Heimskringla - 14.06.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 14.06.1895, Blaðsíða 2
2 HEIMSKEINGLA 14. JÚNÍ 1895. 1 HeimskringSa j • PUBLISHED BY • The Heiciskriugla Prtg. i.Publ. Co. • 09 09 2 Verð blaðsina í Canda og Bandar.: J • $2 um árið [fyrirfrara borgað] • • Sent til íslands [fyrirfram borgað o ’ af kaupendum bl. hér] 81. 0 2 •••• 2 5 TJppsögn ógild að lögum nema 0 • kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • • •••« • • Peningar sendist i P. 0. Money • • Order, Registered Letter eða Ex- • • press Money Order. Bankaávis- ® • anir á aðra banka en í Winnipeg 2 o að eins teknar með afföllum. • • 9 »• • EGGERT JOHANNSSON • 0 EDITOH. • • EINAR OLAFSSON 2 • BUSINESS MAXAOEIt. 2 •• •• 2 • OFFICE : 2 2 Corner Iloss Ave & Nena Str. • 1» O. Hox 305. 2 •••••••••••••••••••••99«* Þjóðrækinn “liberal”. Eins og eðlilegt er í mannmörgum fiokki, kennir margra grasa í flokki “liberala”. Við því er ekki hægt að gera og ekkert um það að tala á meðan hinum illkynjuðu “kvistum” er mark- að sæti þau sem þeir eiga. En það eru vandræði fyrir pólitískan flokk á þingi, sem auðvitað læst vera að vinna föður eða fósturlandi sínu í hag og sem óneit- anlega vill því í hag, þegar einn af hans leiðandi mönnum verður uppvís að þjóðfélagslegum skálkapörum. Og það er illt til afspurnar, þegar að þeim svikum uppkomnum, flokkurinn heldur áfram, eftir sem áður, að dýrka hinn seka náunga og afsaka hann á allar lundir. Þegar Edw. Farrar um árið varð uppvís að tilraunum að fá Canada selt í hendur Bandaríkjamanna, þá varð hann umsvifalitið að vikja úr ritstjórastöð- unni við Globe í Toronto. Sir Riehard Cartwright er sannnefndur þjóðfjandi Canada, en þó hefir hann aldrei orðið uppvis að þeim skálkapörum, sem John Charlton, þingm. frá Norfolk North í Ontario, nú er uppvís að. Hann er orð- inn uppvís að því, að hafa gert tilraun til í fyrra, þegar verið var að ræða Wil- sons-toll-lagafrumvarpið í Washington, að leggja toll á allan trjávið, unnin og óunninn, í öllum mögulegum myndum, sem kæmi frá Canada. í Wilsons-frum- varpinu var svo ákveðið, að trjáviður allur og trjávörur allar aðfluttar. skyldu vera tollfríar, en þó væri Banda rikjastjórn leyfilegt að leggja aðflutn- ingstoll á allan borðvið úr furu (Pine) er að væri fluttur úr ríki eða landi, sem leggja kvnni útflutningstoll á ósagaða bjálka, sem fara ættu til Bandaríkja. Þó ekkert ríki væri nafngreint í þess- um ákvæðum, þá var engum blöðum um það að fletta, að það var Canada- ríki eitt, sem hér var átt við. Þetta þótti Carlton algerloga óhafandi og rit- aði Carlisle fjármála stjóra um það. Sýndi hann honum fram á að þessi lög væru Canadamönnum alt of hagkvæm, og bjó enda út formlega lagagrein, sem koma skyldi í stað tilvísaðra greina í Wilsons-frurnvarpinu. Og efnið í hans breytingar-tillögu var í þá átt, að toll- ur skyldi hvila á öllum trjáviði, unnum og óunnurn, sem frá Canada kæmi til Bandarikja. Þessi tillaga kom frá æru veröum (!) Dominion-þingmanni í Ca- nada, eiðsvörnum til að vinna sínu föð- urlandi alt það gagn, sem unt væri í þeirri stöðu ! Og tillagan hafði sín á- hrif, eins og við var að búast. Það er svo sjaldgæft, að opinberir starfsmenn í öðru riki biðji stjórn annars ríkis, að leggja tolla á vörur sinar—það er oftar þvert á móti klagað yfir álögðum tolli— að það var afsakanlegt. þó bænin væri veitt. Það var líka ákveðið í Wilsons- lögunum síðar, að legði nokkurt nki ut flutningstoll á bjálka, ætlaða sögunar- mylnum í Bandaríkjunum, skyldi Bandaríkjastjórn tafarlaust leggja toU á allar tegundir trjáviðar, sem ifrá því ríki kæmu, hvort heldur unnar eða ó- unnar. Þannig náði Charlton takmark inu. “Free-trade-postulinn einn lieima hjá sér leggur þannig ráð á, að tollur sé lagður á eina verðmestu vörutegundina sem Canada hefir að bjóða útheiminum. Hvoru ríkinu er þessi maður að þjóna, sínu eigin, eða Bandaríkjunum ? Þetta var einmitt þyngsta sökin, er hvíldi á Farrar um árið, að hann ráð- lagði, eins og þessi þingmaður, að öll upphugsanleg höft yrðu lögð á verzlun Canadamanna. Hans skoðun var, að yrði svo krept að Canada með tollálög- um, að ómögulegt væri að hagnýta hinn mikla markað Bandaríkja, væri “björninn unninn”. Canada yrði þá nauðbeygt til að ganga i algert sam- band við Bandaríkin, þvi án Banda- ríkja-markaðarins gætu Canadamenn ekki verið. Óbeinlínis að minsta kosti var lika farið að ráðum Farrars ; það sýndu McKinley-lögin góðu, er þau Lomu til sögunnar skömmu síðar. Þau krepptu svo að ýmsum verzlunarmönn- um í Canada, að þeir urðu að leita að nýjum markaði, og—fundu hannáEng- landi og víðar, svo að þeir voru vel á veg komnir, að ná sér upp aftur, þegar þau lög féllu úr gildi og í gang komu önnur mannúðlegri, Það hefði átt að sýna bæði Bandaríkjamönnum og enda Charlton sjálfum, að það er ekki og verður ekki álilaupaverk fyrir Banda- ríkin, að kviga Canada inn í algert sam- band með toll-álögum. í samanburði við Bandaríkin er Canada auðvitað táp- lítið ríki. en svo tápmikið er það, aðþað lætur ekki kúga sig fyrr en í fulla hnef- ana og þarf þess ekki heldur á meðan það hefir tiltölulega miklu meiri skipa- stól, en Bandaríkin, til þess að fleyta sér á og flytja vörur á um úthöfin. Að slíkar kúgunar-tilraunir gægð- ust fram hjá einstöku mönnum í Banda ríkjum. sem hafa afsakanlega löngun til að sameiua alla Norður-Ameríku (að Mexico-riki máske undanskildu) í eitt bandaveldi, og sem miður eru kunnugir öllum ástæðum í Canada — að slíkar kúgunar-tilraunir gægðust fram hjá þeim, það er afsakandi og helzt ekki nema eðlilegt, þegar tilgangurinn er tekinn til greina. En að slíkar tilraun- ir skuli eiga rót sína að rekja til þjóð- kjöiins fulltrúa á þingi í Canada, það er þjóðarskömra. Og skömmin verður enn tilfinnanlegri þegar jafn-liðmikill flokkur eins og "Iiberal”-flokkurinn er, fer aðafsaka þjóð-niðinginn. Canadiskum kjósendum er máske alt bjóðandi, svo lengi, sem lofað er toll- fríum vörum frá öðrum ríkjum, en víst færi illa fyrir þeim pólitiska flokki i Bandarikjum, sem á þingi afsakaði einn sinn háttstandandi mann, ef upp kæmi að hann hefði beðið erlenda þjóð, að úti- loka, að minsta kosti leggja höft á verzlun Bandaríkja. Hér er að vísu ekki nema um eina vörutegund að tala, en ef þingmaðurinn þar hugsar ein- göngu um hag Bandaríkja og óhag síns eigin rikis, þá er enginn afturkominn til að segja, að svo yrði ekki um aðrar vörutegundir. Ef hann vill þröngva kosti Canadamanna i einu atriði, því ekki í öðru ? Hann er ekki sjálfum sér samkvæmur, ef hann er ekki allstaðar jafn. Það sýnist nær sanni að Canada- menn allir, sem afnám tolla vilja heima fyrir, mæltu með þvi og stuðluðu til þess eins og þeir megna, að demokratar sætu að völdum i Bandaríkjum og að þeir í öllum greinum gerðu Canada- mönnum jafnt undir höfði og öðrum, lækkuðu tollinn og tækju hann alveg af öllum þeim vörutegundum sem unt er. Því vilji Canadamenn hugsa um að lifa og standa uppréttir sem þjóð, geta þeir ekki lyft tolli af vörum frá Bandaríkj- um nema þeirra eigin vörur séu ákveðn- ar toll-fríar í Bandarikjum. Eftir þessu mega menn líka vænta hjá demókröt- um, ef þeir fá að vinna óáreittir. En það er ekki við góðu að búazt, þegar háttstandandi maður í flokki “liberala” í Canada, iiiður þá, að sýna Canada- mönnum sem minsta vægð, biður þá, að þröngva kosti þeirra í verzlun og fjár- hagsmálum. Sykurrófur. Árið 1893 voru meir en 6 miljónir tunna af Sykri ræktaðar í veröldinni. Af því var nærri hálf fjórða milj. fram- leidd úr sykur-rófum (beets), og var að eins einn áttugasti og fimti hluti þeirra ræktaður í Bandaríkjunum og Canada, eða tæpur þriðjungur þess, sem Canada- búar einsamlir þurfa á að halda. Sýn- ir þetta, hve lítill gaumur er gefinn hér í álfu að þessari jarðræktar-tegund, þrátt fyrir hagfelt loftslag og laðandi verðlaun frá hinum opinberu stjórnum. Það er miklu stærra stykki af þurr lendi jarðarinnar, sem er lagað til þess, að rækta i því sykurrófur, en hitt, sem hagfelt er fyrir sykurreyr. Stór hluti af Canada liggur í þessu belti, og sér í lagi er jarðvegurinn í Manitoba ákjós- anlegur til rófuræktunar. Sést það mjög glögglega af reynslu fyrirmjmd- arbúanna í Ottawa og Brandon. Af þeim þremur tegundum, sem dreifðast- ar eru um Evrópu, fékk Brandon-búið fullum 5 tonnum, 3 tonnum og 1 tonni meiri sykurrófu-uppskeru af ekrunni, heldur en búið í Ottawa. Með $1,50 söluverði á tonninu og S1 verðlaunum, sem veitt eru af sambandsstjórninni, verður arðurinn af þeirri ekrunni í Brandon, sem hæsta uppskeru gaf, 18§ tons—nokkuð yfir hundrað dollars. Þar að auki veitir stjórnin 3J cent í verð- laun fyrir hvert pund af þessu sykri, sem vissu gæðastigi nær. Alt þetta er mjög íhugunar vert, en að verklegum framkvæmdum er, því miður, ekki svo auðhlaupið sem skyldi i veikliða bygðarlögum. Plægingar þurfa að vera djúpar. útsæði í ekrnna í það minnsta 15 pd. sé með vélum sáð, annars þriðjungi minna, og hirðing þarf að vera svo góð, að til hennar þarf sérstakari þekkingu, en almennt gerist við • matjurta ræktun, Til þess að framleiðslan geti svo orðið að notum, verða menn að geta náð til verkstöðva þeirra, sem vinna sykurinn úr rófunum Slíkum stöðvum er ekki, svo vel sé, komið á fót fyrir minna en 4 miljón dollars, og mun það þannig útheimta afar-sterkan félagsskap meðal bænda, að koma þeim upp af eigin ramleik í bygðarlögum sínum. Til þess að verða svo ekki fyrir tapi á hreinsuninni, þurfa vélarnar, að hafa nóg fyrir stafni dag og nótt yfir þann tíma, sem með þeim er unnið. Hreinsa þær þá að meðaltali sykur úr 250 tonuum á sólar- hring, og fást 200 pd. og þar yfir úr hverju tonni. Til þess að fullbjóða vinnukröftum slíkra stöðva, þyrfti af- raksturinn af hér um bil 3000 ekrum. Þegar tekið er tillit til þess, að árið 1893 !var eytt í Canada 250 miljónum punda af sykri, og að því til framleiðslu þurfti nærfelt 70,000 ekrur, er a uðsætt hve umfangsmikil iðnaðargrein sykur- framleiðslan mætti þegar vera orðin hér í landsbúa eigin þarfir; og hve eðli- legt er, að búast við þvi, að hún eigi stóra framtíð fyrir höndum, einmitt hér í Manitoba. TJm Islendinga. Dr. Carl KHchler skrifar oss frá Leipzig 22. Maí:..........“Kvæðum Stephans G. Stephanssonar safna ég fúslega og mun á sínum tíma tala ná- kvæmlega um þau........Ég hefi einnig glaðst við skáldsögur J. Magnúsar Bjarnasonar, sem þér senduð mér*.... Yfir höfuð mun ég þakklátlega taka öll- um skáldverkum frá íslendingum í Ameríku, þvi að við ritstörf mín um hinar yngri bókmentir íslendinga verða þau mjög mikilsvirði. íslenzkur sögu- skáldskapur hinna nýrri tíma...er að- eins lítilfjörlegt undirbúningsrit. Seinna mun ég tala miklu nákvæmar um það efni. Nú kemur næst hjá mér: Hinn nýrri islenzki drawia-skáldskapur og loks kemur öll lyrikin. Öll þessi rit- verk (novellistik, dramatik, og lyrik) mun ég gefa út árið 1900 í bókarformi með titlinum : Saga hins yngri skáld- skapar íslendinga, frá 1856 og áfram. Verður það þá verk, sem hefir þýðingu fyrir Þýzkaland og mun, að von minni, verða hinni “ástkæru Isafold” að gagni.” Því miður er enginn Kuchlers-jafni til, enn sem komið er, meðal enskutal- andi þjóðanna, til að vekja athygli nám- fúsra manna á því, sem fagurt er Og gagnlegt í hinum yngri (eða eldri) bók- mentum íslendinga, á þann hátt, sem Dr. Kuchler gerir það á Þýzkalandi. Mentamaðurinn George Wilson, for- seti bankafélags i Lexington, Missouri, er telur sig af forníslenzkum ættstofni runninn (frá Virginiu og Norður Caro- linu-ríkjum), er í þann veginn að gefa út bók um fínanzmál oghagfræði. Fyrir skömmu reit hann oss og lét þar í ljósi, að engin fullkomin fínans-saga fengist, nema nákvæmlega væru athugaðar all- ar fornsögur íslendinga, ekki síður, en fornrit annara þjóða. Og í bréfi dags. 81. Maí kveðst hann í bók sinni “ve- fengja þá kröfu, að England og Þýzka- land séu á hæztu stigi siðfágunar (countries of the-highest civilization) og neita, að rétt só sú þýðing, sem venju- lega er lögð f orðið “civilization,” en það er : auður og vald ekki síður en *) Þetta er misskilningur hjá hin- um heiðraða höfundi. Vér eigum enga þökk skilið fyrir sending á þeim sögum, því vér höfum ekki sent þær. Ritstj. Hkr. mentun. Hann kveðst þar halda fram, að í orðsins réttu merkingu séu Islend- ingar bezta sýnishornið af siðaðri þjóð, hvaða lielzt mannflokkur af aryönskum ættstofni, sem tekinn sé til samanburð- ar, þrátt fyrir að þeir séu flestum þjóð- um snauðari af gulli.” Það er því miður hætta á að þetta sé oflof, þegar á alt er litið, og sprettur að líkum af því, að Mr. Wilson hefir þekkingu sína á Islendingum af forn- sögum þeirra fremur, en nýrri tíma rit- verkum og kynningu á landinu sjálfu. Afturför. Svo heitir bók ein nýlega útkomin á Þýzkalandi, eftir fræðimanninn Max Nordau. Bók þessi hefir vakið víðtæka eftirtekt og valdið miklu umtali bæði í Evrópu og í Ameríku. í bókinni er hinum merkari rithöfundum nútíðar- innar skift í flokka, ritverk þeirra borin saman og gaumgæfilega athuguð frá öllum hliðum. Eftir að hafa þannig athugað alla stefnu nútíðar skáld-rit- anna kveður fignn upp þann dóm yfir ritum þeirra Tolstois, Ibsens og Zola og yfir höfuð allra í þessum flokkum eða “skólum,” sem þessir menn eru taldir forvigismenn fyrir. Yfir ritum þeirra kveður hann upp þann dóm, að þau séu óheilnæm, að höfundarnir séu siðferðislega veiklaðir, og að þess vegna gægist fram afturför og veiklun í öllum þeirra ritverkum. Hann skýrir ná- kvæmlega frá ástæðum sínum fyrir þessum úrskurði. Hin einkennilegasta af þeim er ef til vill sú, að jafna saman hinum þunglyndislegu hugmyndum rit- höfundanna við brjálæðis-grillur vitfirr- inga, sem á vitskertra-spítölum eru og sem læknarnir athuga með gaumgæfni. Hann virðist nokkuð glæfralegur þessi ritdómur, en vænt þykir mörgum hin- um smærri ritdómurum sjálfsagt um hanu, af því hann kemur frá svo mikil- hæfum og viðurkendum manni. Þvi það er langt síðan margir blátt áfram ritdómarar blaða og tímarita hafa kom- ist að sömu niðurstöðu um þennan “skóla” skáldsagna-höfundanna. Þeir hafa auðvitað ekki verið eins djarfir og Nordau og því síður jafnað saman hug- myndum höfundanna og hugmyndum brjálaðra manna. Það leyfðu þeir sér ekki að segja, en þeir hafa æði oft leyft sér að segja (og vitanlega fengið óþökk fyrir) að stefna öll þessa “skóla” sé vottur um andlega afturför eða hnignun höfundanna, og sé þessvegna skaðleg, þar eð ritin hljóti að framleiða sama sjúkdóminn í þeim, er lesa þau. Það hefir ekki verið skortur á þessum og þvílikum dómum um ritverk þessara leiðtoga og þeirra allra, er þræða sömu slóð: “veikluleg,” “óeðlileg,” “illa hugsuð,” og um sum af ritverkum Ibsens: “full af hljóm og æði, sem enga þýðing hefir.” Á þessa leið hafa eigi all-fáir ritdómarar blaðanna dæmt ritverk þessa “skóla” skáldskaparins og þeir allir fagna yfir þessum þunga dómi Nordaus. En svo er eftir að vita hvað hinir stóru ritdómarar Norðurálfu — jafnokar Nordaus, segja um þetta rit- verk hans og dóm. Því er haldið fram, að hér í landi séu ritverk þessara manna og þeirra sporrekjanda í seinni tíð stöðugt að falla úr gildi, en í þess stað sé nú eftir- sóknin mest eftir hinum heilsusamlegri, hetjulegri og vonarríkari ritverkum þeirra allra, er stefna í öfuga átt. En forvígismenn í þeim flokki eru taldir þeir Hall Caine og Stanley J. Weyman á Englandi, m. fl. Sé það rétt er það eins víst þessum ádeilum ritdómaranna að þakka eða kenna. Orða-belgurinn. Kjarnaskóla-málið. Af hverju þykir þjóð vorri vænna um persónulegar skammir en reglu- lega PKÓFETA KRITIK ? Af því hún yfir höfuð trúir enn svo litið á málefni, er með eða móti einstökum mönnum, en er svo und- ur-lítið með eða móti nokkru mál- efni. En um eitt getið þér allir ver ið alveg vissir... .einum marghöfð uðum þursa.... stendur alveg á sama um öll mannfélagsins málefni. Jón Bjarnason. Skólamálefni eru sannarlega, um allan hinn menntaða heim, mannfélags- ins málefni, en svo hefir það farið svo í Kjarnaskólahéraðinu, eins og svo oft vill verða í heiminum, að þar er uppris inn einhver “demagóg”, eða ef til vill öllu heldur marghöfðaður þursi, sem Styrbjörn nefnist, og hefir hann snúið þeim alvarlegu mannfélagsins málefn- um f persónulegar skammir. Samkvæmt prófeta-kritík séra Jóns er viðbú- ið að fólki þætti vænt um að þeim yrði haldið uppi um óákveðinn tíma, en til þess er varla af mér að ætlast, að eiga við Styrbjörn þenna til langframa. Það höfuðið, sem á honum sást í vetur lítur út fyrir að hafa þá fengið nóg, og fyrir- finst því ekki lengur, en í þess stað eru vaxin út höfuðin af þeim Þorst. Mjó- fjörð og Sv. Kristjánssyni. Þorsteinn lýsir mig í 16. bl. Hkr. þ. á, ósannindamann að því, að hannhafi bókað rangt það, sem frám fór á skóla- fundi í héraðinu síðastl. haust. Þann fund þykjast þeir Sv. Kristjánsson og Bened. Arason liafa boðað í því einu skyni að gera þriðja nefndarmanninum til geðs, en að öðru leyti hafi hann ver- ið tilgangslaus, nefnil. eintómt “moc- kery”. Yar því auðvitað sama hvor var skrifari. en samt hefir Bened. þótt viss- ara að útnefna hann sjálfur, en að láta fundarmenn gera það, eins og þó á að vera. Hefir þeim að líkum þótt það heppni sín meiri, því svo langt komst þó málefni það sem rætt var á fundin- um, að vera borið upp til atkv. Það varðaði því mestu hvernig frá því atriði fundarins var skýrt, en með því að ekki voru 12 atkv.bærir menn viðstaddir, er það ósatt hjá skrifaranum, að 6 hafi verið hvorumegin. Sú lýgi var bókuð vísvitandi, því að mótmæli komu strax frain á fundinum gegn einu atkv., og auk þess hafði Sv. Kristjánsson engan rétt til að greiða atkv. um kosningu dóttur sinnar. Bókun þessi er ekki heldur virt þess, að fylgja öðrum skóla- skjölum, þar eð hún hefir aldrei verið borin fram til samþyktar á nokkrum fundi, er þannig heimildarlaust undir- rituð af fundarstjóra og óinnfæranleg í nokkra lögmæta gjörðabók. Þorsteinn lýsir einnig annan mann ófannindamann að því, sem jeg hafi tal- að, en slíkt er svo vitlaust að það er ekki svaravert. Þá, sem nokkuð annars kynnu að láta sig skifta þessa deilu, vil ég biðja að gera sér. sem róttasta grein fyrir efn- inu í 210, skólalaganna, er ég áHt vera þannig1 að hver sá skólanefndarmaður, sem beinlínis eða óbeinlínis hefði hags- muni af samningi, er nefndin þyrfti að gera, viðvíkjandi nokkru öðru en skrift- um eða skólalóð, hann skuli rýma sæti sitt í nefndinni, og félagar hans boða aukakosningu til hins auða rúms. Það væri óvita æði, að eltast við all- ar þær vífilengjur þeirra Styrbirninga, sem risið hafa af yfirtroðslu þessarar greinar á síðasta liausti. Efni greinar- innar er hyrningarsteinninn undir öllu því sem um er deilt, en kringum það hafa þeir vitanlega orðið að flæmast eins og köttur um heitan graut. Að ég hafi í grein minni i vetur hermt það rétt. að ólöglega og ósiðferðislega hafi verið fjallað um skólamál héraðsins á síðasta hausti, því getur enginn sá neitað, sem nokkurn áhuga ber fyrir því, að finna orðum sínum stað. Þar sem dóttir eins nefndarmannsins,Sveins Kristjánssonar, var í boði sem kennari, átti Sveinn að sjálfsögðu að víkja úr sæti og aukakosning að fara fram ; en því fór svo fjarri, að hann fullnægði þeim lagastaf sjálfkrafa, að þótt Alb. Þiðriksson mótmælti aðgerðum hans í nefndinni, lót hann það ekkert á sig fá, vegna þess að Alb. var ekki nógu kunn ugur lögunum til þess að geta sýnt það svart á hvítu, við hvað mótmæli sín hefðu að styðjast. Þeir Sv. og Bened. virtu stöðu sína ekki þess að vera sér út um frekari þekkingu á því hvað gera skyldi, og svo samdi faðirinn við Bene- dikt og sjálfan sig um kaup dótturinn- ar. Albert fókst ekki til að setja nafn sitt undir gerðir þessarar svoköUuðu nefndar, en lét þó alt kyrt vera, eins og aðrir að hans dæmi. Hnykti mönnum því heldur en ekki við, að sjá kunningja Sveins vekja máls á þessu, af þeirri einu orsök, að héraðið þoldi nefndinni ekki yfirgang hennar lengur, en til áramót- anna. Að Sveinn, ekki heimskari maður, skyldi svo fara að trana sér með nafni fram í þessa deilu, þótti mér furðu gegna. Þegar einhver maður stýrir eða hefir stýrt opinberlega einhverju mann- félagsmálefni, er óviðurkvæmilegt af þeim manni, að flíka frekar en þörf ger- ist, fávizku sinni í því sama efni. Vil ég því, skólanefndarmönnum og öðrum til dáHtils fróðleiks og viðvörunar, drepa á nokkur atriði í grein Sveins, er birtist i Lögb. 25. Apríl þ. á. Hann staðhæfir að ég hafi sagt dótt- ur sína vera í Standard VIII, og ger- ir hann það bersýnilega af fávizku. I Ný-íslands-skólunum er ekkert hærra til en Std. IV, en annarsstaðar hafði hún ekkert á skóla verið, og var mér því ómögulegt að framsetja aðra eins vitleysu. Virðist það næsta óföðurlegt, að ala mannvænleg metnaðargjöinbörn sín á ranghermdu lofi, annara manna, eða vígamóð um hrós, er mœtti útvega þeim þar og þar. Hitt má hann þakka mér fyrir, að hann bakaði sér ekki kostnað með þvi, að flana með dóttur sína tíl Winnipeg í því skyni að láta prófa hana þar, því að auka-kennara- próf fást ekki haldin á nokkrum tíma ársins. Að kennarar hafi jafna heimild til, að sækja um skóla, hvort sem hann er auglýstur eða ekki, er önnur fásinnan. Sjálfra sín vegna hafa þeir ekki heimild til sHks. Ef einhver nefnd ekki auglýs- ir, bendir það á, að hún hafi augastað á vissum manni, og væri sérleg ókurteisi fyrir nokkurn út í frá að reyna, að bola þann mann burtu með því, að bjóða sína þjónustu. Betur, að reglulegir a|H ris Pd,£5 JheA^to>(5rins‘ SciATICA.-f^HEUMATISM -Neuiialgia. ' •ain5 in BackoflSide •0\ ANV^\U5CULAI\pMf(5 ]jE5 in’Using : y\\ENTH0L ; Plasteh kennarar óvirtu aldrei stöðu sína með því, að gegna þeirri bendingu Sveins á Framnesi. Ein meinlokan er það ólit hans, að meðmælið frá mór hafi jafnt verið til sín sem hinna tveggja. Það gat ekki átt að vera, vegna þess, að hann var ekki lögmætur nefndarmaður eina mín- útu eftir það, að byrja þurfti að ræða um tilboð frá dóttur hans, en ólíklegt að meðmæli væri lagt fram fyrrenkost- ur hefði gefist á þeim, sem með var mælt. Allar flækjurnar stranda á sömu lagagreininni, og bréfið varþann- ig stýlað til félaga hans og þess manns, er sæti hans hefði skipað, ef rétt hefði verið að farið. Hve greinilega hann og Benedikt gengu fram hjá Albert í ýmsu, sem þessu kom við, sýna bezt eigin orð Sveins, og verður honum þó náttúrlega óvart, að gera þá játningu. Bréf mitt segist hann hafa haft með höndum með Benedikts ráði, og auglýsingu, sem öU nefndin hafði ályktað að birta í Lögb., kom þeim tveimur á sínum tíma saman um að “mætti sleppa” ! Reyndar lcann nú sumt af þessu að vera formleysi. sprottið af eintómri fávizku, en við það breytast einungis áhrifin í reglulega bygðarhneysu, að heilt hérað skuli þurfa að beita þeim skussum fyrir, sem ekki geta haft nokkurnvegin viðunan- legt form á jafn-umfangslitlu starfi. Þá er eftir hið merkasta auka-atriði hið eina pólitiska atriði, sem viðkemur þessu máli npummálið vm hluidrœga ýrarn- komu stjómarinnar í skólamálum Ný-ís- lendinga. Hafi Sveinn komið mannlega fram sem boðberi sinnar nefndar til stjórnarinnar, þegar hann var að út- vega kennsluleyfið handa dóttur sinni, þá hefir hann farið með ósannindi; ef ekki, þáhefir Sifton stungið leyfinu upp í hann eins og hverri annari dúsu, án þess að hafa fyrir sér þau skilyrði, sem skrifstofustjóri hans hefir sagt, að út- heimtust til þess að nokkrum óprófuð- um væri leyft að kenna hér í Manitoba. Þetta er hið eina atriði af öllu því er komið hefir fram í þessari Kjarnaskóla- deilu, sem vert er almennings íhugunar. Vegna þess, að ég veit að Styrbirn- ingar vildu fegnir geta ausið sér út, þótt þeim só ómögulegt neinu upp á þetta að svara, nema persónulegum ill- yrðum og vífilengjum eins og að undan- förnu, er nóg komið af sh'ku i blöðunum á þessu vori; og vegna hins, að það et bersýnilegt ranglæti að ræða til lengdar í viðfleygum blöðum smá-smugleg hér- aðsmál, sem eftir eðli sínu ekki geta snert nema sárfáa menn, þá skora ég á hvern þann andstæðinga minna í þessu máli, sem til þess hefir manndáð, að til- nefna stað og stund innan þriggja mán- aða hér í Viðinesbygðinni, þar sem hverjum einum gefist kostur á að kapp- ræða þetta málefni, án þess að yerja þurfi pappír og prentun til þeirrar deilu Einnig mana ég Styrbjörn til að opin- bera öll sín höfuð á þeim íundi, og reyna þar til að sanna þá andstyggilegu ákæru sína, að við Albert Þiðriksson höfum spillt þvi að böm sæktu Kjarna- skólann fyrir síðustu árainót. Ef nú Styrbirningar reyna að smeygja Esér hjá því, að sinna þessari áskorun, með þvi að brúka nokkur látalæti viðvíkjandi héraðsfriði eða öðrum almennings heill- um, en hika sér ekki við að útbreiða ill- yrði og vífilengjur meðal hnillar þjóðar, verður þeim virtsú ragmennska til þess greyskapar, sem ekki sé svara verður, nema meiðyrði verði með i bland. Gimli, 28. Maí 1895. J. P. SólmundsSon. P. S. I grein minni í vetur var slæm prentvilla, cngum fyrir mér, í uppá- stungu. sem gerð var á nefndarfundi 24. Des. J. P. S. BRISTOL’S PILLS Cure Biliousness, Sick Head- ache, Dyspepsia, Sluggish Liver and all Stomach Troubles. BRISTOL’S PILLS Are Purely Vegetable, elegantly Sugar-Coated_, and do not gripe or sickcn. BRISTOL’S PILLS Act gently but promptly and thoroughly. “The saíest family medicine.” All Druggists keep BRISTOL’S PILLS

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.