Heimskringla - 23.08.1895, Side 4

Heimskringla - 23.08.1895, Side 4
HEIMSKRIXGLA 23. ÁGÚST 1895. Heimskringlu. j J Dagatal # \ f 1895 - AUGUST - 1895 ? \ \ \ Loksins hefir bæjarsrjórnin afráðið að brúleggja Fonseca Ave. með grjóti og sandi frá Main Str. austur að Louise brúnni, og fá sporveg lagðan á strætið. Mrs. E. Jóhannsson fór með börn- umsínum'2af stað til Nýja Íslandsí kynnisför til foreldra sinna á Arnesinu, í gærdag (fimtudag), og dvelur þar um tima. # 4." s. M. Þ. M. Fi. Fö. L- Stephan kaupm. ásamt Mrs. Sig- — - - 1 2 3 ^ urðson, Hnausum, kom til bæjarins á 4 5 « 7 8 » *« é miðvd. og dvelur fmmum mán.mótin. 11 12 13 14 15 1« 17 5 Hnausabryggjan er nú svo langt komin 18 1» 20 21 22 23 24 J aö vinna má það sem eftir er hvernig 25 2« 27 28 2« 30 31 5 sem í vatninu er, en sem til skamms f tíma hefir tafið verkið öðru fremur. Winnipeg. Svar til Gunnst. Ejólfssonar frá Kr. Lifman kemur í næsta blaði; komst ekki að í þessu fyrir þrengslum. Séra M. J. Skaptason brá sér til Selkirk á laugardaginn var og flutti guðsþjónustu,fyrir söfnuði sínum þar á sunnudaginn. Herra Gunnar Gíslason frá Árnes, Man. (Nýja ísl.), sem hefir um stund dvalið hér í bænum, hélt heimleiðis á laugardaginn var. Hr. Hjörtur Leó, skólakennari á Rothbury-skóla í Assiniboia vestra, svarar kæru Goldwin Smiths að Isl. seu á sama stigi og ruslara-lýðurinn af göt- um Lundúna, í Free Press á miðviku- daginn var. Svínaslátrunar- og niðursuðuhús J. V. Griffins & Co., hér í bæuum verð- ur aukið um meira en helming í haust. Frystihús mikið fyrir kjöt, egg og smjör, verður bygt í sambandi við verkstæðíð. Votviðrum er spáð um og eftir mánaðarlokin, og eru því bændur á- mintir að stakka hveiti sitt vel. Spá- menn þessir skora einnig á þá að hafa lokið kornskurði öllum innan viku, því Dr. F. F. Wesbrook, sonur H. S. Wesbrooks, akuryrkjuvélasalahérí bæn um, hefir veríð veitt kennarastaða í bakteriufræði við Minnesota-háskólann í St. Paul. Sem stendur er* hann við samskonar kennarastörf riðinn í Cam- bridge-háskólanum á Englandi. — Dr. Wesbrook útskrifaðist af Manitóba College, svo og af læknaskólanum hér í bænuum. Frostvart varð um sólarupprás að morgni hins 20. þ. m. á ýmsum stöðum vestra og erenn óvíst hver skaði hefir afhlotizt. Margir hafa telegrafað að frostið hafi ekki verið nóg til að gera skaða, en við því má þó búast, að þó kornið máske í sjálfu ser se oskaðað al- veg, falliþaðþóí verði. Hveitikaup- mennirnir hafa venjulega notað slík tækifæri að undanförnu. Póstgöngur á milli fylkisstjórnar- bygginganna og prentsmiðju Hkr. eru, ef mögulegt er, ógreiðari en á Islandi. Vegalengdin er lítið yflr 2 mílur, en 7 sólarhringa var uppskeru-áætlun stjórn arinnar að berast þá leið. — Áætlunin um korntegunda uppskeruna er sem fylgir : Hveiti 29,139,«15 bush.; hafrar 21,887,416; bygg 5,507.310; hörfræ 1.240- 020; rúgur 62,810; baunir (ertur) 24,550. í sambandi við þetta má geta þess, að áætlun stjórnarinnar er álitin langtum minni en uppskeran virkilega verður, enda er það hennar skilda að draga von sé á illu veðri. Þú getur ekki sagt að þú hafir reynt alt við gigt fyrr en þú ert búinn að brúka Ayer’s Pills. Mörg hundruð hafa læknast af þeim, og aðeinsaf þeim. Þær voru á heimssýningunni álitnar hið bezta af leysandi meðölum. Hveiti-kaupmenn og hveitimylnu- eigendur margir frá Minneapolis komu til bæjarins snögga ferð á laugardags- kveldið og dvöldu til miðnættis. W. W. Ogilvie, frá Montreal, farmaður Ogilvie félagsins stóra, var hér staddur <og hélt gestunum veizlu á Hotel Manitoba. fremnr úr, en ýkja. MannaXát: í siðasta blaði “Austra” er þess getið að látist hafi 1. Júní hús- freyja Kristbjörg Sigurðardóttir á Ask- nesi í Mjóafirði í Suðurmúlasýslu, 32 ára gömul. Hafði látist á Eskifirði eftir mánaðarlegu. “Hún var,” segir “Austri,” "í föðurætt 3. maður frá Kristjáni sál. á Illugastöðum föður præp. B. Kristjánssonar og Christjáns- sens sál. amtmannS, en í móðurætt 4. frá Jónasi sál. í Hvassafelli, móðurföður Jónasar Hallgrímssonar skálds.” — Hún lætur eftir sig 2 börn og ekkju- mann — Svein Ólafsson, bróður Einars Ólafssonar ráðsmanns Hkr. í tímaritinu “Westminster Review” (Lundúnum) í Ágúst-heftinu ritar Dun- can McArthur, formaður Commercial bankans fallna, langa grein um nauð- syn á bygging Hudsons Bay brautar- innar. Mælir hann með að Fort Churchill, en ekki Fort York, verði endastöð brautarinnar við flóann. Ekki einn einasti af þeim sem hafa brúkað Ayer’s Sarsaparilla samkvæmt forskriftinni hafa kvartað um að hún komi ekki að notum; og það sem er enn meira, — við höfum ekki enn heyrt get- ið um að þeir sem hafi brúkað hana hafi ekki að einhverju, eða öllu leyti batnað af henni. Þetta segja mörg hundruð lyfsalar hingað og þangað um landið. Hún læknar aðra og mun lækna þig. Til 15. Ágúst hafa í sumar verið bygðar samtals 54 kornhlöður í Mani- toba, er til samans taka 1.699,000 bush. af hveiti. Áður voru til kornhlöður í fylkinu og í Port Arthur og Fort Willi- am, ertóku 11,877,700 bush. Alls eru því til kornhlöður hér vestra fyrir 13, 576,700 bush. nú sem stendur, en svo er búizt við að fleiri hlöður verði bygð- ar í haust, Prof. Oleskoe, kennari í akur- yrkjufræði í Asisturriki, laom til bæjar- ins á mánudaginn og ætlar að ferðast um öll Norðvesturhéa'uðin. Hann er sendur af Austurríkisstjórninni til að leita eftir hentugri nýbygð fyrir austur- ríska bænkur. er ekki hafa tækifæri heima fyrir þröngbýli. " í fyrra fóru 50,000 þeirra til Suður-Ameríku, en gengur þar hörmulega. Því afréð stjórnin að líta eftir hæli á sléttunum miklu í Vestur-Canada. Opes Court (Chicago) heldur enn áfram í framröð fræðiblaða og á það sannarlega skilið að kaupendur þess fjölgi. Það er naumast kostur á jafn- góðu fræðiblaði fyrir jafnlítið verð,einn einasta dollar um árið. — I nr. 415 (8. Ágúst) birtist merkis ritgerð um Bud- dah-trúna í Japan og hversvegna liún muni halda áfram að verða aðal-þjóð- trú þar, eftir Mr. C. Pfoundes, fyrrver- andi sjóforingja Breta, sem búið hefir fjölda-mörg ár í Japan og lagt sig eftir trúfræðislegum rannsóknum. “Open Court” sýnir mönnum betur hið innra líf Japaníta, enn sem komið er, en nokk urt an'nað blað í landinu. Og þar sem Japanítar eru óðum að nálgast það stig að viðurkennast sem eitt stórveldið, er fróðlegt og gagnlegt að kynnast þeim sem bezt verður. Þar eð aðeins 97 númer, hvert á 10 cents, seldust að kökunnisem “rafla” átti til styrktar hospítalinu á íslend- ingadaginn og af því að 203 númer eru eftir sem ætlast var til að dregin væru, þá læt ég hérmeð viðkomendur vita að það verður ekki hægt að draga um kök- una, þar sem búast mætti við að það rétta númer væri ódregið. Ég hefi þvi álitið rétt að hafa það þannig: að þeir sem vildu kæmu til mín og fengju sín cents aftur, en hinir sem vildu styrkja fyrirtækið gæfu þau cent sem þeir kynnu að hafa lagt í þetta, og auka þannig þá peninga, sem ég álít að hægt sé að hafa upp úr kökunni, með því að selja hana; sem ætti að verða alt að $15 og skal ég svo síðar auglýsa upphæð- ina alla, og um leið afhenda Mr. Á. Friðriksson, svo hann geti afhent þá hospítalsnefndinni. G. P. Tiiordahsox. Cuts, 5cratcb«s, Sprairjs, and all pains, extemal or intemal, are instant- ly rclievcd by PERRY DAVIS’ PalnKiller. This old remedy is known. used ar.d sold ewrywáerc, Gclitand keep it t>y you. Hra. Sigurbj. Jónsson og Þorlákur Schram, frá Hnausum, heilsuðu upp á okkur í gær. I Dr. D. W. Stevenson, canadiskur kristniboði í Kína, kom til bæjarins á þriðjudagskvöldið var með konu sma og 3 börn. Er hann nú gersamlega eignalaus eftir upphlaupin í sumar og átti líf sitt og sinna að launa nokkrum Kinverjum, er hann hafði læknað og hjálpað á ýmsan hátt . Hann var 2000 mílur upp frá ströndinni, eftir því sem leið liggur, í héraði (Sz-Chuan) sem tel- ur 50 milj. íbúa. Yar hann í höfuðborg héraðsins Cheng-tu, er telur \ milj. íbúa. TJmhverfis hana er múrveggur 50 feta hár, 50 feta breiður og 16 mfiur á lengd. Hann segir að enginn geti gert sér hugmynd um vald yfirboðaranna í Kína, er valdir séu að þessum upp'- hlaupum, en ekki lýðurinn. Lægsti valdsmaðurinn, ekki síður en sá liæzti hefir vald til að láta hálshöggva mann án þess nokkur viti sök til og án þess nokkur rannsókn sé hafin. Héraðs- stjórinn í Sz-Chuan hafði á 8 arum dregið undir sig $50 milj. af fé lýðsins ogfyrir það átti að svifta hann völdum, en það gengur seint í Kína. I millitíð- inni hugði hann að skakka leikinn og á- vinna sér hylli keisarans með því að flæma úr héraðinu og myrða alla er- lenda menn — “erlendu djöflana,” sem þeir einu nafni eru nefndir, hvert sem þeir eru kristniboðar eða ekki. Fred Swanson, MÁLARI. Eikarmálar, Betrekkir, Kalsominar. Býr einnig til Blyskeyttar rudur (Leaded Lights) úr allskonar skrautgleri, og hefir til sölu gler með alls konar litum og áferð, töluvert ódýrara en annarstaðar í bæn- um. Verkstæði : 32ob Main Str. Heimili : 649 Etgin Ave. Peningar lánaðir til að byggja kaupa eða endurbæta heimili manna, og til að hefja gamlar áhvfiandi veðskuldir. Tveggja til fimmtán ára tími gefinn til afborgunar. Áfborganir mán- aðarlega, sem er vanalegasti borgunarmátinn. Upplýsingar um skilmála vora fást kostnað- arlaust. . Globe Saving & Loan Co. E. W. DAY Manager, 383 Main Str. Kennara vantar við Baldurskóla frá 1. Nóv. þ. á. til 31, Marz 1896. Umsækjendur geti þess hvort þeir hafa staðizt kennara- próf, eða hafi tímabils-leyfi, og tiltaki mánaðar-laun. Tilboðum veitt mót- taka af undirskrifuðum til 3. Okt. næst- komandi. Hnausa, Man., 14. Ágúst 1895. O. Guðm. Akraness Sec.-Treas. Þjóðólf 1895 skal ég enn reyna að útvega, hjá útg., enda þótt hann riti mér, að hin merki- lega Ka/mbtránssaga, sé nær uppseld. Ég tek á móti pöntunum, að blaðinu með þ. á. hlunnindum, einuvgis fram til 30. þ. m. (Ág.,) til þess að ná í Septem- ber póst. Utanbæjarmenn geri svo vel, að láta “blaðverðið fylgja pöntun. Ég skila því auðvitað aftur ef ekki fást öll — sex — fylgiritin. Heill árg. er : $1.74, hálfur $1.40. Þjóðviljinn yngi 1895. 80 bls. sðgwafns verð $1.00 er til handa nokkrum lysthafendum. ATH. Ég sendi peninga hehn um þann 30. þ. m., geta því þeir, er hafa beðið mig, og fieiri, notað sama færi, til að senda litlar peninga upphæðir til ritstj. ofangreindra blaða. Áðeins kom- ið peningunum til mín í tíma. Wpg. Fort Rouge 20. Ágúst 1895. J. E. Eldon. Hjóna-djöfullinn. Smásaga eftir J. Magnús Bjarnason. Framh. “Jú, líklegast! Ég verð sjálfsagt að láta hann koma heim, en þú veizt hversu þungt mér fellur það”. -‘Já, darling ! ég veit það, en þú mátt reiða þig á það, að ég stend við það, sem ég hefi lofað”. “Ég veit það, elsku vinur, að þú bregzt mér aldrei”. Og svo lagði hún handleggina um hálsinn á honum og kyssti hann. Hón- um varð svo sem ckkert hverft við það, og það leit alls ekki út fyrir að þetta væri í fyrsta skiftið, sem hún lagðj hendurnar um hálsinn á honum og kyssti hann. Hann roðnaði að sönnu ofurlítið eins og hann rankaði við þvi, að það hefði nú annars verið annars manns kona, sem var að kyssa hann. En hún—nei, hún roðnaði ekki, það að eins brá dálítið greinilegri kæruleysis- svip yfir blóðríka andlitið hennar. Svo setti hún á sig hattinn sinn, tók sólhlíf- ina sina og gekk með manninum, sem hún elskaði, út á götuna og í áttina til innflytjendahússins. Aldrei er eins mikið um að vera meðal Yestur-íslendinga, eins og þann dag, sem fólk kemur frá gamla Islandi, —það er reglulegur hátíðisdagur fyrir þá. Flestir hætta starfi Sínu, fara í beztu fötin sín og þjóta af stað til inn- flytjendahússins, sumir til að taka á móti vinum og vandamönnum, og aðr- ir til að sjá að eins einu sinni enn lahds- menn sína í þeirra óbreytta, al-íslenzka fargi—til að sjá eitthvað það, sem þeim áður þótti viðfeldið, en sem þeirnú hafa lagt niður, og vilja ekki og geta ekki tekið upp aftur. í þetta skiftið var innflytjendahúsið venju fremur fullt af Winnipeg-Islend- ingum, og það var að eins með ógurleg- um erviðismunum að Albert gat rutt sér og vinkonu sinni braut í gegnum mannþyrpinguna, sem stóð í ganginum fram við dyrnar. Svo byrjaði nú leit- in. Og aldrei ætluðu þau að geta fund- ið manninn, sem þau vildu finna. “Er þetta ekki hann ?” spurði Albert hana í hvert skifti, sem hann sá gamlan mann nýkominn, ekki sízt ef það var nú held- ur ófrítt gamalmenni. Nei, nei, það var ekki hann. Þau spurðu hvern af öðr- um af hinu nýkomna fólki, hvert ekki hefði komið með í hópnum maður sem héti Páll Pálsson —aldraður maður. Jú, jú, flestir könnuðust við hann. Hann var þarna fram við dyrnar, eða hjá glugganum þeim arna rétt áðan. Jú, jú, það held ég, hann var vist með í hópnum. Og loksins fundu þau hann. Hann sat á poka innst inn við stafn þar í hús- inu, og studdi hægri hendinni undir hökuna, en hinni vinstri hélt hann utan um selskinnstösku, sem hékk við hlið hans. Hann var kraftalegur maðnr hann Páll, bæði hár og þrekinn, og með stór- an herðakistil í tilbót. Andlitið var samt þreytulegt og lífsreynslu-mótið var greypt svo makalaurt skýrt á enni hans, að varla er mögulegt að hugsa sér það skýrara—mótlætið hafði skilið þar eftir eftir sín auðþekktu för, og tíminn hafði ritað þar æfisögu hans í fáeinum óafmáunlegum línum. “Þá er ég nú loksins búin að finna þig”, sagði Kristín um leið og hún lagði hendina á öxlina á manninum sin- um. Það var eins og Páll vaknaði a f þungum dvala. Hann spratt snarlega á fætur, tók konu sína í fang sér.þrýsti henni fast að barmi sinum og kyssti hana heitt og innilega. Þunglyndis- svipurinn virtist hverfa af þreytulega andlitinu hans, og hann sýndist sem allra snöggvast verða svo ungur og svo fríður. Reyndar varð hún þess ekki vör. Hún losaði sig bara úr faðmi hans ofboðhægt og gætilega, leit til Alberts og roðnaði ofurlítið í framan, eins og hún hefði fundið til þess, að hún ósjálf- rátt hefði gert sig seka í einhverskonaJ aulaskap, — en sem þó í raun og veru væri afsakandi undir kringumstæðun- um. Svo tók Albert undur vingjarnlega í hendina á Páli, kvaðst vera makalaust glaður að sjá hann, og bað hann vera velkominn til Ameríku o. s. frv. Þar næst fór Kristín að segja manninum sínum frá því, að þetta væri hann Mr. Albert, og væri vinur þeirra beggja, og síðar skyldi hann fá að vita hve mikið ið gott þessi maður ættí af þeim skilið. Það var eins og Páll yrði alveg agn- dofa og hann sagði ekki eitt einasta orð. Hann einblíndi fyrst lengi á Al- bert, eins og hann langaði til að grensl- ast inn í innstu fylgsni sálar hans. Og svo var eins og hann gætti að einhverj- um þeim merkjum á andliti þessa unga manns. sem lýstu þeim eiginlegleikum, sem honum gazt enganveginn að, — en aldrei hafði hann séð manninn fyrr. Svo leit hann framan í andlitið á kon- unni sinni og svo aftur á Albert, og þá gætti hann alt í einu að því að þau litu hvort til annars. Hann sá Albert skifta litum, og hann sá kærnieysiííbresið, sem allra snöggvast lék um annað munn- vikið á Kristínu. Svo breyddist þung- • lyndis-spipurinn aftur yfir þreytulega i-> R ceriaiii rcined}' ba*c<l on a clcar know- le<Jþ;o ot tl.o diícaaen ib wus croated to Curc. LARGH B0TT.E 25 CEN7S. andlitið hans, — það virtist nú enn þreytulegra en áður, mæðuJörin urðu þar enn skýrari og æfisaga hans sýnd- ist standa enn ljósara riruð í fáeinum línum á enni hans. En í .augu hans kom einhver undarleg skerpa, og þau urðu svo hvöss og svo skýr, en þó jafn- framt kvikleg, — það var eins og allur hans innri maður hefði dregið sig sam- an fram á enda sjóntaugarinnar til þess að geta séð í augnaráði þeirra Alberts og Kristínar, eins vel og auðið yrðí það sem hann þó gjarnan vildi ekki þurfa að sjá. Svo sagði Kristín manninum sín- um, að hann skyldi strax koma heim með sér, því það væri víst tími til kom- inn, að hann fengi að sleppa úr þessari blessuðu “emigranta”-ös, og hvíla sig eftir alt ferðalagið, Páll ætlaði að þrífa upp stóra pokann, sem hann hafði setið á—því hann átti hann, en Kristín hélt að hann þyrfti elcki að hafa fyrir því, pokinn yrði fluttur heim með öðrum far ang hans einhverntima fyrir kvöldið. Hann lét þvi pokann eiga sig og rudd- ist því næst út í gegnum mannþröng- ina á eftir konu sinni og fylgdarmanni hennar. Svo gengu þau öll saman heim þangað sem Kristín hélt til. Fyrst gengu þau hjónin hlið við hlið og Al- bert á eftir, en svo greiðkaði hann spor- ið svo hann gekk þeim samsíða, þannig, að Kristín var á milli þeirra, og að síð- ustu atvikaðist það einhvernvegin svo, að Albert og Kristín gengu saman á undan, en Páll spölkorn á eftir þeiin. Þegar þau voru öll komin í herbergi Kristínar, fór hún að spyrja mann sinn frétta. Leið öllum kunningjum hennar á Islandi vel? Já, ekki vissi hann ann- að. Var amma hennar enn á lífi ? Jú, það var hún þegar hann fór. Voru þau enn í kotinu, hann Jón og hún ‘Asta? Nei, þau votu nú komin á sveitina. Voru þau búin að gifta sig, hann Siggi og hún Tóta? Það varð nú ekkert af því, ogbamið lenti á sveit- ina. Og svo kom spnrningin, sem mest var áríðandi. Kom liann með þennan arf ? Ja-á. Það lýptust brýrnar á Albert. Voru það miklir peningar? Rúm- lega tvö þúsund krónur. Háfði hann þaðaltásér? Já, það var alt í sel- skinnstöskunni. Og Páll, sem aldrei tók hendina af þessari dýrmætu ,sel- skinnstösku, virtist nú halda enn fast- ar um hana. Því næst fór Kristín að lýsa undrun sinni yfir því, að töskunni skyldi ekki hafa verið stolið af honum, eða þá einhverju úr henni, á svo langri ferð og innan um svo margt fólk. Hún sagði, að það þyrfti strax að láta pen- ingana á banka, fyrir því að ekki væri hættulaust að geyma þá í því herbergi þar sem svo margir gengju um, með því líka að svona mikið fé mætti ó- mögulega liggja rentulaust, — hann skyldi bara hugsa til þess stórkostlega ógóða, sem það hefði í för með Sér. Páll var nú samt ekki á því að láta peningana á banka, svona fyrsta dag- inn, — þaö mætti gera það síðar—hann mundi geta geymt þá enn, eins og að undanförnv. Kristín miunti hann þá á það, undur hógværlega, að þetta væri nú arfurinn sinn, og að hún ætlaði nú í þetta skifti—rétt að eins í þetta skiftið —að ráða sínu fé sjálf. En hvOrt sem þau töluðu um þetta lengur eða skem- ur, þá varð loksins sú niðurstaðan, að hann lét tilleiðast, og taldi fram á borð- ið rúmar tvö þúsund krónur í ensku gulli. Og svo fór Albert, að ráði Krist- ínar, með alt þetta fé út í bæinn, til að setja þaðá óreiðanlegasta bankann, svo það skyldi ávaxtast og hafa stórkost- legan hag í för með sér. Svo liðu þrjár vikur. Kristín vann á þvottahúsinu á hverjum virkum degi, og kom æfinlega seint heim á kvöldin. Páll var alt af heima, nema þegar hann brá sér yfir í næsta hús til að spyrja sig fyrir um vinnu bjá piltum, sem þar héldu til og höfðu lofað að reyna að útvega honum eitthvað að starfa við einn skurðinn, sem verið var_aö grafa þar í grendinni, því Páll vildi út af lífinu fara að vinna —vinna sér inn nokkra dollara ; hann hafði ekki vanist því að vera svona lengi iðjulaus. Það bar samt ekkert á því að hann kynni svo illa við sig í Winnipeg. Hann var að sönnu alt af jafn þreytulegur á svipinn, en augna- ráð hans lýsti engum sérlegum ókyrr- leik, nema þegar Albert kom þar, sem þó var ekki oft þessar þrjár vikurnar. En þegar hann kom þangað urðu augu .-Páls æfinlega svo undarlftgít kvildeg, og æfinlega setti PálL sömu spui-ning- inguya fyrir Albert: “Ertu alveg viss um að það sé nú óhætt að hafa pen- ingana þarna á bankanum—getur ekki skeð, að þessi banki falli ?” En Albert var alt af mjög vingjarnlegur við hann og fullvissaði hann um það, að pening- arnir væru all-right. Framhald. [öí^Daindf^u ff Gentlemen fino PalivíoTar, Soap EXCELLENT Itcleanses the SCALP, RELIEVES (THE DRYNESS AND ,S0 PREVENTS HAIR FALLiNG 0UT. ClG Cake§ HandsoM . puT UF Stórbreyting á munntóbaki. TUCKETT’S T & B Mahogany. er hið nýjasta og bezta. Gáið að því að T. & II. tinmei'Ii sé á plötunni. Tilcúið af Tiie Geo. E. Tuckett & Son Co., Ltd. HAMILTON, ONT. Fruit Store. Munið eftir aldinabúðinni 405 ROSS AVE. Þar fáið þið nú, eins og áður, ALLSKONAR ALDINI, KALDA DRYKKI, ÍSRJÓMA, , KAEFI, SÚKKULAÐI, VINDLA, TÓBAK, SKÓLABÆKUR, RITFÆRI, LEIKFFÖNG og ýmislegt fleira. Vörur vandaðar og með vægu verði. John Hall. ÍSLENZKR LÆKNIR DR. M. HALLDORSSON. Park River — N. Dak. ÞURFUM AÐSTOÐAR áreiðanlegra manna í öllum pörtum landsins (búsett- um eða umfarandi) til að selja ný-upp- fundið meðal og tií að festa upp auglýs- ingar á tré, girðingar og brýr í hæjum og sveitnm. Vinnan er stöðug. Kaup : prócentur, eða $65 um mánuðinn og ferðakostnaður; peningarnir lagðir inn á hvaða banka sem vill undireins og byrjað verður. Frekari upplýsingar fást hjá The World Med. Electric. Co. P. O. .Box 221. London, Ont., Canada. Ljósmyndarinn John McCarthy mælist til að þér gangið ekki framhjá sér. Hjá honum fást myndir í fullri líkamsstærð; myndir af húsum teknar þegar úm er beðið gamlar myndir end- urnýjaðar og stækkaðar eftir vild. Alt verk vel leyst af hendi. Hlilton IV. I>al<. Bjór og Porter um hitatímann: BASS & COY’S HVÍTÖL GUINESS STOUl' SCHLITZ ÖL PABST ÖL DAVIFS TORONTO ÖL LABATT LONDON OL DREWRY’S ÖL * PORTER & BUCKBJÓR Etc. Etc . Fljót afgreiðsla hjá H. L. CHABOT Gegnt City Hall--5X3 Main Str. Telephone 241. COPYRIGHTS CAIV I OBTAIN A PATENT ? For a Rrompt answor and an honest opinion, write to IIIN N «v CO.« who have had nearly flrty yeara* experience in the patent busiíieHS. Communicar- tlons strictly confldential. A Ilandliook of In- formation concerninfr I'ntentH and how to ob- tain them sent free. Also a catalogue Of mechan- ical and scientlflc books sent free. Pa.tents taken through Munn & Co. receivo special noticeint-he Scicntlfic Aiiicricnn. and thus are brought widely before tbe public with- out cost tothe invcntty. Th*s sniöíwlid Rapor, ismieii wceklr, elegaiífly íllustrated, has by Mr Ihe larjrest qjVculatiou of aay scienHMIc work in tho conifw ftOnt frae. Buildipc BdWion. na»nth-ly, fl.Via year. ceiit*. Kverymnnber oorjjtoins beau- tiful pkites, in ooiors, mid pliot-opraphs of rtow houses, wtth pians, eiMibling tmilders to show tho oontiwds. Address MUÍw & OO., NuW YOUK, iitj 1 BltOÁilWAY. TH Z PZKFZCT TEA INITS NATiVr PURiTY. " Monscon " Tca is psckcd >i',dcr the supcrvision ofthe Tea jjrowers, and is a«J vcrticctl and sold by them ns .a satnplcof the bcst qualitiesof Indlan and Ceylon Teas. For tliat reason ilwy scc that none but the vcry fresh leaves go into Monr.oon packa^es. Thntiswhv “Monsoon.' the pcrfcctTea, canbe Bo’d at the same price as infcrior tca. It is put up in sealeJ caddics of J4 lb., i lb. and 5 lbs , and sold m three flavours at 40C., 50C. and 60C. If your g'r-'r--do ’s rot V-cep it. tell him to write fn STEEL. £: v O., nand 13 Front St. East, Toronto.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.