, kirtlaveiki o. fl. Þær eru einnig óyggjandi við þeim sjúkdóm- um sem gera líf margra kvenna þungbært, og hressa líkamann fljótt og vel. Karlmenn sem hafa lagt. of mikið á sig, geta ekki fengið neitt meðal sem jafnist á við Pink PilLs. Þær eru seldar hjá öllum lyfsölum og sendar með pósti fyrir 50 cts. askjan eða 82.50 6 öskjur, frá Dr. Williams Medicine Company, Brockville, Ont. eða Schenectady, N. Y. Gáið að eftirstælingum sem sagðar eru “alveg eins góðar.” Rétt núna hefir oss borist í hendur Hoods Sarsaparilla dagatalið fyrir 1895. Það fæst víðast livar í lyfjabúðum. Það er eitl hið smekklegasta dagatal sem það félag hefir gefið út og uppiagið er stærra þettað ár en að undanförnu, að því er oss er sagt. Dagatalið er hjartamyndað og á því tvær barnamyndir, sem eiga að merkja árstíðirnar. Annað barnið er klætt yetrarbúningi en hitt sumar- skrúða. Myndirnar eru vel gerðar og ásjálegar, enda var frummyndin gerð af einuin af þessa lands be-ita málara. Dagatalið er ekki einungis ásjálegt lield- ur og gagnlegt, þar eða á því má einnig sjá breytingar á afstöðu himintungla og formyrkva sem verða á árinu. Ef þú getur ekki fengið Hoods Sarsaparilla dagatal í lyfjabúðum þá getur þú fengið það fyrir 6 c. í frímerkjum oða 2 fyrir 10 cts. frá Hood & Co., Lowell, Mass. NOTICE. Mr. Jon Olafsson, Norden Office, 284 Grand Ave., Chicago, is our only authorized Advertising Agent in Chicago The, llkr. Prtg. c(: Puhl. Co. JETZEÚ-ÆI- Nú er tíminn til að panta og kaupa hið bezta FRÆ sem fáanlegt er. Farið í þess konar erindagerðum til hins alkunna og áreiðanlega fræ- sala. J. M. PERKINS, 241 Main Str. WINNIPEG. Sveitarlífið og Reykjavíkurlífið, fyrirlestur eftir mennta og gáfukonuna Bríet Bjarnhéðinsdóttir, konu Valdi- mars ritstj. Ásmundssonar. Fyrirlesturínn er 56 bls. að lengd og er skarplega dregin pennamynd af lifi manna á íslandi. Er hann fróðleg- ur fyrir alla, en þó sérstaklega fyrir þá, sem yfirgáfu ættjörðu sína á unga aldri Fágin eintök fást keypt á afgreiðslu stofu Hkr. Eintiiliid 20 centM. Skuldakrafa. Með því að ýmsir einstakir kaupendur Þjóðólfs í Ameríku og jafnvel sumir út- sölumenn hans þar hafa engin skil sýnt á borgun langan tíma, þá auglýsist hér með, að svo framarlega sem þeir ekki liafa greitt skuldir sinar fyrir marzmán- aðarlok næstkomandi, þá verða nöfn þeirra auglýst hér í blaðinu öðrum til viðvörunar, ásamt skuldarupphæðinni. Við næstliðin áramót var hætt að senda blaðið ýmsum mönnum þar vestra sakir vanskila, og verða þeir auðvitað teknir á þennan lista, svo framarlega sem þeir borga ekki. Reykjavík 30. Nóv. 1894. Hannes Þorsteinsson. Bústaðar-skifti. Hér með læt ég landa mína vita, að ég er fluttr frá Cavalier til Hamilton og er reiðubúinn til að selja ykkur greiða þegar þið komið hingað, móti borgun út í hönd. Ég er eins vel undirbúinn að mæta ykkur nú eins og ég hefi verið nokkurn tima áður. Með virðingu. RUNÓLFUR SIGURÐSSON. ÍSLENZKR LÆKNIR DR. M. HALLDORSSON, Park River — N. Dak. $ i-75 Það tilkynnist hér með vorum lieiðruðu viðskiftamönnum, að í næstu tvo mánuði, tll 28. Februar, að þeim degi meðtöldum, tökum vér $ 1.75 sem fult andvirði IX. árgangs Heimskringlu og III. árg. Aldarinnar. Lengur stendur það hoð vort ekki og þýðingarlaust að fara fram á frest. En fjarlægum viðskiftamönnum til hægðarauka tökum vér gilt, að þeir sendi peningana áleiðis til vor síð- asta dag Febrúar, svo framarlega sem á póstmerkinu á umslagi bréfsins stendur : 28. Febr. 1895. Frá þessari reglu víkjum vér ekki og óskum þess vegna að enginn fari fram á það. Þessi afsláttur fæst þvi að eins, að peningarnir verði sendir ossalveg kostnaðarlaust. Ef ávísanir verða sendar, verða þeir, er það gera, að greiða hin nauðsynlegu víxil-laun. Innheimtumenn vorir fá heldur eng- in laun fyrir að senda oss þetta nið- ursetta gjald og mælumst vér því til að kaupendurnir fari ekki fram á að þeir takist ómök og kostnað á licndur í því sambandi. Þetta boð gildir að eins gð því er snertir fyrirfram borgun fyrir IX. árg. (1895). Þeir sem skulda oss nú, fyrir einn eða fleiri árganga blaðsins, geta því að eins orðið þessa kostalwðs aðnjótandi, að þeir jafnframt borgun- inni fyrir 1895 sendi alla upphæðiria, sem þeir skulda nú, samkvæmt reikn- ingi á blaðinu. Öllum skuldlausum viðskifta- mönnum vorum er innanhandar að hagnýta sér þetta tækifæri, að fá blaðið með niðursettu verði, og von- um vér nú að þeir bregði við og sýni viðleitni að þægjast oss, sérstaklega þar sem sú þága vor er þeirra liagur. I harðæri, eins og nú, álítum vér fjöklanum betra—og miklu betra, að fá 25 centa afslátt á blaðverðinu, en borga $2,00 og fá einhverja “pre- miu” með, sem efasamt verðgildi heflr, enda þótt sú aðferðin kynni að verða prentfélaginu kostnaðarminni. Þetta vonum vér að kaupendur blaðs ins samsinni og láti oss njóta þess» að vér reynum að hugsa um þeirra hag ekki síður en hag félagsins. Minnist þess að boðið stendur til 28. Febrúar og ekki lengur. Felagsnefndin. R. C. Howden, M. D. Útekrifaður af McGill hdnkólanum. Skrifstofa 562 Main Str... .... Heimili 209 Donald Str. Skriistofutími frá kl. 9 árd. til kl. 6 síðd. J— Gefur sig einkum vid kvennsjúkdómum. — I — Tlie le Stire MERKI: BLA STJARNA. 434 MAIN STR. VKR ÞURFUM — $ 1.000 i peningum fyrir 19. þes»sa mán. •••• IOO •••• karlmanna alfatnaðir , dollara 9.50 hver. •••• IOO •••• — yfirliafnir — dollara 5.00 hver. The Blue Store, MERKI: BLÁ STJARNA. 434 Main Str. A. Chevrier. > 106 Valdimar munkur. megna að uppljúka mínnm munni og hreyfa tungu mína og varir tilað framsetja nauðiynlegt samþykki”. ‘•Er það virkileg /yrirætlan yðar?” spurði hertoginn. “Svo framarlega sem guð er till” Hertoginn rétti úr sér, laut svo ofan að Rósa lind og horfði á hana með augum. gem brunnu af reiði, og sagði síðan : “Taktu þá eftir. Ég skal gera alt sem í nrínu valdi stendur til þess, að þú veröir löglega sameinuð mér í hjónabandi. Ef þú neitar, Bkaltu opinberlega strýkt, svo að allir megi sjá hina óþakklátu stúlku auðmýkjast, er neitar hönd og hjarta hins göfuga hertoga af Tula. Já, og eftir að þú hefir verið strýkt, skal þér verða kastað út á stræti meðal hundanna! Heyrir þú mig, Rósalind Valdai ?” Þetta reið Rósalind að fullu. Hún hneig niður meðvitundarlaus, en liertoginn greip hana á fallinu, lagði hana á sófann og stikaði svo burtu úr herberginu. IX. KAPÍTULL Gríman sígur lengra og sýnir lijarta hertogans. Zenobie gekk tnn skömmu eftir að hún beyrði bertogann ganga burt. Það var myrkt ípni 0g hljótt, er bún opnaði dyrnar og varð Valdimar munkur. 111 týndi hinn œru og mannorði. Bræður í glæpum geta ekki reiknað upp á neinar sérstakar mtnn' virðingará fundum síuum. “Þá er ég hingað kominn, herra miun”, sagði presturinn/ er hriati af sérsnjóinn þar inní og tók sérsvo sæti hjá hitaleiöaranum. “Hvernig liður greifanum?” spurði Olga. “Hann er áreiðanlega á batavegi”. “Segir Kopani það ?” “Já, hann segir að hann muni verða kominn á fætnr innan mánaðar”. ‘•Þetta má ekki svo t.il ganga, Savotano, and- skotinn hafi það”, sagöi hertoginn. “En segið mér, herra minn”, sagði þa prest- ur, “hvaða sérstök pörf er á burtför greifans?” llertoginn starði urn stund á samverka- mann sinn og sagði síðan. “Ja, fyrst þig iangar til að vita það, þá er rétt að ég segi þér það. Til þessa hefi ég borgað þér skilvíslega, en ég fer að eiga örðugt- með það, nema eitthvað gangi fyrir okkur. Eignir mínar eru óðum að hjaðna. I rauninni á ég nú ekki eftir nóg sjálfum mér til framfærslu, því ég hefi verið mjög óheppinn í gróðatilraunum mínum á síðastliðnum þremur árum. Ég lagði fé í—en sleppum því—það er nóg að segjn, að ég er nú að ljúka vlð allar eigur mínar”.J Það sem var komið á varir bertogans að segja, var það, að hann iiafði lagt fé mikið í sjóð hjá Gallitzin ráðgjafa, er átti að verja til aðfuli- koinna samsærið og koma Sophiu prinzessu 110 Valdimar munkur. , lögu, að forða honum, ef hann vildi þjóna sér. Stóð þar ekki á samþykktnm og var samning- urinn samstundis ttaðfestur. Olga sá, «ö gæti hann komið skálki þessum í kierka tölu. gæti hann miklu betur unnið sér gagn því bjúpur klerkastéttarinnar mundi hlifa honum. Savota- no leizt vel á þessa tillögu, og fyrir élirif og vald hertogans tókzt úlfiuum að hylja sig i sauðar- gærunni. Auk pess er staða hans gaf honum sér stakt tækifæri að starfa fyrir hertogann, var bún- ingur lians traustasta hlíf. Það kom láum í hug, að gruna hann—prestinn sjálfan, þó ástæð- ur virtust stuodum vera til þess. Sem prestur fékk hann nægileg laun frá stjórninni til að fram fleyta sér, og að auk fékk hann margan mola af nægtaborði hertogans, því liann var honum dyggur þjónn—þorði ekki annað, því lífhans var í vörzlum Olga. Tekjuheild hans var því svo mikil, að hann lifði miklu ríkmannlegar, en flestir stéttarbræður hans. Á hinn bóginn var Olga allskostar óhræddur að trúa Savotano, af því. sem sagt, að hann hafði líl hans í hendi sinni. Þetta var maðurinn, sem nú gekk inn íprí- vat-stofu hertogans. Hann gekk inn allskostar ófeiminn, eins og væri hann að ganga á fund“ jafuingja síns. Hann viðurKei.di með sjálfum sér og óx í augum sínnm fyrir, að félli hann fyr- ir aðgerðir hertogans, hlaut hinu æruverði ö!d- ungur að fara flatur líka! Mismunurinn var sá einn, að þ ».r sem annnr týndi lífinu við fallið, þi Valdimar munkur. 107 henni hverft við. Vindurinn hvein enn á þekj- unni og snjókornin lömdust á gluggaglerið með svo iniklu afli, að Zenobie óafvitandi skýldi með hendinni kertisljósinu, er hún bar. Þegar hún var komin innst i herbergið og hafði ekki orðið vör við Rósalind, kallaði hún á hana. I því raknaði Rósalind við og stundi svo hátt að Zenobie lieyrði til hennar og heyrði að að hún var á sófanum. Þangað hraðaði hún ferðum. með öndiua í hálsinnm, kraup niður og spurði livað að gengi. Iieis þá Rósalind upp við olboga, en var liálf ruzluð og spurði hver þar væri. “Það er ég — Zenobie, elsku Rósalind mín og húsmóðir! Hvað er það? Hvað gengur að þér? Hvernig sténdur á þessu?” liósalind var enn ekki búin að átta sig, en settist nú alveg upp og hratt Zenobie frá sér um leið. “Hvar er ég ? Hver er hér?’> spurði liún svo aftur. “Það er ég,” svaraði Zenobie aftur, “og þú ert í berbergjum þínum. Komdu, þér verður kalt hérna.” Zenobie tók svo utanum haDa og studdi innar í salinn, þangað sem liitastraum- ur streymdi upp frá hitunarofninum undir hús- inu og lét Rósalind svo vera, sýndi engan mót- þróa, en heldur enga löngun til að færa sig. •‘Ilvað er það? Hvað hefir komið fyrir þig?” 8purði Zenobie aftur. Rósalin.l svaraði engu í hráð, en laut fram Og hélt báðum liöndum um liöfuð sitt, Sat

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.