Heimskringla - 24.05.1895, Qupperneq 2
9
HEIMSKRINGLA 24. MAÍ 1895.
Heimskringía {
PL'BLISHED I3Y
The lleimskriugla I’rtg. k Pobl. Co. •
•• ••
Verð blaðsins í Canda og Bandai-.: £
82 um árið [fyrirfram borgað] •
Sent til íslands [fyrirfram borgað «
af kaupendum bl. hér] 81. 4
•«®o g
Uppsögn ógild að lögum nema «
kaupandi só skuldlaus við blaðið. •
CðSS •
Peningar sendist i P. O. Money •
Order, Registered Letter eða Ex- •
press Money Order. Bankaávis- •
anir á aðra banka en í Winnipeg ®
að eins teknar með afföllum.
• • 99 ®
EGGERT JOHANNSSON •
EDITOK. •
EINAR OLAFSSON J
BUSINESS MANAGER.
• • •• •
Opfice : •
Comer Ross Ave & Nena Str. •
F. O. Box 305. 2
•••■••••••••••••••••••••
Stefnuleysi.
Það hefir verið fundið að því við oss
að vér 'nokkrum sinnum höfum nefnt
“liberal”-flokkinn í heild sinni : “stefnu
leysingja”. Það má vel vera að það
hafi verið óþarfi, því vitanlega er sann-
ur málshátturinn : “Oft má satt kyrt
liggja”. En þegar litið er á allar kring
umstæður, þá er það réíí-nefni, nokkuð
sem nafngjöfin : a/íurhaldsmaður þegar
talað er um conservatíva ekki er og
verður Ivoriandi aldrei hór í landi, þó
það ef til vill kunni að vera nær réttu
yfir á Englandi og víðar.í EvTÓpu. Vér
höfum því að minnsta kosti eins mik-
inn rétt til að kalla “liberala” stefnu-
lessiugja, þegar oss ræður svo við að
horfa, eins og “liberalar” hafa til að
kalla conservatíva afturhaldsmenn.
Líti maður aftur í tímann, þá sér
maður hve reikult hefir verið ráð “liber
ala”, að því er stefnu snertir, að undan
tekinni þeirri sjálfsögðu stefnu—sjálf-
sögðu skyldu—að andæfa stjórninni á
þingi og utanþings. í eitt skiftið hefir
stefna þeirra verið að koma tekjutolli á,
þ. e., að viðhalda tollinum, en undir
engum kringumstæðum hærri en svo,
að innheimtist nóg til að framfleyta
stjórninni. Annan sprettinn hefir stefn
an verið, að koma á verzlunareiningu
í Bandaríkunum og Canada, og í enn
annað skifti sú, að koma 4 tolljöfnuði
(reciprocity) i báðum ríkjum. Verzlun-
areining !og tollajöfnuður stóðst ekki
prófið nema skamma stund, því aug-
ljóst varð að hvort heldur sem á hefði
komizt varð útkoman eín og hin sama,
sú, að hin margfalt fólksfleiri Banda-
ríki hlutu að ráða hvaða tollur yrði lagð
ur á vörurnar. StefnuDni var því
breytt enn einu sinni og þá gert ráð
fyrir “free trade” eins og á Englandi.
Það var siðast viðtekna stefnan, og
henni var ótæpt haldið fram alt til þess
yfirstandandi dominionþing kom sam-
an. Þessi hringlandi á fárra ára tíma
er sannnefnt stefnuleysi, stefnuleysi,
semvitaskuld er sprottið af því með
fram, að conservativar hafa þrætt þá
einu gerlegu braut í þessu efni. Þeir
liafa svo lækkað tollana í heild sinni, að
liberalar hefðu ekki getað lækkað þá
meir. Allur munurinn hefði orðið sá,
að lííiberalar” hefðu að líkum lækkað
hann svo á þessari og hinni vöruteg-
undinni, að innlend félög og hefðu ekki
getað komið samskonar vörugerð á fót
í ríkinu. En upphæðina sömu hefðu
þeir orðið að innheimta, ef stjórnin
hefði átt að lifa af tolltekjum einvörð-
ungu, eða svo nálægt þeirri upphæð
sem nú er innheimt með tolli, að ein-
staklingurinn hefði naumast orðið var
við mismuninn.
Auk þessarar reikistefnn eru flokks
foringjarnir sjálfir aldrei sammála, enda
þó einhver ákveðin stefna sé viðtekin í
þann og þann svipinn. Sami maðurinn
hefir enda fleiri en eina stefnu á boðstól-
umísenn, þ. e., hann hefir eina stefnu
í Manitoba, aðra meðal bænda eystra
og þá þriðju í bæjunum, þar sem fjöld-
inn vinnur á verkstæðum, o. s. frv.
Það þarf ekki djúpt að grafa til að
sjá að svona er. í sumar [og haust er
leið, þegar sem hæst stóð stjórnmála-
boðskapur “liberala”, lofuðu British
Columbia “hberaLs” bændum þar toll-
verndun, lofuðu að tolli yrði ekki svift
af þeim útlendu vörum, sem þeir gætu
framleitt í fylkinu. í Manitoba var
“free trade” “eins og á Englandi”. efst
á dagskrá á meðan Laurier og lauten-
antar hans voru á ferðinni. I millitíð-
inni loíuðu forvígismenn flokksins í
Ontario bændunum hvorki tollverndun
né “free trade”, heldur hreinum og bein
um tekjutolli og tolljöfnuði við Banda-
ríkin bændunum í hérnðunum næst
landamærum Bandaríkja. Flokksfor-
ingjarnir í sjófylkjunum—Nova Scotia
og New Brunswick—aftur á móti skuld
bundu sig til að svifta öllum tolli burtu
Þetta sýnir að stefnan er ekki fastákveð
in, en að hver leiðtoginn fyrir sig skap-
ar sér stefnu í það og það skiftið, eftir
veðurstöðu.
Hvað Laurier sjálfur kann að hafa
sagt stefnuna eystra, látum vér ósagt,
þó líklegt sé að hann hafi verið sjálfum
sér samþykkur og eins og hér vestra
lofað “free trade” “eins ogá Englandi”,
svo fljótt sem kostur væri á. En sé
það hans ætlun, þá er það fram komið
síðan þingið kom saman, að fjármála-
stjóri hans væntanlegur, fósturlands-
níðingurinn Sir Richard Cartwright.
hefir alt aðra skoðun. Hann segir af-
dráttarlaust að hann ætli sór ekki að
taka upp fyrirkomulag eins og það á
Englandi, ætlí sér ekki að leggja tekju-
skatt né aðra beina skatta á alþýðu.
Hver þeirra verður yfirsterkari í því
efni, að heimta hlýðni við sína skoðun,
er óráðin gáta, en líkur mæla með því,
að Laurier láti undan, af því hann er
lipurmenni, en Cartwright þverlyndur
þursi, sem enginn getur ráðið við, þó
flokkurinn neyðist til að viðurkenna
hann.
Þetta er stefnuleysi hvaða helzt
nafni öðru sem flokkurinn flaggar með.
Laurier, Cartwright, Mills og svo hinir
smærri leiðtogarnir hver af öðrum vilja
og segja sitt hver. Þeim kemur saman
að eins um það eitt, að undir engum
kringumstæðum megi rétta nýrri iðn-
aðarstofnun hjálparhönd á meðan hún
er að komast á fót, með því um tíma að
hafa tollinn lítið eitt hærri á þeirrivöru-
tegund, heldur en útheimtist til að fá
inn nægilegt stjórninni til framfærslu.
Heldur en gera það sé sæmra að eftir-
láta Bandaríkjamönnum alt canadiskt
vöru-efni, óunninn málminn, óunnið
timbur, o. s. frv. og kaupa svo hina
unnu vöru að þeim síðar. Þetta er eina
stjórnmálastefnan, sem forvígismenn
“liberala” á Dominion-þingi eru nokk-
urnveginn sammála um, en þó aldrei al-
gerlega samtaka, því þegar tileinstakra
iðnaðargreina kemur verða ætíð ein-
hverjir þeirra til að heimta tollverndun
“rétt á þeirri einu vörutegund,” eins og
t. d. Jos. Martin í fyrra, þegar talað
var um að afnema eða lækka að mun
aðflutningstoll á sauða og svína kjöti.
Svo sýna og verkin, að gamli “lilierala”-
öldunguriryi, Sir Oliver Mowat er ekki
fylgismaður þeirrar skoðunar, að bók-
staflega öll tollvernd verði að fara.
Hann hefir ef til vill aldrei talað orð í
þá átt, að tollvernd sé á stundum nauð-
synleg, en hann hefir breytt þannig, að
sú skoðun hans leynir sér ekki. "Liber-
ölum” á dominion-þingi þótti það vís
vottur um einhver ný skálkapör þegar
dominion-stjórn ákvað að gefa 2 doll.
fyrir hvert “tonn” af járni, sem hreins-
að væri og umhverft í verzlunarvöru í
Canada, Það var hjá Cartwright ein
hræðilegasta myndin af verndartolli.
Þrátt fyrir það lej fði Sir Oliver Mowat
sér stuttu síðar að lögleiða á Ontario-
þingi, að fylkið skuli greiða 1 doll. fyrir
“tonn” hvert af járni, sem hreinsað sé
og umhverft í verzlunarvöru innan Ont-
ario-fylkis. Ef það var óhæfilegt að
vernda þessa grein iðnaðarins með 2
dofl. verðlaunum, þá var þó enn óhæfi-
legra að bæta 81 þar ofan á, svo alls
yrði tollverndin ígildi 83 á “tonni”
hverju í Ontario. Og þetta gerði þó
“liberala” fyrirmyndin. í vetur er leið
var mikið talað um að fá Sir Oliver til
að gerast dominion-þingmaður og nátt-
úrlega meðlimur í ráðaneyti Lauriers.
Gerði hann það og næði Laurier völdun'
um er ekki ólíklegt að myndaðist ný
stefna enn, því ekki mundi Sir Oliver
gefinn fyrir að þoka fyrir Richard Cart-
wright eða nokkrum öðrum, að undan-
teknum máske Laurier. Að því er séð
verður er varanleg stefna þessvegna ekki
til hjá “liberölum” enn.
Tuttugu og átta miljónir
á Bandaríkjastjórn hjá 26 ríkjum í sam-
bandinu síðan 1837 og í raun og veru
meir en tvöfalda þá upphæð, ef vextir
væru heimtaðir af fénu í þau 58 ár, sem
siðan eru liðin. Þessi upphæð hefir ver
ið eins og gleymd væri þangað tfl nú,
að neyðin herðir að og tekjuhallinn er
svo ægilegur ár eftir ár, þá kemur upp
að stjórnin á þetta útistandandi, og er
nú talað um að reyna að innheimta það
og færa niður sem því nemur tekjuhall-
ann á næsta fjárhagsári, —því það er
búist við honum þá ekki síður en 4 2
síðastl. árum. En svo taka nú þing-
menn þessara 26 ríkja ekki vel þeirri
hugmynd, að rikin þurfi nú umsvifa-
laust að greiða þessa löDgu gleymdu
skuld. og verði þeir eindregnir á móti
endurgjaldinu, verður ervitt að fá lög
um þá fjárheimtu samþykta á þingi,
þar eð fulltrúar þessara ríkja til samans
valda meir en § atkv. í neðri deild. Eft-
ir núverandi útliti er því eins vist að
þessi riki öll—öll austurríkin, og undir-
eins auðunustu ríkin—losni við þessa
skuld, en jafni henni á alla ríkisheild-
ina, enda þótt vesturríkin öll verði þá
fyrir tvöföldu tjóni. Þau fengu sem sé
ekkert af þessu fó, en mega svo í ein-
hverri mynd endurborga það, ef aust-
urríkja-fulltrúarnir leggjast á eitt og
banna fjármálastjóranum að krefja
handhafa um peningana.
Skuld þessi er þannig til orðin, að
1836 neitaði Bandaríkjastjórn að halda
lengur áfrám bankastofnuninni : The
Bank of the United States. Þegar hann
þá hætti að starfa fékk stjórnin umráð
yfir 40—50 milj. dollars, sem hún þá í
svipinn hafði ekkert sérstakt að gera
með og hafði engin ráð með að koma á
vöxtu. Seint í Júníþað ár viðtók þjóð-
þingið tiflögu, sem fór fram á, að meg-
inhluta fjárins mætti lána þeim ríkjum,
sem þyrftu og vildu, og var þá ákveðið
að fénu skyldi útbýta meðal umsækj-
enda 1. Jan., 1. Apríl, 1. Júlí og 1. Okt
óber 1837. Af síðustu ákveðinni af-
hending varð ekki og þess vegna varð
skuldin ekki meiri en 828,101,633. En
þessi ríki fengu peningana í upphæðum
sem fylgir:
Alabama ................... 8 669,086
Arkansas..................... 286,751
Connecticut.................. 774,670
Delaware..................... 286,511
Georgia..................... 105,422
Ilflnois.................... 477,919
Indiana...................... 860,254
Kentucky................... 1,433,757
Louisiana.................... 477,919
Maine........................ 955,838
Maryland..................... 958,838
Massachusetts............. I,.?38,f74
Michigan..................... 286,751
Mississippi.................. 382,335
Missouri..................... 382,335
New Hampshire................ 669,086
New Jersey................... 764,670
New York................... 4,014,520
North Carolina............. 1,433,757
Ohio....................... 2,007,260
Pennsylvania............... 2,867,514
Rhode Island................. 382,335
South Carolin a............ 1,051,422
Tennsssee.................. 1,433,757
Vermont...................... 669,086
Virginia................... 2,198,427
Alls 8 28,101,633
Þessa upphæð vilja nú austurríkja-
þingmenn að vesturrikin yngri og fá-
tækari og sem einskis hafa notið af
þessu fé, borgi nú með sér. Þeir eru
ekki ánægðir með að halda peningun-
um vaxtalausum í 58 ár.
Canadiski fáninn.
Eins og kunnagt er, er grunnur
fánans rauður, með skjaldarmerki
hinna ýmsu fylkja, sameinuð í eitt
skjaldarmerki—Dominion-mcrkið— og
þrefalda krossinum—St. Georges, St.
Patricks og St Andrews—brezka í efra
horninu við stöngina. Þetta merki
þykir ógreinilegt, krullulegt, og er það
líka, auk þess sem það hefir það í för
mcð sér, að [í hvert skifti sem nýtt
fylki bætist í sambandið, breytist do-
minion-skjaldarmerkið. Því það myndi
illa liðið, ef einu fylki væri neitað um
það, sem öðru er veitt í því efni—að
sýna sitt sérstaka skjaldarmerki á fán-
anum. ;Á þetta skjaldarmerkja-krull
vilja menn nú binda enda og er líkast
að það verði afráðið áður en lokið verð-
ur yfirstandandi dominionþingi. Nefnd
manna með Sir Donald A. Smith í
broddi fylkingar situr við að útbúa
hinn nýja fána. Allir, sem 4 þetta hafa
minzt, eru samdóma í því að breyting-
in sé þarfleg, þó því að eins að myndin
sem kemur í stað skjaldarmerkisins só
svo skýr, að enginn geti vflzt á fánan-
um í fjarlægð þess vegna, svo einföld
og óbrotin, að hver sem vill geti gert
sinn fána sjálfur og svo alþýðleg, að all-
ir taki henni vel, og meti sem verðugt
einkenni landsins.
Hvað sem verður, þá kemur öflum
til þessa saman um, að sykurviðarlauf
(Maple leaf) sé undireins alþýðlegasta,
einfaldasta og verðugasta einkennið.
Þó eru nokkrir sem vilja að bifur (bea-
ver) sitji fyrir—sitjandi að líkum á nið-
urföllnu tré, eins og hann er oftast
sýndur. Að öllu öðru jöfnu er það
vist, að bífur iyrði aldrei nema óskýrt
merki til að sjá og enganveginn vanda-
laust að búa til. Sykurviðarlauf aftur
á móti getur hver maður búið til úr
grænum dúk, og hvanngrænt lauf á
rauðum grunni yrði bæði skýr mynd og
þægileg fyrir augað. Hvað fegurðina
srjertir, þá er samjöfnuðurinn naumast
mögulegur. Bifur er dugnaðar skepna
hin mesta. því neitar enginn, en með
sanni er ekki hægt að segja hann fall-
egt dýr. Sykurviðarlauf aftur á mótí
er óneitanlega eitt fegursta trjálauf,
sem til er í landinu. Það leynir sór
heldur ekki á dominion-skjaldarmerk-
inu, að mikið þykir í það varið.
Nokkrar athugasemdir.
Það leynir sír ekk’ í Lögb. 25.
Apríl og 16. Maí, að enn þá svíður ritstj.
Lögb. Jiað, að vér ekki skýrðum frá því,
sem vér ekki vissum, jafnframt og vér
kvöddum Einar Hjörleifsson, að útgef-
endum Lögb. hefði orðið sú skissa, að
láta undan bænum Sigtryggs Jónasson-
ar og gefa honurn ritstjóranafnið, sér
til tjóns og sjálfum honum til einskis
heiðurs. Hann langar alt af til að
sanna það, sem ómöguleikans vegna
verður aldrei sannað, það, að Hkr. geti
tekið nýjungar úr Lögb., sem út kemur
sama daginn og Hkr. er preutuð. Seint
í Apríl uppgötvar hann það, sem hann
hyggur að reynist sönnun fyrir sínu
máli. Svo segir hann frá þeirri upp-
götvun sinni 25. Apríl og uppgötvunin
er sú, að vér höfum tekið kvæði til E.
Hjörleifssonar úr Lögb. sama daginn
og Hkr. varprentuð. Þegar svo vér
skýrum frá, hvernig því var háttað,
útvegar hann sér vottorð hjá höfundin-
um, en það tekzt svo óheppleea, að vott
orðíð styður vora sögu, en ekki hans,
eins og það líka hlaut að gera.
Fallinn á þessu bragði og í þeim til
gangi að draga athygli manna frá því,
leitar ritstj. að snaga til að hanga á og
finnur hann, að honum virðist, í þessari
setningu í vottorðinu : “réðst það svo,
að hann fengi það hjá mér til þrentun-
ar”. Úr þessu og því, að vór höfðum
sagt að höfundurinn hefðl "fært” oss
kvæðið, gerir svo ritstj. það, að vér
höfum beðið höf. um kvæðið og hrósar
svo sigri yfir, að um það atriði höfum
vér þó sagt ósatt! “Litlu verður Vögg-
ur feginn”. En svo vifl nú svo til, að
vér beiddum afls ekki um kvæðið. Eftir
nokkurt samtal um gildið, sem E. H.
var haldið, um kvæðið m. fl., réðist það
án þess um nokkra bón væri að gera,
að kvæðið kæmi út í Hkr. Þó ritstj.
Lögb. auðsælega áliti þetta þýðingar-
mikið mál fyrir almenning og þó hon-
um ef til vill sé ofvaxið að skilja hvern-
ig samkomulag getur átt sér stað án
bænar af hálfu annarshvors eða ein-
hvers málsaðila, þá ætlum vér oss ekki
ótilknúðir að þrátta meira um þetta
mál.
* * *
Hrakyrða-dellunni í Lögb. 9. og
16. þ. m. dettur oss ekki í hug að svara,
ekki heldur kærunni, að Hkr. sé “borg-
að fyrir að ljúga”. Það væri óðs manns
æði að leggja út f það við tilveru, sam
jafn alræmd er fyrir skaplyndi sitt,
orðalag og ósvífni eins og ritstj. Lögi).
Ef útgefendur Lögb. eru ánægðir með
framkomu fulltrúa síns, þá er alt gott,
því vér stöndum jafnréttir.
En af því það snertir almenning,
verðum vér með fáum orðum að minn-
ast á ummæli Lögb. (9. þ. m.) um Hkr.
i sambandi við Winnipeg & Great
Northern (Hudsonflóa) brautarmálið. í
þetta sinn látum vér nægja að benda
á að sú grein í Lögb., að því er Hkr.
snertir, er öll út í hött. Það var hverj-
um heilvita manni auðséð, sem lesið
hefir dagblöðin hér í bænum, að greinin
í Hkr. var ekkert annað en fréttagroin,
sameinuð í eina heild úr hinum ýmsu
dagblöðum. Þar má ef til vifl undan-
skilja ummælin um aðgerðir Greenway-
stjórnarinnar, enhvað þau snertir segj-
um vér það eitt í svipinn. að þau plögg
eru til sem útheimtast til að sanna þau.
Sama er um þau, að sú stjórn hafi helzt
ekki viljað heyra fyrirtækið nefnt. Til
að sanna það, þarf ekki annað en fletta
upp Lögbergs-biblíunni, Tribune—aðal-
málgagni Greenway-stjórnarinnar.
Hvers vegna fer siðlaus dóni út úr
húsinu þegar húsbóndinn vísar honum
á dyr? Af því skömmin þorir ekki
annað. Ástæður Greenway-stjórnar-
innar eru áþekkar. Þrátt fyrir þræls-
bönd C. P. R. fólagsins þorði hún ekki
annað en lofa ákveðnum styrk um árið
og enn þyrði hún ekki annað en veita
liann, hvað illa sem henni fófli það, ef
um hann yrði beðið og sýnt að brautin
yrði bygð hiklaust norður að flóa.
Orða-belgurinn.
SPURNIN GAR.
1. Er ieyfilegt að taka grjót hvar
sem vill fyrir landi mínu við Winnipeg-
vatn og þó það sé mest part kalkgrjót,
og sópa þvi svo hurt að ég hafi ekkert
eftir til kalkbrennslu ?
2. Hvað eru mörg teningsfet í lög-
boðnu trjáviðar-“cord” hér í Canada og
er jöfn stærð á grjót-“cordi” og trjávið-
ar-‘ícord-i”?
SVAR. 1.: Eftir því sem vér fram-
ast vitum á stjórnin, eða hið opinbera,
alla fjöruna upp að liæsta vatnsmarki
og er grjót sem þar finst þess vegna op-
inber eign. Sé grjót fyrir ofan efsta
flóðmark er það aftur á móti ,eigin eign
jardeigandans.
2. Það eru 128 teningsfet í “Cord”,
hvort heldur er trjáviður eða grjót.
Sunnudaga-vagnar.
Að strætisvagnar gangi á sunnu-
dögum kom til tals á almennum fundi
ísl. verkmanna næstl. laugardag og ligg
ur til umræðu næst, eða að mér skildist
þar til einhver ályktun yrði gerð í því
rnáli. Sökum þess að líkur eru til að al-
mennings álits og atkv. verði leitað um
það, hvort vagnar eigi að ganga á sunnu
dögum eða alls ekki, eins og nú or, og
með því ég heyrðí að fleiri leiðandi
menn og ræðugarpar félagsins eru þvi
sterklega mótfallnir að strætisvagnar
gangi á sunnudögum, af þeirri ástæðu,
að vinnutíminn verði of langur fyrir þá
menn sem við þá vinna. Og nú þar sem
ég á alls ekki víst að geta með fullu
frelsi gefið þar persónulega álit mitt og
litlar líkur til að ég verði við verk-
mannafél. riðinn, þá vildi ég samt mega
gera ofurlitlar bendingar og athuganir
til þeirra manna, sem málinu eru mót-
snúnir, og hinna, sem eru á báðum átt-
um, eða sem sagt eruóráðnir meðhvorri
hliðinni þeir eru. Eyrst og fremst
eiga þeir dagar eftir að koma, að stræt-
isvagnar gangium borg þessa jafnt
sunnudaga sem aðra daga, þó aldrei
nema slíkt yrði með einhverjum litlum
atkv. mun felt í þetta fyrsta skifti, þvf
þörf og nauðsyn fyrir þægindum lífsins
er áleitin og óþreytandi að herja á og
yfirbuga veika og gamla venjunnar þrös
kulda. Og þarf ekki annað en líta til
allra eldri og stærri bæja og borga í
þessari heimsálfu, sem hefir á sínu pró-
grammi framför og lifsþægindi. Þvi er
þýðingarlaust að spyrna á móti þessu,
nema þá að eins til að draga það um
nokkurn tíma, sem að mínu áliti er
rangt.
Þá aðal-ástæðu, að vinnutimi verði
of langur fyrir verkmennina, er óneitan
lega slæmt að yfirvinna, þegar gengið
er út frá málefni verkmannafél. En
þegar nokkuð mikið er tfl sem vigta má
upp á móti því, eins og heilsusamleg
hressing sálar oglíkama, og það einmitt
gefur bezta tækifæri fátæka verkmann-
inum að geta haft þá ánægju hálfa dag-
stund að fara með konuna, naeð þreytu-
syipinn og fölu kinnarnar, og börnin,
sem þau elska bæði, út úr hitasvækj-
unni og þrengslunum, til jaðra borgar-
innar, þar sem líf náttúrunnar er fegra
og loftið hollara að draga að sér. Og
ekki get ég betur séð, en að fjölda af
hestum og mönnum sé þar með gefin
hvíld. Eða getur nokkur fundið rétt-
látara að hafa hesthús opin alla sunnu-
daga og þar af leiðandi hesta og menn
til reiðu að erviða, heldur en að vagnar
renni, sem þó hvorki springa af mæði
eða verða barðir til blóðs, og svo getur
ekki nema ríkt fólk hestanna notið. Eg
væri líka með því og þætti fuflnægjandi
að ekki væru vagnar látnir ganga fyrr
en eftir miðjan dag eða um há-messu á
sunnudag. Þegar ég hugsa til alls þess
ótölulega fjölda af fólkþsem á sjó og landi
verður óumflýjanlega að vinna á sunnu-
dögum, og það hættumeiri og erviðari
vinnu en renna raftnagnsvögnum, þá
verður mér að halda að ástæðan megi
til að vegast upp. Með því líka að aflir
skynsamir menn mega til að binda sig
við og fylgja ástæðum og tíma en
mega ekki setja sig upp á móti þeim
kröfum sem líf og tími heimta.
Og þar sem ég nú þykist hafa feng-
ið fullkomið jafnvægi á móti vinnutíma
ástæðunni, með því að spara máske 10
hesta á móti hverjum vagni, sem geng-
ur, og 5 menn á móti hverjum einum,
sem við þá vinna, og þar aðauki heilsu-
samlegu þægindin sem fátækari partur
fólks hefir við það að þeir gangi, þá er
nú það bezta við málefnið, að hugmynd
in hefir aldrei verið sú, að sömu menn
vinni við þá vagna á sunnudögum sem
vinna virka daga, og því er ástæðan
engin og þýðingarlaust um hana að tala
að öðrn leyti en því, að hugsast getur
að eigendur vagnafél. vildu, eða gætu
þröngvað sínum mánaðarmönnum til
vinnu allan tímann, og einungis þess
vegna tók ég hana með í reikninginn.
Enn ég býst við að hér standi annað á
bak við, nefnil. vanbrúkun helginnar og
að þetta dragrmenn frá kyrkju og kenn
ingu hennar. En þá vil ég fá að sjá eða
heyra með gagnlegum ástæðum að.slíkt
eigi sér stað, þar sem vagnar renna í
borgum ogbæjum alla sunnudaga. Ég
veit með vissu það gagnstæða, að vagn-
ar einmitt hjálpa víða til og st.yðja að
því að kyrkjur eru langtum fyllri af
fólki, en þær annars mundu verða.
Sumir munu einnig segja, að það
dragi einnig meira til glaðværðar og
gjálifis, en tilheyri þeirri heilögu ró sem
eigi að hvíla yfiröllum ásunnudeginum.
En ég vil biðja þá menn, ef þeim þykir
of kátt, að líta til sinnar voldugu nábúa
þjóðar—Bandaríkjanna—, aðhorfa heim
í hið vel kristna Þýzkaland, Svíþjóð,
Noreg og Danmörku, !og jafnvel í það
rammkaþólska Frakkland, og sjá all-
staðar gleði og glaum, samsæti og hóf-
lega skemtun seinnipart sunnudaga. Að
minu áliti fæst engin nýtileg sönnun
fyrir því, að slíkt dragi úr helgihaldi
suunudaga eða leiði mónn frekar til gjá-
lifis þó strætisvagnar gangi. En vitan-
lega má alt það sem í sjálfu sér er heil-
næmt og gott vanbrúka. Þannig er
með mat og drykk, kyrkjunnar kenning
og m. fl. En þar sem talað er um mál-
efni eða hlut sem felur í sér eða inni-
bindur mikið nytsamt og gott, þá iiafn-
ar enginn skynsamur maður því, sök-
um þess að ske mætti, að einn af hundr-
aði vanbrúkað það.
Ég gæti sagt fleira sem mælti með,
ef tími og rúm leyfði. En einungis skal
ég enn minnast á, að sjálfsagt kemur
einhverntíma að því, að strætisvagnar
renni til Selkirk, og þá um leið verður
að öllum líkindum ineiri samvinna, vin-
skapur og félagshand á milli landa, eins
og hvar annarsstaðar sem vegur er
greiður á milli. Er þá ekki skemtun og
hressing og á margan hátt gagnlegt að
geta mjög kostnaðarlítið brugðið sér
þangað og lofa gömlum vinkonum að
sjást og eins æskuvinum. Eða má ekk-
ert gera fyrir fátæku konuna og börnin
nema seig-pína þeirra sálar og líkams
líf, þar til það er gjörsamlega stein-
dautt. Sá sem er eins gagnkunnugur
örðugum ástæðum og óþægindum fá-
tækrar familíu eins og ég, hann getur
borið vitni um slíkt, og ekki séð ofsjón-
um ,’yfir ofurlitlum geisla, sem hægt
væri að smegja inn í það myrkur. Þeg-
ar ég var í Duluth, þá hagaði svo til að
menn urðu að brúka sunnudaga til að
finnast og ræða saman tilgagnsoggam-
ans—skulum i vér segja—, og vissi ég
líka með vissu, að enginn einasti maður
var mótfallinn því að vagnar gengju á
milli bæjanna, nema járnbrautarfélagið,
sem aldrei hafði viljað að strætisvagn-
ar gengju þar á milli, hvorki sunnudaga
né aðra daga. Og sama hlutfallið
mundi gilda í framtíðinni milli Selkirk
og Winnipeg, að ménn yrðu fegnir að
vagnar gengju ekki einungis virka daga
heldur einnig og allra helzt sunnudaga
líka.
Lánus Guðmundsson.
ÁHLAUPIÐ.
Kerru sína : kólgu ský,
keyrir Norðri fram;
vinda-brak sem varð af því
vakti Ránar gram.
Dætra sinna’ hann lét þá laust
liggja dúra-þorn,
kallar hátt með kyngi raust:
“Kári, blástu í horn !”
Sömu stundu græðis gnýr
gnúði heyrnar tjald,
eins og þegar þruma knýr
þrunginn skýja fald,
eða náhljóð ógnar dimt
undan bautastein
kemur upp og gengur grimt
gegnum merg og bein.
Bárur tóku falda fljótt,
fóru að skauta sér,
börðust svo með þussa-þrótt
þær við strönd og sker.
Engu var þá fleygi fær
för um hrannar völl
þar sem bárur börðust, þær s
börðust eins og tröll.
Lítið skip og lágt á borð
lagði upp að hlein;
bylgjur, gjarnar mjög á morð
mönuðuungan svein.
Einn hann varðist, ótal þar,
enn um síðir þó
hlupu þær á lilunnvalt far,
— hlóðu það í sjó.
Orendan við unnar stein
ástvin minn ég græt,
þar sem aldan þvær lians bein,
þar mín tár ég læt
hrynja niður hafs í djúp,
en hafmey ástarík
vefur úr þeim voð í hjúp
vinar míns um lík.
Svo nam gullnum geislastaf
“glóeyg” hafs við brún,
meðan græðis gramur svaf,
guðdómlega rún
skrifa 4 mar : —sú skrift er klár—
skepna hver i sjá
felli höfug harmatár,
hreinum yfir ná.
Getur verið vinur minn
verði grátinn úr
unnar-faðmi eitthvert simi
eftir sofinn dúr ;
og að strönd af stórsjó kífs
er stormur hels mig ber,
lirakinn gegn um hrannir kífs,
— að hittumst líka vér.
St.