Heimskringla


Heimskringla - 14.02.1896, Qupperneq 2

Heimskringla - 14.02.1896, Qupperneq 2
HEIMSKRINGLA 14. FEBRÚAR 1896. 9|§999O6#6tð99IO9Í9O90O9 9 Heimskringla PUBLISHED IiY The Heimskringla Prtg. & Publ. Co. • • •• Verð blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um 4rið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. bér] $1. Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. ®SS® Peningar sendist í P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með aSöllum. 0» •• EGGERTJOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BLTSINESS MANAGER. • • •• Office : Corner Ross Ave & Nena Str. P.O. Box 305. •••••••»«••••••©•••••®® Enn meiri framför. “All-raiklar framfarir” eru sýnileg- ar enn i síðasta blaði Lögbergs, dags. 6. Febrúar. Það er heldur ekki nema eðlilegt þó ritstj. taki sprett og sýni hvað hann á til, rétt þegar hann er að hefja innreið sínaíhina pólitisku Jerú- salem Manitobamanna. Þegar annað eins stendur til, er sízt að undra þó hann viðri allar sínar hæfileika spjarir og vizku-leppa dagana næstu á undan. Tvær síðustu útgáfurnar af Lögbergi bera líka vott um, að eitthvað óvenju- legt sé á seyði. Meðal annars sézt það & fátinu, sem á ritaranum er og þar af leiðandi því, að það er lítt athugað, hvað blaðið hefir áður sagt og það enda fyrir fáurn dögum. Til dæmis um það má geta þess, aðí Lögbergi, er út kom 23. Jan. siðasti., er verið að færa rök(!) að því, að vitrustu mennirnir hver- vetna hafi fylgt Jónasson, en hinir Baldwinson, og því tilsönnunar er sagt að þar sem kynblendingar séu flestir. þar hafi verið jöfnust atkvæðin. I þessari grein er óneitaulega verið að telja mönnum trú um,að kynblendingar séu engir sérlegir hæfileikamenn, svona yfirleitt. í seinasta blaði aftur á móti er þeim hælt á hvert reipi fyrir gáfur og —alt, sem mann iná prýða. Hvorum þessum dómi blaðsins er hættuminna að trúa, er spursmálið. Almenna álitið hnegist ef til vill meira að vitnisburðin- um í Lögbergi, dags. 23. Jan., en svo látum vér ósagt, að það sé nokkuð að marka. Fyrir vort leyti getum vér enda með ánægju beygt oss fyrir áliti þessa ritstj. blaðsins og þingmanni fyrir St. Andrews, af því að hann eflaust er þsssu fólki í St. Andrewsnákunnugri en vér. Annars er þessi gullhamrasláttur allur út i hött, eins og svo rnargt fleira í þessari grein. Vér höfum aldrei brugð- ið kynblendingunum um heimsku eða illgirni, Því síður höfum vór nokkfu sinni neitað að viðurkeuna einstaka hæfileikamun ( eða úr þeirra flokki. Og hvað snertir hrósið sem sett er upp á John Norquay, hrós sem hann sannar- lega átti skilið, þákemur það bæði nokk uð seint og eins og hórlendir mennsegja með “bad grace”, frá þeim manni, sem helzt aldrei lagði Norquy nema illt til, meðan hann var á veginum með honum. Það eina sem vér höfðum sagt um kynblendingana íSelkirkog St. Pet- ers var það, að þeir væru ‘ræflar’, en þá menn köllum vér ræfla. sem láta alt sem þeir eiga, fast og laust, enda hoiður og samvizku. fyrir whiskey og aðra á- fengisdrvkki. F.n i þess orös algengu merkingu eru það ekki alt heimskingjar sein þetta gera. Vór þekkjum þá sem kallaðir hafa verið og kallaðir eru gáfu- menn, sem þannig hafa farið með sjálfa sig og þannig fara með sjálfa sig. Hvort sem það nú er rétt eða rangt, þá er það alment ólit, að kynblendingar láti flest falt fyrir vínið. Og hvað snertir þann grun vorn, að þeir láti leiða sig í hvaða kró sem er. þegar þetta góðgæti er á boðstólum, þá er hann meöal annars bygður á ummælum fyrrverandi þing- manns fyrirSt. Andrews. Það er langt síðan vér heyröum sagt, að þegar lægi á væri enginn á við 1 Fred/ Colcleugh til að halda kynblendingum í skorðum. Og það eru mörg ár síðan vér heyrðum liaft eftirhonum, að ekki þyrfti annað «n sina ögnina af hvoru: ‘Bacon and flour and whisltey’ til að hafa þá «ins og huga manns. Að þetta se satt, er nokkuð sem vér kunnum ekki að bera um. en þar sem F. W. Colcleugher þessu fólki gamal-kunnugur, þótti oss ekki ástæða til aðefa það, þvi síður, er allir sém nokkuð þekkja til í Selkirk vita, aðenginn þjóðflokkur er jafn-sólg- inn i áfenga drykki yfirleítt, eins og þeir. Sé það lýgi, að kynblendingar lát þannig leiða sig, þá á Colcleugh einsog fleiri skömm skilið fyrir að útbreiða hana, eins og hann á skömm skilið fyrir svo margt fleira, sem hann hefir sagt og gert. Vafninginn allskonar áhrærandi at- kvæðin í East Selkirk og úrslitin í heild sinni er það að segja, að East Selkirk er minsti hlutinn af St. Andrews, að atkv. mu u inn í Nýja íslandi gerði meira en vega á móti East Selkirk, og að um- mæli vor standa óhögguð enn, þau, að úrslitin í East Selkirk eru einum manni að kenna, en úrslitin í kjördæminu í heild sinni kynblendingunum. Vér gæt- um enda bætt við að í East Selkirk eru til kynblendingar, þó ekki séu þeir mjög margir. og það ætlum vér, að t. d. F. W. Colclough muni kunnugt að svo er, og enda máské einum tveimur mönnum öðrum í West Selkirk, “International”- sýningar. Canadamenn hafa ekki átt við það til þessa, að koma á fót innanríkis alls herjar sýningum. sem erlendar þjóðir taka þátt í að jöfuum hlutföllum, ef þær vilja, og Canadamenn sjálfir. Það hefir oftar en einusinni verið talað um að koma á fót einni slíkri sýningu Montreal, en ekkert orðið af því fyrr en nú. Nú á þar virkilega að komast á fót ein þessi ;“International”-sýning og að heita “British Ernpire Exposition”. Verður hún vígð 24. Maí næstkomandi og hcldur áfram til 12. Október, eða 41 mánuð alls. Formaður þessa fyrirtækis er Eng- lendingur, J. H. Stiles að nafni. Hann var aðalumboðsmaður Breta við lieiras- syninguna í Chicago og síðan við ‘In ternational’-sýninguna í San Francisco og átti þar ekki all-litin þátt í, að sú sýning vár eins fullkomin og reynslan sýndi að hún "ar. Eftir að i,afa lokið starfi sína í San Francisco kom hann til Montreal og vildi koma upp sýningu þar, en fékk svo daufar undirtektir um styrk bæð hjá Dominion- og Quebec- fylkisstjórninni, að hann lagði árar í bát í bráð. Samt hætti hann ekki. Iíann fór til Englands og myndaði þar fólag til að standa fyrir sýningunni, með $050,000 uppborguðum höfuðstól. Svo hélt hann til Montreal og gerði samning við sýningarfálagið þar um að fá garð þess og byggingar Ieigðar, bygg ingar, sem nú er verið að ummynda og auka svo, að þær þekkjast ekki. Hann fékk og léðan landfláka áfastan við sýn ingargarðinn og byggir á honum líka. Að þessn öllu fengnu var tekið til starfa fyrir alvöru og hefir verið haldið áfram af kappi síðan. í samanburði við Chicago-sýning- una verður þessi sýning óumræðilega smávaxin, eins og sést af því, að sýn- ingagarðurinn er ekki nema rúmar 60 ekrur að flatarmáli. En ef vel er á- haldið má á það svæði koma svo miklu af byggingum og i þær svo miklu af alls- konar munum, að maður sem vill hafa gagn af því sem sýnt er hafi nóg að gera, að ganga um og skoða á 5, 6 dög- um, tími sem var algerlega ónógur á Chicago-sýningunni, ef maður vildi liafa gagn af því sem sýnt var. Af því sýningarsviðið er svo lítið verður þar ekki um neina þá fegurð að gora, lystigöng, vötn og skóga, sem voru á Chicago-sýning^rsviðinu, en öll samskonar fegurð fæst þá örskamt frá sýningarsviðinu, —í hinum nafnfræga “Mount Royal Park” uppi á samnefndu fjalli. Sýningagarðurinn er við rætur fjallsins og upp á fjallsbrúnina liggur járnbraut, sem útbúin verður til að flytja alt það fólk sem býðst. Öll útríki Breta taka þátt í sýning- unni og svo gera fjölda margar aðrar þjóðir, Bandaríkjamenn ekki hvað minstan. Þeir voru með þeim allra fyrstu til að senda umboðsmenn til Montreal til að skoða uppdrætti af bygg ingunum og kaupa svæði í þeim fyrir sýninguna. Norðurlandaþjóðir taka og þátt í sýningunni. Er herra E. Ohlin, sem Winnipeg-menn margir kannast við og sem nú er búsettur í Montreal, aðal-umboðsmaður Svía og Norðmanna, Dana og Rússa. Addressa hans er: 180 St. James Str., Montreal, Canada. Svo langt er þá komið á veg með fyrstu “International”-sýninguna, sem haldin verður i Canada. Að hún beri sig eins vel og nokkur önnur samskonar sýning í Ameríku er efalítið, þegar at- hugað er, að auk þess er Canadamenn sjálfir nær og fjær munu kappkosta að sækja hana, er Montreal virkilega miklu nær 12:—15 miljónum íbúa Bandaríkja, en var sýningin í Chicago, Það er þess vegna öll von til að fyrir- tækiðheppnist svo vel, að þaö leiði til annarar enn stærri sýningar í Can^da áður en mörg ár líða. Það sem sérstak- lega er að óttast í þessu sambandi, er að of mikið verði að gert með þessar “In- ternational”-sýningar. Þannig verður sem sagt ein þessi sýning hór í landi í sumar komandi, og 2 aftur sumarið 1897, — í Toronto og í St. Paul eða Minneapolis. Þó verksvið þeirra tveggja sýninga verði all-ólíkt, hljóta þær samt að draga hvor frá annari, áð eyðileggja hvor aðra sem gróðafyrtæki. Draupnir,” ársrit það, er frú T. H. Holm gefur út er út komið í Reykjavík (3. árg.) og hef- ir að innihaldi : “Gizurr t>orvaldsson.” leikrit í 5 þáttum, eftir séra Eggert sál Briem. Leikurinn fer fram í Noregi og á íslandi (þrír fyrstu þættirnir í Noregi og2 þeir seinustu á Islandi), uin miðbik 13. aldar. Fyrstu þrír þættirnir fara fram 30. Júlí 1247, daginn eftir vígslu Hákonar Noregskonungs Hákonarsonar undir kórónu. Fjórði þáttur fer fram á Hólum í Hjaltadal 22. Okt- 1253, dag- inn eftir Flugumýrarbrennu, og 5. og seinasti þátturinn fer fram 12. Janúar 1268, á Stað í Reyninesi, á dánardegi Gizurar jarls Þorvaldssonar. Það er hvorttveggj'a, að leikrit þetta er langt (komust ekki að í öllu ársritinu nema 3 fyrstu þættirnir ; hinir 2 bíða næsta árs), enda þannig úr garði gert að öðru leyti, að það verður liklega seint sýnt á leiksviði. Höfundurinn hefir lík- lega heldur aldrei ætlast til þess, heldur hins, að eftir lestur þess yrði öllum þorra manna skiljanlegra en áður.hvaða brögðum var beitt til að fá Island undir Noreg. Hafi það vakað fyrir höfundin- um, sem vér efum ekki,af þessum þrem- ur þáttum að dæma, þá hefir Ifcnum líka tekist það. Það er engum efa und- irorpið hvað þeir rnenn eru að gera, sem dregnir eru fram á sjónarsviðið i leikrit inu. únnað mál er það hvort allir verða samdóma, að því er snertir álitið á hin- um ýmsu sérstöku persónum í ritinu. Þó hyggjum vér að flestir, sem sögurn- ar hafa lesið, verði honuin samdóma í því er snertir Gizurr Þorvaldsson sjálf- an. Hvað sem því líður, þá er þetta rit þess virði, að allir bóka og söguvinir kappkosti að eignast það, því fremur sem útgefandinn getur þess í formálan- um, að þetta leikrit verði hið eina, sem út verði “gefið á prent, eftir þennan mikla gáfu og mentamann”(E.Br.). Þó aldrei verði þetta leikrir sýnt áleiksviði, þá hefir það sitt bókmentalega gildi ekki síður fyrir það. í næsta hefti “Draupnis” verður, auk niðurlagsins af “Gizuri Þorvalds- syni,” skáldsaga eftir frú Holm, af Jóni b.yskupi Arasyni, eftir því sem frá er skýrt í formála 3, heftisins. Raílýsing Reykjavíkur Þess var getið fyrir nokkru síðan að Frímann B. Anderson, raffræðingur, væri kominn til Reykjavíkur aftur, í [ieim tilgangi að vekja á ný máls á raf- lýsingamálinu. í bréfi, er Mr. Anderson ritar oss frá Edinborg, dags. 22. Jan. þ.á.,minn- • ist hann á þetta mál. Það leynir sér ekki að þeir Vikverjar eru framkvæmda- hægir í þessu efni og hafa litla löngun til, að svo stöddu, að leggja mikið í söl- urnar af eigin fé. Þó hafa þeir margir —líklega flestir—löngun til að sjá rafljós á götum og í húsum bæjarins, enda er nú fenginn vottur um vilja til að hag- nýta Ijósin, fáist féð til að kaupa ljós- gerðarvélarnar o. s. frv. Það er sem só svo langt komið nú, að bæjarstjórnin gefur samþykki sitttilþessaðrafmagns stofnun verði sett upp í Reykjavík. Að auki, og í það er mest varið, hefir hún ásamt ýmsum bæjarmönnum, ábyrgst að kaupa ljós upp 4 10.000 krónur á ári hverju. Það er lítil upphæð, en þó Þyk- ir Mr. Anderson líklegra nú en áður, að að eittlivert raffærafélag verði til að hætta stofnfé sínu í þetta fyrirtæki, sér- staklega þegar athugað sé, að vart sé fenginn helmingur þeirra manna á á- skriftarskjalið, sem kaupa mundu ljós undir eins og þau yrðu 4 boðstólum. Til að koma þessu fyrirtæki á fót, álítur Mr. Anderson að þurfi stofnfó, er svari 15,000 dollars, í mesta lagi $20,000. Er það sem ekkert fyrir rík raffærafélög og hættan að því skapi lítil, þegar at- hugað er, að viðhaldskostnaður allur, eftir að stofnunin er komin á fót, fer lík- lega ekki fram úr $1500—1600, en tekjur sem nema $2,600 á ári, þegar vísar. í byrjun eru þannig að virðist, visir vext- ir af höfuðstólnum er nema 5% til 6|%, og þó, sem sagt, er eftir að fá nöfn og loforð meira en helmings væntanlegra viðskiftamanna. Ef áætlun þessi öll er nærri lagi, — og vér höfum ekki ástæðu til að efa það, — þá sýnist engin áhætta vera fólgin í að koma upp rafmagns- stofnun í Reykjavík. Mr. Anderson hefir þess vegna ástæðu til að vona, að iiann áður en langt um líður komist að samningi við raffærafélag áhrærandi raf lýsing Reykjavikur og fái þannig fram kvæmt það, sem hann hefir barist fyrir í síðastl. 2 ár. Takist það, fái hann brotið ísinn í þessu efni og gróðursett rafljós á íslandi, þá verður líklega ekk1' langt þangað til þau verða almenn í öll um kaupstöðum á landinu. I augum ínanna hér vestra, þar sem nokkurra ára reynsla hefir sýnt, hvað ábatasöm rafljósagerðin er, og þar sem þar af leiðandi hver bæjarstjórnin um aðra þvera er að kaupa allar þær stofn- anir, lítur það kynlega út, að bæjar- stjórn Reykjavíkur skuli ekki grípa þetta tækifæri til að leggja frain stofn féð og eiga svo alt sjálf. Það bendir á, að menn séu hvervetna líkir í því, að vilja ekki taka gilda reynslu annara, hversu greinilegir vitnisburðir sem fyrir hendi liggja. eftirfylgjandi bréf . / i [Sóra Hafsteinn Pétursson hefir fengið áskorunfiá Argyle-söfnuðum um að vera í vali við prestkosningu, sem innan skamms fer fram í þeirri bygð. Hann hefir þegar sent söfnuðunum svar sitt. Bréf hans til safnaðanna er þann- ig]: Bréf til Argyle-safnaða. Kæru vinir. 6. þ. m. fékk ég frá yður. Glenboro, 3. Febr. 1896, Rev. Hafsteinn Pétursson. Kæri vin. Mór er falið að tilkynna yður, að á almennum fundi, sem haldinn var í Frelsissöfnuði 31. f. m. var samþykt að rita yður fyrirspurn um, hvort þér munduð fáanlegur til að vera í vali við í hönd farandi jirestkosningu safnað- anna hér í bygðinni. Öðrum manni er ritað sama efnis. Ég vil vinsamlegast mælast til. að þór gerið svo vel að gefa mér svar yðar sem allra fyrst, því ætlaster til, að taf- arlaust verði farið að vinna að því að fá prest. Með virðingu yðar S. Arason, í Febrúarm. 1890 tókst ég á hendur prestþjónustu hjá yður, Argylemenn, og var ég prestur yðar þangað til í Júní inán.l893.Við komu mína var fólkstalan í söfnuðum yðar 327. Samvinna mín og yðar var frá fyrstu byrjun í alla staði á- gæt og bar margfaldan ávöxt, og þann- ig var það ávalt, meðan ég var prestur yðar. Á örstuttum tíma, vorið 1890, bættust við í söfnuðina 230 manns. Og voru þá nálega allir Islendingar í ný- lendunni gengnir í söfnuð. Þegar ég fór frá yður 1893, var safnaðarlimatal- an orðin 703. Á þessum rúmum þrem- ur árum sem ég var þjónandi prestur yðar, óx safnaðarlimatalan meirenum helming eða 376 manns. Þegar ég kom til yðar, var enginn sunnudagsskóli haldinn hjá yður, og hafði ekki verið um alllangan tíma. Undireins vorið 1890 komuð þór á fót sunnudagsskóla, sem bar langt af öllum íslenzkum sumiúdagsskólum úti í ný- lendunum. Sá sunnudagsskóli stóð á- valt í sama blóma. meðan ég var þjón- andi prestur yðar. Sunnudagsskóla- skýrsla yðar 1891 var þannig : Innrit- aðir nemendur 165, flest á skólanum 132, fæst á skólanum 34, meðaltal á hverjum sunnudegi 92, skóladagar á ár- inu 45, sunnudagsskólakennarar 14. Til samanburðar má miuna á sunnudags- skólaskýrslu frá Garðarsöfnuði, er séra Fr. J. Bergmann þjónar. Sá söfnuður hafði þá jafnháa meðlimatölu og Ar- gylesöfnuðir báðir til samans. Sunnu- dagsskólaskýrsla Garðarsafnaðar var þetta ár 1891 með langbezta móti og var hún þannig: Innritaðir nemendur 75, flest á skólanum 50, fæst á skólanum 25, meðaltal á hverjum sunuudegi 45, sunnudagsskólakennarar 3. Guðsþjónusturnar í kyrkju yðar voru ávalt ágætlega vel sóttar, því kyrkjuræknara fólk, en þér eruð Ar- gylemenn, þekki ég ekki meðal þjóð- flokks vors. Öll vera mín hjá yður og öll sam- vinna mín og safnaðanna var mér til sannrar gleði og ánægju. Og áranna, sem ég var hjá yður, mun ég ávalt minnast sem hinna rólegustu og gleði- legustu ára æfi minnar. Aldrei verða ncinir menn mór kærari en mínir gömlu safnaðarmenn í Árgyle. Að sutnu leyti mun ég ávalt sakna Argylebygðar og Argylemanna, því hvergi er hægt að hitta blómlegri bygð eða meira og betra mannva.1 saman komið í nýlendum ís- endinga, en hjá yður. Orsökin til þess, að ég sagði yður upp prestþjónustu minni 1893 og tók köllun Winnipegsafnáðar var sú: Win- nipegsöfnuður hafði þá meiri þörf á prestþjónustu minni en þér, og mér fanst það vera skylda mín að vera þar, sem þörfin var mest. Þess vegna gat ég eigi 1893 orðið yið þeirri þrábeiðni yðar að halda áfram að vera prestur hjá yður, þótt mig tæki mjög sárt að yfir- gefa yður nauöuga. Yður stóð þá og til boða mjög efnilegt prestsefni, Mr. Björn B. Jónsson. Og það var mjög sorglegt, að þér skylduð eigi velja hann fyrir prest yðar. Hann var í alla staðí á- gætlega vel fallinn til þess að vera prest ur hjá yður. Eg benti yður á hann. En forseti og varaforseti kyrkjufélagsins unnu á mótikosningu hans. Þeir vildu láta yður kjósa séra Steingrím Þorláks- son, þótt hann hefði ekkort fylgi í söfn- uðum yðar. Þetta ráðlag þeirra varð bæöi yður og séra Steingrími til skaða. Þér hafið orðið að veralengi prestlausir, en séra Steingrímur varð að yfirgefa Söfnuði sína í Minnesota. Þetta kom mjög óinaklega niður á séra Steingrími, því hann er góður prestur og mesta val. menni. , Siðastl. sumar var séra Þorkell sál. Sigurðsson vígður til prests handa yður. Hann var að allra sögn mjög efnilegur maður, en vegna heilsuleysis var hann eigi fær um að taka prestskap á hendur. Og mjög virðist það einkennileg aðferð af forseta og varaforseta kyrkjufólags- ins, að vígja dauðveikan mann til prests handa Argylesöfnuðum, án þess að láta söfnuðina fyrirfram vita uin veikindi hans. Nú standið þér, Argyle-menn, enn þá einu sinni prestlausir. Þór hafið snú- ið yður til mín og beðið mig að gefa yð- ur kost á að kjósa mig fyrir prest yðar. Af öllu hjarta vildi ég geta orðið við þeim tilmælum yðar, því hvergi mun neinum íslenzkum presti líða betur en hjá yður. Og ekkert—nema Tjaldbúð- in ein — er mór hjartfólguara en þér og kyrkja yðar. En mér er því miður ó- mögulegt að verða við tilmælum yðar. Forsetí og varaforseti kyrkjufélagsins vilja ráða því, hvern þér kjósið fyrir prest yðar. Þeir hafa boðið ykkur prestsefni. Og séra Fr. J. Bergmann fór vestur til yðar í þeiin erindagerðum. Af þessu só að þór gefið þegar í stað fengið prest, þótt ég gangi undan. Það ^gleður mig af öllu lijarta. Og ég óska yður til allrar liamingju með þann prest sem þér veljið. En aðalástæðan fyrir því, að ég get eigi orðið við tilmælum yðar, er þessi : Eg get á engan hátt yf- irgefið Tjaldbúðarsöfnuð. Það yrðihinu mikilvæga starfi hans til skaða. Og Tjaldbúðarsöfnuður hefir þetta fyrsta ár sitt haft miklu meira andlegt starf með höndum en nokkur annar íslenzkur söfnuður. Því starfi verður að hnlda áfram til blessunar fyrir kyrkjulega framtíð Islendinga hér i Winnipeg. í Febr. 1895 var reynt að koma Tjaldbúð- arsöfnuði inn í kyrkjufólagið, en söfnuð- urinn sá sér eigi fært að ganga inn í það. Aðalorsökin til þess var sú : í Tjaldbúðarsöfnuði hafði vaknað þegar í byrjun meira andlegt lif og margbreytt- ari kyrkjuleg starfsemi. en átt hefir sér stað í söfnuðum kyrkjufélagsins. Þann- ig hafði Tjaldbúðarsöfnuður t. d. lcomið á fót blómlegu unglingafélagi og bæna- samkomum einn virkan dag í hverri viku. Söfnuðurinn hélt að þetta and- lega líf mundi kólna út og þessi kyrkju- lega starfsemi hætta, ef hann gengi inn kyrkjufélagið. En ég hélt að það mundi eigi verða, og þess vegna studdi óg að inngöngu safnaðarins í kyrkjufó- lagið, en ég varð alveg ofurliði borinn við atkvæðagreiðslu í þessu máli. Tjald. búðarsöfnuður stendur þannig einn síns liðs og hefir nú eigi kost á neinum ís- lenzkum presti nema mér einum. Það er því heilög skylda mín að yfírgefa hann eigi. Mér er Ijúft að vinna fyrir Tjaldbúðarsöfnuð, því ekkert er mér eins kært og hjartfólgið eins og Tjald- búðin og söfnuður sá, sem tekur nafn sitt af henni. Kæru Argyle-menn. Mér er þann- ig ómögulegt að verða við tilmælum yð- ar. Eg vona og óska, að þér getið feng- ð þetta prestsefni, sem varaforseti kyrkjufélagsins hefir á boðstólum, og að koma þessa prests til yðar verði söfnuð- unum til blessunar og guðsríki til efl- ingar á meðal yðar. Blessun drottins hvíli ávalt yfir mínum ástkæru Argyle- söfnuðum. Yðar Hafsteinn Pétursson. ®@ © ® © © ” MEflTHOL PLASTER I have prescrlbed ilenthol Plaeter In a nnmber ofcaMM of nnmalgle aud rheumatlc palus,«aud um very inuch pioaaed Mir.h tho efTects and jilpasontness oflts appllcatlon.—ÍV, H. CARPEN* TEB, M.D., líotel Oxford, Boston. I lmvo usod Munthol Plastera in aereral cnses of rnuscular rhuumBtisin. and find in ov**ry cns« that it ffave n 1 most 1 nstant and permnnent rclicf. —J. H. Moork M.D . Washington. I».C. It Cnres Sciatica, Lumbapo, Nen- ralgia, Pains in Iíack or Sidey or any Muscular Pains. Price | Davis & Lawrenco Co., Ltd, 25c. | Sole Proprietors, Montreal. •S olwknandi. Ákafur hósti. Engin hvíld dag eða nótt. Læknarnir gefast upp. Lífiim bjargað Með því að brúka flYES’Q CIíERRY MÍEll ö PECTORAL. “Eyrir nokkrum árum fékk ég á- kaflega slæmt kvef með mjög slæmum hósta, svo að ég hafði engan frið dag eða nótt. Þegar læknarnir voru húnir að gera alt við mig sem þeir gátu.sögðu þeir að óg væri ólæknandi og hættu við mig alveg. Kunningi minn, sem haíði heyrtgetiðum kringumstæður mínar, sendi mér flösku af Ayers Cherry Pec- toral, sem ég fór þegar að brúka, og sem þegar frá byrjun gerði rnér mikið gott. Þegar ég var búinn með úr flösk- unni var ég orðinn alheill. Ég hefi ald- rei liaft mikinn hósta síðan og hefi þá skoðun, að Ayer’s Cherry Pectoral hafi lækneð mig. — W. H. Ward, 8 Quimhy Ave., Lowell, Mass. Hœstu verdlaun a heims- syning-unni. Ayers Pills liið hesta hreinsunarmeða Saga vitavarðarins. KONAN IIANS VAR MJÖG VEIK AF GIGT. Liðamótin voru bólgin og ósveiganleg. Gat ekki sofið á nóttinni; hafð enga matarlyst. Þjáðist mörg ár áður en hann fann lækningu. Tekið eftir Kingston News. Mr. Hugh McLaren, vitavörður á Wolfelsland, er alþektur hér í grend- inni, og fyrir árvekni haus í stöðu sinni hefir sigling á því 'svæði St. Lawrence- fljótsins verið tiltölulega hættulítil. Kona hans hefir verið veik í mörg Ar, en fyrir skemstu sagði Mr. McLaren fregnrita einum frá því, að henni væri óðum að batna af einu af hinum nýj- ustu meðulum þessa tíma, Dr. Williams Pink Pills. Þegar hann var spurður, hann hofði nokkuð á móti því að lýsa sjúkdómnum og batanum, kvaðst hann þess fus, ef það gæti komið einhverjum aðhaldi. Hann sagði: “Fyrir mörg- um árum fékk konan mín slæmt gigtar flog, og sem endaði með því að leggja hana í rumið. Hún var bólgin um liða mótin. gat ekki sofið á næturnar, og hafði enga matarlyst. Um þetta leyti þjáðist hún fjarskalega; kvölum hætti hvorki nót( né dag. Bezti læknir var fengin til hennar, en það varð érangurs laust, og við vorum farin að halda, að að henni mundi ekki verða bjargað. Ég hafði oft lesið í blöðunum um að gigt hefði verið læknuð með Dr. Williams Pink Pills, og af því leiddi að við fórum að reyna þær. Hún var húin úr eitt- hvað þremur öskjum áður en nokkur bati var sýnilegur, og óðar en hún fór að fá betri matarlyst, en þá fór henni smámsaman að batna, og þegar hún var búin með eitthvað tólf öskjur, gat hún gengið um húsið óþvingað, Hún hélt áfram með pillurnar enn um tíma og þó hún findi einstaka sinnnm til verkjar þegar veðrabrigði urðu, er hún nú samt betri en hún hefir verið í mörg ár, Hún getur nú sofið eins vel og hún hefir nokkurn tíma getað áður, og mat- arlystin hefir aldi ei verið hetri en nú. Ég álít Dr. Wiiliams Pink Pills mjög merkilegt meðal, því ég veit að þær hafa gert meira en nokkurt annað með- al til að lækna konuna mína, og ég er viss um það að ef að þeir sem þjást af samskonar sýki reyna þær dyggilega meigi þeir eiga von á góðum afleiðing- um. Ég gef þennan vitnisburð af heil- um hug í þeirri von, að hann komi ein- hverjum nauðstöddum að gagni. Framburður Mr. McLarens sannar, að Dr. Williams Pink Pills lækna þegar önnur meðöl bregðast, og að þær megi með réttu kailast ein hin merkasta upp- finding þessara tíma. Almenningnr ætti ætíð að vara sig á eftirstælingum, sera sumir lyfsalar reyna að koma út við þá, til þess að græða fó á þeim. Það er ekkert meðal til ‘alveg eins’, eða ‘al- veg eins gott’, eins og Dr. Wiliiams Pink Pills, og ekta Pink Pills eru ætíð með merki félagsins á umbúðunum: Dr. Williams Pink Pills for Pale People.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.