Heimskringla - 28.06.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.06.1895, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA 28. JÚNÍ 1895. Heimskringla PUBLÍSHED BY Tke Hcimskringla Prtg. 4 Publ. Co. •• •• Verð blaðsins í Canila og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til Islands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $ 1. •••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • ••• Peningar sendist í P. 0. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERT JOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• Office : Corner Ross Ave & Nena Str. P. «. Box 305. Islendinga-dagurinn. A öðrum stað í blaðinu er auglýs- ing frá Islendingadagsnefndinni þeirri í fyrra, um að fundur verði haldinn þriðjndagskvöldið 2. Júli til að kjósa nefnd í stað hinnar fyrri, er standi fyrir hátíðahaldinu í ár. f sambandi við þetta, og út af greinarstúf, sem stóð'í Lögbergi 6. þ. m. um almennan þjóðminningardag fyrir Vestur-íslend- inga, vildum vér skjóta hér að fáeinum orðum til íhugunar fyrir íslendinga yflr höfuð, og þó sérstaklega þá, er láta sér ant um íslendingadagshald. Síðan ís- lendingadagshald byrjaði hér fyrst, virðist það hafa staðið nokkuð óljóst fyrir íslendingum hvaða atriði í seinni tíma sögu íslendinga væri þess vert að þess væri minnst með árlegum þjóðhá- tíðardegi, enda hefir enn engum tiltekn- um degi verið slegið föstum. En þrátt fyrir það munu þó flestir sem tóku þátt í hátíðahaldinu hafa haft meira og minna sterka sannfæringu fyrir því að það stæði og ætti að standa í sambandi við þjóðhátíð íslands 2. Ágúst 1874, eða atvik, sem um það leyti gerðust á ís- landi. Vort heiðraða samtíðarblað Lög berg hefir nú vakið máls á íslendinga- dagshaldinu og lætur heldur á sér skilja að tilhlýðilegast mundi vera, að velja daginn með hliðsjón af Ameríku-förum íslendinga, eða landnámi þeirra á vissum stöðum í Ameríku. Getur þess, að í ár sé liðin 25 ár síðan fyrstu ís- lendingar settust að i Norður-Ameríku, og að hinn 16. Júlí næstkomandi sé 20 ár síðan hinir fyrstu Islendingar settust að í Rauðárdalnum, og bendir það á að þá liggi vel við að velja þann dag fyrir hátíðarhaldið, í ár að minnsta kosti. Vér skulum ekkert hafa á móti þvi, að það kynni að fara vel a þvi að minnast 25 áraveru íslendinga í þessu landi, en að binda hið árlega hátiðahald ísleud- inga t. d. við 16. Júlí af því íslendingar komu þann dag fyrst í Rauðárdalinn, getum vér ekki felt oss við. Það væri ekkert meiri ástæða til þess, heldur en að velja þann dag, er íslendingar fyrst komu til annara staða í Ameríkn. Það var ekkert sérlega merkilegt við að ís- lendingar settust að í Rauðárdalnum og afleiðiugar þess eru ekki svo mikið þýðingarmeiri fyrir Islendinga yfir höfuð heldur en aðrir flutningar Islendinga úr einum stað í annan í þessu landi, að þess sé vert að minnast með sérstökum árlegum hátíðisdegi, sem só sameigin- legur fyrir alla Islendinga vestan hafs. Það er varla vafa bundið, að ef því væri haldið fram mun naumast nokkr- urntíma komast á samtimishátíðar- hald meðal íslendinga í Ameríku—það væri alt of sérþóttafull tillaga til þess að hún fengi byr. Hið sama mundi og koma fyrir, ef miða ætti hátíðiua við landnám einhvers annars flokks af Is lendingum í öðrum pörtum þessa lands. Vér skulum ekki hafa á móti því, að ef landar vildu hafa sérstakan dag fyrir Vestur-íslendinga, þá lagi beinast við að velja þann dag, er hinir fyrstu Is- lendingar hófu landnám sitt í þessu frelsisins landi (Norður-Ameriku). En þóttoss detti ekki í hug að gera lítið úr landnámi íslendinga, í Ameríku, ogþótt vér höfum þá trú, að það ihafi þegar haft og [muni í framtíðinni hafa mjög þýðingarmiklar afleiðingar fyrir hinn íslenzka þjóðflokk í þessari álfu og Evr- ópu, þá alítum vér heppilegra að seilast austur yfir hafið eftir atburði, sera lagð- ur sé til grundvallar fyrir hinu árlega þjóðhátíðarhaldi voru, og þá verður eðlilega fyrst fyrir oss afleiðing stjórn- arbaráttu íslands á þessari öld, stjórn- arbótin 1874. Þessi stjórnarbót, svo ófullkomin sem hún var, er þó fyrsti verulegi árangurinn af starfi liinna öt- ulustu sona íslands á síðustu hundrað árum; og þó að með henni fengist ekki eins fullkomið sjálfsforræði eins ,og á- kjósanlegt hefði verið, þá samt hefst með henni nýtt viðreisnar-tímabil í sögu hinnar íslenzku þjóðar. Vér get- um því ekki verið Lögbergi samdóma um, aðþessséekki vert að minnast. Það hefir víst heldur aldrei komið fyrir, að sú fyrsta stjórnarbót, sem ein þjóð hefir fengið, hafi verið svo fullkomin, að ekki hafi þurft umbóta við; enda mun óhætt að segja, að orsökin til þess að íslendingar hafa ekki haldið minn- ingu stjórnarbótar sinnar á lofti, er ekki sú, að þeir viðurkenni ekki að hún hafi haft stórvægilega þýðingu fyrir þjóðina í heild sinni, heldur er það meir af því hve samgöngurnar eru örðugar, félagslífið dauft og samtökin sein að komast á framfæri. Þjóðhátíðin, sem stjórnarbótin varð samfara, virðist líka í svipinn að hafa varpað skugga á stjórnarbótamálið, enda er það og mjög skiljanlegt. Sagan stóð þjóðinni að sjálfsögðu framar öllu öðru fyrir hug- skotssjónum á hátíðisdegi hennar og stjórnarbótin var ekki nema einn ó- reyndur liður í þessari sögu. torskilinn og örðugur viðfangs fyrir almenning, og því ekki svo augljóst hver hagur yrði að. En þótt nú ekkert hafi orðið af áframhaldandi þjóðhátíðarhaldi á ís- landi síðan 1874, þá er enganveginn gef- ið að ekki sé hægt að koma því á. Það mundi hið bezta ráð til að glæða með- vitund þjóðarinnar um þarfir sínar og fhuga meðul til að uppfylla þær. Hér í Winnipeg er það komið inn hjá öllum þorra Islendinga,(og hið sama mun mega segja um Islendinga annars- staðar), að sjálfsagt sé að halda Islend- ingadaginn 2. Ágúst, eða um það leyti. Það sést bezt á því, að í þau 5 sumur, sem hann hefir verið hafður, hefir hann einu sinni verið í Júlí, einu sinni 1. Ágúst og þrisvar sinnum 2. Agúst, ein- mitt þann dag, sem öll liin íslenzka þjóð gæti svo vel orðið einhuga um það að velja sér sem sameiginlegan hátíðardag. Þessari stefnu erum vér mjög svo sam- þykkir. Hún er skynsamleg, og ber svo rækilegan vott þess, að Vestur-ís- lendingar hafi ákveðið að slíta ekki að óþörfu bróðurböndin, sem binda oss við gömlu fósturjörðina, og oss liggur við að segja, að hún sé fyrirfram gefið göf- ugt loforð um liðveizlu við bræður vora hinumegin við hafið. Þökk sé Vestur- Islendingum fyrir það. Með það fyrir augum, að leiða sem mest af menning- arstraumum þessa lands inn til hinnar íslenzku þjóðar, eins og hverjum fram- takssömum íslendingi hér vestan hafs hlýtur að liggja áhjarta, þá væri ekki hyggilegt að slíta sig sem mest úr sam- bandinu við íslendinga á Fróni, heldur hið gagnstæða. Sameiginlegt hátíða- hald, sem minnti á atburð sem allir ís- lendingar og íslands vinir hefðu ástæðu til að álíta sér viðkomandi og sem mið- að hefir til þjóðheilla mundi vera hið sterkasta tengiafl milli Islendinga víðs" vegar um heim. Ef íslendingar vildu minnast sinn- ar nýju fósturjarðar, þá lægi beinast við að taka sem mestan og beztan þátt í hinum sérstöku hátíðarhöldum þeirra þjóða, sem þeir nú eiga heima á meðal, og sem þeir hafa borgaralegar skyldur að inna af hendi við (í Canada 1. Júlí, og Bandaríkjum 4. Júlí), Það væri ef til vill enn viðkunnanÞgra að hafa ís- lendingadaginn 5., heldur en 2. Ágúst, því á hátíðinni, sem haldin var á Þing- velli við Öxará 5. til 7. Ágúst 1874, var það að stjórnarskráin var afhent ís- lendingum af konuugi, en það er þegar komin nokkur hefð á að hafa til þess 2. Ágúst, enda hefir það og mikið til síns máls, og skulum vér því ekki fara um það fleiri orðumj að sinni. Hvaða degi sem Islendingar kunna að slá föstum í framtíðinni, þá mun öll- um ljóst að í ár er ekki hægt að íslend- ingadagurinn verði hér í Winnipeg fyrr en í Ágúst, þar er reynslan hefir sýnt, að nefndin kemst ekki af með öllu minna en mánaðar undirbúnings tíma. “Liberala”-álit urn íslendinga. í Toronto er nýmyndað félag, sem nefnist “The Canadian National Asso ciation,” (hið canadiska þjóðfél.). Mark- mið þess er að koma á sama máli og samskonar skólum um alt Canadaveldi. Ekki fá aðrir inngöngu í það en þeir, sem eru fæddir í Canada, og er einkunn-’ arorð félagsins “Canadafor Canadians.” Af svipuðum hugsunarhætti, sem þessir félagsmenn hafa, virðist það sprottið, sem hinn merki rithöfundur, Goldwin Smith..í Toronto, segir nýlega í Torontoblaðinu “The Week.” “Hin bezta innflutningastefna væri það, að halda hinum innfæddu Canada- mönnum í landinu, með óhindruðum verzlunarviðskiftum. Það er nú millí- ón þeirra manna, og að likindum önnur millíón af börnum þeirra, sunnan meg- in við línuna. Maður veit, að það eru margar þúsundir í Chicago, og þ’ng- maður frá Massachusetts sagði mér, að að 150,000 þeirra væru í því ríki. Út- flutningi æskulýðsins úr strandfylkjun- um veitir hver maður eftirtekt, sem kemur þangað. Hvað á svo að segja um fyrirkomu- lag, sem sifeldlega /irekur laukinn úr landsins þjóðerni burtu frá heimkynnum sinum, og fyllir sæti þeirra með Menno- nítum, Isleiidingniu, eða ruslinu af strætum Lundúnaborgar ?” Það er hinn 17. Júní, sem þessi frægi prófessor skrifar ofanritaða grein. Með því allir vita, hversu orð hans eru þung á metunum, er það óviðkunnanlegt fyrir íslendinga, að sjá hann skipa sér á bekk með hinu auðvirðilegasta úrþvætti engil- saxnesku þjóðarinnar. En það tjáir ekki að deila við dómarann, sízt þegar það er maður í þvílíku áliti sem Goldwin Smith. Við munum, í augum manna hér, mega sitja með það, sem hann skamtar okkur, hversu eigulegt sem það kann að vera. Það sýnir mönnum að eins hugsunarhátt hinna allra frjáls- lyndustu landsins íbúa, og; svo gefur hið nýmjmdaða þjóðfélag dágóða hug- mynd um sérgæði hinna “frjálslyndu.” Enska þjóðin hertók hið hérverandi franska ríki 1760, og síðan hefir hún smáfært sig upp á skaftið, unz nú er að því komið, að myndað er félag til þess að útrýma máli Frakka, og afnema skóla þeirra, ekki einungis í Manitoba, heldur i öllu Canadaveldi. Þetta er “frjálslyndi” flokkurinn á sínu hæsta stigi; svo má einnig búast við, að félag- ið reyni hið bráðasta að fylgja einkunn- arorði sínu, og stemma stigu fyrir inn- flutningi Islendinga og annara, sem þeir virða til jafns við “ruslið af strætum Lundúnaborgar.” Það er svo sem ekki til annars en að ala sína eigin hégómagirni, að telja sér trú um, að dálætið á útlendingum hér eigi ekki skylt við orðtakið : “Vinur, þegar þú vilt mér eitthvað.” Glímur Japaníta. “Jiujutsu” heitir list sú hjá Japan- itum, að sigra með tilslökun, og kvað sú merking liggja í orðinu sjálfu. Um hana finnst ritað eftir Lafcadio Hearn í bók, er nefnist "Out of the East,” og kvað sá höfundur vera flestum fræði- mönnum kunnugri lifnaðarháttum hinnar japönsku þjóðar. List þessi líkist mjög glímu að ytra áliti, en gætinn maður getur þó brátt séð, að mest er kappkostað, að reyna ekki á krafta, heldur snörp tök og sveiflur, sem eru bæði einkennileg og tvisýn. Sá sem vel er að sér í þessu, getur ef á liggnr svift limum óvinar síns úr liði eða slitið í honum æðar og sinar, og auk þess kann hann tiltök, sem eru hastarlega banvæn. Með svardögum og hverju öðru er mjög vel um það búið, að þessi voðalega þekking breiðist ekki út almennt, og gamlar venjur krefjast þess sterklega, að enginn fái að nema list þessa, nema hinir mestu stillingarmenn, er hvorki þekkist á siðferðislegur blettur nó hrukka. Það kemur varla fyrir, að lista- maðurinn í þessari grein noti sína eigin krafta, hversu sem á stendur, heldur er sigur hans kominn undir kröftum and- stæðingsins; því meiri kröftum, sem hann læitir, því meiri er hættan fyrir sjálfan hann. Eins og gerist í íslenzk- um glímum, er til varnartak gegn hverju sóknartaki; en öfl þau japönsku varnartök eru í því fólgin, að slaka þannig til fyrir sækjanda, að átök han.s verki sem afturkast (reaction) á hann sjálfan*. Listin er aðallega í þvi fólgin að veita ekki mótstöðu, heldur að sigia með tilslökun ; en auk þess liggur hún í því, að hjálpa sækjandanum með snörp- um sveiflum, til þess að setja sjálfan sig úr liði, handleggsbrjóta sig eða fót- brjóta, og jafnvel hálsbrjóta sig, ef svo vill verkast. Bókarhöfundinum farast að lokum þannig orð: “Af þessari óljósu frá- sögu munu menn þegar hafa séð, að hið merkilegasta við þetta er ekki listin sjálf, jafnvel á sínu hæzta stigi, heldur hinn austurlenzki hugsunarháttur, sem hún grundvallast á. Hvaða vestrænn heili hefði framsett þessa sérlegu kenn- ingu, að beita aldrei afli gegn árás, held- ur að eins leiðbeina sækjandanum til þess að falla á sínum eigin kröftum. Vestrænn andi virðist hugsa eftir bein- um línum, sá austræni eftir furðulegum krókum og hringjum. Þessi glímu kunnátta er miklu meira en tóm varn- arfræði. Hversu fagurt merki sýnir hún ekki um beitingu skynseminnar gegn dýrslegum ofstækisöflum ? Hún er hagnýtingarfræði; hún er siðafræði. Eg hafði einmitt næstum því gleymt að geta þess að mikill hluti “jiujutsu”- fræðslunnar er hreinasta siðfræði; og þaðer hún, um fram alt, sem ber vott um þá mannflokks-andagift, sem stór- veldi þau, er dreymir um frekari upp- gang sinn í austurlöndum, hafa afar- dauflega tekið eftir.” Efnisyfirlit yfir greinar þær. í nokkrum síðustu blöðum Lögbergs, sem að meiru eða minna leyti eru uppfyltar af atyrðum og dónaskap gegn Hkr. eða ritstjóra hennar, setjum vér hér þeim til hægð- arauka, sem kynnu að vilja géra sér grein fyrir því, hverri breytingu Lög- berg hefii tekið í seinni tíð. Sigtryggur Jónasson tók við ritstjóranafni blaðs- ins með hinu 10. tölublaði þess, og vakti hann þegar með “ávarpi” sínu, þann urg, sem leiddi til þess að “ljóta bréfið” hans var birt í Hkr.; og í sama blaði byrjaðí í honum ergelsið út af því, að honum þótti Hkr. ekki hafa nógu mik- ið við sig, þegar hún gat þess að Einar Hjörleifsson væri á förum. Eftir það rekur hver óþverragreinin aðra, og flutti nr. 11. "Músarskottið”: “ 12. í'Hkr. reið”, og bréf frá Sig- tryggi Jónassyni. “ 13. “Heimskringlu-músin”; ‘- 14. “Hkr. þroskast niður á við”; “ 15. “Kringlótt röksemdafærsla”, og atyrði innan um fréttir af fylkisþinginu; “ 16. “H.kringlu-skáldið”; “ 17. “Leirblaðið klórar í bakkaun”, og “Heimskringlu undrin”; “ 19. “Sýnishorn af rithætti ritstj. Iíkr”; “ 20. “Slúðurberi og slefudallur”; “ 21. “Stefna leirgosblaðsins”; “ 22. “Sjóndapri ritstjórinn”; “ 24. Greinar, sem byrja á: “Opt hafa svör”, og “Það erorðið nokkuð þreytandi”; “ 25. “Heimskringlu-hreiðrin”, og “kusteisi ritstjórinn”. Þannig hafa 14 tölublöð af þeim 16, sem nú (þann 25. Júní) eru út komin undir stjórn hins núverandi ritstjóra Lögbergs, flutt einhverja illkvitni í garð Heimskringlu; og mun vera erfitt að finna annað líkt dæmi í íslenzkri blaða- mennsku. Til þess að bæta upp fyrir það, að ritstjórinn hefir ekki haft til skammagrein handa Hkr. í 18. blaðið, flytur það, eins og til afsökuuar, atyrði um Stefán kaupmann á Hnausum. Þannig verður 23. blaðið einsamalt laust við þesskyns varning, og væri næst að halda, að ritstj. hefði ekki verið með sjálfum sér um það leyti, sem það kom út. Hann er í það minnsta skamm- yrtari i næsta blaði á eftir, heldur en nokkru sinni fyr; og í síðasta blaði, nr. 25, veður hann aftur uj>p á Stefán Sig- urðsson, auk þess, sem að ofan er getið um til Hkr., og þar notast hann við þá furðulegu fyndni, . að látast skrifa rit- villur, en á fremstu síðu blaðsins stend- ur einhver ofsjónalýsing á fjárum tnngumálum, íslenzku, ensku, dönsku, og latínu. Sé skammavaðallinn og og málaglamrið ekki eintómt “delirium” hlýtur andagift Lögbergsritstj. að vera sérstakasta náttúruafbrigði. *) Aðferðin sýnist að ýmsu leyti líkjast íslenzkum glimum, en til þeirra virðist höfundurinn ekki þekkja. Þó ber þess að gæta, að þetta er ein af dular- lystum austurlandaþjóða, og því illber- andi saman viðnokkuð, sem vór þekkj- um, þótt glíma sé hentugra nafn á lienni, en nokkurt annað íslenzkt orð. “Drykkfeldnin er sjúkdómur,” sagði prestur, einn Mc- Manus að nafni, á fundi kvennavernd- unarfélags, sem haldinn var í Montreal fyrir skömmu. “Dominion-stjórnin ætti að stofna drykkjumanna-spítala, sem tekið gætu á móti þeim körlum og konum, sem þannig væru sýktir; og þar ættu þessar manneskjur að vera hafðar i haldi svo sem tvö ár, til þess þær yrðu nærðar á hollri fæðu. Svo ætti vínfangasalan að bera kostnaðinn. í stað þess að loka þessa vesalings sjúklinga inni í hinum vanalegu fang- elsum, þarf að veita þeim læknishjálp. Þegar maður drekkur og ber svo kon- una sfna, vil ég fyrst láta i.ann taka út sfna fangelsisvist fyrir glæpinn, og síð- an setjast i drykkjumannaspítala, til þess að sýkin verði læknuð.” Annar prestur á fundinum áleit, að ef stjórnin þættist fyrir þjóðarinnar hönd hafa gagn og góða af vínfanga- tollinum, ætti hún sömuleiðis að sinna afleiðingunum; gera alt sem f hennar valdi stæði til þess að bæta upp fyrir voðann er af því hlytist, sem hún leyfði. Á fundinum var lesið upp bréf þessu viðkomandi, frá Aberdeen lávarði, land- stjóra Canadaveldis; og loks var sam- þykkt að leita aðstoðar, málinu til fylg- is, hjá prestum og bindindismönnum (Ministerial Assoc., og Dominion All- iance). JSTúllið. (Dálítil smásaga frá Winnipeg.) Eftir N. N. Framhald. II. I stúkunni. Á fimtudagskvöldið f næstu viku eftir atburð þann er þegar var frá sagt var fundur haldinn í bindindis-stúk- unni “Framsók,nin” í Winnipeg. Hún var fjölmenn deild af Good-Templar- reglunni og voru allir meðlimir hennar íslenzkir. Þess konar fundir voru jafn- an vel sóttir, því þar er sóknréttur starfs og málfrelsi karla og kvenna jafnt. Fjöldi af ungu sjálegu fólki og fjörugu, sem margt er hætt að vera ís- lenzkt nema að kroppnum til, safnast þar saman til að skemta sér og öðrum og ræða ýms mál, sem ella myndu liggja óáhrærð í djúpi gleymskunnar. Það >’ar allmikill ys og þys í fund- arsalnum þetta kvöld þegar íbyrjun; augnamið pilta og hvíslingar og buldur kvenna virtist boða, að eitthvað eftir- tektavert yrði tekið fyTÍr á fundinum. Allir embættismenn stúkunnar voru þesar komnir nema organleikarinn, er hafði verið eittlivað óvanalega rant við látinn það kvöld, Það gekk því hálf- illa að fá inngöngusálminn sunginn, því ýmsir er sungið gátu vildu ekki bjóðast til þess, og er þó fólk öllu ein- arðara á þeim fundum en það oft er ella, — það má það eiga. Formaður stúkunnar, Björn Sigurðsson, úrskurð- aði því, að “bróðir vara-formaður” sem var engin annar en Grímur úr Eyj- unum, skyldi byrja sálminn, og var það auðsótt mál. Gekk það all-vel að öðru leyti en því, að söngstjóri var óvanalega hás í rómnum. Hnippuðu ungkvendin meinlega hver í aðra þegar hann þurfti aö skerpa raustina, því auðvitað þarf engin þess í vanalegu söngmanna á- standi, þogar ekki er hærra lag til að “spreita sig á, né lengri eða áhrifameiri sálmur en hér var um að ræða. Að af- loknum sálmasöng bænagerð og fleiri fundasiðum, las ritariupp síðustu fund- arbók, og er þetta brot úr : “......eftir nokkrar umræður skip- aði bróðir Chief Templar 3 manna nefnd til að rannsaka ástæður fyrir framlagðri klögun af hendi bróður Fred Stonesons um áfengisnautn bróður Paul Johnsons og skyldi nefndin hafa lokið starfi sínu fyrir lok vanalegs starfstíma fundarins, ... .Skilaði nefndin svo þannig látandi rannsóknarskrá ef tir fáar mínútur: — ,Við þrjú, Mrs. Ismán, Mr. Sam Strand field og Miss Nelly Thors, höfum rann- sakað drykkjumál bróður Pauls, og seg- ist hann ekki vilja kannast ,við sekt sína, og man ekki eftir að hann hafi ver ið neitt drukkinn þegar klagandinn segir að hann hafi verið það. Við viljum því að bróðir Paul sé látinn óáreittur í retta sinn, enda eru litlar líkur til að bróðir Fred viti betur um þetta mál en Mr. Paul. Hin sömu. Bróðir Chief- Templar lagði skýrslu þessa fyrir fundinn og óskaði eftir að málið yrði teLið til meðferðar. Eftir stuttar athugasemdir frá tveimur fund- arkonum var svo með atkvæðagreiðslu meiri hlutans samþykkt: að málið skyldi niður falla og bróðir P. J. sýkn- ast af þessum sakaráburði, sem hann sjálfur vissi ekki neina ástæðu fyrir.. ”. Síðar á fundinum bar Chief Templ- ar fram til meðferðar skriflega klögun svo látandi: “Samkvæmt skyldu okkar við lög, reglur og augnamið félags vors og stúk- unnar Framsókn og einkum fyrir heill og framtíðar farsæld þjóðflokks vors í þessu landi, leyfum vér undirritaðir okkur að tilkynna heiðruðum stúku- bræðrum vorum og systrum þá rauna- fregn, að vor elskaði félagsbróðir Thor- björn Geirs, kapilán stúlcunnar, hefir í augsýn okkar ölvaður verið síðan á síðasta fundi, og það svo mjög, að lög- reglunni fanst það liggjandi innan síns verkahrings að leiðbeina honum til ó- nefnds staðar, hvar hann dvaldi í 12 kl. stundir, unz hann var laus látinn gegn tilfinnanlegum peninga kostnaði. Sem sagt, er það skyldunnar vegna, sem hvílir á herðum vorum, að vér neyð- umst til að Ijósta upp þessu leiðinlega atviki. En örugglega vonum við að heiðraðir fundarmenn finni það bróður- lega skyldu sína, að fella væga dóma yfir meðbræðrum og systrum sínum. Fyrir hvatir bróðurlegrar velvildar og hins sanna mannkærleika. Yðar í trú von og kærleika. Ben. Jackson. Magnus Lee. Formaður mælti nokkur leiðbein- ingarorð til þeirra, er við voru staddir, og ræða kynnu málið. Benti hann fundinum á hve nauðsynlegt væri að gæta allrar varúðar í dómum slíkra mála sem þessara. Og þar sem málið væri eitt hinna þýðingarmeiri, er fram hefðu verið flutt í stúkinni nú um hríð, þar sem hinn andlegi leiðtogi stúkunn- ar ætti hlut að máli, vildi hann helzt biðja fundinn sjálfan að útvelja 3 góða menn til að rannsaka ástæður fyrir sakargiptinni, því ske kynni að hann (form.) hefðieigi næga þekkingut'l að úr- skurða og skipa þá, er þeim starfa væru bezt vaxnir. Tóku þá margir til máls og vildi hver koma að sínum kunningja eða vin, og gekk útnefningin all marg- víslega. Fóru svo leikar, að formaður sá þann kost vænstan, að ákveða sjálf- ur menn í nefndina. og skyldi sú nefnd hafa lokið starfa sínum innan 1J kl.- stunkar, því fundarmönnum var órótt mjög venju fremur f þetta sinn. Að lítilli stundu liðinni skilaði nefndin á- liti sínu þannig löguðu : “Við undirrituð tilkynnum hér með meðlimum stúkunnar Framsókin I. O. G. T. aðeftiralvarlegaog nákvæma yfir- heyrzlu hefir hr. kapilán fúslega kann- ast við yfirsjón þá er hann var saka ður um. Enn fremur óskar hanu vinsam- lega, að mál hans verði bróðurlega rætt og ályktað nú á þessum fundi. Með bróðurlegri virðingu. Th(omas) Thomas, innvörður. Jack Jolinson. Lizzie Benson”. Formaður lagði síðan skýrslu þessa fyrir fundinn til yfirvegunar. Hófust brátt fjörugar umræður af ýmsu tagi í ýmsar áttir í tilefni af málinu, þótt hér só eigi rúm nó staður til að skýra frá þeim til hlýtar. Bergur Jónsson hélt það væri róttast að sekta plltinn, úr því að lög stúkunnar leyfðu það, og ekki sízt af því, að þessi glópska hefði hent hann áður. Eiríkur Árnason vildi láta gefa honum duglega áminningu og láta það duga í þetta sinn. Dóri Berg- mann gat þess, að þótt það væri áætl- uð regla í stúkunni að hegna eða sekta meðlimi fyrir ítrekaða áfengis nautn, þá auðvitað hefði fundurinn heimild til að ráða dómum sínum á þá leið, sem honum bezt geðjaðist, og í þessu tilfelli findist sér, þar sem einn virðulegasti embættismaðurinn í stúkunni ætti hlut að máli, það vera ærin ósvinna og skömm fyrir stúkuna og jafnvel fólagið í heild, að fara svo með slíkan embættis mann. Miss Magie Bell vildi láta gera sem minnst úr þessu máli, það myndi vera orðið nógu hljóðbært allareiðu út um bæinn, þótt nýtt mál, sektamál, bættist ekki við. Hr. Kapilán gat þess, sínu máli tij styrktar og skýringar, að bróðir organ- istinn hefði fullvissað sig um það, að þó hann bryti loforð sitt nokkrunj sinn- um, myndi hann ekki þurfa að borga fé í sektir, og “hefði það ekki verið fyrir hans orð”, mælti hann enn fremur, “þá hefði ég ekki stigið fæti mínum í þessa stúku. Það getið þið hengt ykkur upp á, jú bett, þið getið !” Þórður Andrósson áleit það illa ráð ast, ef bróðir Þorbjörn Geirsson yrði dæmdur i fjárútlát, maður sem hefði “þunga familíu” að sjá fyrir, og þó ekkert væri annað á móti þeim dómi, sem sór reyndar virtist þvert á móti, þá væri þó “harðir tímar” fyrir fátæk- an verkamann æfinlega of geigvænlegir til þess, að ekkert tillit væri tekið til þeirra. Vara-Templar Grímur úr Eyjunum bað um orðið, og mælti meðal annars á þessa leið : “....og það væri í meira lagi ó- sómasamlegt af einni stúku, jafn fjöl- mennri og Framsóknin er, ef hún léti það spyrjast um sig, að hún sektaði annan eins inann eins og hr. kapiláninn. Eg þekki manninn vel, og við vitum öll að hann er meðlimur fleiri félaga en Good-templara. Þið vitið líka vel hvað akf.ív hann hefir verið að kanvassa fyrir okkar málefni. Þið vitið að hann hefir fært okkur nokkra nýja meðlimi þrátt fyrir hinn stutta tíma sem við höfum notið samvinnu hans í þessu félagi. Þið sem eruð í kyrkjunni, finnst ykkur það ekki hálf absörd að fella þennan þokka- lega sektardóm'yfir safnaðarmanni ykk- ar? Munið þið eftir að hann hafi gert nokkuð til eflingar því málefni? Ef svo metið þið þá ekki áhuga hans á þoim störfum meira en þetta? Vilduð þið ekki heldur ex animó mæla nokkur orð honuin til bóta og liðveizlu (til og frá um húsið kvað við: “Hevr, heyr!”)? (Niðurl. á 4. bls.).

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.