Heimskringla - 29.03.1895, Blaðsíða 4
4
lít.lMöKRiNGLA 29. MAKZ 1895
Fluttur a Main 5treet
“ - Nr. 534 = =
Framvegis geta hinir mörgu íslenzku viðskiftamenn mín- ....
ir fundið mig að 534 ilain Str., tveimur dyram jj§x
fyrir norðan harðvörubúð þeirra Campbell bræðra.
Jafnframt leyfi ég mér að tilkynna löndum mínum,
nær og fjær, að ég hefi fengið talsvert af
úrum og klukkum
og allskonar
gull- og silfur-varningi.
Tilgangur minn verður framvegis, eins og að und-
anförnu, að gera hvem sanngjaman viðskiftamann &-
nægðan.
G. THOMAS,
Manuf. Jeweller.
Saga málarans.
Winnipeg.
Hr. Stephan Sigurðsson, kaupmað-
ur f Breiðuvík, kom til bæjarins á laug-
ardaginn var og fór aftur á mánud.
TJmtalsefni séra M. J. Skaptasonar
á sunnudagsdkeldið kemur íUnity Hall:
Að standa með sannfæringu sinni.
Skólamálið í Manito a verður um-
talsefni séra Hafsteins Péturssonar, i
Tjaldbúðinni, á sunnudagskveldið kem .
Wl\
I kvæðinu i seinasta blaði Hkr.
er prentvilla. Þar stendur í fyrsta
versi: friðarreit, en á að vera friðar-
leit.
Lesið tombólu-auglýsinguna á öðr-
um stað í blaðinu. Þar er margt og
mikið framboðið fyrir að eins kvart.—
Hjálpið fátækum landanum.
Hr. ^nar Hjörleifsson fer af
stað héðan alfarinn, með konu sína
pg bijrn, til Hevkjavíkur, laugardag.
ínn 6. Ápril níéstkðflli
Með ljúgvitnuih tókst gyðingnum
að vinna niálið, er tvetr piltar frá Nýja
íslandi höfðuðu gegn honum fyrir pen-
ingaþjófnað síðastl. haust.
Guðm. kaupm. Johnson heflr feng-
ið óvenjulega miklar byrgðir af vor og
sumar varningi, léreftum allskonar, silki
o. s. frv. — Meira næst.
Samferða hra. E. Hjörleifsson til
íslands verða, að vér höfum heyrt: ul-
afur ísleifsson, JónEinarsson Snæbeck,
ogef tii vill fleiri.
Ennþá geta menn fengiö flutning til
Nýja-íslands með pósti — frá Selkirk,
en ekki Winnipeg. Fer hann með rúm-
góðan vagn meðan gaddur er í jörðu.
Sendimaðurinn frá Ottawa, með
réttarbótakröfuna fyrir kaþólika, kom
til bæjarins á sunnudaginn var og af-
henti fylkistjórninni skjölin á mánu-
dagsmorgun.
Mál fyrir trygðarof höfðaði islenzk
stúlka, Lillie Foster (Guðlaug Jóhanns-
dóttir), ættuð af Austfjörðum, gegn
frönskum manni, og voru henni á mánu •
daginu dæmdar skaðabætur, er nema
$550.00.
Á almennum fundi í Albert Hall hér
i bænum, á þriðjudaginn 9. Apríl næst-
komandi, eiga að mæta 5 fulltrúar con-
servatíva frá hverri sveit í Selkirk-kjör-
dæmi, til þets að útnefna þingm.efni í
því kjördæmi.
Snoturt heimili við íslendingafljót
er til sölu með súrstaklega góðum kjör-
um. Menn snúi sér því viðvíkjandi
sem allra fyrst til eigandans S. B. Jóns-
sonar, Icelandic River P. O., eða Mr,
Einars Ólafssonar, Winnipeg.
Tyggid
T uckett’s
T & B
“MAHOGANY”
og “BLACK”
Munntobak.
TrLBÚIÐ AF
Thb Geo. E. Tuckbtt & Son Co., Ltd.
HAMILTON, ONT.
Hr. Einar Hjöríeifssón kötn heim
aftur úr fyrirlestrar-ferð sinni á laugar-
daginn var, þá vestanúr Argyle. Hver-
vetna var honum vel tekið og með lofs-
orði minst á hann í enskum blöðum í
bygðunum, er hann heimsótti. Þegar
litið er á peningaþröngina, hafði hann
vonum fremúr gagn af ferð ‘„inni, en
miklu betur hefði genfr ^ ef bctur hefði
árað,
í samanburði við vorvsðrið í Febr.
var Marzmán. kaldur þangnð til þann
17. Síðan sumarveður að v’ndantekn-
um tveim dögum, og snjór allur farinn
fyrir viku síðan. Bændur vestur um
fylkið, og enda í grend við Winnipeg,
byrjuðu að undirbúa jörð fyrir sáning
og sá hveiti fyrir siðustu helgi.
Rakarabúð Árna Þórðarsonar er að
— 218 Jame* Str. West —
rétt á móti Police Station. í búðinni.
vinnur enskur rakari, sem áður heflr
unnið í íslenzkri rakarabúð hér i bænum.
Komið við í nýju búðinni.
Fyrirlestur sinn um Vestur-íslend-
inga flytur Einar Hjörleifsson í Unity
Hall annað kveld (laugardag 30. Marz),
sjá augl. á ððrum stað. Það er ekki of-
sagt að segja, að það sé skylda Winni-
peg Islendinga að sækja þennan fyrir-
irlestur. Fyrst er það, að það er ef til
vill í síðasta skifti, um langan tíma að
minsta kosti, sem menn eiga kost á að
heyra hann lesa eða flytja ræðu. Svo er
hitt, að þetta er í eina skiftið nú langa,
langa lengi, að hann boðar menn á fund
sjálfum sér til arðs. Að undanförnu
hefir hann jafnan verið manna fúsastur
til að hjálpa, þegar á hefir legið að safna
fé með samkomum, og það vita þær
stofnanir, er hafa leitað liðs hans, að
hann hefir þá ekki ósjaldan verið segul-
aflið, sem dregið hefir mestan fjöldann.
Það er því skylda alira þeirra, er þannig
hafa leitað liðs hans, að minnast þess nú
og gera sitt til, að þessi kvöldstund
verði honum arðberandi.
Fundarboð.
Bændafélagsdeildin 1 Mountainview’
í Akra Township, Pembina Co., N. D.,
hefir ákveðið að halda fund Laugard,
6. Apríl 1895. kl. 1 e. h. i félagshúsinu
á Sandhæðunum, til að ræða um fram-
faramál félagsins og jafnvel að breyta
stefnu þess, sem gæti orðið félaginu til
hagsmuna. Allir fá þar málfrelsi og er
óskaðeftir að fundurinn verðivelsóttur.
A. R. McNjcol Esq.
Gen. Manager Mutual Reserve Fund
Life Association, Winnepeg.
Kæri herra !
Ég viðurkenni með þakklæti að hafa
tekið á móti $900 frá félagi yðar, sem
borgun að fullu á [ lífsábyrgð konunnar
minnar sál. Ingibjargar Guðbrandsson
upp á $1000. $100 var mér borgað strax
eftirdauðsfallið, til að borga með greftr-
unarkostnað m. m. Gerið svo vel að
færa forseta yðar og öðrum embættis-
mönnumjfélags yðar innilegt þakklæti
mitt fyrir greið skil á þessu, sem, sam-
kvæmt samningum, ekki féll í gjalddaga
fyrr en 9. Apr. Ég mun ætíð ráða mönn-
um til að ganga í yðar félag, sem er hér
um bil helmingi ódýrara en hin, sem
halda gamla lífsábyrgðarfyrirkomulag-
inu.
Yðar einlægur.
Guðmundur Guðbrandssou.
(2*K "|A ekta Confede-
J.U ZiU rations-seðlar
seldir á 5 cents hver seðill, $100 og $50
seðlar 10 cent hver, 25 og 50 centa seðl-
ar á 10 cent hver,$l,00og $2,00 seðlar 25
cents hver. Pantanir sendar í góðum
umbúðum, ef peningar fylgja pöntun.
Sendið til Ciiask & Barker,
West Atlanta, Ga.
ÝMISLEGT.
— Oröf Eou er (sögð).í grafreiti rétt
fyrir utan borgarhliðin í Jeddah og
koma iþangað 50,000 pílagrímar á ári
hverju til að skoða hana.
•— Startta eimrekan * í heimi hefir
nýlega verið smíðuð a Skptlandi, Er
hún 208 fetft löng, 40 ffetá breið, 17j fetft
djúp og ber 2,200 tons. Er hún öll ger
af stáli Og er keðjan, sem ber rekurnar
sjálfar upp og ofan og henni tilh yrandi
útbúnaður um 100 tons að þyngd. Vél
þessi getur mokað á 45 feta dýpi og var
gerð sérstaklega til að dýpka ákveðinn
farveg skipa við Bermuda-eyjar. Til
þessa hefir engin slík reka getað klofið
grjót og hefir því þurft að sprengja
klettana á undan þeim, en þetta heljar-
hákn útheimtir enga slika fyrirhöfn.
Hún mokar ósprungnum klettum eins
og leirjörð væri, og það á hún líka að
gera í álnum, sem hún á að dýpka í
Bermuda, því hann er grýttur.
*) Svð nefnum vér vél þá, er á ensku
heitir •'Dredge”, og brúkuð er til að
dýpka árfarvegi, hafnir o. þvl.
Fyrirlestur
---XJM-----
/
V estur-Islenclinga
- - - flytur - - -
Kinar lljorleifNSon
og les nokkur kvæði og sögukafla,
í XJNITT HALL
annað kveld — 30 Marz, kl. 8 e. h.
— Inngangur 25 cts. —
Og einnig sama fyrirlestur í
West Selkirk
í samkomusal -----
- - - - Þorst. Oddsonar
þriðjudaginn kemur (2. Apríl)
kl. 8 e. h. — Inngangur 25 cent.
Tombola og Dans
k Northwest IIall
(Corner Ross Ave. & Isabel Str.)
næstkom. þriðjudag — 2. April.
kl. 7J e. h.
Program :
1. Tombola.
2. Mr. B. L. Baldwinson flytur ræðu.
3. Mr. S. Anderson syngur sole.
4. Mr. S. J. Jóhannesson les upp.
5. Dans.
Drættir á tombolunni verða fáir, en
yfir höfuð í betra lagi og margir ágætir.
Inngangur að eins 25 cts., og fylgir einn
dáttur ókeypis. — Ágóðanum verður
varið til styrktar fátækum, heUsubiluð-
um landa. — Munið eftir deginum :
þriðjudaginu kemur, kl. 7J e. h.
Tombola, ræður, söngur, dans,
— alt fyrir ein 25 cent. —
Wm. Amlerfton
118LydiaStr. Winnipeg.
Hinn eini ísl. agent fyrir allskonar
hlióðfærmn^g^Iusic^
Ábyrgist að útvega löndum sínum hljóð
færi fyrir lægra verð enn þeir geta feng-
ið hjá öðrum í bænum. Gömul lUjóðfæri
tekin sem borgun upp í ný.
Orðabelgurínn,
Kattaþvottur
Jóns og Alberts, má yfirlýsingin í Lög-
bergi nr. 7, með réttu nefnast; en eftir-
tektaverður er hann þó, og ekki síst sú
upplýsing, að það hafi verið Mr. Jón
PétursSóll, éém sé bendíaður við þetta,
sem Albert Jóhannesson nefnir ‘mútu’-
mál. Það sætir furðu, ef J. P. kann því
vel af honum sem kunningja sínum, (að
minsta kosti við síðustu sveitarráðs-
kosningar), að leggja nafn hans við ann-
an eins óþokkaskap, og hér er um að
ræða, og einkennileg afleiðing af kunn-
ingsskap þeirra, að A. skuli sýnast nafn
J. P. eiga heima í sambandi við slíkan
ófögnuð. Undir líkum kringumstæðum
hefði einhvern tíma verið sagt, að sá
hefði höggvið sem hlífa skyldi, og ómögu-
legt var að ‘sverta’ J. P, rækilegar með
öðru fremur, en bendla hann við þetta
tuddastryk. “Miklir menn erum við.
Hrólfur minn,” Engan mun hafa grun-
að að annað eins byggi í Jóni, eins og
hann nú sýnist gætinn, mjúkur og góð-
ur, en “ekki er alt sem sýnist,” segir
máltækið.
Að Albert skyldi taka til sín ‘mútu’-
glósu-greinina, sem hann kallar, i þ. á 3.
nr. Hkr.. er alveg merkilegt. Skyldi þar
sök hafa bitið sekan ? Skyldi sá grein-
arhöfundur hafa hitt rétt á hausinn á
naglanum ? Hvort tveggja mun nú
mega svara játandi, því hversu illa að
yfirlýsingin opinberar J. P., þá hefir þó
Albert opinberað sjálfan sig hálfu ver,
eins og sjá má af þessum hdskalegu vott-
orðum :
Ég undirritaður hefi heyrt Aibert
JóhannessoD, Geysir P. O., sjálfan
segja, að sér hafi verið boðin þóknun
fjrrir að greiða Mr. J. Magnússyni at-
kvæði sitt 18. Des. síðastl.
Þessa yfírlýsing er ég reiðubúinn að
staðfesta með eiði, hvenær sem þörf ger
ist.
Geysir P. O. 27. Febr. 1895.
Andrés Skaofeld.
Ég undirskrifuð, Þóranna Björns-
dóttir, Geysir P. O., lýsi hérmeð yfir,
að ég hefi heyrt Mr. Albert Jóhannes-
son, GeysirP. O., sjálfan segja, að sér
hafi verið boðin málsverður til þess að
greiða atkv. með Mr. Jóhannesi Magn-
ússyni, sem oddvitatfni, við sveitarráðs-
kosningar í Gimlisveit í síðastl. Desem-
bermán.
Þeesa yfirlýsing mína er ég reiðu-
búin að staðfesta með eiði hvenær sem
krafist verður.
Geysir P. O., 26. Fehr. 1895.
Þóranna Björnsdóttir.
Ég, Guðmundur Guðmundsson,
Geysir P. O., lýsi hérmeð yfir, að ég
hefi heyrt Mr. Albert Jóhannesson,
Geysir P. O., sjálfan segja, að sér hafi
verið boðin málsverður til þess að
greiða atkv. með Mr. Jóhannesi Magn-
ússyni sem oddvitaefni, við sveitarráðs-
kosningarnar í Gimlisveit í síðasti. Des-
embermán.
Þessa yfirlýsingu mína er ég reiðu-
búinn til að staðfesta með eiði, hvenær
sem krafist verður,
Geysir P. O., 26. Fehr. 1895-
Guðmundur Guðkundsson.
Sér nú ekki Albert af þessum vott-
orðum hvar hann er staddur?
Ekki lætur Albert sér nægja að gera
Mr. J. P. að ómerkilogum manni — (ég
mundi í sporum J. P. senda Albert
‘hnútu’ fyrir, hann ætti það nú sannar-
lega skilið) — heldur einnig einhvern af
kjósendum Mr. St. Sigurðssonar; en af
því að fáir þeirra munu vilja gera svo
litið úr sér, að skamma annan eins sið-
ferðislegan vesaling og Albert er, þá er
best að lofa honum að standa við orð sin
með því að sanna þau, á sama hátt og
hann er nú sannaður að sök ; að öðrum
kosti stendur hann og hans meðhjálpar-
ar alstrípaðir, eða hvað verra er : æru-
leysis-háðunginni iklæddir.
Kjóaandi St. Sigurðasonar.
HONUM YAR ÆTLAÐ LÍF EINN
MÁNUÐ.
Fékk fyrst gigtarkast, og þar næst
limafallssýki. — Var orðinn von-
laus, og langaði til að deyja
og losast við kvalirnar að lokum
fann hann meðalið og segir hina
merkilegu sögu sína.
Tekið eftir Sherbrook Gazette.
Hinar góðu verkanir sem Dr. Willi-
ams Pink Pills hafa eru vel kunnar
blaðinu Gazette það er all-títt að fólk
kemur inn á skrifstofu þess og segir
frá að það hafi læknað sig með þeim.
Stundum heyrum við hreint yfirgengi-
lega merkilegar sögur um hinn lækn-
andi kraft þeirra og eina af þeim
heyrðum við nýlega, sem var svo eftir-
tektaverð í sjálfu sér að oss fanst
ástæða til að gera ýtarlega rannsókn
henni viðvíkjandi. Vér brúkuðum öll
fáanleg tækifæri til þess og getum
með sanni sagt að eftirfylgjandi frá-
saga er sönn. Það eru fáir betur
þekktir í þessu héraði en Mr. A. T.
Hopkins frá Johnville Que. Áður en
hann flutti til Johnville bjó Mr. Hop-
kins við Windsor Mills og var í þrjú
ár í sveitarstjórn þess héraðs. Þegar
Mr. Hopkins var ungur var hann al-
kunnur fyrir krafta og lipurð sem
glimumaður kraftar hans komu sér
vel því að hann vann ákaft að strangri
vinnu : færði til og írá þunga mjöl-
sekki í millu sinni marga klukkutíma
á dag og hélt þó stundum áfram fram
fram á nótt. Þó hann væri sterkur
og þó hann væri ötull þá er ekki
langt síðan að hann var eins ósjálf-
bjarga eins og barn, og leið óbærilegar
kvalir. Fyrir hér um bil þremur ár-
um, þegar hann bjó við Windsor Mills
varð hann veikur af ákafri gigtar-
bólgu, Það versnaði stöðugt þrátt
fyrir meðul og forskriftir og þegar
veikin hafði varað eitt ár fékk hann
limafallssýkiskast. Hægri höndin og
hægri fóturinn urðu máttlaus, og sár
komu á líkamann. Hann þjáðist ó-
bærilega og hafði hvorki viðþol nótt
eða dag. Hann fékk sér þá heztu
meðalahjálp sem kostur var á en lækn-
arnir gáfu honum enga von. “Hann
deyr sjálfsagt innan mánaðar,” sagði
einn merkur læknir sem hjá honum
hafði verið. “Hann verður fatlaður
aila æfi,” sögðu tveir aðrir læknar.
Það var engin furða þó'. að honum
findist iífið þungbært, og að hann
langaði til að deyja, Þegar þarna var
komið sögunni var komið1 fram í
Ágúst 1892. í Október um haustið
heyrði hann fyTst getið um. Dr. Willi-
ams Pink Pills og afréð hann það í
vonleysinu að reyna þær. Hann gerði
það, og áður en langur timi var lið-
inn gat hann farið að koma út. Hann
hélt áfram með pillurnar og fylgdi
vandlega forskriftum, og nú er hann.
eins sterkur og hraustur eins og hann
var í ungdæmi sinu, og getur nú
stundað atvinnu sína óhindrað.
Þannig er þá hin merkilfega saga
sem fregnrita blaðsins Gazette var sögð
af Mr. Hopkins sem þakkaði Dr. Willi-
ams Pink Pills bata sinn og hann er
reiðubúinn til að segja hverjum sem
vill þessa sögu sína.
Slæmt blóð eða veiklað taugakerfi.
er orsökin til flestra sjúkdóma sem
þjá mannkynið, og með því að Dr..
Williams Pink Pills bæta blóðið og
styrkja taugarnar uppræta þær flesta
sjúkdóma, og koma sjúklingum til:
heilsu og krafta. Þær eru óyggjandi
við limafallssýki, mænusjúkdóm, riðu.
mjaðmagigt, gigt, heirnakomu, kirtia-
veiki etc. Þær eru einnig sérlega
góðar við ýmsum sjúkdómum sem eru
einkennilegir fyrir kvennfólk. Þær
bæta litarháttinn og gera líkamann
hraustan. Karlmenn sem hafa ofþreytt
sig á þungri vinnu fá ekkert betra
meðal. Pillurnar eru seldar hjá öllum
lyfsölum og sendar með pósti fyrir
50 cents askjan eða sex öskjur fyrir$2.50>
frá Dr. Williams Medicine Co. Brock-
ville Ont. eða Shenectady N. Y. Varið
yður á eftirstælingum sem sagðar eru
“alveg eins góðar.”
FRÆ.
Nú er tíminn til að panta og kaupa
hið bezta FRÆ sem fáanlegt er.
Farið í þess konar erindagerðnm
til hins alkunna og áreiðanlegal fræ-
J. M. PERKINS,
241 Main Str.
WINNIPEG.
200 Valdimar munkur.
XVII. KAP.
Hvað gerðist í náttmyrkrinu.
“Ég þori það ekki—þori það ómögulega!”
“En það er þó eina vonin”.
“Hvert getum við farið 7”
“Eitthvað. Það er alt betra en að sitja hér-
Þú veizt það, elsku húsmóðir œín, hvað fyrir
þér liggur, ef þú bíður hér, Þetta er alveg eini
veguriun til að losna undan oki hertogans”.
‘•Og ég verð að fylla flokk ókunnra manna—
kasta öllu, sem mér er kært ?”
“En, Rósalind, það er þó sannarlega einn
maður til í Moskva, sem sér aumur á þérog getur
hjálpað þér. Við skulumfara til keisarans. Ef
h uin er eins og af honum er látið, þá er ég viss
um að hann hlýðir á orð þín”.
“já, en hertoginn er hár í völdum, Zenoba,
og áhrif hans í hinni miklu hirð eru meiri en lít-
il. Keisarinn þyrði ekki að stríða á móti vilja
hans”.
“Það getur verið, en égtrúi þvi ekki. At—
hugaðu þá lika hvar þú stendnr í þvi tilliti. Þú
hefir engu að tapa. Þetta jarðneskalif með öll-
um þess þrautum og sorgum getur ekki boðið pðr
neitt liræðilegra en sambúð við hertogann. Ef
þú þe^e rigDi ítt þé *kki sé nema eitt tækifæri
Valdimar munkur. 205
“Það eru nú áríðandi mál, mál, sem ríkið
varðar meira en mig”.
“Segðu þá frú málavöxtum”.
Það voru að eins tveir menn viðstaddir, De-
metrius hinngríski og einn þjónn, og samtalið
fór fram £ einni prívat-stofunni nálægt svefnher-
bergi keisarans.
“Herra”, svaraði hertoginn. “Þú manst eftir
byssusmiðnum, sem hingað var leiddur ekki alls
fyrir löngu”.
“Já ; það var hann, sem tók sverðið af
Grikkjanum mínum”.
“Sami er maðurinn. Hefirðu heyrt frá hon-
um síðan ? ’’
“Svei því, ef ég hafði ekki alt að því gleymt
honum, herra hertogi, en nú man ég vel eftir
honum. Það var stæitur strákur I”
“Já, og hættu'.egur líka, herra minn, hættu-
legur m&ður!” og hertoginn hristi höfuðið.
“Einmitt ! Hvað hefir hann gert ?”
“Hann hefir, semógveit fyrir víst, veriö
viðriðinn ýmisleg rán. Þaö var núna rett ný—
lega, að hann bftiði einn af vorum góðu prestum
og tók af honum alt sem hann hafði með sér.—
Hann er forsprakki ræningjafélags”.
“Er það mögulegt ?”
“Já, herra, ég reit það !”
“Því skyldi ég aldrei hafa trúað”.
“Það hefði ég heldur ekki gert, herra, ef ég
hefði ekki fengið ótvílugar sannanir. Eins og
201 Valdimar munkur.
hefði vitað að hún var þar sjálf, er óvíst að hann
hefði getað meinað henni að ganga vit. En nú
kom honurn ekkert slikt í hug, lauk því upp
liliðinu orðalanst. og strokumeyjaraar voru frjáls-
ar á götunni.
“Nú erum við þó æfinlega komnar út úr
kastalanum”, sagði Zenobia með andköfum.
"Leiðin er ekki löng, en nú skulum við flýta
okkur”.
Rósalind svaráði engu, en vafði að sér yfir-
höfninni, sem bezt hún gat, því vindurinn var
nístandi kaldur, og gekk svo leiðar sinnar, því
nú var vonin alvöknuð í brjósti hennar. flún
leit um öxl sér sem allra snöggvast og sá þá Ijós-
ið í gegnnm tjöldin, er hún skildi eftir í her-
bergi sínu. í þessum kringumstæðum virtist
lienni það vera eldlegt auga kölska aamla sjálfs
og að það væri að horfa á eftir henni, Varð það
til þess að hún greikkaði enn meir sporið.
Tvisvar sinnnm þennan sama dag hafði her-
toginn gert boð fyrir keisarann, en í hvorngt
skiflið var hann heima. Um kveldið gekk hon-
nm betur. Keisarinn var þú heima og fékk Olga
þegar inngöngu leyfi.
“Jæja, herra hertogi”, sagði Pétur, er Olga
gekk inn. “Hvaða erindi kalla þig að heiman
um þetta leyti dags ?”
Valdimar munkur. 201
af þúsund, þl er vænlegast að reyna að hagnýta
það, hafandi það fyriv augum, að hvernig sem
fer er engu tapað. Við skulum fara á fund keis-
arans”.
“En hvernig getur það látið sig gera Zeno-
bie?”
“Það gerum við í kvöld, þegarmyrkt er orðið
i borginni. Þá hefjum við gönguna og ég, sem
sagt, trúi því ekki, að keisarinn láti slíkt rang-
læti hafa framgang, rétt til að þóknast hertogan-
um. Hann er of göfuglyndur maður og einbeitt-
ur til þess”.
Rósalind svaraði ekki undireins, en sat og
hélt hönd undir kinn. Þegar húnrétti sig upp,
var auðséð að hún hafði gert fasta ákvörðun,
enda sagði liún þá liiklaust: “Já, við skulum
fara til keisarans, og beri hann mannlegt hjarta
í brjósti, skal hann hjáipa mér”.
“Það eitt er víst”, sagði Zensbie, “að hann
getur_undir engum kringumstæðum unnið þér
mein”.
“Hvernig a að skilja það?”
“ílann getur ekki annað meira, en kúgað <
þig til að giftast Olga. Og í samanburðinum er
öll önnur meinsemd sem fis”.
“Það er satt, Zenobie. Við skulum fara”.
Þess lengur sem Rósalind velti þessu fyrir
sér, þess meir glæddist von hennar og varð til
þess að hún ræddi meir en venja hennar var til
í seinni tíð við þjónustustúlkuna, og endur og
sinnum var sem brosflýgi um varir hennar. Þó