Heimskringla - 05.03.1896, Side 3
HEIMSKRINGLA 5. MARZ 189G.
Kotungurinn,
- - - eða - - -
Fall Bastílarinnar.
Ektik
ALEXANDER DUMA5.
Eggert Jóhannsson þýddi.
1. KAPITULI.
Bamið í reif um.
Pað var vetrar nótt og jorðin umliverfis Paris var liulin
í snjó, þó nokkrar stundir væru liðnar siðan hætti að fenna.
Þrátt fyrir myrkrið og þrátt fyrir kuldann, gekk ungur
maður þvert yfir hvíthjúpaða akrana, burt frá þorpinu
Villers Cotterets, í skóginum rúmar 50 milur fráParis. Hann
hafði sveipað um sig kápu svo stórri, að hvitvoðungurinn í
reifum, sem hann hafði í fanginu, sást ekki. Hann hafði
komið til þorpsins með póstvagni frá Paris og var á ferðinni
til kauptúnsins Haramont. Það var auðsætt, að hann var
veginum kunnugur, því hann stikaði stórum og leit hvorki til
hægri eða vinstri.
Innan stundar var hann kominn út í laufalausa skóginn,
þar sem hávaxin tré réttu naktar greinar sínar móti stál-
grárri hvelfingunni. Hinn næmi kuldi, lyktin af eikitrján-
um og ísströnglarnir og kúlurnar á trjá-greinunum, alt þetta
hreif hinar skáldlegu hugsjónir göngumannsins.
Á milli trjánna vonaði hann þá og þegar að sjá tunrspír-
una í kauptúninu, sem hann stefndi til, og reykjarstrokurnar
upp um reykháfana, er upp af húskofunnm blandaðist saman
í eina heild, áður en hann gufaði upp á milli trjá-greinanna.
Það ljómaði dagur þegar hann fór yfir ofurlítinn læk,
með frosnar liljur og hlóm á báðum hökkum. Hann gekk að
fyrsta kofanum, sem hann bar að og bað um vikadreng til að
fylgja sér að húsi Madelinu Pitou.
Þögul, en eftirtektasöm, og ólik í því efni mörgum jafn-
öldrum sínum, ruku börnin á fætur, störðu á þennan ókunna
mann en fylgdu honum að tiltölulega stóru og þriflegu húsi,
er stóð á bakka lækjarins litla, er bogaði fram hjá flestum
húsunum,
Planki var lagður yfir lækinn og þénaði sem brú
“Þarna," sagði einn hinna smávöxnu fylgdarmanna og
benti á húsið. Gilbert, svo hét ferðamaðurinn, gaf börnun
um pening, er var svo stór, að þau störðu á hann gapandi af
undrun. En Gilbert gekk á plankanum yfir lækinn, upp að
húsdyrunum, opnaði hurðina og gekk inn. En börnin sem
hann gaf peninginn hnöppuðu sig saman, tóku í hendina
hvert á öðru og störðu svo alveg hissa á þennan laglega mann
og svo stásslegan, í mórauðum klæðisfötum, með hringjur
skónum og i stórri yfirkápu, sem gekk þarna og vildi endilega
finna hana Madömu Pitou.
Auk þeirra er þarna voru inni, og barnanna er fylgdu
honum, hafði Gilbert enga lifandi veru séð. Haramont var
að sýndist í eyði og tómt, og hann einmittvar að leita aðþess
kyns þorpi.
En hann hafði ekki fyr komist inn fyrir hurðina, en hann
sá það, sem í allra eða flestra augUm er aðdáanlegt, og þó
ekki sízt í augum hans, svo ungur og svo vitur maður sem
hann var. Þar sat sem sé liraustleg bóndakona með hvít-
voðung, sem var að sjúga brjóst hennar. Við kné hennar
var fjörlegur drengur á að geta fjögra ára gamall og þuldi
bænir upphátt.
I einu húshorninu, nálægt glugga, eða öllu. heldur ga.ti á
veggnum, sem rúðugleri var stungið í, sat önnur lcona, á að
geta hálf-fertug að aldri, eða vel það, og spann. Hún stóð á
fótaskör og á öðrum enda skararinnar sat feitur kjöltu
hundur.
Þegar seppi sá komumann, fór hann að gelta, en kom-
, pánlega, eins og væri hann að heilsa honum og áliti rétt að
kunngera öllum viðstöddum, að það kæmienginn að sér
gofandi. Drengurinn við móðurknén leit um öxl sér og hætti
við bænalesturinn í miðju orði, og konui'nar báðar urðu sami
taka í að láta í ljósi undrun sína blandna fögnuði.
“Ég heilsa þér, góða móðir Madelín!11 sagði Gilbert
brosandi.
“Svó herramaðurinn veit þá nafn mitt !“ sagði hún og
varð hálf hverft við.
“ Svo er sem þú segir, en vertu svo góð að lofa mér að
tala,“ svaraði Gilbert. “í stað þess aðhafa eitt.barn á brjósti
áttu nú að hafa tvö !" Og samstutfdis lagði hann litla reifa-
strangann—ofurlítinn dreng, í heima tilbúna vöggu, er stóð
á gólfinu.
“ Hvaða ljómandi blessað barn !“ sagði spunakonan.
“Já, elskulegt barn, það er víst, frænka Angelique," svaraði
Madelín.
“ Systir þín ?“ spurði Gilbert og benti á spunakonuna.
“Nei. Systir mannsins míns.“ ,
“ Já, föðursystir mín, frænka “Gelique," sagðilitli dreng-
urinn, sem þannig blandaði sér inn í umtalsefnið óboðinn,
“ Vertu hægur, Ánge,“ sagði þá móðir hans, "þú ert að
taka fram i fyrir herramanninum."
“ Erindi mitt er fljót sagt, kona góð,“ sagði Gilbert, er
þögn var fengin. “ Þetta barn er sonur eins af leiguliðum
herra míns, en leiguliði þessi er allslaus. Húshóndi minn,
skírnarfaðir sveinsins, vill að hann sé alinn upp úti í sveit'
svo að hann læri verknað og verði duglegur, hraustur og dag-
farsgóður. Vilt þú takast í fang að ala hann uppV"
“ En, herra . . . ?“
“Hann fæddist í gær oghefir aldrei verið lagður á brjóst,"
gagði Gilbert. “ Svo get ég bætt því við, að þettaerhvít-
voðungurinn, sem Niquet lögfræðingur í Villers Cotterets
mintist á við þig.“
Madelín svaraði þeSsu með því, að grípa hinn aðkomna
svein og leggja hann á brjóst. Var það hvorttveírgja að hann
var þurftugur, endatókhann rösklega til matar. Þetta hvort-
tveggja hreif Gilbert til meðaumkunar.
“Mér hefir verið sagt satt," sagði hann. “ Þú ert virki-
lega góð kona. I nafni og umboði húsbónda míns, fel ég þér
sveininn til fósturs. Ég sé að hér muni honum líða vel og ég
vona að hann flytji ánægju draum til þeirra, er í þessu húsi
búa, samfara sínum eigin barna-draumum. Hvað mikið
borgar herra Niquet fyrir börnin, sem hann útvegar þér til
uppfósturs ?“
“Tólflivra* um mánuðinn, herra minn ! En hann er
ríkur og bætir líka við þetta meðlag smápeningum fyrir
sykur og leikföng. “
“ Þetta barn, móðir Madelín,11 svaraði Gilbert með
nokkru stærilæti, “skal færa þér tuttugu livra um mánuðinn,
eða tvö hundruð og fjöritíu um árið."
“Drottinn minn góður ! En ég þakka þér innilega fyrir!“
sagði Madelín.
“Og hér er þá fyrsta 'árs meðgjöfin greidd við hamars-
högg !“ sagði Gilbert um leið og hann lagði tíu glóandi gull-
peninga á borðið. Þær höfðu ekki oft séð aðra eins hrúgu
konurnar og opnuðu augun eins og þær mest máttu og litli
Ange Pítou teygði sig eins og hann gat til að leggja hönd á
þessa álitlegu eign!
“ En et litli maðurinn skyldi nú ekki lifa ?“ spurði Ma-
delin hálf-feimnislega.
“ Það væri sorglegt tjón—tjón sem betur fer, á sér ekki
*) Livre,; gamall og úr gildi genginn silfur peningur á
Prakklandi, ígildi 20 cents, Þegar “livrar" voru lagðirniður
kom “franki" (franc) í staðinn og gildir það sama. Þýð,
oft stað," svaraði Gilbert. “Já, hér er þá árs meðgjöfin
Ertu ánægð með hana ?“
“ Já, herra minn, víst er ég það.“
“Þá skulum við tala um framtíðarborgunina," sagði
Gilbert.
“Eigum við þá að ala barnið upp?“
“ Mjö líkleurt, og ganga því í foreldra stað,“ svaraði Gil-
bert i sorgblöndnum róm og brá lit.
“Blessaður auminginn ! Er hann munaðarlaus ?“
Gilbert hafði ekki búizt við þessari meðaumkun og þess-
um spurningum öllurh. Hann bjóst heldur ekki við að liann
sjálfur mundi finna mikið til, enda herti hann upp hugann og
náði sér á augnablikinu.
“Ég sagði þér ekki allan sannleikann!“ sagði hnnn.
Faðir barnsins, vesalingurinn, afbar ekki harmafregnina, er
hann frétti um afdrif móðurinnar, en féll niður örendur."
Konurnar létu í ljósi meðaumkun sina bæði með orðum
og athöfnum og Gilbert hélt áfram, þó honum væri þungt
fyrir brjósti: "Sveinninn getur þess vegna ekki búizt við
neinni foreldra elsku og um önnun."
I þessu kóm inn þungstígur maður, hreystilegur og glað-
legur, en hægfara. Það var húsbóndinn og eiginmaður
Madelinu—“pabbi" Pitou. Hann var augsælega einn af þess-
um heilsu góðu og hraustu, hrekkjulausu, góðh'ndu mönnum
sern öllum vilja gott gera en engum mein, og sem Greuze
málaði svo mildarlega i myndasafni sínu af heimilis-lifinu
það þurfti aðeins örfá orð til að gera honum ástæðurnar
skiljanlegar. Manngæðskan lét hann á svipstundu skilja
það, sem honum annars hefði verið ofvaxið að skilja.
Gilbert gerði áheyrendunum það fyllilega skiljanlegt, að
það skyldi ekki standa á meðgjöfinni og að hún yrði greidd
þangað til þilturinn væri orðin sjálfbjarga maður, sem ekki
þyrfti lengur á annara hjálp að halda.
“Látum það gott heita.“ sagði Pitou. “Mér lízt svo á
að okkur gangi vel með piltinn, þó hann sé nokkuð smár
enn þá.“
“ Heyrðu nú til!“ sögðu háðar konurnar í senn. “Hon-
um geðjast að honum ekki síður en okkur."
“ Mér þætti vænt um,“ sagði Gilbert, "ef þú vildir koma
með mér yfir til herra Niquets. Eg ætla að skilja eftir hjá
honum alla meðgjafara peningana, svo að þið getið verið
ánægð og barninu geti liðið vel.“
Svo kvaddi Gilbert þær konurnar með handabandi, er
þeim þótti heiður að, laut ofan að vöggunni, sem hinn litli
gestur hafði rekið hinn lögmæta erfingja úr. “Þú ert lítið
líkur mér,“ sagði hann með sjálfum sér og var alvarlegur
mjög, er hann horfði á son sinn. "Þú ert miklu líkari henni
móður þinni, liinni stórlyndu Andreu, sem heldur svo rikt við
höfðingjana af því hún á barón Taverney fyrir föður."
Þessi umhugsun særði hjarta hans, Hann varð að sökkva
fingurneglunum inn í holdið í lófunum til taka fyrir tára-
flóðið, sem vildi brjótast fram. Hann þrýsti kossi á kinn
sveinsinsog snaraðist svo út titrandi af tilfinningu, Ange Pi-
tou vafðist fyrir fótum hans og gaf Gilbert honum hálfan
“Louis" ($2.50). Gilbert var ekki nema 18 ára -gamall þeg-
ar þessi saga hófst. Tilfinningar lians, þessa unga föðurs,
voru því bæði margvíslegar og átakanlegar á þessu augua-
bliki. Hann var náfölur og titraði eins og hrísla og hefði
hann fengið nokkurn ábæti raunanna hefðu þær lagt hann í
rúmið.
“Við skulum fara af stað,“ sagði hann yið Pitou bónda,
er stóð við dyrnar.
“En, herra minn!“ kallaði Madelín á eftir honum.
“Nafn barsins—hvað sagðir þú að hann héti?“
“Kallaðu hann Sebastian Gilbert !“ svaraði Gilbert án
þess að líta við, en auðheyrt var á röddinni, að hann
stærði sig af nafninu.
Þeir Gilbert og Pitou töfðu ekki lengi hjá lögmanninum.
Gilbert skildi eftir peningana fyrir uppeldi sveinsins, sem
bóndasonar. Þangað til hann væri 15 áragamall átti að viita
honum tilsögn í öllu sem að almennri mentun laut', en frá
þeim tíma til lögaldurs átti að kenna honum annað tveggja
handverk, eða kaupa handa honum jarðarskekil og hú. Þegar
hann væri 18 ára, skyldu þeim fósturforeldrum hans greiddir
tvö þúsund livrar, auk fyrgreindrar upphæðar. er lögmaður-
inn átti að gr'eiða þeim á hverju ári.
I ómakslaun öll átti Niquet að fá vöxtu alla af pening-
unnm frá þessum tíma.
* * *
Svo liðu tíu ár. Pitou bóndi var dáinn fyrir mörgum
árum, svo mörgum, að Ange sonur hans mundi svo sem
ekkert eftir honum, svo ungur hafði hann verið, er föðursins
misti við. Og nú var Madelín sjálf um það, að yfirgefa heim-
inn. Það voru þrjú ár síðan liún hafði séð Gilbert, þ^27 ára
gamlan, þurran, orðláan og stuttan í spuna. En ísgríma
þessi, sem heimurinn og kringumstæðurnar höfðu gert hon-
um, hjaðnaði eins og héla fyrir morgunsól undir eins þegar
hann sá son sinn, glaðan og kátann og hraustann og alinn
upp samkvæmt reglunum, er hann sjálfur hafði fyrir skipað.
Hann heilsaði Madelínu með handa handi og sagði við hana,
er hann sá son sinn svo vel útlítandi: “Treystu á mig, ef
sér einhvern tíma liggur á."
Hann tok drengina, son sinn og Ange fóstbróður haris,
með ser í skemtiferð. Fór hann fyrst að skoða gröf vísinda-
mannsins Rousseau og síðan til þorpsins Villers Cotterets.
Gintist hann þá til, fyrir fagurmæli ábótans Fortier, sem þar
hafði skóla fyrir drengi og unglinga, að skilja son sinn eftir
hjá honum til mentunar. Ábótinn talaði mikið um vísindi,
enda heimspekin áhrifa mikið afl á þessu tímabili og hafði
enda brötið sér veg alt að hjartarótum kyrkjunnar. Sem
sagt skildi hann son sinn eftir hjá Fortier, fékk honum miða
með tilgreindu heimili sínu í Paris og hélt svo af stað til
borgarinnar.
Alt þetta var Madelin Pitou kunnugt. Þegar hún var
aðfram komin mintist hún heitsins er Gilbert gerði fyrir
þremur árum. Það var henni sannur fögnuður. Forsjónin
hafði auðvitað beint honum leið til Haramont í upphafinu í
því skyni að útvega Ange vesalingnum forsjá, fullkomnari
og betri forsjá, en þá, er hann rnisti við andlát fátækra for-
eldra sinna.
Hún var ekki skrifandi ogsendi þess vegna eftir sóknar
prestinum. Hann kom og skrifaði fyrir hana bréf, sem hann
svo sendi Fortier ábóta til að senda með póstinum til Gilbert
Paris.
Það mátti ekki seinna vera. Daginn eftir gaf Madelín
upp andann.
II, KAPÍTULI.
Kotungurinn Ange Pitou.
Ange var of ungur til að kunna að meta skaða slnn. Þó
duldist honum ekki að heimilis-ljósið var horfið. Og þegar
líkið hafði verið lagt í gröfina, settist hann niður hjá leiði
móður sinnar og var ófáanlegur til að vikja þaðan. Hann
hafði ein og sömu svör fyrir alla, er reyndu til að laða hann
burt þaðan, þau, að mamma Madelín væri þar, að liann hefði
aldrei yfirgefið hana og að hann ætlaði ekki að byrja á þvi
Það var hjá þessari nýju gröf að Dr. Gilbert fann hann,
sem fór af stað til Haramount undir eins og hann fékk bréf
hinnar deyjandi konu.
Ange var kornungur þegar hann sá Gilbert í fyrsta
skifti, en börnin eru ætíð móttækileg fyrir utan aðkomandi
áhrif og það sem þeim er innrætt ungum, það muna þau alla
ætí. Koma Gilberts til þorpsins fyrrum hafði skilið eftir
glögg för á minnisspjaldi munaðarleysingjans. Hann hafð‘
verið góður við Ange og áunnið sér hylli hans. Auk þess
heyrði hann móður slna oft nefna nafn hans og ætíð með
lotningu. Þegar liann svo hafði komið í seinna skiftið, með
Þeir vilja ekki reykja neitt annað.meðan þeir geta fengið Old Chum,
jafnvel þó þeir þurfi að fá það til láns, því þeir fá ekkert tóhak sem
þeim fellur eins vel, og sem gefur eins kaldan og mildan reyk.
1>. Kitcliie & Co Jlaiiufncturers JIONTRSíAIi.
The American Tobacco Co’r of Canada, Ltd, Successors.
HLUTIR
sem eru í sjálfu sér vandaðir
og aldrei breytast nema til
batnaðar, verða óhjákvæmilega
viðurkendir að lokum.
Þetta er ástæðan fyrir að
selst svo mikið af
E. B. EDDY’S Eldspytum.
Hann W. Blackadar.
. eldi. Einnig eldivið af mörgu
131 Ilijríilns Str. tagi, þurran sem sprek og liarðan
..................sem grjót, alt fyrir neðan sann-
gjarnt verð. Gott viðmót. Áreiðanleg vigt. Flutt þangað sem óskað
er og sett þar sem um er beðið. — Gunnar Sveinsson vinnur í búðinni.
Flslendingar i Selkirk!
Það vinnur enginn Islendingur sem stendur í búð þeirra félaga
Moody og Sutherland,
en það þarf ekki að aftra neinum, því Mr. Moody talar íalenzku reiprennandí.
Finnið hann að máli þegar þið þurfið aðkaupa eitthvað af járn eða blikkvarn
ingi. — Hann selur hinar nafnfrægu
Grand Jewel Stove’s
og að sjálfsögðu hitunarofna á allri
stærð, Upplag mikið af líkkistum á
allri stærð og alt sem þeim til heyrir
Mjöl- og fóður-
verzlun
Stórt upplag af Lake of theWoods
kveitimjöli æfinlega fyrirliggjandi.
MOODY S SUTHERLAND
HARÐVÖRUSALAR.
Evaline Street. — — — — West Selkirk.
Dominion of Canada.
ir oke^Pis **
300,000,000 ekra
i hveti og beitilandi í Manitoba og Vestr-territóríunum i Canada ókevnis fvri
lT,nne.Ta;- DjUiPr frabœrlega,frjÓ8a,mr jarðvegr, nægð af vatni og skTgi y0g
meginhlutinn nalægt jarnbrautum. Afrakstr hveitis af ekrunni 20 buslfeí ef
vel er umbuid. ; uaöU01» ei
í inu frjósama belti
í Rauðárdalnum, Saskatchewan-dalnum, Peace River-dalnum og umhverfis-
iggjandislettlendi eru fe.kna-miklir flákar af ágætasta akrlendi, engi og beiti-
landi—ínnviðattumesti flaki í heimi af lítt bygðu landi. 8 S 1
Málmnámaland.
PfUi sií?.’ járn, kopar, salt, steinolía o. s. frv. Ómœldir flákar af kolanáma-
landi; eldiviðr þvi tryggrum allan aldr.
% Járnbraut frá bafi til hafs.
Canada-Kyrrahafs-járnbrautin í sambandi við Grand Trunk og Inter-Colonial
brautirnar mynda oslitna járnbraut frá öllum hafnstöðum við Atlanzhaf f rÁ-
nada til Kyrrahafs. Sú brautliggr um miðhlut frjósama beltisins eftir hví endi-
longuogum hma hnkalegu, tignariegu fjallaklasa, norðr og ver _
og um in nafnfrægu Klettafjöll Vestrheims.
Heilnœmt loftslag.
Loftslagið í Manitoba og Norðvestrlandinu er viðikent ið heilnoemastn í Amo
ríku. Hreinviðri og þurviðri vetrogsumar; vetrinn kaldr, en bjartr ogiud-
viðrasamr; aldrei þokaogsuld og aldrei fellibyljir, eins og sunnar í landinu
Sambandsstjórnin í Canada
gefr hverjum karlmanni yfir 18 ára gömlum og hverjum kvennmanni sem heflr
hyrr fainiliu ad sja, ’ UCUf
160 ekrur af Inndi
g ókevpis. Hinir einu skilmálar eru, að landnemi búi á landinu ogvrk
A þann hatt P©fst hverjum manni kostr á að veröa eigandi sinnar ábÝlis
ðar og sjalfstæðr i efnalegu tilliti. 8 ar aDÉlls
Islenzkar uýlendur
í Manitoba og canadiska.Norðvestrlandinu eru nú þegar stofnaðar í fiRtöð ™
Þeirra stœrst er NYJA ISLAND, liggjandi 45-80 mílur norðr úa VVinnipelT
vestrstrond Winnipeg-vatns. Vestr fra Nýja Islandi, í 30-25 mílna fiiriLs
er aLFTAVATNS-NYLENDAN. I baðunV þessum ’nýlendum er mikVð ií1-
numdu landi, og badar þessar nvlendr lierffia napr HftfnAufoA ____i ,
, x uiuui iiuruYCHir ira >> inmpeí?; yu'ArrEI T F-XÝ
LENDAN um 20 mílursuðrfrá Þingvalla-nýlendu, og ALBERTA-NýVfnt>_
AV ;° milnr norðr frá Calgary, en um 900 mílur vestr frá Winnipeg í
siðast toldum 3 nylendunum er n.ikið af óbygðu, ágætu akr- og beitilandi 8‘
Frekari upplýsingar í þessu efni getr hver sem vill fengið með bv’í að
sknfaumþað: ’ ao
Commissioner of Dominion Lands.
Eða 15. Ij. Baldwinson, isl. umboðsm.
Gullrent úr fyrir $7.50
Viltu fá góð kaup ?
Viltu fá hið besta
úr sem fæst fvrir
þetta verð? Hik-
aðu ekki við að
segja já. Sendu
okkur þessa aug-
lýsingu með nafni
þínu og utanáskr-
ift, og láttu okkur
vita hvort þú vilt j
kvenmanns eðaI
karlmanns, openi
eða hunting Case-
úr, og viðskulum
senda þér hið besta
úr sem hægt er að
fá fyrir þetta lága
verð. — Urin eru
gullrend með 14 k. gulli, og verkið gott
American Nickelverk., sem ver ábyrgj-
umst að endist 20 ár. Úrið gengur reglu-
lega og vel og lítur út eins og $50.00 úr.
Þú skoðar úrið hjá Express Ágentinum
og ef það er eins og því er lýst og þú á-
lítur það kaupandi, þá horgar þú hon-
um $7 50 (heildsöluverð), og burðargjald
á því.—Ef þér lýzt ekki á það, þá taktu
það ekki. Við viijum selja fljótt og mik-
ið með litlum gróða á hverju fyrir sig.
Við seljum að ein§ góð úr.
Þegar þú hiður um úr, þá strykaðu
út það sem þú vilt ekki liafa af því sem
á eftir kemur ;
Send m e—Iluntin g— Opcn Face—Ocnts
—Ladies— Watch. — Ef þú vilt fá $3.50
festi með úrinu fyrir 50c. þá láttu þess
getið. — Sendið til
The Universal Watch i Jewelery Manuf. Co.
Depot 68—508 Schiller Theatre.
[Verðlisti frí.] Chicago, 111.
_ CAVEUT8,
TRADE MARKS,
DESICN PAT6NTS,
„ , , COPVRICHTS, etc.
For lnformatlön and freo Handbook wrfte to
& CO.. 361 Broadway. Nrw’ York.
uidest bureau for securlng patents ln Amerlca.
iLverypatent taken out by us is brouRht before
tne public by a notico given free of charge in the
fricBtifií JVtuman
Larffest clrculatfon of nny scientiflc paper in the
world. bplendidly illustrated. No intelligent
man should be without it. Weeklv «*1 OO a
year; $1.50 six months. Address, CO.,
Publishers, 361 Broadway, New York City,
N
orthern Pacific
RAILROAD
TIME CARD.—Taking eflect Sundav
Dec. 16. 1894 J
MAIN LINE.
North B’und
M> .
g8
W3
cS o
Ó
1.20p| 3.15p
í.or.p
12.42p
12.22p
11.64a
11 31a
11.07a
10.31a
10.03a
9.23a
8,00a
7.00a
11.05p
1.30p
Winnipeg
Canada.
3.03j.
2,50p
2.38p
2.22p
2.13p
2.02p
1.40p
l.i2p
12.59p
12.30p
12.20p
8.35a
4.55a|
3.45p
8.40p
8.00p
10.30p
.. Vinnipeg..
*Portage Junc
* St.Norbert..
*. Cartier....
*. St. Agathe..
*Union Point.
*Silver Plains
.. .Morris....
.. .St. Jean...
. .Letellier ...
.. Emerson ..
. .Pembina. ..
Grand Forks..
.Wpg. Junc..
Duluth
Minneapolis
...St. Paul...
Chicago
Soouth Biwd
k •tf'
W3
"C
P-S
«í o
r-É;
-*-e CS
rC P,
>b
I- r—
Þ-
12.1hþl 5.30a
12.27p
12.40p
12.52p
1.1 Op
1.17p
1.28p
1.45p
1.58p
2.17p
2.35p
2.50p
6.30p
lO.lOp
7.25a
6 30a
7.10
9.85p
5.47a
6.07a
6.25a
6.51 a
7.02a
7.19a
7.45a
8.25a
9.18a
10.15a
11.15»
8.25p
1.25p
MORRIS-BRANDON BRANCH
East Bound W. Bound.
H S-S iffe 4-3 3Í ® Q0 “ k ° 3 ll S PATIONS. U kÞ. §>■3 4«? 03 4-3 QQ •5 * U p *a £ Pú 00 3 E-
f* O S 0_ 3 a g
,20p\3.15| ( Winnipeg .. |12.J5p| 5.3
,50p
,58p
,49p
,23p
,39p
1.58p
11.14p
11.21p
l7.25p
2.17p
2,19p
2.57p
2.27p
1.57a
1.12a
0.37a
0.13a
9.49a
ÍH.39a
9.05a
8.28a
7.50a
1.30p
1.07p
12.42p
I2.32p
12.14p
11.59a
11.38a
11.27a
U.09a
10.55a
10.40a
L0.30a
10.15a
JO.OOa
-9.38a
9.21a
9.05a
8.58a
8.49a
8 35a
8.18a
8.00a
.. .Morris ...,
* Lowe Farm
*... Myrtle...
...Roland. .
* Rosebank..
... Miaml....
* Deerwood..
* Altamont ..
. .Somerset...
*Swan Lake..
* Ind. SprÍDgs
♦Mariapolis ..
* Greenway ..
... Baldur....
. .Belmont....
*.. Illlton....
*.. Ashdown..
Wawanesa..
* Elliotts
Ronnthwaite
*Martinville..
.. Brandon...
West-bound passenger
Baldur for meals.
8.0(
8.44
9.81
1.50p
2.15p
2.4lp
2.53p
8.10p
3.25J
3.48p
4.0lp
4.20p
4.36ji
4.51p
5.02p
5.18p
5.34p
5.57p
C.17p
6.34p
6.42p
6.53p
7.05p
7.25p
7.45p
trains stop
10.2!
10.54
11.44
12.1(
12.5]
4 II
4.51
POR TAGELA PRAIRE BRANCH.
W. Bound Mixed No. 143 Every Day Except Sunday. STATIONS.
5.45 p.m. 5.58 p.m 6.14 p.m. 6.1Ö p.m. 6.42 p.m. 7.06p.m. 7.13p.m. 7.25 p.m. 7.47 a.m. 8.00 a.m. 8.30 a.m. .. Winnipeg.. *Port, Junctfoi! *St. Charles.. * Ileadingly.. * White Plains *Gr Pit Spnr *LaSalleTank *.. Eustace... *.. Oakville.. *. . .Cnrtis. . . Port. 1» Prairie
East, Bound
Miied
No. 144
Every Day
Except,
Sunday.
12.10r
11 55 i
11.29i
11.21 !
10.571
10.32f
10.24 f
10.11 f
9.48 í
9.34 s
9.15 í
Numbers 107 and 10b Jiave tfi
Pullman Vestibuled Drawing Room
ing Cars between Winnipeg, St. Pa
Minneapolis. Also Palace Dininj
Close connection at Chicago with e
llnes. Connection at Winnipeg Ju
with trains to and from the Pacific
Forrates and full lnformatioi
cerning connection with other lineí
«PPly to anv airent of the companv
CHAS.S. FEE, H. SWINFÓ
G.P.&.T.A., St.Pfnl. O., Aet
CITY OFFICE ’
486 Maiu Str„ Winni