Heimskringla - 07.06.1895, Side 3

Heimskringla - 07.06.1895, Side 3
HEIMSKRINGLA 7. JÚNÍ 1895. 3 Mikael Strogoff, eða Síberíu-förin. Eftir Jules V?rne. Hvað Mikael Strogoff snerti. þá voru vegabréf hans ó- aðfinnanleg, og var liann því undanþegin allri lögreglu rann sókn. í Wladimir beið lestin all-langa stund og hagnýtti Dai- ly Telegraph”-fregnritinn þá stund til að koma ut ur vagn- mum. líta í kringum sig og gera áætlun um þennan forna höfudstað E-ússaveldis. IÞar komu margir ferðamenn á iestina og meðal annara ung stúlka, sem kom að dyrunum í hólfi því er Mikael Strogoff var í. Þar var autt sæti gagn- vart honum og fékk bún sér þar sæti. Með sér hafði hún ekki allstóra ferðatösku úr rauðu leðri, og leit svo út að þar væri allur liennar flutningur. Hún settist svo niður, án Þess að liafa litið á nokkurn mann í hólfinu, og sem þó áttu eftir að verða samferðamenn nennar margar klukkustundir. Hún sat andspænis Strogoff og gat hann þvf ekki annað en virt hana fyrir sér, og af því hún sat þannig, að hun sneii haki að gufuvagninum á undan lestinni, og sem mörgum fellur illa, bauð haun lienni sætaskifti, en hún þakkaði boðið með því að lmeigja sig, en sat kyr. Eftir útliti að dæma var stúlkan 16 17 ára gömul, fríð ^jög og gerðarleg og auðsælega af ætt Slava. Drættirnir í andlitinu voru nokkuð stórgerðir, en með fullorðinsárunum mundi mærin verða forkunnai fögur kona. Um höfuðið hafði hún nokkurskonar klút i skýlu og liðuðust glóbjartir lokkar niðurundan honum. Ennið var halt, augun dökk mórauð, þýð'eg og lýstu sérlegu góðlyndi og blíðu. Nefið var beint og fallegt og kinnarnar fölar og þunnar, varirnar hlóðríkar, en settar í skorður eins og væru þær fyrir löngu búnar að gleyma öllu brosi. Hun var í víðri kápu, en að Þvier séð varð var hún há og grönn. Þó hún enn væri korn ung, lýsti hennar háa enni og drættir allir í andlitinu því, að hún hugsaði mikið og hafði andlegt þrek nokkuð sem Strogoíi lét ekki hjá líða að veit aeftirtekt. Það var auðsætt að æfiferill hennar hafði til þessa ekki verið stráður rósum og ekki síður það, að framtíðin lofaði engu slíku heldur En svo var það ekki síður auðsætt, að hún var maður til að mæta raununum. Strogoff leizt svo a, að hun væri bæði fljót til ráða og þrautseig og stilt, enda í raunum, þar sem karlmaður annaðtveggja gugnaði eða rnisti stjórn á skapi sínu. Þannig leizt Strogoff á hana og þar sem hann sjálfur var örlyndur og fjörugur, veitti hann þessum einkennum henn- ar þeim mun meiri eftirtekt. Hann varaðist að gera henni ónseði með því að stara á hana, en samt let hann augun hvila á henni sem oftast. Hún var einfaldlega buin, en buningur- inn fór þó mæta vel. Það var auðseð að hun var ekki nk en hvergi sást vottur um smekkleysi eða soðaskap. Al- eiga hennar, hvað klæðnað snerti, .var í töskunni rauðu sem var harðlæst og sem hún vegna rúmleysis varð að sitja með í kjöltunni. Hún var í síðri og viðri kápu svartri, nær skorinni um hálsinn og bundin með blaum borða, Undir kápunni var hún yzt fata í stuttu svörtu pilzi, en niðurund- an sást kjólfaldur með hekluðum borðum og nam hann á ökla niður. Fæturnir voru smáir, en huldir í hálf-stigvél um með þykkum sólum, eins og væru þeir gerðir fyrir langa og örðuga ferð. Á búningi þessum þóttist Strogoif sja ein— kenni, er gæfu til kynna, að mærin' væri frá Livonia, eða einhverju Eystrasalts-fylkinu. En hvert var svo þessi stúlka að fara, alein og á þeim aldri þegar föðurleg vernd eða bróðurleg umsjón er álitin nauðsynleg á ferðalagi? Hafði hún komið þaðan að vestan einsömul? Ætlaði hún máskeaðeins til Nijni-Novgorod eða var ferðinni másko heitið austur yfir Uralt'jöll ? Beið einhver ættingi eða vinur henna máske á vagnstöðinni ? Eð: Var það ekki eins líklegt að í margmenni bæjarins yrði hún eins ókunn og utan við lieiminn, eins og þarna í vagninum þar sem enginn, að henni hlaut að virðast, iiugsaði um hana —Það var alt eins líklegt. Sannleikurinn var, að afleiðingin af eiusetu vana var auðséð í tilburðum stúlkunnar, auðséð þegar hún gekk inn °S bjó um sig í sætinu fyrir ferðina, og hve vandlega hún gætti þess að troða ekki um tær annara, eða gera þeim nokk l,rt ónæði. Alt þetta sýndi að hún var einverunni vön _og vön að bjargast án annara hjáipar. Öllu þessu og fleira veitti Mikael Strogoff nákvæma ef tirtekt, en af því hann var fremur óframfærinn, gerði hann enga tilraun til að ávarpa hana, þó margar klukkustundir liðu áður en þau kæmu til Nijni-Novgorod. 'Einu sinni kom hann henni þó til hjálpar Sambekkingur hennar var kaupmaðurinn, sem áður hafði sjöl og tólg í sama númeri, og hafði hann sofnað. Höfuö hans riðaði til og var hætta á að það rækist á stúlkuna, sem henni auðsælega gazt ekki að. Vakti Mikael liann þá nokk- uð luanalega og bað hann að gæta að hvar hann væri og halda réttu höfði. Kaupmanninum féll þetta illa—var dóni að náttúrufari—og nöldraði eittlivað um fólk, sem sletti sér fram í það sem því kæmi ekki við- En Mikael skotraði til hans svo óþýðu auga, að hann liætti, hallaði sér upp að sætinu til annarar handar og leysti meyna íúr allri hættu. Hún leit til Mikaels blíðum, þakklátum augum og leyndist honum þá ekki augnamálið. En svo kom nokkuð fyrir, sem sýndi Mikael enn betur hvaða dugur var í þessari ungu stúlku. Eitthvað 12 versts frá Nijni-Novgorod, í knöppum sveig á sporinu, kom hnikkur mikill á vagninn og nokkur augnablik á eftir drógst hann áfram með hnikkjum, en grunnurinn á því sviði hár °g horfurnar því ægilegar. Ferðamennirnir urðu felmst- fullir, hljóöuðu upp yfir sig og æddu fram og aftur. Það var að óttast að stórkostlegt slys hefði komið fyrir og voru menn því búiíir að apna dyrnar og farnir að ryðjast út áður en lestin varð algerlega stöðvuð. Mikael Strogoff hugsaði fyrst af öllu um stúlkuna einmanalegu. Sá hann þá að hún sat róleg þó allir aðrir í vagninum væru æpandi af ótta og æddu um sem vitstola. Hún beið og—Mikael StrogofF beið líka. Hún hafði ekki hreyft sig í sætinu—Mikael ekki heldur. Bæði sátu kyr. “Þetta er liugrökk-stúlka”, hugsaði Mikael. Eftir litla stund var öll hætta úti, Einn ásinn, sem samtengir vagnana, hafði slitnab og þess vegna staðnæmd- ‘st lestin, en hristingurinn varð af því er ásinn brotnaði. Ail allrar luklcu' varð hún stöðvuð strax og þannig sneitt hjá hraparlegu iíftjóni. Eftir klukkustundar töf gat lestin haidið áfram, og klukkan iiálf níu um kvöldið náði hún til Nijni-Novgorod. Aður en nokkur komst út úr vögnunum koma lög- regluþjónar 3 og yfirheyrðu farþegjana. Mikael Strogofí sýndi sýna “podorojna” og gaf nafnið Nikulas Korpanoff. Svo var hann frjáls að fara. Allir karlmenn aðrir í vagn- inum ætluöu til Nijni-Novgorod einungis og svipur þeirra allra var svo myndarlegur, að þeir fengu lausn umsvifa- laust. Stúlkan var eftir. Hún tók upp vegabréf eða levf- isbréf—því vegabréf eru ekki lengrur nauðsynleg innan Rússlands—innsiglað með prívat innsigli. Lögregluþjónn- inn las það með athygli', skoðaði svo handhafann með aug- unum, þvi lýsing hennar var í vegabréfinu, og spurði svo . “Þú ert frá Itiga?” “Já”, svaraði hún. “Og ætlar til Irkutsk?” “Já”. “Hvaða leið?” “Um Perm”. “Rétt!” sagði lögregluþjónninn og bætti svo við: Gleymdu ekki að fá vegabréfið áritað að nýju hjá lögreglu- stjóranum í Nijni-Novgorod”. Mærin hneigði sig, en svaraði engu. Mikael Strogoff varð hissa og kendi undireins »í brjósti um stúlkuna, er hann heyrði þessar spurningar og svör. Að hugsa til einmana stúlku að fara austur um Síberíu nú, þegar landið var þakið uppreistarmönnum ; það var full- hættulegt á friðartíma. Var mögulegt að hún næði tak- markinu, og hvernig? Skoðunin var á enda. Dyrunum Jvar slegið opnum og allir ruddust út. Áður en Mikael vissi af, var Livoniu-mær- in öll á burt og—töpuð í f jöldanum á vagnstöðinni. Rigning! Solskin! Solskin! Rigning! Þetta er það sem venjulega skiftist á í Júnímánuði. Vér höfum búist við því, og liöfum, eins og vér áður gátum um, mjög mikið af ódýruin - - - Regnkápum------ svo góðum, að hver sem þær brúkar hefir bara gaman af að vera úti f hinum fossandi þrumuskúrum Júnímánaðar. — Vér höfum einnig Ijómandi sólhlífar sem senda sólargeislana svo langt í burtu, að hver sem þær brúkar, getur sagt: “Sólskin, hvar er nú þinn stingur.” — Sirs og kjólatau höfum vér svo góð, að þau þola þetta hvorttveggja. a eJOHNSON, South-West corner Ross & Isabel Str. E.B.Eddy’s eldspitur hafa náð þeirri fullkomnun, að allir sem brúka þær eru ánægðir. Þær eru búnar til effcir þeim 'ullkomnustu reglum sem lafðar eru við eldspýtna- gerð. 5. KAPÍTULI. Skipanirnar tvær. Nijni-Novgorod, Neðri Novgorod, við mot ánna \olgu og Oka, er aðal-bærinn í samnefndu héraði. Hér var Mika- el knúður til að yfirgefa járnbrautina, sem ekki náði lengra þá. Framvegis gekk því ferðin seinna og varð undireins hættulegri. Þegar ekkert var um að vera var íbúatala bæjarins Nijni Nyvgorod 30—35,000, en núna, meðan markaðurinn og sýn- ingin stþð yfir, voru íbúarnir um 300,000, eða tífalt fleiri en venjulega. Þessi markaður, sem fyrrum—til þess árið 1817 var haldinn í Makariev, stóð yfir þriggja vikna tíma á hverju sumri. Bærinn var í hátíðisbúningi og fjör mikið hvervetna meðan sýningin stóð yfir, en þess utan var hann þegjandalegur venjulega. Nú voru þar saman komnir 6 kynþættir af kaupmönnum úr Evrópu og Asíu. Þó seint væri orðid þegar Mikael Strogoff gekk burt af vagnstöðinni, var fólksþröng mikil í báðum bœjunum, sem áin Volga skift- iriefri og neðri bæinn,* Efri bærinn er bygður á háum klettaskaga og er þar virki eitt honum til varnar, su tegund virkja, er Rússar kalla “Krenil”. Það hefði orðið óþægilegt fyrir Strogoff að fá sér sæmi- legt hótel, hefði hann ætlað sér að dvelja í bænum og þar sem hann nú ætlaði að taþa far með gufubát, sem ekki var ferð- búinn undireins, þurfti hann að leita sér að matbuð og natt- stað. En fyrst vildi hann frétta á hvaða klukkustund gufu- báturinn legði af stað, og gekk því rakleiðis á skrifstofu gufubátafélagsins. er heldur uppi flutningum milli N ijni- Novgorod og Perm. Þar frétti hann, og þótti vond frett, að gufubáturinn “Kákasus” ætlaði ekki af stað fyrr en daginn eftir, kl. 12, á hádegi. Þarna varð hann^þvi að bíða 16. kl. stundir—löng bið og leið fyrir mann, sem þarf að flýta ser. En það var þýðingarlaust að mögla, enda ekki siður hans, Svo var og þess að gæta, að engin vagn-mynd var til, er gæti komið honum fyrr til Perm eða Kasan. Það var því heppi legast að bíða, þvi á bátnum gat hann búist við að vinna upp tímatapið, í samanburði við ilandferðina. Strogoff fór því að ganga um göturnar, að horfa á búðirnar og jftfnframt lita eftir næturstað. Þó hugsaði hann ekki svo mjög um það og hafði eins vist gengið aft- ur og fram alla nóttina, ef hungur hefði ekki þrýst hon um til að leita sér að máltið og að máltið leitaði hann fremur en rúmi, en svo fann hann hvorttveggja i búð einni, er nefndist : “borgin Konstantinopel”. Eigandinn bauð honum laglegt lierbergi og rúm, fátæklega búið að vísu, en hafði þó til ]>rýðis nokkrar mvndir af dýrðling- um og Maríu mey í slæðu-umgerð, Gæsar-skrokkur, fyltur súrum jafningi og fljótandi í þykkum rjóma, byggkökur, skyr og út á þvi steyttur syk- ur «g kanel og kanna af “kwass”—hið almenna öl á Rú^s- landi—; þetta alt var á borð borið sem kvöldverður og nægði það til að seðja hungur langferðamannsins, enda neytti hann fæðunnar með góðri lyst. Það var þó nokkuð sem sambekkingur hans gerði ekki, en það var því að kenna, að hann tilheyrði þoim trúbragðaflokki. er “Ras- kalniks” heitir og sem vinna eið að því Jað bragða aldrei öl né vin, borða ekki kartöflur, eða brúka sykur í te. Að kvöldverði loknum fór Strogoff út aftur í stað þess að ganga til hvílu, og fór að reika um göturnar. Þott, frammorðið væri var liálfbjart af degi enn, en samt var umferð óðum að íninka og innan Istundar var nanmast maður eftir á strætum úti> En Strogoff hélt áfram göng- unni, þó eðlilegra sýndi^t að .hannjgengi til livílu eftir langa járnbrautarferð. Yar liann máske að hugsa um Li- voniu-stúlkuna, sem svo lengi varð honum samferða? Jú hann var að hugsa um ihana, því á augnablikinu hafði hann ekkert sérstakt uinhugsunarefni. Var liann hræddur um að hún, ókunnug og í þessu margmenni, væri í hættu? Vist var hann hræddur um það og ekki að ástæðulausu Vonaði hanu að fiuna hana og ef til vill gerast varðmaður hennar? Nei. Það mundi ervitt að tínna eina manneskju hér, og hvað vernd snerti, hvaða rétt hafði hann----. “Einsömul, mitt í þessum farandmanna og hirðingja- sæg”, hugsaði hann með sjálfum sér. “Og þó er þessi hætia sem reikur i samanburði við þær sem bíða hennar. Sibaría ! Irkutsk ! Ég er í þann veginn að loggja alt í sölurnar fyrir Rússland, fyrir keisarann, og hún er um það að leggja altfi sölurnar, en—fyrir hvern og í hvaða tilgangi? Hún hefir heimild til að fara austur yfir landamæri Evrópu, þó alt sé þar í uppnámi og héruð öll þakin Tartara flokku n. Og er hann hugsaði um þetta nam liann ósjálfrátt staðir. “Auð- vitað liefir hún”, hugsaði hann enn fremur, “ákveðið þessa ferð áður en uppreistin hófst, er máske ókunnugt um það( enn hvernig ástæðurnar eru—þo getur það ekai verið, þvi kaupmennirnir sögðu svo margt í áheyrn hennar og það var ekki að sjá hún yrði hissa á því tali, spurði jafnvel einskis til frekari upplýsingar. Hv'in hefir þvi hlotið að vita um á- stæðurnar og—samt gugnar hun ekki. Veslings stulkan ! Það hlýtur að vera áríðandi erindi scm knýr hana áfram. En hugrökk eins og hún er—hlýtur að vera, hlýtur þróttur hennar aðbila. Að undanskilinni allri hættunni, sem ferðin hefir í för með sér, er ómögulegt hun haldi þetta út. Ilún kemst ekki til Irkutsk !” Þannig hugsandi gekk Strogoff áfram án þess að athuga hvert hann fór, en af því hann var gagnkunnpgui; í bænum var ekki hætt við hann viltist. ' Eftir að hafa gengið þanni um stund settist hann á bekk framan við timburhús all-stórt, sem ásamt fleirum stóð á viðum velli. Hann hafði ekki set ið þar 5 mínútur þegar þung hönd var lögð á öxl hans og hann spurður í þyrkingslegum romi, hvað hann væri að gera. Strogoff leit upp og sá stórvaxin mann og sterklegann og svaraði svo því, að hann væri að hvíla sig. “Ætlarðu að sitja hér í alla nótt ?” spurði þá komu- maður. “Ef mér sýnist!” svaraði Strogoff með meiri þjósti, en sæmdi auðmjúkum kaupmanni, enda birsti hinn sig þá og bað liann að koma fram í birtuna og sýna sig. Strogoff mundi þá eftir, að fram yfir alt mátti hann ekki-opinbera sig og svaraði því í mýkri róm, að það væri ónauðsynlegt. Framhald. 534 Main Str. 534 er langbesti staðurinn til að kaupa í UR og KLUKKUR Það kemur sér oft vel að hafa úr í vasanum, og enda í mörgum tilfellum al- veg ómissandi. Ég hefi nýlega fengið byrgðir af ágætum úrum og klukkum af af öllum mögulegum tegundum, sem ég sel með gjafverði. Enginn úrsmiður í borginni getur selt samskonar ÚR og KLUKKUR ódýrara en óg. Komið, sjáið, og sannfærist. G. Thomas. ----- 131 Iliggin Stroi-t gefur hverjum sem hafa vill Æ-sem sannað getur að mjöl, gripafóður og eldivið ^ U hann selji ekki ódýr ari vörur, eftir gæðum, en nokkur annar í þessum bæ. Watertown Marble & Granite itVorks. Selur marmara og granit minnisvarða, bautasteina, járngirðingar, blómpotta, Etc., * Legsteinarnir kosta $12,00 til $300,00. Fjögra — fimm feta háir legsteinar kosta $50.00 til $100,00, uppsettir í kyrkjugarðinum af umboðsmanni félagsins án aukagjads. Mismunandi verð eftir stærð og frágangi. Aðal-umboðsmaður félagsins er ISL. V. LEIFUR, Glasston, N. Dak. y PvTEHT& WaCAV t Al ó, i im MAKKsíw COPYRIGHTS.^T TENT í I t opinion, wri i nearly flfty j íess. Comtnu CAN I OBTAIN A PATENT ? For a prompt answer and an honest opinion, write to M UNN «fe CO.» who have had nearly flfty years* experience in the patent hnsiness. Communica- tions strlctly confldential. A Handbook of In- formation concerninff PatentH and how to ob- tain them sent free. Álso a catalogue of mechan- ical and scientiflc books sent free. Patents taken throngh Munn ðc Co. receive special noticeinthe Hcientiflc Áinericnn* and thus are brought widely beforetlie publicwith- out cost to the inventor. Thls splendid paper, issued weekly, elegantly lllustrated, has by far the larxest circulation of any ecientiflc work in the world. $3 a year. Sample copies sent free. Buildinc Edition, monthly, $2.50 a year. Single copies, *i.) cents. Kvery number contains beau- tiful plates, in colors, and photographs of new houses. wlth plans, enabling bullders to show the latest designs and secure oontracts. Address MUNN & CO„ New Yohk, 361 Bboadway. N orthern Pacific RAILROAD TIME CARD.—Taklngeffect Sunday Dec. 16. 1894. MAIN LINE. ÍSLENZKK LÆKNIR DR. M. HALLDORSSON, Park River — N. Dak. K rv 90 ekta Confede- IJpt), 1 v rations-seðlar seldir á 5 cents hver seðill, $100 og $50 seðlar 10 cent hver, 25 og 50 centa seðl- ar á 10 oent hver,$l,00og $2,00 seðlar 25 cents hver. Pantanir sendar í góðum umbúðum. ef peningar fylgja pöntua. Sendið til Chass & Babkeu, West Atlanta, Ga. Ég sendi varning til staða í landin. allra Athugið vel hvers þið þarfnist fyri og nýjárið. Sparið peninga. Að spara peninga er sama sem að innvinna sér peninga. Kaupið vindla og vín í inni alkunnu búð H. L. CHABOT Gegnt Ciýy Hall-513 Main Str, Nort,h B’und Freight JNo.1 153. Daily St. Paul Ex. No.l07Daily. j 8TATION8. \ 1.20p| 3.15p .. Winnipeg.. f 1.05p 3.03p *Portage Junc é 12.42p 2.50p * St.Norbert.. \ 12.22p 2.38p *. .Cartier.... f 11.54a 2.22p *.St. Agathe.. é 11 31a 2.13p *Union Point. \ 11.07a 2.02p *Silver Plains f 10.31a 1 40p .. .Morris.... ** 10.03a 1.12p .. .St. Jean... 9.23a 12.59p . .Letellier ... 8.00a 12.30pj.. Emerson .. 1 7.00a 12.20p . .Pembina. .. 11.05p 8.35a Grand Forks.. 1.30p 4.55a .Wpg. Junc.. 3.45p Duluth 8.40p Minneapolis 8.00p .. .St. Paul... 10.30p ... Chicago .. öoouth Buna ■3g 03 0O PhS . c * rH Þi 12.1! l.lOp 1.17p 1.28p 1.45P 1.58p 2.17p 2.35P 2.50p 6.30p lO.lOp 7 25a 6.45a 7 2í» 9.35p þl 5.30» 5.47» 6.07» 6.25a 6.51» 7.02» 7.19» 7.45» 8.25» 9.18» 10.15a 11.15» 8.25p 1.26p MORRIS-BRANDON BRANCH East Bouad S-d .M rti a> cc s| STATIONS. W. BouuU. fs <p cn . a i CQ §5 o5 a Dominion of Canada. Mylisjarto oLeyPis fyrir miliomr maia. 200,000,000 ekra í hveti og beitilandi í Manitoba og Vestr-territóríunum i Canada ókevpisfyrir landnema. Djúpr og frábærlegafrjósamr jarðvegr, nægð af vatni og skógi, og meginblutinn nálægt járnbrautum. Afrakstr hveitis af ekrunni 20 bushel, ef vel er umbúið. 'm , I inu frjósama oelti í Rauðárdalnum, Saskatchewan-dalnum, Peace River-dalnum og umhverfis- liggjandi sléttlendi eru feikna-miklir flákar af ágætasta akrlendi, engi og beiti- laiidi—innvíðáttumesti fláki í heimi af lítt bygðu landi. Málmndmaland. Gull, silfi, járn, kopar, salt, steinolía o. s. frv. Ómœldir flákar af kolanáma- landi;eldiviðr því tryggrum allan aldr. Járnbraut frá hafi til liafs. Canada-Kyrrahafs-járnbrautin í sambandi við Grand Trunk og Inter-Colonial- brautirnar mynda óslitna jáTnbraut frá öllum hafnstöðum við Atlanzhafí Ca- nada til Kyrrahafs. Sú braut liggr um miðhlut frjósama beitisins eftir því endi lönguogum liina hrikalégu, tignarlegu fjallaklasa, norðr og ver n og um in nafnfrægu Klettafjöll Vestrheims. Heilncemt loftslay. Loftslagið í Manitoba og Norðvestrlandinu er viðikent ið lieilnœmasta í Ame- ríku. Ilreinviðri og þurviðri vetrog sumar; vetrinn kaldr, en bjartr og stað- viðrasamr; aldrei þoka og súld og aldrei fellibyljir, eins og sunnar í landinu. Sambandsstjórnin í Canada gefr liverjum lcarlmanni yfirl8 áragömlum ogbveTjum kvennmanni, sem befl tyrir familíu að sjá, 160 ehrur af Inndi alveg ókevpis. Hinir einu skilmálar eru, að landnemi búi á landinu ogj'rl það. A þann batt gefst hverjum manni kostr á að verða eigandi sinnar ábýii jarðar og sjálfstæðr i efualegu tilliti. íslenzlcar uýlendur í Manitoba og canadiska Norðvestrlandinu eru nú þegar stofnaðar í 6 stöð r Þeirra stœrst er NÝJA ÍSLAND, liggjandi 45—80 mílur norðr frá Winnipeg’ vestrströud Winnipeg-vatns. Vestr trá Nýja Islandi, í 30—25 mílna fjarlreg er aLFTAVATNS-NÝLENDAN. í báðutn þessum nýlendum er .mikið af ó- numdu landi, og báðar þessar nýlendr liggja nær höfuðstað fylkisins, en nokkr hinna. ARGYLE-NYLENDAN er 110 mílur suövestr frá AVinnipeg; ÞING- VALLA-NÝLENDAN, 260m£lur norðvestr frá AVinnipeg; QU’APPELLE-NÝ- LENDAN um 20 mílur suðr frá Þingvalla-nýlendu, og ÁLBERTA-NÝLEND- AN um 70 mílur norðr frá Calgary, en um 900 mílur vestr frá Winnipeg. í síðasttöldum 3 nýlendunum er mikið af óbygðu, ágætn akr- ogbeitilandi. Frekari upplýsingar í þessu efni getr hver sem vill fengið með því, að skrifa um það: H. H. SMITH, CoiumisNÍoiiei* of Dominion l.uiuls. Eða 13. 3Li. Baldwinson, isl. umloðsm. 3p Winnipeg .,|12.J5p 5.30» 7.50p 1.30p .. .Morris.... 1.50p 8.00» 6.53p 1.07p * Lowe Farm 2.15p 8.44» 5.49p 12.42p *... Myrtle... 2.41p 9.31» 5.23p 12.32p ...Roland. . 2.53p 9.50» 4.39p 12.14p * Rosebank.. 3.10p 10.28» 3.58p 11.59a ... Miami.... 3.25p 10.64» 3.14p U.38a * Deerwood.. 3.4Sp 11.44» 2 lp 11.27a * Altamont.. 4.01p 12.10p 2 5p U.Oða . .Somerset... 4.20p 12.51p 1 7p 3 0.55a *Swan Lake.. 4.36p 1.22p 1 9p lO.lOa * Ind. Springs 4.51]i 1.54p 12.57p l0.30a *Mariapolis .. 5.02p 2.18j 2.27p 10.15a * Greenway .. 5.18p 2.52p h.57u lO.OOa ... Baldur.... 5.34]> 3.25p U.12a 9.38a . .Beimout.... 5.57p 4 15p 10.37a 9.21a *.. Ililton.... 6.17p 4.53p lO.liia 9.05a *.. Aslidown.. 6.34p 5.23p 9.49a 8.58a Wawanesa.. 6.42p 5.47p 9.39a 8.49a * Elliotts 6.53p 6.04p 9.05a 8 3ða Ronnthwaite 7.05p 6.h7p 8.28a 8.l8a *Martinville.. 7.25p 7.18p 7.50a 8.00a .. Brandon... 7.45p S.OOp West-bound passenger trains stop at Baldur for meals. PORTAGE LA PRAIRE BRANCH. W. Bound East Bound Mixed Mixed No. 143 STATIONS. No. 144 Every Day Every Day Except Except Sunday. Sunday. 4.00 p.m. .. Winnipeg.. 12.40p.m. 4.15 p.m *Port.Iunction 12.26 p.m. 4.40 p.m. *St. Charies.. 11.56 a.m. 4.46 p.m. * Headingly. 11.47 a.m. 5.10 p.m. * White Plains 11.19 a.m. 5.34p.m. *Gr Pit Spur 10.49 a.m. 5.42p.m. *LaSalle Tank 10.40 a.m. 5.55 p.m. *.. Eustace.. 10.25 a.m. 6.25 a.m. *.. Oakville. 10.00 a.m. 6.48 a.m. *. . .Curtis. . . 9.43 a.rn. 7 30 a.m. Port.la Prairit 9.15 a.m. Winnipeg Canada Stations marked —*— have no agent Freigbt must be prepaid. Numbers 107 and 108 have througli Puliman Vestibuled DrawingRoom Sieep ing Cars between Winnipeg, St.. Paui and Minneapolis. • Also Palare Dining Cars Close connection at Chicago witb easteru lines. Connection at Winnipeg .Tpnclion witli trains to and from thc Pacific coats For rates and full lnformation onn- cerning connection with other lines, etc., apply to any agent of tbe companv. or CHAS. 8. FFÆ, H. SWINFORD, G.P.&.T.A., St.Paul. G ‘n Apt Wpg H. J BELCH, Tieket V ent. 486 Maiu Str., Wiunipeg,

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.