Heimskringla - 25.01.1895, Side 4

Heimskringla - 25.01.1895, Side 4
4 EF.IMSKRINGÍ.A 25 JAXÚAR 1«95, Winnipeg. Árstundar Únítara-safnaOarins á sunnudagskvddið, eftir messu. Ölihn kemur út núna um mánaöa- mótin og verður l>á tvöföld aö stœrð, tvö númer saman. $50 hafa verið afhentir hospitalinu: $10 frá Mrs. E. Olson og $10 frá Mrs. S- Snsedal, Ekkjan Kristbjörg Bergþórsdóttir, í Thingvalla nýlendu, lóit i f. m. Verð- ur hennar nákvæmar minnst í næsta blaði. Landar í Selkirk ! Þegar þið er- uð á ferðinni niðri á Evelin Str., þá litið inn í búð Páls Magnússonar — beint á móti pósthúsinu. Meðal Selkirk-búa, er komu hing- að til að sjá Skuggasvein á leiksvið- inu, voru: Stephanía Vigfúsdóttir, Páll Magnússon og Þorsteinn Oddson. Sá sem hefir fengið til láns hjá mér sögukorn sem heitir Garrison in Heaven, geri svo vel að skila því tafarlaust. M. Pétrsson. Séra M. J. Skaftason hefir sent oss til birtingar í þessu blaði svar til M. Einarssonar, en rúmleysis vegna getur sú grein ekki komið út fyr en í næsta blaði. Sigriður kona Ólafs bónda Torfa- sonar í Argyle-nýlendu hefir legið á sjúkrahúsinu hér í bænum síðan milli jóla og nýárs. Það er innvortismein, sem hún þjáist af. Framvegis geta monn fengið far til Selkirk í ofnhituðum sleða, hjá Geo. S. Dickinsoa, á mánud.. miðvikud., fimtud. og föstud. Sleðinn fer á þeim dögum frá Seymour House hér í bæn- um kl. 4 e. h. Fregnin um drukknun Islendings í Winnipeg-vatni, sem Hkr. hafði eftir “Free Press” um daginn, var hæfulaus og nafnið, sem tilgreint var, aukheldur alveg rangt. Það drukknaði enginn maður og engir hestar. Séra Oddur V. Gíslason kom til bæj- aeins á þriðjudaginn var, Á sunnudags- kvöldið kemur kl. 7 prédikar hann í Tjaldbúðinni (á horninu á Sargent og Furby). Við morgun guðsþjónustu kl. 11 prédikar séra Hafsteinn Pétursson. Að sögn eru allmargir að kynna sér uppdrættina af Hnausa-bryggjunni til- vonandi, í því skyni að bjóða í verkið. Bryggjan verður 20 feta breið og 300 feta löng, frá há-bakka að telja. Fyrstu 60 fetin frá bakkanum verða eingöngu gerð af grjóti og jörð, grjótveggir til beggja hhða, en akvegurinn á milli blendingur af grjóti og jörð. 300 fetin þar fram af verða gerð úr grjóti járni og tré, verður samanhangandi röð af búkkum, járnbundnum á öllum horn- um, og liolið alt fylt með grjóti og að síðustu þiljað yfir með 3 þuml. þykkum plönkum. Catarrh.—Brúkaðu Nasal Balm.— Fljót og viss lækuing ; linandi, hreins- andi, læknandi. (2 DANS-SAMKOMA. Nokkrar ungar stúlkur hafa tekið sig saman um að halda danssamkomu á Nortwest Hall, á horninu á B,oss Isabel Str., þriðjudaginn 29. þ. m. Inngangur 25 cent. Frfar veitingar. Ágætur hljóðfærasláttur. Allir vel- komnir. Byrjar kL 8. Dánarfregn. Húsfreyja Jósephina Kristjana Johnson (fædd Ahrents), að heímili sínu á McDonald Street hér í bænum, að morgni hins 23. þ. m., tæpra 32 ára gömul (fædd 4. Apríl 1833).Mrs. Johnson flutti hingað til bæjarins frá Halifax á- samt systur sinni Jóhönnu árið 1883, en til Halifax fluttu þær systur nokkr um árum áður með móður sinni, ekkju- frú Ahrents, frá E-eykjavík, er þar kvæntist hérlendum manni og bjó með honum til dauðadags, nokkru áður en þær systur fluttu hingað vestur. Vet- urinn 1885 (17. Des.) giftist Jósephína sál. Guðvarði Jóhannssyni frá Steinhóli í Fljótum í Skagafirði. Varð þeim hjón um tveggja barna auðið, en annað þeirra, piltur, dó rúmlega 5 mán. gam- alt, Hitt barnið lifir, efnilegasta stúlka, Guðrún Anna Elin, nærri 6 ára gömul. Banamein hennar varð blóðrás úr lungunum, en lieilsulasin hafði hún ver- ið síðan hún fyrir 2 árutn var langt leidd í taugaveiki, er hún fékk ofan á kíghósta, er þá hafði þjáð Itana marga mánuði. Þessir sjúkdómar til samans urðu orsök i lungnatæringu og sem ó- beinlínis varð hennar banamein. Mrs. Johnson var elskuverðasta kona, ágætlega að sér ger og hin höfðinglyndasta. Er óhætt að segja að allir, sem höfðu þá ánægju að kynn- ast henni einu sinni, unnu henni hug- ástum síðan og sakna nú vinar í stað. En þeirra missir, þeirra sorg er lítil, i samanburði við hinn mikla missir og hina miklu sorg ástvinanna, eigin- mannsins og ungrar dóttur, sem harma fráfall ástríks vinar og móður. Mrs. Johnson verður lögð við hlið- ina á syni sínum í St. James graf- reitnum og fer útförin fram í dag (föstudag) kl. 2J frá heimili hinnar látnu, 99 McDonald Street. Þegar á alt er litið verður ekki annað sagt, en að “Skugga-Sveinn” hafi verið vel sóttur, þau tvö kvöldin sem búið er að leika það rit, þegar Hkr. er prentuð. Það var alt að því húsfyllir bæði kvöldin, en talsvert fleiri hefðu þó komist fyrir. Kitinu hefir verið breytt, með köflum svo, að þeir sem ekki hafa lesið það, þekkja það naumast á leiksviðinu, þó þeir séu kunnugir því gamla. Og allstaðar er því breytt til bóta og það stórum. Ef til vill er það til hvað mestra bóta hve mjög er dregið úr ræðum Skugga- Sveins sjálfs, sumum hryðjulegustu köflunum alveg sleppt, og hann yfir höfuð látinn þokast góðu stigi nær mennskri tilveru, án þess þó að veikh'st skap hans eða lyndiseinkunnir hið ailra minnsta. Þvert á móti vex hann einmitt meira í áliti manna, af þvi menn skilja hann betur, en ofbýður hann síður. Búningur leiksviðsins er ágætur og þrjú útsýnistjöldin, sem Mr. Fred. Swanson hefir málað sér- staklega fyrir þetta rit, fjall-sýnin hellisdalurinn og grasaheiðin, eru svo langt fyrir ofan það sem íslendingar hér megin hafsins hafa áður haft á boðstólum á leiksviði, að enginn sam- jöfnuður er mögulegur. Þetta hvort- tveggja ætti að vera meir en nóg að- dráttarafl, og er þessvegna líklegt að menn hagnýti þau tvö kvöldin sem eftir eru til þess að kynnast Skugga- Sveini hinum nýja og til þess enn einusinni að líta fjöll og dali föður- landsins, ef ekki hin virkilegu fjöll, þá samt undragóða eftir líkingu. Satt að segja þarf hver einn að sækja leikinn tvisvar-sinnum, til þess að hafa full not hans og búningsins. í annað skiftið er bezt að vera innar- lega í húsinu, til þess að heyra hvert orð, en í hitt skiftið, af því húsið er svo lítið, svo nærri dyrum, sem verð- ur, til þess að hafa full not útsýnis- ins, sem sýnt er á tjöldunum. — Þegar athugað er hve vandasamt er að leika sumar “rullurnar” í þessu riti, þá verð- ur ekki annað sagt, en að leikendunum tækist það heldur vel, sumum enda á- gætlega. Yér sjáum ekki ástæðu til að minnast á hvern einn sérstaklega, nema hvað ekki er nema sanngjarnt að geta þess, að vér höfum ekki áð- ur séð nokkra stúlku leika Ástu eins feimnislaust eins og ungfrú Kristrún Stefánsdóttir leikur hana nú, aðgöngu- hart eins og það “stykki” þó er með köflum. Af því ritið er svo langt, er nauð- synlegt að byrja klukkan hálf átta, til þess að leikurinn verði úti á tólfta tímanum. Það er æskilegt allra áhorf- endanna vegna, að allir séu komnir í sæti áður en tjaldið er undið upp í fyrsta sinn.—Menn athugi það, að ann- að kveld (laugardag) er ef til vill síð- asta tækifærið að sjá þetta rit leikið, og að tjaldið verður undið upp kl. 7J. Kostaboð. Á þessum hörðu tímum ættu menn að nota sér það kostaboð, sem ég vil gera fólki, með því að selja gott smjör fyrir 15 cts. pundið, eða 12 cent ef tekin er heil fata. T. Finl*el»teín, Broadway House. Notið tækifærið. Um nokkra eftirfarandi daga verð- ur allskonar klæðnaður og klæðaofni selt með 10—50 cents afslátt af hverju dollars virði hjá G. JOHNSON. Cor. Ross & Isabel. FRÁ LÖNDUM. NÝJA ÍSLANDI, 15. JAN. 1895. Síðastl. haust og fram til áramóta var hér einstök veðurblíða og loftið svo milt og hlýtt, að það þrumaði í Desem- bermán., og muna elztu menn ekki til þess um þann tíma árs. Með nýárinu fór að kólna og hafa síðan oftast verið vanaleg vetrarfrost, en mjög er snjólít- enn og það svo, að hann má ekki vera minni til þess að akfæri sé gott. Verzlun er yfir höfuð með daufasta móti. Heilsufar gott yfir alla nýlenduna nú sem stendur. Illa bíta menn á brisið með skatt- borganir sínar. Peningar eru ekki til, og nú er Mr. St. Sigurðsson hættur að hjálpa okkur um peninga i skattinn, er ekki trúðum honum lengur fyrir odd- vita-embættinu, og það er aldrei nema að gjalda í sömu myn t. Þetta máttum við vita ; en okkur er til vorkunnar virðandi, þar hann gekk ekkert ríkt eft- ir atkvæðum okkar, en mótpartar hans þvert á móti héngu utan um okkur svo að segja nótt og dag fyrir kosningarnar lofandi náð og öllu góðu og sögðu, að engin veruleg fjárupphæð fengist til veganna, nema Jóh. Magnússon kæmist að. Nú lifum við í þeirri vissu von, að miklir peningar komi inn í sveitina og við fáum mikla vinnu strax með vorinu. Bregðist það, eru það eins og hver önnur svik, sem hafa verið brúkuð af óhlutvðndum mönnum í kosninga- brellunum. Verði þessi loforð ending- ar góð, þá er ég nú hræddur um að þá verði aðrar kosningar að koma til og hlaupa undir bagga með okkúr. Fregnriti. Tíðincli frá Victoria Co. SAGA FYRVERANDI SVEITAR- ODDVITA í GARDEN TOWNSHIP. Þjáðist ósegjanlega. í seitján ár af gikt. Heimalækningar og lækn- ingatilraunir á sjúkrahúsinu í Toronto komu að engu liði. — Hvernig hann komst til heilsu. Tekið eftir Lindsay Post. Það eru fáir betur þektir í Victoria Co., en Richard Fitzgerald, sem var einn af þeim fyrstu er settust að í Garden Township. Hann var í tólf ár oddviti þeirrar sveitar, og fórst það svo vel, að það var lagt að honum að halda áfram, en hann var nauð- beigður til að afbiðja þann heiður. Það þarf því ekki að taka þeð fram, að Mr. Fitzgerald er ekki einungis vel þektur um þessar slóðir. heldur eru orð hans tekin eins góð og gild, af þeim sem þekkja hann, eins og gulL Þegar hann var ungur var hann mjög hraustur og heilsugóður, en ein- mitt af því heilsa hans var svo fram- úrskarandi, fór honum sem mörgúm öðrum, að hann fór illa með sig. Hann var tíðum úti í allskonar veðrum, er hann þurfti að erindreka eitthvað í þarfir embættis sins, eða að vinna sina vanalegu bændavinnu, oft holdvotur timunum saman. Fyrir nokkuð meira en seitján árum fann hann fyrst til giktar, sem alt.af fór versnandi dag frá degi. Hann fór til lækna í nágrenn- inu en þeir gátu ekkert að gert, og sótti hann svo um að fá inntöku á sjúkrahúsið í Toronto, og þar var hann í nokkra mánuði þangað til hann var orðinn uppgefinn á því og snér1 heimleiðis vonlaus um bata. Þegar þarna var komið, voru vöðvarnir í handleggnum orðnir svo samdregnir, að hann gat ekki rétt úr þeim, og varð oftast nær að liggja í rúminu, og þá sjaldan hann var á fótum, varð hann að draga sig áfram á hækjum. Þegar hann gerði tilraun til að standa á fætur, marraði í hnjáliðunum, sem kom .til af því, eftir þvi sem iækn- arnir sögðu, að liðavatnið var alveg uppþornað. Hann leið hræðilega af ó- hægðum og þegar hann lagðist til svefns á kveldín, fékk hann vanalega köldu sem var afleiðing þess, hve blóð- lítill hann var orðinn. Dóttir hans bjó honum til ullarháleista og fóðraði þá með ull, til þess að halda honum heitum á fótunum. Börn hans, sem sum áttu þar heima, voru oft kölluð inn til að sjá hann í síðasta sinn, þar eð oft var ekki annað fyrirsjáanlegt, en að hann mundi deyja á hverri stundu. Loks þegar hann var búinn a? taka út meiri þjáningar en flestir hefðu þol- að og vár búinn að liggja stöðugt í rúm inu í heilt ár, kom vinur hans honum til að reyna Dr. William’s Pink Pills, þar eð ýmsar sögur um gagnsemi þeirra bárust honum til eyrna. Það var með hörkubrögðum hægt að fá hann til að reyna þær, því hann vnr búinn að eyða of fjár í meðul af öllu tægi og lækninga tilraunir, sem þó komu að engu, og hann var alveg hættur að vönast eftir bata. Samt sem áður fékzt hann til að reyna Pink Pills, og það með þeim af- leiðingum, að honum fór nærri undir- eins að batna. Eftir því sem hann brúkaði þær lengur. fann hann glöggar og glöggar til batans, og að lokum var gigtin horfin alveg, og nú er hann svo ern að alla furðar. — Mr. Fizgerald er 70 ára að aldri, en getur nú þrátt fyrir það gengið alla leið til Kirkfield daglega og má segja að heilsa hans só hin bezta. Dr. Wiliiam’s Pink Pills eru óyggj- andi meðal við öllum sjúkdómnm sem stafa af slæmu blóði og veikluðu tauga- kerfi, svo sem gigt, taugagigt, limafalls- sýki, riðu, höfuðverk, taugaveiklun og afleiðingum hennar, eftirstöðvum I af in- fluenza og kvefi, sömuleiðis kirtlaveiki, langvarandi útbrotum o. s. frv. Pink Pills gera útlitið faliegt og eru besta meðal við sjúkdómnm, sem ern einkenni legir fyrir karlmenn, sem hafa ofþreytt sig á andlegri eða likamlegri vinnu eru þær ómissandi. Pillurnar eru búnar til af Dr. Willi- am’s Medicine Co., Brockville, Ont., og Schenectady, N. Y., og eru seldar í öskjum með merki félagsins á, fyrir 50 cents askjan, eða sex öskjur fyrir $2,50. Þær fást hjá öllum lyfsölum og með pósti, ef peningar eru sendir. $ 1.75 Það tilkynnist hér með vomm heiðruðu viðskiftamönnum, að í næstu tvo mánuði, til 28. Februar, að þeim degi meðtöldum, tökum vér $ 1.75 sem fult andvirði IX. árgangs Heimskringlu og III. árg. Aldarinnar. Lengur stendur það hoð vort ekki og þýðingarlaust að f'ara fram á frest. En íjarlæguin viðskiftamönnum til hægðarauka tökum vér gilt, að þeir sendi peningana áleiðis til vor síð- asta dag Febrúar, svo framarlega sem á póstmerkinu á umslagi hréfsins stendur: 28. Febr. 1895. Frá þessari reglu víkjum vér ekki og óskum þess vegna að enginn fari fram á það. Þessi afsláttur fæst þvi að eins, að peningarnir verði sendir oss alveg kostnaðarlaust. Ef ávísanir verða sendar, verða þeir, er það gera, að greiða hin nauðsynlegu víxil-laun. Innlieimtumenn vorir fá heldur eng- in laun fyrir að senda oss þetta nið- ursetta gjald og mælumst vér þvl til að kaupendurnir fari ekki fram á að þeir takist ómök og kostnað á hendur I því sambandi. Þetta boð gildir að eins að þvi er snertir fyrirfram borgun fyrir IX. árg. (1895). Þeir sem skulda oss nú, fyrir einn eða fleiri árganga blaðsins, geta því að eins orðið þessa kostaboðs aðnjótandi, að þeir jafnframt borgun- inni fyrir 1895 sendialla upphæðina, sem þeir skulda nú, samkvæmt reikn- ingi á bipðinu. Öllum skuldlausum viðskifta- mönnum vorum er innanhandar að hagnýta sér þetta tækifæri, að fá blaðið með niðursettu verði, og von- um vér nú að þeir bregði við og sýni viðleitni að þægjast oss, sérstaklega þar sem sú þága vor er þeirra hagur. I harðæri, eins og nú, álítum vér fjöldanum betra—og miklu betra, að fá 25 centa afslátt á blaðverðinu, en borga $2,00 og fá einhverja “pre- miu” með, sem efasamt verðgildi heíir, enda þótt sú aðferðin kynni að verða prentfélaginu kostnaðarminni. Þetta vonum vér að kaupendur blaðs ins samsinni og láti oss njóta þess, að vér reynum að hugsa um þeirra hag ekki síður en hag félagsins. Minnist þess að boðið stendur til 28. Febrúar og ekki lengur. Felagsnefndin, $5 - í - MERKI: bla stjarna. 434 MA!N STR. VÉR ÞURFUM — $ 1.000 i peningum fyrir 19. þessa mán. ÍOO »*®® karlmanna alfatnaðir dollara 9.50 liver. • 090 fOO ®*®o — yfirhafnir — dollara 5.00 hver. Ihe Biue Síore, MERKI: BLÁ STJARNA. 434 Main Str. A. Chevrier. 122 Vaidimar munkur. en hélt hendi greifans meö hinni. Sá sem þá heföi séö í augu byssusmiösins, rnund* ekki hafa efast um aö hann. komst viö, þrátt fyrir har sannarlegt karlmannshjarta í brjósti. í þessu gekk gamla konan út og bað þá sjúklingurinn Rúrik að setjast niður og dvelja hjá sér lítið lengur. Gerði hann þaö og sátu báö- ir þegjandi um stund, “Er þaö satt, Rúrik”, sagöi greifinn, “sem Kopanisagöi mér, að þú hefðir yfubugað Deme- trius hinn gríska í skilmingum”. “Rúrik kvað já við því, svo lágt, að greifinn heyröi það meö naumindum. “Eu þú afvopuaöir hann þó ekk—tókst ekki sverðið alveg af honum”. “Jú, Konráö, þaö geröi ég”, svaraði Rúrik. “Er þaö mögulegt! Og ,hvar heliröu aliö aldur þinn”? “í Moskva og á Spáni”. “Og öllum ókunmir til þessa!” “Sleppum þessu núna”, sagði þá Rnrik. “Eg er að hugsa um alt annaö mál og meir áríðandi. Helduröu—þú fyrirgeíir mcr þó ég segi ýmislegt því ég geri það alt í góöa meiniugu”. “Segðu hvaö sem þér sýnist”, sagöi greifinn o? hvildi augun hálf-öiundsjúk á hiaum miklu herðum og brjósti byssusmiðsins. “Það er þá fyrst, aö ég kem hingað frá ung- frú Kúaalind. — Ó, fyrírgeiöu, ég vildi ekki —”. ‘•Haltu áfram”, sagöi greifinn. “Ef t:l vill ímmíí ejteAia og atj ngjai', er þu i.tí'i-dir naíniö, Valdimar munkur. 127 lifir. Hann hefir einnig svarið, að Rósalind Valdai skuli verða konan sín, því hann vill ná liennar eignum líka. Þessi prest-kryplingur er sérstakt verkfæri hertogans, því Oiga kom lion- um í prest-stöðuna og hefir oftar ei. einu sinui forðað lionum undan verðskuldaðri hegningu.— Síðastliðið fimtudagskvöld voru þeir lengi einir saman, hertoginn og prestur. og af þeim fundi kom presturinn beiaaleið hingað. Af þessu get- ur þú sjálfur ráðið, hvort grunurinn er sennileg- legur eða ekki”. Læknirinn sat um stund liugsandi, eu spratt svo alt í einu á fætur. “Það er áreiðanlega rétt sem þú segir. Iljálpi okkur nú allir heilagir ! Þessi linignun er áreiðanlega af rnannavöldum. en ekki vetrark jldans og ehlsins, sem kyntur erí lrúsinu, eins og ég hugsaði. Við skuium nú sjá tii. Ég held ég þekki einkennin. Vertu srilt- ur Kouráð, því eun er máske tími til að bjarga líii þínu”. Á meðan liann var að tala, opnaði Kopani leðurhylki, er hann hafði með sér og tók úr því rammasta uppsölumeðal. Svo sendi hann eftir gömlu konunni og 0^0* hana um volgt vatn. Hann fékk það og gaf svo greifanum litla inn- töku og aðra ögn stærri eftir fimm mínútur. Hélt hann þaanig áfram á fimm mínútna fresti að auka inntökuna. þangað til meðalið verkaði eins og til var ætlazt. Löginn, sem greifinn kastaði upp, tók læknirinn út aðglugganum, lyfti tjaldinu &g skoðaði síðan mcð nákvæmni. 126 Valdjmar munkur. I þessu opnuðust dyrnar hijóðlega og Ko- pani heriæknir kom inn. ‘ Heyr !” sagði Rúrik, spratt upp og gekk á móti iækninum. “Þessi sjúklingnr þinn er að veslast upp fyrir eitri, banvænu eitri, sem óðum ar að éta sundur lífsafl hans”. “Ómöguiegur lilutur!” sagði læknirinn og gerði sitt ítrasta að sjá bver það var som talaði. “Ó það ert þú, herra niinn !” ságði hann svo, er lionum birti fvrir augum, “Já, en sleppum því nú hver ég er”, sagði Rúrik. ‘ Geturðu ekkert gert fyrir greifann ? Honum hefir veriðgefið inn eitur’’. “Það er ómögulegt”, sagði læknirinn aftur. I geðsiiræringunni settist nú greifinn upp aftur og sagði að Rúrik 3egði satt, svo frainarlega sem hann vænti eítir sálulijálp. “Ó, þessi bölv- aður prestur!” lirópaði iiann angistarfullur. ’D, Olga, Olga I Aldrei liefði ég trúað þvi, að þú værir svona banvænn óvinur minn”. “Ilváð er þetta, Jivernig stendur á öllu þessu? Viljið þið skýra málið?” spurði Kopani og leít til þeirra á mis. Greifinn stundi og bað Rúrik oð segja iækn- inum söguna. “Mig grunar margt”, tók nú Rú- rik til máls, “og grun.nr minn er bygður á sann- indum og sanníndin eru þessi : Hertoginn af Tula er því nær öreigi. Hans lie!mingur Drot- zen-eignarinnar er veðsettnr greifanum, sem á liinn helminginn. Þann belming vill iiertoginn eigcast, en það getur hann ekti meðan greifinn Valdimar munkur, 123 en ég veit hún elskar þig og væri ég heill heilstt nú, skyldi ég tafarlaust sleppa allri umliugsnn um hana, en gefa þér tækifæríð. Óttastu þess vegna ekki”. “ÉK þakka þér fyrir þessi nrð, lierra greifi, —en ég var nð segja að ég væri nýkominn frá við tali við hana. Okkur kom áfamt um, aðeftil vill væri licr ekki alt einleikið. Heldur þú virkilega að hertgoinn sé sannur vinur þinn ?” Gre'finn hrökk við. “Áfram með þig”, sagði hann með óþolinmæði og allursvipur hans iýsti forvitni. “Athugaðu þá orð mín vel”, sagði Riírik. “Áður jafnvel en þú heimsóttir mig liafði her- toginn fnllvissað Rósnlind nm, að þú skyidlr ekki ónáða liana framar, að þú skyldir ekki oft- ar tala við iiana um ektaTnál”. “Ertu vies um að þetta sé rétt?” Rúrik sagði svo vera. “En það er ómögulegt. Til hvers sendi hann mig þá til þín?” “Ég haíði kent einnm af forinpjum liertog- ans skiiminga-fþrótt, svo að honum er Ijóst að ég var þér fremri í þeirri grein”. “Haltn áfram”, sagði greilinn aftur. “Ilvað nm það”? “Það, að hann liefir búizt við að við mund- um ekki geta talað um eiindi þitt án þess að lenda í deilum. Hann þekti ákaflyndi þitt og karlmennsku ekki síður en hann vissi um fim-

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.