Heimskringla


Heimskringla - 01.03.1895, Qupperneq 4

Heimskringla - 01.03.1895, Qupperneq 4
4 IltlMSKKINGLA 1. MAI5Z 1?>95 Winnipeg. Hr. Kristján Lífmann á Gimli heilsaði upp á oss núna í vikunni. Miss Halldóra Thomson, yflrsetu- kona, kom heim aftur um fyrri helgi, eftir dvöl nokkraí Álftavatnsnýlendu. Catarrh.—Brúkaðu Nasal Balm. Fljót og viss leekuing ; linandi, hreins- andi, læknandi. (2 Þessu blaði fylgir Febrúarhefti Aldarinnar og erum vér þannig búnir að “ná upp” þeim tveimur mánuðum sem Öldin hefir verið á eftir timanum að undanförnu. Framvegis mun hún koma út í tæka tíð. Meðlimum stúkunnar “ísafold” I. O. F. tilkynnist hér með að fyrst um sinn verður læknir nefndrar stúku Dr. Latimer 337 Ross Ave. Telephone ‘295. 1 F. T?, see. Dr. Blakely fór á miðvikudaginn af stað til Ottawa, til þess að gefa ýmsar upplýsingar áhrærandi skólamálið á fundinryn á mánudaginn kemur. Hinn ItTFebr. síðastl.gekk Jóh. G. Davíðsson, verzlunarþjónn í Milton, N. Dak., aðeigaungfrú Hildi Björnsdótt- ur frá Grafton, N. Dak. Hkr. óskar hinum ungu hjónum allra heilla. Laugardaginn 16. Febr. þ. á. gaf séra Hafsteinn Pétursson saman í hjónaband Mr. Jón Þorsteinsson og Miss G uðrúnu Jóhannesdóttir, bæði til heimilis hér í bænum. Pappírs-heildsölufélögin O’Lough- lin Bros. og Parsons, Bell & Co., hér í bænum eru um það að sameina sig. Verzlunarstöð hins sameínaða félags verður á horninu á Princess Street og Notre Danie Ave. Verkmannafélög bæjarins samþyktu á almennum fundi í gærkveldi að mjmda sérstakan, óháðann flokk, er ástunda skuli að koma verkmannafull- trúum á sambands- og fylkisþing og í bæjarstjórnina. __________^ Herra Sveinn Björnsson, járnsmið- ur í Glenboro, hefir verið á sjúkrahús- inu hér í bænum um nokkra daga. Hafði höggið sig og varð að taka af honum eina tána. Sagt að hann muni gróinn að hálfum mánuði liðnum. Svo mild var tíðin meginhluta síðastl. Febrúar, að tvisvar rigndi lítið eitt, nokkuð sem er sjaldgæft í Mani- toba um þetta leyti árs. Það kom litill skúr aðfaranótt hins 20. og aftur aðfaranótt hins 25, en af því ís og snjór var á jörðinni umhverfðust regn- droparnir í ís, er þeir komu niður. Ur bréfi frá WESTDOURNE, MAN. 18. Febr. Héðait er fátt að frétta. Almenn heilbrigði, góð tið alloftast, mjög harð- an kafla gerði þó síðastl. mánuð, er hélzt fram til þess 10. þ. m. Blíða og besta tíð siðan. — Mjög tregt gengur hvítfisksveiðin og átakanlega lágir prísar ; var byrjað með 3 cent, en er nú komið ofan í 2 cent pundið. Menn eru því farnir að taka net sín upp. Skemtisamkoma kvennfélagsins í Fort Rouge, verður haldin í McMillan Terrace (4. dyrum frá Pembina Str.), Langardagskveldið 4, Marz. PROGRAMM: 1. Rev. H. Pétursson : Ræða. 2. Dr. ÓL Stephensen : Solo. 3. Mr. St. Þórðarson : Upplestur. 4. Mr. G. Hjaltalin : Monologue. Dans og ágætur hljóðfærasláttur. Veitingar ókeypis. Inngangur 25 cts. — Byrjar kl. 8 e. h. Jaraes Farquhar. Húsflutningamaður. Ábyrgist verkið vel af hendi leyst og eins ódýrt og ódýrast gerist. Heimili: 859 Main Street. Lesið auglýsing kvennfélagsins í Fourt Rouge á öðrum stað í blaðinu. Félag þetta er nýstofnað og er þetta í fyrsta skifti að það býður mönnum á samkomu. ísl. í suður hluta bæjarins hafa drengilega sótt samkomur her nyrðra í bænum og vonast þessvegna eftir að menn gjaldi nú líku hkt f jöl- menni á þessa fyrstu samkomu í suður- enda bæjarins. Iívert var erindið ? Þegar þingi var frestáð á fimtudaginn var, til mánudags, fóru flestir utan bæjar þingm. heim .til sín. Meðal þeirra, sem auglýst var að hefðu farið heim (til Brandon) var Sifton dómsmálastjóri. Síðarmeir komst upp að hann fór á föstudaginn til Minneap- olis, dvaldi þar á laugardaginn og kom hingað aftur á sunnudag. Sumir geta til að Rockafeller eða erindreki hans hafi verið staddur í Minneapolis. Vér leyfum oss að leiða athygli landa vorra í Dakota og Minnesota að auglýsing Mr. E. Hjörleifssonar, á öðr- um stað í blaðinu. Það eru sjálfsagt fjölda margir ísl. sem ekki hafa séð Mr. Hjörleifsson, þó þeir fyTÍr hansopinberu stöðu séu honum svo vel kunnugir. Nú gefst þeim tækifæri, til að sjá hann, ef till það fyrsta og seinasta, þar semhann innan skamms yfirgefur vorn nýja heim og flytur til íslands. Forvitnin ein ætti þessvegna að knýja marga til að sækja fundi hans, en svo má hver og einn ganga úr skugga um það, að fyrirlestur hans verður góðra 25 centa virði. Únitarar hér í bænum eru að und- irbúa ágæta skemtisamkomu, sem á að haldast laugardaginn 9. þ. m. Aðal- efni samkomunnar mun eiga að verða kappræða milli Mr. M. Brynjólfssonar lögmanns frá Cavalier ogMr. W. H. Paulson, um eitt af “dagsins brennandi spursmálum” hjá oss íslendingum hér vestan hafs. Auk þess mun óg verða þar söngur o. fl. til skemtunar. — Að- göngumiðar verða til sölu hjá Mr. A. Fredrikson, Mr. J. W. Finney, Mrs. Olson, Notre Dame Ave. og víðar, alla næstu viku. Prógramið verður nákvæmar aug- lýst í næsta blaði. Ekta-vorveður það sem af er vik- unni. Sunnan og suðvestan þíðvindar á hverjum degi, svo að snjór er mjög síginn orðinn og vatnsósa, sleðafæri um það úti í verzlunarhluta bæjarins. í dag (fimtucjag 28. Febr.) norðvestan rosi. en frostlaust. Snjólegt útlit, hvað sem verður. Tvær sendinefndir fóru á fund fylk- isráðaneytisins á miðvikudaginn. Verk- mannafélögin sendu nefnd til að biðja um lagabreytingar verkmönnum til hagnaðar. Bæjarstjórnin sendi nefnd til að biðja um ýmsar lagabreytingar að því er snertir stjórn bæjarins. Meðal annars vill bærinn fá leyfi til að koma upp gasgerðarverkstæði og leiða gas um bæinn til lýsinga og hitunar. Mjólkursalar í bænum ætla að heimta að fylkisstjórninni allsherjar rannsóknir kúa í fylkinu. Halda þeir fram, sem lika virðist eðlilegt, að sé einhver lungnaveiki í kúm í bænum, þá sé hún að komin úr sveitunum, og alls- herjar rannsókn þess vegna nauðsynleg. Þeir vilja og fá að vita hvaða skaða- bóta þeir megi vænta, ef svo og svo margar af kúm þeirra verða dæmdar ó- lífar. Yeglynt félag. Fyrir 9 árum síðan gerði Geo. E. Tuckett & Sons tóbaksgerðarfél. (Ltd.) í Hamilton, Ont., sér að reglu að gefa sínum elzta vinnumanni (þeim sem lengztliafði unnið hjá því) eignbréf fyr- ir bæjarlóð í jólagjöf. Á síðastl. jólum var það hlutskifti Mr. Thomas Milligans að öðlast þessa veglegu gjöf; hann hafðí unnið hjá félaginu í samfleytt 21 ár. Auk lóðarinnar fékk hann einnig frá fé- laginu að gjöf ríflega ávísun á banka. Allir starfsmenn félagsins fengu þá sem endranær jólagjafir. Daglauna- mennirnir fengu vikukaup gefins hver, en þeir sem vinna upp á ákveðna borg- un fyrir ákveðið verk fengu þriflega Turkey til jólasteikar. Fyrir nokkru síðan breyttu eigendurnir félaginu í lilutafélag og tóku í félagið marga af vinnumönnum sínum. Er það vottur þess að félaginu er annt um hag manna sinna og vill að þeir einnig verði aðnjót- andi ágóðans af þessari arðsömu stofn- un. Mun það að réttu enn meir auka vinsældir og hylli þessa félags út í frá, öldungis eins og það eykur áhuga allra, sem hjá félaginu vinna. íslands-fréttir. [Niðurlag frá 1. bls.] veturgamalt. í Árnesi í Hornafirði var dautt um 100 f jár snemma í Desbr. í Árnessýslu hefir fárið verið einna skæð- ast á Skeiðum og í Grímsnesi. Er skrif að þaðan, að Gunnlaugur bóndi á Kiðja bergi hafi misst nálega öll lömb sín. í Kjósinni hefir fárið gert afarmikinn usla, drepið t. d. helming alls fjár hjá sumum bændum t. d. hjá Guðna bónda í Eyjum. Úr Dalasýslu er ritað 14. Des., að á allmörgum bæjum þar hafi drepizt 40—70 og jafnvel 80—90 kindur. Sagt er og, að Bjarni á Reykhólum hafi mist um 100 fjár, — Sá maður ætti mik- il laun skilið, er gæti fundið nokkurn veginn óyggjandi meðal gegn þessari landplágu, er veldur slíku stórtjóni á eignum manna. 18. Jan. Sjálfsmorð. Unglingsmaður á Ak- ureyri, Friðrik Guðjónsson _aö nafni, réð sér bana 76. Des. á þann hátt, að liann hnýtti axlaböndum sínum saman og herti svo að hálsinum með handafli. Hann hafði sömu nóttina verið tekinn höndum, við innbrot í vörugeymsluhús Sigfúsar kaupmanns Jónssonar, og hafði alllengi áður stolið þaðan á þann hátt. Dáinn 14. Des. f. á. Sveinn Sveins- son hreppstjóri í Haganesi í Fljótum eftir langa og þungð banalegu, merkur maður í sinni stétt. 4. Febr. Vœntanlegar ráðstafanir. Fregnir, sem telja má áreiðanlegar, hafa Þjóð- ólfi borizt frá Höfn um það, að í ráði sé að senda hingað til lands í ár auk "Diönu” örskreiðan fallbyssubát “Guld borgsund” til eftirlita með fiskveiðun- um (sérstaklega botnvörpuveiðunum, og að líkindum muni kapt. A. Hov- gaard, sem mörgum löndúm vorum er að góðu kunnur, ;verða skipaður yfir- maður þess skips, en bróðir hans, pre- mierlautenant G. Hovgaard, yfirmaður á “Thyra” í stað Garke’s, er ásamt lieut. Ellbrecht muni eiga að mæla upp- siglinguna á Hvammsfjörð. Dr. JShlers. Kyrkju- og kennslu- málaráðaneytið hefir í dönsku fjárlög- unum stungið upp á 3000 kr. styrk handa holdsveikislækninum dr. Elilers til að halda áfram rannsóknum sinum hér þetta ár, og verði sú fjárveiting samþykt er dr. Ehlers væntanlegur hingað í sumar, og mun þá sérstaklega rannsaka veikina við Eyjafjörð (í Höfðahverfi, Ólafsfirði og Svarfaðardal). Rektor lærða skólans dr. Jón Þor- kelsson hefir sótt um lausn frá embætti frá 1. Okt. þ. á. að telja, Hann er nú á 73. aldursári og hefir gengt rektors- störfum 23 ár. Eftir Austka. 23. Jan. FÍ8kiaili er enn þá hinn besti á Reyðarfirði öllnm, og ánnundir fjarð- arbotni tvíhlaða menn af vænum þorski Síldarajli er og þar enn góður, og höfðu menn Wathnes nýlega kastað fyrir síld. Fyrir utan þá Wathne, Tulinius, Randulph og Clausen, er allir hafa i vetur aflað sild vel, hefir Hans bóndi Beck á Sómastöðum aflað töluvert af síld, er hann mun hafa selt mesta til Fr. Wathne. — Eru það mikil auðæfi, sem komið hafa uppúr Reyðar og Eski- firði í vetur, og hafa nú einnig notast vel fyrir hina betri síldarprísa erlendis. 30. Jan. Gufuskipið uEgill" kom hingað frá Stafangri í gær. Fer þegar suður á Reýðarfjörð og tekur þar síld; heldur síðan tafarlaust til útlanda. Með því sigla til útland eigandinn Otto Wathne og vice-konsul I. M. Hansen. ÞjÓÐVIIiJINN ungi. ísafirði, 31. Desember 1894. Sektaður var ritstjóri ísafoldar 29. f. m. í meiðyrðamáli því, er ritstjóri Þjóðólfs hafði höfðað gegn honum, út af meiðyrðum í 32. tölubl. Isafoldar þ. á.; var sektin ákveðin 20 kr., eða til vara 6 daga einfalt fangelsi, orð ritstjórans dæmd ómerk, og hann dæmdur í máls- kostnað. Æfllok “ Greltis". í öndverðum nó- vembermán. þ. á. höfðaði ritstjóri Þjóðviljans unga mál gegn barnakenn- aranum Grími Jónssyni á ísafirði, rit- stjóra “Gretás”, út af ýmsum lygum, skömmum og ókvæðis-orðum, er í því blaðkrýli hafa staðið ; en jafnskjótt sem fyrir sáttanefndina kom, fórst ritstjóra “Grettis” eigi grettislegar en Svo, að hann beiddi sér griða, og voru það hans fyrstu orð, að sjálfsagt væri að taka alt saman aftur; en jafnframt mæltist hann og til þess, að vér gerðum sér f jár- útlátin til fátækra sem minst, og að sér yrði gjaldfrestur veittur fram yfir ára- mótin, af því að svo örðugt væri um fjárhaginn ! Málalok þessi létum vér síðan stefnu- vottana skora á ritstj. “Grettis” að birta í blaði sinu, sbr. 11. gr. tilskipun- unar 9. Maí 1&55, svo að lesendur hans gætu séð, hve heiðarlegt (!) blað hans hefði verið ; en—síðan hefir “Grettir” ekki sézt á rjátli, ekki komið út í 8—9 vikur, og segja því gárungarnir, að hann hafi sálazt úr ofáti, ritstjórinn hafi ofreynzt af því, að éta allan blaða- óþverran ofan í sig aftur. Málalok. Kærði cand. theol. Grím- ur Jónssoii á ísafirði, lýsir því hér með yfir, að hann afturkallar öll þau meið- andi og móðgandi orð og ummæli um kærandann, sem finnast í hinum um- stefndu tölublöðum “Grettis”, nefnil. í 6. og 9. tölubl., í 8. tbl. og í 13., 14. og 17. tölubl. Hann greiðir og, fyrir næst kómandi Jan.mán.lok, 60 ;kr.—í sekt í bæjarsjóð ísafjarðarkaupstaðar, og á- fallinn málskostnað til kæranda þegar í stað, og eru þessi mál þar með niður fallin”, og undirrituðU báðir málsaðilar sætt þessa til staðfestu, Versta ótíð hefir haldizt liér vestra um jólin, stöðugir hríðarbyljir frá 25. til 28. þ. m.. en síðan 29. þ. m. hefir verið hríðarlaust veður, en frost nokk- urt. Fmrlestir ISLEHDIH GABY GDUSUM. EINAR HJÖRLEIFSSON HELDUR Fyrirlestur OG — les nokkra skemtilega kafla 4 * n $ * % á þeim stöðum og tíma, er nú skal greina : PEMBINA, N. D. : mánud. 4. Marz kl. 8 e. h. GARÐAR, N. D. : miðvikud. 6. Marz kl. 5 e. h. EYFORD, N. D. : fimtud. 7. Marz kl. 2 e. h. MOUNTAIN, N. D. : fimtud. 7. Marz kl. 7 e. h. | HALLSON, N. D. : föstud. 8. Marz kl. 4 e. h. í samkomuhúsinu á Sandhæð- * unum fyrir norðan Tungá : ^ ■ föstud. 8. Marz kl. 7 e. h. 2 í samkomuhúsinu hjá kyrkju 3 Vídalínssafnaðar á Sandhæð- unum, N. D. : 2 laugard. 9. Marz kl. 4 e. h. MARSHALL, MINN. ^ miðv.d. 13. Marz kl. 7,30 e. h. | .MINNEOTA, MINN. : ^ fimtud. 14. Marz kl. 7,30 e.h. jj: ^ í íslendingabygðinni í Lincoln ^ í County, Minn. : föstud. 15. Marz kl. 1 e. h. | í AUSTURBYGÐ, MINN.: £ 4J laugard. 16. Marz kl. 1 e. h. * Inngangur að hverri samkomu * * * * £ í* £ í * * * Bújörð til sölu Tvær mílur frá Gimli ; á landinu eru hús og fjós, 60 tons af heyi og 16 ekrur hreinsaðar, nógur viður og vatn, og nokkrar girðingar. Lysthafendur snúi sér til eigandans. Asmundur Quðlaugsson.. Gimli, Man. Tyggid T uckett’s T & B “MAHOGANY” og “BLACK” Munntobak. Tiliiúid af Tiie Geo. E. Tuckett & Son Co., Ltd. HAMILTON, ONT. OV 10 nrr^O e^ta Confede- J U Og L\J rations-seðlar seldir á 5 cents hver seðill, 8100 og 850 seðlar 10 cent hver, 25 og 50 centa seðl- ar á 10 cent hver,§t,00og $2,00 seðlar 25 cents hver. Pantanir sendar í góðum umbúðum, ef poningar fylgja pöntun. Sendið til Chass & Bakkek, West Atlanta, Ga. TIL SÖLU er brikkhús með lóð 50 + 132 fet. Hús- ið er rétt við rafmagnssporveginn, að sunnanverðu við Central Ave., verð $1650. Gott tækifæri fyrir þá sem vilja ná ná sér í fasteign sem árlega stígur í verði. Upplýsingar viðkomandi söl- unni fást hjá J. H. OLDFIELD, 450 Main Str., Winnipeg, eða H, G. JULIUS. Hallson P. O., N. Dak. FEÆ. Nú er tíminn til að panta og kaupa hið bezta FRÆ sem fáanlegt er. Farið í þess konar erindagerðum til hins alkunna og áreiðanlega ; fræ- sala. J. M. PERKINS, 241 Main Str. WINNIPEG. Landar 1 Selkirk. Ef þið þurfið málaflutningsmanns við, þá reynið John O’Reilly, B. A., Barrister, Attorney Etc. Skrifstofa í Dagg-Block. SELKIRK, MAN. Ég sendi varning til allra staða í landin. Athugið vel hvers þið þarfnist fyrir jólin og nýjárið. Sparið peninga. Að spara peninga er sama sem aö innvinna sér peninga. Kaupið vindla og vín í inni alkunnu búð H. L. CHABOT Gegnt City Hall--513 Main Str. Til Nýja Islands. GEO. DICKINSON sem flytur póstflutning milli West Selkirk og Nýja íslands, flytur og fólk í stórum, rúmgóðum, ofnhituðum hús- sleða. Hr. Kristján Sigvalflason fer póstferðirnar og lætur sér einkar annt um vell.'ðan farþegjanna. Eng- inn maður hefir nokkru sinni haft sviplíkt eiris góðan útbúnað á þessari braut. Sleðinn fer frá W. Selkirk kl. 7 árdegis á þriðjudögum og kemur til Icelandic River á Miðvikudagskveld; fer þaðan aftur á Fimtudagsmorgun og kemur til West Selkirk á Föstudags kveld. CAIV 1 OBTAIN A PATENT? For a prompt answer and an honest opinion, write to MUNN & CO.* who have had nearly flfty years' experience in the patent business. Coramunica- tions strictly confldentiaJ. A Ilandbnok of In- forraation conceming I'ntenta and bow to oh- tain them sent free. Also a catalogue of mechau- ical and sclentiflc books sent free. Patents taken through Munn & Co. receivo epecial notlcein tho Hcientific Americnn, and thus are brought widely before tlie public with- out cost to the inventor. This splendid paper, issued weekly, elegantly illustrated, has by far tho larpest circulation of any scientiflc work iu tho world. S3 a year. Sample copies sent free. Building Edition, monthly, $2.50 a year. Singlo copios, cents. Every number contains beau- tiful plates, in colors, and photOKraphs of new houses, with plans, enabling builders to ahow the latest. designs and securo contracts. Address $1UNN & CO., Nkw Youk, 301 Buoadway, 160 Valdimar munkur. ur, en í það skiftið kannaðist ég ekki við hann. Ég spurði hann livað hann væri að gera hér, en hann svaraði því einu, að ég mætti ekki hafa liátt. Hver var hann, sonminn?” Greifanum fiaug fvrst í bug að segja ekki satt. frá, en sá sig þó um hönd og sagði honum að það hefði verið Rúrik Nevel. Skálkurinn lézt vera alveg hissa á því, að sá maður skyldi koma þangað. Urzen, sem ekki vissi neitt hvað gerzt hafði, tók sig þá til og sagði hreinskilnislega í hvaða erindum hann hofði komið og hverjar af- leiðingar hefðu orðið. Savatano lézt verða öld- ungis hissa, en þó fagnandi og glaður og þakk- aði guði fyrir þá sátt. “En hvernig gerðist þessa mikla breyting á gjúkdömi þínurn r” spurði svo prestur, eftir að sáttamálíð var úttalað. “Læknarnír héldu þú værir kominn að andlátinu þegar ég frétti síð- ast”. “Já, mér er kunnugt um það”, svaraði greif- inn og hrylti við kroppinbak. “En það var feug- jnu nýr iæknir og hann fyrirsagði nýja tegund meðala. Sagði þau gagnslaus, er ég hafði haft og f ér þú nú árangurinn”. “Já, ég sé bann”, svaraði Savatano, “og af því þ'r líður svo vel og befir skemtilegan mann til að ræða við, ætla ég að yfirgefa þig aftur. Eg þarf víða við að koma ,aður en kvöldið kemur”. Greifinn svaraði eogu og er prestur fékk ekki áskorun um að sitja lengur, hafði liann sig afstað. Eitthvaö var hann þó ad hugsa um að Valdimar munkur. 165 af því sweði ekki gera manni mein. Hann er helzt til langt frá manuabygðum til þess". “Hvar er hanu gejmdur?” “Þar sem þú stakzt upp á. I fjarlægustu hvelfingunni undir gamia baðhúsinu þínu. Og hann er ekai auðfundinn í þeiin stað”. “En hvað geturðu svo gert við líkamann 7” “Það er vandalaust að losast við hann. Það máhvljahann í gamla ræsinu. Þú veizt aðþað er til enn og ef til vill er það sumstaðar óskemmt alveg irilli hússins og árinnar, þó það nndir hús inu og í grend við það se hrunið saman og úr lagi, Það má grafa hann svo djúpt að engin lykt finnist að sumarlaginu til, jafnvel ekki í hvelf- ingunum sjálfum. Af því sérðu að hér eru eng- in vandræði”. -Ja, láttu þá verkið hafa framgang uudireins —í kvöld til dæmis”. “Annaðkveld ættí að nægja herra minn, því í kvöld er ég vant við kominn”. “Jæja, annaðkvöld þá. En gættu þess: að þetta er fast ákveðið. Svo er ekkert meira nm það mál. Þegar ég sé þig næst, vona ég að þú hafir enga afsökun fram að bera til fyrirstöðu því, að Rúrik Nevel yrði rýmt úr vegi”. “Það þarftu ekki að óttast, |herra minn. Þú mátt álíta byssusmiðinn úr sögunni þess vegna”. “Þaðer rélt! Svo sé það líka”. Þannig réði Olga hertogi Rúrik Nevel af dögum. Hætti hann þá samtalinu um stund 164 Valdimar munkur. fyrir kroppinbak og spurði. hvort nokkuð væri ervitt að ráða hann afdögum, og svaraði Savo- tano því, að enginn hlutur væri auðveldari. “Mundi það komast upp?” spurði hertog- inn. “Alveg ómögulega”. “Þá.......” “Hálft orð”. tók Savotano fram í. “Mig grunar stórlega, að það s6 þessi byssusmiður, er ‘uppgötvaði um meðala-blöndunina. Ef svo hef- ir verið, þá verður þú grunaður fyrr en ég”. “Hvað ? Hvernig dettur þér það 1 bug 7” “Mér dettur það í hug af því, að hann er bráðskarpur maður og þarf ekki að láta segja sér alt, t.il þess að sjá ganginu. Hann hefir oft kom- ið hinguð og frá þessu liúsi fór hann beina leið til greifans. Honum er nú kunnugt um hver valdur var að einvíginu, og bafi bann þó ekki nema helming þeirra gáfna, er ég ætla honum, þá veit hatm líka að þú ert orsök í meðalablönd unínni. Um jpetta þykist ég sannfærður”. “Þú segir satt, Savotano. Láttu bann deyja!” “Það hafði ég hugsað heppilegasta ráðið. Því yrði hann látinn laus síðar, yrði þér ætíð og allstaðar hætta búin”. “Geturðu unnið svo á honum, að ekki lieyrist til ykkar og enginn verði var við ferð ykkar?” "Já, það hugsaég!” svaraði Savotano og brosti. “Að minnsta kosti mundi háreystin, sem Valdimar munkur, 161 seyja meira, því hann stanzaði tvisvar áðnr en hann komst íram að dyrunum, en sasði þó ekk- ert er til kom. Undireins og hann kom út, tók hann stryk upp í efri deild borgarinnar og nam hvergi staðar fyrr en hann kom að húsdyrum liertogans af Tula. Dyravörðurinn leyfði honmn orðalanst að ganga inn og í forsalnum spurði prestur þjóna nokkra eftir liertoganum. Einn þjónanna fór þegar að leita að liertoganum, kom innan skamms aftur og bað kroppinbak að fylgja sér inn í prívatstofu lians. “Hvað er í fréttum, Savotano? Hefirðu séð greifann nú nýlega?” spurði’Olga undireins og þjúuninn'var gengin út. “Já, ég kem fra honum rakleiðis, en fátt kann ég af góðum íréttum. Fanturinn er að raknavið!” „ “Að rakna við?” tók Olga upp og var hissa. “Þú sem fullvissaðir míg um að hann væri þeg- ar frá”. “Og það var satt. Hann var nærri farinn, en nú er liann a batavegi”. “Hvernig víkur því við?” •‘Hann segist hafa fengið nýjan læknir, sem sagði ónýt öll bin fyrri meðul og fyrirskipaði önnur frábrugðiu”. “Og þessi nýju meðul eru að bæta honum ?” Savotanto sagði að svo væri víst. ‘Hefirðu þá ekki gert tilraun til að gera þessi nýju meðul úr gárði eins og þarí? Þú veizt það,

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.