Heimskringla - 09.08.1895, Blaðsíða 2
•>
HEIMSKRINGLA 9. ÁGÚST 1895.
heima á Fróni tala ver um Canada,
hafa minn^ álit á Canada, en flestar ef
ekki allar aðrar þjóðir í norðurálfunni ?
Er það ekki óskiljanlegt ? Bretar,
Frakkar, Þjóðverjar, Svíar og Norð-
menn ljúka lofsorði á þetta land og
flestir þeirra, sem hingað hafa fluttst,
þykjast liafa breytt um til batnaðar.
Island, þcssi ísbrjótur Norðurálfunnar,
þetta olnbogabarn forsjónarinnar, sem
svo grátlega sýnist hafa verið afskift,
þegar þessa heims gæðum var úthlutað
á meðal landanna, lang óbyggilegasta
landið, sem á syni og dætur í Canada —
er það ekki óskiljanlegt fyrir oss að það
land skuli líta niður fyrir sig á Canada ?
Að Islendingar á Fróni skuli halda því
fram að Canada só verra land, óbyggi-
legra land en Island? Fólk á Islandi
gerir sér ákaflega skrítnar hugmyndir
um þetta land og oss, sem hér búum.
Ég gæti sagt yður margar sögur um
það, ef tíminn leyfði, og get fullvissað
yður um það, að þér mynduð brosa að
sumum l>eirra. Hvernig stendur á því
að íslenzka þjóðin getur ekki sannfærst
um kosti þessa lands eins og aðrar þjóð-
ir hafa látið sannfærast? Stendur ís-
lenzka þjóðin betur að vígi en allar aðr-
ar þjóðir heimsins til þess að dæma rétt
um þetta land? Frá hverjum hefir hún
fengið sínar upplýsingar? Ekki frá
þeim herrum íiigfúsi Eymundssyni og
séra Matth. Jochumssyni, einu Islend-
ingunum, sem hafa ferðast hér um til
þess að skoða landið og kynna sér á-
stand manna, því þeir lýstu því yfir
báðir, eftir að þeir komu heim aftur, að
landið væri fagurt og að hér væri mjög
lífvænlegt. Hvaðan er þá þetta álit á
Canada og yður, sem liér búið, komið
inn hjá frændum yðar og vinum heima
á íslandi ? Á einni af ferðum nxínum
meðfram Islandsströndum síðastliðið
sumar, Varð ég samferða enskurn og ís-
lenzkum farþegjum. Einusinni þegar
vér sátum undir borðum, varð mikill
hlátur á meðal Englendinganna yfir því
sem þeir voru að tala um. Islendingur,
sem sat næstur mór, bað mig að segja
sór að hverju mennirnir væruaðhlægja,
en áður en ég fékk ráðrúm til þess að
verða við bón mannsins, gall viðíslenzk-
ur konunglegur embættismaður, sem
var nærstaddur : “Ég legg aldrei eyr-
un við neinu, sem Englendingar segja.
Allt úr þeirri átt er einkisvert.” Þér
sem hafið kynnst enskum bókmentuin,
sem hafið lesið eitthvað eftir ensku rit-
höfundana og .gkáldin. sem eruð ekki
vaxnir upp yfir það aö leggja eyrun mö
pví eem Englendingar eegja, þér getið því
nærri að óg muni hafa orðið hissa. Ég
hefi aldrei fyrr né síðar heyrt neinn ann-
an mann telja sér það til gildis, að hann
lokaði eyrunum fyrir öllu, sem Eng-
lendingar segja, né lýsa því yfir, að allt
enskt væri einkisvert. Ég komst að því
litlu síðar, að þessi konunglegi embætt-
ismaður skildi ekki eitt einasta orð í
ensku. En það stendur alveg á sama.
íslenzk alþýða tekur svona lagaða
sleggjudóma fyrir góða og gilda vöru,
þegar þeir koma frá vissum flokk
manna. Á þennan hátt hefir alþýða
manna á íslandi lært að þekkjaCanada.
Það er viss flokkur manna á Islandi
sem getur látið alþýðuna trúa hverju
helzt sem vera skal. Það er sá sami
flokkur, sem ómögulega þorir að láta
almúgann fá rétta þekkingu á Canada,
því hann óttast, að þá myndi fólkið
streyma vestur örara en nokkru sinni
áður.
Nú í surrjar á að skora á islenzka
þingið um hjálp til þess að ná ungu og
efnilegu fólki héðan úr eymdinni og
hungrinu og gera það að vinnufólki á
íslandi. Til hvers haldið þér að það sé
gert ? Þeim sem gangast fyrir þessari
hlægilegu hreyflngu kemur ekkí tilhug-
ar, að fólk flytji héðan frá Cftnada til
íslands í því skyni að bæta kjör sín,
heldur gera þeir þetta til að slá ryki í
augu fólks á íslandi, innprenta fólkinu
að hér sé ekki lifandi, og að ekkert liggi
fyrir yður annað en hungursdauði ef ís-
land hlaupi ekki undir bagga !! Það
stendur á sama þó þetta sé ósatt. Það
kemur að tilætluðum notum. Alþýðan
á íslandi trúir þessu öllu og situr kyr
heima. En þetta hefir líka ábrif í aðra
átt. Þetta drepur niður, eða að minnsta
kosti dregur úr þeirri hreifingu, sem hér
er nýlega byrjuð um skemtiferðir til Is-
lands. Það hefir mátt skilja það mjög
ótviræðilega á blöðunum á íslandi að
allir, sem ferðast hafa heim síðastliðin
ár (að undanskildum agentunum og hr.
Sigurði J. Jóhannessyni) hafi flutt al-
farnir heim og þakkað sínum sæla fyrir
að sleppa héðan. Vér viljum ekki vinna
það fyrir skemtiferð til íslands að láta
segja að vér getum ekki lifað í Canada
og láta svo brúka það fyrir vopn á móti
þessu lftndi til þess að aftra frændum
vorum og vinum frá að flytja vestur.
Canada-íslendingar! Þér, sem
hingað hafið flutt frá íslandi, og sem
þakklátir minnist þeirrar stundar, þeg-
ar þér stiguð fyrst fæti á þetta land,
þakklátir fyrir þarin mikla hag, sem
þér hafið haft af skiftunum, þakklátir
vegna yðar sjálfra, þakklátir sérstak-
lega vegna barnanna yðar, þakklátir
fyrir það að þér hafið getað rétt vinum
yðar og vandamönnum heima á íslandi
hjálparhönd og náð þeim vestur til yðar
— hefir yður altaf missýnst ? Er það
mögulegt að þér hafið skift um til verra
Þó yður finnist hið gagnstæða? Eða
hafa allar vonirnar brugðist, sem þér
gerðuð yður um^þetta land, þegar þer
yfirgáfuð ísland og hefir yður altaf
fundist þetta land verra en ísland? Er
það þá satt, sem Chicago-íslendingur-
inn hefir skrifað um yður að þér lifið
hér við eymd og allsleysi og haldið þessu
landi fram aðeins til þess að draga vini
yðar og vandamenn niður í sömu eymd-
ina ? Er það satt að þér væruð lögð af
stað heim til íslands alfarin ef þér hefð-
uð komist vegna fátæktar? Hvaðan
tókuð þér þá alla þá peninga, sem þér
hafið sent vinum yðar á Islandi ?
Nú er ekki lengur ástæða til að tala
þvert um huga sinn. Nú á Island að
fara að hlaup*. undir bagga. Nú á að
gefa ungu efnilegu fólki kost á að kom-
ast heim aftur til þess að verða vinnu-
menn og vinnukonur á Islandi. Hvað
haldið þér að íslenzku Manitobíibænd-
urnir segi um það, að yfirgefa bújarð-
irnar sínar og flytja til íslands ? Haldið
þér að þeir verði upp með sér af skift-
unum? Þér, herrar mínir, sem þekkið
vinnumannastöðuna í sveitunum og
tómtliúsmanna lifið íkofunumumhverf-
is kauptún á íslandi, langar yður til
þess að skifta um ? Þér ungu konur,
sem þekkið æfi kvennfólksins á Islandi,
langar yður heim ? Þér getið hvort sem
þér viljið heldur orðið vinnukonur uppi,
í sveit, eða verið í kaupavinnu hjá
bændum á sumrum og unnið haust og
vor í kaupstöðum við uppskipun, mó-
tekju, túrxaáburð, fiskiverkun o. s. frv.
Þór ungmenni, sem eruð á skólaaldri,
hvað munduð þér segja ef það ætti að
flytja-yður burt úr þessu yðar föður-
landi og dreifa yður út um sveitir á Is-
landi? Svifta yður öllum möguleikum
til þess, að halda áfram námi yðar, og
gera yður að vinnumönnum og vinnu-
konum á Islandi.? t
Ég get fullvissað yður um, að álit
yðar á Canada er engin missýning. Yð-
ur er óhætt að halda áfram að trúa því,
að þér hafið grætt, og það mikið, við
vesturferðina, bæði andlega og líkam-
lega. Þó ég væri hór allsendis ókunn-
ugur og hefði aldrei séð yður fyrr en í
dag og vissi ekkert um yðar lifskjör, þá
samt gæti ég borið um það, að þér hafið
grætt. Landið, sem ég sé innan þessa
litla sjóndeildarhrings umhverfis pall-
inn, semégstendá, sannar það. TJtlit
yðar og allar yðar lireyfingar sanna það
ómót.mælanlega.
Hafið þér tekið eftir því, hvað Is-
lendingar erumiklu fallegri hérenheima
á íslandi? Hvernig stendur á því, hvað
mikið þér hafið fríkkað síðan þér kom-
vð til Canada? Það er eðlileg afleiðing
af bættum lífskjörum.—Á Isl. skiftast
menn í tvo flokka, heldrimenn og almúga
menn. Heldrimannaflokkinn mynda að-
allega embættismannastéttin og verzl-
unarmannastóttin. Hið fyrzta verk, er
ég var notaður til að vinna þegar ég
var barn,t var að fara til dyra þegar
barið var, og ég man ekki eftir að mór
skjátlaðist nokkurn tíma að segja rétt
frá, þegar ég kom inn, hvort það var
heldrimaður eða almúgamaður, sem
kominn var. Heldrimennirnir voru svo
auðþeKktir; þeir voru svo alt öðruvísi
en almúgamennii’nir. Þeir voru vana-
lega miklu hærri, eða að minnsta kosti,
þeir stóðu svo langtum uppréttari. Þeir
voru vanalega miklu feitari og miklu
fallegri, miklu upplitsdjarfari og einurð
arbetri, miklu fljótari að heilsa og segja
.hvern þeir yildu finna. Á mínum ung-
dómsárum skildi ég ekki hvernig stóð á
þessu ólíka útliti heldrimanna og al-
múgamanna. Ég hélt að alt, sem al-
múgamaðurinn þyrfti að gera til þess
að líta út eins og heldrimaður, væri, að
fá sér falleg föt, vera á frakka og stíg-
vélum. Það eru til ungir almúgamenn
á Islandi, sem halda að þeir komist í
heldrimannaröðina með því að vera í
fallegum fötum; en það má alt af sjá
það, þrátt fyrir frakkann og stigvólin,
að þeir eru almúgamenn. Breytingin á
útliti yðar siðan þór komuð til Canada
hefir gert mér skiljanlegt hvernig stend-
ur á þessum mikla útlitsmun heldri-
mannanna og alþýðu.nannanna á Isl.
Það eru eðlilegar afleiðingar af ólíkum
lifskjörum þessara tveggja flokka.Hvað
mikill mannfjöldi, sem er saman kom-
inn á Islandi, þá geta ókunnugir jafnt
og kunnugir strax bent á hverjir eru
heldrimenn og hverjir eru almúgamenn
í hópnum. Hér í Canadá er ekkert
slíkt mögulegt. Hór er daglaunamaður-
urinn, liandiðnamaðurinn og bóndinn
óþekkjanlegir frá embættismanninum
og verzlunarmanninum hvað útlit
snertir.
Ég vildi að þeir heima á Islandi, er
mest veður gera út í>I óbyggilegleik Ca-
nada og eymd fólksins, væru komnir
hérna á pallinn við hliðina á mér, svo
þeir gætu séð framan í andlit yðar, ef
ske mætti að þeir lærðu að fyrirverða
sig fyrir öll ósannindin, sem þeir hafa
sagt og skrifað um yður og þetta land.
Eg vildi að þeir heima á íslandi, sem
trúa sögunum um eymdina og hungrið
og heimfýsi yðar, gætu horfið hingað
allra snöggvast, til þess að sjá með sín-
um eigin augum hvernig þér lítið út og
hvernig Canada hefir farið með yður.
Þeir mundu þá sjá að það er satt, sem
ég sagði, að alt veðrið sem gert er um
eymdina hér og nauðsynina á að ísland
hjálpi, er gert til þess að villa þeim
sjónir.
Þegar séra Matth. Jochumsson kom
hingað vestur. tók hann strax eftir því
hvað fólkið hafði frikkað og hann undr-
aðist yfir þess “jafna menningarlega út
liti”, en hann áttaði sig strax á því að
það væri eðlileg afleiðing af bættum
lífskjörum, af “sjálfskrafti mannsins í
frjálsu og feitu landi”. Já, Canada-ís-
lendingar, þér berið það utan á yður,
það stendur stimplað á andlitum yðar,
að þór hafið flutzt til frjálsara og'j feit-
ara lands en þess sem þér voruð fæddir
í. Canada-Islendingar, þór hafið á-
stæðu til þess að þakka þeim, sem ræð-
ur gangi hlutanna, fyrir þetta feita og
frjálsa vonarinnar og framtíðarinnar
land. Þér hafið ástæðu til þess að vera
glaðir og þakklátir yfir því. að geta arf-
leitt börnin yðar að sliku föðurlandi.
En um leið og þér með þakklæti
minnist alls þessa, þá megið þór ómögu-
lega láta yður gleymast, að þór hafið
helgar ’og háleitar skyldur að rækja
gagnvart þessu landi og þessari þjóð,
sem þór nú eruð partur af. Um leið og
þér verðið brezkir þegnar, veitast yður
þau réttindi, sem brezkum borgurutn,
að taka þátt i öllum opinberum velferð-
armálum Canada. Gætið þess vand-
lega að láta öll yðar afskifti af slikum
málum vera þannig, að af þeim leiði
gott, en ekki illt, fyrir landið og þjóð-
ina, svo aldrei verði hægt að segja ann-
að um Canada-íslendinga, en að koma
þeirra og landnám hafi verið mikill
gróði, ekki að eins fyrir þá sjálfa og
niðja þeirra, heldur einnig fyrir þetta
þeirra nýja fósturland, Canada.
Blessist og blómgist Canada og Ca-
nada-íslendingar!
Ræða
BAKÐA G. SlitJLASONAR, B. A.
Því miður er sú ræða ekki fáanleg
og breytir þannig þeim vana, að prent-
aðar sóu að fullu allar aðalræðurnar á
íslendingadaginn. Ræðumaðurinn hafði
skrifað sér til minnis að eins nokkra
“punkta,” en sem hann þó aldrei þurfti
að líta á, en hafði ekki 'tíð til að sitja og
skrifa ræðuna á laugardaginn. Ræðuna
flutti hann á ensku, og þótti víst fiest-
um áheyrendum hún tilkomumikil og
að líkindum hefir öllum, undantekning-
arlaust, þótt hún snildarlega flutt, enda
annar dómur ómögulegur. Þó hvast
væri, talaði hann svo hátt og skýrt, að
allir, sem á annað borð voru svo nærri,
að þeir heyrðu orðaskil, heyrðu hvert
einasta orð. Og svo minnisgóður og
mælskur var hann. að ekki varð honum
á að líta á minnisblöð sín, er hann hélt
samanbrotnum í hendinni. Svo vel
vildi til, að fregnriti frá blaðinu “Free
Press,” sem var nærstaddur, tók niður
kafla úr ræðunni með hraðritun, og
birti í Free Press á laugardagsmorgun-
inn. Það er fyrir þessa tilviljun, að
nokkur örmull er til af ræðunni, og
þann litla útdrátt setjum vér hér í laus-
legri þýðingu :
“Sem fulltrúi Bandaríkjamanna, ef
hann mætti viðhafa svo yfirgripsmikil
orð, kvaðst hann færa samkomunni hlý-
lega, bróðurlega og systurlega kveðju
frá öllum mönnum, konum sem körlum,
ungum sem gömlum, af íslenzkum ætt-
stofni innan Bandaríkja. Yið tækifærf
eins og þetta ættu menn að renna aug-
um yfir liðna tímann og athuga og
spyrja sjálfa sig, hvert þeir væru á
framfaraskeiði, livert þeir stæðu í stað
eða hvert þeir þokuðust aftur á bak.
Um Bandarikin ætlaði hann ekki að
tala, heldur um einn þann hluta þeirra,
er samanstendur af mönnum og konum
fæddum á íslandi eða af íslenzkum for-
eldrum. Hann ætlaði þess vegna að
hasla sér völl innan landamæra Norður
Dakota ríkis. Sá maður, sem hefði þekt
þá og skihð lyndiseinkunnir þeirra, eins
og þær voru þegar þeir komu þangað
fyrst, og sem þekti þá og þeirra lyndis-
einkunnir eins og þær eru nú, — sá hinn
sami hefði allskýra mynd af Bandaríkja-
Islendingum.
Bæri maður þá saman við annara
þjóða menn, sem flutt hafa til landsins,
þá sæi maður, að sumir þeirra hafa ver-
ið “pílagrímar,” sem fluttu vestur um
haf í því skyni, að mega óáreittir dýrka
guð eins og samvizkan bauð þeim. Til
Virginiu fluttu menn, sem enginn hagur
væri að hæna að ströndum landsins, —
menn, sem kölluðu síg “gentlemen,” en
sú nafnbót var bygð á þeim grundvelli,
að þeir voru of latir til að vinna. Þessir
menn hefðu komið til landsins með því
augnamiði einu, að gína yfir gulli og
gróða. Honum var nær að halda, að Is-
lendíngar hafi ekki flutt til landsins
vegna þess, að þeirra trúfræðislegu
skoðanir hafi verið andvígar kénningum
hinnar grundvölluðu kyrkju í föður-
landinu, ekki heldur í þeim tilgangi og
með þeirri von, að hér gætu þeir gripið
upp guU og auðæfi fyrirhafnarlaust,
heldur hafi þeir flutt hingað af því þeir
vonuðu að þeim liði hér betur en heima;
af því vetrarríkið heima á ættjörðunni
liafi verið of mikið, skattarnir of háir
og sjórinn vogestur, grimmur og fláráð-
ur; og af því þröng var sífeld á bæði
fæði og klæðum. Nú væri öldin önn-
ur. Tækifærin til að bjarga sér væru
fleiri, lögin betri og stjórnarfar alt
frjálslegra, enda hefðu þeir engar þreng
ingar liðið síðan þeir komu til Banda-
ríkjanna, en ætið haft nóg til að full-
nægjast kröfum líkamans. Ekki mætti
gleyma því, að upprunalega hefðu þeir
ekki komið beint af ættlandinu til
Bandaríkja. Þeirhefðu komið frá Nýa
íslandi, þar sem þeir í fjögur ár hefðu
kynzt góðgerðaseminni á ströndum
Winnipeg-vatns, flóum og fenum og ó-
kleifum skógi, og að auki þeirri unaðs-
ríku tilfinning, sem mýflugna- og bola-
flugna-bit getur veitt. Þaðan komu
þeir tU Dakota með tómar hendur og
tóma vasa. En hvernig leið þeim nú ?
Þeim leið vel. Það virðist eins og
Bandaríkin hefðu eitthvað það við sig,
eitthvað sem lægi þar í loftinu, sem
ætti vel við íslendinga og væri þeim
eiginlegt. Eftir fárra ára dvölí ríkinu
væru þeir nú sjálfstæðir menn, bæði í
andlegum skilningi og efnalegum skiln-
ingi. Ymsir hefðu undrast yfir því, að
þeir hefðu farið fram hjá sléttlendinu
frjósama, en tekið sér bólfestu á sand-
hæðunum og upp við rætur Pembina-
fjallanna. Til þessa væru ef til vill
tvær ástæður, fyrst sú, að þeir hefðn
ekki þá haft nægilegt vit á jarðvegin-
um, þó það væri nokkuð sem sór væri
ekkert um að viðurkenna, og önnur sú,
að Hekla gamla og önnur háfjöll á Is-
landi hefðu framleitt hjá þeim fagur-
fræðislegar hugmyndir, er þannig hefðu
komið fram í vali nýlendunnar. Saga
þeirra öll væri menningar og framfara
saga, andlega ekki síður en verklega.
Þegar fyrst þeir hefðu komið hefðu. þeir
verið Islendingar í fyllsta skilningi, út-
lendingar, sem ekki kunnu að hagnýta
sér einkaróttindin sem fylgja frjálsu
stjórnarfyrirkomulagi. En furðu fljótt
hefðu þeir lært að sníða stakk eftir
vexti, að haga sér samkvæmt kröfum
breyttra kringumstæða. Fyrsti vottur-
inn um vaknandi anda hefði verið sá, að
finna að við nágrannana og senda rit-
gerðir í blöðin. Síðan þeir komust fram
fyrir þetta fyrsta andlega breytiþrópn-
arstig hefðu þeir jagast minna. Þeir
væru fjær þvi að vera útlendingar, en
hefðu meira af jafnróttis tilfinningunni
innlendu. Þeir gætu nú séð aðra menn
halda fram sínum sérstöku skoðunum i
einu og öðru, og gætu liðið að þeir
hugsuðu og tryðu eins og þeim sýndist,
en helguðu svo sjálfum sér þann rétt,
að trúa því sem þeim sýndist og halda
fram sínum skoðunum þegar þeim svo
sýndist. Þeirra andlegi sjóndeildar-
hringur væri miklu víðari nú, en þegar
fyrst þeir komu til landsins; kvenn-
fólkið væri fallegra og karlmennirnir
hraustari. Ungu og uppvaxandi menn
irnir væru hærri og berðabreiðari, vöðv
ar þeirra meiri og stæltari og liugsan-
færin þroskaðri. Ungu stúlkurnar væru
hærri vexti, að vísumáske fölari í kinn-
um, en augun dýpri og skarplegri, enn-
ið væri hærra, hárið lengra og þykkra,
mittið mjórra og göngulagið liprara.
Að öllu samlögðu væri hin uppvaxandi
kynslóð fallegra fólk, en það sem flytur
af Islandi vestur yfir hafið, væri óðum
að ummyndast í sanna ameríkanska
menn og konur. Og með sér flytti hin
uppvaxandi kynslóð inn í hið amerík-
anska þjóðlíf allar dygðir feðranna og
mæðranna.
Hvað snerti tilfinningar manna fyr-
ir íslandi og högum þess, þá væri hún
tvennskonar og allólík, og þó ein og hin
sama að sumu leyti. Eldra fólkið, fætt
og alið á íslandi til fullorðins ára, hlyt1
að hafa aðrar tilfinningar fyrir
sinní gömlu fósturjörð, en þeir, sem
annað tveggja fóru þaðan í reifum, eða
svo ungir, að þeir myndu ekki eftir
neinu, og þeir sem fæddir væru og upp-
aldir hér megin hafsins. I brjósti gamla
fólksins lifði endurminningin, draum-
hýr, skáldleg, rómantisk ást til fjall-
anna, dalanna. fossanna og grænna
grunda á gamla landinu, en rótgróin og
endingargóð, og í brjósti hinnar yngri
kynslóðar, sem af eigin reynd þekti þó
ekkert til Islands, hreyfði sér enda ein-
hver samskonar tilfinning.
Að lyktum skoraði ræðumaðurinn á
Vestur-íslendinga, að geyma í brjósti
sín ást til föðurlandsins og virðing
fyrir því, og að flytja með sér inn i hið
amerikanska þjóðlíf allar hinar bestu og
göfugustu einkunnir Islendinga, til við-
bótar hinum góðu einkunnum hérlendu
þjóðarinnar.”
Eins og auðsætt er af þessum út-
drætti, er hann ekkert nema bláber
beinagrind ræðunnar, og er það tæpast
rétt gagnvart hinum lieiðraða höfundi,
að birta svo stuttan og samhengislítinn
útdrátt. En forstöðunefndinni þykir
viðkunnanlegra að sýna aðalefni ræð-
unnar, úr því hún átti ekki kost á henni
allri.
“Landnáma.”
Ræða lira Gunnara Gíalasonar er
sem fylgir:
Háttvirtu herrar og frúr !
Það hefir ætíð verið mér sönn á-
nægja að vera viðstaddur þegar mínir
kæru landar hafa haldið þennan gleði-
dag og ég hefi álitið daginn sannkallað-
ann hátíðisdag og samboðinn frjálsri
þjóð í frjósömu landi. Og þér vitið
það kæru landar, af hvaða rótum þessi
fagra venja yðar er runnin. Þér vitið
að það er minningardagur frama og
frjálsrar stjórnar; þér minnist þess
með fögnuði að þér fyrrum voruð frjáls
þjóð, þjóð sem ekki þurfti að lúta fýrir
öðru lögmáli en því, sem þér höfðuð
sjálfir tilbúið. og þessi frjálsa stjórn
varaði nærri fjögur hundruð ár. Þá
voruð þér ýmist með vélum eða ofríki
kúgaðir undir konungsvald og allar þær
áþjár sem því fylgdi. Þá var gullöld
frelsis og manndáðar hneft undir járn-
aldar merki konungs og kúgunar og til
að eyðileggja sem mest alt hið fyrra á-
gæti hinnar íslenzku þjóðar, þá dundi
hver landplágan eftir aðra yfir landið,
fyrst hinn svokallaði Svartadauði
(1350) sem byrjaði á Kínlandi og endaði
á Grænlandi; þar næst stóra plágan
(1494) og síðast stóra bóla (1706). Hún
að vísu drap færri en s.ystur hennar,
enda var þá ekki nema 50,000 manns
alls á Islandi þegar bólan kom en hún
drap 18,000. Um jarðelda tala ég ekki
og þarafleiðandi hallæri og manndauða
og þó gátu ekki öll þessi ósköp eyðilagt
hina fámennu, en þrekmiklu þjóð. Nei,
hún var eins og skáldið segir : “ætíð
lifir andinn satni, þó afl og þroskanauð-
ir lami.” Þjóðin átti eftir að fá nýja
krafta, að fá nýjaréttarbót heima (1874)
þó henni sé í mörgu ábótavant, — liún
átti eftir að skiftast að líkams samvist-
um og talsverður partur af henni að
flytjast “vestur um hyldýpis haf liingað
i sælunnar reit” að mörgu leyti, oghún
á eftir allan besta timann, hún á eftir
að verða hér mikill og góður þjóðflokk-
ur sem ekki einasta verður hér nafn-
frægur heldur styður bræður sina á
gamla landinu til að ná því menningar-
stigi sem þeir stóðu á í öndverðu. En
kæru tilheyrendur, það er eftir fyrir
mér að minnast á eitt atriði og ég álít
að nú sé hentugur tími til þess. Ég
hefi vikið á að þessi dagur sé
minningardagur frelsis og frama
hinnar íslenzku þjóðar og þér, eruð
nú að halda hann bæði fyrir Aust-
ur- og Vestur-Islendinga. Þér vitið að
þér hófuð hér landnám 1874. Er það
ekki merkilegt að sama aldarárs-tala
var þegar Islendingar byr juðu landnám
á gamla landinu; þegar Ingólfip* Arnar-
son reisti bygðir og bú í Reykjavík ?
Eigum viðekki Ingólf nú, þó annað sé
nafnið ? Eigum við ekki marga góða
. oggöfuga landnema hér? Jú, vissu-
lega eigum við þá, og eigum við ekki
lilía sagnfræðinga og sðguritara og
marga listamenn, bæði karla og konur,
sem leika nú þær íþróttir. er í fornöld
hefði veriðkallað yfirnáttúrlegt og ann-
aðhvort guðlegt krafaverk eða djöfuls
missýningar. Og þó við eigum ekki
hér vestan hafs ættfræðinga, sem geti
jafnast til við Ara fróða, þá eru hinir
ágætismenn okkar svo margir, að þeir
geta með áhuga og sameinuðum kröft-
um bætt karlinn upp. Það sem ég vil
benda vður á, er, að 'nú er komin tími
til, og mér finst hentugur tími nú, þar
ég álít að vesturflutningar fari að
minnka, að semja yfirlit yfir landnám
íslendinga hór í Ameríku. Ég ímynda
mér að það muni þó vaka í huga ykkar
það sama og það er hvatti Ara Þorgils-
son til að semja hina fróðlegu bók
Landnámu, að hann gerði það til þess,
að lönduin sínum yrði ekki brugðið um
það, að þeir væru þrælaættar. Ættvísi
hafa Islendingar haft fram yfir allar
menntaðar þjóðir og sagnafræði, og þá
er vel vert að halda því við, og þess
betra þess fyrr sem það er byrjað. Ég
hefi verið að bíða eftir því að einhver
okkar flokks ágætismaður hreyfði þessu
málefni í dagblöðum okkar, en ég hefi
ekki enn orðið var um það, nema lítil-
lega fyrir nokkrum árum, og því dirfist
ég til að hef ja máls á því á þessari þjóð-
hátíðarsamkomu, og tel ég mér sæmd-
arauka gömlum manni að því, að þór,
háttvirtu landar, menn og konur, gæf-
uð gaum að þessu á sínum tíma, sem er
svo áríðandi fyrir mannorð og rikti
hinnar íslenzku þjóðar meðal komandi
kynslóða.
Er hægt að lækna limafalls-
sýki ?
MR. GEORGE LITTÚfe FRÁ ESSEX
COUNTY SEGIR AÐ ÞAÐ
SÉ HÆGT.
Hann segir frá því sem hann hefir sjálf-
ur reynt því til sönnunar. Þjáð-
ist í meira en tvö ár. Bæði
hann og vinir hans héldu að
ekkert gæti linað kvalirnar
nema dauðinn. Nú líður honum
vel og er al-heilbrigður.
Tekið eftir Essex Free Press.
Lífið er byrði fyrir þá, sem ekki hafa
heilsuna, og þegar hraustir og sterkir
menn missa hana, og læknisaðstoð, með-
ul og aðhjúkrun dugir ekki, og ekki er
annað fyrirsjáanlegt, en að dauðinn sé
hin eina lausn, þá fer útlitið að verða
nokkuð sorglegt. Það stóð einmitt svo
á fyrir Mr. George Little frá Colchester
township, fyrir nokkru síðan. Nýskeð
frétti blaðið Free Press rétt af hendingu
að hann væri orðinn albata, og var þá
fregnriti sendur af stað til að fá frekari
fregnir um það. Þegar fregnritinn kom
til Mr. Little, lét hann óðar tilleiðast að
segja sögu sína, og er liún sem fylgir.
Varð að hafa fæturnar í heitu baði.
Fyrir fjórum árum þjáðist Mr. Little
af mjög slæmu influenza-kasti, sem gerði
það að verkum, að fæturnir á honum
urðu nærri máttlausir. Hann sendi eft-
ir einum besta lækninum í Essex County
sem virtist gera alt sem í hans valdi stóð
til að lækna Mr. Little, en það varð á-
raugurslaust. í hálft annað ár þjáðist
hann óbærilega, og lá í rúminu nærri
altaf. Læknirinn gat ekki fyllilega átt-
að sig á hvað að homjm gengi, og gat
ekkert bætt honum. Hann breytti því
til og fékk sér annan læknir um stund.
Læknirinn sem hann fékk næst, dugðí
ekkert heldur, svo hann breytti um á ný
og sótti til þess sem hann hafði áður
haft. Eftir langar arðlausar tilraunir
sagði hann við læknirinn, að hann sæi
enga þýðing að brúka meira af meðul-
um, þar eð ekki væri annað eftir en
Vondur höfuðverkur
algerlega læknaður með
Ayer’s Pills
“Ég þjáðist af slæmum höfuðverk,
og fylgdi honum vanalega ákafar þraut-
ir framan i höfðinu, sárindi í augunum,
og slæmt bragð í munninum. Tungan
var óhrein og fæturnir kaldir, og fylgdi
því ætíð ógleði. Ég reyndi ýms meðul,
sem ráðlögð eru við þessum sjúkdóm,en
það var ekki fyr en ég
Fór ítð brúka
Ayer’s Pills.
að mér fór fyrir alvöru að batna. Mér
batnaði af einni öskju af pillum og er ég
nú alvegheilbrigður.— C. H. Hutchings,
East Auburn, Me.
Ayer’s Pills
tóku verðlaun á heimssýningunni.
Charlea U. Uutchinga.
Ayer’s Sarsaparilla, hin besta
deyja ef bati kæmi ekki þegar. Hann
var ekki orðinn annað en beinin, aumk-
aður af þeim sem sáu hann, og byrði fyr-
ir fjölskyldu sína. Kona hans og vinir
höfðu mist alla von um bata og nábúar
hans sögðu það væri að eins tímaspurs-
mál að hann legðist í gröfina. Þó að
fætur hans væru máttlitlir, gat hann
samt staulast fram og aftur um húsiðog
garðinn, en þegar harm reyndi að ganga
út að fjósunum og hagræða því sem þar
þurfti að gera, lagðist hann svo greini-
lega í rúmið, að hann fór ekki úr því svo
vikum skifti. Útlimirnir voru kaldir ;
jafnvel uin hitatímann á sumrin varð
hann að baka fæturnar við eld, reifaður
þykkum ullarvoðum. Mr. Little segist
vera viss um, að læknirinn hafi gert alt
sem hann gat til að bata sór, og hann
er honum innilega þakklátur fyrir það.
Hann liafði reynt eins konar málmupp-
leysingu, og brúkað af henni alls sjö
gallón, en það kom að engu liði. Eftir
að hafa þjáðst í hálft þriðja ár, las Mr.
Little, samarið 1893, grein um sjúkdóm
sem líktist mjög kvilla þeim, sem að
honum sjálfum hafði gengið, og sem
hafði verið læknaður með Dr. Williams
Pink Pills. I andarslitrum vona sinna
sendi hann eftir fáeinum öskjum. Áður
en hann var búinn með úr tveimur öskj -
um, var hann orðinn viss um, að hann
hafði nú fundið meðal sem mundi lækna
þennan þungbæra sjúkdóm hans. Hann
hélt áfram að brúka pillurnar í nokkra
mánuði, og varð brátt fær um að gera
ýms verk á heimilinu, sem hann hafði
ekki getað gert áður, og um veturinn
gat hann fengist við vinnu við sögunar-
myllu og annað þessháttar. Síðastlið-
inn vetur sagðist hann oft hafa verið úti
í rigningu og stormi fjarlægur heimili
sínu, en hann var þá þegar orðinn svo
hraustur, að þessir hrakningar gerðu
honum ekkert til. Þennan vetur, sem
hefir verið mjög kaldur, hefir hann feng-
ist við að keyra við til Windsor, sem er
fimtán mílur í burtu. Nú lítur hann út
eins og hann hefði aldrei verið veikur á
æfi sinni. Mr. Little lýkur miklu lofs-
orði á Pink Pills, og segir að bati sinn sé
þeim algerlega að þakka. Hann leggur
fram þennan vitnisburð þeim til hags-
muna, sem kynnu að hafa sama sjúk-
dóm og hanu. Kona Mr. Little, sem
var viðstödd meðan á samtalinu stóð,
vottaði að þetta var satt, og bætti því
við, að hann ætti pillunum lífið að launa
Öll fjölskyldan skoðar Pink Piils sem
lífgjafa Mr. Little.
Með eftirspurnum meðal nágrann-
anna komumst við að því, að Mr. Little
hefir almennt orð fyrir að vera mjög á-
reiðanlegur. Hann hefir búið í Essex
County alla sína tíð, og verið f jögur ár
á sjálfseign sinni Colchester North í
Sommer County. Hann er formaður
Edgar Mill sunnudagsskóláns, og allir í
sveitunum þar umhverfis þekkja til
kringumstæða hans. Nábúar hans
skoða bata hans alveg frábært tilfelli,
því allir bjuggust við dauða hans á
hverjum tíma fyrir fáeinum mánuðum
síðan, áður en hann fór að brúka Pink
Pills.
-She-Ma3J3ackache
féel§ §ora ache§
wifll mugcular ftin§.ar(d
f(a§ju§tpur onfliaf'
Banighcf of Bacbche|,
'íh' Mcnthol Pi^rpj
J. MoLacitlan, Point au Chene, writes : Noth-
ing better for Lame Back and Lumbago than the
D. & L. Menthol Plaster.
A. E. MacLean writes from Windsor: “The D.
& L. Menthol Plaster is curing Sore Backa and
Bheumatism at a great rate in this vioinity.
25c. each in air-tight tin box.