Heimskringla - 26.07.1895, Blaðsíða 1

Heimskringla - 26.07.1895, Blaðsíða 1
I IX. ÁR. WINNIPEG, MAN., 20. JÚLÍ 1895. NR. 30. Winnipeg’ Business College and Shorthand Institute. Ef þú þarft tilsögn í: LESTRI, SKRIFT, STÖFUN, REIKNINGI, BÓKHALDI, VERZLUN AR-LÖGUM, BRÉFA SKRIFTUM, HRAÐRITUN, TYPEWRITING, þá farðu á dag eða kvöldskólann að 482 Main Street. C. A. Flbmihö G. W. Donald President. Secretary. FRÉTTIR. DAGBÓK. FÖSTUDAG 19. JÚLÍ. Stefán Nicolof Stambuloff, fyrver- andi stjórnarformaður í Búlgaríu, lézt í gær af sárum, sem honum voru veitt i áhlaupinu á mánudaginn 15. þ. m. Yfir 20 sár og sverðstingir voru á líkama hans, annað augað var burtu og hann misti báðár hendur. Til þessa verður ekki sóð, að nokkur alvarleg tilraunhafi verið gerð til að höndla morðvargana, enda áhlaupið kent vildarmönnum Rússa og enda Ferdinand prinz sjálfum sem nú situr við gleði og glaum vestur á Pýzkalandi, að Carlsbad. — Stambuloff var tiltölulega ungur maður, fæddur 1863, þó hann um mörg ár hafi haft meiri áhrif í Búlgaríu en nokkur sam- tíðamaður hans. A unga aldri var hann sendur á guðfræðisskóla í Odessa, en i þá daga var hugsað meira um horfrægð, en auðmýkt og undirgefni, enda yfirgaf hann lærdóm sinn hið fyrsta, og gaf sig að herþjónustu. Framan af barðist hann | hraustlega undir merkjum Rússa, og á- i vann sér frægð, en á síðastl. 16 árum hefir hann barist jafnötullega á móti Rússum og með Búlgaríumönnum, enda í rauninni haft meiri völd en sjálfur erfðaprinzinn og stjórnarinn. Stjórnin í Belgíu befir ákveðið að nema úr gildi lögin, sem banna innflutn- ing lifandi nautpenings frá Canada. Vænt er og að stjórn Breta geri það sama innan skamms. LAUGARDAG 2Ö- JÚLÍ. Vinnuriddararnir (Knights of Labor) eiga eftir 1. Sept. næstk. að hætta öll- um viðskiftum við þjóðbanka alla í Bandaríkjunum. Svo segir skipun frá formanni félagsins. Samskonar áskor- un verður send öllum verkamönnum. Eftir því er séð verður af útkomn- um skýrslum voru viðskifti Canada við útlönd rúmlega 811 milj. minni á síð- astl. fjárhagsári, en á þvi er endaði 30. Júní 1894, Á síðastl. fjárhagsári voru viðskiftin að verðliæð $216,352,195, en í fyrra $227.410,514. — Tollur af þessum varningi var rúmlega $1$ milj. minni en í fyrra. Spánarstjórn heldur áfram að senda her til Cuba, og í næstk. Sepc. ráðgerir hún að senda þangað um 30,000 her- menn. — Smá orustur á hverjum degi á eynni. Bandaríkjastjórn kvað vera farin að sjá sig um hönd að því er snertir endurreisn hermannaskólans í Pembina í N. Dakota. Yfirmaður í hermáladeild inni rannsakar það mál með gaumgæfni áður en langt líður. MÁNUDAG. 22. Júh'. í gærmorgun rákust saman tvð VEITT EÆ81U VBKBLAUN A BEIMCSÝNINOUNN •DEl; ÍAfiSNG ■WWDIR IÐ BEZT TILBÚNA Óblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynslu. CMEAM gufuskip á Genoa-flóa við vesturströnd Ítalíu. Sökk annað skipið og fórust þar 144 farþegjar á leið til Suður-Ame- ríku og 3 skipverjar. Hitt skipið skemdist mikið, en komst þó inn á höfn. Dominionþingi var slitið í dag. Var síðasta verk þess að samþykkja skifting styrksins til Winnipeg & Great North- ern fél., þannig að það fær helminginn þegar helmingur brautarinnar norðar að Saskatchewan er fullgerður. Braut- in verður að vera fullgerð fyrir árslok 1896. Hon. Edv. Blake, þingskörungur- inn canadiski, náði endurkosning án gagnsóknar i kjördæmi sinu South Longford á Irlandi. — Skáldsagnahöf- undurinn H. Rider Haggard sótti um þingmennsku undir merkjum Sahs- burys í East Norfolk, og varð undir. Atkv. munur 200. — Eftir enn að kjósa { 160kjördæmum. ÞRIÐJUDAG, 28. JÚLÍ. Hveitiuppskera i Ungverjalandi er vel á veg kom in og nær meðalstigi að vöxtum, en ekki meir. En frá 10—30% af hveitinu er skemmt og selst illa á út- lendum markaði. Great Northern fól. forsetinn, J. J. Hill er nú í New York í þeim tilgangi að hremma undir sig Northern Pacifíc- brautina. Það á nú að slcríða til skarar. Skýstrokkur hefir að sögn lagt í eyði þorp með2500.íbúum í Newj Mexi- co í suðvestur Bandaríkjum. MIÐVIKUDAG, 24. JÚLÍ. Tyrkir hafa sent yfir 20,000 her- menn til Macedoniu, til þess að lcefja eða reyna að kefjayuppreistina. I gær byrjuðu nokkrir bændur í suðvestur-Mauitoba áð slá bygg og hafra. 371 milj. dollars vilja Japanitar fá fyrir að sleppa hendi sinni af Liao Tang skaganum og Port Arthur kastalanum, Uppreistarmönnum á Cuba vex nú fiskur um hrygg með degi hvorum. Gulasóttin er og ágætt morðvopn á Spánverjana og þykir óvíst að hún bani færri roönnum, en uppreistarmenn sjálf- ir. Eyjan öll er nú sögð gengin á hönd uppréistarmanna og af því smáorustur eiga sór stað um hana þvera og endi- langa dreifist liðsafli Spánverja svo, að hans gætir ekki. FIMTUDAG 25. JÚLÍ. Stjórnarformaður Mackenzie Bow- ell fer af stað vestur til Regina og ann- ara staða vestra, á morgun; verður í för með Aberdeen landstjóra, er á að vígja sýninguna fyrstu í Norðvestur- héruðunum. T. M. Daly, innanríkis- stjóri verður og í förinni. Indíánar láta ófriðlega í Wyoming og Idaho í Éandaríkjunum. Hagl olli tjóni miklu á hveitiökrnm í grend við McLeod í Alberta í gær. Englands-kosningar. Búíð að kjósa: Salisburysinna 386, Gladstonesinna 217. Eftir að kjósa í 67 kjördæmum. Spánverjar skjóta tvisvar á Banda- ríkja skip í grend við Cuba. Banda- ríkjastjórn lætur þá borga fyrir þau handarvik. Frá iöndum. Hinn 7. April síðastl. andaðist að heimili sinu, Hofi í Geýsirbygð, hús- freyjan Hólmfriður Sigurðardóttir, kona Þorsteins M. Borgfjörðs. Hún var lengi búin að liggjfc rúmföst og þungt haldiní og var ááírSfemein henn- ar sullaveiki. — Hólmfríðiar sál. var 32 Ara að aldri, fœdd í Borgarhrepp í Mýra sýslu á íslandi 27. Júlí 1863. Paðjr henn ar er Sigurður hreppstjóri að '.Kárastöð- umí Mýrasýslu, nafnkendur sómamað- ur. Hólmfríður giftist Þoráteini M. Borgfjörð 26. Nóv. 1885 og flutti með honum til Ameríku sumarið 1887.— Þeim hjónum varð 6 barna auðið, en að eins 1 lifir. Hólmfríður sál. var gædd mörgum góðum hæfileikum, var léttlynd og blíð- lynd og var hvers manns hugljúfi. Elskuverð eiginkona var hún og liin á- stúðlegasta móðir. Hún mátti kallast rauna-lcona, þar hún varð fyrir svo sárum barna-missi, enda kom sú sorg- in þyngst niður hjá henni, þvi hún bar einkennilega sterka ást til barnanna sinna. Hennar er sárt saknað af öll- um, sem nokkuð kynntust henni og minning hennar mun lengi lifa í hjört- um vina og vandamanna. (Frá fregnrita Heimskringlu). 2. August 1895. PROQRAMM. Garðurinn opnaður kl. 9 árdegis. Itaso Ihill ^latcli (Mountain Base Ball Club, Dakota, vs. North Star Base Ball Club, Winnipeg). Verðlaun $50.00. Forseti setur samlcomuna kh 10 árdegis Kl. 10 f. in. til kl. 1 e. m. LEIKIR. — HLAUP : MINNEOTA MINN., 18. JÚLÍ 1895.' (Frá fréttaritara Hkr.) Tíðarfar : Seinnipart Júní og íyrri- part þ. m. hefir veðrið verið fremur þurt, um 4 þ. m. voru ákafir liitar (um 100.gr. í skugga) og sunnanvindar, sem víða gerðu skemdir á ökrum, enn nú þ. 15. og aðfaranótt þess 18 þ. m. hefir rignt talsvert. Mannalát: Siðan ég skrifaði siðast hafa þessir dáið, Björn Bjarnarson, Austfirðingur, Valgarður Jónsson ætt- aður af Vopnafjarðarströnd, Guðrún Kjartansdóttir frá Búastöðum í Vopna- firði. Annir: Heyskapur hefir nú um stund staðið yfir, enn nú eru menn i undirbúningi til kornskurðar. Nýgift eru Stefán Þorsteinsson, Fljótsdælingur Berit Peterson (norsk.)> TINDASTOLL, ALB., 13. JÚLÍ ’95. Síðan með Júnímán. byrjun Tieíir tíð verið hngstæð fyrir jarðargróða; grasspretta engu lakari cn í fyrra. Hveiti og hafrar eru vel á veg komnir, þar sem jörð var vel undirbúin, en þó ber rúgur langt af öðrum korntegund- um — kornaxið fullmyndað fyrir viku síðan. Matjurtagarðar eru lakari en á sama tíma í fyrrá, en þó svo vel á veg komnir að flestir vonast eftir meðal uppskeru, ef tíðin helzt hagstæð. Seint í Júní rigndi talsvert, en þó mest dagana 4., 5. og 6. Júlí; síðan hit- ar og mollur, stundum 90 stiga hiti. Þessu veðri liefir fylgt svo þykkur reyk- ur, að suma daga hefir trauðlega sézt milli húsa. Landmælingamenn hafa nú verið að mæla landið, sem Isl. sitja á, með- fram Mediciue-ánni, og kemur þá í ljós að margir hafa sezt að á járnbrautar- landi og hjá 2 eða 3 liggur section-línan milli íbúðarhúss og fjósa. 15. þ. m. verður byrjað að byggja nýtt mjólkurhús i bygðinni, í norðaust- urhluta hennar. Framvegis verða mjólkurhúsin l>ví 2 í bygð Ish og er það mikill hægðarauki, “því áður þurftu menn að ílytja mjólkina 8—10 mílur vegar. 24. Júní var fundur haldinn að heimili hr. Bened. Bardals til að ræða um hvert tiltaikilegt þætti að halda ís- lendingadag hátíðlegan í surnar. Mis- munandi skoöanir höfðu menrí um það hvenær hann skyldi haldinn; þótti ó- hentugt að halda hann um heyanna tímann. Eftir nokkrar umræður var ákveðið að halda hann 2. Ágúst. Nefnd- ir voru svo kjörnar til þess að undirbúa hátíðarhaldið, sem óefað verður ein hin f jölmennasta, tilkomumesta og skemti- legasta skemtisamkoma, er hér hefir verið haldin, enda ætla nokkrir landar, sem búa í Calgary að heiðra samkom- una með því að vera viðstaddir. — Á- kveðið er að herra Chr. Christinsson stýri samkomunni, — alþektur gleði- maður, kurteis og skemtilegur. Jóhann Björnsson. íslands-fréttir. Eftir Stefni. Akureyri, 1. Maí 1895. Tíð batnaði 26. Apríl. Snjólaust orðið að kalla á láglendi. Seladrdp var óvanalega mikið á Skjálfandaflóa um mánaðamótin Marz og Apríl, er hafishroðann rak þar inn. Á eitthvað 3 dögum munu haf verið drepnir á 4. hundrað selir á Húsavík. Sumir menn þar náðu 20—30 selum á dag. Þó var seladrápið öllu meira í Flatey og á Flateyjardal. Flestir sel- irnir voru rotaðir, einstöku skotnir. Sýning og tombblv. héldu Eyfirðingar á, Grund á sumardaginn fyrsta. kjýnt var þgr einkum sauðfé og svo eitthvaf af nautum. Skepnur þesear þóttu flestar mjög fallegar. 20. Mai. liryggja d Jilönduóai. Af bryggju þessari er búið að byggja 48 álnir, en eftir eru af henni 42 álnir, og ætla Hún- vetningar að taka 3000 kr. lán til að fullgera hana í [sumar. Brýr. Sýsluuefnd Skagfirðinga ætl- ar að taka 3500 kr. lán til að fullgera brúna á Austurvötnin. Svo er í ráði að brúa Gönguskarðsá að nýju og byggja brú á vestari Jökulsá í Skaga- firði, en þar hefir hingað til verið kláf- dráttur á. l’ócinnnvéi'ir, Jónas Ulugason á Tindum ætlar að setja á stofu tóvinnu- vélar í Húnavatnssýslu, en sýslunefnd- in þar að ganga í ábyrgð fyrir láni til að koma þeim á fót; en í Skagafirði er sýslunefndin hætt við að koma þeim á fót að svo stöddu. Faglaveiði við Drangey. Vorið‘1894 veiddust við Drangey 90,432 fuglar. Hjalti Jónsson frá Vestmannaeyjum bauð sýslunefnd Skagfirðinga að koma norður og kenna mönnum nýja veiðiað- ferð, en sýslunefndin vildi það eigi af þvi að það kynni að verða fuglinum til fækkunar. Sveitakmnarar eru í vetur 12 í Skagaíirði,, 13 í Húnavatnssýslu og 4 í Norður-Þingeyjarsýslu. Jarðir gerðar að afr&tli. Hrepps- nefndirnar í Hóla- og Viðvíkur-hrepp- um hafa ákveðið að kaupa jarðirnar Bjarnastaði og Fjall í Kolbeinsdal og leggja þær til Kolbeinsdalsréttar. Tíðarfar þurt og .stundum nætur- frost, svo gróður er lítill enn. Ofsa- norðanveður með snjóéljum síðastl. föstudag og laugardag. ( 4. Júní. Taugavciki hefir stungið sér niður á nokkrum stöðum hór nyrðra. Ur henni andaðist í vor húsfreyja Haildóra Stef- ánsdóttir á Bringu i Eyjafirði, mesta dugnaðar kona. Tiðarfar gott nú um tíma, nægar deigjur og hlýindi; góður gróður kom- inn. Nýlega strandaði Gránufélagsskipið “Christine” á Dölum fyrir vestan Siglu- fjörð á leið af Sauðárkrók; en þar liafði það lagt upp timbur, en tekið aftur 130 skp. af saltfiski. Fór. sýslum. Kl. Jóns- son þangað vestur, og verður strand- uppboðið haldið á morgun. “ Vaagen” kom hingað 31. f. m. með timbur tilhöggvið í hið nýja hús, er stórkaupmaður O. Wathné ætlar að reisa á Oddeyri nú þegar; einnig kom skipið með mikið sildarúthald og fólk til síldarveiða. Hr. amtmaður Páll Briem fór héð- an með “Vaagen” austur á Seiðisfjurð, eu þaðan ætlar hann til Reykjavíkur til aö gifta sig. ----- Þann 7. f. m, lózt á hálsi í Svarfað- ardal ein af hinum elztu mönnum þessa héraðs, Halldór Bjarnason, er lengi bjó á Brimnesi í sömu sveit. Hann skorti 3 votur á tirætt..... 8. Júní. Þingmdlafund héldu Eyfirðingar á Akureyri 4, þ. m. Á fundinum mættu um 100 manns. Hið lielzta sem rætt var á fundinum var þetta. Stjórnarskrármálið. Fundurinn skorar á þitigið að sainþykkja óbreytt stjórnarskrárfrumvarp það, sem sam þykkt var á aukaþinginu 1884, og felur Þingvallafundarfulltrúum sínum að halda þessu fram. Um háskólamálið, afnám hæsta- réttar í Danmörku sem æðsta dómstóls í íslenzkum málum, kjörgengi kvenna. hluttöku safnaða í veitingu brauða og búsetu fastakaupmanna, voru sam- þyktar í einu hljóði samhljóða tillögur um að skora á þingið að halda þeim málum eindregið fram nú eins og áður. Um afnám eftirlauna var í einu hljóði samþykkt svolátandi tillaga: Fundurinn skorar á alþingi að semja lög um algert afnám eftirlauna, eða að færa þau nidur að minnsta kosti um helming. Samþykkt var í einu hljóði að skora á þingið að koma á realkenslu við lærða skólann í Reykjavík, þannig, að náms- tíminn í skólanum sé alls sjöár, og inn- tökuskilyrðin hin sömu og eru við Möðruvallaskólann, 3 neðstu bekkirnir séu realbekkir; og að á Norðurlandi sé þriggja ára realsl?óli, sem samsvari al- gerlega realbekkjum Reykjavíkurskóla, þannig að piltar útskrifaðir af norð- lenzka realskólanum geti gengið pcóf- laust inn í 4. bekk Reykjavíkurskóla. Fundurinn vildi að þingið veitti enn sem fyrri styrk til búnaðarfélaga og helzt að hann yrði aukinn um 10,000 kr. á fjárhagstímabilinu. Einnig skor- aði hann á alþingi að fullnægja nú þeg- ar þoirri grein bankalaganna er heimil- ar að stofna átibú landsbankans á Ak- ureyri. Skúlamálið. Samþykkr var í einu hljóði svplátandi tillaea: Fundurinn lýsir megnri óánægju yfir öllum mála- rekstrinum gegn sýslumanni Skúlá Thoroddsen á Isafirði og mótmælir því, að kostnaður sá, sein af málinu leiðir, falli á landssjóð, Jafnframt skoraði fundurinn á þingið að krefjast j)ess af stjórninni að setja Skúla sýslumann aft ur tafarlaust inn í embætti sitt, og að hún gjaldi lionum fullar skaðabætur fyrir embættismissinn. 1. Stúlkur innanti ára..... .50 yds. (2) 2. Drengir innan 6 ára...... 50 j-ds. (2) 3. Stúlkur 6—8 ára.........50 yds. (2) 4. Drengir 6—8 ára.........50 yds. (2) 5. Stúlkur 8—12 ára........50 yds. (2) 6. Drengir 8—12 ára........50 yds. (2) 7. Stúlkur 12—16 ára......100 yds. (4) 8. Drengir 12—16 ára......100 yds. (2) 9. Ógiftar konur yfir 16 ára 100 yds. (4) 10. Ógiftir karlm. yfir 16 ára 150 yds. (3) 11. Giptar konur .........100 yds. (4) 12. Kvæntir menn......... .150 vds. (8) 13. Konur(giftar sem ógiftar)100 yds. (4) 14. Karlar (giftirsem ógiftir)200 yds. (4) 15. Allir karlar..........hálf mila (2) 16. Islendingadags-nefndin 150 j ds. (2) 17. “Potato Race”.....I...........(2) 18. Kappkeyrsla (ef 4 fást) J mila. 3 atrennur (2) 19. Kappreið (ef 4 fást)..........(2) 20. Pony-kappkeyrsla(ef 4 fást) J mila (2) 21. Hjólreið (ef 3 fást)..........(2) Ræður og kvæði. Kl. 2 til kl. 5 e. h. 1. ísliuid........................ 2. Canada og Canada-íslendingar 3. Bandaríkin og" g&atffrmjtt-'raiaia:' Mr. Barði G. Skúlason, B. A. 5tökk fyrir alla. Kl. 5-7 e. h. 1. Hástökk. (hluttökueyrir 25c. (2) 2. do. jafnfætis 25c. (2) 3. Langstökk “ 25c. (2) 4. do. jafnfætis “ 25c. (2) Reykjavík, 21. Júní 1895. Otímseyingar liafa hafnað sínum eina umsækjanda um það brauð, séra Jóni Jónssyni á Hofi á Skagaströnd. en síðan hefir séra Matthías Eggertsson á Helgastöðum sótt um brauðið, og fær hann eflaust betri byr.—(Var veitt brauðið 19. Júní). Lausn frd embœtti hefir Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari sótt um frá 1. Okt. þ. á. Hann hefir verið kennari við lærða skólann nærfelt hálfa öld (síðan 1848). 28. Júni, Próf í forspjallsvísindum við presta- skólann tóku í fyrra dag þessir stúdent ar : Jón Þorvaldsson ágætl., Halldór Steinsson ágætl. + , Sigtryggur Guð- laugsson ágætl., Þorvarður Þorvarðar- sondável + , Jón Blöndal dável, Georg Georgsson vel +, Magnús Jóhannsson vel +, Guðm. Pétursson vel. 2. Júlí. Þingvallafundurinn hófst föstudaginn 28. Júní, kl. 12 á há- degi. Var fyrst sungið kvæði eftir Þor- stein Erlingsson. Þvínæst flutti Bene- dikt sýslumaður Sveinsson alllangt er- indi og snjallt um þýðingu fundarins, og sfstöðu vora gagnvart Danastjórn m. fl. Að því loknu setW hann fund- inn, og var þá sungið kvæði eftir Ein- ar Benediktsson. Forseti fnndarins var valinn í einu hljóði Benedikt pró- fastur Kristjánsson í Landakoti, full- trúi Reykvíkinga, en varaforseti Ind- riði Einarsson endurskoðandi, og fund- arskrifarar séra Magnús Helgason og Sigurður próf. Jensson. Á fundinn voru komnir 19 fulltrúar. Auk þoss var fulltrúa kvennfélags- ins í Reykjavik, ungfrú Ólafíu Jóhanns dóttur veitt fullkomin fulltrúaréttindi. Sexkjördæmi (Austur- og Vestur- Sk iptafellss., Vestmannaeyjar, Húna- vatnssýsla, Skagafjarðarsýsla og Suð- ur Múlasýsla) liöfðu ekki valið neina fulltrúa á fundinn, af venjulegri deyfð og áhugaleysi, sem aldrei verður borið í bætifláka fyrir. Þá er fundurinn liafði veitt öllum, r viðstaddir voru, málfrelsi, var fyrst 5. Hopp-stig-stökk hluttökueyrir 25c. (2) 6. Stöltk á staf “ 25c. [2] 7. Aflraun á kaðli “ 25c. $12 verðlaun. 8. Glímur, hjuttökueyrir 25c. [3] 9. Ryskingar “ 25c. [2] Islenzkur línudansari skemtir fólki með því að sýna list sína garðinum um daginn. Dans um kveldið til kl. 11. Evan’s Concert Band spilar á sam- komunni. $200 i verdlaunum, sem auglýst verða í prógrammi, sem útbýtt verður í garðinum. Hluttökueyrir fyrir nr. 10, 12, 14, 15 og 17 á prógraminu, er 25 cts. fyrir hvert um sig, og fyrir nr. 18, 19,20 og 21 er 50 cts. liluttökueyrir, fyrir hvert um sig. Tölurnar milli sviga aftan í hnunum tákna, að svo mörg verðlaun verði gefin fyrir það atriði. Aðgangur að gai;ðinum er 15 cents fyrir fullorðna og 10 cents fyrir börn :■>—i 2"irnT*-— yrffFft b6rD-okéyþfs. Fyrir vagna með einum eða tveimur hestum 25 cents. I kappkeyrslu ög kappreið fá ekki aðrir að taka þátt en Islendingar og ekki nema þeir séu með hesta sem Is- lendingar sjálfir eiga. Við kappkeyrslu má viðhafa tvíhjólaða vagna (racing sulkies). tekið á dagskrá : 1. Stjórnarskrármdlið. Samþykkt um- ræðulaust og í einu hljóði svolátandi tillaga frá fulltrúum Isfirðinga : “Fundurinn skorar á alþingi að samþykkja óbreytt stjórnarskrár- frumvarp það, er samþykkt var á aukaþinginu 1894’” Þá báru einnig fulltrúar Isfirðinga upp svolátandi viðaukatillögu í þessu máli: “Veiti stjórnin þingi og þjóð sömu svör í þessu máli, eins og hingað til, þá telur fundurinn æskilegt. að sam- bandi Islands og Danmerkur væri slitið á löglegan hátt”. Eftir nokkrar umræður var hætt við að bera tillöguna uridir atkvæði með því að sumir fulltrúanna töldu hana of snemma uppborna, þar er þjóð- inni hefði ekki gefizt kostur á að íhuga þessa hlið málsins, en lýsa annars á- nægju sinni yfir því, að þessi tillaga hefði komið fram. Fimtán mál önnur voru rædd og útkljáð. Fundurinn stóð yfir 11 klst. Þá er fundi var slitið á Þingvelli, gekk fram úr áheyrendaflokki “lágur maður, rauðskeggjaður”, er enginn þekkti þeirra, er næstir stóðu, og bar fram þá tillögu, að Magnús Stephensen landshöfðingi væri gerður að sýslu- manni { Rangárvallasýslu, en Skúli 'Ihoroddsen værí settur í hans stað i landsböfðingjæætið. en yrði það ekki tekið til greina, vilði hann láta beita öðru ráði gegn landshöfðingja, er ekki þarf hór að greina, enda var þessu ekki sinnt frekar, en nóg þingvitni eru að þessu. Og svo hvarf þessi ókunni mað- ur burtu og sást ekki siðan, hvort sem hnnu heldur hefir verið bergmál eitt úr Almannagjá í persónugerfi, eða sendi- boöí vætta þeirra, ef til vill byggja Þing völlenn, frá þeirri tíð, erútleut drottn' unarvald hafði ekkert tangarhald á ís- landi, frá dögum þeirra “Gissurar og Geirs, Gumiavs, Héðins og Njáls”. Séra iíatlhias Jockumson “hefir ort söguljóð mikil út nf Grettissögu og las hann nokkur einstök kvæði úr þeim fyr ir almenningi á laugardagskv eldið var. Þótti öllum sem lieyrðu mikið til þess koma og hin mesta snillí á meðferð efn- isins og allri kveðandi, eins og vænta (Niðurl. á 4. bls.). Eftir Þjóðólfi. a

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.