Heimskringla - 25.10.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 25.10.1895, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA 25. OKTOBER 1895. Hardvara! Allskonar harðvara fyrir alla. Stærsta og bezta upplag af harðvöru og olíu í Cuvalier, selt við rajög vægu verði. Vér höfum vörur sem allir þarfnast, og yfir höfuð allar þær vörur, sem mönnum getur dottið í hug að spyrja um, og sem tilheyra harðvöruverzlun, ftsamt steinolíu, Etc. Heimsækið oss og skoðið vörurnar. Landi yðar, Mn. Chr. Indriðason, vinnur í búðinni. Gangið ekki framhjó. Gáið að yðar eigin hag. John E. Truemner, Cavalier, Nortli Dakota. ] Heimskringla i • PUBLISHED BY • The Heimskringla Prtg. & Publ. Co. • •• •• 5 Verð blaðsins í Canda og Bandar.: g • $2 um árið [fyrirfram borgað] • • Sent til Islands [fyrirfram borgað • £ af kaupendum bl. hér] $1. J • •••• ' 2 Uppsögn ógild að lögum nema H • kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • • •••• • { Peningar sendist i P. 0. Money ® • Order, Registered Letter eða Ex- ® • press Money Order. Bankaávis- • J anir á aðra banka en í Winnipeg ? • að eins teknar með afföllum. • • ð •• • • EGGERTJOHANNSSON • • EDITOK. O • © 2 EINAR OLAFSSON 2 • BUSINESS MANAOER. • • o t •• •• s • Office : • • Corner Ross Ave & Nena Str. • 2 P O. Box 305. 2 Stefnufesta! I’egar hinu nafnkunni fræðimaður og rithöfundur Geo. M. Grant kom 'rest ur hingað í sumar til að athuga ástæð- urnar að því er suertir skólamálið í Manitoba, og þegar víst var að hann ætlaði að skrifa um það mál í "Globe” í Toronto, þá hóf "Tribune” hann unp í skýin. Svo kom fyrsta bréfið frá Principal Grant, og sjá, í því voru ýms atriði öðruvísi heldur en Greenway ingar höfðu hugsað sér. “Tribune” reiddist og lét Grant líka vita það. Það steypti honum úr tigninni undir- eins og hefir síðan varið öllum stundum til að atyröa hann og hártoga bróf hans, Og öll litlu og lítilfjörlegu roál- gögnin hafa náttúrlega gert það saina, hafa geispað um að Grant sé "humbug- isti”, að hann verði tvísaga og marg- saga í bréf’im sínum o. s. frv. Og Grant gamli hefir bara gaman af sporðakast- inu. Ei’Stra þykir alraent svo mikið varið í bréf hans í Globe, að þau verða að vændum endurprentuð innan skamrns og seld hverjum sem hafa vill. í þeim þykjast menn hafa svo rótta mynd, sem fengist gctur af ástæðunum eins og þær eru í Manitoba. Á vikutíma umhverfðist skoðun Tribunes þannig á Grant, af því hann talaði ekki eins og blaðið vildi í bók- staflega öllum atriðum. Meðal annars hélthann því fram, að Dorainionstjórn- inni hefði farizt klaufalega, er hún um- svifalaust bauð Manitobastjórn að gera umbætur samkvæmt úrskurði leyndar- ráðsins. Á móti því hafði Tríbune ekkert að segja, en svo bætti Grant því við, að Dominion-stjórnin hefði fyrst átt að skipa nefndtilað rannsaka alt málið frá upphafi og athuga með gaum- gæfni allar ástæður. Það þótti Tri- bune heimskuleg uppástunga. Hélt að í fjdkisstjórninni væru eins vitrir menn eins og til væru. Þetta sagði blaðið meðal annars 3. Október. Tveimur vikum síðar hefir það skift þvert um skoðun á þessu atriði. Þykir þá vitur- legt og föðurlandsvinum sæmandi að mæla með því, að hægt sé fariðog gæti- lega og að nefnd sé skipuð til að rann- saka málið. Orsökin til þestar seinni skoðana- breytingar var. að i millitíðinni hafði Laurier fært leikinn úr Quebec vestur í Ontario. Það hafði verið minst á rann- sóknarnefnd eystra endur og sinnum í alt sumar, en engin alvara gerð úr því fyrr en Grant framsetti þá tillögu. Þegar Laurier kom til Ontario þurfti hann að segja eitthvað ákveðið áhrær- andi skólamálið, og þá var það helzta það, að rannsóknarnefnd hefði verið heppilegri en nmbóta skipun og rann- sóknarnefnd ættu roenn að fá. Þá var búið. Flokksblöð hans öll tóku upp þetta óp og Tribune varð “að vera með” þó fáum dögum áður hefði það sagt sömu upþástunguna heimskulegt þvaðr úr Dr. Grant. Hvílík þó stefnufesta ! Tribune er heldur ekki eitt um þessa makalausu stefnufestu. Það er í “góð- um félagsskap”, eins og “enskurinn” segir í því efni. í fjögur ár hafði höfundur skólalag- anna, þingm. Jos. Martin borið það fram við öll tækifæri, að lögin væru réttlát og að skólarnir væru ekki prote- stantaskólar. í síðastl. Júní skifti hann alt í einu um skoðun og sagði: að skólarnir væru protestantaskólar, að eins og þeir væru. væri harðstjórn að þvinga kaþólíka til að nota þá, og að hann (sjálfur höfundurinn) heföi aldrei viljað lögin í þeirri mynd sem þau eru ! Þetta segir hann upp úr þurru eftir að hafa varið þessi lög eins vel og hann hafði vit áí4ár. Hvernig stendur á þessari skoðanabreyting veit enginn Má vera hann vilji afsaka sig með því, aðhann hafi verið þvingaður til að gera þessa játningu; að formaður sinn, Lau- rier, hafi verið framundan sór og bann- að allar tilraunir til flótta, og að laut- enant hans, J. Isral Tarte, hafi staðið með uppreiddan vöndinn að baki sér! Hvað Laurier sjálfan snertir, þá er svo sem ekki um skoðanabreyting að gera hjá honum ! Hann náttúrlega sýndi að hann var rannsókn meðmælt- ur um árið, þegar hann ásamt Tarte æddi um Quebec og krafðist á fundi eft- ir fund, að Dominion-stjórnin tafarlaust gerði ógild lögin, sem þá voru nýkomin aí stokkunum í Manitoba (skólalögin 1890). í annað skipti sýndi hann, og ekki ógreinilegar, hvað mikið hann þráði nefud til að rannsaka ástæðurnar þegar hann á þingí samþykti uppá- stungu Blake’s um að vísa málinu fyrir dómstólana, hæsta rétt Canada og leyndarráð Breta. Hann sýndi líka löngun sína eftir rannsókn. þegar hann lá í felum meðan flokksmenn hans og blöð i Quebec létu sem mest, eftir að úrskurður lpyndarráðsins varð kunnur. Harm sýndi þessa löngun sína ekki síð ur hérna í Winnipeg í fyrrahaust, þeg- ar hann sagði afdráttarlaust, að væru skólarnir protestantaskólar, væri sjálf- sagt að breyta lögunum undireins. Það er svo sem ekki af skoðanabreyting komið, ekki af því, að hann hafi séð sig um hönd, að hann eftir alt þetta nú upp úr þurru segir rannsóknarnefnd einu viturlegu úrlausnina! Nei, og langt frá því! Það er sprottið af hinni alkunnu löngun hans til að tala eins og hver vill heyra. Af þeirri löngun er það sprottið, að hann í austurjöðrum Quebec-fvlkis þakkar guði fyrir að f sinum flokki sé ekkert af Orange-mönn- um, erfðafóndum kaþólfka, en sem hann svo verður að segja hæfulausan upptpuna þegar til Ontari* kemur, enda þó lautenantar hans, Pacaud og Tarte, hefðu með fögnuði flutt orð hans um það efni í blöðum sínum. Af sömu lönguninni, að þóknast öllum, var þaö spunnið þegar hann hér vestra i fyrra- haust lofaði bændalýðnum að svifta tolli af verkstæðavarningi undireint og hann kæmist tií valda. Það var sama lömrunin, sem knúði hann til þess nokkru síðar (í Febrúar) á fjölmennum fnndí í Montreal, að kunngera verk- smiðjueigendum og vinnnmönnum öll- um í verksmiðjum, að sér dytti ekki í hug að hreyfa við tolli á verkstæða- varningi, þó hann hæmist að völdum. Þær fréttir um þær fyrirætlanir sínar væru uppspuni í þeim tilgangi aðhræða kjósendur í verksmiðjubæjum. Sinn tilgangur væri sá, og enginn annar, að rýra tollinn, og afnema hann með öllu, þar sem við yrði komið, á óunnu efni, í því skyni að verksmiðjufélögin fengju þá meira að gera en nokkru sinni síðan verndartollstefnan var viðtekin. Af þessari löngun að vilja þóknast öllum hlýtur það að vera sprottið, að Laurier .nælir með rannsóknarnefnd í Ontario. Að mæla með henni í Quebec væri að grafa sér pólitiska gröf, en í Ontario er liklegt að sú uppástunga hafi alveg gagnstæð áhrif. Ef Quebec-menn fregna um þessa uppástungu og andæfa henni, þarf Laurier ekki annað en fórna upp höndunum, þegar þangað kemur aftur, og segjast aldrei hafa látið sór slíkt um munn fara. Það séu Orange-mennirn- ir, erfða-féndurnir, sem útbreitt hafi söguna, til að skaða sig, o. s. frv. Que- bec-menn ættu ekki að vera vantrúaðri í þeim efnum en Ontario-menn, og þeir tóku gildan framburð hans, að hann hefði aldrei þakkað guði, að Orange- menn væru engir i sínum flokki. Af því Laurier sjálfur á í hlut, væri náttúrlega alt að því syndsamlegt að kalla þetta reik hans fra einni stjórn- málastefnu til annarar stefnuleysi. En stefnufesta getur þó ekki heitið: að hafa eina stefnu, að því er skólamálið snertir í Ontario, og aðra í Quebec; að hafa eina stefnu meðal bændalýðsins og aðra meðal verksmiðjulýðsins ; að hafa eina meðal bændalýðsins í Ontario og aðra meðal bændalýðsins i New Bruns- wick og Nova Scotía, — að því er toll- mál snertir. Að hafa svona margar stefnur. og fleiri, í takinu í senn, það er ekki vottur um stefnufestu. Og þegar á þetta stefnu-brall foringjans er litið, þá er líka ef til vill ósanngjarnt að taka til þess, þó Tribune og öll önnur mál- gögn flokksins lasti þann mann í dag, sem þau heiðruðu í gær, eða segi það viturlegt í dag, sem þau í gær sögðu heimskulegt. "Eftir höfðinu dansa limirnir”. Afríku-æðið. Gróðavonin og almenna æðið, að hætta öllu sínu í fasteignaverzlun ,hér i Winnipeg fyrir 13 árum síðan, þegar bærinn tók sitt fyrsta verulega fram- faraspor, var ekkert smáræði, enda bærinn ekki fyrr en rétt nýlega búinn að ná sér eftir rothöggið, sem hann fekk þegar sú hin mikla bóla sprakk. Mennirnir margir, sem þá töpuðu öllu sínu, eru ekki búnir að ná sór enn. ná sér máské aldrei. Þó var þetta gróða- æði í Winnipeg lítilfjörlegt í saman- burði við það, sem sem um það leyti og litlu síðar hófst á Kyrrahafsströnd- inni, í suður-California fyrst og færðist svo norður stig fyrir stig. til þess á bygðarenda var komið. Svo sprakk sú bóla, en mikilfengleg eins og hún vár, þá var hún sem leikfang barns hjá full- vöxnum manni í samanburði við gull- .náma-æðið í Ástralíu og Nýja Sjálandi. og almenna æðið í Argentina, sem hélzt til þess að það ríki varð gjaldþrota, þangað til, eins og í Ástralíu, að alt stóð fast og engu varð um þokað, en menn í þúsundum líðu sult mitt í alls- nægtunum, þar eð enga atvinnu var að fá og því síður peninga. Það munaði um það þegar þessar 2 ógna bólur sprungu. Ibúar ríkjanna sjálfra liðu mikið, en þó liðu sumir ef til vill meir. Fátæklingarnir í Norðurálfu sem reita hvern sinn pening, sem af- gangs er heimilisþörfum, ísparisjóði hjá bankafélögum. þeir tapa tiltölulega mestu, þegar félógin, sem peningana hafa í vörzlum, sökkva þeim í þessi gróðafyrirtæki, sem reynast vindbólur einar þegar til kemur. Afleiðingarnar af Argentina-æðinu sáust bezt 1890 þeg ar Baring-bankafélagið á Englandi, meðöllum sinum miljónum, varð gjald- þrota og dróg með sér heilar hrannir af banka- og verzlunarfélögum bæði á Englandi ogí Ameríku. Eitt þetta stjórnlausa æði er nú í Afríku, austur í Kaffira-héraðinu á suð urhalla landsins, sem næst miðja voga á nailli Góðrarvonarhöfða og Zanzibar. Gull og demanta náraur eru þar miklar. Þangað flyktust og flykkjast enn múg- ur og margmenni úr öllum áttum heimsins, til að tína saman gullkorn úr sandinum og bræða gull úr grjóti. Á síðastl. ári nam gulltekjan öll úr hér- aðinu 35 milj. dollars, og leiddi af því enn meiri innflutning námamanna í hér aðið og enn meiri útbreiðslu námahér- aðsins. Fregnir voru sendar um fund náma á þessum staðnum i dag og hin- um á morgun. Fjárglæframenn í Lundúnum hugðu að gera sér mat úr þessu og þeim tókzt það líka. Pening- arnir voru þar til í haugum arðlausir, sökum hinnar almennu verzlunardeyfð- ar. Þegar fáfróðum eigendum þá bauðst tækifæri til að tvöfalda peninga sína og enda meira, á mánaðartíma, ef þeir að eins keyptu hluti í námafélagi í Kaffira-landinu í Afríku, þá var ekki ónáttúrlegt að margir tækju öngulinn. En svo er rétt ótrúlegt hvað margir hafa glæpzt á þessu. Á fárra mánaða tímabili hafa bar komist upp 159 náma- félög, er samtals hafa meir en 170 milj. dollarshöfuðstól. Af þessum hóp eru 26 félög orðin svo gömul, að þau hafa borgað eitthvað ofurlítið af vöxt- um af höfuðstólnum. Virkilegur höfuð stóll þeirra er 8322 milj., en síðan æðið hófst hefir eftirsóknin eftir hlutum í fé- lögunum verið svo mikil, að nafnverð höfuðstóls þeirra er nú meir en $192J milj. Hin félögin öll—133, með virki- legum liöfuðstól, er nemur $1381; milj— hafa enn ekki goldið hluthöfunum eins eyris virði i vöxtu og þó er æðið svo mikið, að höfuðstóll þeirranú er metinn meir enn $506 milj. Onnur félög, sem ekki stunda gulltekju, en sem dregist liafa inn í strauminn, höfðu þegar æðið hófst $79J milj. höfuðstól, en nú er höf- uðstóll þeirra metinn á $318J milj. Út- þenslan er þá orðin þessi á fáum mán- uðum, að þar sem virkilegur höfuðstóll allra þessara félaga var og er 250 milj., þá er nú nafnverð hans eitt þúsund sjö- tíu og fjórar miljónir átta hundruð og sextíu þúsund dollars ($1,074,860,000)! Þetta er peningavöxtur, og alt á minna enhálfu ári! Vandræðin eruaðþaðkem- ur að skuldadögunum, kemur sá tími, að hluthafendur vilja fá eítthvað í aðra hönd og—hvað verður þá ? Það fellir margan fát.ækhng til fulls, þegar hann síðarmeir kemst að þeim sannleika, að hann hefir látið ginnast til að kaupa eins dollars hlut fyrir fjóra eða fimm dollars. Og það verður raunin í þetta skifti eins og endranær, að þessi ofsa-verðhækkun eignarinnar reynist vindbóla, sem á sinum tíma springur. Þetta gerði nú ekki eins mikið til, ef allir, sem sogast inn í þessa hringiðu, væru ríkir menn og einhleypir, sem alt af eru í fjárhættuspili og sýnist að ve-ia nokkurnveginn sama hvað upp er á teningnum. En í þessu tilfelli er allur fjöldinn það sem kallað er fátækt fólk, smá bæja og sveitafólk á Englandi, Þýzkalandi og Frakklandi. Þetta fólk má ekki tapa einum eyri, ef hjá því verður komist, en nú stendur það vel að vígi með að tapa í einni svipan öllu, eða nærri öllu því fé, sem það með ýtrustu sparsemi hefir verið mörg ár að draga sainan. Það einkennilegasta er, að menn aldrei skuli læra að meta þessar vind- bólur, sem fjárglæframennirnir hampa framan í alþýðu. Þær eru þó orðnar svo margar, að alla ætti að reka minni til ástæðanna, þegar einhver ein þeirra sprakk-. Það er enda líklegt að margir, sem nú eru liamslausir í að kaupahluta- biéf í Kafíira-námu, liafi einhverntíma áður mist máské alt sitt í samskonar spili og ættu því fremur að þekkja ganginn. Hér í landi ‘ eru áhrifin af þessu stjórnlausa æði þau, að smá hluthafar í járnbrautarfélögum o. s. frv. hafa s°m óðast selt þá, enda með hóflausum afföllum og heimtaö gull sitt til að sökkva því í sandhólana í Afríku. Þeim hefir ekki þótt vænlegt að láta pening- ana liggja hér gegn 4 og 5% vöxtum, á meðan tækifæri var að hola þeim niður í Afríku gegn væntanlegum 400 eða 500 percenta vöxtum á sama timabili. Af þessu æði eru þess vegna að nokkru leyti sprottin vandræði Bandaríkja- stjórnar að halda gullinu í fjárhirzl- unni í lögákveðnum mæli. Þeir, sem þannig selja hlutabréf sín hérliugsa síð- ur út í það hvert námurnar í Afriku endist til aðendurgjaldanúverandihlut- höfum sinn ellefu hundruð miljóna höf- uðstól með vöxtum. Til þess þærnám- ur gefi af sér jafnmikla vöxtu og eign- irnar hér í landi, sem nú þykja einskis verðar, verða þær í ár og um fjölda mörg ókomin ár að gefa af sér um fram allan tilkostnað, frá 43 til 55 milj. doll- arsáári. Gullið kann að vera mikið í þessum stöðum, en svo mikið reynist það samt ekki i þeim eignum sem nú eru seldar fyrir þetta verð. Endirinn á þessu æði er því auðséður. Spursmálið er að eins hvað lengi það endist. Á meðan það varir, er vitanlega von á litlum peningum til nýrra fyrirtækja í liessu landi. Um útflutning frá Bandaríkjum til Vestur-Canada rit- ar S. A. Thompson (í Duluth) í Október hefti tímaritsins “New England Maga- zine”. Hann vill koma í veg fyrir þann sívaxandi útstraum,en ekki gefur hann í skyn, að hann vilji láta beita söma vopnum og almennust eru á ís- landi. Hann lastar ekki vesturland Canada. og hann stingur ekki upp á lagabanni til að hefta strauminn. Aðal ástæðan segir hann sé sú, að nýtilegt stjórnarland í Bandaríkjunum sé þegar upptekið, það sé að vísu nóg aflanditil, en meginliluti þess sé ónýtur án ár- legra vatnsveitinga, og vilji menn hefta þennan útflutning, þá liggi fyrir að ganga til verks fyrir alvöru og um- hverfa sandauðninni i gróðursæla bygð. Um 1880, eða stuttu síðar, hófst þessi flutningur, en var lítill alt til 1890. Svo litið kvað að honum, að hvernig sem hann leitaði gat hann ekki fengið neina áætlun um fjöldann. 1891 var áætlað að 400 landnemar frá Banda ríkjum hefðu numið land í Vestur-Cana da, og árið 1892 fékk hann skýrslu, er sýndu 513 heimilisréttarlönd tekin af Bandarikjamönnum. Sama árið segir hann að C. P. R. félagið hafi selt 450 Bandaríkjamönnum alls 548 sectionar- fjórðunga, eða 87.680 ekrur af landi. Lengra fram nær skýrsla hans ekki, Hann endar grein sína á þessa leið: “I millitiðinni er það gleðiefni, en ekki sorgar, að svo mikið af ó- numdu frjósömu landi er rétt fyrir dyr- um vorum.......Stund Canada-rikis er komin. Víðátta rikisins er nægileg fyr ir keisaradæmi. Og innflutningsstraum urinn þangað, sem nú er að byrja, eykst og margfaldast, þar til þangað fellur samskonar flóð og fyrrum fylti vorar eigin vestrænu sléttur og þangað til miljónir mannaskipa hinar frjósömu ekrur sléttlendisins. Sem stendur eru Bandaríkjamenn þar fleiri [Manitoba er hér undanskilið. Ritstj.J en nokkrir aðrir þjóðflokkar að undanteknum að- fluttum brezkum þegnum. Af því leið- ir að Bandaríkjamenn hafa meir en smávægilegáhrif á lyndiseinkenni hinn- ar uppvaxandi kynslóðar í Vestur-Ca- nada. Enskutalandi nýbyggjar eru miklu. fleiri en hinir og má því óhætt treysta, að þeir í samlögum verndi al- þjóðlegt stjórnarfyrirkomulag og frelsi og viðhaldi þvi. Af því leiðir og að lýðveldi vort og nágrannaþjóðin að norðan munu verða samtaka í að út- breiða og efla hina Anglo-saxnesku menningu, sem virðist ákvörðuð til að ráða heiminum”. Tækifæri Canada- manna. Evrópu-menn eru smá.n-saman að læra þann sannleika að Bandaríkin eru ekki öll Norður-Ameríka og jafnframt því það, að Canada er vel sett land, svo vel sett, að Canada-menn geti með til- tölulega litlum kostnaði náð til sín meg- in-straum verzlunar og mannflutninga milli Evrópu og Asíu. I “Literary Digest” dags. 12. Okt. er getið um grein um þetta efni, sem nýlega haíi komið út í blaðinu "Kölnische Zeitung,” í Köln (Cologne) á Þýzkalandi. í þeirri grein er enda sagt að Canadamönnum só innanhandar að rýra að mun áhrifin á heimsverzlunina, sem Síberíu-braut Rússa á að hafa í för með sér; að þeim sé innanhandar að halda sínu þó sú braut komist á og þó Nicaraguaskurð- urinn einnig komist á með tíð og tíma. Þetta er afstöðu Canada að þakka, og telur höfundurinn að það helzta sem á vanti, til þess þessu takmarki verði náð, sé járnbraut frá Quebec austur með Lawrence-flóa að norðan til Belle- hólma-sunds. Það hefir oft verið talað um þessa brautarlagning, en austur- fylkjamenn vírðast ekki hafa fillu meira álit á henni. en þeir hafa á Hudsonflóa brautinni. Það er þessvegna sérlega skemtilegt að heyra álit manns á Þýzkalandi um það, að þessi Iwaut sé ríkisheildinni nauðsynleg. Það er nokk- uð sem Montreal og Quebec-menn mundu ekki með góðu "ganga inn á,” því þeir telja deginum ljósara að kæm- ist sú braut á. kæmu miklu færri skip að bryggjum þeirra frá Evrópu. Og hvað er hagur ríkisheildarinnar í sam- anburði við hag eins eða tveggja eða fleiri stórborga ? ! , I I “Lit. Digest,” er prentuð þýðing af kafla úr þessari grein í "Kölnische Zeitung,” og er hann á þessa leið: "Stytzta leiðin yfir Atlantshaf er um Belle-hólma-sund. Frá Liverpool til Battle Harbor eru aðeins 1,950 inílur — um 4 sólarhringa ferð fyrir hraðskreið póst-gufuskip. Frá Liverpool til Halifax eru 2,463 mílur, til Boston 2,940, til New York 8,060. Sem stendur eru skipin sem fara þessa stytztu leið neydd til að fara til Quebec. Þangað eru að vísu ekki nema 700 milur frá Battle Harbor, en straumar qaiklir eru á flóan- um og stormasamt fram með ströndun- um. Canadamenn geta bugað þessa örðugleika og gert nýjan farveg fyrir heimsverzlunina, ef þeir byggja járn- braut frá Quebec til Battle Harbor, eða til Vesturármynnisins. Þá braut þarf að gera hæfa til mannflutninga á öllum tímum ársins. Með þessu móti yrði sjóleiðin ekki nema 4 daga löng og sem næst þriðjungi kostnaðarminni en nú. Frá Líverpool kæmuát menn þá til Quebec á 5 dögum, Montreal á 5§, New York á 6, Chicago og Cincinnati á 6J dögum. Til Kyrrahafsins næðu menn þá frá Liverpool á minna en 12 dögum, til Honolulu (á Havai eyjum) á 21 degi, til Yokohama (Japan) á 24—25, til Shanghai (Kína) á 30, til Auckland, Brisbane, og Sidney (í Ástralíu) á 32 til 34 dögum. Þá mætti fara umhverfis hnöttinn á 62—64 dögum, Þessi fyrir- hugaða járnbraut” (frá Quebec til Battle Harbor), “yrði ekki nema um 750 mílur á lengd og landið sem hún legðist um er tiltölulega slétt, er fyrir utan stór- hríða beltið og snjófall er þar ekki gífur- legt. Á 2 til 3% ári mætti fullgera brautina, er ekki mundi kosta meira en 20 miljónir dollara.” “Canada Kyrrahafs járnbrautin sýnist sérstaklega kjörin til að verða aðal-þverbrautin á meginlandi Norður- Ameríku að því er snertir fólks- og póstfliftninga frá og til Asíu og Ástra- líu. Hver mundi kjósa sjö og átta daga sjóleið til New York ef tækifæri byðist að komast yfir hafið á fjórum dögum, og þegar leiðin frá lendingarstaðnum til áfangastaðarins yrði farin í ríkmann- legum stofu-vagni á tveimur dögum. Hvaða verzlunarmaður í Evrópu mundi kjósá að senda bréf sin eða umboðs- menn nm austurleiðina (um Zuez- skurðinn) til Japan, Kína, Ástralíu eða Polynesíu, þegar kostur væði á skemmri leið, svo dögum, ef ekki vikum skifti, um Battle Harbor — Vancouver-braut- ina, og ferðakostnaðurinn að auki minni?” “Canada og Canada Kyrrahafs- brautin mundu þannig ekki einungis draga til sín meginhlut verzlunar og umferðar í Norður-Ameríku, heldur einnig neyða Nýfundnaland í fylkjasam- bandið. Ný stór-flæmi af landi opnuð- ust til akuryrkju og mikill fjöldí inn- flytjenda mundi setjast að í Canada. Með þessu móti fengi líka England jafn- vægi á móti Síberíu-brautinni. Það er svo auðvelt að vinna þetta, að við fram- kvæmdum má búazt áður en langir tímar liða.” Þessi grein er mikilsverð auglýsing fyrir Canada, þó liún hafi ekki verið rituð í þeim tilgangi. Það spillir held- ur ekki til að jafn útbreitt blað og “Lit- erary Digest” er, hefir þýtt kafla úr henni og útbreitt meðal sinna mörgu lesenda í Bandaríkjum. ^tórbreyting á munntóbaki. TUCKETT’S T & B Mahogany. er hið nýjasta og bezta. Gáið að því að T. & B. tiniuerk sé á plfitunni. Tn.iíúrn af Tiie Geo. E. Tuckett & Son Co., Ltd. HAMILTON, ONT. O. STEPHENSEN, M. D. Jafnan að hitta á skrifstofu sinni (Isabel Str., aðrar dyr fyrir norðan Col- cleugh’s lyfjabúð) dag hvern kl. 9—41 f. m., 2—4 og 7—9 e. m. Telephone 346. Næturbjalla er á hurðinni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.