Heimskringla - 28.06.1895, Blaðsíða 1

Heimskringla - 28.06.1895, Blaðsíða 1
Q6 •ðA-Y 689 _ UBf U08IO a iu Y Heimskríngla. IX. ÁR. WINNIPEG, MAN., 28. JÚNl 1895. NR. 26. IsMi Nefnd sú, er í fyrra stóð fyrir íslendinga- dags - hátíðahaldinu, §f boðar hér með til al- menns fundar mcðal Islendinga hér í hæá urn á þriðjudagskv. kemur, 2. Júlí, kl. 7.30 e. m., í Uni- tara kyrkjunni, til að kjósa nýja nefnd, sem hafi með höndum að und- irhúa sams konar hátíðahald í sumar. 25. Júní 1895. F. Swanson, ritari. FRETTIR. DAGBÓK. FÖSTUDAG. 21. JÚNÍ. Yflr fjörutíu nautgripir voru skotn- ir á einum stað í Nebraska um síðustu helgi. Merki höfðu sézt 4 þeim um vatnsfælni, hina vobalegu sýki, sem oft kemur í hunda, og er svo frá skýrt, að í fyrstunni hafi þetta hlotizt af því, að brjálaður hundur hafi bitið kú., Vestur af Los Angeles, Cal., voru sjómenn nýlega að gæta að því livernig sjávarbotninn væri til þess að halda akkeri, þar sem þeir vildu leggjast. Hola var í sökkuna og tólg í henni, svo að sjá mætti botnlagið, og kom hún upp fyllt af vel hreinum gullsandi. Far- ið verður að rannsaka það betur, hvort nú só ekki fjárvon á sjávarbotninum. Fregn hefir .komið um það, að 30 nemendur í hermannaskóla einum í höf- uðborg Tyakjaveldis, hafi verið teknir fastir og tíeirum muni bráðlega verða bætt við, fyrir það að vera uppreistar- menn gegn soldáninum. Þeir hafa sem sé lýst því yfir, að þeir séu and- mæltir núverandi stjórnarráði, sem þeir álíta að sé að ummynda friðsama þjóð í flokk af villidýrum. LAUGARDAG, 22. JÚNÍ. Banki í Rainy Lake City, Banda- ríkjamegin við “línuna”. hér austur frá var i gær rændur af tveimur grímu- mönnum. Gjaldkerinn var barinn og bundinn eftir harða mótstöðu, en ræn- ingjarnir komust á burt með $30,000. Lögreglumönnum hefir síðan lent í skothríð við tvo menn, er álitnir voru hinir sömu félagar, en þeir sluppu hing- að norður til Canada, eftii því sem hald ið er. Fimm canadiskir menn voru fyrir skömmu' teknir fastir fyrir innbrots- þjófnað í Chicago. Þannig eiga þessi nágrannaveldi stundum óþokkapilta hvortí annars geymslu. CharUt U. HtUahingt, Vondur höfuðverkur algerlega læknaður með Ayer’s Pills “Kg þjáðist af slremum höfuðverk, og fylgdi honum vanalega ákafar þraut- ir framan i höfðinu, sárindi í aueunum, og slæmt bragð í munninum. Tungan var óhrein og fæturnir kaldir, og fylgdi því ætíð ógleði. Eg reyndi ýms meðul, sem ráðlögð eru við þessum sjúkdóm,en það var ekki fyr en óg Fór að brúka Ayer’s Pills. að mér fór fyrir alvöru að. batna. Mér batnaði af einni öskju af pillum og er ég nú alveg heilbrigður.— C. H. Hutciiings, East Auburn, Me. Ayer’s Pills tóku verðlaun á heimssýningunni. Ayer’s Sarsaparilla, hin besta Strætisvagnafelag i Seattle missti í fyrramorgun $200.000 virði í eldsvoða. í fyrradag skiptu menn svo skapi sínu á þingi ítala, að allur þingheimur barðist. Meþódistaprestur í New Haven var nýlega tekinn fastur fyrir dónaskap. Skurðurinn við Kiel, sem liggur milli Eystrasalts og Atlanzhafsins, var vígður á fimmtudaginn. Mjög mikið var um dýrðir og voru þar samankomin skip hinna ýmsu Evrópuþjóða. Helzt þótti bera á ólund í Frökkum, enda er þess nokkur von, þar sem álitið er, að skurðurinn hafi sérlega þýðingu fyrir sjóliðssiglingar Þjóðverja, einkum af því, að nú eiga þeir eyjuna Heligoland; en eins ’og allir vita hefir lítið verið um frið milli Frakka og Þjóðverja á síðari tímum. Atta ár eru síðan byrjað var á skurðinum, enda er hann meira en 00 mílna langur, og svo stórkostlegur, að 10,000 tonna járnskip komast eftir hon- um. Landið, sem hann liggur eftir, er svo lágt, að vatnið í honum er jafnt sjávarfleti, og þarf því ekki kvíar, uema til endanna, svo að gert verði við mis- mun flóðs og fjöru. Fjórar járnbraut- arbrýr og fimm þjóðvegsferjur eru á skurðinum, og verða tvær brýrnar undnar af, en hinar tvær eru svó háar. að hafskip þurfa að eins að lækka “topp”-möstrin til þess að komast undir þær. MÁNUDAG, 24. JÚNI. Rosebery-stjórnin hefir vikið frá á Englandi, en Salisbury, gamli andstæð- ingur Gladstone’s, hefir tekið að sér að mynda ráðaneyti. Flokksmenn Rose- bery’s. liberals, urðu síðasta föstudag undir í atkvæðagreiðslu um fjármála- atriði. Höfðu að eins 125 at.kv. gegn 132. Sagt er að Gladstone ætli aftur að gerast flokksforingi við næstu kosning- ar. til þess að sjá um, að eitthvað verði endilegt í írska málinu, en sonur hans, Herbert þingmaður, íullyrðir, .að karl taki engan þátt í opinberuin málum framar, Fjögur hundruð ára afmæli þess, að Englendingurinn John Cabot sá fyrstur manna meginland Ameríku, er nú farið að tala um að halda tilnn 24. Júní árið 1897. Sérstaklega þykir hvíla á Canadabúum að verða frumkvöðlar að þessu, með því Cabot kom fyrst í landsýn við Cape Breton í Nova Scotia. ÞRIÐJUDAG, 25. JÚNÍ, Uppreist er nýhafin í Macedoniu í Tyrklandi, og á eynni Krít stendur einnig ófriður yfir. Frá Armeniu koma sífelt skýrari og skýrari fréttir af hryðjuverkunum þar, einkum um með- ferð þeirra, sem í fangelsura eru. í kyrkju einni, er prótéstantar eiga, lá einn sunnudagsmorgun husdshaus fyr- ir innan dyrnar, og við hann fest skjal fullt af hótunum til manna af hinum ýmsu Evrópuþjóðum, sem fylgja skoð- unum prótestanta; en í kaþólskri kyrkju lá skrokkur hundsins, og skjal við rófuna, með árituðum samskonar orðum, auk þess, að hinum kaþólsku þjóðum var bætt við á Iþann lista. Fram fyrir konsúla Breta, Frakka og Rússa í Sassoun, hafa flóttamenn lagt, ritaða beiðni um hjálp. Alt gengur í ólagi á Kóreu-nesinu, sem austræna stríðið varð út af; og er nú búist við að Rússar kunni að veröa nærgöngulir, ef mikið gengur á. MIÐVIKUDAG, 26. JÚNÍ. Það er víða pottur brotinn um þess- ar mundir. Óeirðir á Cuba, Formosa, Kóreu, Krít, Macedoniu, Madagaskar ogArmeníu. Stjórnarerfiðleikar í Nor- egi, nýskift um atjórnir í Austurríki og Englandi, sama á ferðinni í New South Wales í Ástralíu, og Canadamenn í uppnámi út af skólamálinu. ‘ Hjá Klinstedt, sem er þorp fimm mílur frá Rosenfeld, hér í Mauitoba, hefir “mica” fundizt í jörðu, tuttugu fetum fyrir neðan yfirborð. “Mica” er það, sem í islenzkum fræðibókum nefn- ist “glimmer”. Great Northern-járnbrautarfélags- formaðurinn, Hill, er um það leyti að ná undir sig aðal-yfirráðum Northern Pacific brautarinnar, og komast þessar löngu brautir með þeim hæcti undir sðmu stjórn. FIMTUDAG 27. JÚNj. I gær hafði Salisbury fengið menn í öll vandasömustu embættin, og hefir að auki fengið loforð fyrverandi stjórnar- flokks um samvinnu og fylgi til þess fjárlögin verði samþykt. Yfirfjármála- stjóri Salisbery’s er A. J. BalfoUr, stundum uppnefndur “írlands-fjandi”; ráðherra fyrir útríki Breta, er miðlunar- foringinn Joseph Chamberlain. Sagt er að hið nýja ráðaneyti sé áfram um að þing verði rofið hið bráðasta. Það er búist við, að þeir hafi þann vilja sinn fram í næstu viku. Sterkir fellibyljir hafa gert skaða í Wisconsin og Illinois. Orða-bclgurinn. Gryllini klenodí. Langt kvæði: "Heyrði ég einhvern njótinn naða nefndan tryggva Elíku-tpaða\ /tvort hann var af kyni.....” verður prentað fyrri part næstk. mán., því fólkið vill ekki bíða. Mætti ég biðja menn og konur að hraðapöntunum, svo ég sjái hve stórt upplag útheimtist. J. E. Eldon. Apinn espist á ný. Ennþá einu sinni kemur apa-spark- ið hans Gunnsteins tuskunnar Eyjólfs- sonar, fyrir almenningssjónir, i 24. nr. Lögb. og þar gefur mönnum, nú á að líta. Þar er skáldskapur, sem lengi mun í minni hafður, en samt liefir nú ekki gærunni tekist í þetta sinn að ná B. Gröndal, eða Gesti heitnum Pálssyni, sem Gunnst. hefir stundum sagt kunn- ingjum sínum að hann stæði jafnfætis i skáldskapnum, og væri svo hvergi smeikur; en svo hefir nú ekkL greyjið gætt þess, að í æði því sem yfir hann kom þá 3r hann las 20. nr. Hkr. hefir honum orðið sii skyssa, að hann hefir gert sjálfan sig að “þérugheita kvik- indi.” (samanber “Elinóru.” bls. 83.) en það gerir nú ininst til, ef ekki væri nú annað verra. Þrettán daga tók það hann að sjóða saman þessa makalausu lygadellu, og “þrettán” er álitin óhappa- tala, enda má hann búast við að óhapp falli honum í skaut, fyrr eður siðarfyrir hans ritverk og önnur hansóhappastörf. Þ4 er hann var að pára upp orðið “Bréfaþjófnaður,” varð honum á aö sparka frá sér aunari afturlöppinni, af einhverjum tangaóstyrk sem á hann kom, en við liristinginn sem af þvíkom, datt gömul nótnabók á gólfið, og úr henni datt upp-brotið sendibréf, sem eitt sinn hafði orðið “sæhafi.” Bréfið var frá m. m. til stúlku, sem hann fyr- meir hafði heitið eiginorði, en svo dreg- ið á tálar. Ennþá stendur G. Ejrjólfsson á rit- vellinum sem brennimerktur lygari, því hvorugt af þeim atriðum er ég í grein minni 20. nr. Hkr. bað hann að sanna, reynir hann til að sanna.heldur ferhann að eins og hann er vanur, ber alt áfram blákalt, en sannar ekki neitt; heldur bætir lýgi á lýgi ofan. Þá sný ég mér að honum sjálfum og verð ég nú að fara í “stígvélin” ef ég á að komast þurrum fótum gegnum all- an aurinn á 7. síðu Lögb. nr. 24. Það Cures Rheumatism, Gout, Sciatica, Neuralgia, Scrofula, Sores, and all Eruptions. Cures Liver, Stomach and Kidney Troubles, and Cleanses the Blood of all Impurities. Cures Old Chronic Cases where all other remedies fa.il. Be sure and ask your Druggist for ÍJME. /V3^AcKACHE féel§ §ore ache§ wifti mu|cuiar ftm§,ar(d f|a§ju§tpur onrtiat' Banigher of Backache§ w M&thol J. McLachlan, Point au Chene, writes : Noth* inp better for Lame Back and Lumbago tlian the D. & L. Menthol Plaster. A. E. MacLean writes from Windsor: “The D. & L. Menthol Plaster is curinfl: Sore Backs and Kheunmtism at a preat rate in this vicinity. 25c. each in air-tight tin box. fbl^[)AINDF^U FF Gentlemen fino ^ ^Pálmo-Tar Soap EXCELLENT It cleanses the 5CALP, RELIEVES THE DRYNESS AND SO PREVENTS HAIR FALLINC 0UT. Oig Cake§ HanosoM pUT UP euV £ 5* skyldl nú ekki svo fara, eins og ég benti á síðast, að þú lontir í þinn eigin “gapa- stokk,”áður en þig varir, þú hefir sjálf- sagt haldið að þessi siðasta lygadella þín mundi ríða mér að fullu, og veita mér rothögg, en það er nú ekki alveg vist, að þér verði að því. Það verður áreiðaulega “kaldur dagur,” þegar óg ekki þori að tala við þig í gegnutn blöðin, eða sjá þína auðvirðilegu per- liersónu, ef hana skvldi bera fyrir augu mín. Svo nú legg ég út í forina. Nú viltu segja mér og lesendum Lögb. hvar og hvenœr það var sem kynblend- inga stúlka ætlaði að afhenda mig lög- reglunni, og hver var þessi vinur minn, sem hjálpaði mér ? Það er gott fyrir sjálfan þig og gagnleg skýring að svara þessu; ef þú ekki gerlr það, þá veizt þú sjálfur hvar þú stendur, roeð fyrsta at- riðið í forinni þinni. Um “nauta kar- akterinn,” þinn ætla ég ekki að fárast, það er þér Svo skylt. Þú segist í gegn- um alla þessa deilu hafa “gætt þess vandlega að segja ekki annað en sann- leikann,” viðsjáum nú til áður en líkur, hvort það er alveg áreiðanlegt, — þú segir en fremur að ég ætti að vera þakk- látur fyrir að mér hefir verið lilíft við stór-fjárútlátum eða fangelsi. fyrir vín- sölu og allskonar lagabrot. Einmitt það; — það er nú æfinlcga hægt að gera öðrum gétsakir með aðdróttun og ljrg- um, ekki sízt þegar að auðvirðilegustu skræfur mannfélagsins leggja alla sína ritsnild og skáldgáfu í sölurnar til þess að gera öðrum rangt til með lyguin sín- um. Þegjandi votturinn lýgur sízt, og það getur nú hver maður sóð það af skatnmar greinum þinum í 18. og 24. nr. Löghergs livort þú mundir hafa hlífst við að selja mig í hendur laganna, ef þú hefðir nokkurntíma getað það, eða haft sannanir fyrir þvi, að ég hafi framið öll þessi ósköp af lagabrotum, sem þú svo mikið geispar af. Um elgs- dým dráp Indíána, ætla ég ekki að eyða neinum orðum. Ritgerðir mínar um elgsdýra drápið eru til, í Hkr. og það sem þú segir um helming veiðinnar, get ég hvenær sem vill sannað. að þú lýgur upp frá rótum. Þá kotnum við nú að bréfaskiftum okkar. Þú setrir að engin skeyti hafi á milli okkar farið, að undanskildu einu bréfi, í hverju að ég bæði þig um með- mæli um að ég yrði póstafgreiðslumað- ur á Gimli. Það lítur út fyrir, að þú sért nú í svipinn búinn að gleyma “Juniper Dick,” og að þar sé þitt eigið nafn, og þeirra matina, sem það var sent, og enn eru á lífi, o-t sumir, ef til vill. eiga ennþá frumritið með þinni eigin hendi og þínu hátiðlega nafni. Eg er mjög hræddur um, að þú hafir ekki sem allra bezt heft hendur þínar, þá er þú ritaðir um þessi bréfaskifti okkar, er þú segir, að ég hafi ritað þér eitt. bréf, i hverju að ég biðji þig um meðmæli tii þess að verða póstaf- greiðslumaður á Gimli; en ég kannast nú ekki við að hafa ritað þér neitt slíkt bréf nó beðið þig um nein meðmæli í slíka átt; og ég kannast ekki við að hafa sagt — hvorki munnlega né skrifiega — að vanskil á bréfum eða "bréfaþjófnaö- ur” væri alræmt á Gimli eða ætti sér stað 4 Gimli; og óg hefi aldrei heyrt þess getið, að vanskil á brófum hafi átt sér stað á neinu pósthúsi í Ný-ísl., nema einu, og það hafa margir fleiri heyrt. Eg hefði að öllum líkindum beðið þig manna síðastan um meðmæli til þess að verða póstafgreiðslumaður, eða tilnokk. urs annars; en svo er nú náttúrlega auðvelt fyrir þig að sanna þetta, með því að sýna bréfið. • ÁSKORUN. Hérmeð skora ég á þig, Gunnsteinn Eyjóifsson, að birta þetta áminnsta bróf, í Lögbergi eða Heimskringlu, inn- an 20 daga frá því að þessi áskorun kemur á prent, ef þú vilt standa sem ærlegur maður, og nokkur mannleg til- finning er til i þér; ennfremur skora ég á þig, að þú sýnir þetta áminnsta bréf, HEIMSKRINGLA — OG - OLDIN. Nýbúið er að endurprenta fyrsta núm- erið af Oldinni. sem brann í Maí 1893. and Burns are soothed at once with Perry Oavís’ PAIN KILLER. It takes out the fire, reduces the inflam- mation, and prevents blistering. It is the quickest and most effectual remedy for pain that is known. Keep it by you. með umslagi, hér á Gimli innan 20 daga. Þeir menn, sem ég hefi tilnefnt, til þess að skoða bréfið. eru hr. G. Thor- steinsson, hr. Jónas Stefánsson, og hr. Jóhannes Hannesson.—Hr. G. Thor- steinsson er, sem eðlilegt er, mjög á- fram um, að komast fyrir hið sanna í þessu efni. Ef þú ekki verður við þess- ari áskorun, eða ferð undan í flæmingi, þá ætti þig að renna grun í, hvað það hefir að þýða fyrir sjálfan þig, og að þetta mál verður ekki látið falla niður við svo húið. Um rom flöskuna ætla ég ekki að fara mörgum orðum. Það er ekki ó- hugsandi að hún verði einn hlekkurinn í keðju þeirri, sem festir þig við “stokk- inn.” Póstafgreiðslumenn í Ný-ísl. munu bráðum skera úr þvi, hvað saga þín er sönn um flöskuna, er þú svo smánarlega urasnýrð. Orðum Talmage’s hefðir þú átt að lialda heima lijá þér, því að þótt oft sé verra að eiga við lyg- ara, en þjófa. þá vita þó allir, að verst er að eiga við þann mann, serri bæði er lygari, mannorðs og munaþjófur. — Þá koina samkomurnar. Þær og félagslíf Ný-ísl. hefir þú úthrópað og smánað, — um það bera blöðin bezt vitni — eða hver var það annar en þú, sem olli því að um 20 bændur á Gimli og í grendinni ætluðu að segja upp Lögb. og sendu um kvartanir til ritstjórans? Blöðin eru til, sem sýna það og sanna. Þú segir, að um þaðleiti, sem þú ritaðir aðfinn- ingar þínar, hafi hver samkoman verið annari verri. og að óregla og drykkju- slark hafi verið á þeim. Þessu hefir þú kastað fram sem annari þinni óþverra lygi, sem þú ert svo “uppstoppaður” af, en hefir aldrei neitt sannað. Það virð- ist hafa verið þitt mesta yndi að rita lygi og óhróður um alt og alla, sem þú liefir þorað til við, þótt stundum hafi þinn blauðhjartaði búkur. læðst í felur og skúmaskot. Þannig tóc fyrir þér um árið, þegar G. Th. tók i lurginn á þér. í þá daga varzt þú álitinn verri plága en allar plágur Ný-íslands til samans. Flugúrnar, bleyturnar og þistlarnir voru sem ekkert í samanburði við þig; og þá var sagt “að menn tryðu orðurn G. Eyjólfssonar, álíka vel og menn tryðu honum fyrir bréfum sín- um.” Varstu ekki þá póstmeistari ? Allir vita hvað vel orðum þínum er trúað. Eg geng fram hjá Green-vizku þinni. Það er nógu trúlegt að margir hafi beðið þig að sækja um sveitarskrifara- stöðuna; þeir hinir sömu hafa þá ekki þekkt þig nógu vel. Hr. G. Thorstein- son getur bezt um það borið, hvað oft ég flaðra upp á hann, en ég hefi aldrei hatað nokkurn mnun, ekki einusinni G. Eyjólfsson; ég miklu fremur kenni í brjósti um hann. Þú segist inundir hafa hðfðað meiðyrðamál 4 móti mér, ef þú hefðir ekki haft “vottorð” frá yfir- umsjónarmanni póstmálanna í Mani- toha. Þú hefðir áreiðanlega ekki hlíft mér við máLsókn, ef þú hefðir þorað eða getað annað. Það ber greinin þín með sér, að þér er annað í hug en að hlifa mór við uokkru, en “vottorðið” sannar ekkert og gerir ekkei t til né frá. Bréf- ið frá W. W. McLeod sýnir ekki annað en það, að eftir því sem hann veit af skýrslum frá pósthúsinu, þá inunir þú vera brúklegur póstafgreiðslumaður, og að skýrslur þínar ern að líkinduin þol- anlega úr garði gerðar. Þú 'ert svo sem auðvitað sami póstmeistarinn, sem þú hefir verið, og menn trúa orðum þínum jafnt og menn trúa þér fyrir bréfum sínum nú eins og menn hafa gert að undanförnu. Þá kemur nú smiðshötgið. Það kljóðar svona : “Þó ástæða hefði ver- ið að hlífa yður eigi, þá hefi ég heft höndina mjög, og ekkert ritað af því versta, sem ég veit um yður, en ég hefi við hendina öll merkustu atriðin úr æfi yður, alt frá þeim tíma, aö þjer sem strákur á íslandi voruð í fyrsta skifti hýddur fyrir ! jófnað, og fram að þess- um tíma”. Menn sem rita svona að- dflanlega kurteist, auðsjáanlega hefta hönd sína; og svo Att þú sjálfsagt hært með að sanna það, að ég hafi verið hýddur þjófur á íslandi, og það oftar en einusinni. Er ekki svo? Það helir stundum kostað mann meira en blek og penna, að slá svona sögum út í opin- berum blöðum. Þetta, að ég hafi verið hýddur fyrír þjófnað á íslandi, verður þú að sanna innan 20 daga með vitnum eða á annan hátt, að öðrum kosti er ég neyddur til að lýsa þig opinberlega <eru- lausan mannorðsþjóf og lygara; eu ef þú þarft að sækja sannanir utn þetta til Fyrir $2.25 fyrirfram borgað, fá nú nýir kaupendur Heimskringlu frá byrjun söguunar : “Mikael Strogoff,” til næsta nýárs, og Oldina frá upphafi (3 árganca, 30 númer) einnig til næsta nýárs, meðan upplagið hrekkur. Fyrir $2.00. Öldin frá upphafi (þrír árgangar) til næsta nýárs, verður seld sérstök á $2.00 fyrirfram borgað. í Öldinni eru, eins og flestum er kunn- ugt ágretis kvæði, fræðiritgerðir um visindalegt og sögulegt efni, sögur, þar á rneðal hinar frægu “Sögur herlæknis- ins” (um 80 ára stríðið), eftir Zakarias Topelius, ásamt ýmsu fleiru — alls 480 blaðsíður í stóru broti. Öldin er mjög fróðleg og sketntileg hók, enda í sérlegu afhaldi lijá öllum þeim, sem hafa eignast hana og ættu allir þeir, sem ekki hafa þegar fengið hana. með Heimskringlu, að nota þetta tækifæri til að fá þrjá ár- ganga af Öldinni fyrir svo sem ekki neitt Munið eftir skilmólunum : Heimskringla frá 1. Maí þ. á. til ársloka ósamt Öldinni, 3 árg., fyrirfram borg., að eins $2.25 Öldin 1893, 18,94 og 1895, (30 bl.) fyrirfram borg., að eins $2.00 Upplagið er lítið, (að eins 250) og því betra fyrir þá, sem sæta vilja þessu boði, að gerastkaupendur nú þegar. Forstöðuneí ndin. íslands, þá fær |ró lengri frest til að sanna sögu þíiiR. Svo er þér óhætt að haldaáfram að rita um öll merkustu at- riðin úr æfi minni, og yrði fróðlegt að sjá hvað oft þú mundir verða sjálfum þér til skammar fyrir þína andstyggi- legu lýgi. Aldrei hefi ég sagt. að Colcleugh hafi eyðilagt stúkuna á Gimli, en hitt sagði ég, að ef nokkurt vín hefði hnekt stúkunni, þá var það Whisky frá‘Col’, flutt til Nýja íslands á þá verandi veg- um Colcleughs, leigðu “fari” “Cols” eða fylkisstjórnarinnar, og drukkið í Nýja Islandi, Isem Colcleugs Whisky, eða Liberal-Whisky. Tjara og fiður er til á Gimli, og hefir beðið þín síðan þú hér um árið hamaðist að níða Gimlihúa og fólk þar í grend; þú náðist þá aldrei til þess að klæða þig í búninginn, en það er ekki ómögulegt að þú náist síðar. Gættu þess vandlega, G. Eyjólfsson að birta og sína “bréfið”, og svara fyrir og sanna liin önnur atriði, er ég hefi skorað á þig að sanna. Ef þú ekki gerir það, þá er mannorð þitt í veði og þú ekki framvegis álitinn sem ærlegur maður. Ég skal hér geta þess, að það er G. Eyjólfsson, sem fyrst byrjaði með persónulegum skömmum í 18, nr. Lög- bergs. Sú grein. sem ég ritaði í 14. nr. Hkr. á móti “bendingnm” Gunnsteins, var alveg laus við meiðyrði, eða per- sónulegar skammir, “svo það fer að verða býsna nlvarlegt, ef enginn má láta skoðtin sína í ljósi á landsmálum.’r að mæta sköinimun, án Jiess af skjól- stæðingum Lögbergs. K. L. TKITT HÆSTU VRROLAl'V t IIHIMSSVNINGUNN DR W CREAM BAHING P0WDIR 1Ð BEZTTILBUNA Óblönduð vínberja Crtatn of Tartar Powder. Ekkert álúu. ammonia eða önnur óholl r.f ii. 40 ára reynslu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.