Heimskringla - 27.12.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 27.12.1895, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA 27. DESEMBER 1895. þingrof og kosningar ! “Kötturinn úr pokanum”! Kosningar 15. Janúar. Almennar kosningar til fylkis- þings fara fram miðvikndaginn 15. Janúar næstkomandi! Þetta boð gekk út frá ráðaneyti Greenways á mánudaginn 23. Desember. Álykt- un um þetta efni sainþyktu ráðherr- arnir á laugardagskvöldið, og á mánu- dagsmorgun staðfesti fylkisstjóri hana með undirskrift sinni. Þessi frétt kom öflum, að undan- teknum að líkum nánustu samsæris- mönnunum, óvart eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það lá í loftinu fyrir löngu síðan, að þingrof voru í nánd, en það bjuggust allir við að þingið kæmi saman fyrst. Það var vottur um nálæg þingrof, að svo stuttur tími var settur almenningi til að i- huga kjörskrárnar og fá þær leiðrétt- ar. Og það, að gamlir bændur, sem öllum í nágrenninu eru kunnir, voru tugum saman útstrykaðir, ef óvíst þótti að þeir yrðu með Greenway, var ekki síður vottur þess, að Green- way ætlar sér að komast að aftur með réttu móti eða röngu. Ail þetta fiaustur og öll þessi æruleysis brögð, sem viðhöfð haía verið til að svdfta menn hundruðum saman atkvæði, alt þetta bar vott um að kosningar voru í nánd, og að öllum óheiðarleg- um brögðum átti að beita til að vinna sigur. Samt sein áður kom engum í hug, að svona brátt bæri að. Því síður kom nokkrum i hug, að mönn- um i útsveitum yrði veittur að eins 17 eða 18 daga tími til að undirbúa sig. Að mánuður líði frá því þing er roflð og þar til kosningar fara fram, er fullstuttur tími, ef nokkur sanngirni er viðhöfð, en hér er griða- timinn í raun og veru ekki nema 22 dagar, þar auglýsingin varð ekki heyrum kunn fyr en að kveldi hins 23. En hvað veldur þá þessu ógna- flaustri ? Það er nú saga að segja frá því. Greenway hefir frá upphafi verið digurmæltur mjög um það, að ’ fylkisstjórnirnar eigi að ráða öllu í fylkjunum án nokkurs tillits til vilja sambandsstjórnarinnar eða sambands- stjórnmálafiokka. Þegar til fram- kvæmda hefir komið hafa þessi ummæli hans samt ekki reynst haldbetri en öll önnur loforð hans. Hann hefir altaf leitað eftir vilja Lauriers, og það voru fyrir löngu fengnar líkur fyrir þv|, að skóla- málið í Manitoba væri ekkert ann- að en uppfynding til að mynda fanatiskan flokkadrátt og koma sam- bandsstjórn í þá kllpu, er hún hefði sig ekki úr. Að koma henni úr sæt- inu, en Laurier, Tarte, Etc. i það var tilgangurinn. Það sýndu öll netin sem lögð voru til að veiða dominion- stjórn I. Fyrstu aukakosningarnar til dominion-þings áttu sér stað 12. Des. og í því kjördæmi átti Laurier sigurinn vlsan, því kaþólskur Patron var sendur af örkinni til að sundra fyjgi stjórnarsinnans. Samt sem áð- ur vann stjórnin með miklum atkv. mun. Nú var úr vöndu að ráða. En svo vel vildi til, að hinn hlýðni Thomas Greenway hafði ekki enn svarað seinasta bréfi sambandsstjórn- ar, áhrærandi skólamálið. Nú voru báðir jafnt I hættu staddir, Greenway og Laurier. Ef sambandsstjórnin ynni þannig í fleiri aukakosningum, var hún vis til að koma með umbóta- iög strax eftir að þing kæmi saman í Janúar, og þau umbótaiög gætu ver- ið þannig, að fótunum yrði kipt und- an Greenway. Það var beggja þága nú að flnnast. Og fyrir tilviljun (!!) náttúrlega átti Sifton, dómsrnálastjóri fylkisstjórnarinnar, erindi til Montre- al og hitti þar Laurier I Windsor- hotelinu sunnudaginn 15. Des. Þeir sátu svo á fundi fyrir luktum dyrum í níu klukkustundir — til miðnættis aðfaranótt mánudagsins. Hvað þeir síjgðu er ekki lýðum ljóst, en Sifton hélt heim I skyndi, og tók þegar til með samvinnumönnum sínum að rita svarið til sambandsstjórnarinnar. Voru þeir að því fimmtudaginn, ffistu- daginn og laugardaginn og — undir eins að þvi búnu samþykkja þeir að rjúfa þingið og efna til kosninga, með 8vo litlum fyrirvara, að slíks eru fá dæmi. í millitíðinni, á flmtudagskveld- ið 19. Des. flutti Laurier ræðu í Montreal, til að hjálpa vini sínum James McShane, er “liberal”-blaðið “Witness” í Montreal segir svívirð- ing fyrir flokksmenn sína að kjóea. Alt til þess dags, öll þessi ár, hafði Laurier varist svo vel, að enginn gat hermt upp á hann afgerandi loforð skólamálinu viðkomandi. En á þess- um fundi, fjórum dögum eftir viðtal- ið við Sifton, segir hann afdráttar- laust, áheyrendum sínum til ósegjan- legrar undrunar: “Ég hilca elckivið að segja yður að ég vil að minnihlut- inn i Munitoha fái áftur ull þau einkarittindi. sem fúslega eru veitt minnihluta prótestanta i Quebec og minnihluta kaþólíka í Ontario. Ég vil ekki að þessi réttindi séu aftur veitt fyrir tilvcrknað kaþólíka ein- göngu, heldur vil ég að prótestantar ■trinni að þeirri viðreisn líka.” í fyrsta skifti síðan þessi lög voru viðtekin kemur Laurier hreinn og beinn fram og segir hvað hann ætli sér ef hann komist að völdum. 0g hann ætlar sér ekki að gera það með hjálp kaþólíka einna, heldur með ötulli hjálp prótestanta. Hvaða prótestanta? Sannarléga ekki með hjilp prótestanta eystra, í Ontario og í sjívar-síðu tylkjunum, sem hann í alt síðastl. sumar og haust —• alt til þess hann hitti ráðþrota Sifton, kendi svo rækilega sem hann gat, að Mani- toba menn ætti að láta afskiftalausa. Því síður gat hann ætlað aðnjótahjálp- ar Manitoba-kjósendanna, sem pró- testantatrúar eru. Það er bókstaflega ómögulegt þegar athugað er, að þeir sömu kjósendur eiga nú að endur- kjósa Greenway og alla hans þrif- legu fylgisflska í þeirri einlægu von og trú, að hann geri að engu allar tilraunir núverandi sambandsstjórnar að rétta hluta kaþólíka i Manitoba. Hvaða prótestantar eru það þá, sem Laurier telur sér vísa, eftir að hann er kominn á veldisstólinn ? Engir aðrir en Thomas Greenway, Clifford Sifton, Etc. Þar er engum öðrum til að dreifa. Kenning Lauriers alt til i9. Des. og fundur hans og Siftons í Montreal sannar það. Þannig stendur þá á þessu flaustri með að sundra þinginVi öll- um á óvart, Kosningaúrslitin í North Ontario bentu á að sambands- stjórnin hafði meira fylgi en búizt var við og Laurier minna, sem eink. um mátti kenna óákveðinni stefnu í skólamálinu. Það var eftir að kjósa í 5 sambandsþingdæmom eystra, þar af 3 í Quebec-fylki. Ef Laurier átti að vinna í þeim þurfti hann um síðir að koma fram með ákveðna stefnu í skólamálinu. Það gat hann ekki nema fá ósvikin loforð Green- wystjómarinnar og í þeim tilgangi, að gefa þá skuldbindingu fer Sifton á fund hans. Loforðið er geflð og Laurier um leið búinn að fá þau vopn, sem eiga að hrlfa, í Quebec-kjör- dæmunum að minsta kosti. En nú var það jafnframt að óttast. að sam- bandsstjórnin kæmi fram með um- bótafrumvarp strax eftir nýár (sam- bandsþing kemur saman 2, Jan) og hún getur komið með frumvarp sem Manitobamönnum geðjast. Þar var hægt viðgerða. Laurier gat taflð fyrir störíum á þingi, svo að ekki yrði neitt að gert fyrr en þá undir Janúar lok, og i míllitíðinni var Greenway ekki vorkunn að hafa al- mennar kosningar afstaðnar. Hann gæti rofið þingið undireins og ekki haft annað program en skólamálið. Ef duglega var blásið að kolum trú- arofsans mundi hann ná völdum aft- ur og væri honum þá trygð laun i 4 eða 5 ftr til. Tækist Laurier að sliga sambandsstjómina í vor eða sumar, og ef hún þá hefði ólokið skólamál- inu, svo það yrði hlutverk hans að binda enda á það, gerðu þeir Green- way það létt verk og skyldi hann þá I launaskyni fyrir altsaman sjá þeim fyrir sæmilegri stöðu, svo að þeir, uppví8ir tvöfaldir svikaramir, þyrftu ekki framar að mæta alþýðu í Manitoba á fylkiskjörþingum. Allir sem athuga málið með gaumgæfni eins og það stendur nú, síðan á Laurier-Sifton -fundinum, hljóta að sjá, að þetta er gangurinn. Atburðir allir, sem að framan eru raktir, sýna eins greinilega og verður að skólamálið er ekki annað en kosningabeita, að það er ekki sann- færing, sem ráðið hefir tilvera þess, heldur löngun til að ríkja. Það sem sagt er þannig nokkurnveginn sann- að, að skólamálið er til orðið í því skyni eingöngu : Að halda höfund- um þess í feitum embættum meðan kostur er, og að reyna að gera ú'r því það fótakefli ér bylti sambands- stjórninni. Að lyktum stendur tlreenway þá afhjúpaður sem hinn táldrægasti fjandi, er enn heflrkomið fram fyrir almenning í Manitoba. Hann náði völdum með því að draga kaþólíka á tálar og hailn hefir haldið sér í völdum með því að draga protest- anta á tá’ar. Enn ætlar hann að leika sama bragðið, og heldur ekki óhugsandi að bonum takist það. Með því að hafa kosninga undirbúning- inn svona skammarlega stuttan og með þvi að svifta sem flesta andstæð- inga sína atkvæði, gerir hann hvort tveggja : Banna umhugsunartíma og banna atkvæði. Þegar á það er litið og á það hvaða jötna-tilraunir verða hafðar í frammi til að æsa enn meir haturseldinn milli protestanta og kaþólika, þá er það sannast, að það væri nærri yfirnáttúrlegt, ef svikara-höfðingi þessi yrði látinn krjúpa. En að gera tilraun til þess er brýii skylda allra þeirra, sem unna hreinskilni, trúmennsku og sannsögli. V enezuela-þrætaii. Hún þótti óálitleg um tíma í sumar er leið, þessi þræta, en þó hefir hún ald- rei verid eius óálitleg eins og nú, síðan Cleveland Bandaríkjaforseti sendi þjóð- þinginu boðskap sinn það mál áhrær- andi hinn 17. þ. m. Þessi boðskapur fprsetans er þannig úr garði gerður, að hefði hann komið frá einhverjum þjóð- höfðingja á meginlandi Norðurálfu, þá hefði hann þótt nokkurn vegin afd'rátt- arlaust útboð í strið. En af þvi hann kemur úr þessari átt, þykir eins víst að hér só um meiri vind en minni alvöru að gera. Þetta er alment álit allflestra blaða bæði hér í landi og í Norðurálfu, að undanteknum auðvitað Bandarikja- blöðunum nærri öllum. Utan Banda- ríkja er það sem sé alment álit, að þótt Cleveland hafi til þessa borið á móti löngun til að verða forseti í þriðja skift- ið, þá sé þessi boðskapur hans bein sönn- un fyrir þvi, að hann hafi í huga að sækja einu sinni enn. Af því repúblík- ar hafa æfinlega. og nú að síðustu einn- ig populistar, brígslað honum um að hann sé hlyntur Bretum, þurfi hann að taka djúpt í árinni og sanna, að það sé ekki. Með því dragi hann í sinn flokk alla íra í Bandaríkjunum og yfir höfuð alla þá, sem hafa ánægju af að óvirða Breta og sýna þeim fjandskap. Þetta er alment álit lilaða á Englandi, Frakk- landi og Þýzkalandi, eins og frá því áliti er skýrt í telegrafskeytum í tilefni af þessum boðskap Clevelands. En hvort sem þetta álit er nokkuð nærri lagi eða ekki, þá er það vist, að síðan þessi boð- skapur kom út, eru helzt öll önnur mál útstrykuð af dagskránni, en þetta eitt látið gilda sem umtalsefni. í þingsetningarræðu sinni mintist Cleveland lítið á Venezuela-þrætuna og bar það til, að þá var ekki komið svar frá Salisbury jarli upp á bréf Olney’s, utanríkisstjóra Clevelands. En í milli- tíðinni kom. svarið, og af því það á eng- an hátt fullnægði kröfum Olney’s, tók forsetinn þannig i strengJfttl. í bréfi sínu krafðist Olney, að málið alt væri lagt í gerð, og bygði þá kröfu á Monroe-reglunni. Sagði að bæði heiður og hagsmunir Bandaríkja lægju við, eins og Bandaríkjastjórn hofði fyrir löngu tilkynt Bretum og hoimi öllum. Svar Salisbary’s er þvert nei upp á krðf- una um nefnd til að dæma í málinu, af þeim ástæðum, að landamerkjalinan, sem Bretar segja hina réttu, sé langt fyrir innan þau tákmörk, er landmæl- ingamaðurinn (Schomburg, er landa- merkjalinan síðan er kend við, og kölluð “Schomborg-lína”) sagði að' tilheyrði þeim landfláka er Bretar keyptu að Hol- lendingum. Þar sem Bretar þannig geri tilkall til minni sneiðar af landinu, en þeir gætu samkvæmt samninginum við Hol- lendinga, þá geti þeir ekki séð ástæðu til að hleypa rnálinu i gerð. Monroe- reglan segir hann að komi þar ekki til, fýrir þá skuld að Bretar séu ekki að troða neinu ‘fyrirkomulagi’(stjórnarfyr- irkomulagi) upp á Venezuela-menn og láti sig engu skifta hvaða stjórnarfyrir- komulag þeir velja sér. Þeir séu að eins nágrannar Venezuela-manna og vilji fá viðurkendan rétt til þeirrar landeignar, sem var þeirra eign áður en Venezuela varð til sem lýðveldi. Hann kveðst því ekki sjá hvaða ástæðu Bandaaíkin hafi til að skifta sér af þessn máli. Monroe- reglan nái þar ekki til og Bandarikja- stjórn hafi ekki enn sýnt, að hún sé mál inu svo kunnug, að hún geti nokkurs til um það, hvorir hafi á réttara að standa, Bretar eða Venezuela-menn. Hann segir að Monroe-reglan hafi verið góð og réttlát og hvergi nærri að á- stæðulausu viðtekin árið 1823, en að sú regla hafi aldrei verið viðurkend í Norð- urálfu, eða í nokkrum. International- lögum, enda viðurkent í Bandaríkjun- um, þegar Taylor var forseti, að þessi regla hefði aldrei verið viðtekin sem gildandi lög. Þetta eru aðalatriðin í svari Salisbury’s upp á bréf Olney’s, sem hafði fyrir aðalinnih&ld : 1. Að eignarréttur þrætulandsins væri óyiss. 2. Að aflsmunur Breta og Venezu- elámanna væri svo mikill, að Venezuela- menn gætu ekki náð rétti sinum nema með friðsamlegum úrskurði. 3. Að þrætan sé búin að standa yfir í hálfa öld og að Venezuelamenn hafi allan þann tima viljað fá landamær- in ákveðin. (Það hafa Bretar lika vilj- að ög enda gert tilraunir til þess, en horfið frá til að þóknast Venezuela- mönnum — segir Salisbury). 4. Að Venezuela hafi á síðastl. ald- ayfjórðungi viljað fá málið lagt i gerð. 5. Að Bretar hafi jafnharðan sagt nei við þeirri kröfu. 6. Að Bandaríkin geti ekki látið þetta mál afskiftalaust, því þjóðarheið- ur og hagsmunir sé undir því komnir, að málið verði leitt til lyktft eins og þeir fara frani á. Þetta svar Sa.Ksbury’s féll Cleveland ekki sem bezt, og reit hann þá boðskap sinn tafarlaust, þar sem hann segir að úr því afgerandi neitun sé komin, þá sé um ekkert að gera annað en haga sér samkvæint því, og hvað það sé sem fyr- irliggi, sé ekkert efamál, þegar litið sé á aðgerðir stjórnarinnar í þessu máli á uudanförrium tíma. Til að byrja með, bað hann þvi um fé í því skyni, aðskipa nefnd og senda til Venezuela, en hún á að ákveða hver eiu hin réttu landamæri milli Breta og Venezuela-manna. Þó Cleveland búist liklega ekki við, að Bret- ar viðurkenni þau landamæri rétt, sem þessi nefnd kann að ákveða, þá þá gerir hann ráð fyrir, að Bandaríkjastjórn við- urkenni hana svo rétta, að hún þori að standa og falla með tillögum sirium, bygðum á þessari rannsókn. Síðan hefir þjóðþingið samþykt ályktun, er leyfir forsetanum að skipa þessa landkönnun- arnefnd, og er ekki að efa að hún hefji ferðina suður áður langt líður. Þar við situr. Þeir sem segja, að alt þetta upp- þot sé kosningabeita og ekkert annað, sýna fram á, að þegar nefndin hefir lok- ið starfi sínu og afhent stjórninni álit sitt, sem eins víst verði þá Bretum í vil, þá verði forsetakosningar afstaðnar og Cleveland þá tilbúinn að láta málið falla niður og gleymast. Sem sagt eru flest blöðin í Banda- ríkjunum Cleveland þakklát fyrir þenn- 0 an boðskap sinn og álíta hann eitt af hans frægustu störfum. Þó eru undan- tekningar í fiokki stórblaðanna. Demó- krata-stórblaðið World í New York endar ritstjórnargrein um þetta iitál á þessa leið: “Boðskapur Clevelands forseta til þjóðþingsins. áhrærandi Venezuela mál- ið, er alvarlegt klaufastryk. Hann er klaufastryk af því, að hann er bygöur á misskilningi, af því hann hefir ekki shiii þykki InternatioDal laga eða hefðar, og af því að hann setur Bandaríkjastjórn í falska afstöðu. I boðskap sínnm, eins og Olney í bréfum sínum, gerir forsetinn ráð fyrir, að stefna Breta í Venezuela sé Bandaríkjunum hættuleg. Er friöur vor og viöhald sem þjóðar, stöðugleiki voira frjálsu stofnana, viðhald vors sér- staka stjórnarfyrirkomulags nokkurri hættu undirorpið þó útvíkkað sé, iná- ske með ástæðulausri hörku, landeign Breta í Venezuela ? Það þarf ekki ann- að en benda á Canada, áfast landamær um vorum, til að sjá hvað heimsbuleg grýla þetta er. Englendingar erU eng- in útlend þjóð á þessu meginlandi. Bretar eiga meira land á meginlaiidinu en vér, og voru hér fyrir áður eft vér urðum þjóð. Ef tilgangur Breta er eins Hardvara! Iiesið fylgjandi upptalningu og notið svo tækifærið til að spara peninga yðar.- Ullarkambar, venjuleg stærð, á 35 cts. UUarkambar stórir á... .45 cts. Bezta exin í búðinni á...85 cts. Góð exi á ..........75 cts. Blikkfötur 40 centa virði, á... .30 cts. Hamrar 35 centa virði, á 25 cts. 25 centa olíukönnur á.....20 cts. 5 gal. olíukönnur með Hitunar-stór á....$4, $5 og $6.00. pumpu, á......... $1.65. Og allar aðrar varningstegundir að sama skapi. Komið og Ktið á varninginn. Yður verða sýndar vörurnar með ánægju, hvert sem þér kaupið eða ekkj. C. Indriðason vinnur í búðinni og fýsir að spjalla við “landft” þegar þeir eru á ferðinni. John E. Truemner, Main Str., næstu dyr við Town Hall. Cavalier, North Dakota. Islendingar i Selkirk! Það vinnur enginn íslendingur spm stendur í búð þeirra félaga Moody og Sutherland, en það þarf ekki að aftra neinum, því Mr. Mooíly talar íslenzku reiprennandí. Finnið hann að máli þegar þið þurfið aðkaupa eitthvað af járn eða blikkvarn ingi. — Hann selur hinar nafnfrægu Grand Jewel Stove’s og að sjálfsögðu hitunarofna á allri stærð, Upplag inikið af líkkistum á allri stærð og alt sem þeim til heyrir ----------L-- - Mjöl- og fóður- verzlun Stórt upplag af Lakeof the Woods kveitimjöli æfinlega fyrirliggjandi. MQODY á SUTHERLAND HARÐVÖRUSALAR. Evaline Street. — — — West Selkirk. illur og orð forsetans gera ráð fyrir, þurfa þeir þá að biða eftir laudamerkja- þrætu í fjarlægri Venezuela og við kyn- blandna pjóð, til þess að stofna lýðveldi voru í háska ? Sú ágizkun er ekki nærri nokkru lagi og með henni fellur [icssi fyrirferðarmikla, patriotiska bygg- ing úr orðum einum, sem forsetinn hefir smíðað.” Það eru einstöku menn og einstöku blöð í Canada, sem æpa nú og skora á stjórnina að verjast, því ef til stríðs komi muni leikurinn furðanlega fljótt færast inn yfir landamæri Canada, En yfir höfuð taka Canadamenn þessu upp- þoti ofboð rólega. Það er líklega ekki fjarri réttu, að flestir hafi sömu skoðun- ina og hermálastjóri Canada, Arthur R. Dickey. Hann var spurður um land- varnir Canada og gaf hann lítíð út á það, en svaraði því, að öruggasta vígi Canadamanna væri almenn skynsemi Bandaríkjamanna sjálfra. Armeníu-manndrápin. Þegar Gladstone gamli fyrir 19 ár- um siðan (1876) gerði Tyrkjum hörðustu kviðuna útaf Búlgaríu-manndrápunum sagði hann í einni sinni nafnfrægu ræðu á þá leið, að ef stórveldi Norðurálfu enn endurnýjuðu leyfi soldáns til að hafa á hendi framkvæmdarstjórn í Búlgaríu, þá væri engu siður sanngjarnt aðbrenni merkja sem glæpi allar tilraunir undir- okaðra manna, frá þvi fyrst pólitisk saga varð til, til að losna undan óbæri- legri harðstjórn. Það hefir enginn einn maður barist jafnknálega fyrir réttlátri eyðilegging Tyrkjaveldis eins og Glad- stone gamli árin 1876 og 1877 og nálega öll Norðurálfa var honum samdóma og undantekningarlaust öll Norður-Ame- rika. En samt var ekkert gert. Sold- áiiinu hélt óskertu valdi og þjófnaðnr- iuft og ránin og manndrápin og morðin héldu þá einnig áfram í riki hans, þó aldrei i jafnstórum stýl og á þessu út- renuandi ári. drepnir um 15,000 verjulausir Armeníu- menn, 200,000 hafa verið reknir fr& húsi og heimili og 60,000 ferhyrningsmilur af landi lagðar í rústir. Þetta eru aðgerð- ir soldáns í umbótaáttina á tveimur mánuðum og alt þetta er stórveldunum kunnugt. Það eina sem þau gera með- an á þessu stendur, er að neyða soldán til að hleypa fleiri herskipum inn á höfn- ina í Konstantinopel og þar liggja þau siðan aðgerðalaus, að því er séð verður. Með þessum herskipastól á höfninni þykjast stórveldin viss með að verja lif og eignir fulltrúa sinna í Konstantinopel og Þá virðast þau álíta að fullnægt sé öllum kröfum réttlætis og raannúðar. Það er hvor sjálfum sér næstur. í millitíðinni tala tvær voldugustu og mentuðustu þjóðirnar um, að fara í hár saman og berast á banaspjótum út af nokkrum ekrum af brunasandi í suð- ur-Ameríku, sem barbara-þjóð í ná- grenninu vill hafa af annari ^þessari voldugu þjóð, treystandi því, að hin stórþjóðin hlaupi undir bagga með sér, ekki frændsemis vegna og ekki neinna eigin hagsmuna vegna, heldur vegna þess, að þessi litla skréelingjaþjóð kallar sig lýðvejdi, þrátt fyrir að helzt enginn einn í tíokknum er fær um að stjórria sjálfum sér. Á þetta stara allir og á meðan er Armenía gleymd öllum öðrum eu Tyrkjum. Þeir halda áfram að stela og ræna og smána kvenfólk, að leika með hvitvoðunga á spjótsoddunum, að myrða og drepa alla unga og gamla, sem þeir ná til, og alt þetta í hefndar- skyni fyrir það, að þessir fáráðlingar í Armeníu neita að trúa á Allah Tyrkj- anna ! Herskipafjöldinn á höfninni í Konstantinópel er tfygging fyrir lífi stórveldafulltrúanna í borginni og þess vegna óhætt að leggja árar i bát og gefa sig allan við aö hugsa um sandhólana i Venezuela ! Það gerir minna til, þótt nokkrar þúsundir til séu myrtar af saklausum mönnum austur í Armeníu ! Þetta er sýnishorn af hinni mann- úðarlegu stór-pólitík heimsins í lok þessa herrans árs, 1895 ! Það má státa &f minnu ! Hvað sem verður þá eru líkurnar þær. að eins fari enn. Stórveldin öll viðurkenna.að veldi Tyrkja ætti að vera koinið i rústir og að undanteknum Tyrkjum sjálfum er liklega enginn mað- ur í Evrópu eða Ameriku, sem mótmæl- ir þyi. Samt er ekkert gert enn, ekkert verulegt. Um 20. Okt. síðastl. lofaði soldán loksins, að tekið skyldi fyrir inorðiu i Armeníu, og að stjórnarbætur skyldu veittar samkvæmt kröfum stór- veldanna. Við þau loforð sín hefir hann staðið svo vel síðan, ef dæmt er eftir hraðfréttum þaðan, að síðan hafa verið - Rn«k>Aehf, Faee-Aehe, helntle Palni, Nearalcle Palnm Pnln In the Nlde, ete; Promptlf Beliered nnd Cured bj The “D.&L” Menthol Plaster j! Hftrtnf u$d four D. AL Mnnthol PUator for i«v«r« juiin in the ba«-k and lurabaco, 1 unhealUtinirlT r»comra#-nd Mra* u a nft, ■ure nnd rapfd rrmody : in thc.t, thep nct Hko magic.—A. LkroiNTK, Kllzabethtown. Ont. Prlrc 25e. DAVIS & LAWRENCB CO., Ltd. Proprietors, Montreal. i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.