Heimskringla - 15.02.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 15.02.1895, Blaðsíða 2
9 HEIMSKRINGLA 15. FEBRÚAR 1895. lieimskrlngla korni út á Laugardðgum. Tíie Heiinskringla Ptg. & Publ.Co útgefendr. [Publishers.] Verfi blaðsins í Canada og Banda- ríkjunum er : 1 árgangur 12 mánuðir 82.00. i ------- 6 --------- $1.00. Ritstjórinn geymir ekki greinar, sem eigi verða uppteknar, og endrsendir þær eigi nema frímerki fyrir endr sending fylgi. Ritstjórinn svarar eng um brófuin ritstjórn viðkomandi, nema í blaðinu. Nafnluusnm bréfuin er enginn gaumr gefinD. En ritstj. svar ar Uöfundi uudir rnerki eða bókstof- mn, ef höf. tiltek. «líkt merki. Uppsögnógiid að lögam, uemakaup andi s6 alveg skuldlaus við blatiið. ítitsjóri (Editor): EGGER.T JÓHANNSSON. Ráðsmaðr (Busin. Manager): EINAR ÓLAFSSON. Peuingar sendist í P. O. Money Or- der, Registered Letter eða Express Money Order. Banka-ávísanir á aðra banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar með afföllum. OFFICE : Cor. Ross Ave. & Nena Str. l'. O. BOX 3«5. V erzlunarfrelsinu á Englandi er óstinnt haldið uppi um þessar mundir sem ákjósanlegastri fyr- irmynd fyrir Canadamenn. Burt með allan vörutoll ! Reynum að komast á sama stig og Englendingar, þessir voldugu, auðsælu verzlunarfrelsismenn. Burt með hinn banvæna toll! Þetta er herópið, þetta eru orðin sem menn hvervetna heju-a hljóma nú í seinni tíð, altaf siðan Laurier datt í hug að beita nafni Englendinga. Og það er ekki að efa að þau láta vel í eyrum Öll gjöld eru byrði, eru höl, sem all- ir menn yrðu fegnir að losast vib, ef unt væri. Allar uppástungur um að létta þau gjöld láta þess vegna vel í eyrum. Hvað afnám tolla í Canada snertir, þá er sú skoðun vor óbreytt enn, að þeir menn, sem nokkurn snefil hafa áf Canadiskri þegnhylli, geti ekki með góðri samvizk^ mælt moð tollaaf- námi,á meðan aðfiutningstollur erí gild í Bandarikjunum. Það er allsendis ónóg fyrir þá “liberölu” að segja {>etta lieimsku eina. Fyrst og fremst hafa “liberal”-gæðingarnir sjálfir, meðal l>eirra Laurier, fullyrt það á opinber um fundum í Bandaríkjunum, að kæm- ist hans flokkur að völdum í Canada, græddist þeim (Bandaríkjamönnum) markaður með 5 milj. íbúa, fjTÍr all an þeirra verkstæðisvarning. Það er lika óhætt að segja, að meðal Banda- ríkjamanna finst ekki einn einasti. sem annars hefir minnst á það mál, sem ekk/ kennir það Canadatollinum, að Bandaríkja verzlunarmenn ekki hafa alla verzlun Canada í sinni hendi. Því er ekki að leyna, að meðal “lib- erala” hér eru það margir, sem segja þetta, eins og svo margt annað, arg- asta rugl og slúður, en með allri virð- ing fyrir þeim, dettur oss í hug að segja, að þeirra eigin foringjar og þeir Bandaríkjamenn, sem um málið liafa rætt, hafi öldungis eins mikið vit á, hvað er rugl og hvað er ekki rugl í þessu efni. Það dettur líklega engum í hug að segja Hon. Edward Blake heimsliingja og að hann þess vegna láti ginnast til að trúa marklausum slúðursögum um það hvernig færi, ef Canada kipti burtu tollinum, á meðan hann er í gildi í Bandaríkjunum. Það dettur líklega heldur engum í hug að Edward Blake sé verndartollamaður, þó liann, þegar hann neitaði að taka þingkosningu, veturinn 1891, segðist ekki geta fylt flokk hinna “liberölu,” af þvi “liann vildi ekki sigla undir fölsku flaggi og félli illa að miða fjandmánns byssum á íyrri daga samverkamenn.* Og það dettur líklega heldur engum í hug að segja Edward Blake hlyntan þvi, að Canada gangi á hönd Bandaríkjunum __gangi í það ríkjasamband, þó hann í sama bréfinu scgði, að ef það ætti fyrir Canada að liggja, að hverfa inn í það ríkjasafn, væri nær að semja um það strax, en bíða ekki með það þang- að til úr Canada væri dreginn allur þróttur, (með þá fyrirhugaðri tollein. iug Bandarikja og Canada), svo að *) “Hating to sail under false colors, and averse to train hostile guns upon the comrades of a former day’ ein nið- niðurlagssetningin í hréfi Blakes, er hann reit sköm.nu fyrir árslokin 1890. Bandaríkjastjórn gæti kúgað hina hiðj andi Canadamenn til að ganga hvaða helzt kostum sem væri. Það gildir alveg það sama nú eins og þegar Blake skrifaöi þetta, hvað snertir aíieiðingarnar af afnámi tolls í Canada á meðan to'dur er á aðflutt um varningi í Bandaríkjunum. Þess vegna liefir Canada um tvo kosti og um tvo einungis að velja : afi viðhalda nauðsynlegum tolli til að verja iðnað arstofnanir, sem eru að komast eða eru rétt komnar á legg, eða, afi hag nýta tækifærið, sem einn Bandarikja þingmaðurinn nýlega bauð, og semja um inngöngu Canada í Bandaríkin nú Canada á sem hagfeldastan hátt, þó þarmeðfylgi þriðjungi hærri tollur að meðaltali, en sá sem í gildi er í Canada nú. Samningurinn verður ekki eins einhliða á meðan menn eru ekki alveg ósjálfbjarga. Stefna vor er óbindruð verzlun eins og á Englandi, eins og viðgengst á Bret landi hinu mikia”, Svo sagði Laurier hér í Winnipeg í haust er leið, og hið sama segir hann hvervetna annarsstaðar Ogþað er fyrir löngu komið inn í menn að á Englandi hvíli alls enginn tollur á verzlunarvöru, enginn tollur só þar til nokkurri inynd. En þetta, eins og sumt annað, er misskilningi undir orp ið. í síðastl. Júlimán. hað einn þing maður á þingi Breta um skýrslu, sem sýndi upphæð allra tolla, tolla á aðflutt um varningi og tolla sem *tjórnin heimtaði af landsmönnum sjálfum og som einu nafni eru nefndir (eins og hér í Canada, þó tekjugreinarnar hér séu ekki allar þær sömu)“Inland Revenue” Sú skýrsla. sem þá var framvísuð sýndi. að alls nam tollurínn á Englandi 89,50 á hvern mann. I Canada nema tollgjöldin öll samlögð 85,80 á mann hvern, og eru þess vegna sem næst helmingi minni en á Englandi. Af þess ari upphæð á Englandi var nærri þriðj ungurinn tollur á aðfluttum vörum, eða 83,12 cents á hvern mann. A sömu vörutegundum í Canada nemur aðflutn ings-tollurinn 81,52 á hvern mann. Þetta sýnir, að England er ekki eins gjörsnautt af tollum, eins og Laurier og hans fylgismenn hafa komið mörgum til að trúa. öss dettur ekki.í hug að halda því fram^ að tollinum hér í Canada sé eins heppilega niðurjafnað eins og framast má verða. Þvert á móti er það skoðun vor, að það megi gera margar brevting ar til bóta, leggja miklu meira en gert er á vínföng öll, tóbak, einkaleyfismeð- ul o. fl. o. fl., en nema hann alveg af þeim mun fleiri vörutegundum, sem nauðsynjavörur má kalla, en sem ekki verða framleiddar í [landinu, svo sem suðræna ávexti o. fl. En víst mundi mönnum hér þykja hart ef 8 cents væru lögð á hvert pund af te og 3 cents á hvert kaffi-pund, því hvorttveggja er fyrir löngu tollfrítt í Canada og hvort- tveggja er óneitanlega nauðsynjavara En á Englandi, verzlunarfrelsislandinu sjálfu, hvílir ofangreindur tollur á hverju pundi af kaffi og tei, sem flutt er inn í landið til nautnar. Þetta sýnir að Englendingar. ekki síður en aðrar þjóð- ir, kunna að “haga seglum eftir vindi”, og heimta gjöldin á þann hátt, sem pjóðarheildinni allri er hagkvæmast í það og það skiftið. Handverk og; iðnaður. Sú skoðum er óneitanlega óðum að ryðja sór til rúms hér í landi, að bóknámið útaf fyrir sig só ónóg, ef ekki mörgum hverjum skaðleg ment- um. Bóknámið eitt leiðir alla nokk- urnveginn eina og sömu braut, enda til þess ætlast. En nú eru menn óðum og betur að sjá og viðurkenna að öt- uh'r, mentaðir vegvísendur eru nauð- synlegir ekki síður en bóknámsmenn, á hinu margvíslega starfsviði manna. Því eru iðnaðarskólar tilorðnir, að þeir eiga að'útbúa vegvísendur á starfsviði fjöld- ans og gera þá á sinn hátt eins vel úr garði eins og háskólarnir gera þá úr garði, sem vegvísendur eiga að verða á starf s viði visindanna, lækninganna, laganna, rit- listarinnar. Enn sem komið er eru þessir iðnaðarskólar helst til fáir. Iðn- aðarskóli alls fjöldans af unglingum eru verksmiðjurnar, þar sem hver einn lærir eitthvað eitt, knúður til þess undir harðstjórnarsvipunni almennu — hræðslu við verkstjórann. Uridir þeim kringumstæðum lærir unglingurinn handverknað, eða hvað það er, á sama hátt og vinnuvélin, lærir að beita sér þannig og framleiða á þann hátt ein- hverja ákveðna smíð, en hvernig því er varið, það veit hann ekki. Undir- stöðu atriðin eru honum ekki kend og þessvegna lærir hann ekki að skilja verkið, nema ef til vill einn af hundr- aði eða þúsundi. Iðnaðarinentunin undir þeim kringumstæðum er þess- vegna hjá fjöldanum ekki nema lítil- fjörlegt hrot af þeirri menta grein Úr þessu þyrfti að bæta, en til þess nú nýlega hefir engin séð ráð til að gera það svo, að gagn yrði að fyrir allan fjölda uppkominna handverks- manna. Nú rétt nýlega hefir félag eitt í Montreal — Y. M. C. A. — kristilegt fé- lag ungra manna — stungið upp á að verja vetrarkvöldunum og enda iðju- lausum vetrardögum til uppfræðslu í þessum efnum. Til liessa hefir það félag í heild sinni einkum og sér í lagi boðið menn á hæna og sálma- söngsfundi og hefir því ekki verið metið á marga fiska á hinu verald- lega starfsviði. En þessi tillaga bend- ir á, að þar ætli það einnig að fara að láta til sín taka. Þessi uppástunga er svo falleg og svo mikilvæg, að það er líklegt að deildir félagsins og helzt að öll félagsheildin taki hana sem á- ríðandi atriðri í stefnuskrá sína. Með því mundi það koma miklu meira góðu til leiðar, en með eilífum sálma- söng og bænagerð. í fljótu bragði má virðast að verkefnið sé alt of stórt til þess nokkurt gagn verði að svona lagaðri tilsögn. F.n það er aðgætandi að þetta félag á uú orðið deild í nærri hverju einasta smáþorpi í allri Ame- ríku og enda í öllum hinum svokall- aða mentaða heimi, og tala félags. manna orðin um eða yfir 2. milj. I flestum hinum stærri hæjum á það sína sérstöku byggingu, þar sem er líkamsæfinga salur, auk lestrarsals. fundarsals o. s. frv. í smáhæjunum og þar sem það á ekki byggingu leigir það samt stærri eða smærri hluta af byggingum og viðheldur þeim heitum og upplýstum allan veturinn. Útgjöld fyrir samkomustad eru þessvegna alls- endis engin. Fyrst um sinn, að minnsta kosti, mundi tilsögnin aðal- lega munnleg — fyrirlestrar og útskýr- ingar, og þeim, er vildu, gefin dæmi til að leysa og lexíur til að læra heimahúsum. Þegar á alc þetta er litið og á það ennfremur, að í fleat- um byggingunum, ef ekki öllum, er raeir en nóg pláz til að útbúa al- buna verkstotu i smáum stíl, *virð- ist ekki ástæða til að segja veruleg- ar framkvæmdir í þessu óhugsandi og ómögulegur. Fyrirlestrar og útskýringar um þetta efni mundu brátt fjölsóttir í öll- um bæjum, ekki sizt í þeim hluta landsins þar sem vetrarríki er og kuldi. Þar sem svo er ástatt er efalaust að margur efnismikill handverksmaður eyðir efnum og heilsu í vinkjöllurun- um, af því hann á ekkert fast heimili en má til að vera einhversstaðar inn- an veggja. Væri um slíka stofnun að gera og hér er stungið upp á, rnundi margur maður sitja þar dag eftir dag og læra altaf eitthvað nýtt í sambandi við sína sórstöku iðn. Rafmagns dráttvél gufu- með áþekku fyrirkomulagi og vagn og ætluð til að vinna verk — draga vagnlestir á járnbraut- um. er nú fullgerð í þorpinu Schenec- tady i New York ríki, og er fyrsta drátt-vélin scm smiðuð hefir verið með því fyrirkomulagi á þessari stærð. Samkynja dráttvélar, en smærri miklu og ófullkomnari, hafa um nokkurn- tíma verið notaðar niðri í kolanámum til kola-dráttar, en fyrr en þetta hefir engin tilraun verið gerð að byggja vél svo stóra, að hún geti þre.ytt'kapp- hlaup við venjulega gufuvagna á al- mcnnri járnbraut. Vélastjórar á gufu- vögnum hafa til þessa gert gis að öllum uppástungum um gjörvalla bylt- ingu og útbolun allra gufu-vagna af brautunum. Þrátt fyrir það virðist reynslan, sem fengin er, henda á að dagar gufuvagnsins sóu taldir. Ekki einungis eru nú rafmagns brautir á komnar í öllum helztu hæjum í land- inu og altaf að aukast, heldur er nú svo viða byrjað að samtengja tvo og fleiri hæji með rafmegnsbrautum og enda hyrjað að leggja þær út um sveitir eins og almenna gufuvagna braut, Við kolanámur eru rafmagns- drátt-vélar óðum að útbola gufuvagn- inum — þykja kostnaðarminni, hrein- legri og handhægari. A hringbraut umliverfis bæinn Baltimore er jarð- gangur mikill, sem lengi hefir þótt erfiður viðeignar, en nú hefir félagið, sem á brautina (Baltimore & Ohio fél.) leyst hnútinn, hefir fengið smíðaðar tvær miklar rafmagns drátt-vélar, som eiga að taka við við jarðgöngin og draga lestir allar gegn um þau. Að síðustu er þessi ofangreinda drátt-vél um það fullgerð og ætluð til að ganga eftir hvaða járnbraut sem er og draga þyngstu lestir, sem fyrir koma. Alt þetta bendir óneitanlega til þess, að bylting só í nánd, svo framarloga, sem vélin reynist eins vel og vonast er eftir. Drátt-vél þessi hin nýja er á stærð við stærstu gufuvagnana og vegur þegar hún er fullgerð 95 tons, álíka og stærstu “mogul”-gufuvagnar, enda er hún ætluð til að draga þyngstu vagnlestir. Mesta ferð hennar verður 50 mílur á kl. stund, en minnst 15 og ætlast til að meðal-ferð hennar með þyngstu lest aftan í sér verði um 30 mílur á kl. st. Undir vélinn eru 8 hjól, hvert rúmlega 5 fet (62J þuml.) að þvermáli og er hvert hjól tengt sérstökum aflvaka (motor). Véla stjóra króin, uppi yfir öftustu hjól unum, er tengd við vélina með gormi og verður sæti vélastjórans þ\Tí ekki eins hast eins og í almennum gufu vögnum. Inni í krónni er loft-pumpa er framleiðir alt þrýstiloft er þarf til þess bæði að stöðva lestina og hlása til burtferðar eða ferð-rýrnunar, eftir því sem á stendur, og er hún tengd litlum, sórstökum aflvaka, er sór um að hún vinni sitt áætlaða verk. Milli síðustu jóla og nýárs var að eins helmingur vélarinnar fullgerð- ur og var hann þá látinn þreyta afl sitt gegn einum stóra 6 hjólaða gufu- vagninum á New York Central-braut inni. Vélarnar voru tongslaðar saman sem venja er til og báðum síðan hleypt á fulla ferð, annari austur, en hinni vestur. Ekki er þess getið að þær hafi vaðið jörðina að hnjám, eins og sumir æruverðir forfeður Islendinga þegar þeir glimdu, en ósvikin átök gerðu báðar. Varð sú raunin á, að rafmagnsvélin dró gufuvélina öfuga, nauðuga eftir sér um leikvöllinn. Við þessa rann kom það greinilega fram að rafmagnsvélin vinnur sér miklu lóttara að kippa lest af stað — setja hana í hreyfingu, enda þótt jafnmikil þyngd hvíli á drif-hjólum heggja. þetta skifti stóð rafmagnsvélin hetur að vígi að því leyti, að meiri þungi hvíldi á drifhjólum hennar og er því þakkað hve lótt henni veitti að yfir buga gufuvélina og teyma nauðuga aftur og fram. Eigendunum þykir þessi raun ó- hrekjandi sönnun fyrir ágæti véiar- innar, en aftur þykir öðrum það ekki fullreynt fyrri en hún er búin að fara langa leið með þunga lest. Vísindi og trú. Eftir Þoiist. Gíslason. (í Sunnanfara.) Lesi menn heimsspekis-athuganir séra Matth. Jðchumsonarí bréfi til Sunnanfara og grein séra Er. Berg- manns, “Úr heimi vísindanna”, í Sam. frá Okt. ’91. Þeir tala um saina efni, en líta á þaö hvor úr sinni átt. Hér er það skoðað frá enn einni hlið. Hvað eru vísindi? Tilraun til að sama lífsgátuna, leitun eftir sannleika. Þegar sannanir þeirra eða rökfærsla þrýtur segja þau : lengra komumst við ekki aðsinni. Hvaðertrú? Tilraun til hins sama, og við skulum segja, þrá eftir ;sannleika. En hún spyr livorki um sannanir né rök, kerast þvi alla leið, hún býr sér til lausnina. Vísindin játa að þau geti ekki skynjað alla leynd- ardóma tilverunnar. Hún er gáta.sem þau berjast við að leysa, en geta ekki fengið fullkomna lausn á. Og þau játa að mannsandinn geti eftir eðli sínu ald- rei leyst hama, aldrei lagt fram nokkra sönnun er segi : svona er það, öðruvísi getur það ekki verið. En þau geta oft sagt: svona er það ekki, svona get- ur það ekki verið Og sönnun þeirra er jafngild, hvort hún er játandi eða neitandi. Af neitandi sönnunum vís- indanna hefir risið stríðið milli þeirra og trúarinnar. Sönnunin fer hægt.hún þrammar með jörðinni, þungstíg og seinfær, aðgætin og alvarleg, með brodd staf í hendi og pjakkar fyrir sér í hverju spori og skimar alt í kring við hvert fótmál. Hugmyndirnar fljúga yfir láð °S lög, yfir heiðar og hnjúka, stjörnu af stjörnu, sól af sól,—langar leiðir á und- an henni. Þær eru síungar og gáska- fullar. Hún er reynd og roskin, hygg- in og hás í máli eins og gömul bústýra. Og þó þær sóu henni stundum óþægar gagna þær lienni altaf seintog um siðir. Hugmyndir okkar um eðli t.ilverunnar, upphaf og afdrif lífsins, köllum vér lífs- skoðanir. Þær geta tekið sér stefnu eftir vegi sönnunarinnar, og þær geta líka farið í þveröfuga átt, lengri eða skemri tíma. Eins og lífsskoðanir hvers manns þroskast nokkuð með aldri og árum, eins fer og grundvallar-lífsskoð- unum kynslóðanna fram með aldri og öldum. Þaðer reynslan. sem breytir lífsskoðun mannsins; það er líka reynsla an, þ. e. vísindin, sem breyta grund vallar-lífsskoðunum kynslóðanna. Og sá eini, sem ekki trúir að þessi reynsla þessi vaxandi liekking, þessi leitun eft ir sannleikanum leiði nær og nær því rétta og sanna, miði til fullkoinnunar og framfara, sé því góð og eftirsókn arverð,—hann einn ætti að kallast vantrúarmnfiur. Vísindin eiga að leiða trúna, ekki hoppa til hennar á öðru hvoru leiti (shr. séra Matth). Ekki skyldu menn gylla guðstrima okkar með því, að helztu vísindamenn nútimans sé guðsdýrkendur. Tökum nú H. Sponcer og gáum að, hvaðhann segir um öll þessi boðorð. Hann, segir svo : "Hvorki vísindi nc trii getaleyst lífsgátuna; þegar hæði játa að hún sé óleysanlog, geta þau komið sér saman fyr ekki”. Hann liefir víst hvorki líst yfir, að hann væri guðsneitandi né heldur að hann tryði á guð. Og enn segir hann : “Vísindin hafa góð áhrif á trúna, fá hana til að kasta hurt lág um hugmyndum fyrir hærri og fegurri h igsjónir, vísindin hreinsa trúna”. Hugsjónirnar eru léttfleygur og ó rór fuglaskari, sem dreymir um fögur lönd og flýgur til þcss ókunna. Þær láta aldroi handsamast. En þær tylla sér stundumniðurístórhópum á hnjúka og hóla og ætla að sjá þaðan alla heima Þær sátu lengi á OJymp og Gimli, og nú hafa þær setið öldum sarnan áGolgatha hafa stungið höfðum undir vængi og dreymir bæði fagra og hryllilega drauina. Enn þá nær sönnunin þeim og þegar hún finnur þær allar sofandi stingur hún stafnum í fjallsræturnar og segir : Getið þið ekki vakað með mér Hér fáið þið ekki að sofa, við förum miklu, miklu lengra! Og hugsjónirnur fi júga upp lengra og hærra út í hið ó- skiljanlega, eilífa, víða og bláa. Svona gengur leikurinn upp aftur og aftur. Þetta er lííið. Það er eilíf ferð, og á að vera skemtiferð yfir græna og grösuga dali, háar og viðsýnar lilíðar, hlá og blikandihöf, en ekki þröngur “þyrni stígur” eftir þokufullum “eymdadal” með torfærum og tárastraumum. Nú skulum við kikja aftur í vísind- in og halda okkur við kcnningar Spen- cers. Það, sem getur legið íyrir rann- sókninni er heimsefnið (materian), sem bústaður verkandi krafts, sem þá eins má kalla heimsafl. Rannsóknin þekkir ekki efni án afls, ekki afl án efnis. Svo langt sem ransóknir ná verður ekkort efni að engu, það hreytist, en eyðíst ekki, það skiftir mynd, skiftir ham ; en í einhverri mynd, verðum við að hugsa okkur það. Sama er að segja um aflið ; það eyðist ekki, heldur breytist, skiftir ham. Einn hamur aflsins er hiti, logi ljós, annað er kraftur, aðdráttar—eða hrindingar—afi. Aðdráttaraflið kallast í ilaglegu tali þyngd og er þá miðað við þann líkama, sem það verkar á. Ham- skiftin eru hér þannig: krafturinn breytist í hita, hitinn í kraft, en í öðr- um hvorum þessum ham hugsum vér okkur heimsaflið. Tökum dæmi til skýringar : Hvað er það sem gengur fyrir sig þegar við kveikjum á eldspítu? Byrjum þar sem við núum henni við kassahliðina : Núningskrafturinn breyt ist í hita, aflíð fer í logans ham og held- ur lionum meðan spítan brennur. Svo sloknar hann. En varð hann þá að engu? Nú gáum við að efninu, sem um er að ræða, kveikispítunni. Efni hennar aðskildust, hún er orðin að ösku og reyk, og hvort um sig liverfa til srærri heilda. Það sem gekk fyrir sig er dauði. Varð eldurinn að engu ? Nei. Hann er til í þeim krafti, sem heldur efnum spítunnnr hvoru frá öðru, eða sem dregur þau nær öðrum efnum. Þegar eldurinu kviknaði fæddist ekkert nýtt afl, þegar hann sloknaði dó ekk- ert nýtt afl. Þegar spítan brann eydd. ist ekkert efni, þegar hún myndaðist í trjágreininni íæddist ekkert nýtt' efni. Nú vitum við að spítan var hluti í tré og að tréð óx af því það dró að sér nær- ing úr jörðunni, loftinu o. s. frv.—að við brúkuðum kraft til að taka spítuna og núa honni við kassann o. s. frv. En spurningin er : Hvernig leit efnið fyrst út, hvaða liam hafði aflið í byrjun alls Hér vantar svar, þ. e. orsakir þær sem bakvið okkur liggja, eru óteljandi, eða efnið er eilíft, aflið er eilíft. Segi menn heldur: Guð skapaði hvorttveggja af engu, þá liggur næst þetta barnalega spursmál, sem enginn heldur svarar : Hver skapaði guð ? Setningin : “Ekk- ert verður til af engu, ekkert verður að engu”, eða : “Efnið og aflið eru eilíf” er engin kredda (sbr. séra Fr. Bergmann jví hún er í sjálfu sér engin trúarjátn- ing. Sem vísindaleg setning verður hún að þýðast : Þó ég haldi svo langt sem þekkingin getur lýst mér, sé ég ekki að efnið aukist og eyðist, aflið vaxi né þverri í heiminum. Hitt er annað, að samkvæmt þessari setning vísindanna geta þeii>sem það vilja, sagt: Enginn yíirnáttúrlegur guð getur hjálpað mér til að ráða lífsgátuna, ég þarf þeirra ekki við, trúi ekki á neinn þeirra. Ég hefi sýnt að fyrir rannsóknum vísind- anna liggur heimsefnið sem hústaður aflsins. Þær finna sífelda hreyting, sí- felda hreyfing. Það er þá ciginlega lög- mál hreyfingarinnar sem vísindin fást við. Orsökin til hennar fyrstu hroyfíng ar liggur fyrir utan svið þekkingar okk ar, því segjum við eins og áður : Hreyf- ingin er eilíf. Lífið þá : innhyrðis af- staða efnanml við kraftana eða hreyf- inguna. Við hreyfinguna blandast efn- in á ýmsan hátt og nýjar samsetningar fá nýja eiginlegleika. Sköpunin er : frá- skilnaður vissra efna frá því sem í kring er, samdráttur í heild. Þannig verða til sólkerfin t. d. í þinum ómælanlega heimslikama. Dauðinn er uppleysing heildarinnar og sameining hinna ein- stöku efna hennar við hina stærri hoild, sem hún myndaðist í. Nú skiftist nátt- uran í dauða og lifandi náttúru. Hin lifandi er dýr og jurtir, og er hver ein- staklingur bygður af óteljandi smálík- ömum, sem heita frumlur (cellur) og innan í hverri þeirra er frumgervið (pro- loplasma), sem er hin einfaldasta sam- setning í hinni lifandi náttúru. Nú verður enn fyrir óleysanleg gáta: Hvernig var fyrsta frumefnið til ? Það veit enginn. Þá liggur fyrir rannsókn- inni hin lifandi náttúra út af fyrir sig. Darwin og H. Spencer henda til sam- ræmis í allri hinni lifandi náttúru, sýna að þær hinar sömu verkanir sem ganga fyrir sig á lægsta stigi lífsins, gangi fyr ir sig hjá manninum á hæsta stigi. Þeir segja að ein oslitin braut gangi gegn um alt hið lifandi frá hinu óhreytta og ósamsetta til hins margbrotna og sam- setta. Þaðan er dregið : Maðurinn er æðsta dýr jarðarinnar. En sálin ? Munurinn á hinu lif- andi og hinu dauða er sá, að hið lifandi hefir hæíilegleika til að vaxa, en það er að taka upp í sig ný efni til viðhalds lieildinni. Þetta er næring dýra og jurta. Og enn liæfilegleika til að kveikja líf, æxlast. Hvernig hún hefir fengið þessa eiginlegleika, eða hvað só orsök þeirra veit engjnn. En afleiðingin sést °g hun er framhald til fullkomnunar ; liffærin verða fjölbreyttari og næmari. Maðurinn er meistarastykkið. En þá er það augljóst, að samskonar afi og það, sem við köllum sál hjá manninum, finst hjá öllu lifandi, öllum dýrum og jurturn. Og t. d. Höffding sýnir að næsta tilgátan só þá, að hin dauða nátt- úra sé einnig bústaður þessa afls, en þar sé það því ófullkomnara sem efna samsetningin só frábreyttari. Ey }x:tta er að slá einu stryki yfiralla náttúruna: Frumgervið er ekki annað en viss sam- setning hinna dauðu efna, sem flytur þeim þá hæíilegleika, sem lifinu fylgja. Þessir hæfilegleikar eru þá : sáliu. H. Spencer segir um sálina : “Það er ó- hugsanlegt hvaðan hún hefði átt að koma í líkamann og livert hún ætti að fara”, þ. e. hjá honum kemur hún hvergi fyrir sem sjálfstæð vera. Sálina rannsakar hann sem verknað líffæra mannsins. Þau áhrif. sem við verðum fyrir utan að, svo sem þegar Ijósöldurn- ar brotna í auganu og hljóðbylgjurnar niða í eyranu o. s. frv., berast "gognum taugarnar til heilans, og í sífellu ný og ný og mörg samtímis. Hugsunin er rannsöknð sem innbyrðis verkanir þess- ara ahrifa í heilanum, samanburður á einu ástandi heilans við annað, eða einn ar verkanar við aðra. Hér verða rann- sóknirnar að hætta. Sálin verður gAta. . Þetta er skýring þeirrar vísinda- stefnu, sem nú er ríkjandi A tilverunni. Og ljós þekkingarinnar skín alt af skærra og skærra, og hver nýr geisli, i það sendir frá sér út yfir djúpið, uppyfir tindana og inn á milli skógar- laufanna á að vekja nýja gleði og nýja von. Mennirnir eiga að fagna sann- leikanum, en ekki að hræðast hann. Honum fylgja allar nýjar uppgötvanir, allar nýjar framfarir. í staðinn fyrir fornaldarinnar opinherun trúum við á eilífa opinberun; hefir hún altaf unga og nýja geisla, hinir eru orðnir fölir og daufir. En lífsgátan verður altaf óráð- in. þvi hun er liinn cilífi, fngri draumur tilverunnar. sem hvert nývaknað auga skoðar í morgunroðanum, en sem aftur felur sig bakvið kvöldroðann þegar sól- in sígur í hafið. Vísindin láta gátuna vera óleysta. Þó einhver vísindamað- gefi ímyndunarafli sínu lausan tauminn og setji fram hugmyndir sínar um eðli og lög allrar tilverunnar, skýri hvernig hann ímyndar sér að alt hafi orðið til og hvernig það muni ganga um eilífð, er rangt að ímynda sér að það rýri gildi vísindanna. Af rannsóknum vísindanna geta menn í þessu efni leitt ályktanir hverja annari gagnstæða, en að eins álykfanir, ekki sannanir. Því geta vísindamennirnir skifst í guðsneit- ara og guðsdýrkara. Hinir fyrri segja, Hið eilífa efni og afl er í sjálfu sér nóg ; engin vera getur hugsast þar fyrir ut- an, sem hafin sé yfirlögmál náttúrunn- ar, *engin guð. Náttúrulögmálið er okkar guð. Þetta er “materialismus- sem kvað hafa verið bannfærðui’ af einhverjum á Chicago-sýningunni í fyrra. Aðrir geta sagt, að guð só verk- andi í öllu, hann só hin fyrstaog síðasta orsök. “í honum erum, lifum og hrær- umst vér”. Enn segja aðrir : Líkam- legi heimurínn er að eins til fyrir skynj- un vorri. Alt er andi. En opinberun- artrú kristindómsins getur enginn ját- að. Nú geta vísindin farið aðra loið og rannsakað hvernig þær trúarhugmynd- ir, sem við nú liöfum, séufram komnar. Og þar hafa þau komið þvert á móti kyrkjunni og klerkunum. Við skulum nú líta á gerðir þeirra þar og fylgja enn Herbert Spencer. Guðsliugmynd- okkar segir hann eigi rót sína í draumnum; hann er orsök hugmynd- anna um tvöfalda tilveru, um sálina, er búi í líkamanum, um annað líf en hið jarðncska, um guð. í fyrstu greindi maöurinn ekki draum frávöku. Draum- urinn flutti liann á svipstundu til fjar- lægra staða, sýndi honum menn, sem voru langt burt frá honum. í svefnin- um umgekzthann dána vini sína. Þeg- ar hann vaknaði lá hann þar sem hann sofnaði óhreifður. Af þessu skapaðist trúin á, að liinir dauðu lifðu annari til- veru, og að maðurinn sjálfur hefði tvær

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.