Heimskringla - 07.06.1895, Page 2

Heimskringla - 07.06.1895, Page 2
2 HEIMSKRINGLA 7. JÚNÍ 1895. HeimsRringla I PUBLISHED BY • The Heimskriogla I’rtg. & PubL Co. * •® •• Verð blaðsins i Canda og Bandar.: 2 §2 um árið [fyrirfram borgað] • Sent til íslands [fyrirfram borgað 9 af kaupendum bl. hér] $ 1. J •••• 2 Uppsögn ógild að lögum nema 0 kaupandi sé skuldlaus við blaðið. * •••• * Peningar sendist í P. 0. Money • Order, Registered Letter eða Ex- • press Money Order. Bankaávis- 9 anir á aðra banka en í Winnipeg ? að eins teknar með afföllum. • 0 Of> •• • EGGERTJOHANNSSON • EDITOR. • EINAR OLAFSSON 5 BUSIKESS MANAGER. • • • •• * Office : • Comer Ross Ave & Nena Str. • 1» «. Box 305. 2 •••••••••••••••••••••••• Sunnudagshelgin. Þeir gugnuðu yfirgengilega fljótt um daginn bœjarráðsmennirnir sumir, sem i upphafi létust vera tilbún- ir að lögleiða sporvagna gang á götum bæjarins á sunnudögum. Þegar til kom að greiða atkvæði á fuudinum höfðu þeir þrek til þess eins, að varpa frá sér því valdi, er lögin veita þeim í því efni, en afhenda almenningi það, som þeir þó ekki geta nema með leyfi fylkis- stjórnar. Þessi sinnaskifting á jafn- stuttum tíma má eflaust þakka prest- unum, sérstaklega presbyteríönum og Methodistum og nokkrum mönnum hér í bænum — ríkismönnum, sem ætíð standa gapandi til að auglýsa trú sína, guðsást og mannkærleika, hvar sem trú málafundur er haldinn, en sem utan þeirra funda,fara manna lengst í að reita blóðfjaðrirnar af þeim, sem skulda þeim einn pening, án nokkurs tillits til þess, hvort þeir eru munaðarleysingjar eða ekki. Þessir menn allir og preat- amir voru búnir að æpa oft og lengi undanfarna daga um það Jhvilíkur voði hér væri á feiðum, að þvi er vanbrúkun sunnudagsins snerti, og svo fjölmentu þeir á fuud þennan og það hefir sjálf- sagt ráðið úrslitunum. Því síður hafa líklega þessir bæjarráðsmenn gefist upp þó gamli Smale og nokkrir aðrir leið- togar úr verktnanna-sambandinu væru búnir að blása um það, hvað níðinglegt væri að auka vinnutíma mannanna á vögnunum. Sú ádeila getur naumast hafa valdið hughvarfi bæjarráðsmanna, af því hún var ekkert annað en lokleysa ein, þar sem skýrt var tekið frara í til- lögunni um vagnagang á sunnudögum, að sérstakur flokkur manna skyldi vinna á vögnunum á sunnudögum. Presta-ríkið hefir það því verið og ekk- ert annað, sem olli hughvarflinu, enda ekki ónátturlegt, þar sem, eins og hér, prestar fiestir eru svo fanatiskir, að Norðurálfurikin eiga fáa jafnsnjalla, og trana sér óboðnir fram'í öll mál öll- um öðrum fremur, þó þau mál komi þeim manna minnst við. f þessu máli hafa íslenzku lútersku prestarnir sýnt yfirburði sína, hvað mannþekking og skilning allan snertir. Það er ekki að búast við að þeir gangi fram og berjist með þeim, sem vilja fá sunnudagsvagna enda ætlast enginn til þess. Þeir hafa gert sína vísu og það heiðarlega, er þeir hafa látið þá skoðun sína í ljósi, að vagnagangur á sunnudögum sé sak- laus og mörgum til gagns og fjöldanum til þæginda. Það er því ekki nema sanngjarnt að vona, að íslenzkir kjós- endur hér í bænum hafi ummæli presta sinna hugföst fremur en ofsa hérlendu prestanna, Jiegar þeir verða kvaddir til að segja já eða nei við aukalögum um vagnagang á sunnudögum. Það eru til ýmsir meðal íslendinga, sem óttast að vagnagangurinn hafi ill áhrif á sunnudagaskólana. að foreldr- arnir og börnin muni heldur fara út á einhveru skemtigarðinu seinnihluta dagsins, en í kyrkjuna til að læra fyrir- setta lexíu. í fijótu bragði virðist þetta rétt álit, en ef vel er athugað, kemur í ljós hve ólíklegt er að foreldrar og börn fari þannig út úr bænum sunnudag eftir sunnudag. • Það er hugsanlegt að slíkt gæti komið fyrir einu sinni eða tvisvar á sumrinu, en ekki mikið oftar, því fjöldann vantar efni til að kaupa allri fjölskyldunni farbréf burt úr bæn- um sunnudag eftir sunnudag. Svo er og annað. Ef upp kæmi að skólarnir færu að tæmast, þá sýnist Winnipeg- mönnum innan handar að breyta skóla- timanum og hafa liann á sama tíma og í flestum bæjum í landinu, frá 12, á hádegi, til kl eða 2 e. h. Til þess út- heimtist að eins, að morgun-guðsþjón- ustan sé hafin kl, 10 að morgni, og að skóhnn sé settur undireins og guðsþjón- ustu er lokið. Kl. 2J til 3 e. h. eru þá börnin út í skemtistaðinn með foreldr- unum, ef þau vilja og geta farið þang- að á hverjum sunnudegi. Og frá kl. 3 til 6 e. h. er meir en nógur tími fyrir foreldra og börn að dvelja í skugga trjánna í skemttgörðunum. Þetta sýn ir reynslan í bæjum þar sem vagnar ganga á sunnudögum og sama mundi verða raunin hér. Þegar þannig er lit- ið á málið er ekki sýnilegt að sunnu- dagaskólinn þurfi nokkru að tapa fyrir vagnagang á sunnudögum. Til samanburðar við hin ofsalegu ummæli hérlendu prestanna um það, hvað við liggi ef sunnudagahelgin sé brotin, setjum vér hér lauslega þýðingu af Jræðu eftir prest einn, Rev. T. W, Lund, M. A., i Liverpool á Englandi. Ræðan var flutt eigi alls fyrir löngu og er ein i flokki af ræðum, er hann flutti um ýms nútíðar spurnsmál, og sem hann í heild sinni nefndi: “Sermons for to day”. Þessi ræða er um sunnudaga- helgina og er sem fylgir : Texti : Gal. 5. 1. — “Haldið stöðug- lega við það frelsi, sem Kristur hefir af- rekað yður, og látið ekki aftur á yður leggja ánauðarok”. “Ein merkasta samkoman á þess- ari öld, að því er snertir frelsi vort og útbreiðslu upplýsingarinuar, var haldin 2. Febrúar 1895 í Lundúnum, þegar félagsheildin : National Federation of Sunday Societies” samþykti að biðja stjórnina að koma fram með frumvarp á þingi, um að nema úr gildi öll göraul lög, sem fanatiskir menn enn nota til að gera þeim örðugt fyrir, sem alþýðu til gagns og sér til einskis arðs flytja fyrir- lestra um vísindi, listaverk, og bók- mentir, eða skemta með söng og hljóð- færaslætti á sunnudögum. Þetta er greinilegt framfara-spor og bendir til þess, að sá tími sé að nálgast, að sunnudagur kristinna manna verði endurreistur, en sabbatsdagur gyðinga eftirlátinn þeirri þjóð, sem hann til- heyrir. TJm mörg ár höfum vér i nafni kristinnar trúar, — en sem í virkileg- leikanum er afturhvarf til þess, er Páll postuli kallar “vesallega umgjörð Júða- kenningar — takmarkað þjóð vora við tvennskonar nautn á þessum mikla hvíldardegi vikunnar, andleganautn og — vínanda-nautn. Hin síðartalda hefir náð alþýðuhylli, svo að hin fyrtalda vegur lítið á móti, þrátt fyrir alla mælskuna í prédikunarstólun- um. Skaðvænistilfinningin sem vaknar hjá manni með uppgerðarglaðværð og hreyfing hugsanfæranna verður að lok- um yfirsterkari. Því skyldum vér þá takmarka sunnudagsnotkunina á svo þröngu sviði ? Fyrir allan fjöldann samanstendur sunnudagurinn af 12 kl. stundum, frá kl. 9 að morgni til kl. 9 að kvöldi. Dragi maður þar frá 3 kl. stundir til máltíða og smá-vika, verða eftir 9. kl. stundir. Dragi maður svo frá þeim 2 kl. stundir til guðsþjónustugerða og meðal-manns sál þolir ekki öllu meira, verða eftir 7 kl. stundir, til þess að gera eitthvað með. Hvað eigum vér þá að gera við þær ? Hvað vilja vinir vorir sem fastast mæla með sunnuaagshelj- unni, að vér gerum við þær ? Þeirra hugmynd um hvildina er í þá átt, að vér eigum að sitja og snúa upp á þumalfingurna, af því synd sé að lesa í skemtandi bók, synd að leika sér á hjólhesti, eða leika á fiðlustrengi. En hvað ungdóminn suertir er það víst, að það er að fá djöflinum umráðin. “Sat- an líður engum að vera iðjulausum og höfum vór engin ráð til að útvega oss heilsusamlegt verkefni. þá útvegarhann oss eitthvað skaðlegt til að vinna. Sú hngmynd að vér eigum að sitja við biblíu-lestur allan daginn, krjúpa á knjánum, eða ekki hugsa um annað en himneska hluti, er ómöguleg heimska í augum þess, er skilur og þekkir mann- legt eðli. Látið mig benda á nokkur kristileg undirstöðuatriði, sem ættu að ráða framferði voru á þessum langa tíma æf- innar, sem lögin hafa veitt oss til hvíld- ar og hressingar. 1. — Fyrst af öllu verður hin kristna holgi að vera fullkomlega frjáls. Þar undir hevrir samvizkufrelsi, réttur til að hafa skoöanir fyrir sjálfa oss, um hvað eina atriði og breyta svo sem oss sýnist rétt vera, ef vér viljum ábyrgj- ast það fyrir guði ; og meginreglu þess- ari verðum vér að halda fastri vegna sjálfra vor og þó einkum afkomenda vorra. Lúther hefir vanalega á hinu protistantiska Englandi verið gerður að 13. poftulanum, en hann fer þeim orð- um um efni þetta, sem hleypir hryllingi í meðhaldsmenn hans ; hann segir : “Ef að dagur þessi er einhversstaðar helgur haldinn eingöngu dagsins vegna, ef að menn einhversstaðar ætla að byggja helgihald hans á gyðinglegum grund- velli, þá skipa ég yður að vinua á hon- um, ríða á honum, dansa á honum, ralla á honum, gera hvað sem hægt er til að nema burtu þvingunarbönd öll, sem lögð eru á kristilegt frelsi”. Sunnudagurinn er helgur haldinn, ekki sem guðlegt lagaboð, því að shkt guðdómlegt lagaboð er ekki til, heldur halda kristnir menn hann helgan í virð- iugarskyni við Krist, sem dagur þessi er helgaður, og þjóðin í heild sinni held ur hann heilagann, knúð til þess af púritanskri harðstjórn. Púritanar byrj- uðu með því að leggja lifið í sölurnar fyrir frelsið, en lyktuðu með því, að leggja á menn byrðar, sem menn hafa stunið undir alt til þessa. Og þeir vilja halda áfram þeim upptekna hætti enn, —ef vér erum svo heimrkir að leyfa það Yorir Púrítanar. sem ekki eru ánægðir nema þeir réu að setja aukahjól á ein- hvern vagn, að organíséra félag til að koma í veg fyrir eitthvað, vilja gjarnan ræna oss þeim sólskinsblettum og gleði- stundum, sem drungaloft vort og óþýð náttúar veitir. Standið þá með frels- inu, fyrst að á aðra hliðina myndast Farisear, en á hina hræsnarar, ef að því er slept. 2. — Hiðnæstaer, að halda sunnu- dagahelgina skynsamlega. Það er ekki skynsamlegt að neyða hugann til hóf- lausrar guðsdýrkunar, eða að sitja með samanlagðar hendur og geispa tímunum saman, og tapa þannig dýrmætum tíma, sem nota hefði mátt til að læra eitthvað þarflegt. Sunnudagurinn er og á að skoðast sem hvíldardagur og fá menn oft hvíld á honum með því að breyta um störf. Ég hpfi þekt starfsama menn fara og sofa hálfan daginn, og menn sem kyrr- setur hafa fá sér langa keyrslu eða róa bát. Það er skynsamlegast sem gerir oss hæfasta fyrir lífið og glaðasta að upp- fylla skyldur vorar. ■ Þeir þjóna guði bezt, sem á viturlegastan hátt reyna að hressa sálar og líkamb krafta undir Kfs- starf þeirra. Nýlega urðu nokkrir ágætismenn sem óðir og æfir, er þeir fréttu að hnatt leikafélag eist ætlaði að halda leika á sunnudag. Menn játuðu reyndar að huattleikar væru heilsusamleg og karl- mannleg líkamsæfing í sjálfu sér, en þó úthrópuðu menn þá sem heimskulegaog guðlausa, ef þeir væru leiknir á sunnu- dögum. Eins og búast mátti við var bölvun kölluð yfir leiki þessa. Allir hnattleikir hversu heilsusamlegir og karlmannlegir sem þeir voru á rúmhelg um dögum, voru isem ódaun í vitum manna, ef leiknir á helgum. Gat nokk- uð verið óskynsamlegra en þetta ? Setjuni nú svo, að vér vildum laga breytni vora eftir lögmáli Gyðinga ogi fylgja því út í yztu æsar, þá fer það ekki lengra, en að segja : “Þú skalt ekki vinna hinn sjöunda dag” (laugar- dag). Það er í sannleika rétt þýðing gamla máltækisins enska : “AU work and no play makes Jack a dull boy” (Eintóm vinna og engir leikir gerir Nonna lífið leitt), og þetta er bæði hvöt til allskonar hressagdi upplífgunar og um leið skuldbinding til þess að halda sér í 21 klukkustundir frá hinni svívirðilegu gróðafykn. Það er göfug viðurkenning í því, að mannlegt eðli þurfi leiksins við, og hver og einn af oss hefir yndi af sínum eigin leik, hvort heldur það er hnattleikur, bóklestur eða langur svefntími. Og þegar vér bætum því við, að hinn kristni sunnudagur er ekki og hefir aldrei verið hið sama og sabbatsdagur Gyðinga, þá styrkir það stórum sönnun þá, að vór eigum aö vera frjálsir að nota sunnudaginn. Hin æðsta krafa sem gerð verður til sunnu- dagsins er sú, að hann sé helgaður Kristi. Hann er drottins dagur. Og það, að þykjast ætla að þóknast drottni Kristi með hinu stranga sabbatshelgi- haldi Farisea, sem Kristur sjálfur réð- ist svo miskunnarlaust á, er svoóskyn- samlegt, að menn geta ekki annað en brosað að þvi. Ég veit ekki hvað hann hefði sagt á sunnudaginn var. þegar kralcka-angar úr lakara hluta bæjarins höfðu yndi hið mesta af að leika sér að fótbolta á opnu svæði, þar sem þau voru engum til meins, en þá kom rosk- inn og ráðinn lögreglaþjónn og rak þau skyndilega á fiótta fyrir helgidagsbrot ? Ég held að hann hefði sagt eitthvað í þá átt. að við værum þeir sérgæðingar, er vildum ekki innganga í guðs ríki sjálfir og lokuðum dyrunum fj-rir þeim, sem vildu fara inn án vors leyíiS. 3. — Við frjálslegt og skynsamlegt helgihald sunnudagsins skulum vér enn bæta góðgerðasemi í orðsins víðtækustu merkingu. Vér skulum halda hann helgan með góðum verkum, feins og all- ir kristnir menn eiga að gera. Höldum hann svo, að vér margföld- um alla góða krafta sálarinnar. Ef að þér eruð í góðum efnum og ástæðum, þá komið því til leiðar, að þeir, sem að bundnir eru einhverjum störfum, eða slitnir eru af erviði, geti frjálsir verið eða lausir fyrir framlög yðar eða aðra hjálpsemi. Gjörið sunnudaginn að degi þeim, er þeir, sem erviðari ástæðureiga, en þér pjálfir, geti tekið þátt i gleði yð- ar þótt i gleði yðar, þótt ekki sé nema um stundar sakir. Sjáið til þess, að ein- hverjir, sem þurfa þess, geti fengið sér frískara loft og hresst sig við að skoða riki náttúrunnar. Gjörið helgi þessa að degi þeim, er þér endurnýjið kunnings- skajj þeirra, sem eru að fjarlægjast yð- ur, annaðhvort með því að skrifa þeim eða heimsækja þá. Sjáið til þess á einn eður annan hátt, að dagur þessi leiði menn til hugsunar, ekki þó eingöngu til sérgóðrar svölunar, þótt svölun sú sé guðræknisleg. Látið dag þennan vera dag hinna göfugustu andans starfa. Látið fæðu yðra vera, milda dóma, einkum um þá, sem skortir um- burðarlyndi og eru ofstækisfullir. Styðjið á þessum degi þá,er eru að berj- ast fyrir frelsi og skynsamlegri sunnu- dagshelgi. Látið ekki forvígismenn yðar eina berjast fyrir yður meðan þér standið hjá og horfið á, til þess að forð- a^t höggin og skammirnar. Lýsið djarf- lega yfir skoðunum yðar og hjálpið til þess, að “sýra” mannfélagið. Hjálpið þeim, sem eru að reyna að opna hlið uppfræðingarinnar og farsældarinnar á sunnudögum rjúftð nkjaklborg kyrknanna og veitingahúaanna. En þó að þór séuð frjálslyndir, viösýnir framfaramenn, þá verið engu síður guðhræddir, trúræknir og lotningarfullir. Ætli menn sér að halda helgi sunnudagsins á skynsamleg- an hátt, þurfa menn oft að biðja: “frelsa mig frá vinum mínum. Og ef að menn telja frelsi og upplýsing hið sama og trúleysi, þá færamenn vísirana á stundaklukku framfaranna aftur um lieilan mannsaldur. Ég held fastlega /ram sunnudags- helgi þeirrí, sem er frjáls; skynsamleg og nytsamleg. Þetta hlýtur að hafa verið skoðun Krists og mun bezt efla hið stórvæga málefni sem oss liggur mest á hjarta : upplýsing og framför mannkynsins. Enginn getur rænt oss þeim hinum gullvægu orðum Krists, er hann eitt skifti fyrir öll sló föstu gildi mannkynsins á móti mannlegum til- skipunum. Þau standa sem hin síðustu orð í sunnudagamálinu og þúsund öðr- um deilumálum. Kiistnir menn, sem hafa nafn Krists að framsóknarorði munu ekki og ættu ekki fremur að hlýða “félaginu til helgihalds” sunnu- dagsins og hinum þröngsýnu lagaboðum þess. Orðin Krists, sem ég á við eru þau, er hinn mikli kennari svaraði F'ari- seunum og hinum skriftlærðu og lög- mönnum allra tíma : Sabbatinn var gerður fyrir manninu, en maðurinn ekki fyrir sabbatinn. Bækur og tímarit. Merkisbók mikla er Fornleifafélag Norðurlanda (8kandinavink Antiquariat) í Kaupmannahöfn byrjað að gefa út. Það er endurprentun íslenzk-dönsku orðbókarinnar: “Arulen Samling af Supplement til Ielandake Ordbögerf eftir Jón rektor Þorkelsson, sem út kom i Reykjavík á tímabilinu 1879 til 1885. Safn þetta Kemur út í 14 heftum, og kostar hvert þeirra 1 kr. 35 aura=3ti cents. Um mörg ár hefir bók þessi ekki verið fáanleg, en kaupendur mjögmarg- ir hafa boðist. Verðið hefir félagið sett svona vægt í þeim tilgangi, að öllum sé innanhandar, að eignast þessa ágætu bók. Félagið vonar, að þetta lága verð auki svo útbreiðsluna, að það vinni eins mikið eins og með hærra verði og færri kaupendum. — Ennfremur hefir félagið fengið leyfi rektorsÞorkelsonstilaðgefa út (og hefir þegar prentað) “Sex aögu- þietti" (fornaldarsögu þætti), er út komú í Rvík 1855. Þessi bók einnig hefir lengi verið ófáanleg, en eftirsókn mikil eftir henni. “Sex söguþættir”.kosta 2 kr. 25 aura=60 cents, ef pantaðir hjáfélaginu. Þeim til þægðar, sem kynnu að vilja panta þessar bækur hjá félaginu sjálfu — menn geta ritað þrí á islenzku — setjum vér hér utanáskriftþess: Slcandi- navisk. Antiquariat, Gothersgade 49, Cop- enliagen, Denmark. EIMREIÐIN, hið nýja íslenzka tímarit dr. Valtýrs Guðmundssonar í Khöfn, er nú útkomið og byrjar vel. Þetta fyrsta hefti er 80 bls. að stærð I stóru 8 bl. broti. Efnisríkt er það vel, en merkasta greinin er að voru áliti sú “um endurbót á reglugjörð latínuskól- ans,” eftir Svb. Sveinbjörnsson, og enn önnur um latínuskólann, eftir ritstj. Eimreiðarinnar, þar sem latínusk. er borinn saman við latínuskóla í Dan- mörku. Báðar þessar greinar hljóta að koma þessari Rvíkur stofnun að gagni í einhverri mynd, ef ekki undireins, þá með tímanum og smátt og smátt. í þessu hefti er og gagnlég ritgerð “um lungnatæringu á íslandi,” eftir Guð- mund læknir Magnússon. Veiki þessi er hvenvetna hin sama og þarf því hver- vetna, að viðhafa samskonar varúðar- reglur. Setjum vér því hér kafla úr ritgerð þessari í þeirri von, að menn kappkosti, að hlýða ráðum Iæknisins : Aðalhœttan cr þú fólgin í hrdkum sjnk- linga me/í lungnatœi ingu og gálausri með- ferð á þeim. llelzla vopnið til að berjast gcgn útbreiðslu veikinnar er, að gera hrdk- ana hœttulausa. Sjúklingarnir mega ekki hrækja á gólfin né i vasaklútana sína, heldur eiga þeir að hrækja í hrákadalla eða hrákaglös, og skal hella karbólvatni á botninn, eða hylja hann með votu sagi eða votum sandi; þessi ílát verður að hreinsa daglega, brenna hrákana, en þvo ílátin með sjóðandi vatiii. Vasaklúta sjúklinganna, rúmföt og nærföt má ekki þvo með fötum heilbrigðra, því að æfinlega er mögulegt. hve mikil varúð sem höfð er, að hráki sjúklinganna hafi komizt i þau. t. d. í hóstakviðunum. Það á að sjóða föt þeirra og klúta áður en þvegið. Sé þessa gætt, er ekki mikil hætta á því, að veikin borist frá sjúklingunum til heilbrigðra, og það ætti að vera sið- ferðisleg skylda sjúklinganna að gera alt sitt til, að komast hjá því, að svo verði. Það ætti að vera þeim ógurleg tilhugsun, að valda með hirðuleysi sínu hættulegri veiki á öðrum, ef til villþeim, sem næst þeim standa og aru þeim kær- astir. Húsbændur ættu að hafa eftirlit með heimilisfólki sínu í þessu. Það á ekki að vera til svo aumur kofi, að ekki só til hrákadallur í baðstofunni, því að æfinlega getur borið að garði gesti með veikina, þótt enginn sjúkhngur sé á bænum. Auk þess er ekki við því að búast, að alþýða þekki veikina í fyrstu, en hún getur sýkt aðra, jafnvel meðan hún hagar sér eins og langvinnt kvef. Hver maður ætti að gera sér það að fastri reglu, vegna sjálfs sín og annara, að leita læknis sem fyrst. Það er hirðu- leysi, sem getur hefnt sín grimmilega, að ganga með hósta vikum og mánuð- um saman, án þess að leita sór lækn. inga. Meðal annara helztu ritgerðanna í 1. hefti Eimreiðarinnar eru: “Járn- brautir og akbrautir” (þýðing úr “Nordisk Rundskue”) með viðbætir um járnbr. lagning á Islandi, eftir ritstj.; “Islenzkar iðnaðar tilraunir,” eftir Jón Jónsson; “Blóðvatnslækning viðbarna- veiki,”eftir G. Br(iem?); "Úr menning- arsögu Islands,” eftir ritstj.; “Hafnar- líf” — lipur lýsing á daglega lifinu í Khöfn, eftir Jón Jónsson. Smágreina- flokkur (bókmentalegs efnis) er þar og undir nafninu: “íslenzk hringsjá.” Myndir eru nokkrar í heftinu. Þar á meðal ein “Drengur á bæn,” sem ís- lenzkur maður, Einar Jónsson frá Galtafelli í Hrunamannahreppi, hefir mótað og er nú að höggva í marmara — er það hans fyrsta mynd. Einar er 21 árs gamall (fæddur 11. Maí 1874), kom til Khafnar vorið 1893 og fékkst þar fyrst við tréskurð. í Sept. um haustið tók norræni myndhöggvarinn Stefán Sinding hann á smíðastofu sína og er hann þar siðan og nemur marmara- högg. Kvæði mörg eru í heftinu, eftir Steingrím Thorsteinsson, Þorstein Er- lingson og tvö eftir di’. Valtý Guð- mundsson. — Fyrirfram borgað kostar Eimreiðin hér í landi 40 cents hvert hefti. Utanáskrift ritstj. er : Dr. Valtýr Guðmundson, Kingosgade 15, Copen- hagen V, Denmark. SUNNANFARI (Marz og April númerin) er nýkominn. í honum eru myndir af Lárusi Bjarnasyni. ernýskeð fór svo flatt fyrir Skúla Thoroddsen, Jóni Jenssyni, Hald. Danielsyni, Eiríki Gíslasyni, Þórhalli Bjarnarsyni, Pétri .Jónssyni, dr. Valtý Guðmundssyni. Aðal-ritgerðirnar í þessum 2 blöðum eru , “Járnbrautarmál” (lýsing fyrstu járnbrautarferðar á íslandi, árið 1901) eftir Þorst. Gíslason; “Náttúrufræðin og Vesturheimsprestarnir,” eftir Helga Pétursson; "íslenzkar bókmentir viðhá- skólann í Khöfn,” eftir Þorst. Gíslason. Er það makleg ávítunaræða yfir háskól- anum danska fyrir það, að útiloka frá bókmentum Norðurlanda, alt sem ritað hefir verið á íslandi frá því árið 1500. Höf. greinarinnar hafði lagt fyrir sig norræna málfræði, ogætlaði aðgerabók- mentir Islands eftir 1400 að höfuðnáms- grein sinni, enþá komrektorháskólans, Wimmer að nafni, til sögunnar ogbann- aði það, svo Þorst. fékk ekki að taka próf í þeirri grein. Þessi dómur er ó- vinsæll í meira lagi, því með honum er íslenzkum bókmentum skipað sæti utar- lega á óæðrabekk. Islenzkum stúdenti, sem próf vill taka í íslenzkri bókmenta- sögu verður framvegis skipað, að nema alla bókmentasögu Dana, Svía og Norðmarma fram á þennan dag, en líta ekki við islenzkum ritum eftir 1500, Höf. getur þess til, og það er engan veginn ólíklegt, að þessi aðferð styrki kröfuna um, aðkoma uppháskóla á íslandi. Það væri sannarlega réttlát hefnd, að íslendingar hyrfu algerlega af háskólanum danska og hefðuþaðan með sér öll þau merku handrit og söfn, sem ósvikinn eignréttur ekki bannar, að numinn só burt. SVAVA heitir “safn af sögum og kvæðum, m. fl., sem G. M. Thompson á Gimli er farinn að gefa út, og er fyrir- ætlun hans, að gefa út 2 bindiaðminsta kosti á ári. Fyrsta heftið er útkomið og er 244 bls. í 10 blaða broti. Efni þess er mest stuttar skáldsögur, þýddar úr hérlendum dönskum og enskum sögu- blöðum. Uppbyggilegar er ekki hægt að segja þessar sögur, en skemtilegar lesturs geta þær þótt þeim, sem gefnir eru fyrir, að lesa novelettur allar. Betri sögum er lofað í 2. bindi “Svövu,” enda ákjósanlegt, að útgefandinn velji smá- sögurnar þannig, að einhver lærdómur felist í hverri einni. Kvæði nokkur eru 1 ritinu eftir Stephan G. Stephanson, og J. M. Bjarnason. — Áskrifendur að “Svövu” fá hvert hefti á 50 cts. í kápu, en 75 cts. i bandi. í lausasölu kostar hvert hefti 75 cts. í kápu, en $1 í bandi. Hagur bændanna 1 Bandarikjum hefir verið sagður slæm- ur síðan harðindakaflinn byrjaði, þó fyr en hann dundi á væri lítið umþað talað. Vérhöfum áður birt útdrætti úr rit- gerðum í tímaritum með og mót þeirri skoðun. Og í þetta skifti birtum vér nokkur atriði um það mál úr bók all- merkilegri, “The Building of a Nation”, sem nýlega er út komin. Tölur allar snertandi þetta mál eru teknar eftir fóikstöluskýrslunum síðustu og eiga þvi að vera réttar. “Tala bújarða allra í Bandaríkjun- um árið 1880 var 4 milj. Tala þeirra árið 1890 var 4,565,000. Fjölgun bú- jarðanna á áratugnum er enganvegin harðærisleg, eða þvílík, að framför öll væri komin á efsta stig og afturför þess vegna væntanleg. En þó fjölguðu íbú- ar ríkjanna tiltölulega miklu meira á sama tímabili. Verð allra bújarðanna árið 1880 var samtals 10,200 milj. dollars. Verð þeirra samlagt tíu árum síðar var 13,276 milj. A áratugnum hafði landið sjálft með umbótum, húsum, girðingum o. s. frv., aukist í verði svo nam fullum 3 þúsund- um milj. dollars. Ekki er það aftur- fararlegt. Verð allra vinnuvéla og verkfæra bændanna árið 1880 var samtals rúm- lega 400 milj. dollars, Verð þeirra ár- ið 1890 var 494 milj. doll. Þóerhér ekki með italinn búpeningur — lifandi peningur—bænda, en verð hans 1890 var samtals 2,419 milj. dollars, eða nær helmingi meira en 10 árum áður.: Taki maður búpeninginn með og leggi alt saman, verð jarðanna, vinnu- vélanna og búpeningsins og beri maður svo þá útkomu saman við samskonar útkomu talnanna 10 og 20 árum áður, sést einna ljósast hvort þurðarmerki sjást á búinu eða ekki. Fylgjandi skýrsla sýnir þessa útkomu á tilvísuð- um árum : 1870...................$ 9,522 milj. 1880................... 12,181 — 1890................... 16,189 — Ræktað ekratal á öllum þessum bú- jörðum árið 1880 var 285 milj. Tíu ár- um síðar, eða 1890, var það ehratal orð- ið 358 milj. Með öðrum orðum, árið 1890 var ifullur fimti-hluti Bandaríkja allra, að andanskildum Alaska-skaga, ræktað land, eða umbætt á einhvern þann hátt, að það gaf af sér meiri og fjölbreyttari efni, en náttúran ein getur framleitt. Veðskuldirnar á bújörðunum auð- vitað eru miklar, samtals 1,250 milj. doll., en þegar á heildina er litið kemur upp úr kafinu, að ekki þarf nema rúm- an helming af eins árs meðai-uppskeru allra bújarðanna til að þurka út alla þá skuld, svo að ekkert sé eftir, Hvað uppskeru snertir, reyndist árið 1890 ekki nema meðal-ár í Bandaríkjunum, en þá nam vorö afurðar allra bújarð- anna 2,460 milj. doll. Þessi stutti útdráttur hrekur svo greinilega ummæli þeirra, er segja alla framför á enda og sjá ekkert nema aft- urför og dauða framundan, að athuga- semdir allar og skýringar eru þýðing- lausar. You CaHÉ G0T0 |N (HUflCH ÍF Y0ÚVE GOT A BAD COUGH. A quick PleASAnÉ Curc for ajl S ob5fi riðfe i.rta s^coughxoid I %-Hoó/sene5S °C Broncoibs fYlrfECíORM it BKS BoTfle 25«

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.