Heimskringla - 07.06.1895, Blaðsíða 1

Heimskringla - 07.06.1895, Blaðsíða 1
Heimskringia IX. ÁR. WINNIPEG, MAN., 7. JÚNl 1895. NR. 23. j Dagatal $ Heimskringlu.! 1895 - - JUNI - - 1895 S. M. Þ. M. Fi. Fö . L. - - - - _ _ 1 2 3 4 5 6 7 8 » IO 11 12 13 14 15 16 17 18 1» 20 21 22 23 24 25 26 27 28 20 30 - - - - - - Dásamlega tekst ritstj. “Lösbergs” upp í 2 síöustu blöðum sínum, þó sérstaklega í síðasta bl. (dags 30. Maí). Hann lýsir sjálfum sér þar svo ljóslega og skoðun sinni á almennri blaðamensku kurteisi, • að ís- lenzk blaða-saga á ekki til neitt sýnis- horn, er geti jafnast á við það. Það er óefandi, það væri enda óhætt fyrir hann að “hengja sig upp á það,” (Lögbergs- islenzka !), að haldi hann til lengdar á- fram i sama stíl, verður hann, i sinni röð, frægur í sögunni fyrir rithátt sinn, ekki síður en fyrir svo margt annað, sem þessi allra kristilegasti klíku höfð- ingi hefir brallað. í einhverju ógáti hafa samt nokkr- ar mis8agnir slæðst inn í þessa maka- lausu grein hans í Lögb. 30. Maí. Hann segir með sínum venjulegu, lipru orðum auðvitað, að vér höfum vitað, að hann tæki við ritstj. Lögb. af E. Hjörleifssyni Þaö er satt, að þetta hafði heyrzt, en jafnframt hafði það lika heyrzt, að for- stöðunefnd prentfélagsins treysti sér illa, að bera þá byrði og að einhverannar, en hánn yrði auglýstur ritstj. til bráða- byrgða, þa.ngað til Ólafur Davíðsson kæmi, því á honum var sögö von. Fregnir þessu líkar voru á ferðinni um bæinn alt til þess Lögberg kom út og batt enda á þær.— Hann segir að ritstj. Hkr. hafi verið “útskúfað af iimflutn- inga-skrifstofu”dominion-stjórnarinnar. Þallinn & þessu er sá, að ritstj. Hkr. hefir ekki enn unnið svo mikið sem hálfan dag k einni eða annari inn- flutninga-skrifstofu i Winnipeg.—Hann segir að ritstj. Hkr. hafi verið “bolað út úr allri ráðsmensku” við Hkr.. Það situr ekki á oss, að svara þeirri kæru, en vilji forstöðunefndir félagsins 4 þvj tímabili virða kæruna svars, þá er þeim innanhandar, að segja sannleikann i Þessu máli.—Hannsegir, að ritstj. Hkr. sé Greenwayingum reiður af því, þeir hafi ekki viljað kaupa hann fyrir eitt- hvað 3 árum. Þessi síðasta kæra er al- gerlega skaðlaus, og það enda þó hún væri sönn, þess skaðlausari þá, þegar það er ekki. Yér getum því ekki ímynd- að oss, í hvaða tilgangi hún er búin til nema ef vera skyldi, að ritstj. Lögbergs se farið að leiðast, að róa einn á bát í því efni og langi svo til, að koraa ein- hverjum til að trúa því, að hann sé ekki eini Islendingurinn, sem gengið hefir Pólitisku mannsali. Ný föt fyrir 10 cent. Þarnaeru drengirnir henar Mrs. Brovm allir komnir aftur í ný föt. Ég hefi al- drei þekt þvilika konu ! Brown fólkið er bezt klætt af öllum í borginni, og það væri eflaust álitið eyðslusamt, ef menn vissu ekki að þetta er alt gert með Diainond Dye. I'ötin drengjanna eru gerð úr gömlum fötum af föður þeirra, sem eru svo lituð » eftir og margar af treyjum þeirra kosta ekki yfir tiu cent, sem er verðið á Dia- m°nd Dye. . l’að þarf enga æfingu til að geta lit- vT a með Diamond litum. Þeir lita nvao som er, og dofna ekki. Hinar þrjár tegundir af gvörtum Diamond litum bruKiegir fyrjr ilVaða efni sem er, eru hinir svortustu og Sterkustu litir tem hægt er að fá. Eorskriftahók og40 sýn- íshorn af htuðu klæði frítt. Wblls& Riciiahuson Co., Montreal. FRÉTTIR. DAGBÓK. FÖSTUDAG, 31. MAÍ. Sóknin hafin á ný, segja fregnir frá Hong Kong í Kína. Er sagt að Japan- itar séu byrjaðir að sækja kastala einn nyrðzt á eynni Formosa. Floti japan- iskra herskipa hefir sveimað þar um- hverfis undanfarna daga og eiga þau að hafa hafið leikinn undireins og eyjan var auglýst lýðríki. Fregn til Times í Lundúnum segir óróann á Formosa Kínverjum einum að kenna, Nýfundnalandsstjórn hefir tekizt að útvega sér 82| milj. lán til að mæta skuldunum, er falla i gjaldaga í yfir- standandi mánuði. í bráðina er hún því sloppin úr öllum vandræðum. Han- son bræður, hinir alkunnu lánfélaga- umboðsmenn í Montreal, útveguðu lán- ið hjá félagi í Lundúnuin gegn4% af- gjaldi í 40 ár. Vindur, hagl og rogn olU stórtjóni á jarðargróða í suðurhluta og um mið- bik Norður-Dakota-ríkis i gœr. Hjá einum manni eyðilögðust nær 500 ekr- ur undir hveiti í grend við Fargo. Fyrir lifsábyrgð borguðu C anada- menn á síðastl. ári $9,909,284, og fyrir eldsábyrgð $0,711,369. LAUGARDAG, 1. JÚNÍ. Hitaalda raikil gekk yfir austur- hluta Ameríku ’í fyrradHg og í gær. Hitinn var frá 88 til 95 stig á Fahr. í skugga. Elstu menn muna ekki jafn- mikinn hita í lok Maí. Smáorustur margar á Cuba, en mannakæðari miklu en orusturnar er gulusýkin í liði Spánverja. 187 menn fórust, en 20 komust af um daginn. er gufuskipið “Colima” sökk vestur af Mexico. Nýr "trúflokkur” er að sögn mynd- aður í Omaha, Nebraska, sem auðkenn- ir sig með því, nð safnaðarmenn allir, ungir og gamlir, kouur og karlar, fletta sig klæðum og sitja naktir i kyrkjunni. Presturinn lieitir John Morrow, þangað kominn frá Pittsburg, en prestar aðrir i Omaha hafa í huga að gera dvöl hans í Ncbraska skammvinna. “Heilagt” stríð heíir soldán Tyrkja að sögn lofað Norðurálfu þjóðunum og fregnir úr þremur stöðum í ríki Tyrkja Asíu nú seinustu dagana, benda til að eitthvað sé hæft í þeirri sögu. í Jeddali (við Rauðahafið) var nýlega ráðist á fulltrúa Breta, Frakka og Rússa og fylgdarmenn þeirra og sumir þtirra særðir til ólífis og einn féll dauður á staðnum. Þeir voru allir á skemtigöngu þegar flokkur Araba í fyrirsáti reis upp úr dæld og réðist á þá. Samskonar á- hlaup hefir siðar verið gert á fulltrúa læssara þjóða í Armeníu. MÁNuDAG 3. JÚNÍ. Árgentínu-stjórn er að búa sigíher- ferð gegn nágranna þjóð sinni að vest- an, Chili-mönnum. Hefir sent fulltrúa til Evrópu til vopnakaupa og ráðgerir að taka $30 inilj. lán, tilhernaðar-kostn- aðar. Þrætan rís útaf lundamerkja máli, að því er seð verðnr. Canadiski skipaskurðuj-ínn yfir Sault Ste. Marie-grandann, miRi Super- ior og Huron-vatna, tiöni-rIHplstur “Soo”-skurður, verður vígður á fimtu- daginn 13. þ. m. Fregnir koma frá Cuba þess efnis, að ósannar séu allar sögurnar sem ut- breiddar voru um að fyrirliðar uppreist- armanna, Marti og Gomez, væru fpjluir. Dómsmálastjóri lllinoisríkis-stjórn arinnar hefir um langan títna þreytt við að svipta Pullmann ríka leyfi og rótti til að halda félagi sínu í þoirri mynd sem það nú hefir. Úrskurðurinn kom á laugardaginn og er þess efnis, að Pullmann sé leyfilegt að halda áfram verkstæðum sínum í Pullman og grend- inni og selja vín og ófenga drykki i skemtivögnum sínum m. m., en óle.yfi- legt að halda hlutabrófum í járnnáma- og járnsmíðisfélagi einu, sem kent cr við Pullman, ÞRIÐJUDAG, 4. JÚNÍ. Ofsahiti liefir valdið miklu tjóni á jarðargróða í Ontario. Þrír menn dóu af hitanum í gær í Hamilton—hitinn þá 98 stig í skugga. Skógareldar í Pennsylvania valda eignatjóni svo skiftir milj. dollars. Um- ferð á sumum járnbrautunum er stöðv- uð vegna eldsins og mælt að inargt manna í sveitum úti hafi látið lífið. Bandarikja-kardinálinn Gibbons, i Baltimore, heimsótti hinn “heilaga föð- | ur”, Leo páfa 13., í gær og sat lengi á eintali við hann. Hann segir páfann frískan og yfirgengilega fjörugan og minnisgóðann, svo garaall sem hann er. Hermenn Japaníta eru komnir á land i Formosa og liafa háð eina all- mikla orustu við Kínverja. Fór þar sem fyrri, að Kínverjar urðu hrapar- lega undir. MIÐVIKUDAG 5. JÚNÍ. Manntalsskýrslurnar fyrir norð- vesturhéruðin, eftir varöliðið, cru út- komnar og sýna fólksfjöldann ónógan enn til þess fjölgað verði dominion-þing- mönnum. Tala hvítra manna og kyn- blendinga í héruðunum er : ár 1891 ár 1894 vöxtur Alberta 18,322 28,783 10,461 Assiniboia 26,448 84,792 8,351 Saskatchewan 7,460 9.931 2,471 Að Indiánum meðtöldum er ibúatal liér- aðanna aUs : 1891—66,799, en árið 1894 —86,851. — Indíánar hafa fækkað að mun í öllum héruðunum á þessum 3 árum. 25 menn hafa dáið af hita í New York og 150 sýkst á síðastl. 4—5 hita- dögum. Kínverjar afhentu Japanítum eign- bréf fyrir eynni Formosa 2. þ. m., á sunnudaginn var. Eru nú Japanítar einir um liituna í viðeigninni við lýð- valdssinna. Richard Olney, dómsmálastjóri Bandarikja, hefir að sögn verið kjörinn eftirmaður Greshams sem ráðherra-for- seti og utanríkisst jóri. FIMTUDAG 6. JÚNÍ. Fyrir 1. Jan. 1897 verður Great Northwest Central fél. að hafa aukið 50 raílum við braut sína, eða leyfið verður tekið frá því. Þetta er úrskurður dom- inion þingsins. í suður-Bandaríkjum, meðfram Mississippi og víðar, er verið að búa út skip með vopn, vistir og liðsmenn til styrktar uppreistarmönnum á Cuba. Bandaríkjastjórn hefir lofað að lita eftir þessum raönnum. Bretar hafa sent herskip til For- mosa, Evrópu-mönnum til varnar. Frá löndum. SEATTLE. WASH.; 24. MAÍ 1895. Að kveldi hins 12. þ. ra. þóknaðist forsjóninni að burtkalla úr þessuin heimi til æðri bústaðr, vora háttvirtu og elskuðu fósturmóðir Þórunni Ólafsdótt- ir, ekkju Eggerts heitius Jónssonar frá Löndu 3 í Miðfirði í Húnavatnssýslu. Um undanfarandi 9 mánuði liafðí hún þjáð/.t meira og minna af innvortis meinsemd, sem þrátt fyrir allar læknis- tilraunir leiddi hana til bana. — Jarð- arför hennar fór framm þriðjudaginn 14. þ. m. Þetta sorgaratriði tilkynnist hér með vinum og vaudamönnum fjær og nær af henrmr syrgjandi íósturdætrum. Ingihjöro Bjarnadóttir. Marorét Lubviosdóttir. * FRÁ GIMLI má geta þess, sem annara frétta, að þar myndaðist dálítill söngflokkur síðastl. vetur. Æfingar fóru fram i húsi Krist- jáns (Póturssonar) Paulson; spilaði Mrs. Paulson fyrir þeim og veitti flokknum forustu á læim stöðum, sem hann kom °Pinberlega fram. Mrs. Paulson liefir einnig, með til- styrk nokkura unglinga, haldið sunnu- dagaskóla i húsi sinu síðastl. vetur fyr- ir Þ«u börn, er það hafa viljað þiggja Auk gess hefir hún uin nokkur uudan- farin ár hjálpað skólabörnura héraðsins til þess að “brenna út gamla ,árið” og gleðja sig að öðru leyti sem þnn >>ezt hafa getað í þvi sambandi, bæði úti við og inni í húsi hennar. Hafa börnin leiðzt í kringum logann í ljósálfa bún- ingi, sungið þar sín fegurstu ljóð og þannig vakið hinum eldri ánægjulega barnagleði á hverju hverfandi ári. Það er eftirbreytnisvert fyrir ungt kvennfólk, að reyna að nema eitthvað það á æskuárunum, hvort heldur til söngs eða annara lista, sem síðar getur orðið þeim sjálfum til sóma og öðrum til ánægju. Fleiri konur en Mrs Paul- son hlytu, ef áhugi væri nógur, að geta rétt ungmennum í kringum sig hjálpar- hönd, þcim til gagns eða gleði, og ættu ekki að láta það draga kjark úr sér, að á slikt er síður minnst, sem markvert starf, en erjur þær og illindi, sem karl- menn stunda svo kajipsamlega. Mrs. Paul son á þakkir skilið af Gimlibúum fyrir framtaksemi sína til farsældar ungraennunum, og er óliætt að láta línur þessar flytja henni þær frá þeim hluta héraðsbúa. sem vilja hafa til að mota starf henuar sem vert er. m Iftt" (ftlHO -TAR CfiAFlHö 50AP (^UPTlOHS eic. fAS K« hh 3KIN SorrAHo WHiTt S5s íslands-fréttir. Eftir Þjóðólfi. Reykjavík, 3. Maí 1895. Slytför. Hinn 23. Marz þ. á. varð úti Jóu bóndi Bjarnason á Þambárvöll- um í Bitru á fjallinu milhim Þambár- vella og Heydalssels. Hann brá sér j’f ir í selið og stóð þar stutt við, en er hann var nýfarinn þaðan. skall á kaf- aldsbylur. “Jón heit. var talinn með efnaðri bændum þar í sveit, mesti gest- risnismaður, vellátidn af öllum og mik- ill starfsmaður alla æfi. Hann var hnigin á efra aldur”. Ilafínhroði kom inn á Húnaflóa vest- anverðan 29. Marz, og náðust þá 100 höfrungar í Ingólfsfirði, en 39 í Brodda- nesi. Skipttrand. Hinn 28. f. m. sleit uppog strandaði á Stokkseyri norskt skip hlaðið timbri on kolum til kaup- félags Árnesinga. AJlabröyð hcr við flóanu eru enn sem fvr sárdauf eða alls engiu að kalla má, og er því þessi verttð, sem nú er bráð- utn á enda, nfarbágborin. Austanfjalls hefir hinsvegar aflazt dável, t. d. á Stokkseyri (700 í hlut hæst) og á EjTar- bakka (600 hæst), 0n einkum hefir verið ágætisafli í Þorlákshöfn af allvænum fiski. Hæstur hlutur þar 1300 (hjá Jóni hreppstjóra á Hliðarenda). í Selvogi og Herdísarvík hefir aftur á móti verið fremur rýr afli. 10. Maí. Frá Seyðirörði er Þjóðólfi ritaðl. þ. m.: “Hafis er nú hér úti fyrir öllu Austurlandi; varð fyrst vart við hann hér i byrjun f. m.. um sama leyti og “Thyra” var á ferðinni, og liefir hann siðan verið á reki fram og aftur egtafið rajög fj’rir kaupskipsferðum og sigling- um ; Þó munu nú öll þau skip komin hingnð, sem von liefir verið á, en kaup- skip til Norðurlandsins eru sögð ýms hér úti fyrir í ísnum eða fj'rir utan hann, svo sem skip Gránvfélagsins, “Rósa” og “Grána”, en eitt «f skipum þessum, er norður áttu að fara, brotn- aði í isnu.n í fyrra morgun (29. April) 6—7 raílur undan landi, og sökk á vet- vaugi, svo skipverjar gátu með naum- indum komizt í skipsbátinn og bjargazt til lands (í Brúnsvík); komu skipverjar hingað í gærkveldi. Skip þetta hét “Aktiv” og átti að fara til verzlunar konsúl J. Havsteens á Oddej'ri. Þórarinn prófastur Böðrartton r. af dbr. í Görðumjá Álftanesi audaðis 7. þ. m. sjötugur að aldri. Hann var f.cdd- ur í iGufudal 3. Maí 1825. Foreldrar hans voru : Böðvar prófastur Þorvalds- son (prófasts Böðvarssonar) síðast prest ur á Melstað, og fyrri kona hans Þóra Björnsdóttir prests i Bólstaðarhlið Jónssonar, ein hinna nafnkunnu “Hlíð- arsystra”. Sera Þórarinn var útskrif- aður úr Reykjavikurskóla 1817, Jog af prestaskólauum 1819 með 1. eiuk., vígð- ur s. á. aðstoðarprestur föður síns ‘að Melstað, fékk \ atnsfjörð 1054, varð pró- fastur í norðurhluta ísafjarðarsýslu 1865, fékk Garða á Álftanesi 1868, og varð prófastur í Kjalarnesþingi 1873, en riddarl dannebrogsorðunnar 1874. Hann sat á öllum þingum frá 1869 sem þjóð- kjörinn þingmaður fj'rir Kjósar- og GuUþringusýslu, og var tvisvar torseti neðri deildar (180L qj- 4 aukaþinginu 1891). Með konu sinni Þórunni Jóus- dóttir (prófasts i Steinnesi Péturssonar) er andaðist í fyrra vetur, átti hann 3 börn, er upp koinust : Jón skólastjóra í Flensborg, Önnu konu Kristjáns j'fir- dómara Jónssonar og Elizabetu konu Þórsteins Egilsens kaupmanns i Hafn- arfirði. Auk þess mistu þau hjón einn son, Böðvar að nafni, mesta efnispilt, er dó í latínuskólanum, Séra Þórarinn var fyrirmannlegur sýnum og hinn öldurmannlegasti á vclli höfðingi í lund og manna hjálpsamast- ur, fasttækur og fylgiun sínu máli. Kemur ollum vid. Það kemur öllum við sem vilja fá sem mest fyrir sína peninga. Það sem hér er sagt er áreiðanlegt. Það er ekkert raup, heldur blátt áfram sann- leikur. Þessi auglýsing minnir að eins á, að það borgi sig að verzla í Walsh’s Big Glothing House. BUXUR. 1300 þör. 1000 af þeim verða seldar á 85 cent hverjar. 200 góðar vaðmáls- buxur á $1.25, vanaverð $2.50 250 fínar enskar vaðmálsbuxur á $2,75, og um 5r0 af finu skotzku vaðmáli, einn- inWest of England and Worsted bux- ur, á $2,50 og $2,75. Enn fremur mesta upþlag af skradd- ara-sniðnuin buxum með gjafverði. SÉRSTAKIR JAKKAR. $1,50, 81,75, $2, $2,50 og $3. SÉRSTÖK VESTI. 50c. 75c. og $1. ALKLÆÐNAÐUR. Um 1100. Uin 100 stakir vaðmáls- fatnaðir verða seldir á fataefnis verð- inu $3,50. Um 125 canadiskir alullar vaðmáls- fatnaðir með ýmsu sniði frá $7,60 til $10 verða nú seldir fyrir $4,75. Um 50 Serge klæðnaðir, á ölluin stærð- um, $3,35. Um 250 góðir canadiskir vaðmáleklæðn- aðir, dökkir ,og ljósir, með ýmsum sniðum og allri stærð, á $5,75, tæp- lega hálfvirði Og um 500 Worsted og skozkir vaðmáls-klæðnaðir, skraddara sniðin föt fyrir $7,50, $9,50 og $10,50. UNGLINGA GG DRENGJA FÖT. Miklar birgðir, nálega 8000 fatnaðir. Drcngja ‘Sailor’-föt, 90 c. til $1.75. Drengja vaðmálsföt $1.25 til $4.50. Drengja Worsted-föt $2.50 til $5.00. Drengja Silki-föt. Drengja Serge-föt. Drengja Cord-föt. Drengja Jersej'föt. STUTTBUXUR FYRIR DRENGI. 35c., 40c. og 50c. STAKIR DRENGJAJAKkAR. $1.00, $1.25 og $1.50. STÖK DRENGJAVESTI. Að eins 25 cents. MACKINTOSHES, RUBBER OG VATNSHELDAR KÁPUR. Allar tegundir af Melissa, Rigby, Par- amatta, Tweed, Rubber við gjafverði. NÝJAR VORYFIR-HAFNIR. Af öllum litum -og nýjustu gerð. seldar við hálfvirði. $3.75, $4.50, $5.00, $6.00, $7.50, $8.50. HATTAR! HATTAR! UNDRAVERÐ KJÖRKAUP. Hattadeild vor er víðfræg. Vér höf- um aldrei áður liaft jafn fullkomnar hattabirgðir. Til’ þess að grinna svo lítið á þeim, seljum vér i þrjá daga að eins $1 hatta fyTÍr 50 cts. $1.50 hatta fjrir 75c., $2 fyrir $1. $2.50 fjrir $1.75 $3 fyrir $2, $3.50 fyrir $2.60 og $4.00 hatta fyrir $2.75. Drengjahúfur 15 c. og 25 c, Drengja- hattar 25c., 35c. og 50c. Karlmanna og drengja hálsbúnaður við innkaupsverði. WALSH’S BIG GLOTHING HOUSE. 515 og 517 Main Str. — — — — Gegnt City Hall. Hann var jafnan mikils metinn í hér- aði, og bar margt til þess. Hann auðg- aðist allmjög í Vatnsfirði, og hélt þeim efnum furðanlega vel við. þrátt fj’rir mikinn og margvislegan kostnað. 9. f. m, andaðist i Leith i Skotlandi Þorbjörn Jónassen kaupstjóri, er sigldi með “Laura” síðast; var nj'stiginn þar á land, er hann lagðist i illkj'njaðri magaveiki, sein lianu liafði alllengi þjáðzt ^af. Hann var sonur Jónasar bónda í Arnarholti í Stafholtstungum, Jónssonar prests á Bergsstöðum Jóns- sonar og Bjargar Stefárisdóttur frá Keflavik í Hegranesi Sigurðssonar, föð- ursystur séra Sigurðar alþm. i Vigur og Stefáns kennara á Möðruvöllum. Þor- björn heit. var vandaður maðurog yfir- lætislaus. Drukknun. 2. þ. m. drukknaði mað- ur af báti suður í Vogum, og 2 dögum síðar fórst bátur af Akranesi i brim- garðinum þar úti fyrir lendingunni ; drukknuðu þar 2 menn og 2, sem bjarg- að var með lifsmarki, dóu, þá er í land var komið. Skipstrand. 3. þ. m. sleit upp kaup- skip i Þorlákshöfn og strandaöi. Það var hlaðið vörum til Jóns kaupmanns Árnasonar og Christensens verzlunar á Eyrarbakka. Pótttkipið Laura koin hingað 7. þ. m., viku á eftir áætlun. Meö því kom fjöldi farþegja, þar á meðal Einar Hjör- leifsson, ritstjóri Lögbergs, frá Ame- ríku, alkomin Iiingað með kouu og börn. Dr. Þorvaldur Thoroddsen befir fengið La Roquette-gullmedaliuna frá landfræðisfélaginu í Paris. Ilandrilatafn Bókinentafélagnrix. Fé- lagsdeildin í Höfn liofir á fundi 19. f. m. veitt stjórn sinni heimild til að semja um sölu handritasafnsins til Landsbókasafnsins á sama liátt eins og Reykjavíkurdeildin samþykkti að sínu leyti á fundi hór 10. \Iarz (sbr. 14. tbl. “Þjóðólfs”). Er vonandi, að saman gangi með sölu þessa, þvi að það væri afarmikill vinningur fyrir Landsbóka- safnið að fá safn þcttá. Þjóðviljinn ungi. ísafirði, 30. Apríl 1895. Tíðarfar hefir verið stillt og blítt þessa síðustu viku. Ajlabrögð fremur reitingsleg bjá al- menningi, síðan 24. þ. m., 60—70 á skip og þar uin, enda giásleppu-gengd víða með minnamóti. — Inni í Djúpinu hafa þó stöku menn afiað nokkru betur á skelfiskbeitu. Látin er ný skeð húsfreyjan Krist- ín'Kristjánsdóttir, kona Jóns Arnórs- sonar á Höfðaströnd í Grunnavíkur- hreppi, væn kona og vel látin, dóttir Kristjáns bónda Jónssonar á Kollsá. Ttlefbnina milli ísafjarðar og Hnifs- dals er nú í bezta standi, og er líklegt, að menn noti sér það. 7! Maí. . Tíðarfar, Tíð hefir verið mjög rign inga- og stormasöm, það sem af er þess um mán. 26. f. m. andaðist að Arngerðareyri hér í sýslu húsfreyjan Margrét Jóns- dóttir, hátt á fimtugsaldri, kona Ás- geirs hreppstjóra Guðmundssonar á Arngerðarej'ri. Aflabrögð eru enn í tregara lagi hér við Djúpiö, en þó hafði .verið nokkur lífgun hjá stöku bátum i Bolungarvík- inni uú fj'rir helgina. 14. Maí. llaftsinn vrar farinn af Austfjörðum 8. þ. m., eftir því sem fréttistmpð gufu- skipinu “Ásgeir Ásgeirsson”, er kom hingað frá Eskifirði í fj'rradag. Vígsla. 12. þ. m. vígði byskupinn Jón Helgason prestaskólakennara til að hafa á hendi aukaguðsþjónustu í dóm- kj'rkjunni, en án beinnar skuldbinding- ar til að gera prestleg aukavork, frekar en honuni sjálfum þóknast. S. d. vígði og bj'skupinn kand. Svein Guðmunds- sou til prcsts að Rip í Hegranesi. TKITT HÆSTU VERÐUAUN A HEUISSÝNINGUNN ■m* æ.vVBta IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynzlu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.