Heimskringla - 09.08.1895, Page 3

Heimskringla - 09.08.1895, Page 3
HEIMSKRINGLA 9. ÁGÚST 1895. 3 Mikael Strogoff, eða Síberíu-förin. Eftir Jules Verne. aði Rússlands. Þaö er eins og hinn rússneski björn héldi þar litlum bita af Síberíu á milli tannanna. Strogoff og þeir félagar voru liressir í huga, því ekki var að búast við eklu á hestum né ökumöunum í Ekateren borg, sem er allstór bær. Hann var fyrst grundvallaður 1723 og heflr síðan tekið miklum þroska og er nú þar aðalból pen- ingasláttuhúsa veldisins. Þar er og aðalból allra forstöðu- manna námanna og er það þýðingarmikið fyrir bæinn, enda verksmiðjur þar all-margar og verzlun mikil. Núna var fólksfjöldi bæjarins miklu meiri en vanalega. Þangað hafði flúið fjöldi af Rússnm og Síberíumönnum, sem voru í hættu fyrir álilaupi Tartara. Voru þeir flestir suðaustan að, úr hér- Uðum, sem Tartarar og ICirghisar höfðu síðan lagt í eyði. Þannig var því þá varið, að þó vsendræði vseru aðfá liesta og Vagna til Ekaterenborgar, þá var engin hlutur hægri en að fá hesta burt þaðan, því að þeir voru svo fáir, sem voguðu sér að leggja á slétturnar austur, eins og fréttir þaðan voru. Fregnritunum gekk því vandræðalaust að fá vagn keypt- ann, að fá nýja og sterka tarantass fyrir sitt tvískifta verk- færi. Strogoff hafði engin skifti, því eflir allan hrakninginn í Qöllunum var hans vagn óskemmdur. Hann hafði því sem fyrri ekki annað að gera en fá þrjá hesta góða og öku- mann, til að þeyta sér áfram, austur slétturnar til Irkutsk. Austur til Tiomen og helzt alt austur til Novo-Ziamskoe hallar brautinni undanfæti, því öldumyndaðar hæðir á slétt- unni eru fyrstu vottarnir um nálægð Uralfjalla. En eftir að til Novo-Ziamskoe kemur tekur við marflatur sléttugeimur alt til Krasnoiarsk, yfir sautján hundruð verst, eða nm 1120 enskar mílur. Sem sagt ætluðu fréttaritararnir að staðnæmast eitthvað í Ishim, en sá staður er 630 verst frá Ekaterenborg. Þar ætl- uðn þeir að lítaí kringum sig og halda þaðan austur þar sem mest var fréttavouin, annaðhvort báðir saman, eða sinn í hvoru lagi, alt eftir því sem verkast vildi, Þessi braut —um Ishim—var eina leiðin til Irkutsk, sam gerlegt var fyr- ir Strogofí að taka, en af því hann var ekki að leita eftir fréttum eg þurfti að sneiða hjá byltingamannaflokkum, ráð- gerði hann að nema hvergi staðar. “Mér þykir sannar- leg ánægja að geta oriðið ykkur samferða spölkorn”, sagði hann við þá blaðamennina, “en ég hlýt að láta ykkur vita, að ég legg alla stund á að komast til Omsk svo fijótt sem verður. Yið systkinin eigum þar von á að hitta móður okkar, Og hver getur sagt að við náum þangað á undan Törturunnm. Þess vegna stanza ég hvergi nema til að hafa hestaskifti, en held áfram dag og nótt samfleytt”. “Það er nú einmitt okkar fyrirætlun hka”, svaraði Englendingurinn. “Ágætt”, svaraði Strogoff. “En látið þá tímann ekki líða. Kaupið eða leigið vagn undireins----”. “Sem ábyrgst er að komi með afturhjólin jafnframt hin- um á endastöðina”, tök Fransmaðurinn fram í. Og hálfum tíma síðar var hann kominn með vagn, sem var nær þvi öld- ungis eins og vagn þeirra “systkinanna”. Tóku þau nú öll sæti í vögnunum samtímis, og klukkan 12 á hádegi lögðu báðir vagnarnir út á Síberíu-slétturnar austur frá Ekaterenborg. Um síðir var þá Nadía komin til Síberíu, út á hina löngu braut til Irkutsk. Hverjar voru hugrenningar henn- ar við upphaf ferðarinnar? Þrír efldir hestar þeyttu henni áfram austur um útlaga-landið, sem faðir hennar bjó í um óvissan árafjölda, svo langt í burtu frá föðurlandi og æsku- stöðvum. Hún sá ekki einu sinni hina öldumynduðu sléttu, er vagninn hennar var að veltast eftir, því augu hennar störðu austur á takmörk sjóndeildarhringsins, þar sem fað- ir hennar var einhversstaðar langt, langt fyrir austan. Hún þokaðist nær takmarkinu svo nam 15 versts á hverri kl. stund, og um annað hugsaði hún ekki, en að ná því, og sá þess vegna ekkert af Vestur-Síberíu-sléttunni, sem er svo ó- lík Austur-Síberíu. Hér voru ræktaðir blettir fáir og smá- ir, því jarðvegurinn er lélegur, þó innviðir jarðarinnar hafi auðæíimikil að geyma : járn og kópar, platínu og gull. Hér var líka fjöldi af verksmiðjum, þó búgarðar væru fáir sýni- legir, enda ekki við þeim að búast. Hver mundi vilja plægja, sá og uppskera, þegar margfaldur gróði er í að grafa niður í jörðina eftir dýrum málmi ? Pæll sést þar því hvervetna, en plógur hvergi. Ekki hugsaði þó Nadía alt af um Baikalvatns-héraðið, sem hún vildi ná til. Hugur hennar hvarflaði stökusinnufn til hennar sjálfrar og kringumstæða hennar. Mynd föður hennar hvarf með köflum af hugarspjaldi hennar, en þar kom þá fram mynd af hinum góðgjarna félagsbróður henn- ar> og þá ætíð eins og hann kom hepni fyrir sjónir á Wladi- uiir-járnbrautinni. Hugsaði hún um hugulsemi hans á lest' inni; komu hans á lögregluskrifsiofuna; um það, live blátt áfram hann var þegar hann kallaði hana ‘systir” í fyrsta skifti; hve góður hann var á leiðinni niður eftir Volga, og að síðustu hugsaði hún um alt sem hann gerði fyrir hana í voða-veðrinu og hennar hræðilegu raunum uppi á fjöllun- um, þegar hann forðaði lífi hennar með því að leggja sitt í sölurnar. Þannig hugsaði Nadía um Strogoff og hún þakkaði guði fyrir að hafa sent sér svo öruggan verndara, svo gáf- aðann, svo góðan vin. Hún var óhrædd undir hans vernd- arhendi. Enginn bróðir gat verið systur sinni betri, eða gert meira fyrir hana. Allar torfærur virtust yfirstignar og því ekki nema tímaspursmál að ná takmarkinu. Strogoff sat lengi hugsandi og þögull. Hann var að hugsa um Nadíu og þakka guði fyrir að fundum þeirra bar saman, svo að hann, um leið og hann vann góðverk, gæti betur hulið sjálfan sig og erindi sitt. Hann hugsaði og með ánægju og gleði um dugnað meyjarinnar og þor. Var 1nin ekki í anda og sannleika systir hans ? Enn fremur var það virðing en ást, sem hreyfði sér hjá honum þegar hann hugs- aði um hana. Hann viðurkenndi að hún var ein af þeim hreinu og góðu sálum, semallir hafa í afhaldi. Jafnframt hugsaði hann um það, að nú voru hættur ihans eiginlega að byrja, því nú var hann í Síberíu. Ef fregn ritarnir sögðu satt og ef Ivan Ogareff var virkilega kominn austuryfir landamærin, þá reið nú á að vera varkár. Alt var öfugt við venjuna, og Tartara njósnarar voru f hópum hvervetna í héruðunum. Rofnaði dnlarbúningur hans og kæmist það upp að hann værí sendiboði kéisarans, var búið með ferð hans og lif hans eins víst á enda. Af þessu leiddi að Strogoff fann meir til þunga ábyrgðar sinnar nú en áður. En hvað gerðist svo i hinum vagninum á meðan á þessu stóð? Ekkert sðrstakt. Eransmaðurinn talaði í löngum setningum, og Englendingurinn svaraði með einsatkvæðis- orðum. Hvor um sig ieit á hlutina með sínnm sérstöku augum, og hvor um sig reit í bók sína samkvæmt því um alt sem bar fyrir augun, ogsem var fátt sérlegt á þessari ferð um Vestur-Síberiu-slétturnar. Á hverri póststöð stigu þeir fregnritarnir og Strogoíf úr vögnunum, en Nadía eklci nema þegar hún mátti til með að taka sér máltíð. Hún sat þá við borðið með þeim, en vildi aldrei gefa sig á tal við þá, Án þess nokkurntíma að stíga yfir takmörk tilhlýðilegr- ar kurteisi, gat Fransmaðurinn ekki dulið að honum leizt veláNadíu. Hann dáðist að þoli hennar og kjarki að bera þreytu ferðarinnar með þessari yfirgengilegu þögn og þolin- mæði. Töfin á hverri póststöð féll Strogoff meir en illa og spar- aði liann ekki að flýta fyrir liestaskiftunnm og hvetja öku- manninn til framsóknar. Þegar máltíð þurftí að kaupa gleypti hann matinn svo fljótt sem kostur var á, Englend- ingnum til hins mesta ama, sem vildi fara að öllu sam- kvæmt föstum reglum. Og svo af stað aftur, og áfram þeyttust þeir svo eins og “arar”, enda borguðu þeir fyrir eins og furstar og eins og Fransmaðurinn sagði; "í glóandi rússneskum örum”. * Til þessa hafði Strogoff gengið vel ferðin ; ekki minnsti farartálmi liafði mætt honum. Gæti hann náð til Krasnoi- arsk með sama ferða hraða, var hann viss um að komast til Irkutsk á undan Törturunum, því enn voru þeir ekki komn- ir lengra austur en til Krasnoiarsk. Klukkan 7 um morg- uninn eftir að ferðamennirnir fóru frá Ekaterenborg náðu þeir til porpsins Toulougisk ; liöfðu þannig á 19 klukku- stundum farið 270 versts, án nokkurra örðugleika. Þar höfðu þeir hálfrarstundar viðdvöl til að fá sér að borða, en svo var haldið af stað aftur, og var þá ferðin meiri en svo að hún yrði útskýrð nema með loforði um venju fremur ríf- lega auka-borgun. Seint um daginn vóru þeir komnir til Tiomen, 60 versts nær Irkutsk. Þegar alt gengur friðlega eru íbúar þess bæjat 10,000, en nú voru þeir helmingi fleiri, og var því venju fremur lífiegur og álitlegur staður. Þar hafði stjórn Rússa fyrst stofnað verkstæði í Síberíu og eru þar málmbræðsluhús og verkstæði, þar sem kyrkjuklukkur eru gerðar m. fl. Freguritarnir þutu óðara af stað eftir fréttum og fengu hvergi nærri glæsilegar fréttir hjá ný- komnum flóttamönnum. Meðal annars sögðu þeir að her Feofars Khan væri óðum að nálgast Ishim-dalinn og að sá höfðingi ætti á hverjum degi von á Ivan Ogareff; mætti enda vera að hann væri kominn austur nú. Af þessu réðu ferðamennirnir eðlilega að haldið yrði til orustu'í Austur-Sí- berfu við fyrstu hentugleika. Herinenn Rússa voru á ferð- inni vestan úr Evrópu, en þeir voru langt á eftir enn og því óvíst að þeir næðu austur í tíma til að hjálpft Síberíu-her- deildunum. Þrátt fyrir þetta var nokkur von að Tobolsk- Kósakkarnir, sem nú voru á hraðri ferð til Omsk, næðu þangað í tíma og gætu sveigt her Tartara út af aðal-veg- inum. Klukkan 8 um kvöldið voru þeir komnir 75 versts aust- ur fyrir Tiomen til þorpsins Yaloutorowsk. Þeir létu skifta um hesta í flýti, og innan lítillar stundar voru þeir komnir yfir ána Tabol á dragferju. Það er lygn á og vandræðalaust að komast yfir hana, en margar aðrar og miður þægar við- fangs voi'unú framundan. A miðnætti voru þeirkomnir 55 versts lengra austur, til Novo-Saimsk, og þar kvöddu ferða- mennirnir liinir síðustu af hæðunum og hólunum skóg-typtu. Fótstallar Uralfjallanna náði ekki lengra austur. Að heita mátti marflöt slétta tók nú við og lá óslitin austur til ‘Kras- noiarsk. Þar er hvergi mishæð eða tré til að hvíla augað, ekkert nema nakin grösug slétta, þangað til loft og jörð ber saman yzt á rönd sjóndeildarhringsins. Einu mishæðirnar á þessu flæmi öllu eru telegraf-stengurnar með fram vegin- um, með vírnum strengdum á milli, er gefurfrá sér titrandi óm í vindblænum. Þjóðvegurinn var jafnhár grassverðin- um og því ósýnilegur í fárra faðma fjarlægð, nema hvað jóreykjarmökkur undan hjólum vagnanna hvíldi yfir honum aftur undan eins og mógrá skýslæða. Það voru 200 versts frá Novo-Saimsk til Ishim og þang- að vonaði Strogoff að ná kl. 8kvöldið eftir, ef ekkert hindr- aðiferðina, og enn var engin hindrun sýnileg, en hestarnir þutu sem vindur austur græna sléttuna. Ökumennirnir knúðu þá líka óspart til áframhalds og álitu að ferðanienn- irnir ættu margfaldlega skilið að vera lávarðar eða einhverj- ir stórherrar, ef þeir væru það ekki—þeir borguðu brenni- vínsskattinn svo reiðilega. í Ishim ætluðu fregnritarnir að staðnæmast um stund ef ekkert nýtt bæri að höndum til að breyta skoðun þeirra. Seinnihluta næsta dags (23. Júli) þegar ekki voru eftir nema 30 versts til Ishim, sá Strogoff jóreyk mikinn framundan og mítt í honum vagn á ferð. Sá ferðamaður hafði augsýnilega ekki farið um Novo Saimsk, en komið einhverja fáfarna braut að vestan. Hestar þeirra Strogoffs voru ólúnir í sam- anburði við hesta þess, er á undan var, sem alt af þurfti að berja til að halda þeim á brolckinu. Það var berlin-vagn þetta, en ekki óbrotin tarantass eða telga, allur mógrár af ryki, eins og hann hefði farið langa l»ið. Strogoff kom und- ireins í hug að herða á hestum sínum og komast fram fyrir ókunna vagninn. Það var þýðingarmikið, því við hesta- skorti mátti nú búast hvað af hverju. Hann gat um þetta við ökumanninn, er þegar herti ferðina og innan stundar voru báðir vagnarnir samhliða þeim ókunna. Strogoffs vagn vará undan,oger hann fór fram hjá, sá hann mannshöfuð gægjastútúr berlin-vagninum. Hann gat ekki séð hver maðurinn var, en heyrði að hánn kallaði til lians að nema staðar, með valdalegri rödd. En Strogoff var nú ekki á því; vagn hans og fréttaritaranna héldu áfram og varð nú grimmasta kappreið um stund, því hinir þteyttu berlin-hest- ar lifnuðu við og tóku skarpan sprett nokkrar mínútur. Jóreykurinn var nú svo mikill að enginn sá annan, en svipu- smellir, köll og hróp gáfu til kynna að menn voru á ferð. Ekki var það samt lehgi að hestarnir yrðu samferða. Hestar þeirra Strogoffs drógu smámsaman fram úr, og að hálfri stundu liðinni var berlin-vagninn svo langt á eftir, að hann sýndist eins og lítil varða á sléttunni. Ef póstafgreiðslumað- urinn í Ishim hafði fáa hesta var það mikilsvirði að hafa skotið hinum ókunna manni aftur fyrir sig. Klukkan 8 um kvöldið nam Strogoff staðar á póststöðinni í Ishim, og fékk nú að heyra æ óálítlegri fréttir að austan. Þorpið Ishim sjálft var enda í voða fyrir útvarða-flokkum meginhers Tart- arantia. Og tveimur dögum áður neyddust umboðsmenn stjórnarinuar og valdsmenn allir til að taka sig upp og flýja til Tobolsk, í þeirri von að þar væri öruggara vígi. Eftir var því í Ishim ekki eitt einasta yfirvald og ekki einn einasti hermaður. Eins og endranær lét Strogoff sitt fyrsta verk vera að biðja um nýja hesta og kom þá fram hve heppinn hann var að hafa komizt fram fyrir berlinvagninn, því ein- ungis 3 hestar voru til, sem voru í standi til að faraaf stað um kvöldið. Hinir allir voru nýkomnir heim úr langri ferð. Póstmeístarinn lét hestana þegar fala og skipaði að setja þá fyrir vagninn. Fregnritarnir ráðgerðu að staðnæm- ast í þorpinu og kærðu sig því ekki um hesta í bráð. Innan tíu mínútna var Strogoff tilkynnt að vagninn væri tilbúinn. Þótti honum það vænt og gekk til fregnritanna 'til að kveðja þá, því samferðinni var nú lokið. “Er það virkilega, herra Korpanoff, að þú standir ekki við svo mikið sem eina klukku- stund í Ishim?” spurði Fransmaðurinn. “Já, herrar mínir, svo er víst”, svaraði Strogoff, “og meira að segja langar mig til að komast af stað áður en ber- linvagninn nær póststöðinui”. "Ertu hræddur um að ferðamaður sá fari í illt út af hestunum ?” “Ég vil ekki eiga neitt á hættu”. “Jæja, lierra Korpanoff, þá er ekki annað fyrir, en að þakka þér á ný fyrir drengilega liðveizlu í fjöllunum og fyrir góða samfylgd síðan”. “Það er ekki ohugsandi að við hittumst aftur,—i Omsk”, sagði Englendingurinn. “Ja, far vel, herra Korpaneff”, sagði Fransmaðurinn, *) Rússneskur ari—gullpeningur, 5 rúblu ($3,75) virði. Framhald. # Fluttur í « ............ # I Eg hefi nýlega flutt skrautgripa og úrverzl- # un mína á Norð-vestur # # hornið á Main St. og Port. Ave. # Um leið og ég flutti búð mína, keypti ég mikið # | af nýjum ágætum gull og silfurgripum, og einnig | # byrgðir af allskonar ágætis úrum og klukkum, og .y: sel ég nú allar þessar vörur ódýrri en nokkrusinni | iMk áður. Komið og skoðið vörurnar. G. THOMAS.T Manuf. Jeweller. ^ # # ########################## # # # # # # # # # * # K HLUTIR # # # # # # # 1 # # # $ # ########################## *ir 'rp 'rr* 'rP *vf* 'rP ‘•rf' 'tr nr 'n' ‘rf* *n* ‘æ sem eru í sjálfu sér vandaðir og aldrei breytast nema til batnaðar, verða óbjákvæmilega viðurkendir að lokum. Þetta er ástæðan fyrir að selst svo mikið af E. B. EDDY’S Eldspytum. Látið ekki tælast. Kaupið Elgin úr. ■ Af því Elgin- ^ úrin eru bezt allra Amerík- — anskra úra og standa sig bet D ur en ódýr Svissnesk úr. Hið mikla úra einveldi er nú brotið á bak aftur, og vér _ getum nú selt ^ E lg i n úr ó- dýrra en áður < Verzlun vor ^ er hin elzta Z gullstássverzl O un sem nú hef- ir viðskiftivið yður, og vér cj mælumst til, yj að áður en þer pantið wr hjd öðrum klippið þér þossa aug- lýsingu úr blaðinu og sendið oss,_ ásamt nafni yðar og utanáskrift. Ef þér gerið það, sendum vér yður frítt, til skoðunar, úr með 14 k. “Gold filled” umgerð fall- ega skreyttri með útskurði (áreiðanlega hin fallegasta umgerð sem boðin henr verið fyrir það verð), og með ekta Elgiu verki, gerðu af Thb Elgin N a í ionai, Watch Co., sem gengur í mörgum steinum og hefir allar nýustu umbætur: dregið upp og fært með höldunni. Ef þér viljið hafa úrið, þá getið þér borgað express-agentinum, sem það verður sent til, heildsöluverð vort á því, $9,50; ef yður Ukar það ekki, þáborgið þér ekkert. Þér leggið ekkert í hættu. 20 dra skrijleg dbyrgð tylgir hverju ári. Ef 50 cts. auk úrverðsins eru send með pöntuninni,geta menn fengið $3.00 gullplataða festi, eða ef þér sendið $9.50 fyrir úrið, fáið þér festina fritt. Pantið þessi úr og sann- færist. Segið hvort þér viljið karlmans eða kvenmans-úr. FRITT ! — Ef þér kaupið eða fáið kunningja yðar til að kaupa 6 úr, fáið þér eitt frítt. Það má græða á þessum úrum; ýmsir selja þau fyrir $25 til $40. RED STAR WATCH CO. Dept. (Löggilt.) 194 E. Van Buren St., - - Chicago, 111. w. ---- 131 Higgin ÍStreet -- gefur hverjum sem hafa vill -£V7--p-j y, olrjroy.'f sem sannað getur að mjöl, gripafóður og eldivið U hann selji ekki ó dýr ari vörur, eftir gæðum, en nokkur annar í þessum bæ. r [ IVateriown Marble & Granite l/Vorks. Selur marmara og granit minnisvarða, bautasteina, járngirðingar, blómpotta, Etc., Legsteinarnir kosta'J$12,00 til $300,00. Fjögra — fimm feta háir legsteinar kosta $50.00 til $100,00, uppsettir í kyrkjugarðinum ‘ af umboðsmanni félagsins án aukagjads. Mismunandi verðj eftir stærð og frágangi. Aðal-umboðsmaður félagsins er ÍSL. V. LEIFUR, Glasston, N. Dak. North B’und STATIONS. Soouth Bund Freight JNo.j 153. Daily St. Paul Ex. No.l07Daily. tft. Paul Ex., No.l08Daily. Freight No. 154 Daily. j 1.20pi 3.15p .. Winnipeg.. 12.1í,þl 5.30a 1.05p 3.03p *Portage Junc 12.27p 5.47a 12.42p 2.50p * St.Norbert.. 12.40p 6.07a 12.22p 2.38p *. Cartier.... 12.52p G.25a 11.54a 2.22p *. St. Agathe.. l.lOp 6.51a 11 31a 2.13p *Union Point. 1.17p 7.02a U.07a 2.02p *Silver Plains 1.28p 7.19a 10.81a 1 40p .. .Morris .... 1.45p 7.45a 10.03a l.í2p .. .St. Jean... 1.58p 8.25a 9.23a 12.59‘p . .Letellier ... 2.17p 9.18a 8.00a 12.30pl.. Emerson .. 2.35p 10.15a 7.00a 12.20p . .Pembina. .. 2.50p 11.15» 11.05p 8.35a Grand Forks.. 6.30p 8.25p 1.30p 4.55a .Wpg. Junc.. ,0.10p 1.25p 3.45p Duluth 7.25a 8.40p Minneapolis 6.45a 8.00p ... 8t. Paul... 7 25r 10 30p . ... Chicago ., 9.35p ! N ortliern Pacific RAILROAD TIME CARD.—Taking effect Sunday Dec. 16. 1894. MAIN LINE. MORRIS-BRANDON BRANCH Dominion of Canada; Áliylisjarflir okeyPis fyrir milionir manna. 200,000,000 ekra í hveti og beitilandi í Manitoba og Vestr-territóríunum i Canada ókeypis fyrir landnema. Djúpr og frábærlegaírjósamr jarðvegr, nægð af vatni og skógi, og meginhlutinn nálægt járnbrautum. Afrakstr hveitis af ekrunni 20 bushel, ef vel er umbúið. “ I inu frjósama belti í Rauðárdalnum, Saskatchewan-dalnum, Peace River-dalnum og umhverfis- liggjandi sléttlendi eru feikna-miklir flákar af ágætasta akrlendi, engi og beiti- landi—innvíðáttumesti fláki í heimi af lítt bygðu landi. Málmnámaland. Gull, silfi, járn, kopar, salt, steinolía o. s. frv. Ómœldir flákar af kolanáma- landi; eldiviðr því tryggrum allan aldr. Járnbraut frá hafi til hafs. Canada-Kyrrahafs-jámbrautin í sambandi við Grand Trunk og Inter-Colonial- brautirnar mynda óslitna jámbraut frá öllum hafnstöðum við Atlanzhaf í Ca- nada til Kyrrahafs. Sú braut liggr um miðhlut frjósama beltisins eftir því endi- löngu og um hina hrikalegu, tignarlegu fjallaklasa, norðr og ver n og um in nafnfrægu Klettafjöll Vestrheims. Heilnœmt loftslag. Loftslagið í Manitoba og Norðvestrlandinu er viðikent ið heilncemasta í Ame- ríku. Hreinviðri og þurviðri vetrogsumar; vetrinn kaldr, en bjartr og stað- viðrasamr; aldrei þoka og súld og aldrei fellibyljir, eins og sunnar í landinu. Sambandsstjórnin í Canada gefr hverjum karlmanni yfir 18 ára gömlum og liveTjum kvennmanni, sem heflr fyrir familíu að sjá, 160 ekrur af Inndi alveg ókeypis. Hinir einu skilmálar eru, að landnemi búi á landinu og yrk það. A þann hatt gefst hverjum manni kostr á að verða eigandi sinnar ábýlis jarðar og sjálfetæðr i efnalegu tilliti. Islenzkar uýlendur í Manitoba og eanadiska Norðvestrlandinu eru nú þegar stofnaðar í 6 stöð m Þeirra stœrst er NÝJA ÍSLAND, liggjandi 45—80 mílur norðr frá Winnipeg ’á vestrströnd Winnipeg-vatns. Vestr frá Nýja íslandi, í 30—25 raílna fjarlægð er aLFTÁVATNS-NÝLENDAN. í báðum þessum nýlendum erimikið af o- numdu landi, og báðar þessar nýlendr liggja nær höfuðstað fylkisins, en nokkr hinna. ARGYLE-NYLENDAN er 110 mílur suðvestr frá Winnipeg; ÞING- VALLA-NÝLENDAN, 260mílur norðvestr frá Winnipeg; QU’APPELLE-NÝ- LENDAN um 20 mílur suðr frá Þingvalla-nýlendu, og ÁLBERTA-NÝLEND- AN um 70 mílur norðr frá Calgary, en nm 900 mílur vestr frá Winnipeg. í síðast töldum 3 nýlendunum er mikið af óbygðu, ágætu akr- og beitilandi. Frekari upplýsingar f þessu efni getr hver sem vill fengið með því, að skrifa um það: ('oimnÍHMÍoiioi* of Dominion Lands. Eða 15. L. Baldwinson, íél. umboðsm. Winnipeg - - - - Canada. 1.20pl 3.15| I 7.50p ‘ r 6.53p 5.49p 5.23p 4.39p 3.58p 3.14p 21 p 25 p 17 p 19p 2.57p 2.27p 1.57a U.12a l0.37a l0.13a 9.49a 9.39a 9.05a 8.28a 7.50a Winnipeg . 1.30p .. .Morris.... 1.07p * Lowe Farm 12.42p *... Myrtle... 12.32p ...Roland. 12.14p * Rosebank.. 11.59a ... Miami.... U.38a * Deerwood.. 11.27a * Altamont.. 11.09a . .Somerset... 10.55a *Swan Lake.. 10.40a * Ind. Springs L0.3(!a ♦Mariapolis .. 10.15a * Greenway .. lO.OOa ... Baldur.... 9.38a . .Belmont.... 9.21a *.. Hllton.... 9.05a *.. Ashdown.. 8.58a Wawanesa.. 8.49a * Elliotts 8 35a Ronnthwaite 8.18a ♦Martinville.. 8.00a .. Brandon... 12.15p 1.50p 2.15p 2.41p 2.53p 3.10p 3.25p 3.48p 4.01p 4.20p 4.36p 4.51p 5.02p 5.18p 5.34p 5.57p 6.17p 6.34p 6.42p 6.53p 7.05p 7.25p 7.45p 5.30p 8.00a 8.44a 9.31a 9.50a 10.23a 10.54a 11.44a 12.10p 12.51p 1.22p 1.54p 2.18p 2.52p 3.26p 4 15p 4.G3p 5.23p 5.47p 6.04p ö.37p 7.18p 8.00p West-bound passenger trains stop at Baldur for meals. PORTAGE LA PRAIRE BRANCH, W. Bound East. Bound Mixed Mixed No. 143 STATIONS. No. 144 Every Day Every Day Except Except Sunday. Sunday. 5.45 p.m. .. Winnipee. ll.15a.rn. 5.58 p.m *Port Juncti, n 11 00 a.m. 6.14 p.m. *St. Charles.. 10 35 a.m. 6.19 p.m. * Headingly.. 10.28 a.m. 6.42 p.m. * White Plains 10.05 a.m. 7.06p.m. *Gr Pit Spur 9.42a.m. • 7.13p.m. *LaSalle Tank 9.34 a.m. 7.25 p.m. *.. Eustace.. 9.22 a.m. 7.47 a.m. *.. Oakville.. 9.00 a.m. 8.00 a.m. *. . .Curtis. . . 8.49a.m; 8 30a.m. Port.la Prairie 8.30 a.m. Stations marked —*— have no agent Freight must be prepaid. Numbers 107 and 108 have through Pullman Vestibuled Drawing Room Sleep ing Cars between Winnipeg, St. Paul and Minneapolis. Also Palace Dining Cars Close connection at Chicago with eastern lines. Connection at Winnipeg Junction with trains to and from the Pacific coats For rates and full information con- cerning connection with other lines, etc., apply to any agent of the company, or CHAS. 8. FEE. H. SWINFORD, G.P.&.T.A., St.Psul. G*>n Agt. Wpg, H. J BELCH, Ticket A.-ent. 486 Maiu Str., Winnipeg,

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.