Heimskringla - 09.08.1895, Síða 4
4
HEIMSKMNGLA 9. ÁGÚST 1895.
#
* Dagatal
Heimskringlu. j
1895 - AUGUST - 1895
S. M. Þ. M. Fi. Fö. L.
Winnipeg.
Hveitiuppskera er almennt að byrja
í Manitoba þessa (lagana.
Miss Halldóra Thomson, yfirsetu
kona, er flutt af Elgin Ave. og er nú að
hitta að 622 Ross Ave.
Bæjarstjórnin hefir ákveðið að al-
mennur hvíldar og skemtidagur bæjar-
manna verði í ár á fimtudaginn kemur
— 15. Agúst.
Verkmannafélögin í bænum eru
óða-önn að búa sig undir tilkomumikið
hátíðahald á Verkmannadaginn lög-
helga 1. Sept., í ár 2. Sept,, af því mán
uðurinn byrjar á sunnudag.
Tjaldbúðar sunnudagsskóla pic-ni c
hið fyrsta, í Elm Bark á mánudagi nn
kemur. Sameinaðir farseðlar og að
göngumiðar 25 cts. Sjá auglýsing an n
arsstaðar í blaðinu.
Maður að nafni John Little datt af
vagni og hálsbrotnaði á mánudaginn
Hann var fluttur á St. Boniface spítal-
ann, hálsinum kift í liðinn og — hann
lifir enn.
Mánudaginn 5. þ. m. gaf séra Haf-
steinn Pétursson saman í hjónaband
Mr. Þorlák Jónsson og Miss Arnbjörgu
Oddson, bæði til heimilis héríbænum
Hkr. óskar brúðhjónunum til ham-
ingju.
Samferða Dakota-íslendingum suð-
ur á sunnudaginn voru nokkrir Isl. hér
úr bænum, er fóru til að skemta sér.
Meðal þeirra voru S. J. Jóhannesson,
Albert prentari Jónsson með konu og
barn, C. B. Julius, Jos. Skaptason.
Taugaveiklun er mjög algeugur
sjúkdómur, sér í lagi á kvennfólki. Það
bezta við þessum sjúkdómi er að brúka
duglega Ayers Sarsaparilla, sem hreins-
ar blóðið og styrkir líkamann. Þegar
það er gert batnar sjúkdómurinn af
sjálfu sér.
“Getur læknað vanheila sál?” spurði
Macbeth. Vissulega, herra. Ásigkomu-
lag sálarinnar er að miklu, ef ekki öflu,
leyti komið undir ásigkomulagi mag-
ans, lifrarinnar og innyflanna. Ayers
Pills lækna öll þessi líffæri .betur en
nokkuð annað sem fáanlegt er.
Merkur Unitara-prestur, Rev. Al-
bert Walkley, prestur í Brighton í Bos-
ton, Massachusetts, kom til bæjarins í
vikunni og heilsaði upp á séra M. J.
Skaptason og formenn Unitara-safnað-
arins hér í bænum. Hann er að heim-
sækja foreldra sína, er hafa búið í grend
við West Selkirk í nokkur ár.
Stovel's Pocket Directory fyrir Ágúst
mán. er útkomið og hefir margan fróð-
leik að geyma, sem ekki hefir verið í
fverinu áður. Auk lestagangsáætlana,
upplýsingar um póstflutning, nöfn rit-
ira allra í bræðralagsfélagsskap, m. m.
3. fl., eru nú í því fiskiveiðareglurnar,
'riðunarlög fugla og dýra, Dominion
and-skrifstofur og nöfn agentanna, og
ög um undanþágur frá fastsetníng
signa fyrir skuldum, o. fl. o. fl. Eins
>g áöur fylgir myndarlegúr uppdráttur
if fylkinu og Winnipeg-bæ. — Kverið
!r eigulegt mjög og öllum er innanhand-
ir að eiga það. Það kostar 5 cents ein-
akið eða 50 cents árgangurinn. Fæst
ijá öllum bóksölum.
VEITT
HÆSTU VBRÐLAUN A IIEIMSSÝNINGUNN
DR
ID BEZT TILBÚNA
Óblönduð vínberja Cream of Tartar
Powdor. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára reynslu.
18 OFTEN
A NEGLECTED COLD
WHIOM DIVILOPH
Finally Into Consuruptiot|.
BREAK UP \ COLD IN TltyE
BV UBINO
Pyny-Pectoral
THE QUICK CURE
ron
COUGHS, COLDS.
BRONCHITIS,
HOAR3ENESS, ETO.
Iiarjfc Bottlc, IÍ5 Cts.
Mr. og Mrs. Kristján Albert, á Ross
Ave., mistu fárra mánaða gamalt barn
núna í vikunni.
Ef einhver kynni að finna silfur-
spanga-gleraugu einhverstaðar á Nena
Str. frá ísl. lútersku kyrkjunni og suður
á Bannatyne Ave. eða ofan til á Ross
Ave., er hann vinsamlega beðinn að
skila þeim. Heimskringla vísar á eig-
andann.
Programm
íslendinga-dagsins.
2. Ágúst 1895.
Hr. Kjartan Stefánsson, skipstjóri
á gufubátnum “Ida” heilsaði upp á oss
á föstudagsmorguninn og sagði þær
mikilsverðu nýjungar, að von væri til
að kol fyndust á Blackey, í grend við
járnnámuna, sem þar er fundin fyrir
löngu síðan og ekki ýkja langt frá gull
og koparnámunum, sem nokkrir menn
eru í kyrþep að vinna í. Tveir menn
komu með honum norðan af vatninu
þeir herrar .. Dick, formaður timb-
urverzlunar félagsins Dick & Banning
hér í bænum, og George Melwin. Höfðu
þeir látið grafa 55 feta djúpa holu og
komu niður á tvö lítil kolalög á þeirri
leið. Lengra komust þeir ekki niður
með rekum og jarðöxum einum því
slétt klöpp var undir, og eftir því er
Melwin segir, er nokkurnveginn, áreið-
anlegt að undir þeirri klöpp er þykt
kolalag. Innan fárra daga ætla þeir
norður affur og verða þá útbúnir til að
sprengja klöppina, er þeir gera ráð fyrir
að sé 5—6 feta þykk. Vitnast það því
að vændum áður en langt líður, hvert
von þeirra rætist. Rætist hún og reyn-
ist kolalagið þykt og kolin góð, hefir sá
fundur ósegjanlega mikla þýðingu fyrir
héraðið alt.
11.
13.
Peningar lánaðir til að byggja
kaupa eða endurbæta heimili
manna, og til að hefja gamlar
áhvílandi veðskuldir. Tveggja
til fimmtán ára tími gefinn til
afborgunar. Afborganir mán-
aðarlega, sem er vanalegasti
borgunarmátinn. Upplýsingar
um skilmála vora fást kostnað-
arlaust.
Qlobe Saving & Loan Co.
E. W. DAY Manager,
383 Main Str.
—i -
ELM PARK
MÁNUD. 12. Þ. M.
Mánudaginn 12. þ. m. heldur Tjald-
búðin sunnudagaskóla Pic-nic sitt i
Elm Park. Hinar vanalegu íþróttir,
svo sem hlaup og stökk o. fl., fara þar
fram, og verða góð verðlaun gefin.
Þar að auki verður concert free fyr-
alla sem kaupa ticket.
Aðgöngumiðar fást til kaups í búð
Mr. G. Jónssonar og í búð Mr. Á. Frið-
rikssonar,
BRISTÖL'S
Sarsaparilla
Cures Rheumatism, Gout,
Sciatica, Neuralgia, Scrofula,
Sores, and all Eruptions.
V erðlauna-vinnendur.
HLAUP:
1. Stúlkur innan 6 ára.......50 ydsi.
1. Árnína Kristjánsdóttir.
2. Guðbjörg Þorvarðardóttir.
2. Drengir innan 6 ára.......50 yds
1. Óli Julius.
2. Steingrimur J. Goodman.
3. Stúlkur 6—8 ára...........50 yds
1. Þorbjörg Þorvarðardóttir.
2. Ásta Freeman.
4. Drengir 6—8 ára...........50 yds
1. Baldur Olson
2. Stefán Freemansson.
5. Stúlkur 8—12 ára..........50 yds
1. Olga Sigurðardóttir.
2. Sophia S. Jakobsdóttir.
6. Drengir 8—12 ára..........50 yds,
1. Theodor Oddson.
2. Sigurður Bjarnason.
7. Stúlkur 12—16 ára........100 yds
1. Sigríður Hörgdal.
2. Aurora Sigurbjörg Jóhansdóttir
3. Hallfriður Freemann.
8. Drengir 12—16 ára........100 yds
1. Friðrik Bjarnason.
2. Julius Jóhannsson.
3. Guðmundur Lárusson.
9. Ógiftar konur yfir 16 ára... .100 yds
1. Miss A. Benson.
2. Miss F. Friðriksdóttir.
3. Miss G. Freeman,
4. Miss K. M. Kristjánsdóttir.
10. Ógiftir karlm. yfir 16 ára ... 150 yds
1. Jóhann Jónsson.
2. Hans Einarsson.
3. Sveinn Thorvaldsson.
4. Ólafur Ólafsson.
Giptar konur..............100 yds
1. Mrs. Swanson.
2. Mrs. H. Ólafsson.
8. Mrs. D. Backmann,
4. Mrs. H. Oddson.
12. Kvæntir menn.............150 yds
1. Ólafur Thorgeirsson.
2. E. Gíslason.
3. Steven Olson.
4. A. Bárdal,
Konurfgiftar sem ógiftar).. .100 yds
1. Miss S. Hörgdal.
2. Miss A. Benson.
3. Miss A. S. Jóhannsdóttir.
4. Miss H, Freemann.
14. Karlar (giftir sem ógiftir).. .200 yds,
1. Hjörtur Jósefsson.
2. Jóhann Jónsson.
3. G. K. Breckmann.
4. E. Gíslason.
15. Allir karlar.................hálf míla
1. Haraldur Olson.
2. Sveinn Thorvaldsson.
16. Iíappkeyrsla (3 atrennur) hálf míla
1. Steven Olson.
2. John Anderson.
17. íslendingadags-nefndin...150 yds.
1. E. Gíslason.
2. F. Swanson.
3. E. Ólafsson.
19. Kappreið.....................hálf míla
1. Thorst. Jóhannsson.
2. A. S. Bárdal.
20. Hjólreið......................ein mila
1. A. F. Reykdal.
2. H. Einarsson.
21. “Potato Race.”
1. H. Jósefsson.
2. Jóhann Jónsson.
STÖKK :
Hástökk.
1. H. B. Halldórsson.
2. Ó. Stephensen.
Hástökk jafnfætis.
1. B. G. Skúlason.
2. Frank Friðriksson.
Langstökk.
1. B. G. Skúlason.
2. John Stevenson.
Langstökk jafnfætis.
1. B. G. Skúlason.
2. S. S. Reykjalín.
Hopp-stig-stökk.
B. G. Skúlason.
H. B. Halldórsson.
Glímur :
1. Sigmundur Jóhansson,
2. Eiríkur Gíslason.
3. Helgi Marteinsson.
Ryskingar :
1. Jón Sigvaldason.
2. B. B. Halldórsson.
Pony-kappkeyrsla var dregin út, og
aflraun á kaðli var frestað. Stökk á staJ
varð heldur ekki komið af.
BRISTOL’S
Sarsaparilla
Cures Liver, Stomach and
Kidney Troubles, and Cleanses
the Blood of all Impurities.
BRISTOI/S
Sarsaparilla
4.
o>
Cures Old Chronic Cases where
all other remedies fa.il.
3e sure and ask' jour Druggist for
BRISTOI/S
Sarsaparilla
DAGBÓK.
FIMTUDAGJl. ÁGÚST.
í fangelsi einu í Arkanssas er glæpa-
maður í haldi, er kveðst geta gefið
merkar og áriðandi upplýsingar um æfi-
feril Holmes, marg-morðingjans í Phila-
delphia.^v En neitar að segja nokkuð
fyrr enn.hann fær uppgjöf saka og fullt
frelsi.
Hon. N. C. Wallace, meðlimur do-
minion-ráðaneytisins, hefir verið endur-
kosinn yfirforingi Orange-félaganna
allra í Norður-Ameriku. Ársþing fé-
lagsins hefir staðið yfir í Halifax.
Fundarsal, sem á að hafa sæti fyrir
52,800 áhorfendur, er nú byrjað að
smiða í Dallas, Texas. Þessi mikli sal-
ur er gerður í þeirri von, að hnefaleik-
ararnir nafnfrægu Corbett og Fitzim-
mons berjist þar í haust.
Skýstrokkur og ógurlegt vatnsflóð
olli eignatjóni svo nam milj. í þorpi
einu allmiklu í New Mexico í gær.
FÖSTUDAG, 2. ÁGÚST.
Bóndi í grend við Morris í Mani-
toba byrjaði í gær að slá hveiti sitt. Að
því sem kunnugt er, er hann fyrsti mað
urinn til að byrja hveitisiátt í Manitoba
í sumar. En all-margir eru búnir að
slá talsvert af höfrum og byggi.
Japanítar eru enn að hugsa sig um
hvort þeir eigi eða eigi ekki að ‘verða
við áskorun Rússa og draga alt lið sitt
burt af Port Arthur-skaganum.
Á landafræðisþinginu í Lundúnum
var mælt með að allar stórþjóðirnarlegð
ust á eitt með að kosta suðurheimsskauta
för og var nefnd skipuð til að athuga það
mál og fylgja því fram. Er hugmyndin
að þeirri ferð verði lokið fyrir aldamót-
in næstu.
Nafnfrægur þýzkur sagnaritari
Dr. Henric Sybel, lézt í gærdag.
Ársþing bræðralagsins: “Indðpen
dent Order of Foresters” stendur yfir
Lundúnum, Á þinginu varð í gær
bxáðkvaddnr einn fundarmaðurinn, Dr
John McConnell frá Toronto.
Hinn nýji útríkja ráðherra Breta
Joseph Chamberlain, er hlyntur þv
máli að á fót komist, og sem allra
fyrst, hraðskreið gufuskipalína milli
Canada og Englands.
LAUGARDAG, 3. ÁGÚST.
Indíána-ófriðurinn i Wyoming er á
enda. Af því að ráða hefir ekki einn
hundraðasti af fregnunum um það efni
verið sannar.
Argentina og Chili stjórnir eru sátt
ar orðnar og allar landamerkjaþrætur
niður lagðar—í bráð,
Hefðarfrú í Washington skaut lítinn
svertingjapilt til dauðs í gær, af því
hann var að stela epli af tré í garði henn
ar. Henni félst svo mikið um það að
hún sagði lögreglunni frá. Síðan hefir
hún verið fríkend fyrir líkskoðunarrétti
og mönnum yfir höfuð með því gefið
skyn, að svertingi, sem stelur epli, sé
réttdræpur hvar sem liann næst. Og
þetta í sjálfu heimkynni jafnréttisblást-
ursins óendanlega ! What next ?
Járnbrautafélög og gufuskipafólög
fá ákveðna borgun fyrir hvert ton af
póstböglum, sem þau flytja. Nú kærir
blaðið Chronicle í San Francisco einn yfir
póstþjóninn vestra fyrir svik i þessu
efni. Segir hann láti allskonar rusl í
póstvagninn, til að fá sem mesta punda-
tölu. Geri margir það sama, segir blað
ið auðvelt að svíkja þannig út af stjóm-
inni svo nemi miljónum dollara á ári,
Einn þjóðþingmaður Bandaríkja er
nýkominn til San Francisco eftir dvöl
nokkra á Havaieyjum. Ekki b'st hon-
um á að taka ríki það i Bandaríkjasam-
bandið; segir íbúana óhæfa til sjálf-
stjórnar og segir alt útlit til að dagar
lýðveldis þess séu taldir.
Votviðratíð er nú svo mikil á Cnba,
að uppihald esr á ófriði um stund.
MÁNUDAG 5. ÁGÚST.
Allskæða orustu háðu þeir nýlega
Tyrkir og Macedoníumenn. Tvennum
sögum fer um það hvorir unnu, en um
500 féllu af Tyrkjum, en ekki nema 100
af liði uppreistarmanna.
Að lyktum hafa Tyrkir svarað stór-
veldunum áhrærandi umbætur í Arme-
níu, en það svar þykir í alla staði ófull-
komið og ónóg.
Annar svertingjadrengur vaa skot-
inn til dauðs í Washington í gær fyrir
eplastuld af tré í garði.
$ DocforWhaf i5jfood ^
förclear.simjthe Scatpar.d
"''-:^n;Hair, Iseem to have tried
ei/crytí.:no‘ orvd im la dcgpair
WhjMrs f\ thcvery
bcst"thintfÍ5 PALM0 TáSOAP^
if is splendid for Washin^ (|
f^e fiead ifp.^vent^dryncss
thus pufj an end to Dandruff j
and írcshcns the liair mcely.
■ á5* FCflA LAfiCE TABLET
Kaþólíkar á Ítalíu stinga nú upp á
að kaupa Rómaborg með öllum tilheyr
andi föstum eignum, að Ítalíustjórn,
því skyni að fá endurreist hið verslefj:
vald páfans. Þótt í stórt sé ráðist, er
kyrkjan nógu rík til þess að gera kaup
in, ef Italíustjórn lætur borgina fala.
Varaforseti Bandaríkja, Adlei Ste
venson, er á ferð vestur að Kyrrahafi og
til Alaska. í þetta skifti fer hann með
C. P. R. brautinni; hefur förina frá Tor
onto í dag.
Meginhluti þorpsins Sprague, í Was
hingtonríki, 40 milur fyrir vestan Spok
ane Falls, brann til rústa á laugardag
inn. Eignatjón yfir 81 milj.
ÞRIÐJUDAG 6. ÁGÚST.
Eellibylur með fádæma regni olli
stórtjóni í Nýja Skotlandi í gær. Slík
veður þar eru sjaldgæf.
Norðurálfu stórveldin hafa ákveðið
að svara Tyrkjum þannig og þeirra til
boði, að þar sem svo liti út, að þeir ekki
geti verndað líf og eignir kristinna
manna í Armeníu, ætli stórveldin að
senda þangað ríkisstjórnara, er hafi
stjórn alla á hendi, en í umboði soldáns
Tyrkja. — Sama skejti segir að stjórn
Breta liafi sent Tyrkjum kröfu um að
láta lausa á augnablikinu alla Armeníu
menn í haldi, en sem ekki séu uppvísir
að nokkrum lagabrotum.
Framhaldandi upphlaup og mann
dráp í Persalandi, er stafa af því að
brauð og kornmatur allur hækkaði
verði.
MIÐVIKUDAG, 7. ÁGÚST.
Irar í Bandaríkjunum tala nú um
samtök til að hrífa Irland með valdi úr
höndum Breta. Hugmyndin er að halda
allsherjar fund í September í Chicago til
að ræða um þessa “nýju hreyfingu”
sem kölluð er.
Kornuppskera á Englandi í ár er
minni en í fyrra svo nemur fullum
fimta hluta.
Lögreglustjórnin í Columbia-héra ð-
hefir ákveðið að rannsaka mál
stúlkunnar í Washington (Miss Flag-
ler), sem um daginn skaut svertingja-
drenginn, en sem lfkskoðunarnefnd
bæjarins gerði ekkert úr.
Smithsonian-stofnunin í Washing-
ton hefir veitt Rajdeigh lávarði og próf.
Ramsey i Lundúnum 810,000 verðlaun
fyrir fundning loftefnisinsnýja, ergetið
var um í Öldinni nr. 8, 2. árg.
FIMTUDAG 8. ÁGUST.
Á fundi á Englandi í gær til að
ræða um Armeníumálið, flutti Gladstone
merka ræðu; sagði að stórveldin þyrftu
að vera sanngjörn, en ekki óttast að
heita því, sem kalla mætti þvingunar-
lög, og ótækt væri að þekkjast nokkurt
endurbótaboð Tyrkja, þar stórveldin
hefðu vald til að taka héruðin af þeim.
Demókratar í Iowa hafa ákveðið
að mæla með frísláttu silfurs og að
verðmiðillinn skuii vera 16 móti 1.
Jónatan Jónsson
dáinn 22. Júli 1895.
Nú þegar sumarið broshírt og blítt
og blærinn í dölunum andar svo þýtt
og alt lífið í blóma sér leikur,
þá ertu vinur, sem varst með á braut
svo veglyndur, blíður og trygguríþraut
lagður í lík-kistu bleikur.
Þú máttir ei tefja, þú fara varst fljótt;
flytjast á burtu og hverfa svo skjótt,
til dauða þú dæmdur varst ungur.
Þú fékst ei að lýsa með leiftrandi sál,
né letra þitt göfuga hjartans mál
ó, hvílíkur harmur svo þungur !
Þú áttir ei heima við háreisti og glaum,
þú hljóður varst tíðum og hélst þeirra
er erfitt í lífinu eiga ; [taum,
iú vildir græða hin svíðandi sár,
svala þeim þyrstu og þerra öll tár,
þeirra er af þrautum toiga.
Þótt horfinn sért bróður og hjarta þitt
kalt,
huga mér býrðu og lifa þar skalt,
meðlæti og mæðu kífsins ;
uns sjálfur ég kanna þau koldimm höf,
er kannað þú hefir, fyrir handan gröf,
og finn þig á landinu lifsins.
Já, sofðu nú, vinur, hinn síðasta blund,
und sverði moldar, uns kemur sú stund,
er framleiðir líkam til Íífsins.
En andi þinn svífur um sólgiltan lieim
að sólunnar eilífu bústöðum þeim,
þar’s finnurðu’ ei framar til kífsins.
Skólabróðir.
and Burns are soothed at once with
Perry Oavis’
PAIN KILLER.
It takes out the fire, reduces the inflam-
mation, and prevents blistering. It is
le quickest and most effectual remedy for
pain that is lcnown. Keep it by you.
Stórbrcyting á
munntóbaki.
TUCKETT’S
T & B
Mahogany.
er hið nýjasta og bezta.
Gáið að því að T. ét lí. tinmerh
sé á plötunni.
Tilbúið af
The Geo. E. Tuckett & Son Co., Ltd.
HAMILTON, ONT.
W//VA//PFG,
Wt
and
Shorthand Institute,
Ef þú þarft tilsögn í:
LESTRI,
SKRIFT,
STÖFUN,
REIKNINGI,
BÓKHALDI,
VERZLUNAR-LÖGUM,
BRÉFA SKRIFTUM,
HRAÐRITUN,
TYPEWRITING,
þá farðu á dag eða kvöldskólann að
482 Main Street.
C. A. Eleming G. W. Donald
President. Secretary.
Fruit Store.
Munið eftir aldinabúðinni
405 ROSS AVE.
Þar fáið þið nú, eins og áður,
ALLSKONAR ALDINI,
KALDA DRYKKI,
ÍSRJÓMA,
KAPPI,
SÚKKULAÐI,
VINDLA,
TÓBAK,
SKÓLABÆKUR,
RITFÆRI,
LEIKFFÖNG
og ýmislegt fleira. Vörur vandaðar og
með vægu verði.
John Hall.
Fred Swanson,
MÁLARI.
Eikarmálar, Betrekkir,
Kalsominar.
Býr einnig til
Blyskeyttar rudur
(Leaded Lights)
úr allskonar skrautgleri, og hefir til
sölu gler með alls konar litum og áferð,
töluvert ódýrara en annarstaðar í bæn-
um.
Verkstæði :
300A Main Str.
Heimili :
649 Elgin Ave.
ísLENZKK LÆKNIR
DR. M. HALLDORSSON,
Park River — N. Dak.
ÞURFUM AÐSTOÐAR áreiðanlegri
manna í öllum pörtum landsins (búsett
um eða umfarandi) til að selja ný-upp
fundið meðal og til að festa upp auglýs
ingar á tré, girðingar og brýr í bæjuir
og sveitum. Vinnan er stöðug. Kaup
’ irócentur, eða $65 um mánuðinn of
: erðakostnaður; peningarnir lagðir inr
á hvaða banka sem vill undireins of
byrjað verður. Frekari upplýsingar fási
bfá The World Med. Electric Co. P. O
Box 221. London, Ont., Canada.
Ljósmyndarinn
John McCarthy
mælist til að þér gangið ekki framhjf
sér. Hjá honum fást myndir í fullr:
líkamsstærð; myndir af húsum teknai
þegar um er beðið gamlar myndir end
urnýjaðar og stækkaðar eftir vild.
Alt verk vel leyst af hendi.
Milton N. Dak.
Bj
jór og Porter
um hitatímann:
BASS & COY’S HVÍTÖL
GUINESS STOUT
SCHLITZ ÖL
PABST ÖL
DAVIFS TORONTO ÖL
LABATT LONDON OL
DREWRY’S ÖL
PORTER & BUCKBJÓR Etc. Et«
Fijót afgreiðsla hjá
H. L. CHABOT
Gegnt City Hall
---513 Main Str.
Telephone 241,