Heimskringla - 13.12.1895, Page 3

Heimskringla - 13.12.1895, Page 3
HEIMSKRINGLA 13. DESEMBER 1895. Til Kjosendanna í 4. kjördeild. ist frá hinum stóru vðtnum og fljótum norður undan, til Winnipeg. 4. Eg vil að allar eignir séu virtar með gangverði og að engar undanþágur eigi sór stað öðruvisi en sem fylgir : Hús verkmanna og fátæklinga upp að §1000 virði, ibúðarhús presta, hvort heldur þeirra eigið eða safnaðanna, upp að $5000 virði. Eigendur húsa eða bygginga, sem hafa hærra verð en hér segir, þó virt sé með róttu gangverði, ættu að fá af- slátt sem svarar fjórðungi upphæðar- Innar. Væri það hvöt fyrir menn að koma upp vönduðum byggingum í ver- um kornunga bæ. 5. Öll opinber verk bæjarins, sem hlaupa meir en $500, skyldu seld í hsnd ur manna við opinbert niðurboð, en á- kveðið æfinlega, að kontraktarinn skuli borga vinnumönnum sinum fullkomin almenn daglanu og skyldi hann ábyrgj- ast þau laun manna sinna. 6. Löggjafarþingíð skyldi beðið að breyta svo lögum bæjarins, ásamt skóla lögunum, að skólagjöldin öllséu í hönd- um bæjarráðsins, svo að ekki séu tvö félög, er tekið geta peninga til láns (skólastjórnin sem sé hefir vald til að taka fé til láns), heldur að það vald sé afnumið, en bæjarstjórninni einni sé veitt vald til að meðhöndla þau mál; að bæjarstjórnin skipi nefnd á hverju ári, er nefnd sé mentamálanefnd, og sem annist um öll þau störf, er skóla- stjórnin nú hefir; að skólabækur og öll áhöld séu gefin nemendunum, eða að minsta kosti útveguð þeim með útgef- anda verði; að Collegiate-skóh'nn sé lát- inn framfleyta sjálfum sér, en að undir stöðuatriðin i jarðyrkju, handiðnum og hússtjórn séu kend í alþýðuskólum vor- um. 7. Saraeining bæjarskuldarinnar. Þó ég sé þvi hlyntur, að ráð séu tekin til að rýra hin árlegu gjöld, bæði ákveðin og óákveðin, þá er ég ekki nógu fær í jafn flóknum "og yfirgripsmikium fín- ansmálum, til að hefja eða flytja slíkt mál. Ég eftirlæt það þess vegna þeim fínansfræðingum sem þegar hafa hafið máls á þvi, en þá skoðun mína vil ég láta í ljósi, að “sameining skuldarinnar og bænum haganleg fæst því að eins, að hinir brezku handhafar skuldabréfanna láti þau af hendi fyrir minna en mark- aðsverð þeirra”. förnu, að hugsa samvizkusamlega um hag kjósendanna. Yðar með virðingu, Joshua Callaway. Winnipeg, 2. Des., 1895. r Avarp Til kjósenda 1 Winnipeg. Herrar mínir ! Fyrir áskorun fjölmargra kjósenda leyfi ég mér að biðja yður um atkvæði yðar og aðstoð til að ná kjöri sem Mayor. Eg er meðmæltur slíkri breytingu á stjórnarskipun bæjarins, er flýtt geti fyrir öllum ákveðnum framkvæmdum. En ég get ekki skoðað það sem umbæt- ur, að bæta við starfsmannaflokk bæjar- ins aðal umsjónarmanni, eins og gagn- sækjandi minn ráðgerir, með einvalds- herra völdum. Það er skoðun mín, að bærinn sjálf- ur ætti að eiga og ráða yfir öllum sinum einkaleyfum, en selja þau ekki einstök- um mönnum eða félögum. Gei ðabæk- ur bæjarráðsins sýna líka, að ég greiddi atkvæði á móti bæði ljósgerðar og vatns- veitinga-einveldinu, þar sem gagnsækj- andi minn greiddi atkvæði með báðum. Það er skoðun mín, að íslendingar ættu að komast að bæjarstörfum í réttri tiltölu við fólksfjölda. Og þeirri skoð- un hefi ég líka framfylgt eftir fremsta megni. Að undanförnu hefir allur fjöldi Is- lendinga fylgt mór drengilega í bæjar- stjórnarkosningum. Sú vona ég að verði raunin í þetta skifti einnig. Yðar R. I/V. Jamieson. Eftir að hafa látið að vilja og bæn- um margra vina og kjósenda og leyft þeim að nefna mig til sóknar um alder- mans-stöðu í 4. kjördeild fyrir árin 1896 og 1897, leyfí ég mér virðingarfylst að bjóða kjósendunum nokkur skýringar- atriði samhliða stefnu minni. Aður en ég afréði að þiggja hinn framboðna heiður, efaði ég mig og hugsaði málið alvarlega og gaumgæfilega, því ég við- urkendi áhyrgðina sem ég tæki á mig um leið og ég gæfi jáyrði. Eftir að hafa þannig hugsað málið og sannfært sjálf- an mig um að ég hefði ráð og aðstoð hinna góðu manna, sem nú eru í bæjar- stjórninni, jafnframt og ég vonaði að aðrir góðir menn fenejust á stað þeirra, sem nú fara frá, þá afréði ég að verða við áskorun vina minna og kjósenda. Ef að ég hefi vonað eitthvað, sem ekki rætist þann 17. þ. m. þá hvílir ábyrgð- in fyrir því á herðum kjósendanna. Fylgjandi málsatriði innihalda sum ar af hugmyndum mínum og fyrirætl. unum, er ég, með yðar hjálp og sam- vinnu, skal gera tilraun til að fram- kvæma. 1. Breyting á stjórnarfyrirkomulagi. —Hvar sem og hvenær sem sýnt er að eiuhver breyting frá núverandi fyrir- komulagi sé sönn umbót og þess verð, að bæjarmenn lögleiði hana, skal ég með ánægju framfylgja því máli. 2. Ég skal reyna að sjá um að fé úr bæjarsjóði sé réttvísleera og með jafnaði úthlutað, hafandi ætið í huga að opin- ber þjónusta samsvari kröfunum. 3. Vöxtur og viðgangur bæjarins er og áhugamál mitt, bæði að því er snert ir auðlegð og íbúatölu, sérstaklega að því leyti að fá verksmiðjum komið á fót og sem flestum heildsöluhúsum. Það er margt til sem vér getum ráð ð við og sem stuðla mundi að þessum þráðu framkvæmdum. Þar í fremstu röð er notkun vatnsaflsins í Assinibo- ine-ánni, er bærinn ætti að takast i fang. Ég hefi nú þegar alvarlega hugs að um það mál, þar sem ég hefi verið formaður þeirrar sérstöku nefndar bæj- arstjórnarinnar, er hafði það mál með höndum, og ég er sannfærður um, að það er gerlegt og að það væri stór vinningur fycir bæinn, ef gengið væri að því verki og það unnið sem fyrst. Umbætur á Rauðá um St. Andrews- strengina annaðhvort með loku eða flóðgarði, eða á hveru þann hátt, er en- gineers álita heppilegastan, eru nauð- synlegar til þess óhindruð skipaleið fá- 8. Bærinn ætti að eiga og ráða yfir öllum sinurn einkaleyfum. Með þessari stefnu minni, átta ára reynslu sem bæjarráðsmaður og níu ára reynslu sem skólanefndarmaður hér í Winnipeg, og ámóta reynslu i opinberri stöðu í Ontario, kem ég fram fyrir kjós endurna og æski eftir atkv. þeirra. Og ég lofa því, ef ég næ kosningu, að reyna í framtíðinni eins og að undan- M. A. C. Archibald hefir beðið verzlunarmann Gunnar Sveinsson að annast um endurtekníng eldsábirgða á húsum og öðrum eignum, sem áður hafa trygðar verið í öðruhvoru þvi félagi sem hann er umboðsmaður fyrir. Til kjósendanna í WINNIPEG. Herrar mínir : Af því ég heti gefið kost á mér sem sækjandi um Mayors-stöðuna, leyfi ég mér að biðja um atkvæði yðar og fylgi. Ég álít mayors-stöðuna bæði heiðurs- stöðu og undireinsábyrgðarmiklastöðu. Verði ég kjörinn mun ég þessvegna gera mitt ýtrasta til að leysa starf mitt af hendi með sannsýni og heiðri. Mér er ómögulegt að lýsa skoðun um mínum öllum hér. En ég vona að tækifæri gefist til að skýra þær á opin- berum fundum á undan kosningadegi. I millitíðinni langar mig til að minnast á nokkur helztu atriðin. 1. — Ég álít að breyta þurfi skipu- lagi bæjarstjórnarinnar. Bæjarráðið, eins og það er nú útbúið, getur ekki stjórnað bænum ssmkvæmt vilja og kröfum gjaldendanna. Ef meðferð raála væri gerð auðveldari gengju þau undir- eins greiðar og óþörf eyðsla fyrirbygð. 2. — Undir góðri stjórn kæmist bærinn af með færri skrifstofu þjóna í City Hall. 3. — Það er skoðun mín að skrif- stofustjórar allir og skrifstofuþjónar ættu að vinna átta klukkustundir á hverjum virkum degi, og fá góð laun fyrir góða þjónustu. Það ætti að vera einhvers manns skylda að sjá um að þessi þjónusta sé veitt. 4. — Stjórnarskipulaginu ló breytt þannig, að gjaldendurnir geti bent á hvar ábyrgðin hvílir. 5. — Það er skoðun min að bærinn ætti sjálfur að eiga og ráða yfir eignum sem seldar eru öðrum til umráða, svo sem vatnsveitingar, stræta-lýsing, o. s. frv. En áður en nýjir skyldu-baggar eru látnir á bak bæjarráðsins, þarf að breyta stjórnarfyrirkomulaginu. 6. — Óháður reikningayfirskoðun- armaður skyldi yfirskoða reikninga og bækur bæjarins. Ofangreind atriði sýna aðeins nokk- uð af þeim málum, sem ég hefi hugsað mér að ræða ýtarlega á meðan á sókn- inni stendur. Vonandi að þér ákveðið ekki að verða á móti mér fyrr en öll málefni hafa verið skýrð fyrir yður, er ég yðar, D. W. BOLE. Winnipeg, 13. Nóv. 1895. Tí í 3. kjördeild. Herrar minir. Ég hefi nú verið fulltrúi fyrirþriðju kjördeild í tvö ár, og lítur út fyrir, að mönnum hafi alment líkað starf mitt í bæjarstjórninni að undanförnu, því nú hefir fjöldi kjósenda i deildinni skorað á mig að gefa aftur kost á mér sem full- trúa-efni fyrir næstu tvö ár. Eg hefi nú afráðið að verða við þess- um tilmælum, og leyfi mér því hérmeð vinsamlega að biðja kjósendur í deild- inni að greiða atkvæði með mér ogveita mér eindregið fylgi við kosningarnar. Ef ég næ kosningu, skal ég eins og að undanförnu gera mitt bezta til, að starfa að hagsmunum deildarinnar og bæjarins í heild sinni. Virðingarfyllst yðar, B. E. CHAFFEY. i, kjördeild. Til kjósendanna. Charles Hyslop hefir þann heiður að biðja yður um atkv. yðar og fylgi sem aldermansefni fyrir 4. kjördeild. Bæjarstjórnarmál hafa verið áhuga mál mín um allmörg ár, og mun ég gera tilraun að hafa lögleiddar þær um- bætur sem almenningur aðhyllist. Eg hefi þann heiður að vera kjör- inn til sóknar af hinu sameinaða verk- mannafélagi og af smásala-félaginu. Auk þess hefi ég fengið áskorun frá fjölda mörgum mönnum, sem tilheyra hvorugu þessu félagi, Fyrir kosningadag vona ég að kynna yður stefnu mína og fyrirætlan- ir mínar betur en hér er til hugsandi. Yðar einlægur Chas. Hyslop. Til kjósenda í 3. kjordeild! E. W. Day óskar eftir atkvæðum yðar og fylgi, sem skólanefndarmaður fyrir næsta ár. Til Nýja-íslands! Pósturinn fer frá Selkirk á mánu- dögum kl. 3. e. m. og kemur til baka frá Icelandic River á föstudagskvöld kl. 7. Ferðum verður breytt innan tveggja vikna þannig að pósturinn fer frá Selkirk á þriðjudögum, og geta far- þegjar frá Winnipeg þá komið til aust- ur-Selkirk á mánudag. Maður verður til staðins að flytja þá yfir um. Geta þeir, þá lokið erindi sinu í Selkirk um kvöldið og verið ferðbúnir næsta morg- un, Eg geri alla ánægða og tek far- þegja hvar í Selkirk sem vill. Verðið sanngjarnt. Ferðist með póst-sleðan- um. Hann er bezti sleðinn á brautinni og aðal-atriðið er að ökumaðurinn er stiltur og gætinn — hr. Helgi Walter- son. Geo. S. Dickinson. and Shorthand Institute Ef þú þarft tilsögn í: LESTRI, SKRIFT, STÖFUN, REIKNINGI, BÓKHALDI, VER^LUNAR-LÖGUM BREFA SKRIFTUM, HRAÐRITUN, TYPEWRITING, þá farðu & dag eða kvöldskólann að 482 Main Street. C. A. Fleming G. W. Donalr President. Secretary. BASS & COY’S HVÍTÖL GUINESS STOUT SCHLITZ ÖL PABST ÖL DAVIFS TORONTO ÖL LABATT LONDON OL DREWRY’S ÖL Fljót afgreiðsla hjá H. L. CHABOT Gegnt City Hall-513 Main St* Telephone 241. Nu er mikid selt i nyju budinni hans DEEGANS, 556 MAIN STREET. ************** Yfirhatnir af öllu tagi og með allskonar verði. Karlmanna og drengjafiitnaðir, og stórkostlegt upplag af skyrtum, krögum, hálsbindum, húfum o. fl. með niðursettu verði Alt verður að seljast þegar ! ************** Hjer er synishorn af verdlistanum: Þykkir kanadiskir ullarsokkar, parið 12 1/2 cent. Þykk ullarnærföt $1.00 og $1.25. Þykk, röndótt ullarnærföt, mjög vönduð, $1.50. Þykk Skozk ullarföt, ágætasta efni, $1.75 og $2.50. Tvö hundruð drengjabuxur á 50c. hverjar. 150 drengja-alfatnaðir $4 og $4.60 virði á $2.50. Vandaðar karlmanns Freize yfirhafnir, $4.50 og $5.00. Yfirhafnir úr svörtu Nap $5.00 Friezo-yfirhafnir, með vetrarkraga $5.00. Frieze-yfirhafnir, sérlega vandaðar, $6.50, $7.50 og $8.50. Mikið af silkivasaklútum, silkihálsklútum og silki-uppihöldum. Fallegir hanzkar og hálsbindi. — Hentug fyrir jólagjafir. ************** DEEGAN. Merki: Stor skiiiii-vetliimur 556 Main Street, Winnipeg. 50 tylftir af halsbindum a 25 cent hvert.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.