Heimskringla - 26.07.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 26.07.1895, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 26. JÚLÍ 1895. •> Heimskringia 1 PUCLISHED BY • The Ileioiskriugla Príg. í Publ. Co. | • 99 99 9 9 Verð blaðsins í Canda og Bandar.: J $2 um árið [fyrirfram borgað] ® Sent til Islands [fyrirfram borgað « af kaupendum bl. hér] $1. % •••• s TJppsögn ógdd að lögum nema kaupandi só skuldlaus við blaðið. «••• Peningar sendist í P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • 99 EGGERT JOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON B0SINESS MANAGER. »9 99 Office : Comer Ross Ave & Nena Str. P. O. Kox 305. •••••••••••••••••••••••• Smjörgerð. Alberta-íslendingar eru líkast til komnir lengi-a á veg í þeirri grein bún- aðarins, að hagnýta mjólkina úr kúm sínum, en nokkrir aðrir Islendingar hór vestra. Þeir eru framfaramenn í þeirri grein og fá líka verðuga viðurkenningu fyrir, hjá meðborgurum sínum. Fræðimaður í þessari grein búnað- arins, hr. C. Marker, starfsmaður sam- bandsstjórnarinnar á fyrirmyndar-bú- inu í Ottawa, sem í sumar stýrir smjör- gerð á smjörgerðarhúsi í Moose Jaw vestra, ferðaðhst nýlega vestur um Al- berta og yfirleit öll smjörgerðarhúsin, sem þar eru að spretta upp. Stærsta smjörgerðarhúsið í því fylki er í Innis- fa.il, er íslendingar sækja að og eiga hlut í og hann ekki svo [itinn.. Eru þar búin til 3,000 til 4,(X)0 pund af smjöri í hverri viku — mest á einum degi 800 pund, nú nýlega — og þegar hvert smjörpund selst á 18 til 20 cents, þá er auðsætt, að þessi grein búnaðarins er ekki síður arðsöm, en liver önnur, arð- samari en þeir flestir gera sér hugmynd um, sem bögglast við að búa til smjör í heimahúsum, er þeir svo mega selja á 10—12 cts. pundið og enda minna. Mr. Marker lót í ljósi að ekkert hér- að hefði hann séð þar vestra betur lagað til kvikfjárræktar og smjörgerðar, en Red Deer-dalinn — héraðið, sem Islend- ingar byggja — og hvað efalaust að smjörgerðin ætti þar rnikla framtíð fyr- ir höndum, ef vel væri áhaldið. I því sambandi, í samtali við fregnrita blaðs- ins “Herald” í Edmonton, hrósaði hann engum flokki nýbyggja eins mikið eins og einmitt íslendingum. Hann sagði það væri aðdáunarvert hve duglega og hve greindarlega fslendingarnir tækju þátt í þessu starfi. Hvergi kvaðst hann hafa hitt almenning eins námfúsan á þessi efni og hvergi hefðu verið lagðar fyrir sig greindarlegri spurningar. í fyrstu dvaldi hann hjá þeim að eins stund úr degi, en svo ákafir voru þeir í að fræðast af honum, að hann mátti til að köma þangað aftur og þótti þeim þó viðstaða hans ónóg samt. Á smjörgerðarhúsinu í Moose Jaw' fá bændur alla undanrenning aftur, en áirnar eru seldar til svínaeldis hverjum sem hafa vill fyrir 15 cents 100 pundin og fær hver bóndi sinn tiltölulega skerf af þeirri upphæð. Stjórnardeild akur- yrkjumálanna í Ottawa veitir því verk- stæði alla forstöðu i bráðina og annast nrn sölu á smjörinu. Er það geymt í frysti-húsi einn eða tvo mánuði eða lengur, til þess það er selt og enn þá hefir ekki eitt pund aí því verið selt minna en 20 cents. Á meðan það liggur óselt sér stjórnin um að eigendurnir (bændurnir) fái lánað út á það % verðs- ins og í sumar hafa þeir fengið 15 cents lánuð út á hvert pund af smjöri, sem þeir áttu í frystihúsinu. Sumt af þessu smjöri er selt í grendinni og i British Columbia, en meginhluti þess er sendur til Englands. Tiltölulega, eftir fólksfjölda, er Al- berta komin miklu lengra á veg í smjör- gerðinni en Manitoba,en Manitobamenn eru nú óðum að sækja sig í því efni, enda kapp mikið lagt að brýna það fyrir bsendum, hve mikið lífsspursmál sé að hafa sem margbreyttastaafurðaf búinu. Það var ekki laust við að sum andvígis- blöð Dominion-stjórnarinnar hentu gaman að áliuga hennar, hér fyrrum, fyrir "mixed farming” í Manitoba. Sambandsstjórnin hélt sínu striki fyrir það og hafði flokk af umferðarkennur- um í smjörgerð hér vestra í fyrra og aftur í sumar. Og þiið er nú svokomið að enginn gerir gys að þeim áhugaleng- ur, enda fylkisstjórnin komin af stað og kostar nú umferðarkennara i þeim efn- um í fylkinu, Mr. C. C. McDonald. Á afmennum fundi bænda í Brandon fyrir fáum dögum kom líka fram, að allur þessi áhugi, öll þessi vinna og tilkostn- aður stjórnarinnar, er ekki árangurs- laus. Á þeim fundi voru framlagðar skýrslur er sýndu, að þar sem í fyrra voru ein 6 smjörgerðarhús í Manitoba eru þau nú orðin 18 að tölunni. Ennþá hafa þau ekki náð þeirri fullkomnun. er táminn og reynslan hefir í för með sér, en þó er búizt við að í sumar skili þau frá sér 000 þúsund pundum af smjöri, — um 300 tons, eða 20 járnbrautarvagn- förmum og* frá 90 tíl 120 þús. dollars virði. Ostagerðin stendur heldur ekki í stað, eftir skýrslum að dæma, er fram voru lagðar á fundinum. I fyrra voru 15 ostagerðarhús í Manitoba, en eru nú 84 og framleiðsla þcirra áætluð samtals lj milj. pund, — 625 tons, eða rúmir 40 járnbr. vagnfarmar, og um 150, þús. doilarsv’irð. að minnsta kosti. , Hmferðar kennurunum öflum ber saman um það, að ómögulegt sé aö fá sanngjarnt verð fyrir smjörið, nema það sé búið til á smjörgerðarhúsi, að í heimahúsum verði, það aldrei gert eins jafnt að'gæðum, og jafnt að lit, og að á meðan sá jöfnuður ekki fæst sé-illmögu- legt að selja vöruna á út-mörkuðunum. Þetta þyrftu þeir íslendingar að hafa hugfast, sem emkum og aðallega hugsa sér að stunda kvikfjárrækt. Vilji þeir fylgja straumnum og hafa svo fullkom- ið gagn af skepnum sínum sem verður, verða þeir, svo fljótt, sem kostur er, að fá komið upp smjörgerðarhúsi í bygð sinni, en hætta algerlega við smjörgerð heima hjá sér. Þar sem- líka fylkis- stjórnin undir vissum kringumstæðum lánar 8500,00 til að koma upp smjör- gerðarhúsum, þá er það tiltækilegra nú en áður. Penifigaleysið hefir að undan- förnu óefað aftrað mörgum frá aðreyna þetta, en nú þarf það síður að vera við- báran, þegar stjórnin lánar meginhlut þess fjár, sem þarf fyrir áhöldin og vinnuvélaruar. Jarðfræðis rannsóknir. Hvað þesskyns rannsóknir snertir hefir ströndin öfl umhverfis Winnipeg- vatn setið á hakanum í seinni tíð—og helzt frá upphafi. Fy'rir 4—5 árum voru að vísu gerðar tvær litilfjörlegar til- raunir að kanna lítinn hluta landsins, en þær ferðir voru allsendis ónógar, enda allir jafn ófróðir eftir sem áður um það, hvað það land hefir að geyma. En nú á að fara að hugsa um þennan útkjálka. Jaíðfræðingur Dominion- stjórnarinnar J. B. Tyrell, er nú kom- inn af stað norður um vatn í þeim til- gangi að byrja'á þessu þýðingarmikla starfi. í sumar ætlar hann einkum að rannsaka austurströndina norðarlega og fá nákvæman uppdrátt af ám öllum og lækjum, sem falla í vatnið að austan og norðaustan. Og eftir því sem hann lét í ljósi er að ráða, að fyrirætlunin sé að halda þessu verki áfram þangað til strendur vatnsins eru kunnar orðnar. Það er líka þörf á því þegar athugað er hve margra augu eru farin að horfa í þá áttina eftir gufli og öðrum dýrum málmteg'undum. Mönnum virðist eðli- legt að gullnámur séu þar til, eins og þær eru hér og þar um .alt klettabeltið, er liggur að mestu óslitið fram í vatnið að austan. Ein gullnáma, að menn ætla, hefir þegar fundizt á Black-ey í vatninu (um 20 mílur norðaustur frá frá íslendingafljótsmynni), en livernig hún reynist vita engir nema eigendurn - ir, og hingað til hafa þeir fátt sagt um það efni, og ætla menn það stafi af þvi að þeir kæri sig ekki um marga gull- leitendur á stöðvarnar. Sýndu jarð- fræðis-rannsóknir líkur á að gull og annar málmur sé i stórum stíl fram með vatninu mundu leitarmenn fljótt safnast þángað, því aðflutningur að námum eru óviða jafn ókostbærir eins og þeir eru við Winnipegvatn. Hveiti-verðið. Um tíma hefir hveitið faflið í verði, þó enn sé það miklu hærra en i fyrra. Búast menn því alment við, að hug- myndin sé að láta það nú halda áfram að smá-lækka til þess það er komið ofan í sitt gamla far. Ef af því verður og ef skýrslurnar yfir hveitibirgðir allar, sem útkomu snemma í yfivstandandi mán- uði, eru nokkuð nærri lagi, þá er það óneitanlega hveiti kaupmönnum að kenna, en ekki þvi, að hveitibirgðir heimsins séu of miklar, eins og um hefir verið kent á undanförnum árum. Þó er það sannast að hveitibirgðirnar eru alt of miklar enn og halda náttúrlega þannig áfram á meðan hver bóndinn keppist við annan með að hafa sem mestan hveiti-akur. Að því er framast verður séð voru til alls 160 milj. busiiels af hveiti 1. Júli •þ. á., þar af í Norður-Ameríku aflri 60 milj. rúmlega, en í útlöndum 100 milj. Sama mánaðardag í fyrra voru til alls rúmlega 173 milj. bush. —13 milj. meira en í ár. Mismunurinn er ekki stór, en “kornið fyllir mælirinn.” Upp- skeruhorfur í Evrópu voru i heild sinni góðar í fyrra, sumstaðar fyrirtaksgóð- ar. Nú aftur á móti er útlitið ekki nærri eins gott. Þegar þessvegna að litið er á, að hveiti-magnið er minna en í fyrra og uppskeru-horfur í Evrópu yfir höfuð óvænlegar, þá sýnist engin gild ástæða til þéss, að hveitið verði jafn verðlágt í haust eins og það hefir verið að undanförnu. Komist það nið- ur í fyrri ára verðið, verður það að lík- um því að þakka, að hveiti-kaupmenn- irnir bindist í bræðralag til að halda því niðri, á meðan hinir skuldugu bændur eru neyddir til að láta hveitið af hendi, hvað litið sem í það er boðið. A þeirri neyð bóndans þrífast liveiti-kau])menn- irnir. Hafna-bætur í Afríku. Það var þýðingarmikið verk, sem Frakkar luku í Afríku 4. Júní. Þá var fuflgerður og vígður sk’paskurður frá Miðjarðarhafi upp að stöðuvatni fáar milur frá bænum Tunis í Alzir. í sam- anburði við Eystrasalts skurðinn mikla er Þjóðverjar vígðu fáum dðgum seinna er þessi Afríku-skurður smáræði eitt. En þó hefir hann eins mikla ])ýðingu fyrir Miðjarðarhafs verzlunalla. eins og Eystrasalts-skurðurinn fyrir Norður- Evrópu verzlun. Hafnstaður borgarinnar Tunis heit- ir BizerL, og er nyrstur hafnstaður í Afriku; er þar ill höfn og opin fyrir veðrum. Járnbraut liggur frá hafn- staðnum til Tunis, er liggúr um 60 míl- urenskar(97 kilometra) upp í landinu. Örskamt inn frá höfninni liggur stöðu- vatn all-mikið, um 7 mílur enskar á hvern veg og með 32 til 40 feta vatns- dýpi. Á grandanum, sem skilur vatn- ið frá Miðjarðarhafinu, eru ýmist ó- kleif fjöll eða forræðis flóar og fen. Skurð þennan ristu Frukkar þar sem grandinn er mjóstur og er hann tæp 1 míla á lengd(1500 metrar). Skurðurinn er nær 400 feta á breidd (120 metrar) og og vatnsdýpi í honum um 30 fet (9 metr- ar). Úti fyrir skurðmynninu ganga fram 2 bogmyndaðír grjótveggir, hvor um sig rúmlega 4 míla (1000 metrar) á lengd, er verja pollinn og skurðinn fyr- ir öldugangi og sjóróti. Geta nú skip öll siglt fulla ferð inn höfnina um skurðinn og upp á ládautt hyldjúpt stöðuvatnið, hvernig sem viðrar úti á Miðjarðarhafi. Jafnframt rýrir skurð- urinn að mun kostnað allan við að komavörum til Tunis, þar eð land- flutningur styttist natr fjórðaparti, en höfnin á vatninu er öruggt skýli fyrir verzlunarflotann allan á Miðjarðarhafi og meira til. Ef til vill láta Frakkar hér ekki staðar numið, Því að eins mjór grandi aðskilúr Bizerte-vatn og Eau Douce- vatn, er liggur milli núverandi hafnar og Tunis. Til að samtengja vötnin mundi þurfa 1£ mílu skurð í mesta lagi þar sem á lítil sker sig gegnum grand- ann. En svó er nú Frökkum einum kunnugt um vatnsdýpi í því “efra’ vatni. Orða-belgurinn. íslendingadagurinn er eitt af því, sem Heimskringla og Lögberg geta ekki komið sérsamanum. Heimskr. er conservative, eins og við er að búast, og vill hafa 2. Ágúst eins og að undanförnyi, en þar á móti farast síð„sta Lögbergi þannig orð : “Af ástæðum, sem vér áður höfum tekið fram erum vér,algerlegamótfalln- ir, að 2. Ágúst eða nokkur annar dagur á tfmabilinu, sem Þjóðhátíðin 18í'4 stóð yfir, sé tekinn upp, sem hinn árlegi þjóðmenningardagur Vestur-Islendinga. Það væri beinlínis hlægilegt eins og sakir standa. Það væri mcira að segja ókurteisi af Vestur-Islendingum að halda þann dag hátíðlegan á meðan hin harða barátta stendur yfir á Islandi út af stjórnarskránni frá 1874, því að það er hið sama og að lýsa yfir því að Isl. á Fróni hafi ekki vit á málum sinum.” Ég hallast nú miklu frekar að skoð- un Heimskr. á l>e*ítu mdli, og því ætla ég, að leyfa mér að senda henni nokkr- ar línur um það. Ég veit ekki betur en Vestur-íslcndingar — Winnipegbúar að minnsta kosti, komi sór vel saman um það, að halda árlegan þjóðminningardag og alt til þessa hefir lítið eða ekkert verið rnóti því haft, að velja til þess 2. Agúst, eins og gert hefir verið, þangað til nú, að Lögb. setur sig algerlega móti þeim degi. Ég get ekki verið hinu heiðraða blaði samdóma um það, að það sé “lilægilegt,” nefnilega heimskulegt, að velja þennan dag, og því siður, að það sé ókurteisi gagnvart íslendingum á Fróni, og að það sé saina sem, að lýsa yfir því, að það hafi ekki vit á málum sínum. Vitanl. vakir það fyrir blaðinu að ef við höfum okkar þjóðhátíð á þess- um umrædda tíma, þá líti svo út, að við séum eins ánægðir og lukkulegir með stjórharskrána frá 1874 eins og best verði ákosið. En þetta held ég só mis- skilningur. Ég só ekki að svona lagað hátíðarhald bendi á nðitt annað en það, að á þessum tíma — í Ágúst 1874 — liafi Islendingar í fyrsta skifti séð á- rangur margra ára frelsisbaráttu sinn- ar, í fyrsta skifti unnið sigur, og að þess só vert að minnast. Ég skal játa það, að Islendingar eru ekki ánægðir með sína stjórnarskrá, en þeir eru ekki þannig óánægðir með hana, að þeir vilji heldur það sem áður var, heldur vilja þeir bara fá meira en hún veitir. Engum lifandi manni dett- ur í hug að óska þess, að stjórnarfari íslands sé aftur hrundið í það horf, sem það var fyrir 1874, og enginn neitar þvi, að stjómarskráin sé mikil bót frá því, sem áður var, og að hún veiti margt og mikið af því, sem þjóðin lengi hafði strítt fyrir; en hitt er ofur eðlilegt, að þjóðin hætti ekki frelsisbaráttu sinni fyrr en hún hefir fengið allt það, er hún þykist eiga heimting á. Hvað stjórnar- skrána frá 1874 snertir, er því alls ekki að ræða um neitt það lagaboð, er neytt hafi verið upp á þjóðina, en sem hún hafi ekkert viljað hafa með að gera, og sem hún ætti þvi aldrei að minnast nema með óþökk einni. Stjórnarbótin er þvert á móti stórt stig í frelsis og framfara áttina, og það er mjög auð- gert verk, að sýna fram á, að með nú- verandi stjórnarfyrirkomulagi hefir þjóðin tekið fjarska miklum framförum og ég efast ekkert um, að stjórnar- skránnar vegna — þótt ófullkomin sé, getur ísland enn tekið óendanlegum framförum. En ógætla ekki að skrifa langt mál um stjórnarskrána frá 1874, en aðeins geta þess, að ég álít hann á- rangur margra ára frelsisbaráttu hinn- ar íslenzku þjóðar, enda þótt Islending- ar hafi ekki sjálfir samið og samþykkt hana, og meira að segja árangur, sem ekki er neitt sérlega hlægilegt að minn- ast. Lögberg lætur svo sem það vilji gjarnan að allir Islendingar geti komið sér saman um einn árlegan þjóðminn- ingardag, og er ég því mjög samþykkur. En nú hafa Islendingar á Fróni engan slíkan, en það er ekkert ólíklegt, að við gætum vakið þá til þess, en því að eins er það hugsanlegt, að við seilumst eftir grundvelli slíks dags austur yfir hafið, því það er alveg óhugsandi, aðbræðurn- ir liinurn megin fari að halda einn dag á ári hátíðlegan til minningar um það, að þeir einu sinni urðu lausir við oss, sem hér búum. Með öðrum orðum : með því að velja daginn með tilliti til landnáms íslendinga hór í álfu, er alveg skotið loku fyrir það, að nokkrir aðrir en ís- lendingar í Ameríku geti tekið þátt í þeim degi, slíkur dagur hlyti eingöngu að vera fyrir þá. En ég er Lögbergi al veg samdóma um það, að ef tillaga þessi fengi framgang, þá væri ekki meira en svo rétt, að kafla þann nýja dag íslend- ingadag, af því það er ekki nema lítill partur af Islendingum, sem gætu tekið þátt í honum ; það virtist miklu heppi- legra, að kalla hann Landndmsdag, eða kannske 1 Vínlandsdag,’ eða þá eitthvað annað. En það liggur í augum uppi, að slíkur dagur yrði ekki til að samtengja alla Islendinga, heldur mundum við með því enn meir fjarlægjast landa vora heima, og með því vanræktum við þá skyldu, að grípa jafnan tækifærið til að rétta þeim af fullu hjarta, vora hægri hönd. Ég vil því í fullri alvöru leggja það til, að Vestur-íslendingar bindi sinn þjóðmenningardag við eitthvað íslenzkt, en ekki Ameríkanskt. Og meðan ekki er bent á neinn annan heppilegri dag en 2.*Ágúst, sem ekki hefir enn verið gert, og sem ég hygg, að ekki sé mjög auð- velt að gera, sé ég ekkert á móti því, að lialda sig einmitt við þann dag, og á enga von á, að Islendingar heima á Fróni finni sig móðgaða af því, heldur einmitt þvert á móti. F. J. Hnausa-bryggj an er nú á góðum vegi til fullkomnunar. Nú er búið að smíða og sökkva tveimur kistum (piers), hvor um sig er 100 fet á lengd, og það sem komið er nær upp að mcðal vatnsborði; þar fyrir ofan verður ekkert brúkað nema Tamarack. Þriðja kistan er nú alveg smiðuð og er hún efais og hinar : 100 fet á lengd, og hefði verið búið að sökkva henni, ef að stórt bjarg sem er í vatnsbotninum hefði ekki taið fyrir; þarf að ná því burt áð- ur en hægt er að sökkva þessari sein- ustu kistu. Það eru 60 fet frá bakkan- um að fyrstu kistunni1 sem verður bygt upp með grjóti og möl. — Alt svo verður bryggjan 360 fet á lengd ; 7 feta dýpi verður við framendann þegar lægst er vatnið, eins og það hefir staðið í sumar, en 9 fet og þar yfír eins og vatnið stóð í fyrrasumar. — Allirgóðir, reyndir og veglyndír menn í þessari nýlendu eru nú mjög ánægðir yfir þessu miklaframfaraspori, sem Nýja ís- land hefir tekiö á þessu ári, þrátt fyrir mótróður ýmsra manna og erviðleika mikla. þá hefir góða málefnið sigrað, ög er nú ekki hægt viðgerða, nema að lofa mótstandendum að gráta fögrum silfurtárum yfir öllu saman, yfir vel- ferð nýlendunnar, sem er ef til vill nið- urdrep fyrir þá hina sömu. Mr. Arthur St. Laurent, verkfræð- ingur (stjórnarinnar, kom liingað á mánudaginn til að yfírskoða bryggju- smíðið. Honum þótti vænt um að ekki var búið að sökkva seinustu kist- unni, svo aðhann gæti skoðað alt verk- ið vandlega, enda ríður mest á að fremsti partnrinn af bryggjunni sé ramger, þar sem öll þyngslin leggjast á. Mr. St. Laurent líkaði ágætlega vel timbrið og smiðið að öllu leyti, og sagði að eftir reynslu þeirra austur frá á stórvötnunum væri þessi bryggja svo rambyggilega útbúin, að ísþyngsli yrðu að ýta henni upp á land áður en hún liðaðist sundur. Svikinn grundvöllur hrynur jafn-harðann. Ritstj. Lögbergs náði í lyga-sam- steypuna um Hnausabryggjuna eftir andlegann félagsbróður sinn, lygamörð- inn Ch. Brewster. En nú vill svo heppilega til, að þessi Ch. Brewster er svo þekktur að því af öllum þeim, sem unnið hafa við bryggjuna, að hafa kom ið fram með lýgi og illmennsku þar se m hann þorði því að beita, og spilla fyrir Islendingum með öllu móti ; kvaðst meðal annars geta fengið menn úr plássi, er hann væri kunnugur. S3m gætu gert verk þetta betur og ódýrar, en þessir íslenzku negrar, sem ómögu- legt væri að segja til um neitt verk! Af þessu leiddi að nokkrir íslendingar voru reknir úr vinnunni, þangað tÉ Mr. McVeigh var bent íá, að það væri ekki Islendingum að kenna þótt timbr- ið væri gert ónýtt; það væri Brewster sjálfum að kenna, þar sem sjá mætti blíants-förin eftir að sporið var tekið. SíðanvarMr. McVeigh látinn skoða3 buðlunga, sem búið var að skemma og s já mátti hvar Brewster hafði markað fyrir. McVeigh fann að þessu við Bre- ster og sagði, að hann væri búinn að kenna öðrum nógu oft um það, sem hann sjálfur hefði skemmt, svo honum væri nú bezt að taka “tímann” sinn og fara. Eins og aflir geta séð af]þyi sem að ofan er ritað, varð Brewster sér til stórr ar minkunar við þessa bryggju-bygg- ingu. Þegar hann fór héðan skuldaði hann B. Skaptason fyrrir fæði sitt, og sem hann ekki borgaði. Síðan fekk hann far með Kr. Finnson til Selkirk, ogeinnig fæði allan þann tíma, sem hann mátti bíða eftir leiði, og þegar til Selkirk kom, strauk hann af bátnum og borgaði Kr. Finnson ekki eitt cent. Það er engin þörf að lýsa því frekar hversu óvandaður hann er, þessi Brew- ster;Tég ætla méi því ekki [aðjganga út á það sóða-svell, að svara lygum hans, því það er alt eins frá upphafijtil enda hvað bryggjuna snertir. Alt timbrið er hið bezta, sem í bryggjuna hefir ver- ið látið, eins og líka Kr. Finnson, sem hefir selt timbrið, getur sagt og borið um; og mest af timbrinu heftr komið fráhonum. Ég er viss um að ritstjóri Lögbergs getur ekki fengiðJKr, Finnson til að segja ósatt um það.. Brewster gefst nú tækifæri til að standa afhjúp- aður á sama hátt og ritstjóri Lög- bergs, Sigtryggur Jónasson. Smíðið á br.yggjunni er hið allra vandaðasta, að undanteknum nokkrum samskeytum, sem þessi Chas, Brewster gerði, er svo var rekinn var frá vinn- unni. Hinir, sem við srníðið hafaverið eru þessir . Jón Rögnvaldsson frá Mæri, Jón Sigurðsson frá Ekru. Sig- valdi Sigurðsson frá'Gimll, Eggert Ara- son frá Gimli, Þorvarður Stefánssom, Icelandic River, Hallgrímur Friðriks- son, Geysir. Þessir eru allir ráðvandir og vel þekktir menn, svo það er hsegð- arleikur fyrir hvern þann, sem vill vita sannleikann í þessu máli, að snúa sér til þeirra. Ekki fær ritstj. Lögbergs þessa menn til að ljúga. Slúður. Sigtryggur tekur upp eftirfylgjandi slúður og leggur út af því. “Engir nema vildismenn og skulda- nautar Sigurðsons geta fengið vinnu.” Það eru alls átta menn við bryggju- bygginguna skuldugir Sigurðsson Bros. og það mjög lítið hver af, 35—40 mönn- um sem unnið hafa við hana. Gaman væri fyrir ritstjóra Lög- bergs að reyna nú að fá þá menn sem ekki skulda Sigurðsson Bros. til að ljúga því upp að þeir allir skulduðu þeim; ef ekki, þá er hinn vegurinn að éta þetta eins og annað. Mundi nú nokkur nema ritstjóri Lögbergs trúa því, að það mundi ekki eiga að brúka það “tamarack” sem búið er að kaupa, og borga fyrir, lieldur sækja um leyfi til þess frá einhverjum í stjórninni, að nota furu.” Það má nú fyrri vera tilfinningarleysi fyrir öllu ó- heiðarlegu en að heill ritstjóri er. sokkinn svo langt, að hann tekur í blað sitt því líka lokleysu, sem greinin eftir Chas. Brewster er; og svo þegar Brewster er hættur að “buna,” þá tekur Lögbergs- ritstjórinn til að “moka” — þessu þokka-efni sem hann á svo mikið af — yfir land og lýð. Sigtrygjjur Jónasson segir meðal annars, þar sem hann er að tala um S. S. “Ekki er furða þó að sumir ensku- mælandi menn, sem þekkja hann kalli hann “Hnausa Júðann.” Þótt Sigtr. vilji nú afturkalla réttindi sín, sem höf- undur að sumum þeim nöfnum sem hann hefir tileinkað mér, eða koma þeim óþverra á enskumælandi menn, þá er það ekki tilneins því allir þekkja eiginleika Sigtr. og á hversu háu stigi í siðferði sá maður er, en að hann sé nú farinn að fyrirverða sig fyrir heimsku og fljótfærni í rithætti, það er bót í máli og nýtt í sögu hans ! Enskumælandi menn hér í fylkinu þekkja mig að ráðvendni í öllum við skiflum, ekki síður en allir heiðarlegir Islendingar sem ég hef haft viðskifti við, það er meira en sálarkripplingur- inn getur sagt, sem þektur er að svik- um og fjárdrætti, bæði á meðal ensku- mælandi manna og landa sinna, og enn fremur er kriplingurinn alþektur aðþví, — frá því fyrsta að hann kom til þessa lands að hafa reynt til með öllu móti, að verzla með íslendinga og atkvæði þeirra; talið hérlendupa mönnum trú um, að hann gæti haft alla Islendinga eftir sínum vilja, þar hann hefði æfin- lega hjálpað þeim til að lifa, og komið þeim hingað til landsins ! Síðan hefir hann fengið ógrynni af peningum fyrir, sem eðlilegt er, þar hann hefir altaf selt sig hæzt bjóðanda samanber tilraun hans við A. W. Ross er^bréfið góða sýndi greinilega. “Liberal”-flokkurinn var óhyggnari og bauð betur i skinnið og á þeim spena hefir liann síðan hang- ið. Ég hefi fengið bréf úr ýmsum átt- um, sum af þeim langt aðkomin; flestir spyrja að hvernig á því standi að ég skuli eiga orðakast við eins óvandaðan, kærulausan mann sem Sigtr. Jónasson hefir reynst og svara ég því þannig : Ég hefi ásett mér að gefa Sigtr. föð- urlega hyrtingu, þótt það kunni að dragast þar til um næstu kosningar; í millitíðinni þarf ég að búa heldur vel í pottinn. Hnausa, 17. Júlí 1895. Stepiian Sigurðsson. Ayer’s Pills Mig langar til að bæta mínum vitn- isburði við vitnisburð annara, sem hafa brúkað A.yers Pills og get ég sagt ]að ég hefi brúkað þær í mörg ár, ogætíð gef- ist vel VIÐ MAGrA og lifrarveiki og við höfuðverk, sem or- sakast af bilun þeirra líffæra, eru Ayers Pifls óviðjafnanlegar. Þegar kunningj- ar mínir spyrja mig að því, hvert sé hið bezta meðal við ólagi á LIFRINNI og MAGrANUM, þá ráðlegg ég ætíð Ayers Pills. Ef þœr eru brúkaðar í tíma lækna þær kvef, verja influenzu eða hita hitasótt og lag- færa meltingarfæriu. Þær eru aðgengi- legar og eru hið bezta familíulyf yfir höfuð, sem ég hefi þekt. Mrs. Mary Johnson, 368 Rider Ave, New York. AYERS PIIIS fengu hæstu verðlaun d heimssýningunni. AYERS SARSAPARILLA fyrir blóðið.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.