Heimskringla - 06.09.1895, Blaðsíða 4

Heimskringla - 06.09.1895, Blaðsíða 4
HEIM8KRINGLA tí. SEPTEMBER 1895, Dagatal } Heimskringlu. j 1895 SEPTEMBER 1895 í Mr. N. Össurson á Árnesi og kona hans mistu ungbarn tveimur dögum eft- ir fædinguna. Barnsburðurinn gekk mjög örðugt þrátt fyrir dugnað og lagni yfirsetukonunnar Miss Ingiríðar Einarson, sem stundaði Mrs, Össurson S. M. Þ. M. Fi. Fö. L* 1 2 3 4 5 0 7 8 » 10 11 12 13 14 15 10 17 18 19 211 21 22 23 21 «5 80 27 88 , 39 3« 31 - - — - í Winnipeg. Hr. Jón Jónsson, bóndi í Árnes bygð í Nýja íslandi heiisaði upp á oss á þriðjudaginn. Af því að verkamannadagurinn er löghelgidagur var kenusla í alþýðuskól unum ekki hafin fyrr en 3. Sept. Miss Ingiríður Einarson yfirsetu- kona kom neðan úr Nýja Islandi 3. þ m.; var sótt til konu þar neðra. G. T.-stúkan Hekla er að undirbúa stóra og vandaða Tombólu, sem hún ætlar að halda innan skamms til arðs fyrir sjúkrasjóð stúkunnar. Sendibréf á skrifstofu Hkr. eiga Mrs. Ovida Sveinsson, Mrs. Ellen John- son, Mr. S. S. Jóhannesson, Mr. O. F Anderson, Mr. Björn Björnsson. Stephán kaupmaður Sigurðsson, frá Hnausum, sem hér hefir dvalið hálfs- mánaðar-tíma, fór heimleiðis á mið- vikudagÍDn, en Mrs. Sigurðson dvelnr hér enn. Safnaðarfundur verður haldinn í Únítarakyrkjunni eftir messu á sunnu- daginn kemur; mjög æskilegt að sem flestir af safnaðarmöunum verði við staddir. Hr. Nikulás Össurarson, bóndi Árnesbygð í Nýja íslandi, kom til bæj arins i vikunni og dvelur hér í vetur komandi að venju, sem formaður í kola- afgreiðsluhúsi hér í bænum. W. C. Peacock, Stórkaupmaður i Honolulu á Havai-eyjum, varhérí bæn- um í vikunni, og segir enga hættu á hruni hins litla lýðveldis. Hann segir eyjastjórnina hafa hylli alls fjölda eyjar skeggja. Leiðrétting. í síðasta bl. Hkr. var slæm en undireins augsýnileg prent- villa. Þar stendur að bæjarbúar í Manitoba séu um 70—80. Þar vantaði 3 núll aftan við til þess talan yrði eins og til var ætlast, sem sé : 70—80,000. Hvort er verra lífstíðar fangelsi eða lífstíðar sjúkdómur, eins og kirtlaveiki til dæmis'? Hið fyrra væri auðvitað betra, ef ekki stæði svo á að Ayers Sarsaparilla læknar alla sem veikir eru og gerir þá sterka, hrausta og ánægða. Um söfnin þrjú : Field-Columbian, Newberry, og um Chicago-bókasafnið, skrifar Jón Ólnfsson sérlega fróðlegar ritgerðir i “Skandinaven” (Chicago),— um uppruna þeirra, vöxt og viðgang,— í “Skandinaven” hefir hann og ritað fróðlega grein um betrunarhús borgar' innar: “Bridewefl-fangahúsið”. Með-ritstjóri “Skandinafans” er nú hra. Jón Ólafs- son orðinn, frá 1. Sept, þ, á. Fram- vegis er því utanáskrift hans: JÓN ÓLAFSSON Editorial Rooms, “Skandinaven,” 183, 185 & 187 N. Peoria Str. Chicago, 111, Peningar lánaðir til að byggja kaupa eða endurbæta heimili manna, og til að hefja gamlar áhvílandi veðskuldir.- Tveggja til fimmtán ára tími gefinn til afborgunar. Afborganir mán- aðarlega, sem er vanalegasti borgunarmátinn. Upplýsingar um skilmála vora fást kostnað- arlaust. Globe Saving & Loan Co. E. W. DAY Manager, 383 Main Str. Almyrkvi á tungli var á þriðju- dagskvöldið var frá kl. 10 til 2 um nóttina. Þegar myrkvina hófst var tunglið 252,435 milur frá miðbiki jarð- ar, nærri 13,000 milum fjær en meðal- fjarlægðin er. Ferðhraði þess á braut sinni umhverfis jörðina var þá nær 37 mílur á hverri minútu, en það er held ur minna en meðal-ferðhraði þess og sem orsakast af því fjarlægðin var meiri en í meðallagi. Skuggi jarðar- innar, sem hvildi á tungliuu, var í þeirri fjarlægð 5,789 milur að þvermáli, en þvermál tunglsins að eins 2,160 mílur. Þegar myrkvinn stóð hæst náði jarðskugginn 2,400 mílur út fyrir tunglröndina að ofan og 1200 mílur út fyrir hanaað neðan. Fatabud G. Johnson’s, S. W. Cornet Ross & Isabel Str. JhEÁ^TO>(Uf,!NG' SciATICA JhEUMATISM • -NeuRAijGiA • 1JAIN5 IN BACK Of\SlOE •0f( ANV/r\'J5CULAI(PA!N^ h_E5 in'Using t'Mé ■ ■ /V\ENTHÖL ' ‘ PlaSTER Stærsta og besta íslensk fataverzlun í bænum. Al- fatnaðir $5.00 og yfir. Nýar ágætis vörur nýkomnar. ÍSLANDS-FRÉTTIR. Niðurlag frá 1. bls. Til Skúla Thoroddsen 5000 kr. og að auki 500 kr. eftirlaunaviðb. á ári, til forngripasafnsskrár og forngripakaupa og áhalda 1600 og 1200 kr.; til frú Elín- ar Eggertsdóttur til að koma á fót hús- stjórnar- og matreiðsluskóla í Rvík 1000 kr., til Magn. Þórarinssonar á Halldórsstöðum til að setja á Stofn auknar og endurbættar tóvinnuvélar 1200 kr., 600 kr. til að rannsaka hafnir og þrautalendingar meðfram suður- strönd landsins; 800 kr. ársstýrkur til kand. mag. Bjarna Sæmundssonar til fiskirannsókna; 600 kr. árstyrkur til Þórarins B. Þorlákssonar til að full- komna sig í málaraíþrótt; 500 kr. árs- styrkur til Einars Jónssonar frá Galta- felli til að læra myndasmíði; 600 kr. órstyrkur til skáldsins Þorst. Erlings- sonar. Þegar menn hafa slæman hósta eru lungnapípurnar alt af sárar og ef það er ekki læknað sem fyrst verður oft úr( því barkabólga. Ekkert meðal verkar fljótar en A.\er’s Cherry Pectoral. Á- hrifin koma undireins í ljós og lækning- in verður viðvarandi. Hr. A. G. McDonald, formaður eins stærsta fiskikaupafélagsins í norður Bandarikjum, er hefir aðalból í Detroit, Mich., kom til bæjarins í vikunni er leið og dvaldi nokkra daga. Sjálfur hefir hann aldrei komið hingað fyrri, en var nú að finna Stefán kaupmann Sigurðs- son, og endurnýja samninga við þá Sig- urðson Bro’s, áhrærandi fiskikaup í haust og vetur komandi. Eins og við var búizt var verka- mannadagurinn (2. Sept.,íár) sannur dýrðardagur. Veðrið allan fyrrihluta dagsins var hið ákjósanlegasta, ekki ýkja heitt, en bjart uppyfir og sólskin, alt til kl. 3—4 að á kom stór þrumuskúr og gerði ill-mögulegt að halda áfram ‘sports” í River og Elm Parks. — Skrúðgangan var talsvert lengri en í fyrra, var nokkuð yfir klukkustund að fara fram hjá gefnu stööusviði. Áhorf- endur voru eins margir og komust að Main Street og öðrum strætum, sem hún fór um. Var manngarðurinn óslit- inn nvar sein til var litið, á gangstétt- ínum, í dyrum og gluggum öllum, frá neðanverðu og upp úr gegn, og fjöldi af fólki viða uppi á húsþekjunum. — Að göngunni lokinni, kl. rúmlega 12 ó liá- degi, hnöppuðu mcnn sig saman um- hverfis ræðupall, sem reistur hafði verið balanum i grend við gamla Fort Garry-hliðið, einu leifarnar, sein þar eru eftir af virkinu, sem þar stóð fyrrum Hudsons Bay félags eignunum til vernd- unar. Ræðumennirnir voru læir Wm. Small, forseti “Trades & Labor Coun- cil,” Sir John C. Schultz, bæjarráðsodd- viti Thos. Gilroy, Rev. Mr. Hugh Pedley, Rev. Mr. W. G. Henderson, Mr. Joseph Fahey, hinn alkunni mælski vagnstjóri í þjónustu C. P. R. félagsins. Kl. 1. liófst stórstraumurinn suður í báða skemtigarðana River Park og Elm Park og til kl. 10 um kvöldið varð litið hlé á flutningnum nema meðan rigning- in stóð yfir. Næst 1. Júlí var fólks- fjöldi mestur í þessum skemtistöðum í sumar á verkamanna-hátíðisdeginum — um 10,000. Dagsbmn, Mánaðarrit til stuðnings frjálsfi rannsókn í trúmálum. Ritstjóri: RE V. M. J. 8RAPTAS0N. Gefin út af Únítarasöfnuðinum í Winnipeg. Afgreiðslumaður : 3IAGNÚS PETURSSON, P.O. Box 305, Winnipeg. Verð blaðsins í Ameríku : $ 1.00 um árið. Sent til íslands, fyrirfram borgað liér, kostar blaðið 75c. um árið. Númer 7. af þessu ári uýútkomið. Efni: “Myndun jarðarinnar.” “Unitarismus” (niðurlag). “Gildi gamlatestamentisins” (athugasemdir við fyrirlestur eítir séra Fr. Bergmann I Aldamótum). “Ritvissa biblí- nnnar.” “Einn Kristur cnn.” “Ávarp til kaupenda.” Sýnisblöð af Dagsbrún sendum vér ókeypis hverjum scm óskar. Sendið vinum yðar og kunningjum á íslandi Dag^brún til f leiks og skemtunar. KAUPIÐ DAGSBRÚN. — LESTí) DAGSBRÚN. BORGIÐ DAGSBRÚN. fróð- Búseia faaía/mvpm. var feld í efri deild á mánudaginn. í Fjalekonunni skýrir Jón Ólafsson frá nýju handriti af kvæði eftir Jónas Hallgrímsson; hafði fundið það meðal gamalla bréfa eftir föður sinn. Handritið sendir hann Bókmentafélaginu að gjöf. í Fjallk., dags. 30, Júlí, lýkur Jón Ólafsson ritgerð sinni um “háskólamál- ið”. Til að byrja með álítur hann heppilegast og einmitt nú, þegar vel lætur í ári, heppilegt að halda fram lagaskólamálinu. Hjóna-djöfullinn. Smásaga eftir J. Maonús Bjarnason, Framh. “Já, farðu, farðu — farðu meðfrúna þína — eigðu hana blessaður — eigðu hana fyrir mér — en yfirgefðu mig þeg- ar þú ert búinn að gera mig að úrkasti — búinn að stela frá mér....” Svo fór hún að hágráta. Hún grét og grátur hennar var beiskur og þurig- ur og hún fékk svo mikinn ekka, að hún ætlaði alveg springa. En Albert talaði eitthvað i lágum hljóðum, svo Páll gat ekki heyrt hvað það var, enda langaði hann ekki til að heyra það — hann var búinn að heyra nóg. Það kom í Pál e'nhver ofboðsleg æsing; hver einasta taug í líkama hans titraði, aíl- vöðvar hans drógust saman, og honum fannst hann ætla að verða brjálaður. Þrisvar sinnum gekk hann að hurðinni, í þeim tilgangi að mölva hana upp og svala skapi sínu á Albert, óg þrisvar sinnum hörfaði hann frá; óg svo gekk hann loksins burtu yfírkominn af sár- ustu gremju. Páll hafði ekki brugðið sér vcstur að hafi, í því skyni að reyna að fá konu sína til að yfirgefa Albert. og fara með sér austur aftur til Winnipeg, heldur var áform lians, að komast eftir kjörum hennar, og koma því til leiðar, ef mögu- legt væri, að þau gætu skilið að lögum Jón, sá, er gat vísað honum á hvar þau voru niðurkomin, hafði að sönnu sagt honum, að samkomulag þeirra mundi ekki hið bezta, en Páll gat gat þó ekki ímyndað sér, að það væri eins vont og það var i raun og veru,—að minnsta kosti ekki svo afleitt, að Kristín mundi ekki fegin vilja fá það band slitið, wem tengdi hana enn við sig. En nú hafði hann heyrt með sínum eigin eyrum, — með því að gera sig sekan í því aö standa á hleri — að samkomulagið var óttalegt, að kjör Kristínar voru hin verstu, og að hún jafnvel mundi fús til að hverfa aftur og biðja fyrirgefningar. Já, hann var lika reiðubúinn til að fyr- irgefa lienni, en að taka hana aftur sem konu sína—aldrei. Honum var annt um hana, kenndi sárt í brjósti utn hana og hennar vegna var það, að hann fyllt' ist svo mikilli gremju — gremju yfír því, að Albert skyldi farast svo mjög ó- drengilaga við hana. Svo fór hann að hugsa um hvaða stefnu hatin æti nú eiginlega að taka í þessari baráttu ; og loksins eftir ógur- leg heilabrot komst liann að þeiiTÍ nið- urstöðu að heppilegast væri fyrir sig, að ná tali af Kristínuþegar Albert væri ekki nærri. og hjóða henni styrk til að komast ein eitthvað langt, langt burt, þangað sem hún þekti engan og enginn hana, þar sem hún gæti byrjað nýtt og betra líf og bætt fyrir fljótfærni æsk- unnar—orðið góð og nýt kona í mann- félaginu. En taka hana aftur sem konu sína—aldrei. Morguninn eftir lagði hann aftur á stað í attina til lága, hrörlega hússins einstaka, í þeirri von að geta náð tali af Kristínu, annað hvort Jiegar hún færi til vinnu sinnar um daginn, eða þá, ef hún yrði heima, að nota tækifærið þeg- ar hann sæi Albert fara út í borgina- Svo staðnæmdist hann skamt frá hús- inu, settist þar niður á grasflöt og beið. Hann hafði ekki verið þar lengi þegar hann sá Albert koma út, sá hann læsa hurðinni á eftir sér meðlykli, sem hann svo faldi undir tröppunni fyrir framan dyrnar, og sá að hann gekk síðan suð- vestur í borgina. Páll vissi nú að liann hafði verið heldur seinn, að Kristín mundi fyrir nokkru vera komin til vinnu sinnar, og að ekkert yrði af því þennan daginn, að hann næði tali af henni. Hann afréði því aðganga í hum- áttina á eftir Albert og sjá hvert hann ætlaði og hvað hann mundi hafa fyrir stafni til kvöldsins. Fyrst hvarf Albert inn í veitinga- húsið, sem þar var all-nærri, en kora út aftur að vörmu spori. Svo kom hann við á fimm öðrum veitingastöðum, en var stutta stund á hverjum. Alt i einu beygði hann við norður aftur og drap á dyrnar á húsi einu, semstóð á há-hakk- anum við sjoinn. Ungur kvennmaður grannvaxinn kom til dyranna og talaði við hann fáein augnablik; svo íór hún inn aftur, en hann gekk spölkorn norð- ur bakkann, settist þar niður undii einni eikinni og fór að reykja vindil, og alt af horfði hann í áttina til hússins. eins og hann ætti sterka voná einhverj- um þaðan. Páil hafði allt af fylgt honnm eftir, án þess Albnrt yrði hans var, og nú settist hann niður bak við stórvaxna eik, eins nærri Albert og hann áleit vera óhætt. Að hálfum tíma liðnum komkvenn- maðurinn. sem talað hafði við Albert í dyrunum á husinu, sem hann seinast kom að, og settist piður við hlið hans, undir eikinni fremst á bakkanum. Páll færði sig svo með mestu varkárni ofur- lítið nær þeim til að geta heyrt hvað þau töluðu. “Og hvenær ætlarðu þá að fara austur ?” spurði Albert. “Einhvern svaraði hún. "Máégþáreiða mig á það, að þú hjálpir mér til að komast með þér ? — Þvi eins og ég hefi sagt þér, hefi óg eytt öllum jjeningutn inínurn f.yrir læknis- hjálp handa mér, nú i meira en ár.” “Já, ég skal borga fyrir tikhetið handa þér, en þú mátt þá ekki svíkja það, sein þu hefir lofað, þegar við kom- um austur.” “Elsku Sigríður, þú mátt ekki hugsa mér svo illt. Þú veizt að ég svíkþig aldrei. Ég hefi aldrei elskað annan kvennmann en þig; og þér, og engri annari, ætla ég að gefa það hjarta sem engum kvennmanni hefir áður ver- ið háð.” En Páll gamli gat nú ekki lengur stillt sig. Hann æddi þangað, sem þau sátu, barði saman hnefunum framan í Albert, og hellti yfir hann þeim beisk ustu orðum, sem hann átti til í eigu sinni; hann sýndi honum fram fram á hvaða ódrengur hann væri, þar sem hann ætlaði nú að yfirgefa Kristínu, eftir að hafa vélað hana frá eiginmanni hennar, eytt peningum hennar og látið hana svo þræla fyrir honum óreglu- manninum, í tvö ár. Og svo ofan á allt þetta væri hann nú að reyna að tæla og fófletta góða og saklausa stúlku, sem í sakleysi sínu og einfoldni legði trúnað á orð hans, og væri í þann veginn að gefa honum hjarta sitt, sem hann fljótt mundi fara með á líkan hátt og hjarta Kristínar. Og svo sagði hann honum hvað liann hefði hevrt kvöldið fyrir. Niðurlag næst. MELTINGARLEYSI. SJÚKDÓMUR SEM GERIR ÞEIM SEM HANN FÁ LÍFIÐ NÆRRI ÓBÆRILEGT. daginn þessa viku,” “Ja, eg heíi enga óstæðu til að ætla þér neitt illt, Þú hefir verið mér undur vænn þennan thna, sem við höfum kynnzt, og'é^ er líka viss um að þú verður það framvegis.” “Já, þér er alveg óhætt að treysta mer. elskan mín. — Ég er þinn —.” Og svo þrýsti liann henni að barmi sínum og kyssti hana. Maður sem þjáist í mörg ár segir frá því hvernig hann komst til heilsu. Von um bata fj’rir þá, sem hafa áþekkan sjúkdóm. Tekið eftir Bowmanville News. Ritstjóri blaðsins News, ásamt Mr. Jury, meðeiganda félagsins Scott & Jury, heimsótti Mr. Samuel Wood í Darlington Townsliip til þess að fá upp- lýsingar um eina af þessum merkilegu lækningatilraunum, sem gerðar hafa verið með Dr. Williams Pink Pills. Það var Mrs. Wood, sem veik hafði verið, og þegar blaðamaðurinn gerði kunnugt er- indi sitt, sagði hún : “Já. ég get gefið þér góðan vitnisburð um Dr. Williams Pink Pills, því þó þær hafi ef til vill ekki bjargað lííi mínu, þá hafa þær þó í öllu falli Íosað mig við óbærilevar þjáningar. Fyi-ir þremur árum fékk ég mjög slæmt meltingarleysi. Eg liafði aðstoð eins af læknunum hór í meira en heilt ár, en fór þó altaf versnandi. Meðulin sem ég brúkHði. kostuðu einn dollar flaskan, og sú eyðsla var verri en til einskis, því mér batnaði ekkert af þeim. Þar eð mér batnaði ekkert, hélt maðurinn minn að ráðlegt væri að reyna eitthvað annað, þar eð hann þóttist sjá fram á, að ef að ég fengi e.nga bót innan skamms tíma, þá mundi óg á stuttum tíma verða ó- læknandi. Stundum var ég yfirkominn af kvölum, og mór fanst eins og ég vera stungin með hnífum hingaö og þangað. Eg rej'iidi margskonar meðul sem áttu að lækna meltingarleysi, en ekkort þeira liafði nein batandi áhrif. Við hðfðum svo oft séð í blöðunum að Dr. Williams Pink Pills höfðu gefist vel, svo við afréð- um að reyna þær. Eg fékk mér nokk- uð af þeim, og áður 3n ég v. r búin með tvær öskjur, var mér farið að skána. Eg hélt áfram að brúka pillurn^r þangað til ég var búin með ellefu öskjur, og var ég þá orðin alfrísk. Þetta var fyrir tveim- ur árum, og síðan hefi ég aldrei fundið til meltingarleysis.” Jlrs. Wood sagði einnig, að maður hennar hefði oft þjáðst af nýroaveiki, og hefði brúkað mikið af meðuluin við heimi án nokkurs eagns, Þogar það kom i ljós að piílurnar lækn- uðu Mrs. Wood, róð liann einnig af að reyna þær, og læknuðu þær hann alger- lega á stuttum títna. Mossrs Scott & Jury sögðu við rit- stjóra blaðsins News, að fjarska mikið seldist af Pink Pills. Þoir hafa selt þær í mörg ár. og segjast þeir ekki muna eft- ir að nokkur af viðskiftavinum þeirra hefðu kvartað um að þær reyndust ekki vel. Þetta er vissulega inerkilegur vitn- isburður, en Dr. Williams Pink Pillseru lika merkilegt meðal. Dr. Williams Pink Pills eru seldar í öskjum með merki félagsins á umbúð- unum (prentað með rauðu bleki) og fást hjá öllum l.vfsölum, og með pósti frá Dr. Williains MedicineCo., Brookvdlo, Ont. eða Schenectady. N. Y., fyrir 50c. askj- an eða sex öskjur fyrir 82.50. Stórbreyting á munntóbaki. TUCKETT'S T & B ♦ Mahogany. er hið nýjasta og bezta. Gáið að því að T. A B. tinnierlt sé á plötunni. Tilbúið af The Geo. E. Tuckett & Son Co., Ltd. . HAMILTON, ONT. and Shorthand Institute. Ef þú þarft tilsögn í: LESTRI, SKRIFT, STÖFUN, REIKNINGI, BÓKHALDI, VERZLUN AR-LÖGUM BRÉFA SKRIFTUM, HRAÐRITUN, TYPEWRITING, þá farðu á dag eða kvöldskólann að 482 Main Street. C. A. Fleming G. W. Donald President. Secretary. Fred Swanson, MÁLARI. Eikarmálar, Betrekkir, Kalsominar. Býr einnig til Blyskeyttar rudur (Leaded Lights) úr allskonar skrautgleri, og hefir til sölu gler með alls konar litum og áferð, töluvert ódýrara en annarstaðar í bæn- um. Verkstæði : 32ot Main Str. Heimili : 649 Elgin Ave. Kennara vantar við Baldurskóla frá 1. Nóv. þ. á. til 31, Marz 1896. Umsækjendur geti þess livort þeir liafa staðizt kennara- próf, eða hafi tímabils-leyfi, og tiltaki mánaðar-laun. Tilboðum veitt mót- taka af undirskrifuðum til 3. Okt.næst- komandi. Hnausa, Man., 14. Ágúst 1895. O. Guðm. Akraness Sec.-Treas. Ljósmyndarinn John McCarthy mælist til að þér gangið ekki framhjá sér. Hjá honum fást myndir í fullri lík.amsstærð ; myndir af húsum teknar þegar um er beðið gamlar myndir end- urnýjaðar og stækkaðar eftir v,ild. Alt verk vel leyst af hendi. llilton X. Diik. Bjór og Porter um hitatímann: BASS & COY’S HVÍTÖL GUINESS STOUT SCHLITZ ÖL PABST ÖL DAVIFS TORONTO ÖL LABATTLONDON OL DREWRY’S ÖL PORTER & BUCKB.TÓR Etc. Etc. Fljót afgreiðsla hjá H. L. CHABOT Gegnt City Hall-513 Main Str. Telephone 241. In the system, strains the lungs and prepares a way for pneuinonia, oftem times consuniption. PYNY-PECTORAL positively onres couchs and coids iu a eurprisingly short time. It’s a scien- tiflc certainty, tried and true, sooth. ing and hraling in its cilects. * CARGE BOTTLE, ONLY 25 CENT&.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.