Heimskringla - 14.06.1895, Síða 1

Heimskringla - 14.06.1895, Síða 1
IX. ÁR WINNIPEG, MAN., 14. JtJNÍ 1895. NR. 24 Skilmálarnir. Eftir Þorst. Erlingsson. Ef þér ei ægir allra djöfla upphlaup að sjá, og hverri tign ad velli velt, sem veröldin á, og höggna sundur hverja stoð, sem himnana ber: Þá skal jeg syngja saunginn minn og sitja lijá þér. Og ef þú hatar herra þann, sem harðfjötrar þig, og kúgar til að elska ekkert annað, en sig, en kaupir hrós af hræddum þrælum, hvar sem hann fer : þá skal jeg lika af heilum huga hata með þér. Ef antu þeim, sem heptur hlær, og hristir sín bönd, og vildi ekki krjúpa og kyssa kúgarans hönd, en hugum-stór að hinzta-dómi hlekkina ber : þá skal jeg eins af öllu hjarta unna með þér. Og ef þig langar leyndardóma lífsins að sjá, og biðjirðu um þess Barnagull og byrjir á “á,” og lest þar ekkert öfugt gegnum annara gler : þá vil jeg feginn lika læra að lesa með þér. Og fetir þú að föstu marki forlaga skeið, 0 og krækir ekki alla hlykki á almanna leið, og látir enga hindrun hepta, hver sem hún er : þá skal jeg glaður grýtta veginn ganga með þér. Ef þú ert fús að halda á haf, þó hrönnin sé óð, og hefir enga ábyrgð keypt í eilífðarsjóð, en lsetur bátinn bruna djarft um boða og sker : þá skal jeg ual sjóinn allan sigla með þér. Og seinast þegar svarta nóttin sigur á lönd, og dökkar hrannir hrynja um knör, og livergi sér strönd, þá láttu bátinn horfi halda, hvert sem hann ber : og jeg skal sæll á svarta djúpið sigla með þér. [Eftir Þjóbv. UNGA.] AYER’S Ilair VIGCR Kestorea natural color to the hair, and also provents it laliing out. Mrs. H. W. Fenwick, of Eigby, N. S., sayo : “A littlc more than two years ago my hair b é g a n to turn R r a y and fall out. Af- ter the use of one bottle of Aver’3 Hair Vigor my liair was restóred to its original color and ceased falling out. An oceasional application'has since kept tlie hair in good condition.”—ilrs, H. F. Fenwick, Digby, K. S. tíárvöxtur .... “Fyrir átta árum lá ég í bólunni og misti þá alt hárið, sem áður var mikið. Ég reyndi ýms lyf, en það kom fyrir ekkert, og hugsaði ég ekki annað, en að ég yrði æfinlega eftir það sköllótt. Fyr- ir hér um bil sex mánuðum, kom ég beim með eina flösku af Ayers Hair Vi- B°r, og fór ég þegar að briika það. Að stuttum tíma liðnum fór nýtt hár að vRXa, og það er alt útlit fyrif, að ég fái oins mikið hár eins og áður eri ég veikt- ist.” — Mrs. A. Werbeii, PolymniaSt., New Orleans, La. flyers Hair Vigor tilbúinn af Dr. J.C. Ayer&Co., Lowell, Mnss., U. S. A. AyerspillBi' lækna, höfuðverk FRETTIR. DAGBÓK. FÖSTUDAG 7. JÚNÍ. Minnisvarði Sir John A. Macdonalds var afhjúpaður í Montreal í gær í viður- vist afarmikils mannfjölda, eins og við mátti búast við slíkt tækifieri. Meðal tveggja þúsunda sem boðið hafði verið til sætáa á ræðupallinum, var sonur og sonar-sonur hins látna þjóðmærings. Auk margra annara sem ræður héldu, voru þeir landstjóri Canada, fylkisstjór- inn í Quebec, og forsætisráðherra þess fylkis. Frétt kom í fyrradag til Washington er sagði Ecuador komið í höndur upp- reistarmanna, og alt þar rólegt sem stendur. Ógurleg rigning dundi í fyrradag yfir Wúrtemberg í Þýzkalandi, og héraðið þar í kring. Vöxtur hljóp svo mikill í ár þar, að nokkuð af byggingum fjögra smábæja skolaðist í burtu, og vita menn um 32 mannslíf, sem farist hafa, auk 9 manns sem ekki finnast. 10. Júni lagði Hon. Mr. Wallace fram skýrslu á dominionþingi yfir út- flutt hey frá Canada til Bandaríkjanna og Englands á árunum 1891 til 1894. 1891 Til Bandaríkja : 50,000 tons $375,813 1892 67,067 — 598,567 1893 94,282 — 854,958 1894 87,847 — 753,575 1891 Til Englands : 11,825 tons $15,291 1992 14,959 — 167,604 1893 50,892 — 515,461 1894 175,559 — 1,700,409 MIÐVIKUDAG 12. JÚNÍ. Vonzkuveður með rigningu og stormi gekk yfir suðurhluta Minnesota 9. þ. m. og gerði víða skemdir á ökrum og öðr- um eigum manna. Tvær brýr féllu nið- ur í Stern County, og þakið á Selby-afl- húsinu í St. Paul, féll inn; svo vildi vel til að engir voru staddir inni í bygging- unni og varð því eigi manntjón af. Nýlega hefir komið frain tillaga á þinginu í Florida utn að fyrirbjóða, að svertingjabörn gangi á sömu skóla og börn hvitra manna. inganna sem ég vil reyna það,” svaraði Tommi. Hftnn bjó sig tafarlaust, batt um sig snæri, lét róa ineð sig upp að hamr- inum og stökk af honum upp á neðsta þrepið og tók þegar að handlauga sig upp bergið. Hyrnu af hyrnu og snös af snös hélt hann áfram og flaxaði hans ijósa hár í vindinum, en bjargfugla- svarmur flúði burt úr nágrenninu með argi og skrækjum. Skipverjarnir tóku ekki augun af honum og af þiljum skipsins voru bjarghyrnur þær, er hann hélt sér við ósýnilegar, og er hann kleif hærra og hærra varð hann að sýndist æ smærri og smærri, til þess er hann virt- ist ekki stærri en fluga sitjandi hátt uppi á húsvegg. Afram þokaðist hann og að sfðustu var hann kominn alveg upp að brún- inni. Þá alt í einu misti hann fóthald sitt lék laus í loftinu, enhéltdauðahaldi um bjarghyrnu í hrúninni með höndun- um. Kom honum þá að haldi handaflið og æfingin að hanga á handleggjunum i reiðanum. “Haltu fast, Tommi!” hrópuðu nú allir í senn á skipinu. LAUGABDAG 8. JÚNÍ. Vatnsflóð hafa fyrirfarandi daga gert mjög mikinn usla í kring um Pyr- enea-fjöllin. Einnig fór þorp eitt i Ung- verjalandi í kaf í flóði, og vantar þar 100 mans, sem óvíst er um livort hafi komist lifs af. Bandaríkjastjórn hefir afráðið að senda herskip til Key West til þess að hjálpa skipum þeim, er þar eru fyrir, til að fyrirbyggja að hergögn og annað þess kyns verði sent þaðan og frá öðrum stöðum í Florida, til uppreistarmanna í Cuba. Frétt frá Moskva, segir að rússneskt herlið sé nú þegar farið að færa sig nær landamærum Tyrklands. Tuttugasta deild Kákasusliðsins send til Kars og önnur herdeild send til Tiflis. MÁNUDAG 10. JÚNÍ. Alment eru menn nú hættir að hú- ast við því, að breska þingið verði rofið í bráðina. Verið er að úthúa skip i Nýfundna- landi, er leggja skal til Grænlands í næsta mánuði, til þess að lleita að lieu- tenant Peary og tveimur félögum hans se.n í landkönnunarferð eru þar norður frá. Förunautar þeirra, sem fluttu þá norður þangað koinu fieim aftur í síð- j astl. Septemher. en þeir Peary iiéldu 1 norður eftir jökulbreiðunum á Græn- j landi. Síðastl. sunnudag var svertingja- prestur einn í Alahama, Greenleaf Lee að nafni, að prédika um dauðann fyrir tilheyrenduin sínum. ■ Var hiinn að út- lista lyrir þeim nieð mikiili ákefð og andagift píslirnar í helvíti. Rétt í því er hann hafði fiaft Upp alkttnnu bibliu-orð : og mun þar ei heyrast ann- að en óp, vein og gnístrnn tanna,” datt j presturinn niður steindauður. Hann var hraustur niaður og á hesta aldri. og i segja læknar, að hann hafi komist í of miklft geðshræring og hafi við það slitn- að blóðæð í höfðinu og orðið honum að bana samstundis. ÞRIDJUDAG 11. JÚNf. Það er i ráði að mynda félag til aö lita eftir gteinolíu nálægt Fort Sas- katchewan N. W. Terr., þar eö nýlega hafa komið fram líkur fyrir að olía væri þar í jörðu. Maður einn, sem var að grafa brunn, varð á þrjátíu feta dýpi var við ókyrleik í sandinuin neðst á botni brurinholunnar, og að stundu lið- inni fóru að heyrast dunur svo sterkar, að þær voru heyranlegar í 600 feta fjar- lægð, sem álitið er að hafi orsakazt af gasi í jörðunni, er hendi á að þar sé steinolía niðri fyrir. Aðgerðir borgarstjórans í Sarnia, Ont., sem að heiðni þeirra er ákafastir voru raeð að halda stranglega við sahb- atshelgina, skipaði lögregluþjónum bæjarins að fyrirhyggja að mjólk væri flutt heim til manna á sunnudögum, liafa verið kveðnar niður af hæjarráð- inu með 14 atkv. á móti 1. Forstöðumenn læknaskólans í On- tario hafa nú gengiðmjög kappsamlega fram í því að komast eftir livcrjir það sé, sem fengið liafa útskriftarskjöl f.yrir peninga hjá hinum ýmsu læknaskólum íBandaríkjunum og svo sett sig niður sem fullveðja læknar víðsvegar um Bandaríkin og Canada. Byrjað hefir verið á áð höfða mál á móti Dr. E, C. Rose í Portland, Ont. Það eru fjölda- margir læknar í Ontario grunaðir um að hafa á þonna liátt fölsuð leyfishréf. Fjögra ára gamall drengur í La- Porte, Ind., reiddist svo við stúlkubarn, sem nýbyrjað var að ganga, að áður en við varð gert, var hann búinn að vinna því bana með grjótkasti. Yfirvöldin eru í vafa um hvað gera skuli við hinn unga morðingja, með því að svipaðtil- felli finnst hvergi ritað í árbókum ríkis- “Haltu fast, Tommi.” Svo heitir klettasnös ein á Sf. Hel- ens-ej'junni — eyjunni sem varð hana- heður Napóleons mikla um árið. Þetta nafn hefir snösin borið síðan 1673. Hollendingar höfðu náð eyjunni af Englendingum og liöfðu bygt virki all- mikið við höfnina. Allstaðar annai- staðar er eyjan girt, þverhnýptumhömr- um og hugðu því Hollendingar öllu horgið gætu þeir varist væntanlegu á- lilaupi Breta af liöfninni. Þegar leið að fyrirhuguðu íhlaupi lagði floti mikill af hrezkum skipum fram til eyjarinnar og sigldu eitt á efur öðru fram ineð eyjunni að höfninni, en ginandi liamar, mörg hundruð feta hár og að þvi er virtist alveg ókleifur, gnapti yfir höföi sjómannnnna. Hol- lendiugar biðu vígbúnir í virkinu oj byrjuðu SK'otliríðina undireins og fyrsta skipið dróst í skotmál. Aftasta skipið átti þessvegna eftir langa leið innáhöfh- ina, þegar formaður og liásetar lieyrðu fallbyssu-drunurnnr. Formanninum féll illa hve langt skip hans var á eftir og kvað það óafmáaulega smán, ef hann kæmi ekki að fyrr en alt væri um garð gengið. Fór hann þá að horfa upp á hina ægilegu hamra og tala um hvert hvergi mundi eiristígi upp. Rétt í þessu gekk einn sjómaðurinn til hans, lyfti húfunni og sagðist, halda tiltrekilegt að klifra upp bergið á ákveðnum stað, er hann henti á. “Ef þú vilt leyfa mér að gera tilraunina, lield ég að ég komist upp” sagði hann hæversklega. “Hvað \þarna upp?” sagði formað- urinn undrandi og hristi höfuðið. “Nú, en svo máttu reyna það, Tommi minn. Og komistu upp, skal ég tafarlaust Kefa þér 50 guineur* fyrir ómakið!” “Það er fánang vegna, en ekki pen- Ú Þ. e. $250 eða því sem næst. Doctor What isjíood ^^jiMlb'cleansimjthc Scalpand' !I H' Hair, I Jeem to Ime fricd ever/thmfr f.ad tr,i in despsir VJhy /Ars f\. thcvcry bcsfl'hmjf is RmmoTmI SotP^ ifio oplendid for V/ashirvd ({q, % f\cad if prcvontj drynejs G Ihus puf^ an end to Dandrufv i and Frcshcnj thc Kftir nicely. 25 4 FOfi (. t.(r,r.E 7r.3I.ET Og hann h»lt fast. Eftir fáein augnahlik stöðvaði hann sig og náði haldi með tánum á ný og innan fárra augnahlika stóð hann á brúninni, en skipverjar æptu fagnaðaróp. Dró hann nú upp kaðla og festar og klifruðu allir skipverjar þar upp, einn eftir annan. Innan fárra mínútna voru þeir allir komnir upp á eyjuna og tóku þegar á rás í áttina til virkisins. Stundu síðar varð Hollendingum meira en hverft við, er landher kom að baki þeirra svo að skothriðin dundi á þeim úr tveimur át‘um. Eftir litla stund lét Von Gebhard, herstjóri Hollendiuga, draga niður fána sinn, sem vott um undirgefni og hættu menn hans um leið að beita vopnunum. Gekk þá formaður Tomma og há- setar hans allir inn í virkið til að taka viö stjórninni og ávarpaði Von Gehhart hann þannig : “Mynheer! Mínir menn hafa gcrt alt sem menn gátu gert, en þínir hafa gert meira.” “Heföum við ekki gert það, hefðum við heldur ekki yfirbugað hina fræknu Hollcndinga,” svaraði liinn, tók af sér hatt inn og hneigöi sig. Þannig náðu Bretar St. Helenseyju á ný og hafa síðan ekki slcpt, henni, og hjargh.vrnan, er Tommi hékk á lieitir enn : “Hold fast Tom." Orða-bclgurinn. Mikli maðurinn. “Vondra last ei veldur smán, en vondra lof er hciðurs ráu”. Sigtryggur Jónasson froðufellir heil mikið í 21. nr. Lögbergs síns þ. á.; þar með staöfestist sú lýsing, sem ég heli áöar gefið af honumeftir reynslu Winni- peg-manna, enda segja menn það hér, að það sé aðdáanlog lýsing eftir þekk- ingu þeirra á aumingjannm. I>ar með er hann svo ósvífinn, að segjast gera það sem ritstjóri Lögbergs, en ekki sem Sigtryggnr Jóuasson. Eu allir sjá og vita, að Sigtryg{jur og Lögberg er nú eitt og hið sama nð innihaldi. Blaðinu virðist vera haldið við til þess að eins, aðSigtr. loks gefist kostur á að “moka” meðsköpuðum óþverra sínum á aðia, Ástæður þarf i.ann ekki. Þes-háttar mönnum er otaint, að hrúka þær, og sleppa þeim þess vegna, enda eru menn hættir að vonast eftir þeim frá Sigtr. og Lögb. ineðan sálar-kryplingurinn er við stýrið. Allir vjta nú að veslings Sigtr. er að þjóna sinni eigin lund og náttúruíari, en ólíklegt, að hanu sé neyddur til að velta sér yfir flesta þá utanllokksmenn sina, s,'m liann minn- ist á, ineð einstökum tuddaskap. En úr því liann er latinn ganga sjálfala. eins og hann gefur í skyn, að hann hafi svo mikil raö yfir stjórnarnefndinni, að hún geti ekki fest nein bönd á scr, þá er nú ekki að furða þótt Lögb. sé atað hans eigin ósóma, því “fé er jafnan fóstra likt”. Mér dettur svo sem ekki í hug að efast um, að ýmsir andlegir ættingjar Sigtr. noti nú tækifærið til að koma að í Lögb. öllu því versta og sóðalegasta, sem þeir geta náð út úr sínu andlega skúmaskoti, hugsandi sem svo : það er ekki sóð. hve lengi þetta “boom” okkar stendur, þvi ritstjórinn ætlar nú að kollsigla a)t saman; nú ætti okkar tími að standa yfir, annars kemur hann aldrei að eilífu; við getum aldrei steypt okkur inn á sóðalegri og okkur sam- boðnari ritvöll. en Lögh. er nú, og byrjum strax. Því þorir ekki Sigtr. að gera vilja þessara ættingja sinna ? Það er þó ekki af því, að hann þykist ekkg geta farið út í prívat sakir mót- stöðumanna sinna, og lúalegt fyrir hann, að vera sú heimótt að þykjast geta nokkuð, en hafa hvorki þrek né þor. Núerekki annar vandi sem á honum liggur, en að taka upp á sig höf- unds-nafnið að öllum þeim bréfum og greinum um mótstöðumenn sína, sem mór skilst óg sé einn af, er hann segist alt af vera að fá við og við, eða hirta þau hlifðarlaust og meðfullnm nöfnum hinna réttu höfunda; að öðrum kosti mun álitið að hann sé farinn að skipa hinn óæðri bekk í dýraríkinu. Til þess að létta dálitið undir með honum að leita að hyrjunarefni, þá væri ekki fjarri vegi, að honum litist, að hyrja á stjórnarláns-innköllunar-geitupum, eða þá fjárdráttar kláða-óhroinku í.holdinu, eða einhverju öðru, sem ekki ætti nein- ar fætur til að standa á, ekki einusinni tréfætur, eða peninga til að kaupa þá fyrir. Rétt sem honum sýnist. HNAUSA-BRYGGJAN. Það er eins og allflestir í Ný-íslandi vita að ég hef aldrei borið á móti því, að ég hafi unnið af alefli að framkvæmdum Hnausabryggjunnar, því það hef ég gert, og síðan ég byrjaði á því, fyrir lið- ugu ári síðan, þá helir það gengið lið- lega, altaf í áttina til fullkomnunar, þar til nú, að bryggju smíðiðer byrjað og meiri partur af efninu til hennar fengið. Fyrir framniistöðu mína í þessu máli fæ ég þakklæti lijá öllum heiðarlegum mönnum, sem velviljaðir eru Ný-Isl. og framförum þess ogmarg- ir þessara manna eru einmitt á Gimli og þar umhverfist ekki síður, en annar- staðar i Ný-Islandi, og einmitt þeir sömu menn treysta mór til að vinna af sama kappi, að fá hryggju aðGimli, þar á ég marga réttsýna og góða vini, sem nieta að verðleik um spillandi tilraunir glósuhöfundarins. Hnausa, 3. Júní 1895. Stephan Sigurdsson. “Sannleikurinn er sagna beztur!” Það ér gamali og góður siður okkar Islendinga, að rita æfisögu ágrip og ættartölur inerkismanna vorra, sem hafa verið góðir borgarar í mannfólag- inu og þarfir hæði sér og öðrum, og láta svo þetta æfiágrip koma fyrir almenn- ings sjónir í árbókum landsins eða dag- hlöðuuum, til fróðleiks og skemtuuar komandi kynslóðum, og þessari fögru reglu liafa, lslendingar haldið við frá því hinn merkilegi ætta- og söguritari Ari fróði reit sina þarflegu hók Land- námu. Þykir mér því injög áríðandi, að ritað sé rétt og satt alt það; sem kem- ur fyrir almennings sjónir í þessum stýl. En þó að ekki séu raktar ættir laugt fram í timann, geiir minna til, ef rótt er rakið, og eins, að ártöl þau. er viðhurðirnir eru bundnir við, séu rótt og áreiðan'eg, og Jiess ættu allir að gæta, sem rita æfiminningar eða ættar tölur. — Orsök til þess, að óg rita línur [lessar er æfiminning, sem prentuð er i Lögbergi 10. Maí, 8. bls., eftir sónia- konuua Ingibjörgu Þorláksdóttir. Þaö er ekki tilgangur minn með línum þess- iiin. að gera þeim kinnroða. sem reit þessa æfiminning. eða særa tiltinningar þcirra, sem stóðu næst J essari heiðurs- kotiu, eða voru vinir hennar, holdur að leiðrétta það sem rnnghermt er og bæta við dálitlum upplýsinguni um æíirferil þessarar merkis Iijóna |Kr. F. og Iugi- hjargar, og er sumt af því ritað eftir sögusögn konu, sein hæði er greind og minnug, og var kunnug [ eiin lijónum. Ingihjörg sál. er fædd að Svalbarði í Þistilfirði 1812, eins og Lögberg segir, en faðir hennar var séia Þorlákur Hall- grímssön, vígður til Svalbarðs 1805. Kona hajis og móðir Ingibjargar hót Guðrún Ásnnindsdóttir (ætt hennar er mér ókunn). 1819 voru séra Þorláki veittir Skinnasta'Mr í Axarfirði, on 1826 fékk hann Presthóla. Séra Þorlákur yfírgaf prestskap 1831 eftir 26 ára prest- þjónustu. líann var fæddur aö Ósi í Möðruvallaklaustursókn 1773. cn dó 1862 , 89 Ara. Séra Þorlákur var að mörgu merkismaðnr og listumaður á HEIMSKRINGLA -OG- ÖLDIN. Nýbúið er að endurprenta fyrsta núm- erið af Öldinni. sem brann i Maí 1893. Fyrir $ 3.25 fyTÍrfram horgað, fá nú nýir kaupendur Heimskringlu frá byrjun sögunnar : “Mikael Strogoff,” til næsta nýárs, og Öldina frá upphafi (3 árganea, 30 númer) einnig til næsta nýárs, meðan upplagið hrekkur. Fyrir $ 2.00. Öldin frá upphafi (þrír árgangar) til næsta nýárs, verður seld sérstök á $2.00 fyrirfram borgað. í Öldinni eru, eins og flestum er kunn- ugt ágætis kvæði, fræðiritgerðir um visindalegt og sögulegt efni, sögur, þar á meðal hinar frægu “Sögur herlæknis- ins” (um 80 ára stríðið), eftir Zakarías Topelius, ásamt ýmsu fleiru — alls -180 blaðsíður í stóru broti. Öldin er mjög fróðleg og skemtileg bók, enda í sérlegu afhaldi hjá öllum þeim, sem hafa eignast hana og ættu allir þeir, sem ekki hafa þegar fengið hana með Heimskringlu, að nota þetta tækifæri til að fá þrjá ár- ganga af Öldinni fyrir svo sem ekki neitt Munið eftir skilniálunum : Heimskringla frá 1. Maí þ. á. til ársloka ásamt Öldinni, 3 árg., fyrirfram borg., að eins S2.25 Öldin 1893, 1894 og 1895, (30 bl.) fyrirfram borg., að eins $2.00 Upplagið er lítið, (að eins 250) og því betra fyrir þá, sem sæta vilja þessu boði, að gerastkaupendur nú þegar. ForHtöðunefndin. sumt og afhragðs söngmaður. Geir byskup Vidalin telur hann og sera Frið- rik Þórarinsson á Breiðabólsstuð (dáinn 1817) bezta söngmenn í Hólastipti á sinnitíð. Faðir séra Þorláks var Hall- grímur Magnússon hreþpstjóri A Osi; hann var gáfumaður og vel metinn. Kona hans, móðir séra Þorláks, var Sigríður dóttir séra Þorláks prófasts og skálds Þórarinssonar bóndaá Látrum á Látraströnd. Þorlákur prófastur drukn- aði af hesti í Hörgá 1773. Það má rekja ætt Hallgríms hreppstjóra til Péturs, er eittsinn var A Knerri í Snæfellsnes- sýslu, og var H«llgrímur 7. maður frá honum. Kristján Frímann Sigurðsson og Ingihjörg giftust að Skriðuklaustri 1838 og fluttu satua ár að Starkaðshlíð í Loðmundarfirði, 1842 fluttu þau að Gilsírteigi i Eiðaþinghá, 1856 fóru þau að Fossvölluni í Jökulsárhlið, og þar dó Fr. 1836 eftir 28 ára farsælann húskap Frímann var sannkallaður sómamaður í sinni stétt og búmaður góður. Þau hjón áttu 6 hörn og dóu 3 þeirra heima á Islandi og áttu ekki afkvæmi, nema Þorlákur Atti 1 dóttur. Þorbjörgu að uafni, nú gift Magnúsi Jóhannessyni og húa þau hjón í Winnipeg og eru vel metin. Eftir 10 ára húskap á íslandi, eftir dauða manns síns tíutti Ingibjörg með 2 börnum sínum til Ameríku 1876; og kemur þá alt rétt heim eftir það, um hagi hennar, sem sagt er frá í Lög- bergi. Einn sonur Ingibjargar kom á oftir henni vestur og dó cftir fá ár,— Þetta, sem eg hefi skrifað er áreiðan - legt og vona ég svo góðs til ritstj. Hkr., að liann Ijái þvi rúm í sínu heiðraða hlaði. Árnes, Man., 28. Mai 1895. Gunnar Gíslason. TEIFT HÆSTU VERDLAUN A HKIRSSÝNINGUNN “ • ' v [ *r u'p.g IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vínherja Crearn of Tartar Powder. Elckert 41ún, ammonia eða ðnnur óholl efni. 40 ára reynzlu,

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.