Heimskringla - 06.09.1895, Blaðsíða 3

Heimskringla - 06.09.1895, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 6. SEPTEMBER 1895. 3 Mikael Strogoff, # eða Síberíu-förin. Eftir Jules V?rne. “Nafn þitt?” spurði liann hranalega. “Marfa Strogoff”. “Þú átt son ?” “Já”. “Hann er sendiboði keisarans?” “Já”. “Hyar er hann?” “í Moskva”. “Hefir þú engar fregnir af honum? ” “Engar”. “Hvað er langt siðan þú fréttir af honum?” "Tveir mánuðir”. “Hver var þá þessi ungi maður, sem þú kallaðir son þinn áðan, á póststöðinni ?” “Einhver Síberíu-maður, sem mér sýndist svo líkur syni mínum, Það var í tíunda skiftið sem ég hefi þannig vilzt á mönnum síðan þessi mannfjöldi kom í bæinn. Mér finst ég sjá hann allstaðar!” “Svo þessi ungi maður var ekki Mikael Strogoff ?” “Það var ekki Mikael Strogoff”. "Veiztu, gamla kona, að ég get pínt þig þangað til þú segir mér allan sannleikann ?” “Ég hefi þegar sagt þér satt. Pintingar megna ekki að breyta orðum mínum hið allra minsta”. “Þessi Síberíumaður var þá ekki Mikael Strogoff ? spurði Ogareff aftur. “Nei, það var ekki”, svaraði Marfa gamla einnig í ann- að sinn og bætti svo við : “Getur þú ímyndað þér að ég fyrir nokkur heimsins gæði myndi neita að viðurkenna soninn, sem guð hefir gefið mér ?” Ogareff svaraði spurningu bennar ekki, en illu auga leit hann á gömlukonuna. Hann dróg ekki minsta efa á að kerling hefði séð rétt, að hún hofði þekt son sinn. Væri nú þessu þannig varið, hefði sonurinn fyrst afneitað móðurinni og hún síðan honum, þá hlutu að vera til þess einhverjar meir en smávegis ástæður. Ogareff var þess fullviss að Nikulás Korpanoff, sem átti að vera, var í rauninni enginn annar en Mikael Strogoff, sendiboði keisarans, sem nu var að flytja einhver áríðandi boð, boð, sem honum var nauð- synlegt að ná í, ef nokkur ráð væru til. í þvílíkri ferð var auðvitað að sendiboðinn mundi ganga undir fölsku nafni og fara í dularbúningi. Þessum manni þurfti að veita eftirför, og samstundis skipaði hann flokk manna til þess. “Sjáið um að kona þessi verði flutt til Tomsk”, sagði hann að því búnu og sneri til Mörfu. Hermennirnir gripu hana eins og sakadólg og drógu hana burt, en Ogareff horfði á eftir henni og bætti við : “Þegar tíminn kemur veit ég ráð til að losa um tungu hennar, nornarinnar þeirra arna !” 14. KAPÍTULI. Baraba-m ýrarnar. Það var heppni að Strogoff fór hurt frá póststöðinni á þessu augnabliki. Skipun Ogareffs var innan stundar kom- in til allra varðmannanna við borgarhliðin og fylgdi nákvæm lýsing af honum, er einnig var send öllum liðsforingjum í grendinni. Með þessu átti að fyrirbyggja að þessi viðsjáls- maður kæmist burt úr Omsk. En skipunin kom um seinan. í stað þess að bíða eftir náttmyrkrinu eins og hann í fyrstu ráðgerði lagði hann á tvær hættur af stað. Og nú var hann kominn út fyrir alla varðmanna-hvirfinguna og hestur hans á harða stökki austur sléttuna. Af því honum var ekki gerð eftirför undireins var vísara en ekki að hann hæri und- an. Klukkan var orðin átta um kvöldið, 29. dag Júlí, þegar Strogoff hleypti á sprett austur frá Omsk. Þessi bær er sem næst mitt á milli Moskva og Irkutsk, og ef Strogoff vildi verða á undan Törturum til Irkutsk varð hann að ná þang- að innan tíu daga. Óheppni stórkostleg var það, að fundum hans og móðurinnar bar saman, því nú mátti ganga að því vísu, að dulargervi hans var rofið. Ivan Ogareff var nú kunnugt orðið að sendiboði keisarans var á ferðinni austur til Omsk, ef ekki lengra. Boðskapurinn, sem hann var með, hafði stórvægilega þýðingu. Strogoff vissi því og viður- kendi áð alt kapp yrði lagt á að hefta för sína og að höndla sig. En það vissi hann ekki, gat lauðvitað ekki grunað það, að Marfa Strogoff var í haldi hjá Törturum að fyrirskipun Ogareffs, að sá tími var að nálgast að hún skyldi hæta, ef til villmeð lífi sinu, fyrir þá eðlilegu ást á syni sínum, sem hún sýndi, er hún víldi falla í faðm hans og heilsa honum með fögnuði. Það var vel að Strogoff vissi ekki þetta. Mundi hann hafa staðizt þá miklu raun ? Strogoff hvatti hest sinn til framsóknar og af tilþrifum hans mátti ætla að hann hefði sömu löngunina, sama kappið að komast áfram eins og sá er í hnakknum sat, Tilgangur Stro goffs var að komast til næstu póststöðva á sem styttstri stund og útvega sér þar nýja hesta og enda betri reiðfæri. Á miðnætti var liann kominn 70 verst ;austur fyrir Omsk, til þorpsins Koulikovo. Þar var póststöð, en eins og honum hafði komið í hug, var þar hvorki hesta eða vagn að fá. Tartara njósnarar höfðu látið greipar sópa um slétt- una og þjóðveginn og stolið öllu steini léttara, eða fastsett sínu liði til notkunar. Það var með nauðung að Strogoff gat fengið hressingu keypta handa ser og hestinum. Úr því svona var, var i hæsta máta áríðandi að fara vel með hestinn og ofbjóða honum ekki, því það var óvíst hvar hann gæti fengið nýjan hest. Jafnframt var engu síður á- ríðandi að komast sem lengst á undan væntanlegum leitar- mönnum. Afréði hann því skjótt að dvelja stutta stund í þorpinu, og að klukkustund liðinni var hann kominn á ferð- ina aftur. Til þessa hafði Strogoff fengið ákjósanlegasta ferðaveð- Hiú var að visu allmikifl, en ekki þvingandi. Nóttin var ekki enn orðin löng, og þar þem tunglið skein út á milli skýjanna öðruhvoru og lýsti alla séttuna, var ratfært 'æl að næturlagi. Svo var Strogoff líka svo kunnuguf á braut- inni aflri, að hann efaði ekki eða hikaði sór við að ferðast á nóttunni. Og þó hugsanir hans væru eðlilega þreytandi, lét hann þær aldrei buga skarpskygni sína, en stýrði hestin- um í áttina til Irkutsk, svo óhikað og krókalaust, eins og seei hann borgina framundan sór á vellinum. Þegar hann stundum nam staðar við brautamót, var það ekki til þess að líta eftir vegi, heldur til þess að lofa reiðskjótanum að blása nös. Með köflum fór hann af baki og lét hestinn hlaupa lausan, og smámsaman lagðist liann flatur, lagði eyrað nið- ur að harðri grundinni og hlustaði eftir jódunum og liófa skellum, en er ekkert var að heyra, er vakið Tgseti grunsemi hans, hélt hann ferðinni áfram. Éf þetta hefði alt getað gerzt að vorlagi á meðan dags- ljósið varir sólarhringinn út ! Þá hefði verið hægra og vandaminna að leggja í þessa ægilegu langferð. Morguninn eftir, 30. Júlí, um klukkan 9, for Strogoff austur um þorpið Touroumoff, og tók þá við mýra og fióa- hérað, sem nefnt er Baraba. , Á þessu sviðiöllu, um 300 verst, eru ótal torfærur á veg- inum, gerðar af náttúrunnar hendi. En Strogoff var þvi ekki ókunnugur né óviðbúinn, og var þess líka fuflkomlega viss, aðhannmundi yfirstíga þær torfærur allar. Þessir víðáttumiklu Baraba-flóar, er liggja milli 52. og 60. norðurbr. stigs, taka á móti öflu þvi regnvatni á slétt- lendinu, er ekki hefir framrás vestur í Irtyoh, eða austur í Obi-fljótið. Jarðvegurinn á þessu sviði öllu er límkendur leir, sem ekkert vatn gengur gegn um ; vatnið staðnæmist því í þessari miklu hvilft og gerir hana ill-færa yfirferðar í hitatíðinni. En um hana þvera liggur vegurinn til Irkutsk milli fenja, tjarna og grafninga, er í sólarhitanum og fyrir áhrif hans anda frá sér banvænni eiturgufu, sem ferðamann- inum er eins hættuleg eins og vegurinn um þetta forað ut af fyrir sig er þreytandi fyrir menn og skepnur, Ferðamaður, sem fer þessa leið á vetrardegi, hefir ekkert af þessum óhollu, illfæru forum að segja. ísinn og snjór- inn hafa þá heflað yfir allar mishæðirnar, og sleðínn þýtur yfir það sem þá sýnist vera eggslétt grund. Þá flykkjast og veiðimenn að þessari ógna-hvilft til að skjóta merði, savala og þá tegund af tóum, sem eru í hæstu verði fyrir belginn, Þetta dýrasafn er hvergi meira í Siberíu en í þessari dæld og þangað stefna líka veiðimenn úr öllum áttum strax þegar frystir á haustin. Á sumrum er engin slik veiði möguleg þó þurkatíð sé ; sé votviðrasamt verður enda þjóðvegurinn algerlega ófser. Strogoff knúði hestinn sporum út í þetta einkennilega grashaf fram undan, svo ólíkt sléttunni umhverfis sem orðið gat: Svörðurinn var ekki lengur þurr og harður og grasið lágt og þétt, er reynist svo kjarngott íóður fyrir Siberíu- hjarðirnar allar. Hann var ekki lengur á útsýnisvíðum velli, heldur í óþrotlegum runnum af hrískendu stórgresi. Þetta gras var fimm til sex feta hátt, en umhverfis rætur þess mosabyngir og annar þvílíkur gróður, er rakinn að neð- an, en hitiun að ofan framleiddi í risalega storum stfl. Sumt af grasinu var tröflslega stór stör, en sumt var trjákent og stíft og seigt eins og tágar, er fléttaðist saman og myndaði þvælu mikla, sem ill-mögulegt var að slita sig fram ur. Á toppi stanganna, hverju nafni sem nefndust. blöktu marglit ir ljómandi blómsturhnappar, er stráðu út frá sér angandi ilm og blönduðu honum saman við hina eitruðu gufu upp úr forinni undir fæti. Um þetta háa gras smaug nú Strogoff og lét hestinn brokka þegar kostur var. En svo voru stengurnar háar, að þær huldu hann gersamlega og var hvorttveggja jafn- ómögulegt nú, að hann sæi aðra og að aðrir sæu hann. Þó gátu leitarmenn, ef nokkrir hefðu verið rett a eftir, alt af greint þjóðveginn og jafnframt þvi það, að einhver eða ein- hverjir voru á ferð um hann. Það gatu þeir ráðið af sund- fugla-röstinni, sem stöðugt streymdi í loft upp með vængja- þyt og kvaki á örmjórri spfldu í flóanum. Þeir fluðu alt af er Strogoff nálgaðist og gáfu þannig til kynna, að maður var þar á ferðinni. Þegar út á stargresis-haf þetta var komið, var vandræða lítið að rata brautina. Hún sást alt af fleiri og færri faðma fram undan, stundum þráðbein á milli tveggja tága-búska og stundum í sveig með fram tjörn eða dýi. Sumar þessar tjarnir voru margar verst á lengd og breidd og mundu sum- ir því fremur nefna þær stöðuvötn en tjarnir. Sumstaðar hafði hrísdyngjum verið fleygt yfir foröð og keldur og þær siðan þaktar með hinum límkenda leir umhverfis, og lék þá alt á reiðiskjálfi, er um þessar hrýr var farið. Sumstaðar voru hrísrastir þessar óslitnar á 200—300 feta svæði, og svo er hristingurinn mikill, þegar um er farið, að kvennfólk í vagni hefir fengið ógleði, eins og væri það á skipi í sjóróti. Strogoff reið geist, fór ýmist á brokki eða stökki og lét hestinn stökkva yfir keldu eftir keldu, skoru eftir skoru. En hversu hart sem hann fór, gat hann þó ekki flúið hin vængj- uðu meinvætti, er ásækja með stakri grimd alt sem lífsanda dregur meðal stargresisins. Forsjálir ferðamenn, sem á sumrum þurfa að fara yfir Barabaflóana, búa sig undir þá svaðilför? Þeir kaupa sér grímur gerðar af hrosshári, með brynju í fínni vírnets-mynd henni tilheyrandi. Gríman fellur utan um höfuðið og háls- inn og niður á herðar, en þó er hún ekki einhlýt vörn gegn áhlaupum f jandasægsins. Það komast fáir yfir flóann án þess að bera á sér menjar orustunnar, rauða bletti og bólgu þrymla á hörundinu. á andliti, hálsi og höndum. Það er því líkast að loftið sjálft á þessu svæði öllu sé ekkert annað en hvassir nálaroddar, og mætti ætla að fornmanna brynjur aukheldur reyndust ónóg hlíf fyrir örfadrífu hinna vængjuðu varg'a, sem búa í Baraba-kvosinni. Hún er sannnefnt hörmunga land, því alt af er óséð hverir betur mega, maður- inn og hesturinn eða f jandasægurinn af broddflugum, mý- flugum, hesta- og bolaflugum, og miljónum annara flugna, of smárra til að sjást með berum augum, en svo harðsóttum og svo banvænum, að jafnvel Síberiu-veiðimenn venjast aldrei við þær. Strogoff þurfti ekki aðknýja hestinn sporum eftir að í þetta flugnahreiður kom. Flugnavargurinn stakk hann alls- staðar og ærði hann gersamlega. Óður og óviðráðanlegur hentist hann áfram með gufuvagnsferð á hvað sem fjn-ir var og barði sjálfan sig með taglinu þar sem hann náði til, í því skyni að fá augnabliks ró frá þessum flugnavargi. En frið- ur var ekki fáanlegur. Stundum stökk hann í loft upp, stundum þvert út á hlið og stundum reis hann upp á aftur- fótunum og staðnæmdist augnablik, til þessað gera því harð- ari roku. Það kom sér vel að Strogoff var góður reiðmaður 0g kunni taumhaldið. annars hefði hann fljótlega orðið við- skila við reiðskjóta sinn. En ekkert þetta ofbauð honum. Hann fann ekki til flugnanna, fann ekki til neins nema hrennandi löngunar að komast leiðar sinnar, að afljúka sínu skyldustarfi áður en það yrði of seint. Hann gerði því enga tilraun að til að stöðva hinn ærða reiðhest sinn, heldur lét hann sjálfráðann og hugsaði um það eitt, sem honum var sannarlegt gleðiefni, að á ótrúlega stuttri stund skaut hann nú einni milunni eftir aðra aftur fyrir sig. Hver mundi trúa því, að mennskir menn ættu aðsetur í þessu hörmunga-dýki, heimkynni flugnanna og banvæns eiturlofts? Þó var það nú svo, að þar vár mannabygð. Hér og þar risu upp húsaþorp nolckur úr mýrinni, umkringd þessum stararskógi. Karlar, konur og börn, ungt fólk og gamalmenni, voru þaríhópum, íklædd skinnum af dýrum merkurinnar og með andlit þakin þrimlum og sólbruna-skell um. Hér höfðu þeir hjarðir af búpeningi, er þeir á beitinni vörðu fyrir flugunum með því, að kynda eld dag og nótt og bera á hann byng eftir byng af grænni störinni. Gripunum héldu þeir svo í linapp í reyknum, er var svo megn og þykk- ur að flugurnar fóru ekki inn i hann. Um siðir kom þar að, aðhestur Strogoffs hægði ferðina. Hann var orðinn máttvana af þrevtu og titraði af óstyrk. Strogoff tók ekki fyrr eftir þessu, en hann sneri heim að einu hreysi ftóabúanna og tók sér hvild. Áður enn hann útveg- aði sér nokkra hressingu hugsaði hann um hestinn, fékk sér feiti, sem hann hitaði yfir eldi og baðaði svo hestinn allan úr henni á meðan hún var heit. Að því búnu bjó hann svo um að flugurnar ónáðuðu hann ekki, og bar honum svo vatn og fóður. Þá fór hann fyrst að hugsa um sjálfan sig, gekk þá inn í húshrófið og fékk sér að borða brauð og kjöt og rúss- neska bænda-ölið “kvass”. Þarna hvildi hann hestinn eina, Framhald. #- # i m i # # # i i # i # i # i # i # i # -#-#-#-#-#-# Fluttur #-#-#-#-#-# # # Ég hefi nýlega flutt skrautgripa og úrverzl- un mína á Norð-vestur liornið á Main St. og Port. Ave. # # # Um leið og ég flutti búð mína, keypti ég mikið 0 af nýjum ágætum gull og silfurgripum, og einnig | byrgðir af allskonar ágætis úrum og klukkum, og 0 sel ég nú allar þessar vörur ódýrri en nokkrusinni | áður. Komið og skoðið vörurnar. 0 G.THOMAS,? Manuf. Jeweller. ^ -#-#-#-#-#-#—#-#-#-#-#-# ########################## # # # # # # # # $ # # # # # HLUTIR sem eru í sjálfu sér vandaðir og aldrei breytast nema til batnaðar, verða óhjákvæmilega viðurkendir að lokum. Þetta er ástæðan fyrir að selst svo mikið af E. B. EDDY’S Eldspytum. # f # I i # i # # i i S ý^HíITs CAV t Al ý I nftut MARKSÍW COPYFUGHTS.^ CAN I OBTAIN A PATENT? For a prompt answer and an honest opinion, wrlte to MUNN CO., who have had nearly flfty yeara* ezperience in the patent business. Communica- tlons strictly confldential. A Ilandbook of In- formatlon ooncernina Patenta and how to ob- tain them sent free. Also a catalogue of meehan- ical and scientiflc books sent free. Patents taken through Munn 8c Co. recelve apecial noticeinthe Scientific Amorican, and thus are brought widely before the public witb- ont cost to the inventor. Thts splendid paper, issued weekly, elegantly illustrated, has by far tho largest otrculation of any scientiflc work ln tho world. S3 a year. Sample oqpies sent free. Buildtng BJdMSon, monthly, $2.50 a year. Singlo copies, 25 «ents. Every number contains beau- tiful plates, in colors, and photographs of new houses. with plans, enabling builders to show the latest designs and secure oontracts. Addresa MUNN & CO., New Yohk, 361 Broadwat. ÍSLENZKR LÆKNIR m. M. HALLDORSSON, Park River — N. Dak. THE PERFECT TEA ########################## W' W *n' 7C TT 'Tc TC Jr tc vi* 'n* Tr 'n* tc Tv *rc 'rC* 'lc m* W vc 'rl' W TAT. 3B ----- 131 lllgiiin Street ------ gefur hverjum sem hafa vill X*——„ J. sem sannað getur að mjöl, gripafóður og eldivið ■*•«/ U }lann sejjj eóúýr ari vörur, eftir gæðum, en nokkur annar í þessum bæ. t IVaterioivn Marble & Granlte IVorks. THE FlN CST TEA N THE WC'LD FROM THE TEA PLANT TO THE TEA CUP IN ITS NATIVE PURITY. •* Monsoon ” Tea is packcd under tbe supervision of thc Tca grotvers, and is ad vertiscd and sold by them ss a sampleof the best qualitiesof Indian andCeylon Teas. For that reason they scc that none bvit the verv fresh leaves go into Monsoon packages. That is whv “ Monsoon.’ thc perfect Tca, can be sold at thc same pVice as infcrior tea. It is put up in sealed caddies of }ílb., i Ib. and 5 lbs , anasold tn three flavours at 40C., 50C. and 6oc. If vour gTi'»cer does not keep it, tell him to wríta to STKEL. HAYTER &. CO., ix and 13 Front St, East, Toronto N orthern Paciíic RAILROAD TIME CABD.—Taking effect Sunday Dec. 16. 1894. MAIN LINE. Selur marmara og granit minnisvarða, bautasteina, járngirðingar, blómpotta, Etc., Legsteinarnir kosta $12,00 til $300,00. Ejögra — fimm feta háir legsteinar kosta $50.00 til $100,00, uppsettir í kyrkjugarðinum; af umboðsmanni félagsins án aukagjads. Mismunandi verðj eftir stærð og frágangi. Aðal-umboðsmaður félagsins er ISL. Y. LEIFUR, Glasston, N. Dak. Dominion of Canada. Álisjaröir oWis hir milionir manna. 800,000,000 ekra í hveti og beitilandi í Manitoba og Vestr-territóríunum i Canada ókeypisfyrir landnema. Djúpr og frábærlegafrjósamr jarðvegr, nægð af vatni og skógi, og meginhlutinn nálægt járnbrautum. Afrakstr hveitis af ekrunni 20 bushel, ef vel er umbúið. ; I xnu frjósama beiti í Rauðárdaluum, Saskatchewan-dalnum, Peace Biver-dalnum og umhverfis- liggjandisléttlendi eru feikna-miklir flákar af ágætasta akrlendi, engi og beiti- landi—innvíðáttumesti fiáki í heimi af lítt bygðu landi Mdlmn ámala nd. Gull, silfi, járn, kopar, salt, steinolía o. s. frv. Ómœldir flákar af kolanáma- landi; eldiviðr því tryggrum allan aldr. Járnbraut frá hafi til hafs. Canada-Kyrrahafs-járnbrautin í sambandi við Grand Trunk og Inter-Colonial- brautirnar mynda óslitna jámbraut frá öllum hafnstöðum við Atlanzhaf í Ca- nada til Kyrrahafs. Sú braut liggr um miðhlut frjósama beltisins eftir því endi- lönguogum hina hrikalegu, tignarleguýallaklasa, norðr og ver og um in nafnfrægu Klettafjöll Ve^trheims. Ileiinœmt loftslag. Loftslagið í Manitoba og Norðvestrlandinu er viðikent ið heilnœmasta í Ame ríku. Hreinviðri og þurviðri vetrogsumar: vetrinn kaldr, en bjartr og stað- viðrasamr; aldrei þokaog súld og aldrei fellibyljir, eins og sunnar í landinu Sambandsstjórnin í Ganada gefr hverjum karlmanni yfir 18 ára gömlum og hveTjum kvennmanni, sem heflr fyrir familíu að sjá, 160 ekrur af Inndi alveg ókeypis. Hinir einu skilmálar eru, að landnemi bvíi á landinu ogyrk það. A þann hatt gefst hverjum manni kostr á að verða eigandi sinnar ábýlis jarðar og sjálfstæðr i efnalegu tilliti. fslenzkar uýlendur í Manitoba og canadiska Norðvestrlandinu eru nú þegar stofnaðar í 6 stöð m Þeirra stœrst er NÝJA ÍÖLAND. liggjandi 45—80 mílur norðr frá Winnipeg vestrstrðnd Winnipeg-vatns. Vestr frá Nýja Islandi, í 30—25 mílna fjarlægð er aLFTAVATNS-NÝLENDAN. í báðum þessum nýlendum erimikið af ó- numdu landi, og báðar þessar nýlendr liggja nær höfuðstað fylkisins, en nokkr hinna. ABGYLE-NYLENDAN er 110 mílur suðvestr frá Winnipeg; ÞING YALLA-NÝLENDAN, 260mílur norðvestr frá Winnipeg; QU’APPELLE-NÝ LENDAN um 20 mílur suðr frá Þingvalla-nýlendu, og ÁLBEBTA-NÝLEND AN um 70 mílur norðr frá Calgary, en um 900 mílur vestr frá 'Winnipeg, síðasttöldum 3 nýlendunum er mikið af óbygðu, ágætu akr- ogbeitilandi. Frekari upplýsingar í þessu efni getr hver sem vill fengið með því, að skrifa um það: North B’und STATION8. Soouth Bund Freight JNo.) 153. Daily St. Paul Ex. No.l07Daily. St. Paul Ex„ | No.l08Daily. Freight No. 154 Daily. j 1.20p| 3.15p .. Winnipeg.. 12.15þi 5.30a l.OBp 3.03p *Portage Junc 12.27p 5.47a 12.42p 2.50p * St.Norbert.. 12.40p 6.07a 12.22p 2.38p *. Cartier.... 12.52p 6.25a U.54a 2.22p *.St. Agathe.. l.lOp 6.51a 11 31a 2.13p *Union Pblnt. 1.17p 7.02a 11.07a 2.02p *Silyfer Plains 1.28p 7.19a 10.31a 1.40p .. .Morris.... 1.45p 7.45a 10.03a l.£2p .. .St. Jean... 1.58p 8.25a 9.23a 12.59p .. Letellier ... 2.17p 9.18a 8.00a 12.30p|,. Emerson .. 2.35P 10.15a 7.00a 12.20p . .Pembina. .. 2.50p 11.15» 11.05p 8.35a Grand Forks.. 6.30p 8.25p 1.30p 4.55a .Wpg. Junc.. 10-lOp 1.25p 3.45p Duluth 7.25a 8.40p Minneapolis 6.30a 8.00p ... St. Paul... 7.10» 10.30p ... Chicago .. 9.35p MOBBIS-BBANDON BBANCH East Bound rU O Þ* o m í. ® 02 O ö D_| 3 STATION8. W. Bound. ag ,20pj 3.15pj Winnipeg ,.|12.15p OQ •SoS o5 3 É 7.50p 1.30p ... Morris .... 1.50p 6.53p 1.07p * Lowe Farm 2.15p 5.49p 12.42p *... Myrtle... 2.41p 5.23p 12.32p ...Boland. . 2.53p 4.39p 12.14p * Bosebank.. 3.10p 3.58p 11.59a ... Miami.... 3.25p 3.14p U.38a * Deerwood.. 3.48p 21 p 11.27a * Altamont.. 4.01p 25p 11.09a . .Somerset... 4.20p 17p 30.55a *Swan Lake.. 4.36p 19p 10.40a * Ind. Springs 4.51p 2.57p l0.30a *Mariapolis .. 5.02p 7.27p 10.15a * Greenway .. 5.18p 1.57a lO.OOa ... Baldur.... 5.34p ll.l2a 9.38a . .Belmont.... 5.57p 10.37a 9.21a *.. Hilton.... 6.17p 10.13a 9.05a *.. Ashdown.. 6.34p 9.49a 8.58a Wawanesa.. 6.42p 9.39a 8.49a * Elliotts 6.53p 9.05a 8 3öa Itonnthwaite 7.05p 8.28a 8.18a *MartinviBe.. 7.25p 7.50a 8.00a .. Brandon... 7.45p West-bound passenger trains stop at Baldur for meals. 5.30p 8.00a 8.44a 9.31a 9.50a 10.23a 10.54a 11.44a 12.10p 12.51p 1.22p 1.54p 2.18p 2.52p 3.25p 4 15p 4.53p 5.23p 5.47p 6.04p 8.37p 7.18p 8.00p POBTAGE LA PBAIBE BBANCH. W. Bound Mixed No. 143 Every Day Exóept Sunday. STATION8. East Bound Mised No. 144 Every Day Except Sunday. 5.45 p.m. .. Winnipeg.. ll.15a.in. 5.58 p.m *Port .Junction 11 00 a.m. 6.14 p.m. *St. Charles.. 10 35 a.m. 6.19 p.m. * Headingly.. 10.28 a.m. 6.42 p.m. * Whíte Plains 10.05 a.m. 7.06p.m. *Gr Pit Spur 9.42a.m. 7.13p.m. *LaSalleTank 9.34 a.m. 7.25 p.m. *.. Eustace.. 9.22a.m. 7.47 a.m. *.. Oakville.. 9.00 a.m. 8.00 a.in. *. . .Curtis. . . 8.49a.m. 8 30 a.m. Port.laPrairie 8.30 a.m. Cttmmissioner of Vominion Landn. Eða Ií. Xj. Baldwinson, M. umboðsm. Winnipeg Canada. Stations marked —*— have no agent Freight must be prepaid. Numbers 107 and 108 have tbrougb Pullman Vestibuled DrawingRoom Sleep ing Cars between Winnipeg, St. Paui and Minneapolis. Also Palace Dining Cars Close connection at Chicago with easteru lines. Connection at Wlnnipeg Junction with trains to and from the Pacific coats For rates and full information con- cerning connection with other lines, etc., •pply to any agent of the company, or CHAS. S. FEE, H. SWINFORD, G.P.&.T.A., St.Paul. G >n Agt Wpg CITY OFFICE 486 Maiu Str., Winnipeg,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.