Heimskringla - 15.02.1895, Blaðsíða 1

Heimskringla - 15.02.1895, Blaðsíða 1
56 uep tros 10 'ff ‘[UT^ IX. ÁR. WINNIPEG, MAN., 15. FEBRÚAR 1895. NR. 7. Fundur. Hér mcð tilkynnist hlut- höfum Heimskringla Ptg. & Publ. Co., að almennur aukafundur vorður haldinn á skrifstofu blaðsins, í Winnipeg-, 20. Febr. næst- komandi, til að ræða um tvö mikilsvarðandi mál. Nauðsynlegt er að minnst § allra atkvæða komi fram á fundinum. í umboði félagsstjórnarinnar B. L. BALDWINSON, RITARI. FRETTIR. DAGBÓK. I’ÖSTUDAG, 8. FEBR. Sir W. V. Whiteway, sem í vor er leið varð að leggja niður stjórnina í Ný- fundnalandi, er nú aftur tekinn við taumhaldinu. Flokksmenn lians tóku við stjórninní í haust er leið og stýrði barl, þó hann stæði á bak við fortjaldið, ■En sú stjórn blossaðist ekki og er nú karl aftur tekinn við fyrir alvöru. Kínverjar eru að reyna að útvega sérlánsfé í Lundúnum, en gengur illa. Eftir fregnum frá Mexico að dæma er von til að Mexicanir og Guatamala- menn jafni sig og hætti við að halda út í styrjöld. EAUGARDAG, 9. FEBR. Bandaríkjastjórn ráðgerir að taka tU ktns $ðö milj, í gulli; lánið á að end- urborgast a 30 árum. Forse.inn sendi boð til þingsins í gær, þar sem hann sagði þetta bráðnauðsynlegt. Canadiskur maður, C. G. Ballan- tyne, hefir fengið einkaleyfi til að J tafmagusjárnbrautii á Ilavai- eyjunum. Það lá nærri að stjórn Breta yrði eld í gær við atkvæðagreiðslu um breyt mgartillögu við ávarp drotningar til Fugsins. Stjórnin hafði að eins 12 at- væðum fleirá en andvígismennirnir, 86111 vildu að ávarpið minntist á verzl- unardeyfðina og vandræði búenda að ramfleyta sér. Parnellítar aflir á þing- !nu ^reiddu atkv. gegn stjórninni við Þetta tækifæri. Sujóburður mikill og ofsaveður helzt 6nn kvervetna í austurhluta landsins ^ ^tlantshafi. Eru menn nú orðnir ræddir um eitt skip frönsku línunnar, a Oascognc”, er. gengur frá Havre til ew York, en ekkert hefir spurzt til ess enn og ekkert skip hefir orðið vart við það, ið ^ °/r' Þjóðþings var í gær tek- 1 vel í tillöguna, sem veitir forseta undaríkjanna vald ,til að skipa 3 manna nefnd, til þess, með samskonar ne nd Canada-manna og hinni þriðju Englandi, að ræða um samviunu í a ^ ýpka og bæta svo skipafarvegi milli vatnanna og Atlantshafs.að liafskip geti gengið alla leið, Eldur kom upp í Iþorpinu Morden í amtoba í morgun og eyddi á stuttri stund 50-00,000 dollars virði af eign- Um. þar lirunnn 2 helztu gestgjafaliús- ln’ EommercialIIotel og Morden House. ö 3ða 0 verzlunarhús og eitthvað af í- buðarhúsum, MÁNUDAG, 11. FEBR. Tyrkir eru orðnir hræddir um sig, e trúa má frcgnum frá Konstantinopel, er segja að soldán sé búinn að kafla út Þann hlnta liersins, sem ekki er gripið 1 fyrr en í nauðir rekur, Margar sög- Ur fara af Því, í hvaða tilgangi þetta er Sert, segja sumir að horfur í Macedo- nm séu mjög ófriðlegar, aðrir, að Rúss- ar séu að fylkja liði á landamœrunum. v° Ufa líkaði soldáni það sem minnst var á Armeniu-málið í þingsetningará varpi Breta og öll ummæli stjórnar- formannsins, Roseberry jarls, íþví sam- bandi, að hann fjmirbauð blöðum Tyrklandi að prenta nema lítinn hluta af því atriði í ávarpinu. Bandarikjastjórn var sent skeyti nýlega frá San Francisco þar sem segir að Havai-stjórnin sé búin að láta her-rétt dæma 3 menn dauða seka, fyrir uppreistartilraunina 0. Jan. 2 Bandaríkja þegna og einn brezkan þegn. Gresham utanríkisstjóri sendi þegar skipun til umboðsmanns síns á eyjunum um að láta ekki cyjastjórn ina'fullnægja þeim dómi fyrr en Banda- ríkjastjórn hefir fengið að sjá fram burð aflan í því máli. Síðan 17. Jan hefir herrétturinn rannsakað mál 38 uppreistarmanna, en um eða yfir 100 eru eftir. — Sjálf var uppreistin ekki mannskæðari en það, að 3 menn afls féllu, 2 af liði uppreistarmanna og 1 af liði stjórnarinnar. I storminum á laugardagskveldið fórst fiskidugga við England, skamt frá Liverpool, með 15 mönnum á sem allir drukknuðu. Sama dag týndu 9 fiskimenn flfi af duggu fram af New York-höfn. A föstudaginn var frostið 5. f. n zero í New York og því samfara vindur er hafði 70 mílna hraða á kl. st. Sama rokið þá á allri austur- strönd landsins. Þá gekk flóðalda á land í Cape Breton í Nova Scotia og sópaði burtu 100 fiskimanna-býlum. Stjórn Kínverja hefir telegraferað fult umboð til sáttasemjara sinna í Japan- Verður því sáttatilraunin liafin á ný. Skeyti að austan segir að Japan ítar séu í aðsigi með aö gera áhlaup á borgina Che Foo, rúmar 30 mílur ur norðvestur frá Wei-Hai-Wei. Lið Sðfnuður þeirra þar er um 50,000, en um 180,000 kínverskra hermanna standa þar fyrir. ÞRIDJUDAG 12. FEBR. Franska skipið “La Gascogne” náði heilu og höldnu til New York í gær, oftir 10 daga har<>.. úti'dst. Vélar skípsins biluðu 4 sinnum í hinu mikla ofveðri og fannburði, er á því livein afla leið yfir hafið. Hundrað ára minningarhátíð Karls Mikaels Bellmanns, tónskáldsins og ljóðasmiðsins nafnkunna í Svíaríki, var haldin í gær í Stokkhólmi. Hópur af útlögum frá Havai-lýð- veldinu komu í gær til Victoria, Brit. Col., með Astralíu-línu skipinu “Warri mo.” Herrétturinn hefir dæmt heilan hóp manna útlæga, án þess nokkrar kærur væru frambornar. Einn af þess- um útlögum, brezkur þegn, talaði við fréttaritara í Victoria, kvaðst hafa verið lýðvaldsstjórnarmaður og hefði verið að búa sig til að ganga í lið hennar gegn uppreistarmönnum að morgni hins 7. Jan. þegar hann alt í einu var hnepptur í fangelsi og í því sat hann hann auk fjölda annara manna, sem alls ekkert voru við upp- reistina riðnir, þangað til á laugar- dagsmorguninn 9. Febr. Þá var hann fluttur í luktum vagrii til skips, er samstundis hélt af stað. Allan fang- elsistímann var engin kæra framborin og því síður var mál hans rannsakað og þegar hann fór fókk hann ekki ráðrúm til að draga peninga scm liann átti á banka, né sækja föt sín og far- angur. Erindrekar bæði Bandaríkja og Breta voru viðstaddir, er hópur þessi var fluttur á skip og andæfðu því, en gátu ekkert aðgert. Er nú ekki ólíklegt að eyjastjórnin skapi sér vandræði með slíkri aðferð, ef þessir menn segja satt. — Herrétturinn er sagður greinileg háðmynd af rétti og Ijúgvitni ótæpt brúkað tilaðyfirbuga þá, sem stjórnin vill yfirbuga. Einn slík- ur vottur hafði borið það fyrir rétt- inum, að segði hann ekki svo og svo yrði hann skotinn. MIÐVIKUDAG, 13. FEBR. Þjóðþings senators Bandaríkja fluttu langt mál í gær um inntöku Nýfundn lands í Bandaríkin. Sögðu það fyrsta sporið til að fá Canada í sambandið. Af íregnunum er að sjá að allir hafi verið máflnu hlyntir. Canadiskur hermaður, Henry Freer útskrifaður af hermannaskólanum Kingston, er orðinn yfirherforingi (Ge- neral) hjá Japanítum. Hafði gengið í her þeirra 6 mánuðum áður en stríðið hófzt og tók þegar til að æfa hermenn ina í vopnaburði. Svo miklar óeirðir eru í Konstan- tinopel, að erindrekar erlendra þjóða, sem þar eru, hafa komið sér saman um að biðja soldán um betri lagavernd fyr- ir erlenda menn búsetta. eða á íerð, borginni og ríkinu, Þjóðþings senators Bandaríkja eru andvígir uppástungunui um að þeir sæki um kosning á sama hátt og neðri deildar þingmenn, þykir fyrirhafnar- minna að eiga við ríkisstjórnirnar. í gær var gullsjóður Bandaríkja kontinn ofan í $11 215 181. FIMTUDAG, 14. FEBR. í Canada “Gazette” er auglýst, að á næsta dominionþingi verði beðið um löggilding fyrir félag, er vifl stofna nýj- an banka í Winnipeg, og á að heita : “Bank of Winnipeg”. Duncan Mc- Arthur er sagður forvigismaðurinn. Fregn frá Shanghai í gær segir að Kínverjar séu búnir að gefa Wei Hai Wei og allan kringliggjandi virkjaklasa á vald Japaníta. Frégninni fylgir og að Japanítar taki engum sættum fyrr en Peking erunnin. Af ísleiizkura ættum kveðst hann vera, og vera stoltur af, hinn nýkjörni repúblikanski þjóðþings- senator frá Nebraska, Hon. John M Thurston—hét fyrrum Thorsteinson, seg- ir “Norden”. Hann býr í Omaha, Ne- braska, við Farnam-stræti, og á þar ríkmannlegt hús, er hann nefnir “Thor- wald”. Mr. Thurston er aðal-lögmaður og málafærslumaður fyrir Union Paci- fic-félagið. / Islands-fréttir. Eftir AVstua'. Seyðisíirði, 18. Des .1891, Tiðarfar hefir alt fram að þvi fyrir fáum dögum verið hið blíðasta o, stormar venju fremur litlir, snjór varla verið teljan’di nema á fjöllum uppi. En nú síðustu dagana hefir veður kólnað og dálítið snjóað, en þó hafa engar hríð- ar verið og snjókoma enn lítil. eftir því sem hér or venjulegt um þetta leyti. Síldarafli má alt af heita góður á Reyðarfirði, og þó einkum á Eskifirði í seinni tíð. Þar láu nú fyrir skemmstu 5 gufuskip í einu, og gátu öll fengið fulla hleðslu, enútgerðarmenn munu nú í seinni tíð hafa vantað tunnur undir síldina, og jafnvel orðið þess vegna að sleppa nokkru af henni úr lásunum. Fyrri hluta þ. m. fóru gufuskip 0. Wathnes, “Vaagen” og “Egill”, með til samans eitthvað á fjórða þúsund tunnur síldar til Stavanger, og á “Vaa- gen” að koma strax upp aftur eftir síð- ustu síldinui í ár, en “Egill” kemur fyrst afur um miðjan Jan. 1895 og fer þá 0. W. með skipinu til útlanda. 31. Des. Á jólanóttina var liér stórviðri, einkum úti í firðinum, og fauk þá þak af fjárhúsi á Dvergasteini. Nóttina mifli þess 28. og 29. geys- aði hér eitthvert það mesta ofveður og fauk í því Vestalseyrarkyrkja að mestu af grunninum, og stórskemdist, en skrúðhúsið slitnaði frá kyrkjunni í heilu lagi, en brotnaði þó eigi. Ymsar aörar skemdir urðu á húsum, bútum og bryggj- Austur-Skaptafellssýslu, 5. Des. Sumarið næstliðið var hér um sveit- ir eitthvert hið bezta, er menn þykjast muna, sífeldar stiflingar og bflðviðri, grasvöxtur góður og nýting sömuleiðis. þótt nokkuð þurklint væri framan af túnaslættinum. Haustveðrátta mátti og heita liin bezta, alt fram til vetur- nótta. En síðan hefir verið mjög um- hleypingasöm og óstillt tíð, oft stórrign ingarog ofsaveður (22. Nóv. þrumur og eldingar miklar), og stundum hlaupið snögglega í norðurátt með nokkru frosti og töluverðri fannkomu til fjalla, Nú með jólaföstunni hefir dálítið stillt til hvað lengi sem það verður. Bráðafárið hefir geisað í Nesjum og drepið fjölda fjár, en hér í Lóni hefir lítið borið á því (nokkuð í Mýrum og Suðursveit). Verzlun hefir verið miklu betri í haust en undanfarin ár, því að bæði om nú fjárkaupmaður (Coghill), sem þótti gefa vel fyrir sauði (mest 17 kr. fullorðna, en viðlíka sauðir lögðu sig þó eins vel eða betur við verzlaniua hér á Papós), og svo kom nú kaupskip í tæka tíð og verður varla mikill skortur á nauðsynjavörum hér að þessu sinni. Allt um það hafa menn almennt tekið með miklum fögnuði við boðskap herra O. Watlines um nýja og betri verzlun. Frá löndum. ICELANDIC RIVER, 6. FEBR., ’95. Héðan frá Fljótinu er nú þetta að frétta : 1 fyrrinótt andaðist að heimili sínu (Víðivöllum) hér við Fljótið einn hinna elztu og merkustu bænda þessar- ar bygðar, Jón Guttormsson (sonur Guttorms alþin. á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal, Norður-Múlasýslu) eftir fárra sólarhringa þunga legu. — Mun hans að líkindum rækilegar minnzt síðar og að maklegleikum. Hér hefir gengið allskæð “hettu- sótt,” samfara þungu kvefi, þó engir dáið þaö égtil veit úr þeirri veiki. Pöntunarfélagið sendir nú þessa dagana tvö "team load” af vörum til markaðar; er það önnur pöntunar til- raun þe s ; sú fyrsta var gerð í Des. sl. og heppi aðist víst eftir vonum ; voru þá keyp ar vörur fyrir rúma $86 og græddist á þeirri uppliæð, framyfir all- an kostrað, $15, miðað við söluverð á þeim vörum í verzlunarbúðinni hér við Fjótið á þeim tíma. í fólagið liafa nú gengið 27 bæi dur, en færri þeirra geta tekið nokkurn jþátt í pöntuninni í þetta sinn kringumstæðanna vegna. Þeir vona að geta verið betur með seinna. Orða-belgurinn. Réttið hjálparhönd. Það mun öllum íslendingum hér i grendinni kunnugt, fyrir hve hörmu- legu slysi Mr. Jón Gunnarsson frá Glenboro varð síðastliðíð sumar, er hann slasaðist svo stórkostlega, að hann síð- an má heita örkumsla maður, og get- ur ekki fengið þess bætur, að því er læltnar segja, nema fyrir dýra hand- lækning, en haiia er hann alls ekki fær jur« m, kaupa einkum 1-sr hnnu þegar hefir varið allmiklu fé til lækn- ishjálpar, nema honum komi einhvers- staðar hjálp frá. Oss, sem leikið höfum sjónleikina “Misskilning” og “Sambiðlana” hér fyr- ir skömmu, hefir því lcomið saman um, að sýna nefnda leiki á ný hér í Glen- boro miðvikudaginn 20. þ. m., í því augnamiði, að alt það er inn kemur, að frádregnum beinum kostnaði, gangi til læknishjálpar Mr. Jóni Gunnars- éyni, og leyfum vér oss því hér með að skora vinsamlega á alla landa vora, er föng hafa á, að sækja leiki þessa sem fjölmennast, þar þeir munu við- urkenna, að liér sé um nauðsynjamál að ræða, að reyna að hlaupa undir bagga með dugandi fjölskyldumanni, sem orðið hefir fyrir dæmafáum ókjör- i. Glenboro, 6. Febr. 1895. I uinboði leikflokksins S. Thokakensen. ATHGR. : Þar sem leikendurnir takast í fang að leika “Misskilninginn” á ný, bágstöddum nágranna til arðs, þá er ekki nema sennilegt, að allir þeir íslendingar í Argyle nýlendunni, sem mögulega geta því við komið noti nú þetta tækifæri til þess bæði að skemta sér og rétta bágstöddum meðbróður lijálparhönd. Eftir því sem blaðinu Gazette” í Glenboro segist, er l.ka ó- hætt að sækja leik þennan upp á það, að skemtunin er vel 25 centa virði. Svo vel þótti blaðinu leikið og leikur- inn sjdlfur svo skemtilegur (Mr. Fr. Friðriksson, hafði útskvrt aðalgang ritsins fyrir enskumælandi úhorfendum), að það lsetur í ljósi þá von, að leik- fél. Isl. komi aftur fram á leiksviðið í vetur og skorar þá á lesendur sína liina enskumælandi, að íjölmenna bet- ur en síðast. Sérstaklega lýkur blað- ið lofsorði á þá Sigurð Thorarensen og Erlend Gíslason. Af ummælum blaðs- ins er að ráða, að verltefni þetta hafi að öllu leyti verið mikið myndarlega af hendi leyst. Þegar á það ei litið og svo á það, hvernig ágóðanum verð- ur varið í þetta skifti, er ekki nema sanngjarnt að vona. að Isl. fjölmenni í Glenboro á miðvikudagskveldið kemur. Ritstj. wm ^upTiONS ETC. /AAK« SKIN SoftAnd WHlTE Hnetu-brot. Eftir G. A. Dai.mann. Minneota, Minn. Járnbrautarfélögin selja farbréf fyr ir fullorðin mann frá New York til San Francisco fyrir $60. Sambandsþing- menn ferðast þá vegalengd fyrir ekkert. Það er rétt að hér eru alflr menn jafnir, engin sérstök hlunnindi, en varasamt að er að ganga á grasinu í Washington. J. J. Hill, forseti Great Northern járnbrautarfélagsins hefir verið í Was- hington. Hann heilsaði upp á forseta um leið, en ekki er þess getið að hann hafi verið settur í fangahúsið fyrir það að ganga í grasinu. Samsæti eða gestaboð miljónaeig- enda í þessu landi, er kostar mörg hundruð þúsundir doll.irs fyrir eina máltíð. væri ágætt efni í málverk, ef til hliðar á myndinni væri sýnt úrkast mannlcynsins, þeir fátæku og .fyrirlitnu og á bak við ætti að sjást maður niður- beygður af harðyðgi og kæileiksleysi heimsins, akandi í .hjólbörum sínu hung urmorða afkvæmi til hins hinsta hvílu- rúms—grafarinnar í fátækra grafreitn- um. Hver er málari ? Það er búizt við að lög viðvíkjandi fólksflutningi hér til lands, verði sam- inn á þessu sambandsþingi. Nokkrir halda því fram, að ráðlegast mundi að banna alla innflutninga um komandi tíu ár. Aftur eru .aðrir, er vilja láta hafa meira eftirlit með siðferðislegu á- standi innflytjenda, en að undanförnu hefir gert verið. En hvað sem gert verður, þá virðist það ekki fráleitt að álíta, að verið sé að bera í bakkafullan lækinn, að ofhlaða hvern skipsfarm eft- ir annan af allslausu fólki og demba því á atvinnumarkaðinn, er var í því á- standi síðastl. sumar, að 3 milj. manna voru atvinnulausir, fyrir utan alla flækingja, er fjölga hræðilega ár frá ári, sem eðlilegar afleiðingar hins spilta ald- arfars. Því verður ekki neitað, að það er töluverðri eigingirni blandað, að fyr- irmuna fólki að flytja hingað, ef það vill, en spurnsmálið er : hvað margir af þeim 80 þúsund Itölum, er liingað fluttu á siðastl. ári, hafa skift um til batnaðar ? Enn fremur er aðgætandi, hvort þessi hópur hefir betrandi áhrif á þjóðina, þegar þess er gætt, að góður helmingur þeirra var ólæs og ekki 20% skrifandi. Það virðist benda til þess, að emUngis lægsti stórbæja-skriiinin flytur hingað frá , Ítalíu, eins og fleiri löndum Norðurálfu. Það virðist að vera orðin stórkostleg breyting á inn- flytjendum. Fyrrum var það svona yfir höfuð talið sjómenn, er hingað fluttu, en nú virðist það vera úrgangur- inn, sorinn. En hvað sem gert kann að vería, þá er eitt víst, að þessi lög- gjöf verður, eins og aðrar, lagaðar eftir kröfum liinna ríku verksmiðjueigenda í austurríkjunum. Ef þeir sjá að hægt er að færa niður kaupgjaldið úr því sem nú er, þá auðvitað verða engar skorður reistar við innflutningi liins aumasta skríls. * r * * Eg hefi fengið svo mörg bréf frá löndum, sem dvelja hingað og ]>angað, að mér er ómögulegt að svara þeim öil- um. Það eru ýmsar aðrar skyldur er á mór hvíla, er ég verð að láta sitja í fyr- irrúmi, jafnvel þó bréfin öll séu svara verð, hvort sem þau innihalda hrós eða útásetningar um greinar þær, sem ég hefi skrifað í Hkr. Þau eru mór öll kærkomin. Sum þeirra eru blíð eins og vormorgun, full af bróðurlegri elsku til allra þeirra er bágt eiga á einn eða ann- an hátt. Þessum bræðrum mínum er ég þakklátur fyrir, en ég get orðum að komið moð penna eða tungu, því það er mín persónuleg von og trú, að ef mann- kynið einhverntíma ris yfir hið dýrslega ásigkomulag vorra tíma, þá verði það bróðurleg elska og kærleiki, sem gefur mönnum þor og dug til að brjóta af sér járnviðjar vanans, hræsninnar og liiud- urvitnunna, er að mestu stjórna livöt- um vorra daga.—Eitt þetta bróf er svo einkennilegt, að ég get ekki leitt hjá mór að minnast þess með fáum orðum. Ritarinn segist hafa skilið það af grein- um mínum, uð ég væri vantrúarmaður “af verstu sort”, en hann hafi ekki vilj- að gera mér rangt til og því skriíað vini sínum, er vel hafiþekkt mig, og af svar þessa vinar hafi hann styrkzt í þeirri trú að óg tryði hvorki á guð né djöful, er hann segir að hafi veitt sér “blæð- andi hjartasár”. Mér virðist það vera djöfullinn, sem þessi vinur minn ber mest fyrir brjósti. Það lítur út fyrir að honum falli það verr en alt annað, ef ég skyldi afneita hans hátign!! En nú veit ég okki vel hvað þessi vinur minn meiuar. Ef það sem fyrir honum vak- ir er, að syndir þær sem mannkynið þjá, fáfræði, misbrúkun tímans og um- hverfing þess góða í illt, þá get ég full- vissað hann um, að ég' hátíðlega viður- kenni þetta alt. Mór skilst að flestar okkar betri hvatir stjórnist meira og minna af eigingirni. Við gerum gott í því augnamiði að fá það endurgoldið einhverntíma; við gerum það, sem við köllum rétt, af því það borgar sig strax eða síðarmeir; við vinnum af þrælsótta í stað bróðurlegrar elsku ; við veltum eins og [stjórnlaus bátur á úthafinu, milli alinennings álitsins og fangahúss- ins; við erum einlægt að berjast við að VORUR ]\IEÐ INNKAUPS VERDI. #### Frá 30. Janúar 1895 seljum vér all ar vörur sem vór höfum með inn- kaups verði og þar á meðal 10 kassa af klæðaefnum af eftiríylgjandi tegundum. mmmm New Print (Sirz) Dress Gingliams. Sliirtings (Skyrtu-tau). Sheetings (línlakaefni) Table Linen (borðdúkar) Flanneletts. Factory Cottons. Bleached Cottons. Muslins. Quilts (ábreiður). Fancy Opera Flannels, &c. Kyennhattar Með því verði sem þér viljið. Kópur fyrir hálfvirði. Komið og skoðið vörurnar. Þér sannfærist þá um, að hetri tilboð haf- ið þér aldrei fengið. Þér þurfið vör- urnar og vér þurfum peningana. Sýnishorn send til viðslciftavina úti á landi. Jöln irris & Co. Eftirmaður Preston & Non is. 452 Main Str. Gejjnt jP. O. Hafið með yður auglýsiug þessa er þér heimsækið Mr. John Norris & Co. sýnast fyrir meðbræðrum vorum, svo Þeir áhti oss miklu betri on við erum og við getum haft peningalegan hagnað af áliti þeirra, en ég hefi þá trú, að mann- kynið komist einhvern tíma út úr þeirri sjálfselsku þoku, er nú grúfir yfir heim- inum eins og ógurleg martröð. Mér skilst að til geti veriðmenn, er gera rétt fyi’ir réttlætisskuld eingöngu, menn, sem í stað þrælsótta vinna af bróður- legri elsku, elsku, sem hefir rúm fyrir öll heimsins börn, án allrar undantekn- ingar, menn, sem geta lyft sér yfir hin- ar dýrslegu girndir og auðgræðgí vorra tíma, menn, er hugsa fyrst og seinast um velferð meðbræðra sinna, en ekl-i um sinn eigin hagnað. Ég álít að alt sem við köllum illt í heiminum séu af- leiðingar af fáfræði og sjálfselsku mann- kynsins, og þvi samfara er ógurlega sterk tilhneiging til að koma ábyrgðinni af vorum eigin illverkum á annan. Okk- ur er sagt að Adam hafi borið af sér brot sitt og kennt Evu um, og hún aft- ur orminum. Auðvitað er ekkert ann- að likara en Adam flafi logið þessu á Evu, til að snua sig undan ábyrgðiuni. En hvað sem því líður, þá er það víst, að þessi eiginlegleiki Adams, að kenna öðrum það, sem menn eru sjálfir valdir að, hefar fylgt mönnum gegnum þeirra og langa krókótta lífsferil, verið eins og bjarg við fætur þeirra, hindrað framfar- ir og andlegan þroska. Er ekki komin timi til að við seum raðvandir, séum hreinskilnir og meðgöngum vorar eigin syndir? syndir, sem eru innifaldar í yf- irtroðslu hinna eilífu laga. VI-IITT HÆSTU VERÐLAUN A IIEIMSSÝNINQ UAM -mr? IwppM fm CMEMr IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vinberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynzlu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.