Heimskringla - 22.02.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 22.02.1895, Blaðsíða 2
o HEIMSKRINGLA 22. FEBRÚAR 1895. komr út á Laugardögum. Tke íleimskriagla Pt<?. & PuW.Co. útgefendr. [Publishers.] F.’/'í) Idaðsius í Canada og iianda- ríkjunum er : 1 árgangur 12 mánuðir $2.00. £ ----- t> ------- $1.00. Ritstjórinu geymir ekki greinar, scm eigi verða uppteknar, og endrseudir þær eigi nema frimerki fyrir endr- sendiug fylgi- Ritstjórinn svarar eng- um bréfum ritstjóra viðkoiuandi, nema í blaðinu. Nafnlausum bréfum er enginn gaumr gefinn. En ritstj. svar- ar hcifundi undir inerki eða bókstöf- um, ef höf. tiitek. slíkt merki. Uppsögnógild að lögum, nema kanp- andi sé aiveg skuidlaus við blaSið. Ritsjóri (Editor): EGGERT JÓHANNSSON. Ráðsmaðr (Busin. Manager): EINAR ÓLAFSSON._________ Peningar sendist í P. O. Möney Or- der, Registered Letter eða Express Money Order. Banka-ávísanir á aðra banka, en’ í Winnipeg, eru að eins teknar með afföllnm. ___________ OFFICE : Cor. Ross Ave. & Nena Str. s-. ii4>x :w:í. Vanalegi gangurinn, Veiðibrellur þeirra "‘liberölu” eru margvíslesar um þessar mundir, ’því til mikils er að vinna. Þeir vita að fjöldi manna er tæpast meðtækilegur fyrir beinan nefskatt til viðhalds sambands- stjórninni, fylkisstjórnunum og til nauð synlegra verklegra framkvsemda, þjóð- arheildinni allri til hagnaðar. Það er svo auðsætt, hversu réttlát sem sú að- ferð í sjálfu sér kann að vera, þá kæmi sú skattgreiðsla tiltölulega Þyngst niður á þá fátækustu, af þeirri einföldu ástæðu, að þeir hafa sjaldan peninga milli handa Sem stendur er því ekki á slíka hluti að minnast. Eigi að síður hafa verið or- ganiséruð "frjálsverzlunar-félög” (Free Trade Clubs), sem nokkurskonar hjálp- arlið hinna liberölu, þó opinberlega við- urkenni flokkstjórarnir þá ekki. Þessi félög eiga, eins og allir góðir “liberalar” að bannfæra vörutoll í allri mynd og undireins þann flokk manna, sem nú situr við stýrið í Ottawa, og fsem ófáan- legur er til að gera meira en lækka tollinn stig fyrir stig, og smé.nema liann alveg af öllum nauðsynjavörum aðflutt- um og sem ekki verða framleiddar í rik- inu. ^ Það viðurkenna allir, að mikiö auð- magn í fárra manna höndum er ban- væni þeirrar þjóðar sem í hlut á. En hvernig á að koma í veg fyrir að það lendi í fárra manna höndum, þar sem það er enn ekki til orðið, það er spurn- ing sem fáum kemur saman um hvern- iðeigi að svara. En um það kemur öflum mönnum saman, að se unt að leggja sórst^ka gjaldbyrði á voldug fe- lög, sem altaf græða þó aflir aðrir tapi, og létta með því byrði fjöldans, þá sé sjálfsagt að gera það. Allar slíkar upp- ástungur láta vel í eyrum og því virð- ist tillaga sumra, ef ekki aflra, þessara “free trade”-félaga hér vestra í fljótu bragði í hæsta máta aðgengileg. t>essi tillaga erí stuttu máli sú, að öllum vörutolli sé aflétt nú þegar, nema á vín- föngum, tóbaki og örfáum tegundum af dýrum varningi, er fáir aðrir en rík- ismenn kaupa, en að í stað tollsins komi ákveðið árgjald (að upphæð frá 2 til 1%, með öðrum orðum, frá $7.50 til $10,00 á hverja $1000) af brutto-tekjum allra lögbundinna félagsstofnana í rík- inu, sem til eru orðin í því augnamiði að græða fé, þó með nokkrum undan- þágum, sérstaklega að því er snertir siglingafélög. Það má vel vera að slík félög séu svo mörg í rikinu og svo tekjuhá, að þetta gæti þess vegna borið sig. Um það getum vér ekkert sagt, að minnsta kosti ekki í þetta skifti. Vér höfum ekki fyrir hendi áætlun yflrtekjur nema 5 stórflokka af slíkum félögum, er með 1% gjaLh mundu gefa af sér í mesta lagi $7 rnilj. á ári. Verkstæðafélögin öll í Canada framleiða á ári hverju í mesta lagi $500 milj. virði af vörum. og setji maður svo, að sá varningur allur seld- ist, gæfi það stjórninni $5 milj. tekjur. Árstekjur aflra járnhrautarfélaga í rík- inu eru $50—52 milj. og gæfu því af sér $| milj- Árstekjur alira lífsábyrgðar- félaga eru ekki vfir 10 milj., og gefa því af sér $100,000, Árstekjur allra eldsá- byrgðarfélaga eru ekki yflr $8 milj og gæfu þvi af sér í mesta lagi $80,000. En set ji maður nú svo að á. þennan hátt mætti fá saman nægilega tekju-upphæð þá er samt eftir að sanna, að félögin ein en ekki almenningur greiði þetta gjald. Reynslan sýnir að vanalegi gang- urinn er að félögin leggja þau gjöld aftur á alþýðu og þá aukin. Þau að líkindum myndu því ekki sýna neina alvarlega mótspyrnu, þar eð slík gjöld yrðu, í flestum tilfellunum, nýr gróða- vegur. Til sönnunar því að þetta só reynslan þarf ekki annað en geta um lögin, er samin voru á síðasta fylkis- þingi í Manitoba og gengu í gildi 1. Jan. þ. á. Frá þeim degi verða öil lífs og eldsábyrgðarfélög að kaupa leyfi til að mega starfa í fylkinu og eru áætlaðar tekjur fylkisins fyrir þau leyfisbréf afls S10.000 á ári. Þessi lög gengu ekki fyrri í gildi en eldsábyrgð- arfólögin öll hækkuðu ábyrgðargjaldið svo nam 5 cents á liverjum dollar árgjaldsins, Samlagt árgjald allra elds- ábyrgðajfélaga í Manitoba er um $260,- 000 á ári, eða var áður en þau bættu 5 centunum á hvern dollar. Þessi 5_ cents samlögð gera $13,000 og af þeirri upphæð borga félögin stjórninni á að geta $5.000, en stinga $8,000 í sína eigin v.isa. Þau með öðrum orðum græða talsvert meira en helming á þeirri uppbæð sem þau verða að gjalda stjórninni. i>annig er hin almenna reynsla í slíkum viðskiftum. Það er alþýðan sem altaf, í einhverri mynd má út með gjöldin. I þessu tilfelli hefði alþýðunni verið betra að greiða þessi $10,000 til stjórnarinnar meðal- gangaralaust, því þá hefðu fylkisbúar verið mörgum þúsundum dollars rík- ari, en þeir verða*í árslok með þess um lögum í gildi. En eins og nú er verða eldsábyrgðarfélögin ein um $8,- 000 ríkari, en þau sjálf, samkvæmt fyrrverandi gjaldi, álíta viðunanlegt. Hvernig lífsábyrgðarfélögin fara að, til að vinna upp sinn hluta gjaldsins til stjórnarinnar, er eftir að vita, en víst munu þau gera það ekki síðar en elds- ábyrgðarfélögin. Verði hlutföllin þau sömu, þá verður sú raunin á, að alþýða má gjalda $25—26,000 til þess að útvega Greenway $10,000 tekjuauka. Það er auðráðin gáta, að það sama yrði ofan á í Canada ríki öflu eins og hér, ef stjórnflokkur í Ottawa lögleiddi tillögu þessara “free trade” félaga, eða aðra samskonar. Illyrða-dellan í Lögbergi. Það er hvorttveggja að vér höfðum ákveðið að gánga með fyrirlitning fram hjá flestum atriðunum í 71 dálks van- skapnaðinum í Lögbergi 14. þ. m., enda er nú ómakinu til að svara létt af oss, og það svo greinilega, að vér gæt- um staðið við að sleppa þessarí fúkýrða dellu “Skugga-Sveins” í Lögbergi al- gerlega. y Sama daginn og Lögberg kom út með þessum ósköpum í, sá fyrrverandi féhirðir í Sifton-sveit ráðlegast að segja af sér þingmannsstöðunni. Hvernig á því stóð, hvort það var hans eigin sómatilfinning, sem knúði liann til þess eða hvort það var að undirlagi stjórn- arinnar og að hún þannig hafi rekið hann af þingi, því hvað sem Lögherg segir til hins gagnstæða, þá er sá í raun réttri rekinn úr stöðu, sem hann er neyddur til að segja af sér, — hvort af þessu tvennu hér átti sór stað, er ekki lýðum ljóst og gerirheldur engan mun, til eða frá. Aðal-atriðið er, að maður- inn sagði af sér sama daginn og fylkis- þingið kom saman. Því gerðí hann þáð ? Gerði hann það máske til að sanna að hann væri saklaus, en þeir allir “fangelsis-limir”, sem sagt hafa hann sekann í f járdrætti ? Það er sann arlega einkennileg sönnun og ekki lík- leg til að sýkna hann í augum sjdandi manna, hversu kappsamlega sem Lög- berg og aðrir leitast við að hreiða yfir glæpi þá, sem framdir hafa verið í Sif- ton-sveit. Miklu fremur mun flestum virðast, að með því að segja af sér, hafi hann kipt fótum undan þeim öll- um, sem þreytt hafa við að sýna, að ekkert rangt hafi verið aðhafst. Það sem Lögberg kaflar hina sönnu sögu Sifton-sveitarmálsins, mætti eins vel kalla hina ósönnu sögu þess. Það væri ekkert fjær sannleikanum. Því til sönnunar þarf ekki annað en benda á þá staðhæfing blaðsins, að skuld fébirð- isins hafi ekki verið nema $1,422,29. Þar sem hverjum sem vifl, er gefið að fá að sjá skýrslu Smarts yfirskoðara og þar sem Mr. Smart segir skýrt og skilmerki- lega, að alls só skuldin $6,105,90 (The total amount, therefore, due under this head is $6,105,90), þá er ómögulegt að hugsa sér í hvaða tilgangi blaðið ber fram jafn gífurleg ósannindi og kallar þau hið eina rétta og sanna. Það er máske hugsanlegt, en líklegt er það ekki, að nokkur maður geti dreg- ið undir sig $6000 og ekki vitað af því. En setji maður svo, að hann hafi eklii vitað um skuld sina, mátti þá ekki ætla, að fylkisstjórnin vissi um tekju- von sína þaðan, $500, sem áttu að greið- ast 1893? Eða er það máske regla Greenway stjórnarinnar að ganga þann ig eftir tekjum sínum ? Sé svo, þá er ekki furðaþó tekjur stiórnarinnar séu léttar á voginni á móti gjöldunum og þó fylkisskuldin aukist, Hvað snertir vinnusamhand fyrr- verandi féhirðis í Sifton-sveit og sveit- arstjórnarinnar og hvaða pólitiskum fiokki þeir menn telja sig tilheyrandi, þá er það nokkuð sem þessu máli kem- ur alls ekkert við, liefir engin áhrif á það, alt svo lengi að Lögberg ekki sann ar , að þeir menn þar vestra, sem jafn- framt Lögbergi kappkosta að breiða of- anyfir ástandið, segi sannara frá, en þeir, sem halda því fram, að fylkis- stjórnin hafi vanrækt skyldustörf sín í þessu máli. Ef einhver hinnar heilögu þrenningar, eða hún öll í einingu, þ. e. a. s. fylkisstjórnin, fyrrverandi féhirðir í Sifton-sveit, og Lögberg, vill lileypa af stokkunum alvarlegri rannsókn í þessu máli, gæfist sjálfsagt tækifæri til að sýna hvernig þeim bróðurböndum er varið, og—hverjir segja satt. En til þess er líklega of mikið að ætlast, ef dæmt er a£ hinu mannskapslega (!!) svari Lögbergs upp á áskorun vora. Það er þó auðsætt, að sé saknæmt að segja þá hylma yfir glæpi, sem leitast við að afsaka þetta mál, þá er Lögberg í númerinu, siðan því varð sú fásinna að ílana út í það mál, sem Greenway- blöðin “Free Press” og “Tribune” ekki hafa treyst sér að verja og hafa svo þagað um. Lögbergi verður því ekki kápan úr þrí klæðinu, að lögin og rétt- arfar banni því að sækja Hkr. að lög- um. “Einmitt af því að Hkr. hefir leyft sér að fara svo miklu lengra í þessu máli en “Nor’-Wester”, neyddumst vór til, sannleiknns vegna /“ segir Lögberg. Sannleikurinn er, að áður en Lögberg óð ,út í þetta lögleysis forað hafði Hkr. flutt eina grein um þetta mál og hvergi tekið eins djúpt í árinni eins og Nor’- Wester haf?i áður gert. Dálkslengdar- þumlungar ritstjórnargreinanna um þetta mál í þessuin 3 blöðum eru sem fylgir : í Nor’-Wester, sem þó hefir ekki verið knúð til að svara annara blaða- skömmum, afls 166 þumlungar. í Hkr., þar af 131 þumlungar til að svara Lögbergi, alls 168 þuml. í Lögbergi 209 þumlungar. Hver hefir farið lengst? Utúrsnúningum, hártogunum og illyrðum í þessari 7J dálks löngu dellu, dettur oss ekki í hug að svara. Skugga- Sveini Lögbergs er velkomið að láta rigna yfir oss öllum þeim fúkyrðum, sem hann hefir ráð á—og þau eru mörg—, því þau gera oss ekkert mein. Hann að sjálfsögðu veit hvað kaupend- um Lögbergs kemur, og hagar sér eftir því, hvað skammyrði snertir, og undir- eins samkvæmt common eense og com- mon decency. Blöðin í Kínlandi eru ekki á eitt sátt um það hver end- ir stríðsins japaniska verði. Sum þeirra virðast hrædd um fratnhald- andi sigur Japaníta og að lyktum al- gerða yfirbugun Kinlands, en önnur aftur á‘ móti halda því fram, að kín- versku herstjórarnir séu til þessa að leika við Japaníta og leiða þá lengra og lengra inn í gildruna. Eitt kín- verzka blaðið (“Chung-Psz-Yat-Po”) í Tien-Tsin, heldur því þannig fram, að yfir-herforingi Kínverja, er lét Japan- íta taka hinn mikla kastala Kínvérj- anna í Port Arthur, hafi með því bragði sýnt meiri herkænsku en nokk- ur annar kínverskur herforingi, lífs eða liðinn. F.ftir þessu að dæma er þá flótti Kínverja úr Wei-Hai-Wei- virkjunum annað þvílíkt eða enn frægra herkænzku bragð, en til þessa hefir þérlendum blöðum ekki borizt álit þess blaðs um fall þess kastala. Ofangreint álit um fall Port Arth- ur’s sýnir greinilega hvernig ákveðinn hluti blaðanna og alþýðu í Kína lítur á viðureignina. En svo eru líka önnur blöð. sem viturlegar líta á málið. Skömmu eftir Port Arthur orustuna þóttust þau blöðin sjá hvar alt ætlaði að lenda og fluttu þá ósviknar áskor- anir til keisarans um að taka í strong- inn og gera stjórnarbætur. Þar fremst í liokki var blaðið “Sin-Wan-Po” í Shanghai. Flutti það þá skarplega ritaða grein um horfurnar, og sýndi fram á að Japan, lítið veldi, fámennt, fátækt og vanmáttugt eins og það væri í samanburði við Kínaveldi, væri samt að yfirhuga og mundi steypa Kína- veldi. Af liverju kæmiþetta? Af því að Japanítar hefðu tekið Evrópiskri mentun og menningu. Það væri allur leyndardómurinn. Hefði það ekki ver- -ið hefðu Ivínverjar fyrir löngu verið búnir að lúberja þá og reka heim aft- ur út á eyjar þeirra. Ritgerð þessa endar svo blaðið mcð ávarpi til keis- arans þar scm það heimtar : “1. Afnám arfgengra embætta. 2. Að stjórnin gangist fyrir að Kín- verjar nemi alt sem numið vorður af vestrænuin þjóðum, hvert held- ur snertir hermennsku eða almenna uppfræðing. 3. Að hætt sé við að meta hæfiloika manns til að standa í vandasöm- um embættum eftir því hvo lag- lega ritgerð eða smellin hrag liann getur samið. 4. Að færustu mennirnir og ekki aðrir eiga að skipa emhættin, 5. Að keisarinn skuli ekki lengur sitja inniluktur í höll sinni, heldur skfll hann koma út, heilsa fólkinu og sjá hvernig því líður. 6. Að kcisarinn hafi látið kvennabúrs pólitík hafa helzt til mikil áhrif á sig, þessvegna : 7. skuli all 'r konur gerðar rækar frá hirðinni að undanteknum tveimur eða þremur hjákonum. 8. Að enga vægð megi sýna þeim her- foringjuin, sem reynst liafa hug- deigir. Þeir skulu afhöfðaðir ! Verði þetta ekki gert hertaka Jap- anítar land .vort og ráða ríkjum.” Seinasta setningin í þessu ávarpi til keisarans er sett með óvenju stóru letri til þess betur verði eftir henni tekið. I millitíðinni eru Japanítar ekki aðgerða- lausir. Síðan blöð Kínverja fluttu of- angreindar ritgerðir hafa þeir tekið annan ramgervasta kastala Kínverja og halda sókninni áfram í áttina til höfuðborgarinnar. Auk þess eru þeir sístarfandi á Koreu-skaganum og sýna ljóslega, að þeir ætla áhrifum sínum Jbar að fara sívaxandi. Ganga þeir ríkt eftir að stjórn Koreumanna efni loforð sín um stjórnarbætur, og þrjózkist nokkrir af emba^ttismönnunum er at- vinnumisJrinn tafarlaust vís. Ekki heldur eru Japanítar hræddir um að Evrópumenn taki í strenginn gieð Kínverjum og knýi Japan-stjórn til að hætta, nokkuð sem margir búast við og hafa búizt við fyrir löngu, en sem ekki er fram komið enn. Um það mál segir eitt japaniska blaðið (Koku- miu Shimhun) í Tokio : “Hver liefir þrek til að taka við taumhaidinu ? Evr- ópa er metorðagjörn, en ástæður hinna ýmsu Norðurálfurikja eru svo sundur- leitar, að nauðsynleg samtök eru ó- möguleg. Roseberry jarl á Englandi segir, að Bretar og Rússar sóu beztu vinir, en reynzlan hefir sýnt að sára- lítið þarf til þess að sú vinátta fari út um þúfur. Aðfarir Erakka á Mada- gaskar sýna, að hagur þeirra er eins fráhrugðinn hag Englendinga, eins og hagur Engltndinga er frábrugðinn hag Rússa. Þjóðverjar keppast við að út- breiða verzlun sina í Austurlöndum og eru þess vegna beinir keppinautar Eng- inga. Þetta sýnir að Evrópu-ríkin, hvorki eitt þeirra út af fyrir sig, né öll í heild, geta ekki náð yfirráðunum í Austurálfu”. Stjórnin á Rússlandi. Fyrst eftir að Nicholas II. tók við stjórn a Russlandi var mikið gumað yfir því hvað hann hefði fyrirhugað miklar breytingar til bóta fyrir þjóð sma, að hann jafnvel mundi gefa þjóðinni einhverja mynd af löggjafar- þingi. Síðan hefir hann látið auglýsa, að alt tal um slíkt só ómyndugra tal og að sér hafi aldrei í hug komið nein breyting, en að hann þvert á móti muni halda fast við þær brautir, er faðir sinn hafi gengið. Þessi aug- lýsing kom þjóðinni á óvart og er síðan enginn skortur á óánægju og tiltölulega stóryrtum ávörpum, sem ganga út á að lýsa því hve ilt hinn ungi keisari sjálfur hafi af að svíkja þannig vonir almennings. I Eebrúar-hefti tveggja tímarita í Bandaríkjum eru ritgerðir um stjórn Rússa, í “North American Review” eftir C. E. Smith, fyrrum ráðherra Bandaríkja á Rússlandi, sem leiðir rök að þeirri skoðun sinni, að þar geti ekki orðið nein umbreyting sem stend- ur. Meðal annars dregur liann fram þá ástæðuna, að þó keisarinn vildi umturna öllu, en sem hann iiaíi ekki sýnt löngun til, þá bæri ritstofuveld- ið, hefðin og‘ venjan liann ofurliða. Ráðgjafa skifti muni heldur ekki eiga sér stað nema nauðsyn krefji, þ. e. að daítiðinn eða einhver sérleg slj-s geri það óumfiýjanlegt. í “Frank Leslies Monthly” er rit- gerð eftir rússneskan rithöfund, en búsettan í Bandaríkjum, Valerian Gribayédoff. Hans skoðun er að mörgu leyti ólík Smiths. Af því keisarinn sé ungur og hafi séð svo mikið af heiminum þykir honum óhugsandi annað en smámsaman losi liann um böndin á þjóðinni. Einkum hýzt hann við breytingum til hóta að því er snertir hændastéttina, sem nú getur naumast risið undir gjaldbyrðinni. En of mikið segir hann sé að búazt við löggjafarþingi, jafnvel þeirri þingmynd, er skipuð yrði eingöngu aðalsmönn- um, klerkum og landsdrottnum. Onn- ur umbót, sem hann vonast eftir áður en langt liður, er lögreglustjórn með nýju fyrirkomulagi og það álítur hann nauðsynlegustu umbótina, þegar 4 alt er litið. Eins og nú er, er enginn maður óhultur fyrir þeim skálka fiokki og sé maður kærður, er engrar veru- legrar réttarhótar að vænta, hversu hæfulaus sem kæran verður sýnd. Eina ráðið er að greiða blóðsuguin þeim þagnarfé, hvert sem ástæða er til þess eða ekki, enda er aðal-tekju- grein lögreglunnar innifalin í þannig fengnu fé — hin föstu laun stjórnar- innar eru litilsvirði í samanburði. Því til sönnunar sýnir hann fram á að allir lögreglustjórar í Pótursborg verði miljónaeigetídur á stuttum tíma. Skaðræðisgripur verður hann, ef til vill, skurðurinn mikli, sem verið er að grafa frá Chi- cago suðvestur í Mississippi-fljótið. Upprunalega var aðal-verkefni hans ætlað það, að flytja burt óþverra all- an úr borginni, er leiddur verður í skurðinn um venjuleg lokræsi. En svo sjá menn nú, að það verður, ef til vill, að vissu leyti lítilfjörlegasta verkefni hans. Með honum kemur ó- slitinn skipafarvegur um miðbik meg- inlandsins alt frá Quebec að norð- austan til New Orleans að suðaustan og hefir það ef til vill meiri þýðingu en nokkur er í standi til að gera sér grein fyrir að svo stöddu. Nú, þegar skurðgerðin er svo vel 4 veg komin, eru margir farnir að óttast afieiðingarnar, að því leyti að svo mikið vatn falli um hann suður í Mississippi úr Superior-vatni, að siglingar á eystri og smærri vötnun- um verði ef til vill alt að því ómögu- legar seinnilduta sumars. Yerkfræð- ingarnir, sem fyrir skurðagerðinni standa, halda því fram að þetta sé ástæðulaus ótti, að skurðurinn geti undir engum kringumstæðum grynnt Superior-vatniö meira en svarar 3 þuml- ungum. En því aftur andæfir prof. G. F. Wright háskólakennari í Oberlin, Ohio, og viðurkendur fræðimaður í þeim efnum. Hann segir efalaust, að með tíð og tíma dragi þessi skurður til sín að minnsta kosti tíundahluta þess vatns, er nú fellur niður Niagara- gilið og hljóti sú vatns-rýrnun að hindra siglingar á stórvötnunum. En svo álítur hann mögulegt að takmarka fall vatnsins suður í Missisippi, og eins að fyrirbyggja útfall 'Superior- vatns austur, of snemma sumars. Leggur hann það því til, að flóðgarður sé bygður fyrir vatnsföflin úr austur- enda þess og flóðinu bönnuð framrás fyrr en seinnihluta sumars og þá ekki hleypt fram nema í jöfnum, ákveðnum mæli á hverjum sólahring. Með þess- um flóðgarði segir hann megi hækka Superior-vatn um 2 fet og skapa þann- ig nægan forða vatns til að fleyta skipum á eystri vötnunum haustið út. (? U DoctorWhahs^ood forcleansin^ the Scalpaod Hair, Iseem to have Iried everyhhioj'and am irv despair WhyMrs f\thevery best"í'hin^' is PALM0 *Ta(I S0AP if is splendid for Washing f^e f\ead il"preventg dryness thus pufs an end to Dandruff I and freshen5 the f\air mcely. 1 25* fORA UAfiGE TABLET Yísincli og trú. Eftir Þorst. Gíslason. (í Sunnanfara.) (Niðurl.) Eg hefi farið fljótt yfir, reynt að ilraga fram aðalkjarna í kenningum heimspekinnar nú á dögum. Ég hefl viljað gefa mönnum efni til að hugsa um, en nákvæm útlistun verður ekki gefin í stuttri grein. Þeir sem vilja fá hana verða að leita til annara tungu- mála. íslendingar liafa aldrci verið mikiö fyrir heimspeki og oiga þar litlar leiðbeiningar á sinnitungu; í þeirra stað lesa þeir postillur sínar, og þær vantar heldur ekki. En eg skal nú minnast á samband þessara kenninga við kyrkjutrúna, barnatrúna, prestatrúna, hver álirif sambúð þeirra hefir 4 lífið, hvernig við- ureign þeirra getur verkað á einstakl- inginn. Og ég tek þá dæmið frá há- skólanum herna. Fyrsta veturinn læra allir heimspekina, guðfræðingarnir eins og aðrir. í eitini kenslustundinni hlusta þeir á heimspekiskennarann. Og þótt prófessor Höffding sé enginn gárungi verður honum ekki sjaldan sú synd á að segja ýms spaugsyrði um prestatrúna. í hinum tímunum eru þeir hjá guðfræðis- kennaranum, og þar er svo sem auðvit- að að ailir góðir menn hrista sína saic- lausu prestsefnakolla yfir vantrúnni og villunni. Eins og það hlýtur að ganga til við háskólann, gengur það til í öllu lífinu. Vrið erum trúmenn á einum staðnum, brosum að öllu á hinum. Ég þarf ekki að lýsa barnatrúnni. En fjórtán ára gamiir sverjum við dýran eið að haida hana. Eáum árum seinna er alt öðrum kenningum steypt yfir menn eins og köldu vatni. Ef fjöldan- um væri ekki svona hérumbil sama, ef nokkur föst sannfæring væri til, nokk- ur sterk sannleiksást, nokkur heit trú— væriþáekki þetta ágætt meðal til að gera menn vitlausa. Og hlýtur þetta ekki að miða til að eyða siðferðislegu þreki, til að svifta menn trúnni á lifinu, á allar hugsjónír, trú á mennina og heiminn ? Menn segja að sterk trú só ómiss- andi til viðhalds siðgæðanna. Reynsl- an sýnir að trúarjátning hefi ekkert meðsiðgæðiað gera. Var ekki t. d. Diderot erki-materialisti 18. aidarinri- innai viðurkendur heiðursmaður? Bríx— ar nokkur Ingersoll, Björnson o. s. frv. um siðleysi ? Er ekki líferni G. Brand- esar fult svo heiðarlegt sem margra presta og trúarpostula. Siðgæðin eru bundin við, að menn hafi fastan vilja, heilbrigða liugsun, sjálfstraust og starfs þrek, — trú á einhverju. Og dofin og deyjandi trú er ávalt óvinurals siðgæð- is. Þegar barninu er kent að trúa því, sem það jafnvel þegar á æskuárunum auðvitað verður að fieygja frá ser að meira eða minna leyti, er lagður grund- völlur fyrir siðgæði þess. Veröldin hrapar alt í kring og manninum verður hætt við að tapa trúnni á öllu hinu fagra og góða, þegar máttarstoðirnar, sem áttu að vera, hníga niður fúnar og rotnar. Og himnarnir sem æska lians bygði kollvarpást og hrapa niður í höf- uð honum. Það er þá ekki til neins að skipa honum að stinga hugsuninni svefnþorn: trúa. Sá sem einusiuni hef- ir mist barnatrúna, fær hana aldrei aft- ur. Hið rétta er, að innræta börnunum aldrei þá trú, sem hlýtur að svíkja þau fyrr eða síöar. Séra Mattlu'as getur ekki slitið van- trúna frá volæðinu. Þetta er vitleysa. Vantrúin er nú fagnaðar- og frelsis-boð- skapur. í guðsríkinu hér á jörðunni, kristnu kyrkjunni, að minnsta kosti, er nú óöld. Annar kongur þarf að koma með öðru ráðaneyti, þ. e. nýr guð með nýjum kenningum. Það er kristindómurinn sem er vol- æðis trú. Það er hann, sem kennir að jörðin sé eymda- og táradalur, meira að segja, að hún eígi að vera það. Van- trúin kennir að hún eigi að vera bústað- ur gleði og ánægju. Veilíðan mannsins og velgengni er fyrst og fremst komin undir því, að hann hafi hraustan og heilsugóðan líkama. Prédikanir um krossfesting holdsins hafa skapað, og hljóta að skapa, kryplinga og vesalinga. Stærsta og ábyrgðarmesta syndin er að koma ekki barni sínu til skfrnar, láta það ekki læra utan að trúarjátninguna o. s. frv. Mundi ekki vera hollara að kenna fólkinu, að stærsta syndin só að gefa börnum sínum í arf ólæknandi sjúkdóma, sem meina þeim alla gleði, lífsiiautn og ánægju, og að ala þau þann ig upp, að þau verði heilsulaus og veik- bygð. Kristindómurinn styður hvergi þær framfaratilraunir, sem þjóðirnar nú sækjast eftir. Því missir liann vald yfir mönnum. “Gerum jörðina að himnaríki”, segja “nútímans speking- ar”. Og þeir, sem ekki trúa því, að mannkynið eigi hér fyrir höndum að fullkomnast, ná betri og hetri lífskjör- um, og ekki viija vinna að framförum þess af því þau séu einskisverð — Þeir eru nútimans ■cantrúarmenn, þrátt fyrir allar himnaprédikanir. Vellíðan mannanna hér á jörðunni, fullkomnara líf, betri siðir, hærri og fegri hugsjónir, leitun nýrra og nýrra sanninda, þetta er boðorð framfaranna og geta verið markmið allrar speki, alls skáldskapar, allra hugsjóna, íeinu orði: markmið lífsins.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.