Heimskringla - 03.05.1895, Blaðsíða 1

Heimskringla - 03.05.1895, Blaðsíða 1
•aW . lUi\J q6 uír u08l° a- IX. ÁR. WINNIPEGr, MAN., 3. MAl 1895. NR. 18. $Dagatal t 1895 - - MAI ▼ Heimskringlu.! - - 1895 s. M. Þ. M. Fi. Fö. t t 5 ^ 2« «7 « 13 20 - 1 7 8 14 15 21 22 28 29 2 3 9 lO 1« 17 25 24 .{O »1 FRETTIR. DAGBÓK. FÖSTUDAG, 26. APRÍL. Eldur kom upp |í Itóbaksgerðarhúsi C. McDonalds í Montreal í gær og Voru þar þ4 að vinnu um 800 manns, flest á 4. lofti. 1 nnviðir allir í 2 efstu tasíunum brunnu og vatn eyðiiagði vörurnar í allri .byggingunni, Um 20 Wanns meiddist og ein stúlka svo að flún dó eftir stutta stund. Eignatjón um si milj. Ábyrgð engin, en eig- andinn margra miljóna-eigandi. Nýfundnalandsþingið kom saman í og kom þá |upp hjá sendinefndinni til Canada, að liún hafði fáar fréttir að flera af ferð sinni. Cauadastjórn hafði ekki boðið nokkur þau kjör, er nefndin vildi líta við, og Canadastjórn er enn ekki búin að segja hvort hún er ásátt ®eð framboð Nýfundnalandsmanna. Á Iaeðan svo stendur liggur málið milli Uuta. Um daginn var sagt að uppreistin * Cuba væYi um garð gengin, en af tregnum frá Spáni að dæma getur það uaurnast verið rétt, Þaðan fóru af stað í gær yfir 3000 hermenn og jafn- tramt auglýst að Spánarstjórn þyrfti að tú 20.000 hermenn enn, til að fara til eyjarinnar. LáUGARDAG, 27. APRÍL. Rafmagnsdráttvél (Locomotive) með uýjasta lagi var fullgerð í gufumagns- smiðju í Philadelphia í gær. Líktist flún mjög venjulegum gufuvagni, en hefir miklu meira afl. Ferð vélarinnar er ætlast á að geti orðið að meðaltali 35 Uiílur á kl. stund. Fregnir frá Nicaragua eru þess efn- -*s, að útlit er fyrir að í dag sendi Bret- ar liðsmenn á land í hafnstaðnum Cor- Juto og hertaki bæinn þangað til skuld- iu verður greidd. Eldur kom upp f Hartey. Manitoba, * gffir og eyðilagði um $50,000 virði af húsum og vörum. I gær léxt íLeipsig á Dý/.kalandi uafnfrægur eðlisfræðingur, próf. Karl Eudvig. Nýtt Bandalag er nú talað um í fregnum frá Washington. Sagt að Bret- ar> Bandaríkjamenn og Japanítar muni taka höndum saman til að verja sig í Austurálfu, ef Rússar spana Þjóðverja °g Frakka upp í að rjúfa gerðan samn- Jng Japaníta og Kínverja. Bretar höfðu f/rst talað um þetta við Japan- íta og þeir svo sameiginlega við Banda- nkjastjórn. Fregn þessi gerir ráð fyrir að stjórn Baudaríkja muni treg til að ganga í slíkt bandalag, en að hún á hinn bóginn sjái haginn, sem þjóðin uiundi hafa af því í tilliti til ver/.l- unar, og enn fremur, að það væri ekki Ueina rétt, þar sem Norðurálfuþjóðir flestar eru að þrengja kjör Bandaríkja öieð þvi að útiloka nautpening þeirra °S kjötmat af mörkuðunum. MÁNUDAG, 29. APRÍL. Á laugardaginn sprakk flóðgarður á suður-F rakklandi, er stóð fyrir vatni í þröngri, þéttbygðri dalskoru, en vatn- lð brauzt fram um héraðið. Drukkn- uðu þar um 130 manns og eigriatjónið er talið að nemi um 10 milj. dollars. Skeyti frá Japan segir að alvara muni í því, að Rússar, Þjóðverjar og h rakkar vilji ónýta samninginn. Ráð- herrat- allra þessara stjórna höfðu sinn 1 hverju lagi fundið að samningunum við stjórnina í Japan. Fregninni fylg- ir og að Bretar muni fylgja Japanítum og við því sama búast þeir af hálfu ít- ala. Þess vegna t.elja þeir víst að Bapdaríkjastjórn muni fylla þann íiokk inn og bíða því ósineikir átekta. Bretar tóku bæinn Corinto í Nicara- gua á laugardaginn og var þeim engin mótspyrna sýnd. — Bandaríkjastjórn stjórn kveðst okkert geta aögert þegar þannig standi á ; liafi þá ekki ástæðu að beita Monroe-reglunni, því hér sé um skuldheimtu að ræða og ekkert annað. Hudsons Bay brautin Samsæri í þeim tilirangi að bylta Havai-stjórninni á að vera upp komið í San Francisco, en ekki veit Bandaríkja- stjórn neitt um það og álitur kerlinga- sögu. Bygging hennar uni }3að liafin á ný eftir sjö ái*a vinnuhlé. ÞRIÐJUDAG 30. APRÍL. Tilraun var gerð að fella stjórn Breta með atkv. greiðslu í gær, en tókst1 ekki. Hafði stjórnin 252 atkv. sin meg- [ in, en andvigismenn 230. Gjalda-áætlun dominion-stjórnar- innar fyrir næsta fjárhagsár (til 30. Júní 1896) var lögð fyijr þingið í gær. Eru gjöldin áætluð $41,245,417; en það er $1,205,025 meira en áætlað var í fyrra | fyrir yfirstandandi fjárh. ár. I þessari! áætlun er $2,527,420 varið til skipa- skurða. Til opinberra starfa er varið $875,325 minna en í fyrra, minlcuð er og fjárvoiting til hermensku, löggæzlu í í Norðvesturlandinu og til Indíána svo nemur S184,325. Til innflutningsstarfa verður varið $7,000 minna en í ár; eftir- laun aukast um $13,000, — verða alls $273,000. — Meðal fjárveitinga í Mani- toba og Norðvesturlandinu eru : Til að fullgera iðnaðarskóla í Brandon $3,600; fyrir dómsal í Prince Albert $5,000; fyr- ir bryggju ad Ilnausum $(i/>00 (þar af $2,500 veitt í fyrra); fyrir dýpkun vatns- farvega í Manitoba $8,000 (82,000 minna en í fyrra); fyrir pósthús i Portage La Prairie $10,000; fyrir dómsal í Mooso- min $12,000; fyrir brú yfir Saskatchew- an-fljótið hjá Edmonton $25,000 (var veitt í fyrra og nú að nýju). — I þessari áætlun er ekki minst á Hudsons-flóa brautina, en aukaáætlunin er lika eftir. Afgjaldið (vextir og höfuðstóll sem þarf að innleysast) af þjóðskuldinni er nú $12,732,000, eða um $1 rnilj. meira en í fyrra. Indíánar á norðvesturjaðri Norður- Dakota láta að sögn ófriðlega. Hafði í gær verið sent eftir herliði til St. Paul, | Minn. Þeir höfðu verið að stela eldivið af stjórnarlandi til að selja og urðu upp- vægir er þeim var bannað það. MIÐVIKUDAG 1. MAÍ. Vor vertíð Nýfundnalandsmanna við selaveiðar er úti og flest skipin kom- in heim. Hafa þau yfir höfuð aflað bet- ur en um fjölda mörg undanfarin ár. Bandaríkjastjórn hefir sent 2 her- skip til Nicaragúa, Bandaríkja þegnum | sem þar eru t.il verndar, ef á þarf að halda, en sem liklega ekki verður. Mið- Ameríkuríkin öll ráðleggja Nicaragua- stjórn að greiða skuld sína og Bretar eru fúsir að bíða, ef stjórnin vill binda sig ákveðnu loforði. Þing Breta hefir tilmeðferðar frum- varp, sem ákveður að enginn maður hafi nema eitt atkv. við þingkosningar, og, að þingkosningar fari fram á sama degi á Bretlandseyjum hvervetna. Rússneskt póstskip sökk á Svarta- hafi í gær. hafði rekist 4 herskip; drukn- uðu þar 5 ínenn og farmurinn allur fórst. Herskipið skemdist líka, en náði til hafnar. FIMTUDAG 2. MAÍ. Fellihylur olli stórtjóni 4 16 mílna löngu svæði í Kansas í gær. 7 manns týndu lífi og margir meiddust, en hús voru brotin í spón og fénaður í hagan- um drepinn í lirönnum. Skeyti til Free Press í morgun, frá Ottawa, sogir, að sambandsstjórnin sé hætt við að veita Hudsonflóabrautarfé- laginu ákveðin styrk. Líkur þykja að þaö sé uppspuni fréttaiitara. Fregnir frá Austurlöndum segja að nú séu vonir til aðþræta Rússa og Jap- auíta verði útkljáö án þess til vopna verði gripið. Þræta Breta og Nicaragua-stjórnar er á enda og Bretar halda burt frá Cor- into þessa dagana. Nicaragua-stjórn hefir lofað að borga skaðabæturnar í Lundúnum að 15 dögum liðnum frá því Bretar fara burtaf Corinto-liöfn. Taktu eftir því. Einn pakki af Diamond Dye sem kostar tiu ceuts getur litað sex pund af silki eða ullardúk eftir því hve sterkur liann á að vera. Þetta er merkilsgt; og þúsundir kvenna spara peninga með því að lita brúkaðan klæðnað, pils, kápur, sjöl, sokka o. s. frv., og gera það eins og nýtt útlits. Þetta er hægt að gera með Diamond Dye. Þegar þú kaupir liti þá láttu ekki koma þór til að kaupa aðra en þá. Það eru engir litir sem jafnast við Diamond liti. Ef líkur allar eru ekki því lygnari, þá á nú virkilega að taka til starfa við þessa langþreyðu braut norður að' Hud- sonflóa,hrautina sem'menn vona að leysi alt vesturlandið úr viðjum járnbrauta- einveldisins. Þessum fregnum er ekki tekið með öðrum ein fögnuði nú, eins og fyrir 12 til 13 árum, þegar nýbyrjað var að tala um þessa járnbraut og ber raargt til þess. Fyrst það, að Greenwayingar, sem þá hömuðust allra manna mest í að heimta þessa braut, sneru við blaðinu undireins og þeir náðu völdum í fylk- inu og hafa síðan ekki viljað heyra þetta fyrirtækí nefnt og leyft, ef ekki skipað, málgögnum sínum, sérstaklega “Tribune”, að níða forstöðumenn þessa félags niður fyrir allar liellur, gera g\'S að öllum þeirra tilraunum og flytja staðlaust níð um norðurliluta síns eigin fylkis, í því skyni að afsaka gerðir Greenway’s, er hann ofurseldi sig járn- brautaeinveldinu, C. P. R. og Northern Pacific. Þetta liefir vitanlega dregið kjark úr fjölda mörgum og jafnframt því byrjunin sæla, haustið 1887, þegar bygðar uoru 40 mílur af brautinni, sem siðan hafa legið ónotaðar og ónýtar, en fylkinu til stórrar byrði, byrði, sem þó er þess eigin skuld, að nokkru ef ekki' öllu leyti, eða réttara sagt: skuld þeirra æruverðu herra, Greenwayinga, er þá rufu öll heit og gengu á gerðan samn- ing. Hvorttveggja þetta og uppihalds- litlar árásir Greenway-málgagnanna, liefir komið mönnum til að skoða þetta sem vonleysis fyrirtæki, fyrirtæki, er aldrei fáist framkvæmt og verði því aldrei meir en fjarlæg, óljós von. Það hefir ef til vill líka dregið kjark úr ■ mörgum, að nú i seinni tíð, síðan víst þótti að sambandsstjórnin mundi veita fyrrum framboðinn styrk í nýrri mynd og þess vegna nokkurnveginn víst að brautin yrði bygð, hafa Greeuway-mál- gögnin snúi'ð sér þannig, að nefna hrautina "kvísl” (af C. P. R.) norður að Saskatchewan. Nú í tvo mánuði eða meir hefir braut þessi aldrei heitið ann- að en "Saskatchewan Branch” í dálkum Greenway-málgagnanna. Snaginn sem þau hanga 4 í þessu efni er sá, að þegar sambandsstjórnin á þingi, 1891, veitti fflaginu $80,000 á ári í 20 ár fyrir póst- flutning o. þvl., þá var sá styrkur ekki veittur ncma fyrir kaflann frá Winni- peg norður að fljótinu, og með því skil- yrði, að sá kafli yrði fullgerður í sein- asta lagi 31. Des. 1896. Nú hefir þess- um styrk, að því sem sagt er, verið um- hverft i S2J milj. styrk, sem stjórnin á að halda sem ábyrgðarfé fyrir þeirri upphæð, er útheimtist til að byggja brautina á þessu svæði. Það veit lík- lega enginn hvort það er tilgangurinn j að brautin nemi staðar við Saskatche- wan-fljótið, en likur allar eru andvívar þoirfi tilgátu. Það er ómögulegt að sjá nauðsyn á járnbraut norður þangað og svo nærri skipgengu vatni, nærri að segja strandlengis meðfram því, og það er lieldur ekki hugsandi, að C. P. R. fé- lagið hefði unnið eins alvarlega á móti "kvísl” þangaö norður, eins og það fé- lag hefir gert í vetur, því sú "kvísl” mundi draga flutning að C. P. R. hraut inni en ekki frá lienni. — Alt þetta hef- ir deyft hinn forna áhuga manna, sem ekki er undarlegt, en komist hreyfing á hjólin nú og sjái menn nð hún verði framhaldandi, þá verður ekki langt t.il þess almennur áhugi vaknar, þrátt fyr- ir öll kaldaböðin, sem Greenway-mál- gögnin ætíð liafa á reiðum höndum. Horfurnar eru þessar nú : Á sunnudaginn var kom Hugh Sutherlaud, forseti félagsins og sem flestum mönnum meira hefir verið á- lasað hér vestra, tilbæjarins. Á mánu- daginn kom James Ishister frá Ottawa og á þriðjudaginn þeir Donald W.Grant frá Faribault, Miun., og Timothy Foley frá St, Paul, Minn. En þessir menn liafa komiö i stað McKenzies og D, D. Manns í Montreal, og ætla að byggja brautina norður að Saskatchewanfljóti, og þangað á hún að verða fullgerð að 18 mánuðum frá yfirstandandi tíma. meðþeim kom að sunnan Alex. Stewart sem á aðverða yfir-Engineer félagsins og sem mörgum her er kunnur að fornu- fari fyrir samskonar störf. Er mælt að á mánudaginn kemur verði mælinga- menn sendir af stað til að velja brautar- stæðið og að 2—3 dögum seinna verði annar flokkur mælingamanna sendur til að stika brautina c.g undirbúa bygg- inguna. Mr. Foley liefir látið í ljósi að innan'JJ vikna verði byrjað á brautar- byggingunni fyrir alvöru. I þessu sambandi er vert að geta þess, að "Fiee Press” og "Tribune” hafa aidrei unnið kappsamlegar ien nú að út- breiða fregnir þess efnis, að alt þetta se eintómt gabb, að stjórnin í Ottawa hafi tilkynt contrökturunum, að ef lieir leggi út í þetta starf, þá.sé það 4 þeirra eigin ábyrgð, en að luin ábyrgist þeim ekki einn eyri af peningunum sem í kostnað gangi. En eftir því sem con- traktararnir og allir leiðandi menn con- servativa segja, eru allar þessar fregnir þessara blaða hæfulausaj'. Hkr. er of- vaxið að segja hvorir hér hafa réttara, en hún vonar að jiessir andvígismenn fyrirtækisins reynist ósannindamenn nú eins og fyrr. Því miður liljótum vór að segja, að eftir iiorfunuin nú, er eins víst að brautin verði lögð urn Portage La Prai- rie og ’.norður fyrir vestan Manitoba- vatn. Ef svo verður eru það meir en illar fregnir fyrir íslendinga fyrir aust- an Manitobavatn, bæði í Grunnavatns- og Álftavatnsnýlendum og í grend við við “Narrows”. Að stefnunni verði ef til vill breytt þannig, sézt meðal annars á þvi, að á miðvikudaginn fóru þeir Hugh Sutherland, contractararnir oi Dominion þingmaður N. Boyi með Northern Pacific brautinni til Portage La Prairie og ætluðu þaðan að “keyra” yfir landið norðvestur ;Lake Dauphin til að sjá hve álítlegt er að leggja br. þar. En svo segir nú Sutherland að brautin verði bygð úfram fyrir austan vatnið líka. Má vel vera að það sé tilgangur- inn, en fyrst um sinn er valt að treysta því, að hún færist áfram þeim rnegin, ef hún á anna borö verður lögð fyrir vest- an vatnið. En hvert heldur sem verður, verður endastöðin æfiniega hér í Winni- peg, en ekki eins og Free Press segir vestur í Gladstone, eða einhverju þorpi í því nágrenni meðfram Manitoba & Northwestern brautinni. Contractararnir eiga að kaupa öll efni sem fáanleg eru til brautarinnar hér og ekki leigja verkamenn né vinnudýr annarstaðar en í Manitoba. Sagt er að fylkissrjórnin verði beð- in um helming tillagsins, sem hún hét um árið, í þvf að fá þá upphæð undir- eins og brautin er fullgerð norður að fljóti. Styrkurinn sem stjórniri lofaði var siðast $2£ miljón. Helming af því fó vill Sutherland eiga vísan nú, og hinn helminginn þegar brautin verður fullgerð að flóanum. — Bæjarstjórnin er sagt að verði beðin um land fyrir vagnstöðvar inn f miðjum bænum. Fyrirspurn. Hver sá, er vita kynni hvar stúlkan Guðrún Jósefína Jónasdóttir er niður- komin, er vinsamlega beðinn, að láta mig undirskrifaða vita það hið fyrsta. Hún er ættuð úr Axarfirði á íslandi.og fór frá Winnipeg fyrir 10—12 árum. Sömuleiðis skora ég á nefnda stúlku sjálfa að láta mig, systur sina, vita, hvar hún er, ef liún skyldi sjá línur þessar. Bru P. O. Man. 29. April 1895. Sigríður Jónasdóttir. Frá löndum. FRÉFTIR ÚR PIPESTONE-BYGÐ 23. Aprfl 1895. Héðan er nú alt hærilegt að frétta . Tíðin er afbragð. Vorið kom snemma í Apríl byrjun fóru menn að sá og eru nú lnngt komnir, sumir búnir. Ölluin entust hey sin og gripir gengu undan f0PvDA MDI^U PP Gentlemen fino PalmoTar, Soaf eXCELLENT lTCLEANSESTf SCALP, RELIEVI THE DRYNESS AN£ SO PREVENTS HA FALLING OUT. pUT UP 8ic Cake5 v PllT Ul Er vafalaust að vér seljum með lægra verði en aðrir. Það sést á því hve mikið menn kaupa hjá oss. Ef þig langar til að nota þér þessi góðu tækifæri, þá komdu strax og veldu það sem þú vilt hafa. Yér græðum ekki á því ! Yörurnar verða að seljast! Hinn mikli afslattur á Karlraanna, Drengja, TJnglinga og Barna-fötum. gerir verzlun vora fjörugri en nokkur. önnur verzlun í bænum. Það hefir gengið svo vel hjá oss, að vér bjuggumst ekki við öðru eins. Síðan við byrjuðum, liefir fólk úr öllum pörtum bæjarins komið til okkar. Ibúar norðurbæjarins komu og fóru heim ánægðir. Ibúar vesturbæjarins komu og voru hissa á hve ódýrt alt var. Margir hafa komið til okkar utan af landi, og ýmsir hafa sent skriflegar pantanir, bæði stórar og smáar ; vér afgreiðum hinar smærri eins fljótt og hin- ar stærri. Við setjum okkur það mark og mið, að uppfylla það sem við lofum og lialda við það sem við auglýsum. Við vitum að allir sem eiga viðskifti við okkur viðurkenna, að vörurnar séu eins góðar eins og þær eru sagðar, að þær séu ódýrar og að þær séu "móðins.” Karimannaföt. Vér höfum ekki rúm til að segja mikið uin þessi föt. Vér höfum hér um bil 3000 alfatnaöi úr kanadisku vaðmáli, rúðóttu, röndóttu og marglitu. Einnig Worsteds og Cheviots tvíhneft og ein hneft á $3,30, $4,50, $5,50, $6,50, $7,75 og $8,75. Hvert af þessum fötum er ágætt og sá sem á annað borð vill fá sér föt, sleppir ekki þessu tækifæri. WALSIFS drengja og barna-föt Vér höfum sérlega mikið af drengjaföt- um af öllum tegundum. Drengjaföt með löngum buxum, skólaföt og sunnu- dagaföt. Stuttbuxur á 35, 40 og 50 cts. Sailorföt 90c. $1,25 og $2,00. Vaðmáls- föt $1,50 til $3,50. Svört Worsted-föt $2,50 til $4,50. Drengja og barna hatt- ar og húfur 25c. og yfir. ITattar! Hattar ! Stórkostleg kjörkaup. Mikið að skoða i hattadeildinni, Vér höfum aldrei áður haft jafnmikið af hött- um eins og nú. AJlir með nýjasta lagi. Þér getið fengið livers konar hatt sem þér viijið. $1.00hattar nú á 50c., $1.50 hattar nú á 75c., $2,00 hattar að eins $1,00, $2,50 hattar á $1,75, $3,00 hattar 4 $2,00 og S4,00 hattar á 82,75. Skyrtur i og annað þess konar fyrir drengi og full- orðna með afarlágu verði. Flannelette yfirskyrtur að eins 20c., axlabönd 10c., hvítar skyrtur að eins 65c. Karlmanna- hanzkar 75c., kostuðu $1,50. Hálsbindi á 5, 10 og 15c., kosta helmingi meira. Vér verðum að minka fatabyrgðirn- ar og á meðan á því stendur lokum vér augunum fyrír hinu rétta verði vörunn- ar og seljum hana fyrir það sem fæst fyrir hana alt fram að 25. Mai. Á með- an á þessu stendur verður það regluleat flóð af fatnaði sem fer út úr búð Walshs á aðalstrætinu. WALSH’S fatasolubud 515 og 517 Main Str. — — — — Gegnt City Hall. góðu standi og eru nú búnir að fá haga, þó er gróður ekki mikill enn. Bændur eru nú farnir að biðja um regn, því heldur lítur þurklega út. Verða líklega bænheyrðir bráðum. Herra Magnús Daviðsson brá sér til Brandon fyrir stuttu og lcom aftur giftur. Gott dæmi fyrir hina piltana. —Hér var jörð orðin þíð svo snemma að hægt var að "brjóta” seint í Marz.— Sveitarstjórnin hefir lánað bændum eit- ur til að drepa með þessa óvinarins moldbúa, sem llta út eins og tugtliús- limir, og eru mesta skaðræði fyrir hveitið. Þeir blátt áfram stela því og fela, og hæta alt af gráu ofan á svart Yðrast aldrei og verja sig i sínum tugt- liúslegu-hreysum, þaðan hæða þeir eyrnalausu kettina og sömuleiðis hund- ana ; rétt það sama hvað margfættir þeir eru. Moldarhýsi reynast hlý og ekki viðarfrek. Þau eru sannarlega hent- ugustu nýbyggjahúsin fyrir skóglausu héruðin í Manitoba. S. B. Benedictsson flutti alfarið til Virden, er ekki búinn að taka land enn. | Honum þykir vindasamt hér, þó hefir j hann sömu skoðun á landinu og fyrr, hvað landgæði snertir. Nýlendnbúar senda jlukkuóskir sín- ar í heimáttina á eftir E. Hjörleifssyni og þakka honum fyrir það gott sem hann hefir aðhafst liér og þann fróðleik, sem Iiann hefir veitt þeim með ritstjórn sinni alla þá tíð, sem hann hofir dvalið liér. Fregnriti. WESTBOURNE, MAN., 22. APRÍL. Almennar fréttir engar; vellíðan al- menn, að sönnu var talsverð kvefsótt hér í grendinni síðastl. mánuð, en rén- aði og cló út með blessaðri vorblíðunni, er alt prýðir og græðir með nærveru sinni. Scökusinrium andar þó Ikalt og lítill gróður kominn og kenna mtnn það ísnum 4 vatúinu, sem enn hviliv á þvi, þó mikið sé hanu faiinn að g fa sig og re.ka frá landi, á hann þó mikið eftir. Við Narrows skoðaði ég land og leizt mér að nokkru leyti v.,I á það.— Með köflum er allgott heyland og nægi- legt beitiland, en vandræði hvað ervitt þar er með allan flutning og allar sam- göngur, og það hygg ég að þar fáist seint skóli; þósthús er þar ekkert og fæst að líkindum seint, Einnig (skoðaði ég land vestur í skóginum fyrir vestan vatnið. Þar var álitið mikið land byggilegt, að áliti og sögn hérlendra manna, en ég hlýt að segja það, að slíkt óþverraland hefi ég ekki séð hér í Manitoba. Þar sést ekki byggilegur skógur, ekkert gras sem bjóðandi er skepnum; í einu orði : þar er ekkert annað en fen og forræði og kalin og brunnin "brös”. Útlit því að hér verði vandræði með beit og hey fyr- ir skepnur, þvi þetta pláss vestur í skóg inum var einmitt það sem menn hér bygðu von sína á að mundi hjálpa til að dreiía úr fólki og gefa góða framtíð. Én alt bregzt og einnig þetta, og ég má fullyrða, að það kom öllurn á óvart að svona mundi fara, sem var gild á- stæða til, þar sem vegabótamaður fylk- isstjórnarinnar, Mr. Sifton í Narrows, fullvissaði menn um það gagnstæða. Ilann taldi þetta land eitt af því ákjós- anlegasta, er enn væri ónumið í Mani- toba. I. Ó. VEITT HÆSTU VERÐLAUN A HBIMSSÝNIN6UNN Oblönduð vinberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynzlu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.